Vísir - 14.07.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 14.07.1943, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 60 (fimm Iínur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Skoðanakönnun. NÝJUNGAR eru fljótar að gripa um sig i voru landi, og er ekki nema gott eitt um það að segja, — „ef þær eru góðar“, — en margur maðurinn telur að ekki sé það síður gripið á lofti er miður fer. Nú nýlega hefir verið efnt til skoðana- könnunar hér á land að amer- ískum sið. Var fyrst rannsökuð afstaða þjóðarinnar til rikis- stjórnarinnar, og mun hafa sýnt sæmilega Ijóst liversu málum var þar farið, en siðar liófust ungir og áhugasamir menn handa um víðtækari skoðanakönnun varðandi ýms þau mál, sem efst eru á baugi og valdið hafa deilum nokkrum að undanförnu. Sú skoðanakönnun gaf til kynna, að íslenzka þjóðin vakir ekki svo á verðinum sem skyldi, enda full ástæða til að skýra þau mál nánar sem um var spurt, og þá fyrst og fremst mál málanna, — sjálfstæðis- málið. Það hefir þegar verið gert að nokkru og verður vafa- laust gert betur síðar, enda skal ekki frekar út í þá sálma farið að sinni. Annar þáttur skoðanakönn- unar hefir hinsvegar algerlega verið látinn liggja á láginni, en hann er: á hvern liátt mynda menn sér skoðanir? Þetta er engu ómerkara atriði en liitt, hvaða skoðanir menn hafa. Sumir menn eru þannig gerðir að þeir eru sannkallaðir já- bræður og halelúja-samkundu- hæfir hvar sem er og hvenær sem er. Segi einhver maður eitt- hvað, sem ákveðin skoðun felst í, eru já-bræðurnir á sama máli og síðasti ræðumaður. Á stjórnmálafundi einum í Húnavatnssýslu sat bóndi nokk- ur á fremsta bekk, sem ekki er í frásögur færandi. Deilt var hart um landsins gagn og nauð- synjar, svo sem lög gera ráð fyrir, og bóndinn fylgdist með hverju orði sem sagt var, en talaði jafnan sjálfur í liálfum hljóðum og þaðan af hærra. Hann var alltaf á sama máli og ræðumaðurinn, hvar sem hann var staddur í ræðunni og hvað sem hann sagði, enda virtist hann skemmta sér prýðilega, líkt og Goðmundur á Glæsivöll- um, er hnútur flugu um borð og og bekki. Hinsvegar vissi engin um skoðun Iians á laridsmálun- um að öðru leyti, er hann hélt heim af fundinum, enda vafa mál hvort hún hefir yfirleitt verið nokkur. Öðrum mönnum er þann veg farið, að sjálfir hafa þeir mynd að sér einhverjar skoðanir, en eignist þeir vini og dúsbræður, er þeim þykir sæmd að að þekkja, glata þeir óðara eigin skoðunum og eru á sama máli og dús-bræðumir. Fyrir þetta hljóta þeir mikið lof og margar skálaræður, — og hverjum þyk- ir ekki lofið gott. Þótt þessir menn hafi verið lauslátir á eig- in skoðanir lileypur í þá fítons- andi í baráttunni fyrir skoðun- um annara, ekki sizt er erlendir hagsmunir eiga í hlut. Annar- legu skoðanirnar verða einskon- ar spelkur á veikt bak, með þvi að það, sem þessir menn hafa ekki fundið hjá sjálfum sér, 103.000 krónnr til llallg'r Imskir k| u — a vegiini »hinuar aluientm f|ár«öfnnnarnefn€lar«. Tlin almenna f jársöfnunarnefnd Hallgrímskirkju í Reykjavík er nú búin að starfa að fjársöfnun í 20 mánuði alls og