Vísir - 28.09.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 28.09.1943, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteii.n Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgöt<i 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (2imm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Eignarnám, gamkvæmt álcvæðum stjórn- arskrárinnar er eignarrétt- urinn friðhelgur, og í engu má skerða liann, nema almennings- þörf krefji, enda komi fullt verð fyrir. Þótt dómstólar hafi í einu og öllu farið að ákvæðum stjórn- arskrárinnar, má segja að frið- Jielgi eignarréttarins sé ekld svo örugg, sem ætlað var við laga- setningu þessa, og ber þar fyrst og fremst til að löggjafinn met- ur livort almenningsheill krefji að eignarrétturinn sé skertur, t. d. með eignárnámi, og í fjöl- mörgum tilfellum er slíkum málum aldrei skotið til dómstól- anna ýmsra orsaka vegna. Virð- ist ýmsum, sem löggjafinn hafi misnotað eignarnámsheimildina til að skerða eignarréttinn, með því að engin almenningsl>örf kref jist eignarnáms, og vel megi málum skipa á annan veg en þann, að hið opinbera, riki, bæj- ar- eða sveitafélög, ásælist eignir eða rek'stur einstaklinganna, enda sé það beinlinis eðlilegra að þessar stofiranir haldi sér utan og ofan við slíkan rekstur eða eignakaup, með því að slíkt kunni að leiða til óeðlilegs hrasks og aukinnar áhættu. Sú hugmynd skaut upp liöfði í bæjarstjórn Reykjavíkur í fyrravctur, að bærinn ætti að taka áð sér rekstur kvikmynda- liúsa. Öþarfi er að rekja sögu þess máls, en allt var það með slikum endemum, að því hæfa sem fæst. orð, enda fordæminu væntanlega hrundið með dómi, sem bæjarstarfræksla kvik- myndahúsanna var byggð á. En hvað sem því líður var Iiér auk- ið öl á könnu formælenda hins opinberá reksturs, og hafa þeir í skjóli samþykktar bæjarstjórn- arinnar borið fram frumvarp á Alþingi um eignarnám livik- myndahúsanna hér í bænum. Ó- liætt er að fullyrða, að slikur erindisrekstur vegna almanna- lieillar hér i höfuðstaðnum á mjög fáa fylgjendur meðal borg- arann, sem beinlinis munu telja aranna, sem beinlínis munu telja að opinber rekstur á kvik- þær kröfur, sem gem verði til slíkra fyrirtækja. Mönnum er það ljóst, að kvikmyndahúsin eru ekki fyrst og frðmst skemmtistaðir, þar sem mönn- um gefst færi á að sóa fé sínu, heldur miklu frekar menning- artæki, þar sem menn geía gegn lágu gjaldi fræðst um ýmsa hluti, sem þeim kann að reynast mikils virði, enda eru kvik- myndasýningar ríkur þáttur i uppeldi og menningu þjóðar- innar, en verður þó væntanlega enn ríkara er tímar líða fram. Reynsla síðustu ára sannar að kvikmyndahús þau, sem nú eru hér starfandi, fullnægja á engan hátt þörfum bæjarbúa, og það enda þótt eitt nýtt kvikmynda- hús liafi bætzt við. Reynslan hef- ir ennfremur sannað, að svo fjarri fer því að lakari myndir hafi verið sýndar i k'vikmynda- húsunum, vegna f jölgunarinnar, eins og ýmsir höfðu spáð, að samkepnnin hefir leitt til þess, að belri og fullkomnari mynd- ir hafa verið sýndar. Nú er gert ráð fyrir að Þjóðleikhúsið verði ,Samkvæmt áætlun‘ Hafa Rússar og Þjódvepjap þegap samid? F yrir nokkurum dögum var í norska útvarpinu frá London sagt frá ritstjórnargrein er birzt hafði í aðalblaði falangista á Spáni. Var í grein þessari komizt svo að orði, „að engum þyrfti að koma það á óvart þó Hitler hætti við Rússlandsherferð sína og hyrfi með allan her sinn frá Rússlandi“. Þótti hinum norsku fréttamönnum þetta að vonum