Vísir - 13.09.1943, Page 2

Vísir - 13.09.1943, Page 2
VISIR DAGBLAÐ Útgef andi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. | Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteii.n Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsnsiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötd 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 66 0 (ámm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasaia 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Verðþenslan. Svo fór sem gera mátti ráð fyrir, að dýrtíðarmálin bæri fljótlega á góma innan Alþingis, og um ráðstafanir kynnu að reynast skiptar skoð- anir. Verður þó ekki annað sagt, en að allt hafi gengið til- tölulega hljóðalítið til þessa, að öðru leyti en því, sem heyrzt hefir þjóla í sumum blöðunum. Það, sem þar hefir komið fram, ber ekki vitni um ákaflegan á- greining um endanlega lausn málsins, enda engar tillögur enn uppi, sem að slikri lausn gætu miðað. RikEstjórnin hef- ir þegar fengið samþykktan verulegan skattauka, «?m ætl- unin er aö verja til r»ð . amla gegn mjög aukinni dýrtíð, þannig að visitölunni verði haldið í eða undir 250 stig- um. Annað hefir ekki gerzt, sem af er, en nú er eftir að sjá, Ixvort flokkar þingsins -liafa nokkrar tillögur um frek- ari aðgerðir, og þá einlcum og sér i lagi hvort flokkarnir geti sameinazt um endanlega af- greiðslu slíkra tillagna. Allir aðilar era sammála um það, að æskilegast væri, ef unnt reyndist að klifra þegar nokk- uð niður dýrtíðarstigann, en lengra nær eining andans ekki, svo vitað sé. Vel kann svo að fara að einhver árangur náist i þessu efni þegar á þessu þingi, þótt enginn sólarmerki séu sýnileg, er um það spái góðu. Hitt er öllum Ijóst, að fjarri öllu lagi væri, og kæmi engum öðrum flokkum til góða en kommúnistum, ef nú væri slak- að á klónni eða verðþenslunni gefinn laus taumur. Af því myndi leiða til algerrar stöðv- unar fyr en varði í ýmsum at- vinnugreinum, og þá engu síð- ur þeim, sem öll afkoma þjóð- arinnar hyggist á, en hinum, sem minna er um vert, en halda þó lífi i verulegum liluta þjóðarinnar. í þessu efni er þegar nokkur reynzla fengin, og geta þeir hezt um dæmt, er í margs kyns framkvæmdir höfðu ráðizt, áður en Fram- sóknarflokkurinn gafst upp við að halda dýrtíðarlöggjöf sinni til streitu, en tók í þess stað að vinna gegn henni og stuðla með orðum og athöfnum að aukinni verðþenslu. Ótaldar munu þær krónur, sem umfram fóru áætlun til margvíslegra verklegra framkvæmda og ó- metin munu þau óþægindi, sem af því leiddi fyrir einstaklinga, fyrirtæki, bæjar- og hreppsfé- lög og síðast en ekki sízt ríkið sjálft vegna brigða Framsókn- arflokksins við fyrri stefnu sína. Það er ekki óbrigðult lög- mál, að sagan endurtaki sig, enda gerir hún það vonandi ekki í þessu efni og vitin eru til þess að varast þau. Af blaðaskrifum þeim að dæma, sem þegar eru fram komin, er auðsætt að málefna- ágreiningur Iiggur ekki fyrir, en hitt er talið heppilegt að veitast gegn ríkisstjórninni fyrir þær ráðstafanir, sem hún telur nauðsynlegar og hefur fengið framgengt, án þess þó að á kostnað flokkanna væri Útvegurinn stöðvast ef vísitalan fer upp í 290 stig. Báðstafanir rikissfjórnarinnar til að kalda vei'ðkóls'unni í skefjsam. Tvö blöð með sömu skoðun en ólík »bjargráðcc Undanfarna daga hefir ríkisstjórnin verið í sambandi við þingflokkana út af þeim ráðstöfunum, sem hún vill gera til að hefta verðbólguna. Opinberlega hefir engu verið skýrt frá um þessar umræður vegna þess að þær eru ekki enn til lykta leiddar. En einn þingflokkanna, kommúnistaflokkurinn, hefir talið sér sæmandi á þessu stigi málsins að hlaupa með það sem fram hefir farið í blað sitt