Vísir - 09.07.1943, Page 2
VISIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 6 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Viðsjár.
HÉR í landi er nú svo mikið
um atvinnu, að allir sem
vetlingi geta valdið, og nenna á
annað liorð að dýfa hendi í kalt
vatn hafa meira en nóg verk-
efni. Þrátt fyrir þetta gengur
fjöldi manns atvinnulítill eða
atvinnulaus, aðallega í ýmsum
kaupstöðum landsins þar sem
atvinnulífið liggur svo að segja
í dái vegna árstíðar. Það er þörf
fyrir jiennan vinnukraft, ekki
einvörðungu hér í höfuðstaðn-
um, heldur fyrst og fremst við
framleiðslustörfin sjálf til
sveita og sjávar. Dýrasta eyðsla
hvers þjóðfélags er eyðsla hins
ónotaða vinnuafls. Nægir það
ekki eitt og út af fyrir sig að
þjóðin fari á mis við þau afrek,
sem með því væri unnt að vinna,
heldur grohiar manngildi liinna
atvinnulausu einstaklinga nið-
ur, og geta þeir jafnvel orðið
þjóðfélaginu byrði í stað bjarg-
ar.
Samkvæmt upplýsingum, sem
blaðinu liafa borist hafði ráðn-
ingarskrifstofu landbúnaðarins
borist umsóknir frá 427 bænd-
um í landinu um síðustu lielgi,
en tekist liafði að ráða 45 kaupa-
menn, 60 kaupakonur, 37 ung-
lingsdrengi, 12 unglingsstúlkur
og einn ársmann, eða samtals
155 manns. Nú fer aðalanna-
tíminn til sveita í liönd. Árferði
hefir að ýmsu leyti verið með
erfiðasta móti fyrir landbúnað-
inn vegna vorharðinda, og gras-
spretta má yfirleitt ekki minni
vera, ef allt á að bjargast af-
fallalítið. Ofan á þetta hætist
svo skortur verkafólks við
framleiðslúna, auk þess, sem
fólk fæst alls ekki nema að of-
fjár sé í boði, og segir sig þá
sjálft hver aðstaða hændanna
verður á hausti komanda. Að
þessu sinni verða þeir vafalaust
að greiða miklu fleiri dilksverð
til vinnufólks síns en nokkru
sinni liefir þekkst áður og fyr,
en auk þessa verða þeir vafa-
laust sumir hverjir að ganga á
fjárstofn sinn, ög slátra fleiru
en vant er sökum lítils heyfengs,
til þess að forðast það höl, sem
lengi liefir legið í landi en von-
andi er að mestu niður kveðið,
— að horfella er kemur fram á
útmánuðina eða fyr.
Fyrir unglinga er engin vinna
hollari né frekar við þeirra
hæfi, en algeng sveitavinna og
útiveran, sem henni er sam-
fara. Sveitastörf eru margvís-
leg yfjr sumartímann og ung-
lingar geta þar gert fyllsta gagn
án þess að þeim sé i nokkru of-
boðið á einn eða annan liátt.
Viðurværi í sveitum ætti að
vera það hollasta, sem völ er á,
þótt sagt sé að sumir bændur
hafi nú tekið upp þann sið að
selja mjólkina, smjörið og
rjómann, en hfa á aðkeyptum
gervivörum í þess stað. Þetta er
ósómi, sem góðir bændur láta
sér ekki sæma, og raunar engir
nema þeir, sem vilja svelta hjú
sín svo sem verst gerðist á nið-
urlægingartímanum, er þjóðin
var kúguð og þrautpínd.
Kaupgjaldið í kaupstöðunum
er orðið það hátt, og viljinn til
vinnu svo nauðalítill, einmitt 1
hjá sumum þeim, sem mest
þyrftu vinnunnar með, að þeim
Prof. Guðmundur Hannesson:
T|öi*iiin ogr ráðliiiisið.
