Vísir - 09.07.1943, Blaðsíða 3
VISIR
í dag er síðasti söludagur í 5. flokki. Happdrættið.
Martin Moore. Með pramma til vígstöðv- anna í Burma. , uðumst við i tvo daga með fljótaprömmum, sem nefnast sampan. Tíminn var lengi að líða, en það fór vel um okkur og við vorum hinir rólegustu milli þess, er við sáum flugvél- ar á ferð yfir okkur og vissum ekki, hverrar þjóðar þær voru. Tvisvar vorum við að því komn- ir að yfirgefa prammana, áður Húsnæði 4 herbergi og eldhús óskast til leigu í Hafnarfirði frá 1. október. Mikil ^yrirfram- greiðsla. Áreiðanlegur leigj- andi. Til mála gæti komið kaup á húsi. — Tilboð send- ist blaðinu fyrir 15'' júli, Vanda'ðir Stofuskápar MÁLARASTOFAN. Spitalastíg 8.
er fréttaritari Lundúnablaðs-
ins Daily Telegraph, sem hef-
ir verið lengi í Indlandi og
ritaði þessa grein eftir að
honum hafði gefizt tækifæri
til að heimsækja vígstöðv-
amar skammt frá Akyab í
Burma. ---------------------
— xxx —
Klukkan fimm um morgun-
inn kveikti einhver öll ljós í
danssalnum. Ljósbjarminn féll
á langar raðir af rúmum, sem
mýflugnanet voru breidd yfir.
Sumir urðu þó að láta sér
nægja að sofa í flatsæng. Menn
hreyfðu sig eins og þeim væri
illa við þetta ónæði. Þetta voru
liðsforingjar, sem voru á leið til
vígstöðvanna í Burma.
Það er liðinn æði langur timi,
síðan menn og konur liðu í
dansi yfir þetta gólf. Það er líka
langur tími, síðan síðasta veizl-
an var haldin í salnum hinum
megin við ganginn. Þó er þetta
slcrauthýsi í Austur-Bengalsríki
ennþá útvörður menningarinn-
ar að nokkuru leyti. Margir
menn, sem hafa verið á leið til
vígvallanna hafa sofið þar í síð-
asta sinn undir þaki, áður en
þeir komu til vígstöðvanna. Við
langa veizluborðið liafa jjeir
snætt seinustu góðu máltiðna í
langan tíma. í baðherberginu
hafa þeir notað vatnshana í síð-
asta sinn um langt skeið.
Við vorum tólf, sem ætluðum
að halda áfram þenna morgun
áleiðis til vígstöðvanna. Við
tókum svefnpokana okkar sam-
an í snatri og fórum út, morg-
unverðarlausir, áður en dagur
var á lofti. Við klifruðum upp í
vörubíl, sem stóð þar sem einu
sinni hafði verið falleg grasflöt.
Allstaðar fullt af
ám og lækjum.
Það var að byrja að birta,
þegar við komum niður á
bryggjuna. Þar voru fyrir lióp-
ar flugmanna og hermanna,
Breta og Indverja, og foringinn,
sem sá um alla liðflutninga, var
þegar farinn að skipa þeim um
borð í lítinn fljótabát, er átli
að flytja okkur fyrsta áfangann.
Japönsku stöðvarnar, sem
Iiersveitir Irwins hershöfðingja
sækja að, eru mjög skammt á
brott í loftlínu. Ef vegir væri
þangað, þá mundum við kom-
ast á leiðarenda á hálfum degi.
En landið er næstum alveg vega-
laust. Þar úir og grúir af ám og
lækjum, sem skera það í sund-
ur í fjölda eyja, liólma, tanga og
skaga. Flutningar hafa alltaf
farið fram á vatni og gera það
enn í dag.
En það er seinlegt og tafsamt
að ferðast á þessum vatnaveg-
um. Á, sem er um mílu á breidd
við flóð, er kannske orðin að
breiðu af forarpyttum, þegar út
fellur. Gufubátar og jafnvel
hinir flatbotnuðu prammar
hinna innfæddu verða að þræða
ála og kvíslar með mestu gætni,
þvi að annars mega menn eiga
von á því, að rekast á rif, þat
sem fellur undan skipinu á
augabragði.