hafa henni á þessum tíma borizt 103.000 krónur. Eru það gjafir, áheit, minningagjafir og gjafir ætlaðar til skreytingar á kirkjunni. Er í þessu innifalið fé er prestum og hiskupinum hefir horizt til kirkjubyggingarinnar, en aftur á móti ekki þær gjafir sem gefnar hafa verið kirkjunni í sérstöku augnamiði, og heldur ekki það fé, sem Kvenfélag Hallgrímskirkju liefir safnað til hyggingarinnar. Vísir hefir heðið framkvæmdarstjóra Hinnar almennu fjár- söfnunarnefndar, Hjört Hansson stórkaupmann, að skýra hlaðinu i höfuðatriðum frá störfum og starfstilhögun nefndar'- innar og fórust honum orð á þessa leið: „í fjársöfnunarnefndinni eru alls 12 manns, en þar af eru 5 í framkvæmdastjórn og eru það þeir: Benedikt G. Waage kaupm. formaður, Gunnar E. Benediktsson lögfr., Ófeigur J. Ófeigsson læknir, Guðjón Jóns- son kaupm. og Pétur Guð- mundsson kaupm. En fram- kvæmdarstjóri nefndarinnar er Hjörtur Hansson, tekur hann móti öllu því fé er berst til skrif- stofu nefndarinnar og annast bókhald hennar. Á sínum tíma skipti fjársöfn- unarnefndin bænum í 310 hverfi og skrifaði trúnaðarmönnum í þessum hverfum og bað þá að annast fjársöfnun, hvern í sínu umdæmi. Nokkur árangur hefir orðið af störfum þessara trúnaðar- hefir borizt þeim frá öðrum, og sama er hvaðan gott kemur, leiði það til nokkurs styrkleika, sem ekki var áður fyrir að fara. Loks eru svo menn, sem eiga hugsjónir og þora að berjast fvrir þeim hver sem í lilut á. Þeir glata ekki skoðunum þess- um vegna matar, drykkjar eða vinsamlegra atlota frá annara hálfu, og í augum þeirra manna halda þeir virðingu sinni ó- skertri, með því að þeir sanna, að „þeir eru menn“ og af J>eim má nokkurs vænta. Þeir þurfa ekki endilega að halda svo fast í skoðanir sinar að þeir sjái ekki hvað satt er og rétt að öðru leyti, en þeir kunna að hafna og velja það sannasta og réttasta i hverju máli. Vilja nú ekki einhverjir á- hugasamir menn taka að sér rannsókn þess hvernig skoðanir verða til með mönnum. Sjálf- stæðismálið getur gefið góðar visbendingar í þessu efni, og forystumenn flokkanna ættu að verða tilraunadýrin. Allir ofan- greindir eiginleikar, — eðli og óeðli, — myndu birtast, ekki ó- ljósir sem andamynd, heldur skýrir í öllum dráttum og svo sem bezt verður á kosið með nú verandi ljósmyndatækni og lif- andi, holdi klæddum verum. Slik skoðanakönnun myndi hafa miklu meiri og almennari þýð- ingu, en þær, er hingað til hafa framkvæmdar verið. — Hún myndi miklu raunhæfari en samband Norðurlanda eins og það er nú, eða eins og stjóm- málamenn hugsa sér það að styrjöldinni lokinni. Með .markvissri og öruggri sálgrein- ingu er heldur ekki vonlaust að skapa mætti hinum veika reyr nýjan styrk og íslenzka þjóðin endurheimta margan glataðan son, sem ráfað hefir í villu og reyk. Ekki er unnt tveimur herrum að þjóna, frekar en í voru litla landi að eiga margar eiginkonur. Fjallkonan á allan réttinn og íslendingum á ekki að haldast uppi að skjótast til annara, jafnvel þótt með strúts- leyndinni sé gjört. manna, en nefndin Iiefði þó æskt, að liann liefði orðið meiri hjá sumum