Síðan eg skrifaði greinarstúfinn „Ráðhúsið í Tjörninni“, hafa
nokkrir góðir menn tekið til máls um þessi efni, en enginn
þeirra hefir mælt því bót, að reka ráðhúsið út í Tjörnina. Um
þetta munu flestir sammála.
Reykvíkingum hefir verið
það fyrir löngu ljóst, að Tjörn-
in er hin mesta bæjarprýði, sér-
staldega ef lienni væri nokkur
sómi sýndur. Björn Jónsson
barðist móti því, að hún væri
að nokkuru rýrð. Axel Tulinius
sýslum. mælti svo um: „Tjörn-
in ætti að stækka en aldrei að
minnka“.
„Tjörnin er aðalsbréf Reykja-
víkur, til þess að geta orðið fall-
egur bær,“ sagði Chr. Gjerlöff
rithöfundur, þegar hann kom
hér fyrir nokkurum árum í
skipulagserindum.
En hvernig höfum við svo
farið með Tjörnina?
Meðan Lækurinn var opinn
streymdi fjöruskólpið með
liverju flóði upp Lækinn og inn
í Tjörn og út aftur um fjöruna.
Meira og minna af öllu grugg-
inu sat svo eftir í Tjörninni.
Eftir að Lækurinn varð gerð-
ur að lokuðu holræsi, og öllu
skólpi úr stórum borgarhluta
var veitt út í það, varð Tjörnin
að nokkurskonar hlandfor, því
að stíflan milli Lækjarræsisins
og Tjarnarinnar var engan veg-
inn þétt. Eigi að síður notuðu
bæjarbúar ísinn af henni til
þess að fylla íshúsin og kæla
matvæli! Viðbjóðslegri óþrifn-
að hefi eg hvergi séð.
En það var ekki látið sitja við
þetta. Skothúsvegurinn var
lagður og Tjarnarbrúin, og Við
þetta minnkaði Tjörnin nálega
um þriðjung frá bænum að sjá,
því suðurhluti hennar sést ekki
yfir veginn og er aðeins til prýði
fyrir skemmtigarðinn þar. Þó
má með nokkurum rétti segja,
að gata þessi og brú hafi verið
nauðsynleg vegna umferðarinn-
ar.
finnst hentugra að ganga með
hendur í vösum sex daga vik-
unnar og vinna einn, með því
að það nægi til að draga fram
lífið. Þetta er Paradís lieimsk-
ingjans, en ekki hins forsjála
manns, sem ætlar að lifa sér til
sæmdar og öðrum til ánægju.
En við hverju er að búast? Hafa
ekki tveir flokkar í landinu
lialdið því fram sýknt og lieilagt
undanfarinn áratug að vinnan
væri böl og verkamenn þrælar,
og má ekki endurtaka sömu
vitleysuna svo oft að auðtrúa
menn festi trúnað á henni og
lifi í vorkunnsemi með sjálfum
sér vegna ömurlegs hlutskiptis
það sem eftir er ævinnar.
Vinnugleðinni má útrýma eins
og öllum góðum eiginleikum,
ef nógu Iævíslega er að farið.
Það eru viðsjár í landinu,
§em erfitt verður að kveða nið-
ur. Annarsvegar standa fram-
leiðendurnir, sem illu heilli eru
öðrum háðir. Hinsvegar sam-
tök verkamanna, sem eðlilega
vilja vernda eigin hag, en lúta
nú sum forystu óhappamanna,
sem einskis góðs er af að vænta
víða um land. Þessir menn
hugsa fyrst og fremst um eigin
pólitískan liag, en hvorki liags-
muni né öryggi verkamanna.
Sá timi er skammt undan er á
reynir hvort meira má sín nauð-
syn framleiðslunnar eða hin
gullna eymd er fégráðugum
falsspámönnum hefir tekist að
leiða yfir þjóðina. í því endur-
reisnarstarfi er þá hefst mun
þjóðin öll taka þátt, — ekki á
þann hátt, sem kommúnistar
vilja vera láta, heldur sem
„þjóðleg“ þjóð, sem veit hvað
hún vill og að hverju bera að
stefna.