og sýnir hann enn það, sem að vísú allir vissu, að honum er ekki ‘treystandi til að halda hinar al- gengustu umgengnisreglur á opinberum vettvangi, og að hann er óverðugur þess að honum sé nokkur trúnaður sýndur. Þeir sem sýna honum traust, blekkja sjálfa sig. Öllum blöðunum hefir verið verið kunnugt um það undan- farna daga, hverju ríkisstjórnin hefir skýrt þingflokkunum frá í samhandi við fyrirætlanir liennar í dýrtíðarmálunum, þótt þau hafi ekki skýrt frá því. En cftir að Þjóðviljinn hefir gert málið að umtalsefni í fyrradag og Morgunblaðið í gær, virðist ekki ástæða fyrir önnur blöð að láta málið liggja í þagnar- gildi. I Fyru 'stlanir ríkissv. ’órnarinnar. S1 .rnin hefir tjáð þingflolck- Uj’ :mi að hún telji sig hafa alveg ót.iræða lagaheimild til að lænka verð á innlendum afurð- um með framlagi úr ríkissjóði, ef liún telji það æskilegt. Þessi lieimild er í 4. gr. dýrtíðarlag- anna frá 13. apríl. Þessa heimild ætlar hún sér að nota á þann veg, að vísitölunni verði haldið kringum 250 stig. Þetta er áætl- að að geti kostað 9—11 milljón- ir yfir árið. Til þess að standa straum af þessum kostnaði hefir stjórnin nú þegar hækkað verð á áfengi og tóbaki. Gerir hún ráð fyrir að ekki þurfi að nota mikið meira fé en þessi verðhækkun Ieiðir af sér. Um verð á kjöti og mjólk er ekki alveg ráðið enn. Kjötið mun hækka lítilsháttar í verði, en mjólk að líkindum ekki. Þó mun ekki hafa verið gerð um þetta fullnaðarákvörðun. Stjórnin mun álíta það skyldu sína gagnvart atvinnuvegum landsmanna, að halda verðbólg- unni í skefjum. Hún mun að líkindum ekki álíta það í sam- ræmi við hlutverk sitt að sitja við völd og láta dýrtíðina vaxa með risaskrefum, eins og nú er útlit fyrir, ef kommúnistar gert á nokkurn hátt, með því að þeir hafa tekið málaleitun- um hennar vinsamlega og af- greitt þær þannig, að ekki verður að fundið með rökum. Þessi afstaða blaðanna er meira en hæpin, meðan ekki liggja aðrar og hentugri til- lögur fyrir en þær, sem ríkis- stjórnin hefir fram að bera. Þegar býður þjóðarnauðsyn verða þrengstu flokkssjónar- mið að víkja, og öll óþarfa á- reitni, jafnvel þótt í garð rík- isstjórnarinnar sé, spillir af- greiðslu málanna frekar en bætir, og getur dregið dilk á eftir sér með öðrum litarhætti en til er ætlazt. Það er virð- ingarvert og sjálfsagt að gæta í hvívetna sóma flokks síns, en sannmæli er hentast í vanda, enda sómi og velmegun heild- arinnar öllu öðru meira virði. og ýmsir aðrir fengi að ráða. Verður ekki séð, að hún geti neitt annað gert en sagt af sér, ef Alþingi synjar henni um eða tekur af henni heimildir til þess að hefta verðbólguna. Þær ráðstafanir, sem gerðar verða, munu að sjálfsögðu ekki verða bundnar við neinn ákveð inn tíma, enda verður að gera ráð fyrir að stjórnin geti liætt verðbótunum, hvenær sem Iienni þykir ástæða til. Engin opinber greinargerð liefir enn komið frá stjórninni um þetta mál og mun það stafa af því, að hún hefir ekki enn fengið svar flokkanna um það, hvort þeir samþykki, að tekj- um af verðhækkun tóbaks verði varið í ofangreindu skyni. En þetta er í stuttu máli það, sem fyrir liggur. Hvernig stendur útflutningsframleiðslan ? Enginn flokkur í þinginu sýnist liafa nokkra ákveðna stefnu í dýrtíðarmálunum né nokkra ákveðna liugmynd um livernig við þessum málum eigi að snúast. Enginn sýnist viss eða sannfærður um, hvað gera skuli. Allt er á reiki. En við hverju er að búast þegar svo er? Er líklegt, að nokkuð verði gert, ef þingið á að koma sér saman um bjargráðið, eins og nú standa sakir? Endurtekur I sig ekki leikurinn frá síðasta hausti, þegar flokkarnir deildu um livað gera skyldi á meðan visitalan hækkaði og hækkaði eins og hiti í sóttveikum