Skipið, sem við vorum á, var
tæplega 200 smálestir og það
var reynt í þessum svaðilferð-
um. Framan á stjórnpallinum
var messingplata, sem var næst-
um ólæsileg vegna mikilla fæg-
hefði verið notað í suðvestur-
liluta Asíu í síðasta striði, og var
það þó enginn unglingur þá.
«
Foringi úr hemum
er skipstjórinn.
Okkur voru réttar tekrúsir
út úr eldhúsinu. Sterkt te er að-
alsvaladrykkur herjanna í
Austur-Asíu, þar sem bjór og
sterkari drykkir eru að hverfa i
gleymskunnar dá. Te, heitt og
sterkt, er borið fram með 'hverri
máltíð, í livert skipti, sem num-
ið er staðar eða hvílzt. Jafnvel
BandaríkjamenP eru að komast
upp á þenna sið.
Eg kynntist skipstjóranum,
er við sigldum h^egt og rólega
niður eftir ánni. Það var enginn
leikur að hafa uppi á honum,
því að það virtist ekki vera einn
einasti sjóliði um borð. Loksins
játaði ungur iliðsforingi —
ekki úr flotanum heldur fót-
gönguliðinu — að hann væri
skipstjórinn. Hann gaf þá skýr-
ingu á þessu, að þetta væri ekki
flotinn, sem þarna ætti lilut að
máli, heldur herinn.
Þeir hafa safnað saman
miklum fjölda smáslcipa, gufu-
báta og fljótaskipa, sem hefir
verið gefið nafnið „floti
Wavells". Hið rétta nafn er þó
Sundarbans-flotadeildin, því að
aðalverk skipanna er að hafa
eftirlit á ánni, sem rennur inn-
an um mýrafláka, er nefnast
Sundarbans, og liggja milli
Kalkútta og sjávar. Eins og nú
standa sakir hafa flest skipin
verið flutt yfir Bengals-flóa
vegna stríðsins og þar vinna
þau hið þarfasta verk við að
flytja allskonar birgðir og liðs-
auka til þeirra hersveita, sem
eru í fremstu víglínu. Liðsfor-
inginn sagði mér, að hann hefði
gerzt sjálfboðaliði i þessu st^rfi,
er það var stofnað.
„Eg geri þá ráð fyrir því, að
þér séuð eklci alveg óvanir að
fara með skip,“ sagði eg.
„Eg veit ekkert um skip“,
svaraði hinn glaðlega. „Eg læt
Jóa um allt, sem því viðkemur“.
Með því átti liann við hvit-
skeggjaðan Bengala, sem bar
fagurlega litan vefjarhött, er
stakk mjög i stúf við litinn á
einkennisbúningnum hans.
Mér var sagt, að Jói hefði
rekið skipið áður árum saman.
Hann var ráðinn með allri
skipshöfn sinni, þegar þörf
varð fyrir hann og skipið hans.
En liðsforinginn var alltof
lítillátur. Það getur verið, að
hann hafi ekki haft skipstjórn-
arréttindi, en það varð brátt
Ijóst, að hann þekkti hvern
metra þessara hættulegu ála og
kvísla eins og vasann sinn, og
liann vissi lika, hvað hann
mæ'tti bjóða skipinu sínu.
Bambusbrýr fyrir
vörubílana.
Það var orðið áliðið dags,
þegar við fórum á land. Um
nóttina vorum við í stórum kofa
innan um sandlióla, þar sem
ofviðrislampar voru eina tækið
til lýsingar.
Við fórum á fætur fyrir dög-
un til þess að leggja upp í næsta
áfanga. Við áttum nú að fara í
vörubíl. Hann var þegar full-
hlaðinn indverskum hermönn-
um en einlivemveginn var hægt
að auki í hann. Hinir, sem með
okkur fóru, áttu að fara í öðr-
um bilurn.