Við þetta bættust þarflausar
uppfyllingar út í Tjörnina, bæði
við norðurendann og við norð-
urhlutann af Tjarnargötu, en til
þetta allt, hefir lausagrjóti og
hlikkílátadrasli verið stráð í
Tjörnina meðfram bökkunum.
Að lokum getur engum dul-
izt það, að Tjörnin hefir
grynnkað stórkostlega á síðustu
áratugum og mun göturykið,
sem berst að úr öllum áttum,
valda mestu um það. Ef ekkert
er að gert verður Tjörnin að ó-
þrifamýri áður langir tímar
líða.
Það er varla svo lítið þorp
erlendis, að það reyni ekki að
koma upp dálitlum skraut- eða
skemmtigarði fyrir bæjarbúa
og er þá ætíð lögð mikil áherzla
á að geta náð í vatn, þótt ekki
sé nema lítil lækjarsitra eða
smápollur, til þess að prýða
garðinn . Oft og einatt er það
aðdáunarvert hvað mönnum
tekst að gera mikið og fagurt
úr litlum læk eða jafnvel
óþverrapolli. I læknum eru þá
oft gerðar ein eða fleiri stíflur,
svo að smátjarnir komi ofan
jieirra, en milli þeirra eru þá
búnir til smáfossar, ef hallinn
leyfir það, og þykir sléttubúum
gaman að heyra lækjarniðinn.
Menn telja það ekki eftir sér að
breyta farvegi lækjarins eða
grafa upp tjarnarstæðin, til
þess að allt verði sem smekk-
legast, og að sjálfsögðu er
vandlega gengið frá öllum
bökkum. Oftast er svo einhver
sundfuglabúskapur við tjarn-
imar.
Svo mikils þykir það vert að
ná í vatn til þess að skreyta
garðana, að sumstaðar er vatns-
veita bæjarins notuð til þess að
húa til smátjöm eða tjarnir!
Oft er þá gosbrunnur i tjörn-
inni. Mig minnir að Serpentine-
tjörnin í Hydepark í Lundún-
um sé gerð á þennan hátt, en
liún er svo stór að þar er tals-
vert fuglalíf, og lireyfilbátar
fyrif’ börn þjóta fram og aftur
um þennan Litlasjó.
—o—•
Náttúran hefir verið örlát við
Heimuluspínat.
Margir hafa mætur á spínati,
enda er það holl fæða og herra-
mannsmatur. Mér voru fyrir nokkr-
um árum gefnar nokkrar plöntur
af fjöþjeru spínati. Þær eru ákaf-
lega svipaðar njóla, enda náskyldar
honum. Munurinn er sá, að þær
þrífast ekki eins vel i íslenzku lofts-
ilagí. Síðan hef eg jafnan etið
njóla í spínats stað og líkar því
betur, sem eg neyti hans oftar. Að-
alkosturinn við njólann er sá, að
'það þarf ekki að hugsa neitt um
að rækta hann. Hann vex allsstað-
ar og dafnar jafnvel við erfiðustu
skilyrði. Matreiðslan er ákaflega
einföld. Njólinn er soðinn i nokkr-
ar mínútur og þá annaðhvort etinn
strax, eða hakkaður i vél og jafn-
aður upp með mjólk og mjöli.
Að skrúfa fyrir.
Siðustu Útvarpstíðindi birta við-
tal við Karl Isfeld blaðamann, sem
falið hefir verið að lesa næstu út-
varpssögu. Þar segir Karl m. a.:
„Maður noklcur, sem eg þekki og
er sérfræðingur í að hlusta á út-
varp, hefir trúað mér fyrir þvi, að
höfuðgallann á útvarpinu sé ekki
að finna hjá útvarpsráði, þótt und-
arlegt megi virðast, heldur hjá
hlustendunum sjálfum,. Þeir kunni
sem sé ekki að skrúfa fyrir.“ Þetta
er orð og að sönnu. Margt óþarfa
nöldur og ergelsi gæti fólk sparað
sér, ef það gætti þeirrar gullvægu
Reykvikinga. Hún hefir gefið
þeim ljómandi hæjarstæði og
fallega, stóra tjörn á bezta stað
í bænum. Nú eru aðeins sundur-
slitnar leifar af henni eftir, en
það mætti þó gera margt úr
þeim, ef vel væri haldið á.