manni, En þótt menn geti ekki orð- ið á eitt sáttir um ráðstafanir gegn verðbólgunni, þá eru þó allir á einu máli um það, að útflutningsframleiðslan þolir mjög takmarkaða visitölu- hækkun. Ef vísitalan hækkar | upp í 290 stig, þá verður eng- 1 inn fisku'r í landimi frgstur og þar af leiðandi mundi mik- ill hluti bátaútvegsins stöðvast. Með núverandi verði á fiskin- um mundu þá sjómennirnir bera svo skarðan hlut frá borði móti öðrum stéttum, að menn mundu Ieita sér annara starfa. Er þá ljóst, hver voði er fyr- ir dyrum, ef aðalútflutnings- framleiðslan stöðvast. Auk þess mundi þá hin dýra bygg- ingarstarfsemi, sem nú er hald- ið uppi, algerlega stöðvast vegna.þess, að þá mundi húsa- verðið komast svo hátt, að eng- inn gæti risið undir því. Tvö blöð með sömu skoðun. Blöðin,, sem aðallega halda uppi andstöðu gegn ríkisstjórn- inni og öllum hennar ráðstöf- unum, eru Þjóðviljinn og Mougunblaðið. Þau skrifa í ! gær bæði mjög á sama veg, j enda er orðalag Mbl. fengið að ; íáni úr samþykkt Alþýðusam- i bandsins, sem birtist í fyrra- ! dag. j Þjóðviljinn segir (12. sept.): í „. .. sé vísitalan lækkuð með því að taka fé úr vasa almenn- i ings til að lækka verð á vísi- i töluvörum, svo sem kjöti og í mjólk, er slíkt bein kauplækk- j unarherferð og árás á launa- j stéttirnar. . .. Dýrtíðin hefir ; ekki minnkað, hún hefir að | vissu leyti verið færð af vör- um, sem hafa áhrif á vísitöl- una á vörur, sem lítil eða eng- in áhrif hafa á liana. Gegn öll- um slíkum tilraunum um lækk- un vísitölunnar mun Sósíal- istaftokkupinn berjast af al- efli.“ Morgunblaðið segir (12. sept.): „Dýrtíðin í landinu verður nákvæmlega hin sama eftir sem áður. Hér er verið að dylja fj'rir þjóðinni, hver dýrtiðin raunverulega er.....Þannig eru aðgerðirnar í dýrtíðarmál- unum í augnablikinu. Þær eru ekkert annað en feluleikur, sem getur bitnað harkalega á atvinnuvegunum (leturbreyt- ing hér) og öllu landsfólkinu, þegar tímar stríðsgróðans eru á enda. . .. “ Ólík „bjargráð“. Þótt bæði blöðin séu sam- mála um að fordæma ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar til að sjá átvinnuvegum þjóðarinn- ar farborða, þá eru bjargráð þeirra sæmilega þokukennd. Þetta er „bjargráð“ Morgunblaðsins: „Eina úrlausnin í dýrtíð- armálunum er þess vegna það, að allir flokkar, allar stéttir taki nú höndum sam- an og byrji að klifa niður dýrtíðarstigann.“ Þetta hljómar fallega. En hvers vegna er ekki þetta ráð notað ? Af þeirri einföldu á- stæðu, að það er ekki fram- lwæmanlegt. Flokkarnir og stéttirnar vilja ekki koma sér saman um þetta. Það hefir þeg- ar verið reynt til þrautar að svo stöddu. Þess vegna ættu þeir menn, sem rita forustu- greinar í víðlesin blöð, að horfa gegn veruleikanum og viður- kenna hann, en ekki slá fram einhverju, sem þeir vita að er hreinasta fjarstæða, eins og sakir standa, eða næsta bros- legt. Þetta er „bjarg-ráð“ Þjóðviljans: „Mun flokkurinn beita sér fyrir því, að farnar verði aðr- ar leiðir til þess að minnka dýrtíðina og þá fyrst og fremst með lækkun tolla á nauðsynja- vörum og að öðru leyti gerð- ar beinar ráðstafanir til þess að bæta afkomu fiskimanna vegna hins lága fiskverðs sam- kvæmt fisksölusamningnum i hlutfalli við verðlag í land- inu.