Vísir - 08.11.1943, Blaðsíða 3

Vísir - 08.11.1943, Blaðsíða 3
VÍSIR t Ingibjörg Jónsdóttir Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. í dag er til grafar borin Ingi- björg Jónsdóttir, til heimilis að Bræðraborgarstíg 29. Hún lézt í Landsspítalanum eftir stutta legu þann 29. okt. s. I. Ingibjörg var fædd að Hömr- um í Þverárhlíð 6. desember ár- i6 1877. Foreldrar hennar voru lrjónin Þuriður Jónsdóttir og Jón Jónsson, ættuð úr Borgar- firði. Fárra ára gömul missti hún báða foreldra sína. Var hári þá tekin í fóstur að Kvíum i sömu sveit. Þá bjuggu þar Þórunn Þorbjarnardóttir og sonur hennar Eggert Guð- íwundsson. Hjá þeim ólst Ingi- björg upp. Árið 1904 kvæntist hún eftir- lifandi manlii sínum Stefáni Jónssyni frá Galtarholti í Borg- arhreppi. Fluttust þau til Reykjavíkur árið 1905 og stofn- uðu þar heimili. Hafa þau æ síð- an átt heima hér í bænum. Þeim hjónum varð ellefu barna auðið. Eitt þeirra mistu ]íau, en tíu lifa, þrjár dætur og sjö synir. Éru þau öll búsett hér í Reykja- vik, að undanskildum einum syni, sem er bóndi í Borgarfirði. Það má segja, að enginn sé eins auðugur og sá, sem á mörg og mannvænleg börn. Hversu dýrmætur sá fjársjóður er, finnpr heldur enginn betur en góð móðir. Hún vakir yfir þeirra velferð og býr þau undir að mæta örðugleikum lífsins. Svo er þau hverfa burt úr lieima- húsum eru minningarnar um „mömmu“ og æskuheimilið, það Ijósið, sem lengst lýsir fram á veg lífsins. Ingibjörg hafði til að bera alla kosti góðrar rnöður. Hún lifði og starfaði fyrir börn sín á með- an heilsa og kraftar entust. Það starf bar líka ríkan ávöxt. Þegar liún tók að þreytast og lýjast réttu þau henni hjálparhönd. Hin siðari ár bjó hún með yngsta syni sínum Ragnari. I æsku átti hann við erfiðan sjúkdóm að stríða. Þá vakti móðirin yfir veiku barni sínu og hjúkraði þvi með sínum mildu höndum. Nú þegar hún sjálf var orðin sjúk, endurgalt hann móður sinni erfiði löngu liðinna ára ó svo fagran og eftirminnilegan hátt, að þeim sem til þekktu mun eigi úr minni liða. Að loknu dagsverlii er gott að halla sér til hvíldar. Þegar ævistarfið er fullkomnað, er þreyttum hvíldin guðsgjöf. Samferðafólk Ingibjargar á henni mikið að þakka. Hennar lieilbrigða skapgerð og lireina lund var sem hressandi vorblær, er allt lífgar og kætir. Hvort sem maður liitti hana i sorg eða gleði var hún söm og jöfn. Þótt lífskjör hennar væru stundum erfið, kvartaði hún aldrei, en gat í þrengingum sínum huggað' aðra, sem áttu við armæðu og höl að búa. En nú er hún horfin burtu. Ættingjar og vinir kveðja með djúpa sorg í lijarta. En tökum undir með skáldinu góða, sem segir: „En eg veit að látinn lif- ir, það er liuggun harmi gegn.