Alþýðublaðið - 11.08.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.08.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ | ALÞÝÐ UBLAÐIBj j kemur út á hverjum virkum degi. t J Afgreiðsla í Aipýðuhúsinu vifí ; < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. í ! til kl. 7 siðd. { } Skrifstofa á sama staö opin kl. | 1 9'/,—10‘/j árd. og kl. 8-9 siðd. t í Slsnar: 988 (afgreiöslan) og 2394 t } (skriistofan). í } Verðlag: Áskrittarverö kr. t,50 á ! } mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 £ J hver mm. eindálka. ; ! Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiöjan £ j (í sama húsi, simi 1294). „Trúnaðarmál“ miðstjórnar íhald?fiskksins. íhaldsflokkurirm hefir ekki til þessa, svo að menin viti, átt neina ákveðna stefnus'krá. 1 raun- inni er þetta ekki óeðlilegt. Þeir einir þurfa að liugsa um stefnu, sem færast úr stað, sem halda áfram. Hinir, sem vilja það eitt, að halda í, að standa í stað og spyrna gegm eðíilegri framþróun og rás viðburðanna, þurfa enga stefnuskrá. Sannur íhaldsflckkur er eins og skip, sem liggur við stjóra. Um stefnu er þar ekki að ræða, frekar en hjá tjóðruðum ali'kálfi. En íhaldsflokkurinn, sem setor Jón Þorláksson og Guðmund Jó- hannsson i formannissæti'n, seg- ist fekki vera venjulegur íhalds- flokkur, heldur „frjálslyndur í- haldsflokkur". Það mun eiga að vákna, að hann sé svo „frjáls- tyndur“, að hanri vilji einhverj- ar breytingar frá því, sem nú er. Þetta má og að vissu leyti til sanns vegar færa. .Flokkurinn 'hefir sýnt, að hann vill breyting- ar, vissar breytingar. Formaður- inn, sá hinn reikningsglöggi, og flokkurinn allur vili, að beinu skattarnir á efeamönnunum séu lækkaðir og tollarnir á alþýðunni ha'kkaöir. Kallar sá reiknings- glöggi þetta íslenzku skattamála- stefnuna og hefir reiknað út, að „þjóðinni“, það þýðir: efnuðu mönnunium, sé að henni mikill hagur. Einnig hefir Jflokkurinn beitt sér fyrir því, að hér yrði á fót komið, með ærnum kosínaði, herliði, rikis'lögregluuni svo- nefndu. Alþýðan átti að borga kostnað'nn við rikislögregluna og atvirinurekendumir að hirða gróð- ann af henni, þ. e. kaupgjakls- lækkun verkafólksins. Auk þessa hefir flokkurinn sýnt, að hann vill draga úr fjárveitingum til alþýðu- fræðslu, berklavama og flestra annara nauðsynjamála alþýðu. Þessi stefnuskrárdrög íhaldsf]. hafa verið birt í blaðagreinum, sog í ræðum innan þings og utan. Þau sýna og sanna, að það er nokkuð til í því, að Ihaldsíl. sé ekki venjutegur íbaldsilokkur. Hann vill gera breytimgar á nú- verandi ástandi. En, sá galli er á gjöf Njarðar, að breytingarnar yrðu allar tiJ böivunar fyrir al- menning, ef þær næðu fram að ganga. Þær miða allar í þver- öfuga átt viö eðlilega framþróun, hafa á sér greinilegt soramark argasta afturhalds. Flokkurinn ætti því í raun réttri að heita: Aftorhaldsflokkur. Það væri rétt- nefni. Stefnuskrárdrög flokksins og starfsemi hans þau 4 ár, sem hann fór með völd, voru lögð undir dóm alþjóðar í fyrra sum- ar. Á réttum vettvangi, í lands- málablöðum og á opinberum mannfundum fékk Ihaldsfl. að verja gerðir sínar, boða kenningar sínar og „stefnuskrá“. Þjóðin for- dæmdi kériningar hans, afneitaði stefnu hans og veik stjórn hans úr valdasessi. Slík urðu mála- lokin. Síðan hafa og íhaldsmenn forðast