Von bráðar tók þykkur skóg-
ur við af sandöldunum. Vegur-
inn var eitt af meistarverkum
þessa stríðs. Það er ekki svo
ýkja langt síðan hér var aðeins
gangstigur, en á tveim og hálf-
um mánuði var lagður vegur,
sem er 290 km. á lengd. Þetta
er að vísu aðeins upphækkaður
moldarvegur, en hvert einasta
moldarkorn hefir verið borið f
hann á höfði innborinna verka-
raanna.
Á veginum eru margar brýr,
sem eru að mestu' byggðar úr
bambusviði. Þær eru ekki viða-
miklar og við erum liræddir
um að þær geti ekki borið bíl-
ana, en þær eru furðu seigar,
þvi að þarna er mikil umferð
þungra vörubíla. Það er stöðugt
unnið að endurbótum á vegin-
um, hann er breikkaður og
sléttaður.
Tilbúinn til að
synda eftir föngum.
Þegar við stigum á skipsfjöl
öðru sinni þá um daginn, vor-
um við boðnir velkonmir af
öðrum ungum foringja í flota
Wavells. í samanburði við
skipstjórann okkar daginn áður
er þetta þaulvanur sjómaður.
Hann sagði mér, að liann hefði
einu sinni stjórnað vélbáti frá
eyjunni Wight og til ensku
strandarinnar. En aðalatvinna
hans var samt búskapur.
Charlie, matsveinninn frá Ne-
pal, færði okkur teið, sem eng-
inn gelur án verið. Hann hefir
ekki aðeins það stai’f að sjá fyr-
ir matarþörfum skipverja og
farþega, heldur er hann einnig
skytta stafnbyssunnar. Aftari
byssunni stjórnar Bengali, sem
er jafnframt þjónn á skipinu.
Þeir hafa báðir sýnt, liver mað-
ur er í þeim, því að Japanir
hafa gert fjórar loftárásir á
skip þeirra.
Meðan við vorum að sötra te-
ið, sagði skipstjórinn okkur frá
því, að hann hefði einu sinni
sagt við kokkinn, þegar þeir
voru að nálgast stað, sem var á
valdi Jápana: „Japanirnir eru
þarna yfir frá, Charlie. Þú átt
að fara á land, talca tvo þeirra
til fanga og koma með þá til
okkar.“
Litlu síðar kom Charlie til
skipstjórans og kvaðst vera
ferðbúinn. Hann var með tvö
björgunarbelti á sér og liand-
byssu að vopni. „Já, hann er
ekkert ragur,“ bætti skipstjór-
inn við, „en hann var feginn,
þegar eg sagði honum, að eg
hefði sagt þetta að gamni
mínu.“
Við átturn ekki að fara langt,
en misstum samt af flóðinu og
urðum að liggja úti i ánni alla
nóttina. Næsta morgun sigldum
við áfram og komum brátt til
lítils þorps, sem', hafði verið
sterkt vigi Japana, þangað til
fyrir skemmstu. 'Nú var það
fullt af indverskum og brezk-
um hermönnum.
Ef eg lýsti nákvæmlega næstu
áföngum ferðar minnar tii vig-
stöðvanna, mundi eg geta kom-
ið upp um samgönguleiðir okk-
ar. Þegar við vorum búnir að
aka öðru sinni í vörubíl, ferð-
flugliersins á flugyélunum.
Þessir prammar eru mikil-
vægur liður í flutningakerfi
hersins. Þeir eru eins og breiðir
gondólar, sem sætin vantár i,
og geta flutt sex menn, sem
sitja undir sefmottum, en ræð-
arinn stendur í skut og rær hægt
og silalega. Þegar farið er með
sjávarföllum er mesti hraði 5
mílur, en það er engin leið að
komast áfram gegn þeim.
i
Stríðið er á
lítinn mælikvarða.
Þegar maður ferðast í svona
farartæki, þá verður manni
fyrst ljóst, livers vegna hér
hlýtur aðeins að vera um strið
á lítinn mælkvarða að ræða.