“ Drottinn gef þú dánum ró, liinum líkn, sem lifa. Björn Helgason. Jólatréiikrant Loftskraut — Kertaklemmur — Kínverjar, Knöll og ýmiskonar leikföng verður bezt að kaupa meðan úrval- ið er mest. K. EINARSSON & BJÖRNSSON. Bankastræti 11. Trésmiðnr eða lagtæknr maður getur fengið góða og fasta atyinnu hjá stóru iðnfyrir- . : ' .'flAjp* . ' .... - • • - - • - tæki. Tilboð, merkt: „Lagtækur“, sendist blaðinu fyrir 10. þessa mánaðar. Stofnun minningarsj óðs um Pál Erlingsson. Á aðalfundi Sundfél. Ægis sem haldinn var fyrir helgi var ákveðið að stofna sjóð til minningar um Pál heitinn Er- lingsson sundkennara. Verður innan skamms hafist lianda um fjársöfnun og verður þá einnig samin skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Á fundinum var samþykkt tillaga frá Jóni D. Jónssyni og Eiríki Magnússyni um að fela félagsstjórninni að vinna að stofnun sundsambands, en á því er orðin nauðsyn samkvæmt liinum nýju íþróttalögum. Rætt var um erfiðleika þá sem sundfélögin eiga við að búa með æfingar í Sundhöllinni. Ivoma þau ekki nema 15 manns að í hverjum æfingatima, en ]>etta þýðir raunverulega það, að aðgang að æfingunum liafa aðeins væntanlegir keppendur í sundmótum, en þorri félaganna verður útundan. Stjórn Ægis skipa nú: Þórð- ur Guðmundsson formaður, Guðmundur Jónsson, Theódór Guðmundsson, Ingibergur Sveinsson, Jón Ingimarsson, Magnús Pálsson og Hjörtur Sij*- urðsson. Félag Suðurnesjamanna. Þeir, setn óska a'Ö gerast félag- ar í Félagi Suðurnesjamanna, eru beðnir að skrá sig í Verzluninni Að- alstræti 4, Reykjavík. Kynningar- og skemmtifundur verður haldinn, í Oddfellowhúsinu sunnudaginn 21. nóvember kl. 8yí síðdegis. FMagsstjómin. Sjóminjasafn í Sjómannaskólanum. í sambandi við tillögu, sem samþykkt var á bæjarstjórnar- fundi 4. þ. m. um sjóminjasafn, hefir Henry Hálfdánsson skýrt Vísi frá því, að hér hefir urn nókkurra ára skeið starfað sjó- minjasafnsnefnd, sem vinnur að því að safna munum í safnið. Hefir Alþingi um nokkur undan- farin ár veitt styrk til sjóminja- safnsins í f járlögum og því hefir þegar verið ætlaður staður á skipulagsuppdrætti hins nýja sjómannaskóla. Sjómannadagsráðið hefir fyr- ir sitt leyti einnig unnið að íjáröflun fyrir sjóminjasafnið, m. a. með veðbanka, sem starf- ræktur er í sambandi við kapp- róðra Sjómannadagsins. Þá hefir Sjómannadagsráðið ákveðið að afhenda sjóminja- safninu muni, sem eru i fórum þess frá sýningunni og Fiskifé- lag íslands þá gripi, er það liafði áður safnað. Á siðasta aðalfundi Sjó- mannadagsráðsins var eftirfar- andi tillaga samþykkt: „Aðalfundur Sjómannadags- ráðsins 1943 skorar á sjóminja- safnsnefnd að fara varlega i það að kaupa heil skip eða báta til varðveizlu, nema um sérstak- lega sögulega gripi sé að ræða, en leggja heldur áherzlu á, að koma sér upp sem nákvæmust- um eftirlíkingum af bátum, sem sýna þróunina i fiskveiðum eða siglingum landsmanna, og hafa þær eftirlíkingar i einhvei'jum réttum hlutföllum, sem full- komið samræmi sé í, og vill Sjómannadagsráðið styrkja söfnun slikra líkana með fé því, er inn kemur sem ágóði af veð- bankanum í sambandi við kapp- róðurinn.