Vísir - 03.09.1943, Side 3

Vísir - 03.09.1943, Side 3
VISIR Jónas Guðmundsson: Almenni bænadagurinn í Bretlandi. BRETAR eru, að eg held, eina þjóðin, sem þátt tekur í nú- verandi ófriði, sem við og við heldur svokallaða almenna hænadaga. Þeir gerðu þetta einnig í stríðinu 1914—1918 og1 telja sig þá hafa fengið þá reynslu aí þessum bænadögum, að þeir halda þeim hiklaust áfram. / Kon un gurin n f yri rskipar liina ahnennu bænadaga og oft- ast eða alltaf í samráði við ]>ing- ið og stjórnina. Gengur þá kon- ungur og fjölskylda Iians, rik- isstjórnhi og þingmenn í kirkju og biðja um hjálp guðs og vernd í ófriðnum. Svo rík er þessi tilfinning í Bretum, að á hinum almennu hænadögum fyllast aliar kirkjur Bretlands — og alls brezka heimsveldisins ef hænadagurinn nær einnig til þeirra, — og allar þessar mörgu mannssálir samstillast á sömu slundu í bæn fyrir landi sínu og þjóð. Bretum er það Ijóst að ýmsar þjóðir gera gys að þessari guð- hræðslu þeirra og telja hana ýmist hræsni eða liugleysi. En þeir kæra sig kollótta lyn það, og fara sinu fram engu að síð- ur. Hvorki í Þýzkalandi, Rúss- landi né Frakklandi hafa neinar slíkar allsherjar bænasam- komur verið lialdnar i þessum ófriði það sem af er. Eftir „flóttann frá Dunkirk“ héldu Bretar þakkarguðsþjónustur í öllum kirkjum sínum, en er Rússar unnu sinn mesta sigur nú i sumar skutu ]>eir úr 240 fallbyssum. Þannig minntust ]>essar tvær stórþjóðir, sem nú berjast lilið við hlið, sín á hvorn veginn þessara tveggja merki- legu atburða. Kannske lýsa ]>ess- ir tveir atburðir hvorri þjóðinni um sig betur en hægt er að gera i löngu máli. í dag, 3. september, er einn slíkur almennur bænadagur í Bretlandi. Hann er haldinn á þeim degi er 4 ár eru liðin frá því er Bretland var þátttakandi í núverandi heimsstyrjöld. Konungurinn. hefir fyrirskipað þennan bænadag fyrir alllöngu. I hálfsmánaðar riti einu brezku, hafa að undanförnu verið að birtast greinar um ýms atvik i yfii’standandi ófriði, sem eru þess eðlis að þau verða ekki skýrð út frá hinu almenna sjónarmiði, sem menn venjulega skýra hlutina. Eru þar tilgreind ummæli f jölda manna sem öll eru á þann veg, að svo virðist sem Bretar séu almennt sannfærðir um, að ein- hver „hulinn verndarkraftur“ veiti þeim lið í baráltu þeirra. Ilinn frægi blaðamaður G. Ward Price, sem mörgum er hér kunnur af bókum lians og blaðagreinum birtir grein i Daily Mail 14. nóv. 1942 —• eftir innrás Bandaríkjamanna í Norður-Afríku — og farast hon- um orð á þessa leið: „Aðeins sá, sem nennir ekki að hugsa, kemst hjá því, að gera sér ljóst hversu mikinn þátt forsjónin á í hinum snöggu og vel heppnuðu umskiptum styrj- aldarinnar, — atburðum, sem við verðum að byggja vonir okkar um framtíðina á. Þeir, sem hafa heyrt eitthvað um hina áhrifamiklu atburði þess- arar sögulegu viku (þ. e. inn- rásarinnar i N.Afriku frá 7.—14. nóv. 1942) eru minntir á lognið og ládeyðuna, sem var við Dun- kirk á dögunum. Herforingjaráð bandamanna hafði verið varað við því af veð- urfræðingum, að eftir 1. októ- ber mundi verða svo mikill sjó- gangur á Atlantshafi úti fyrir strönd Marokko, að ekki mundi verða fært að setja þar lið á land. Sú varð og reyndin á — nema á sunnudaginn var — daginn sem áætlað var að setja þar lið á land. Efasemdarmenn kunna að segja, að þetta hafi eklci. verið annað en lieppileg tilviljun. En þetta verður ekki eini atburð- urinn i sögu styrjaldarinnar, sem knýr trúaða menn til þess að færa guði þakkir, þegar sig- urklukkurnar taka að hringja sigurliljóma sína.