hverjum. Talsverður hluti af því fé sem skrifstofunni hefir borist eru álieit. Telja margir sig hafa happasæla reynslu í því að heita á Hallgrímskirkju og m. a. má geta þess, að togaraskipstjóri einn, sem siglir að staðaldri til Englands, kemur aldrei svo úr Englandsför, að hann færi ekki Hallgrimskirkju smærri eða stærri fjárhæðir, sem áheit. Segir hann Hallgrímskirkj u allra kirkna vænlegasta til á- heita, og hafi allar lians ferðir gengið að óskum og engar hætt- ur steðjað að, frá því hann tók að heita á hana. Annar sjómaður skýrir frá þvi, að eitt sinn er hann var í siglingum hafi skip sitt verið hætt komið í sjávarháska og ekki annað fyrirsjáanlegt, en að það myndi hverfa í djúpin á hverju augnabliki. Datt lionum þá í hug að heita á Hallgrims- kirkju og brá svo við, að á sömu stund rétti skipið við og komst úr allri hættu. Eins og áður er tekið fram færir framkvæmdastjóri nefnd- arinnar bókhald fyrir söfnunar- nefndina og tekur á móti því fé, sem skrifstofunni berzt. Gefur hann kvittun fyrir hverri upp- hæð, smárri og stórri, sem til hans kemur og færir inn í sér- staklega til þess gerðar tviritun- arbækur. Þá gefur hann ná- kvæma skýrslu á hverjum tíma fjársöfnunarnefndarinnar og auk þess er greinargerðir hans hirtar vikulega í dagblöðum bæjarins. Auk „Hinnar almennu fjár- söfnunarnefndar“ hefir kven- félag Hallgrímskirkju fjársöfn- un með höndum til ágóða fyrir kirk j uby gginguna. Þess er vænzt að sem flestir opni pyngjur sínar og láti eitt- íþróttamót Borgfirðinga. Héraðsmót Borgfirðinga var háð á Hvítárbökkum hjá Ferju- koti á sunnudag. Mótið fór í öllu vel fram, en veður var ó- hagstætt. Flest stig í íþróttum hlaut U. M. F. Reykdæla eða 43 alls, en í íþróltum drengja varð U. M. F. Skallagrímur hlut- skarpast, fékk 17 stig. Úrslit í einstökum greinum: Þrístökk: Jón Þórisson R. 13.79 metr. Kristleifur Jóhannesson R. 12.22 metr. Kringlukast: Kristleifur Jóliannesson R. 33.12 metr. Pélur Jónsson R. 31.79 metr. Kúluvarp: Kristleifur Jóhannesson R 10.84 metr. Pétur Jónsson R. 10.28 metr. Stangastökk: Pétur Jónsson R. 3.59 metr. Jón Þórisson R. 2.59 metr. 100 m. hlaup karla: Höskuldur Skagfjörð Sk. 12.1 sek. Kristleifur Jóhannesson R. 12.7 sek. Hástökk: Kristl. Jóhannesson R. 1.61 m. Jón Þórisson R. 1.61 m. Langstökk: Höslculdur Skagfj. Sk. 5.65 m. Jón Þórisson R. 5.64 metr. Spjótkast: Kristl. Jóhannesson R. 41.88 m. Sig. Eyjólfsson H. 36.58 m. 400 m. hlaup: Höskuldur Skagfj. Sk. 1:1,4 sek. Jón Þórisson R. 1:2,4 sek. - Kúluvarp, drengir: Jón Ólafsson Sk. 12.22 metr. Kári Sólmundsson Sk. 11.65 m. Hástökk, drengir: Sigfús Pétursson Sk. 1.40 metr. Guðrn. Jónsson Sk. 1.40 metr. Langstökk, drengir: Ivári Sólmundsson Sk. 5.39 m. Sveinn Þórðarson R. 5.19 m. 80 m. hlaup, drengir: Sveinn Þórðarson R. 10.4 sek. Ólafur Auðunsson Sk. 10.5 sek. 50 m. hlaup, kvenna: Inga Kristjánsd. Sk. 13.5 sek. Hulda Ingvarsd. Sk. 13.6 sek. hvað af liendi rakna til hinnar fyrirhuguðu kirkjubyggingar, veglegasta guðshúss landsins er reist verður til minningar um eitt af höfuðskáldum þjóðar- innar, Hallgrim Pétursson“. H