merkileg frétt, ekki sízt þar sem hún kom frá bræðraflokki nazista — falangistum á Spáni — sem ætla má að fylgist all-vel með fyrirætlunum Hitlers. Atburðir þeir, sem siðan liafa gerzt, hafa allir staðfest að þessi tilgáta hins spænska blaðs sé ekki markleysa ein. Undanhald Þjóðverja í Rússlandi síðustu dagana Iiefir verið svo hratt að hreinni furðu sætir. Þýðingar- mestu stöðvar sínar gefa þeir upp hverja af annari svo að kalla orustulaust, s. s. Smo- lensk, sem þeir liöfðu víggirt allra borga bezt i Rússlandi óg haldið frá því í byrjun ófriðar- ins við Rússa. Þjóðverjar segja sjálfir, að þeir liörfi í Rúss- landi „samkvæmt áætlun“ og það sýnist vera rétt því mann- tjón þeirra og hergagna er mjög lítið og fangataka engin og svo virðist, sem allar lilkynningar um stórorustur í Rússlaridi séu a. m. k. stórýktar, ef þær eru þá ekki að mestu leýti uppspuni. Það getur því ekki hjá því farið, að menn undrist hina skjótu breytingu sem orðið hef- ir nú á rúmum mánuði. Er næsta athyglisvert að líta yfir gang styrjaldarinnár síðustu tvo mánuðina og sýnist nú margt vera að verða ljósara, sem áður var ekki unnt að gera sér glögga grein fyrir. Munu hér í stórum dráttum athugaðir helztu athurðir síð- ustu tveggja mánaða. Ryelgorod. í þeirri orustu er það, sem síðast er tilkynnt um manntjón og fangatöku svo nokkuru nemi. RYissar telja þá að Þjóðverjar hafi misst 110 þús. fallna og 12 þús. tekna til fanga, en Þjóðverjar segjast Iiafa tekið 60 þús. Rússa til fanga og fjöldi hafi fallið og særzt. Þegar eftir fund Hitlers með foringjum sínum liefst undan- hald Þjóðverja í Rússlandi „samkvæmt áætlun“. t»ví er lýst yfir að Þjóðverjar ætli „að stytta viglínuna“. Það er strax 10. ágúst, sem undanhald Þjóð- verja hefst og hin liraða sókn Rússa byrjar. 24. ágúst tilkynna Þjóðverjar að þeir hafi „liörfað frá Iíharkov samkvæmt fyrir- framgerðri áætlun.“ Menn furðuðu sig litið á þessu í fyrstu, því augljóst var að bandamenn mundu fá Þjóð- verjum ærin viðfangsefni á næstunni.En eftir þvísem lengra lcið kom æ betur í ljós, að hér var ekki um „styttingu víglín- unnar“ að ræða heldur beint undanhald án þess að hörfað væri til fyrirfram ákveðinna vígstöðva. Víglínan i Rússlandi er nú í dag mun lengri en hún var í ágúst þegar „stytting víg- línunnar“ hófst. „Stytting víglínunnar.“ 1 júlímánuði s. 1. hafði Hitler átt tal við alla „kvislinga“ sína, allt frá Mussolini til Kvislings. Þá höfðu bandamenn náð fótfestu á Sikiley og innrás á ítaliu var fyrir dyrum. — 25. júlí var Mussolini steypt af stóli á Ítalíu og enn veit enginn hin raunverulegu tildrög til þess. Hvað hafði Hitler rætt við „kvislinga“ sína? Eftir þessar viðræður og nokkuru eftir fall Mussolinis kallaði Hitler á fund sinn alla aðalleiðtoga nasista og lierforingja sína og var sá fund- ur haldinn 7.—9. ágúst. Þar mættu auk Ilitlers m. a. Göring, Göbbels, Himmler, Ribbentrop, Keitel, Dönitz o. fl. Fundur þessi var samkvæmt þýzkum fregnum haldinn til þess að ræða „þýðingarmikil vandamál stjórnmálalegs og hernaðarlegs eðlis.