“ Svipuð ummæli þessum eftir liina fremstu menn í hermálum og stjórnmálum Breta er unnt að tilfæra. Má af þesu sjá, að ólíkt er hinum fremstu mönn- um þessa mikla ríkis farið og þeim, sem hér á landi og víðar telja það langt fyrir neðan virð- ingu sína og „vísindalegan lær- dóm“, að viðurkenna nokkura forsjón æðri en eigið hyggju- vit. í tilefni þessa dags vil eg birta hér nokkur ummæli sem áður- nefnt rit viðhefir út af hinum almennu bænadögum Breta. — Þar segir svo um almenna bænadaginn 4. ágúst 1918 — en þá höfðu Bretar verið í stvrjöld í 4 ár eins og nú —: „Hvað eftir annað höfum við hlotið bænheyrslu eftir alþjóð- arbænadaga, einkum þegar fyr- ir honum standa bæði konung- urinn sem æðsti maður kirkju og ríkis, ráðherrar krúnunnar og báðar deildir þingsins. Eftir- farandi kafli er tekinn úr grein er nefnist: „Þjóðin kölluð til bænalialds“, eftir ritstjórann, úr blaði þvi er út kom 13. sept. 1939: „4. ágúst 1918 — þegar fjög- ur ár voru liðin frá þvi að Bret- land sagði Þýzkalandi strið á hendur — voru þakkar- og bænarguðsjónustur haldnar um gervalt landið. Þetta var engan veginn í fyrsta sinn í þeirri styrjöld, að bænaguðsþjónustur voru haldnar um allar Bret- landseyjar. En þessar guðsþjón- ustur vory einstakar í sinni röð að þvi leyti, að þær voru haldn- ar undir forystu hans hátignar konungsins og beggja deilda þingsins í St. Margrétarkirkju í Westminster. Árangurinn af þessu' bænahaldi varð líka undravert kraftaverk. Til þess að geta metið til fulls liversu mikilvægt það var, sem á eftir gerðist, er nauðsyn- legt að minnast þess, að í marz 1918 hafði brezki herinn goldið alvarlegt afhroð, þegar Þjóð- verjar brutust i gegnum víglín- una þar sem 5. herinn brezki var fyrir. Og þó að það skarð væri fljótlega fyllt aftur, dró svo úr kjarki brezku þjóðarinn- ar við þennan ósigur, að hún var aldrei nær því komin að ör- vænta eins og næstu mánuðina á eftir. En svo kemur almenni bænadagurinn 4. ág. 1918, og það þarf ekki annað en fletta „Timeá‘“ eða öðrum brezkum stórblöðum til þess að sjá á hve yfirnáttúrlegan hátt straum- hvörfin verða upp frá þessum degi, þannig að séð varð frarn á sigur bandamanna. Sókn bandamanna hófst 8. ágúst og upp frá því var sigur- sæld bandamanna órofin, þang- að til vopnahlé var samið 11. nóv. 1918. Fréttaritari „Times“ lýsti þvi hve glæsileg hin nýja sókn væri, og sagði: „Sigurinn lá i loftinu.“ Ilinn 10. ágúst eru fyrirsagnirnar í „Times“ þess- ar: „Hin nýja sókn banda- manna. Seytján þúsund fangar leknir. Orustusvæðið stækkar.“ I forustugrein blaðsins segir svo: „Hin nýja sókn, sem hafin er undir stjón Sir Douglas Haig er ein af hinum stærstu og óvæntustu atburðum í þess- ari styrjöld. Meira að segja veð- urskilyrði voru bandamönnum í liag, því að árásin var hafin i skjóli dimmrar móðu. Engin sókn, sem Bretar liafa tekið þátt í hefir borið svo mikinn árangur á fyrsta degi.