En hvað helzt á þá að gera
við þessa bæjarfor, sem við
köllum Tjörn?
Það er auðvelt að svara þessu
og það með fullri vissu. Aðal-
atriðin eru þessi:
1) Það er óumflýjanlegt að
hreinsa Tjörnina og dýpka hana.
Verkið yrði að vinnast með
hentugri grafvél og æskilegt
væri að geta notað forina til
þess að liækka mýrlendi og
þurka það. Mér þykir ekki ólík-
legt að hún sé full af áburðar-
efnum. Ef til vill mætti nota
nokkuð af henni til þess að gera
landslagið í skemmtigarðinum
breytilegra og skýlla, en þar er
nú eintóm flatneskja.
2) Norðurenda Tjarnarinnar
þarf að breyta lítið eitt, svo að
bakkinn verði laglega boga-
dreginn sunnan Vonarstrætis.
Nokkuð af fyllingunni við norð-
urhluta Tjarnargötu ætti að
flytja burtu.
3) Tjarnarbakkana þarf að
hlaða upp, þar sem því er ekki
lokið.
4) Sæmilega breiða göngu-
stétt þarf að leggja meðfram
Tjörninni, þar sem hún er ekki
þegar komin. Mér þykir ekki
ólíklegt að unga fólkinu þætti
hún engu síður fallin til
skemmtigöngu heldur en Aust-,
urstræti.
5) Það mun vera algerlega ó-
umflýjanlegt, að nota Fríkirkju-
veginn sem aðalumferðargötu,
þótt ekki sé það allskostar
heppilegt. Þar hlýtur þá að
verða mikil umferð, talsvert
göturyk og götuhávaði, en ekk-
ert af þessu fer vel við skemmti-
göngustíg. Það er því mikils-
varðandi, að ekki sé farið eins'
með Tjarnargötu, því þá er öllu
Tjarnarsvæðinu spillt og jafn-
vel Háskólasvæðinu lika. Tjarn-
argatan á að lialdast sem einföld
íbúðargata og vera laus við
skrölt og þungan flutning.
6) Þá er að lokum óumflýj-
anlegt, að loka vandlega lækjar-
ræsinu og að fá hreinan sjó í
Tjörnina, í stað ræsaskólpsins.
reglu að velja og hafna og skrúfa
fyrir það, sem því líkar ekki. Þá
væru útvarpshlustendur . líka hóg-
værari í kröfum um það, að banna
þetta og hitt efni. Til dæmis myndi
maðurinn, sem heimtaði það í Tím-
anum að hætt væri tafarlaust að út-
varpa sýmfóníum og töfraflautum,
alveg geta bælt niður ólund sína
méð því að skrúfa fyrir tækið sitt,
í stað þess að heimta að Jónas Þor-
bergsson skrúfi fyrir útvarpið
sjálft.
Stundvísi.
En um leið og sá háttur yrði al-
mennt tekinn upp að skrúfa fyrir
útvarpið við og við, verður að gera
aðra kröfu til útvarpsins, kröfu um
gallharða og miskunnarlausa stund-
vísi. Ef eg skrúfa fyrir útvarpslið,
af því að mér leiðist hann, og skrúfa
frá aftur, þegar næsti liður á að
koma, eykst ergelsi mitt um helming,
ef fyrra liðnum er ekki lokið og
hann stendur kannske í einar fimm
mínútur í viðbót. Setjum svo að eg
vilji á ekkert hlusta, nema fréttirn-
ar klukkan átta og tíu mínútum fyr-
ir tíu, þá á eg kröfu á því, að þær
komi á réttum tíma, hvorki sek-
úndu fyrr eða síðar. En eins og
kunnugt er, vill hvorttveggja við
brenna. Eg efast ekki um, að út-
varpið sparar sér ýmislegt amstur,
ef hlustendur temja sér það að velja
og hafna. Það ætti á móti ekki að
vera til of mikils ætlazt, að það inn-
Yrði þá væntanlega að leggja
nýtt ræsi úr Tjörninni og út i
höfnina. Komið gæti og til tals
að nota mjórri pípu og dæla sjó
að sumrinu í Tjörninameðhæfi-
legum millibilum.