“ Síðasta stórorustan, sem staðið hefir í Rússlandi, stóð yfir dagana frá 29. júli til 6. ágúst — það var orustan um Orel og rýmt, og því lokið, þannig að taka megi það til afnota fyrir leiklistina og jafnframt til kvik- myndasýninga. Þetta telja menn eðlilega þróun. Kvikinyndahús- unum á að fjölga með fjölgandi íbúum höfuðstaðarins, en ekk- ert réttlætir að opinber rekstur skapi hér algera kyrrstöðu í þessari þróun, en það verður ó- lijákvæmilega, ef Reykjavik'ur- bær tæki reksturinn að sér, enda mun það með öllu óþeklct fyrir- brigði, að bæjarfélögin starf- ræki k'vikmyndahúsin, nema í smákauptúnum hér á landi, en þar er reksturinn á engan hátt til fyrirmyndar, nema síður sé. Yfirleitt ætti Alþingi að forðast að veita víðtækar eignarnáms- beimildir, nema þar sem engin tvímæli eru á að almenningsheill krefjist, en um slíkt er oft ekki að ræða, er fram á eignarnáms- heimild er farið. Það var undanhald úr ákveðn- um liéruðum sem átti sér stað en alls engin „stytting víglin- unnar“. Hitt ;var augljóst að undanhaldið fór fram „sam- kvæmt áætlun“, því mannfall varð lítið, enda orustur litlar, og fangataka engin á hvoruga lilið. I Hvað vissi Badoglio? Um það bil sem Hitler lauk viðræðunum við „kvislinga“ sina skeðu þari tiðindi að Rússar kvöddu heim sendiherra sína frá London og Wasliington, þá Maiski og Litvinof og er nú vit- að að livorugur fer aftur til þeirra staða. Minnir þetta menn óþægilega á er Litvinof var sviptur utanríkisráðherraem- bætti þegar samningurinn var gerður við Hitler 1939. — Eins og fyrr segir var Musso- Iini steypt 25. júlí, að nýloknum fundi í stórráði fasista. Hvað Mussolini upplýsti þar eftir við- ræður sínar við Hitler veit eng- inn, en sá fundur hefir verið tal- inn tilefnið til falls Mussolinis. Nú er það vitað, að Badoglio liafði ekki fyrr tekið við völd- um, en liann bauð bandamönn- um að ganga í lið með þeim gegn Þjóðverjum. Hversvegna bað hann ekki aðeins um frið, eða gafst upp skilyrðislaust? Vissi hann kannske að Hitler hefði þegar gerl einhverja samn- inga, sem gátu orðið örlagarik- ir fyrir Ítalíu í framtíðinni? Samningaumleitanir Badoglio og bandamanna stóðu yfir frá 26. júli til 3. september. Allan þann tíma héldu Þjóðverjar undan i Rússlandi og lögðu aldrei til neinnar stórorustu við Rússa. Og þegar dagana eftir fall Mussolinis taka Þjóðverjar að dreifa út lausafregnum um að svo geti farið, að þeir semji við Rússa. Siðar mótmæltu þeir að vísu þeim fregnum, en þeg- ar þess er gætt, að frá Þýzka- landi berast engar aðrar fréttir en þær, sem stjórnin leyfir, er þetta næsta alhyglisvert. Enn- þá hefir Badoglio ekki skýrt op- inberlega frá því, livað Musso- lini upplýsti á fundi „stórráðs- ins“ daginn áður en hann fór frá völdum. Það kann að vera að það þyki ekki enn kominn tími til þess. i Quebec- ráðstefnan. Hinn 10. ágúst — strax eftir fund Hitlers — flaug Churchill til Ameríku og Quebec-ráðstefn- an var þá ákveðin. Þessi ráð- stefna kom öllum á óvart og það, sem mönnum kom þó alveg sérstaklega á óvart var það, að Rússum var ekki boðin þátt- taka. Það var meira að segja yfirlýst, að þar yrðu rædd við- kvæm riiál, er snertu afstöu Rússa til styrjaldarinnar. Rúss- um hafði áður verið boðið á ráðstefnur þeirra Roosevells og Churchills. Á tveggja ára af- mæli Atlantsliafssáttmálans 17. ág. hélt Roosevelt ræðu og sagði þá þessi eftirtelctarverðu orð: „í dag erum við staddir á ein- um stærstu tímamótum í þessu stríði. Við erum ákveðnir í því að vinna algeran sigur á óvin- um okkar, og við viðurkennum þá sfaðreynd að óvinur okkar er ekki aðeins Þýzkaland, Ítalía og Japan heldur hverskonar kúgun, umburarleysi og órétt- læti, sem hefir verið menning- unni fjötur um fót.