að minnast á stefnuskrá fhaldsfl. á opinberum mannfund- fum eða í blöðum símim. Þeir hafa lært af reynslunni, að hún er ek'ki sigurværileg.. Þeir bafa séð, að það var flokknum fyrir beztu, að sem fæst væri urn hana talað. Þvi fyrr, sem hún gleymdist, því betra, hugsuðu þeir. En einhverja stefnuskrá varð flokkurinn að hafa, ef það átti ekki að sannast á honum, að hann væri að eins venjulegur íhalds- flokkur, kyrstöðuflokkur, og ekk- ert annað. I vetur settust svo regin flokks- ins á rökstóla. Miðstjórnin ung- aði loks í þinglokin í vor út með miklum harmkvælum 2 kapítulum; úr væntanlegri stefnuskrá fyrdr flokkinn. Aumara pólitískt ör- verpi hi'íir ekki sést á Islandi. Svo er látið heita, að annar 'kapí- tulinn sé um'riandbúnaðarmál og hinn um sjávarútvegsmál. Verka- manna, sem vinna hjá öðrum á sjó og landi er þar að engu getið, heldur .ekki iðnaðarmanna eða verkakvenna. Forðast er að nefna f iskkaupmenn, „siidarspekúlanta“ eða „sementsgrós;sera“. Ríkislög- regla, skattalækkun stóreigna- manna, tollahækkun á alþýðu, sparnaður á fé til bama- og al- þýðufræðslu og til berklavarna, ekkert af þessu er nefnt. — Dá- lítið hafa íhaldsmenn lært á brak- förunum í fyrra. Miðstjórnin sá sjálf hvílíkur ó- skapnaður þetta afkvæmi hennar var. Þrátt fyrir alt voru eyrna- mörk afturhaidsins alt of ábeír- andi. Engin tiltök þóttu að birta samsetninginn í blöðum flokksins eða á mannfundum. Miðstjórnim þekti of vel ritmensku ritstjóra sinna, fundahjal foringjanna, ó- heiilindi stefnuskrárinnar og iilan málstað sinn, til þess að þora að taka upp baráttuna á réttom vett- vangi. Verður þetta ‘ljóst á- bréfi, sem miðstjórn íhaldsfl. sendi „trúnað- mönmim“ flokksins að nýafstöð- nu þingi i vor. Yfir meginmáli bréfsins stendur feitum stöfum: Miðstjórn íhaldsflokksins. Trúnaðarmál. í bréfinu er, meðal annars góð- gætis, ]>essi kafli: „. . . Á síðasta þingi þótti rétt að gera eins konar starfsskrá fyrir flokkinn, eða yfirlit yfir afstöðu hans til helstu landsmála, og höf- um vér ákveðið að láta trúnað- armönnum ílokksins þettayfir- lit í té (Leturbr. hér,) smám sam- an,... Undir petta skrifa: Jón Þorláks- son, form,, Magnús Jónsson, Magjiús Guqnumdsson, Öktfur Thors, Jón Ólafsson. Önnur eins pólitísk þrotabúsyf- irlýsing, önnur eins vantrausts- yfirlýsing á eigin málstað og mál- flytjendum hefir aldrei fyrri sést. Fyrirferðarmesti og háværasti stjórnmálaflokkur landsiins fyirir- verður siig svo fyrir sína eigin stefnuskrá, að miðstjóm hans rétt að eins þorir að „láta hana í té“ fáeinum „trúnaðarmönnum“ sín um. Flokksmennir.nir svokölluðu, þeir óbreyttu liðsmenn, mega ekki með noltkru móti fá að sjá hana, enn síður þjóðin, Að eins sauð- tryggustu „trúnaðarmenniirnir“ fá að sjá þessa ihaldsfjólu, svo að peir »í viðræðum ogáfu"ndumc eins og það er orðað í bcréfinu, geti talað máli flokksins. En jafn- vel fyrir þeim er þaö rækiiega brýnt, að hún sé „trúnaðarmál“, þ. e. a. s.