Það hefir verið látið í veðri
vaka, að stækka mætti Tjörnina
sem svaraði ráðhúsgrunninum.
Þetta er hugarburður einn. Göt-
ur liggja að henni til allra hliða,
svo þar verður litlu umþokað.
Hinsvegar er það sjálfsagt að
gera ekki Tjarnargötuna óþarf-
lega breiða.
Erlendu borgirnar hafa feng-
ið langa reynslu í því liversu
haga skuli götum og byggingum
meðfram ám og vötnum i bæj-
um. Hún er livervetna sú, að
byggja aldrei framan götu, sem
liggur meðfram valninu, byrgja
ekki fyrir það nema brýnustu
nauðsyn beri til þess. Sumstaðar
er þetta jafnvel tekið í lög.
Eftir þessu boðorði kæmi það
ekki til tals að byggja ráðhúsið
í Tjörninni.
Það er hægur galdur að segja
hversu skipulagið skuli vera við
Tjörnina. Hitt er erfiðara að
segja hvar ráðhúsið sé bezt sett.
Um það verða skiptar skoðanir.
Eg hef áður bent á, að það
væri bezt komið við óbyggt
svæði, þar sem það sæist vel og
gæti notið sín, og helzt við al-
mannafæri. Að sjálfsögðu þarf
grunnurinn að vera traustur og
einnig í jarðskjálftum. Þá
þyrfti það að standa sæmilega
hátt, svo að önnur hyggð gnæfi
ekki yfir það. Latínuskólinn
yrði óveglegri, ef að hann væri
fluttur niður að Lækjargötunni.
Að lokum þarf húsið að standa
í sæmilegu umhverfi. Það færi
ekki vel innan um smekklausar
byggingar, vöruskemmur eða
iðjuver. Eg hefi heyrt þessa
staði tilnefnda:
1) Tjörnina. Um liana er áð-
ur rætt. Hér skal aðeins bent á,
að jarðskálfíafræðngar telja
mjúkan, lausJegan jai’ðveg
háskaleg hússtæði (Buildings
on soft ground oughl to be
absolutely avoided1)). Þá er
og varað við að byggja rétt Iijá
ám eða vötnum, í mýrum og
uppfyllingum. — Þetta eru eng-
in meðmæli með ráðhúsinu í
Tjörninni!
2) Hússtæðin í Ingólfsbrekk-
1) A. Montel: Building sti’uc-
tures in Earthquake Countries,
bls. 22.
leiddi sömu stundvísi og tíðkast um
útvarp allsstaðar annarsstaðar um
hinn siðaða heim.
Skemmtanir.
Annars hlustar fólk, held eg,
óvenju mikið á útvarp um þessar
mundir og raunar mun' meira en
tíðkazt hefir áður á sama tíma árs.
Ástæðan er kanske sú, að fólk held-
ur sig nú miklu meira heima en
nokkru sinni áður, og er það sízt
að lasta. En ástæðan til þess er hins-
vegar augliós. Það er miklu minna
tækifæri til almennra skemmtana
nú en nokkru sinni áður, svo að
jafnvel elzta fólk muni. Kvikmynda-
húsin taka samtals um iooo manns
í sæti, og voru byggð fyrir meir
en helmingi færri íbúa í bænum.
Danshúsum hefir fækkað, að
minnsta kosti að tiltolu við fólks-
fjölda, kaffihúsum sömuleiðis. Loks
hefir verið þrengt allmikið að þyí
svæði, sem fólk hefir til að hreyfa
sig á. Þar sem áður var hægt að
spásséra, eru nú komin mannvirki
og girðingar og skemmtigarðarnir
minnka í stað þess að stækka.