“ Manni verður á að spyrja: Væri ekki íétt að ráða niðurlögum þess ó- vinar þegar Þýzkaland, Ítalía og Japan væri sigruð — ef sam- hugur allra sem nú berjast gegn þeim er svo mikill sem af er látið ? Eða á forseti Banda- ríkjanna hér við eitthvað sér- stakt, sem ekki má nefna nema undir rós? Quebec-ráðstefnunni, sem fjallaði um „víðtæk málefni fyrir utan hernaðarmálefni“ lauk 25. ágúst og þá lét upp- lýsingamálaráðherra Breta, Brendan Bracken, svo um mælt við blaðamenn, að á ráðstefn- unni hefðu verið rædd „við- kvæm pólitísk vandamál þ. á m. afstaða Rússa.“ Allir vissu áður að afstaða Rússa.til Japana var „viðkvæmt vandamál“ fyrir bandamenn. En var það nokkuð viðkvæm- ara á Quebec-ráðstefnunni en t. d. Casablancaráðstefnunni sem Rússum var boðið til? Var • kannske eitthvert annað „við- kvæmt vandamál“ komið til sögunnar sem fáir vita um enn í dag? —• Það er enn óupplýst. Síðasta dag Quebec ráðstefn- unnar — 25. ág. — hófst fyrir alvöru hin hraða sókn Rússa til Stalino og Taganrog — og Þjóðverjar hörfuðu —- „sam- kvæmt áætlun“. Innrásin á Italíu. Það var 8. september, sem 5. herinn gekk á land hjá Sal- erno. Sama dag „tóku“ Rússar Stalino og urðu Þjóðverjar fyrri til að tilkynna töku Rússa á þeirri borg eins og ýmsum öðr- um. Og ef menn athuga frétt- irnar og landabréfið, sézt, að eftir það kemur fyrir alvöru hraðinn i „sókn“ Rússa. Hinn rnikli her þeirra hefir síðan vaðið yfir stærra landsvæði á styttri tíma en nokkur dæmi eru til í nokkurum hernaði áður. Sýnir það, að liann hefir mjög lítilli mótspjTnu mætt. Bardag- arnir, sem svo mjög er sagt frá, virðast mest vera málamynda- bardagar, enda er nú sjaldan getið um mannfall og hergagna- tjón og aldrei um fangatöku. Borgirnar, sem Þjóðverjar yfir- gefa, eru sagðar eyðilagðar og jafn lygilegum fregnum er dreift út sem þeim, að í einni stórborg hafi Rússar aðeins fundið einn mann er þeir komu þangað. Allt bendir til þess, að Hitler sé nú ekki lengur jafn hræddur við „bolsevikahætt- una“ og áður var. Hann virðist til muna meira hræddur við „engilsaxnesku liættuna", þvi að hann flýr nú sem fætur toga frá Rússlandi til þess að mætaþeirri liættu. Tveim dögum eftir inn- rásina á Ítalíu hélt Hitler ræðu og var henni útvarpað. Það merkilegasta við þá ræðu var það, að hann minntist ekki á Rússa frekar en þeir væru ekki til, en skammaði Badoglio og Italíukonung því meira. Eftir- tektarverðust voru þó þessi orð í ræðu hans: „Ef til vill neyð- umst við til að láta af hendi eitt- livað, sem unnizt hefir.“ Hitler hefir nú jiegar — 15 dögum eftir að hann mælti þessi orð -— „látið af hendi“ svo að kalla allt sem hann liafði unnið í tveggja ára ófriði við Rússa. — Nú siðast Smolenslc — sem Þjóðverjar urðu á undan Rússum að tilkynna að hefði verið yfirgefin „samkvæmt á- ætlun og orustulaust“, eins og Þjóðverjar orðuðu það. I Önnur teikn. Tveim dögum eftir innrásjna á ítalíu — 5. sept. — var það opinberlega tilkynnt að náðst liefði samkomulag um að utan- ríkisráðherrar Rússa, Breta og Bandaríkjamanna kæmu saman á fund. — Enn liefir sá fundur ekki verið haldinn. Nú eru þó meira en þrjár vikur siðan. Það liggur kannske ekkert á, eða er eitthvað til fyrirstöðu? Hinn 8. september tilkynnti Roosevelt að „líkurnar fyrir þvi að hann, Churchill og Stalin geti hitzt bráðlega hefðu aukizt mjög mikið síðustu dagana“. Enn er þó allt á liuldu um það, því Churchill sagði í ræðu sinni í s. 1. viku að vonandi gæti þessi fundur orðið „einhverntíma fyrir áramót“. Hefir eitthvað breytzt síðan 8. september i þessu efni? Það er áberandi hve brezka kirkjan hefir gert sér títt um Rússa allt síðast liðið ár