„ að þeir megi ekki láta nokkum mann sjá hana eða hei'ra. „Viðræðurnar“, þar sem eng- inn er af andstæðinganna hálfu til ands-vara, eiga svo „trúnaðar- mennimir" aðalilega að nota í bafr- áttunni. Hvar er trú miðstjórnar íhalds- flokksins á giidi málstaðar síns, rökum og þekkingu málflytjenda sinna, ritsnild og rökvísi ritmenna sirara, mælsku og vitsmunum frambjóðenda sinna? — Hvar? Hvergi, — sem ekki er heldur von. „Einkabréfin", „trúnaðarmálin“, „viðræð'urnar“, baknagið, stiga- menskan, myrkraverlun. Þetta telur miðstjórnin líklegustu vopn-, in — fyrir sig — og sér saim- boðnust. Flver er sínum hnútum kunn- ugastor. Feikna eldgos. Sex porp eyðileggjast. Khöfn, FB„ 10. ágúst. Frá Batavia er símað: Feikna eldgos í Rokatinda 'í hollensku Inýlendunni í Austur-Indlandi. Sex þorp eyðilögðust í eldinum, 1000 menn fórust og 600 meiddust. Gamalmennaskemtunin verður haldin á morgun og byrjar hún kl. 2, ef engin rigning verður. Óskað er eftir því að fólk sjái svo um, að ekkert gamalt fólk sitji heima, ef það er ferðafært. ffiiggins‘S sagan, sem hiefst hér í blaðinu í dag, er eftir hinn heimsíræga jafm- aðarmann og rithöfund Upton Sinclair. Alþýðublaðið birti fyrir rúmu ári síðan aðra s'ögu eftir Sinclair, „Smiður er ég nefndur“. Fáar bækur, sem gefnar hafa ver- ið út á íslenzku á síðustu árum, munu hafa selst eins vel og, „Smiður er ég nefndur“. Upplagið var mjög stórt, en er nú næstunr þrotið. Ekki er að efa, að „Jimmie Hig- gins“ nær edns mikilM og jafnvel meiri útbreiðslu en „Smiður er ég nefndur“, því að bæði er að sagan er meir við hæfi fjöldans, rneir „spennandi“ og öllu at- hyglisverðari, og þó að ekkert sé dregið úr gildi „Smið>ur er ég nefndur", er óhætt að segja, að „Jimmie Higgins" er öllu skemti- legri aflestrax. Jimmie Higgins er verkamaður, sonur vélaiðju nútímans, eins og hún er á hæzta stigi í Ameríku. Stéttartilfinning hans vaknar, og hanh gerist ,einn af þessum óþekto stríöshetjum frelsisbaráttu verka- lýðsins. Hann á við illar aðstæður að búa; er fátækur og órnent- aður. Hamn er barn stórborgar- innar, tLMinnlngaríkur, tryggur og finst alt af, að hann þurfi aðtekaj á sínar herðar áhyggjur og byrð- ar allra. Hann eiisá'Höreigalýðsihid^ eða þess hluta hans, er skilur að- stöðu sína í stéítabaráttumni. Hannt er alit af á verði, og hann vill aldrei víkja. Stéttasamtökin eru umsetin af njósnurum og svikur- um, og haun berst gegn þeim bar- áttu öreigans, sem er að vakna til meðvitundar um stétt sína og. skyldu. Jimmie elskar heimili sitt, konu' sína og börn. — Þegar hann fer á fundi biður kona hans hann um að gæta sín nú og lenda ekkí í klóm lögreglunnar. — „Verto ekki æstur, vinur minn,“ segir Lizzié, konan hans. Hún vill heizt að hann farý ekki á fundina, þvi að hún óttast um manninn sinn, elskar hann og bömin sín, og getur ekki komið því inn í litla, fa-llega höfuðið siitt, hvað þessf stéttabarátta hafi að þýða. — En Jimmie fer. „Það er skylda mín,“' segir hann. „Þetta er frelsisibarátta allra, sem eru eins og óg og þú Lizzzie, og ég vil vera með.“ Og af því Lizzie veit, að hann meinar þétta, og að fáni félagsins, sem hann er meðlimur í, er rauður, þá veifay hún til hans með rauð- um vasaktót. — Eftir hvern fuud. flýtir Jimmie sér heim. Sagan er þrun-gin aE stórfeldum atburðúm og stríði hins vinnandi Jýðs. Hún igeri-st í byrjun stríðs og á stríðsárunum. Fl-estir álíta, að „Jinunie Hig- gins“ sé bezta bók Sinclairis, enda hefir húnverið þýddáflest heims- ins tungumál. — Sagan er mynd af baráttu vinnulýðsims fyrir frelsi. sinu. Þess vegna á hún erindi til allra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.