“ Gagnfræðaskólinn á Akureyri settur. Einkaskeyti til Vísis. Gagnfræðaskóli Akureyrar var settur í samkomusal Bind- indisheimilisins Skjaldborg 6. nóvember og mun kennsla hefj- ast i þessari viku i hinu ný- byggða skólahúsi. Skólastjóri, Þorsteinn M. Jónsson, flutti ræðu og þakkaði byggingar- nefixd skólans og byggingai'- meistai-a, Gaston Ásnxundssyni, dunað og árvekni við útvegun alls, er til þurfti, svo að skólinn gæti flutt í sín nýju húsakynni í haust. í skólanum verða 134 íxemendur, auk 29 nemenda í kvölddeild og franxhaldsdeild. Job. Bæjar frétfír I.O.O.F. 3 = 1251188 = F1. Næturlæknir. Slysavarðstofan, sími 5030. Næturakstur. Hekla, sími 1515. Næturvörður. Laugavegs apótek. Háskólafyrirlestur. Sínxon Jóh. Ágústsson dr. phil. flytur fyrirlestur fyrir almenning í I. kennslustofu háskólans kl. 6.15 á morgun. Efni: Helztu andstæður í sálarlifi rnanna. Öllum heimill að- gangur. Útvarpið í kvöld. Kl. 20,30 „Þýtt og endursagt" (Björn Gu'Önmndsson frá Fagra- dal). 20,30 Hljómplötur: Lög leik- in á harpsicord. 21,00 Um daginn og veginn (Gunnar Benediktsson rithöf.). 21,20 Útvarpshljónxsveitin: íslenzk alþýðulög. — Einsöngur (ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir frá Akureyri). a) Stóð ég úti i tungls- Ijósi (ísl. þjóðlag). b) Bí, bí, og blaka (ísl. þjóðlag). c) Jeg ser dig ut for gluggen (norskt þjóðlag). d) Den bergtagne (sænskt þjóðlag). e) Annie Laurie (skozkt þjóðlag). f) Ljúfur ómur (rússn. þjóðlag). h) Dic e tic e toc (ítalskt þjóðlag). Ameríski Ieikflokkurinn hafði í gær frumsýningu á bráð- skemmtilegum amerískum gaman- leik, sem nefnist „Dátastúlkurnar“ (The Doughgirls) eftir Joseph Fields. Þrjár ágætar leikkonur, sem nýlega eru komnar að vestan, léku aðalhlutverkin, en hermenn og rauðakrossstúlkur mörg minni hlut- verk. Leikstjóri er Paul Baker, sem stjórnaði „Ángel Street". Dýraverndarínn. 6. tbl. 29. árg. flytur: Betri eru 15 ær aldar, en 20 kvaldar (Jakob Ó. Pétursson), Frá dýravinum í Skagafirði, Nóra (Jóhanna Krist- jánsdóttir), Minning Bleiks (Sólm. Einarsson), Fagurlitaður sauðfén- aður (Jóhanna Kristjánsdóttir), Jarpur (S. A. frá Bæ), Umhyggja og ráðvendni (F. M. S.), Kolbrún mín, 1 kínversku riti o. fl. Hjónaefni. Á laugardaginn var opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þórdís Jóns- dóttir, Týsgötu 4B, og Sigurður Steindórsson, verzlunarm., Freyju- götu 5. ára. í dag er frú Aiina Ágústsdótt- ir, Bjarixai’stíg 9, 45 ára. Hún er lxin ágætasta kona eins og hún á kyn til. Þrátt fyrir íxxikið annriki senx húsnióðir, nxóðir og aninxa, liefir lxún haft tíixia til að sinna nienningarniálunx utan heinxilis. Er þess skeninist að lxún var ein af forgöngukon- uni til stofnunar Kvenfélags Halligrí nxskirk j u, enda hefir hún ötullega stutt fjársöfnun til hinnar fyi’irhrigúðu veglegu Hallgrí mskirk j u. Þeir vex’ða þvi áreiðanlega niargir senx í dag minnast þess- arar glaðværu og gestrisnu konu og óska henni