Hreinlætisvikan.
„Eg sé það í Þjóðviljanum, að
Dagur breytir svörtu í hvítt,“ sagði
Isax og. kímdi. „Hingað til hefir
Dagur fylgzt með Tímanum, en nýi
starfsmaðurinn er líklega orðinn
leiður á að breyta hvítu í svart.“
unni, frá Bókhlöðuslíg til
Bankastrætis uppfylla nokk-
urn veginn allar kröfur, að þvi
er mér virðist. Sama má segja
um
3) Stjórnarráðsblettinn.
4) Sveinbjörnsenslóðin í
Túngötu, ofan Uppsala. Það
mælir sérstaklega með þessum
hletti, að þar (nálægt „Uppsöl-
um“) mun Ingólfur landnáms-
maður liafa hyggt bæ sinn.
Staður þessi er sæmilegur, en
Uppsalir o. fl. hús yrðu þá að>
hverfa.
5) Jón H. ísleifsson verkfr.
vill byggja ráðhúsið við. Kalk-
ofnsveg éða á neðsta hluta Arn-
arhólstúnsins. Það stæði þá á
lægsta stað, undir háum hóli og‘
mestur hluti þess sæist illa frá
Lækjartorgi. Það færi naumast
hjá því að húsaröðin í Ingólfs-
brekku og á Stjórnarráðsblett-
inum bæri það ofurliði, svo og,
hóllinn að baki þess, landsbóka-
safnið og leikhústurninn. Við
þetta bætist, að húsið lægi alveg
við hafnarsvæðið.
6) Þá hefir verið stungið
upp á því að sneiða ofan af Arn-
arhóli og byggja ráðhúsið á
hólnum. Að sjálfsögðu væri
þetta glæsilegt hússtæði, en það
væri líka dýrkeypt. Arnarhóls-
túnið er eini griðastaðurinn i
þéttbýlu bæjarhverfi og þangað
flykkist fólkið með börn sín á
hverjum góðviðursdegi.
7) Sumir nefna Skólavörðu-
torgið og vilja byggja ráðliúsið
þar í staðinn fyrir Hallgrims-
kirkju.
Það er ekk von að vel gangi i
skipulagslausum bæ eins og
Reykjavík, og viðbúið að flest
hús verði þar að vandræðamáli.
Að öllum likindum verður það
ekki dregið öllu lengur, að
ganga frá fullkomnum skipu-
lagsuppdrætti og að fá hanni
staðfestan.
Fækkað í hitaveitu-
vinnunni.
Alls vinna nú hjá hitaveit-
unni 610 manns, auk 25 ung-
lingá sem vinna í sérflokki.
Helmingur þessara manna
vinnur við bæjarkerfið og er
n ú um það leyti búið að leggja
helminginn af pípunum í göt-
urnar, en ekki hefir verið geng-
ið frá öllum rennunum endan-
lega ennþá. Hinn helmingur
verkamannana vinnur víðsveg-
ar á línunni og upp á Reykjum.
Þá er fyrir nokkuru byrjað að
tengja leiðslurnar í liúsin í
Norðurmýrinni. Enn sem kom-
ið er vinna ekki íiiargir við það,
en verður fjölgað til muna strax
í næstu viku.
Heldur liefir fækkað i hita-
veituvinnunni upp á síðkastið
vegna sumarleyfa og vegna
annarrar atvinnu, svo sem síld-
veiða og kaupavinnu.
Lúðrasveitin Svanur
leikur á Asturvelli í kvöld kl. 9.
Stjórnandi Árni Björnsson.
Tveggja og hálfs tonns
vöruhifreið
(Studebaker 1933) í góðu
standi, er til sölu. Til sýnis
í Ártúnum við Elliðaár. —
5 manna
fólksbifreið
til sölu. Bifreiðin er nýstand-
sett og er til sýnis í Shell-
portinu við Lækjargötu kl.
8—10 í kvöld.
jC
Scrutator:
^jOudAlX WW£S