Scrutator: C Um Vestur-fslendinga. í gær flutti ameríska útvarpið samtal milli Vestur-íslendinganna Valdimars Björnssonar og Hjör- varðs Árnasonar um landnám ís- lendinga vestra, sem hófst eftir miðja síðustu öld, 1857, með land- námi í Utah. En aðal-landnámið átti sér stað milli 1870 og 1890. Minntist Valdimar á margt í þessu sambandi, af hinum alkunna fróð- leik sínum. Færði hann ýms dæmi og rök að því, að íslendingar vestra væru vel metnir og myndar-fólk. Mestan virðingamann Vestur-ís- lendinga taldi hann Vilhjálm Ste- fánsson, en vinsælastan meðal, ís- lendinga heima og vestra skáldið Stephan G. Stephansson. Stephan G. Stephansson. Stephan G. fæddist 3. október 1853 og fluttist til Wisconsin x Bandarikjunum þegar hann var á tuttugasta ári. 1880 fluttist hann til Norður-Dakóta og 1889 til Al- berta í Kanda, þar sem hann bjó til dauðadags, 10. ágúst 1927. Það var búskapur hans í Alberta, sem eg hafði i huga, þegar eg kallaði hann Kanadamann, enda bjó hann þar meir en helming ævi sinnar. Hinsvegar voru kvæði þau, sem lesin voru í útvarpinu 4. júlí, öll um bandarísk efni, og var því við- eigandi að minnast þeirra á þjóð- minningardegi Bandarikjanna. — Margir hafa furðað sig á þeirri stafsetningu, sem Stephan tók upp á nafni sínu. í minningarorðum um Stephan í Vísi 31. ágúst 1927, segir B aldur Sveinsson svo frá, neðanmáls: „Stephan ritaði sig lengi Stefán Guðmundarson, en þegar hann kom til Dakota, tóku þarlendir menn að rita hann Ste- fánsson, eins og föður hans. tft af því varð svo stundum ruglingur á bréfum hans og annara „Stefáns- sona“ þar í Dakota, og tók hann þá að rita sig Stephan G. Stephans- son, og hélt því jafnan síðan, en síðar löngu kvaðst hann þó hálf sjá eftir þessari nafnbreytingu." Úr andaheimi. Ýmsir furða sig á því hvers vegna ítalski flotinn leggur ekki til at- lögu á Miðjarð- arhafi. Nú er ó- þarfi að undrast lengur. Flotinn er tekinn að berj- ast viÖ brezka flotann — í anda. 50 m. sund frjás aðf., drengir: Bened. Sigvaldas. Isl. 38.9 sek. Björn Jóhannesson Isl. 42.0 sek. 50 m. sund fr. konur: Steinþóra Þórisd. R. 35.6 selc. Soffía Jónsd. R. 44.9 sek. 100 m. bringusund, karla: Helgi Júlíusson H. 1:30.0 sek. Eyjólfur Sigurðss. H 1:21.4 sek. Félögin hlut þessi stig: Reykdælir 43 — Skallagr. 16 — Haulcur 9 — Islendingur 4. — Á Drengjamótinu: Skallagrímur 17 — Reykdælir 9 — íslending- ur 4. Kappreiðar I Dölnm. Sunnudaginn 4. þ. m. voru haldnar kappreiðar á Nesodda í Miðdölum. Kappreiðarnar voru haldnar af hestamanna- félaginu Glað, sem nú er 15 ára og hefir haldið kappreiðar ár- lega frá stofnun sinni. í 300 m. stökki varð fyrstur Stígandi, eign Ólafs Þórarins- sonar í Borgarnesi. Rann hann skeiðið á 23,2 sek. Píla, eign Sig- urjóns Jónssonar að Kirkju- skógi rann skeiðið á sama tíma, en var sjónarmun á eftir. Á kappreiðum Fáks í síðasta mán- uði varð Stígandi annar á 350 m. stökki, en Píla varð fyrst í Dölum í fyrra. I folahlaupi (250 m.) urðu tveir liestar jafnir: Öðlingur, eign Gunnars Jósefssonar á Ivrossi í Haukadal og Grásokki, eign Daða Kristjánssonar á Hólmlátri