“ Ekki hljómar þetta heldur mjög leiðinlega. En það er hætt við, að hugmynd blaðsins um það að minnka dýrtíðina með lækkun tolla á nauðsynjavör- um, sé nokkuð þokukennd í þessu sambandi. Þeim, sem blaðið skrifa, er líklega ekki vel Ijóst, að þótt afnuminn væri a 11 u r tollur af þeim mörgu innfluttu nauðsgnja- vörum, sem í vísitöluna koma, er vafasamt að það mundi ná að læklca visitöluna um 15— 20 stig. En slík tollalækkun mundi rýra svo stórkostlega tekjur ríkissjóðs, að nema mundi tugum milljóna, svo að hann gæti á engan hátt risið undir nauðsynlegum útgjöld- um við rekstur ríkisins, og enn síður séð fyrir verldegum framkvæmdum. Þessi eina tillaga, sem komm únistar liafa fram.að bera til að lækka dýrtíðina, er gersam- lega vanhugsuð og fengi á eng- an 'hátt staðizt, þegar til ætti að taka. Þeir standa auðsjá- anlega alveg ráðþrota, því að annað veifið telja þeir það lífs- nauðsyn, að vísitalan hækki ekki. En hvað gera eigi til þess -— það vita þeir ekki. Þjóðviljinn segir 8. sept.: „. .. Hins vegar getur verð- lag á þessum vörum og öðrum vörum, sem áhrif hafa á vísi- töluna, .orðið svo hátt, að erf- itt eða ókleift reynist að fá það verð fyrir útflutta vöru, sem nauðsynlegt er til að skapa þeim viðunandi lífskjör, sem við þá framleiðslu vinna. Þessi staðregnd getur leitt til þess, að nauðsgnlegt verði að grípa til opinberra ráðstafana til að hindra hækkun vísitöl- unnar eða lækka hana.“ Þá erum við komnir að þeirri niðurstöðu, sem einnig komm- únistar neyðast til að viður- kenna, að vísitölunni verður að halda í skefjum til þess að útflutningsframleiðslan fái staðizt. En þegar ríkisstjórnin ákveður að svo skuli gert, þá rjúka umrædd blöð upp til handa og fóta og segja, að þetta sé engin lækkun á dýrtíðinni og engin lækning á ástandinu. Annað þeirra fullyrðir jafnvel að ráðstöfunin til að halda vísi- tölunni stöðugri geti bitnað harkalega á atvinnuvegunum! Ætlast þessi blöð til að viti bornir menn í landinu taki þau alvarlega? Skörin færist upp í bekkinn. En skörin færist fyrst upp í bekkinn, þegar þessi blöð tala um það með miklum fjálgleik, að „farið sé í vasa almennings“, að verið sé að „herja út úr skattþegnunum fé til þessara ráðstafana“ og að þetta sé „skattur á launastéttirnar”. — Sumum mönnum virðist liggja i léttu rúmi hverskonar má'l- stað þeir verja eða hvernig málafærslu þeir nota. Það, sem hér er um að ræða er þetta: Þjóðin hefir undir höndum meira eyðslufé en hún virðist geta notað. Ásóknin að kaupa munaðarvöru, svo sem áfengi og tóbak, er meiri en nokkru sinni fyr. Flestir fá nú miklu minna áfengi en þeir óska, en öllum er i sjálfsvald sett, hversu mikið þeir kaupa af þessum vörum, ef þeir hafa nokkurn hug á áð spara fé sitt. Ríkisstjórnin ákveður, að þeir sem þessara munaðarvara vilja njóta, skuli greiða þann kostn- að, sem nauðsynlegur er til að almenningur geti fengið ódýr- ari mjólk og kjöt, og að með 2 herbergi, eldhús og bað í nýju húsi til sölu. Haraldur Guðmundsson. Löggiltur fasteignasali. Hafnarstræti 15. Sími: 5415 og 5414 lieima. Hús kjallari og 1 hæð, til sölu. 3 herbergi, eldhús og bað á hæðinni laust til íbúðar. Haraldur Guðmundsson. " —tröggilt'ur fasteignasali. Hafnarstræti 15. Sími 5415 og 5414 heima. Stúlka óskast í bakarí. — A. v. á. DUGLEGAN sencliisweiii vantar strax. Gott kaup. Kron Grettisgötu 46. Húseigendur Hver vill gera svo vel að leigja mér góða stofu, helzt i vesturbænum. Vil borga 200—300 kr. á mánuði. Til- boð leggist inn á afgr. blaðs- ins fyrir miðvikudagskvöld, merkt: „Föst vinna“. Til viðtals í síma 1340, Verzl. Haraldar Árnasonar. Ung, barnlaus hjón óska eftir Herbergri með húsgögnum strax i 2—3 mánuði. Tilboð, merkt: „Efnafræð- ingur“, sendist afgr. blaðsins sem fyrst. Stúlka óskast á veitingastofu. Sími: 4167. Sendisvein röslcan og ábyggilegan vant- ar okkur nú þegar. GEYSIR h.f. Fatadeildin. Eggert Stefánsson söngvari óskar eftir að taka á leigu herbergi til vorsins, án hús- gagna. Helzt sem næst mið- bænum. — Þeir, sem kynnu að hafa óleigt slíkt herbergi, snúi sér vinsamlegast til af- greiðslu Vísis.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.