Samgönguleiðirnar eru svo
langar og hætt við að þær rofni
við minnstu árás, að það er
nauðsynlegt, að ekki þurfi að
sjá nema nokkurum hundruð-
um — ekki þúsundum —
manna fyrir nauðsynjum. Verk-
efni þessara hersveita er að
koma upp stöðvum, sem auð-
veldara er að halda uppi sam-
göngum við. Þegar svo er kom-
ið má búasf við því, að bardag-
ar á þessum slóðum verði á
stærri mælikvarða.
Mennirnir, sem vinna þetta
brautryðjendastarf, bæði Bret-
ar og Indverjar, eru hinir von-
beztu um árangurinn. Þegar eg
kom loksins til bækistöðvar
þeirra, höfðu þeir verið í bar-
daga i fyrsta skipti.
Þeir lifa erfiðu lifi þarna i
skógunum. Þeir hafa ekki get-
að farið úr fötum í heila viku,
en nú vonast þeir til þess að
pramminn, sem kom í dag, hafi
meðferðis madressur og annan
útbúnað þeirra, sem þeir urðu
að skilja eftir, þegar sóknin
gegn Japönum hófst. Þetta er
að vísu í fyrsta skipti, sem þessir
menn liafa tekið þátt í bardög-
um, en samt eru þeir orðnir
reyndir og harðir. Þeir hafa að-
eins tvisvar, i bæði skiptin stutt-
an tíma, verið í bækistöðvum,
þar sem þeir gátu sofið i rúm-
um.
Eg skrifa þetta undir mango-
tré, þar sem alt er fullt af
brönugrösum (orkideum). Það
er að vísu borð inni í matsaln-
um, en þar er hálfrökkur, jafn-
vel um hádaginn. Mér finnst
kofinn, sem borðað er í, vera
einna líkastur hænsnahúsi, ekki
sízt vegná þess, að fuglar höfðu
byggt hreiður sín inni í honum
og það var ógerningur að hrekja
þá þaðan.
Á kveldin gátum við lieyrt í
sprengjum frá sprengjuvörpum
Japana. Við tölum þó ekki um
það, heldur um loftárásirnar á
London og berum saman ævin-
týri okkar um veturinn, þegar
Þjóðverjar ætluðu að leggja
borgina í rústir. Á þenna hátt
gleymum við Japönum klukku-
stundum saman, enda j>ótt þeir
sé iðnir við að skjóta yfir ána,
sem skilur á milli okkar.
Til leigu
ein stöng i Víðidalsá nokkura
daga i júlí. — Uppl. gefur
Garðar Þorsteinsson hrrri.
eða Vagn Jónsson lögfræð-
ingur.
Ný húsgögn
til sölu. Tveir stólar og sófi.
Uppl. á Hallveigarstíg 8.
emvm
GARÐflSTR.2 SÍMI 1899 ’
Ntúlknr
óskast til að leysa af í sum-
arfríum við tauþvotta, eld-
hússtörf og hreingerningar.
Húsnæði getur fylgt. Fyrir-
spurnum ekki svarað i ssma.
HÓTEI, Islanix
Fimm manna
Ford
með nýrri vél, nýstandsettur,
til sölu og sýiíis á Frakka-
stig 2, kl. 6—8 í dag.
Nokkurir rtjúpir
stólar
til sölu. Einnig áklæði i sama
stil>
Húsgagnavinnustofan.
Skólabrú 2.
(Hús ÖI. Þorsf. læknis).
Anglýsingar
sem birtast eiga í laugar-
dagsblöðunum í sumar,
eiga að vera komnar til
blaðsins fyrir kl. 7 á
t
föstudagskvöld.
DACBLAÐiO
Vi
IR
Happdrættið.
í dag er síðasti söludagur í 5.
flokki og allra síðustu forvöð að
endurnýja og kaupa miða. Á morg-
un verða engir miðar afgreiddir.
Innilega þakka eg öllum þeim mörgu, er sýndu mér og
fjötskyldu minni ógleymanlega samúð við ■ fváfall og
jarðarför systur minnar,
Maríu Einarsdótrur
Steindór Einarsson.