“ Yfirlýs- ingar frá Þjóðverjum staðfestu hve þessi hamingjuskipti voru óvænt, því þeir kvörtuðu yfir því, að „handamenn notfærðu sér dimma þoku“. Þess gerist ekki þörf, að fylgjast með blöð- unum lengur en til 31. ágúst (1918). En þann dag segir Times svo í yfirliti um atburði siðustu þriggja vikna: „Einn eða tvo undanfarna daga liefir undan- liald Þjóðverja á vesturvigstöðv- unum 'verið hraðara en áður. Það er góðs viti. Hver sem hörf- ar undan ótilneyddur hefir ekki eins hraðan á og Þjóðverjar liafa liaft miíli Rojæ og Noyon og í stóru bugðunni suður frá, þar sem Peronne stendur.“ Á þessum stað var það sem „sóknin mikla“ brauzt fram eins og flóðbylgja, sem hrífur allt með sér. Á lienni varð ekkert lát fyr en herirnir heyrðu kall- ið á vopnahlésdaginn: „Hættið að skjóta!“ Vissulega er það meira en tilviljun ein, að hugar- angur brezku þjóðarinnar skyldi snúast upp í sigurgleði undireins eftir almenna bænadaginn. Sig- urinn lá í loftinu frá þeim degi og þar til yfir lauk.“ Þessi er frásögn hins brezka timarits af almenna bænadegin- um 1918, á fjögra ára „stríðs- afmæli“ Breta þá. * Þá minnist þetta sama rit á almenna dænadaginn 26. maí 1940. Og farast því svo orð í því sambandi „Tuttugu og tveim árum eftir sigurinn, sem kom á eftir al- menna bænadeginum 4. ágúst 1918 var Bretland aftur í ínikilli hættu statt. Hinn 10. maí 1940 liófst leifturstríð Þjóðverja gegn Niðurlöndum og Frakk- landi. f lok annarar vikunnar í maimánuði voru rofnar varnir Frakka við Sedan og Meuse og eftir það sóttu þýzkar vélaher- sveitir liratt fram yfir Frakk- land og Belgíu. Leopold kon- ungur samdi um uppgjöf og belgiski herinn lagði niður vopn- in og „hinn þýzki ljár náði næst- tÉn því til Dunkirk“, einu hafn- arlhnar, þaðan sem brezka liern- um var undankomu au^fe. — Mánudaginn 29. mai liafði sig- urinn stígið þýzku herstjórn- inni svo til höfuðs, að hún til- kynnti: „Brezki herinn er um- kringdur. Hersveitir okkar sækja að honum til þess að upp- ræta hann.“ Ástandið var ákaf- lega alvarlegt. Þegar allt var um garð geng- ið sagði Churchill svo í ræðu, sem hann hélt i neðri deild þingsins 4. júní: „Þegar eg bað þingið fyrir viku síðan að vera viðbúið því, að lilýða á skýrslu mína i dag, þá óttaðist eg, að það yðri hlut- skipti mitt að skjæa frá ægileg- asta ósigrinum i hinni löngu sögu okkar. Eg gerði ráð fyrir — og um það voru nokkrir dómbærir menn mér sammála — að ekki kæmist aftur á skips- fjöl nema um það bil 20—.30 þúsund manns. Öllu úrvalsliði liins brezka hers, sem verða átti sá kjarni, sem við áttum að byggja á og utan um í framtið- inni og eigum að nota til þess að byggja upp mikinn brezkan her á seinni árum stríðsins, virt- ist búin tortíming á vigvellinum eða' að liann yrði tekinn til fanga og lians biði smán og hungur. En samkvæmt tilmælum hans liátignar konungsins liafði ver- ið haldinn almennur bænadag- ur 26. maí. Konungurinn flutti ávarp í útvarp og bað brezku þjóðina og allt heimsveldið að fela guði mál sín. í fararbroddi ráðherranna fór konungur til Westminster Abby, en milljónir þegna lians um, viða veröld fóru til kirkju til þess að sameinast í hæn. Morguninn eftir stóð þessi setning í „Daily Sketch“: „Ekk- ert þessu líkt hefir nokkurn- tímá ^ður komið fyrir.‘‘ Brátt var orðiö „kraftaverk“ á allra vörum. Hin óvæntustu tiðindi höfðu gerzt. 335 þúsundir nianna höfðu verið hrifnir „úr ldóm dauðans og smánarinnar heim til ættlands síns.“ í ræðu sinni 4. júni átti Churchill þvi láni að fagna að geta sagt: „björgun sem, er einstakt krafta- verk, unnin með harðfengi, með þolgæði, með fullkomnum aga, með einlægri þjónustusemi, með úrræðasemi, með dugnaði, með ósigranlegri trúmennsku.