en þó alveg sérstaklega síðustu mán- uðina. Nú fyrir slcemmstu var sjálfur biskupinn af York — næst æðsti rriaður brezku kirkj- unnar — sendur til Moskva og Stalin gerði þá það óvináttu- bragð að endurreisa „hið helga ráð“ grisk-kaþólsku kirkjunnar, líklega í þakklætis og viður- kenningarskyni, en það hefir verið bannað sipan 1917. Þá hefir það líka vakið athygli, að Eden, utanríkisráðherra Breta, lók sig til liér á dögunum og skýrði nú í fyrsta sinn opinber- lega frá sendiför Rudolfs Hess til Englands vorið 1941, og að hann hefði haft þau boð að flytja m. a. að ef Englendingar vildu reka Churchill frá og gefa Þjóðverjum frjálst, hvernig þeir færu með Rússa, skyldu Bretar fá sæmilega friðark'osti. Hann sagði ennfremur, að Bretar hefði áreiðanlega gengið sinn hluta vegarins til að koma á sem beztri samvinnu við Rússa. Sami ráðherra lauk síðustu ræðu sinni í neðri deild brezka þings- ins, í umræðunum um ófriðar- horfurnar, með þeim ummæl- um að mjög nauðsynlcgt væri að Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar héldu vel saman til þess bæði að vinna stríðið og tryggja friðinn og „ef um ágreining vei’ður að ræða hljóta báðir að- ilar að slaka á kröfunum svo auðið verði að ná samkomu- lagi“, sagði sami ráðherra. Nú mun ákveðið að hann fax’i sjáJf- ur til Moskva. En — í hvaða, erindum ? Hvar eru vígstöðvar númer tvö? Churchill er nýkominn heim úr för sinni til Ameriku. Hann hélt nýlega i-æðu og komst þá svo einkennilega að orði um hernaðaraðgerðirnar á ítaliu að þar væru komnar upp „þriðju vígstöðvarnar". Hvar „aðrar vígstöðvarnar“ væru nefndi hann elcki. Flestir íriunu hafa skilið jxetta svo, að vigstöðvar nr. tvö yrðu þær sem mynduðust með innrás í Frakk- land. En ekki sagði Cliurchill það og ekki er það honum líkt, að vera svo moðhausslegur í hugs- unarhætti, að Iiann færi % að nefna aði’ar vígstöðvarnar sem mynduðust „þriðju vígstöðv- arnar“. IJitt mundi honum likara að vilja með þessu gefa í skyn, að nú þegar væri „bai’izt‘‘ á tvenn- um vígstöðvum öðrum. Víg- stöðvunum í Rússlandi — aust- urvigstöðvunum — og á lxinum pólitísku vígstöðvum — um af- stöðu Rússa. Vígstöðvar nr. tvö eru þar sem baráttan er háð milli Þjóðvei’ja og Bandamanna um fylgi Rússa eða á livern liátt þeir snúast við fi’amlxaldi stríðs- ins. Þjóðverjar ætla að yfirgefa rússneskt land. Þeir hraða sér jxaðan sem mest þeir mega, spara lið og liergögn og munu, þegar þeir eru kornnir út úr Rússlandi, bjóða Rússum frið. Um það hvort Rússar skuli þiggja þau friðarboð eða ekki stendur baráttan á „öðrum víg- stöðvunum“. Allt bendir til þess, að banda- menn bíði ósigur á þessum víg- stöðvum númer tvö, — af því að Rússar og Þjóðvei’jar lxafa að lílcindum þegar gert með sér samkomulag og Þjóðverjar eru nú að flýta sér að uppfylla sinn þátt samkomulagsins — að hörfa úr Rússlandi. Það mætti nokkuð marka þetta enn af or- ustunni um Kiev. Verði hún gefin upp líkt og Smolensk, er nokkuð greinilegt að uin sam- Prjónavél, nr. 5, 100 nála, óskast. — Skipti á nýri’i vél nr. 6, 120 nála, gæti korni til greina. Piltur til sendifei’ða og lijálpar við afgreiðslustörf, óslcast nú þegar. VERZLUN G. ZOEGA. Skola fólk Skólabækur í afar fjöl- breyttu og ódýru úrvali. BÓKABÚÐIN. Fi-akkastig 16. Saumaskapur — Herbergi Stúlka, vön jakkasaumi, óskast strax. Hei’bergi kem- ur til greina gegn því að líta eftir krakka 2 kvöld í viku. Uppl. á Mímisvegi 2 A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.