á Snæfellsnesi. Þeir runnu skeiðið á 20 sek. Útilíf - handbók fyrir ferðafólk. Innan skamms kemur út bók, sem nefnist Útilíf, handbók í ferðamennsku. Bók þessi er rituð af tíu mönnum og fjallar hún um hina ýmsu þætti útilífs og ferða- laga. Höfundar bókarinnar eru eftirgreindir menn: Gunnlaugur Claessen dr. med., Björn L. Jónsson veður- fræðingur, Jón Oddgeir Jóns- son erindreki, Geir Gígja, kenn- ari, Steinþór Sigurðsson mag. scient, Jónas Kristjánsson lækn- ir, Þór Sandholt arkitekt, Guð- mundur Einarsson frá Miðdal, Gunnar Bjarnason ráðunautur og Þorkell Þorkelsson veður- stofustjóri. — Vegamálaskrif- stofan hefir lagt til skrá yfir fjarlægðir til ýmissa staða. Efni bókarinnar er skipt í 16 kafla, og eru nöfn þeirra sem hér segir: Sólskin á fjöllum, Gáð til veðurs, Gönguferðir, Jurtasöfnun, Útilegur að sumar- lagi, Notkun áttavita, Gleymið ekki nestinu, Lestur, landabréfa, Að klífa fjöll, Lærið að teikna landabréf, Jökulgöngur og vetr- arferðir, Ferðalög á liestum, Eyktamörk, Fjarlægðir til ým- issa staða, Hjálp í viðlögum og Verndun augnanna gegn snjó- birtu og sólskini. Eins og heiti kaflanna bera með sér, er hér að finna yfir- gripsmikinn fróðleik um útilíf og ferðalög. Þarf ekki að efa að bók þessi verði kærkomin. Sjötag varð í gær frú Guðrún Egils- dóttir, Rauðarárstíg 42. For K.R.: íþróttamói á Eiðiim 1 kvöltl í kveld hefst á Eiðum í Suður- Múlasýslu fjölmennt íþrótta- mót, sem K.R.-ingar þeir, sem nú eru á Austurlandi, munu taka þátt í. I gær fóru þeir til Hallorms- staðar til að hvíla sig eftir sýn- ingar og kappmót, en voru í fyri-adag á Seyðisfirði. Sýndi úrvalsflokkur karla fimleika í fyrrakveld þar á staðnum, en á eftir hélt íþróttafélagið Hug- irin, sem sá um móttökurnar, þeim samsæti og stjórnaði því Björn Jónsson, formaður fé- lagsins. Þakkaði Benedikt Jak- obsson fyrir góðar móttökur og gaf mörgum Seyðfirðingum K.R.-mei-kið, til xninningar um komu flokksins þangað. Á fimmtudag verður haldið til Mývatns, en þaðan til Akur- eyrar og verður keppt þar á laugardag og sunnudag. Heim verður komið á mánudags- kveld. Nýi-Gardur: Kvenstúdentar gefa herbergi. Kvenstúdentafélag íslands hefir afhent stjorn Nýja Stúd- entagarðsins 10.000 krónur að gjöf til eins herbergis. Gerir félagið þetta í tilefni af 15 ára afmæli sínu, en forgangs- rétt að herberginu á að hafa ís- lenzkur kvenstúdent, sem stund- ar nám við Háskóla íslands. Jafnframt hefir félagið óskað þess, að herbergið verði kallað Dyngja. Ennfremur hefir félagið þakkað Sören Kampmann lyf- sala í Hafnarfirði fyrir þá rausn, sem hann hefir sýnt islenzkum kvenstúdentum með því að gefa herbergi i Garði nýja, sem kven- stúdent á að búa í. fýrirliggjandi: Sportjakkar Sportblúsur Veiðimannakápur svartar, hálfsíðar Olíufatnaður svartur og gulur Olíukápur, síðar Bakpokar Svefnpokar Tjöld. Geysir h.f. Fatadeildin. Kaupakona óskast nú þegar á gott heim ili i Reykholtsdal. Uppl. í síma 3343 til kl. 6 hjá Elíasi Hannessyni. Mótorhjól til sölu, Fjölnisveg 15. — Til sýnis eftir kl. 4 í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.