“ En þrátt fyrir þetta hefði björgun þessi aldrei tekizt, ef ekki hefðu skeð tvö undur: ofsastormur í Flandern, en logn og ládeyða á Ermarsundi.“ Á þessum ummælum má nokkuð marka hvernig Bretar líta á þessa bænadaga sína og þýðingu þeirra. Margir munu kalla þetta hjátrú og öðrum slík- um nöfnum og gera gys að. — En munu það vera aðrir en þeir, sem „ekki nenna að hugsa“ eins og Wed Price orðar það. í dag safnazt hin brezka þjóð til eins sliks bænahalds. Hún er ekki í þeim hörmungum nú, sem hún var í 4. ágúst 1918 og 26. maí 1940. En hún á i baráttu, sem varðar líf hennar og fram- tið og hún veit, að svo mikinn stvrk hefir hún sótt í bænahald sitt til þessa, að hún væntir það- an þess. sem henni er mest virði. íslendingar liafa aldrei haldið neinn almennan bænadag. Þó hefir verndun vor verið með dásamlegra hætti en verndun nokkurrar annarrar þjóðar. En okkur finnst það víst hlægilegt, að þakka einliverjum ósýnileg- um máttarvöldum vernd okkar og varðveizlu i þessu hafróti stvrjaldarinnar. Við erum of miklir „raunsæismenn“ til þess. Það stendut* hvergi i kennslu- bókum vorum, að nein slík „æðri máttarvöld“ séu lil. Slíkt bænaliald þýðir íika ekkert, ef það er uppgerð ein og hræsni. Þá er betra að láta það ógert. Væri ekki rétt að veita þvi eft- irtekt næstu dagana, hvort ekki gerast einhverjir mjög þýðing- armiklir atburðir í stríðinu skömmu eftir þennan dag — 3. september 1943? — Menn þurfa ekki að flíka því, ef þeir eru hræddir við liáð hinna „vísinda- legu“ lærðu manna — mann- anna, sem ekki treysta á neitt — nema sitt eigið hyggjuvit, sem þó stundum er svo grátlega lítið. 1. september 1943. J. G. Þórunn Ingimundardóttir, Elliheimilinu i Hafnarfirði, er 82 ára í dag. 17. júní-mótið heldur áfram á morgun og hefst á íþróttavellinum kl. 7 síöd. Verð- ur þar keppt eingöngu i lilaupum: 800 m„ 5000 m., 1000 m. boðhlaupi og 5x80 m. boijhlaupi kvenna. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að kjósa fjögurra manna nefnd til að athuga atvinnuskilyrði bæjarmanna í vetur. Á nefndin að hafa. lokið störfum ekki síðar en í nóvember. Starfsfólk óskast. H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson 1 rva E af M H&SÍ' y nýjum KÁPUM -.*> , ,v, .« a 'V t*” Einnig nokkrir PELSAR. — Ennfremur UNDIRFÖT HANZKAR og TÖSKUR, nýjasta model. Kápnbúðin Laugaveg 35. Húsmæðraskóli Reykjavíkur tekur til starfa um miðjan september. Nemendur, sem bafa fengið loforð fyrir lieimavist, komi þ. 11. sept. Nemendur á dagnámskeið komi þ. 15. sept. kl. 2 e. h. Kvöldnámskeið skóí- ans byrja þ. 18. sept. kl. 7 e. h. Saltf iskur * # þurrkaður og pressaður i heildsölu til verzlana, Ód>T og mjög góður. HAFLIÐI BALDVINSSON. Simi 1456. Nokkur hús með lausum ibúðum hefi eg til sölu. Kristjáo CJnðlangsson hæstaréttarlögmaður, Hafnarhúsinu. -Sími 3400. r T Reykvíkingar - Látið ekki liapp úr hendi sleppa A HLUTAVELTU Knattspyrnufélagsins FRAM n. k. sunnudag í I. R.-húsinu. 'Í 2500 krónur í peningum þar af 2 vinningar að upphæð 1000 krónur hvor. — Flugferð til Akureyrar fyrir aðeins 50 aura. Ferðatrygging frá Almennar tryggingar h.f., o. m. fl. Notið þetta einstaka tækifæri sem ekki býðst strax aftur. HluÉaveltnnefndin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.