allra hellia og blessunar. Lifðu heil við gleði og sænxd. Vinur. Gjafir til Blindraheimilisins. Gefið til minningar um Guðmund Einarsson 100 kr. Áheit frá N.N. 50 kr. Gjöf frá M. S. 10 kr. Gjöf frá Í.S. 25 • kr. Kærar þakkir. Bjlindravinafélag íslands. Þórsteinn Bjarnason. Útvarp Islendinga- félagsins í London. Hinn nýi útvarpsfyrirlesai’i islenzka útvai’psins i London, Andrés Björnsson cand. mag., flutti í gær kafla úr ræðum og söngvunx á íslendingafundi, senx, lnddinn liafði verið kvöldinu áð- úr í íslendingafél. í London, og var efni fundarins það sér- staklega, að fagna mönnum af islenzkum ættum, sem berjast í Kanadahernum. Pétur Bene- diktsson sendiheri’a flutti ávai’p til Kanadamanna, en Björn Björnsson kaupmaður stýrði samkomunni og sýndi kvik'- mynd frá Reykjavík. Nokkrir Kanadamenn tóku til máls, sum- ir á ensku, en aðrir á íslenzku. Karl Sti’and læknii’, ritari ís- lendingafélagsins, þakkaði gest- um komuna, en síðastur talaði Freyr Þorgrímsson, sonur síra Adams Þorgrimssonar, og vakti það eftirtekt, hversu hreint og fallegt íslenzkt mál hann tal- aði, því að liarrn hefir aldrei til íslands komið. Tímans vegna var ekki hægt að birta nema ör- fáar setningar úr ræðu hvers manns. Smnts sigrar. Snxuts hefir unnið glæsilegan sigur í kosningum í þing hinna einstöku fylkja. Flokkur hans vann 122 sæti af 177 og hefir því meirihluta i þrenx í’íkjanna. Stjórnarand- stæðingar hafa aðeins meiri- hluta í einu ríkinu, Fi’írikinu Oranii Bókbindari með nxeistai’aréttindum óskast til að stjórna bókbandsvinnu- stofu. Tilboð, merkt: „Meistari“, sendist afgr. Vísis. Tré§miði vantar mig um óákveðinn tíma. — Uppl. i sima 1792. Gauti NÝ BÓK 9 allip fslendingar þurfa að lesa og eiga ístaidiö i siállsiæilissaiiiii. I bókinni er eftii’fai’andi EFNISYFIRLIT: BIs. Dansk-íslenzk sambandslög frá 13. nóv. 1918 ...... 7 Skýringar við 78. grein sambandslaganna . ........ 12 Tvær áskoranir til Alþingis ...................... 15 Áskorun til Alþingis sumarið 1942 ................ 19 Áskorun til Alþingis liaustið 1943 ..............- 21 Guðnxundur Hannesson, prófessor: Frá gömluxaa skilnaðar- manni ........................................ Gylfi Þ. Gíslason, dósent: Frestun sambandssMn til styrj- aldarloka ..................................... Hallgr. Jónasson, kennaraskólakennari: Sjáilfstæðismál og þjóðartilfinning ........................... Ingimar Jónsson, skólastjóri: Eigum við nokkuð vantal- að við Dani? ................................. Jóhann Sæmundsson, læknir: Skilnaðarmálið er ekki happdi’ætti ................................... 12 Jón Ólafsson, lögfi’æðingur: Riftun samban<1slaganna Klemenz Tryggvason, hagfræðingur: Skiinaðíwmálið og sambúðin við Dani.................. -.......... Magnús Ásgeirsson, rithöfundur: Gervimál án glæsibrogs ’Óláfur Bjöi’nsson, dósent: Sambandsmálið . 80 Páhxxi Hannesson, rektor: Frá mínum bæjardyrum séð 84 Sigurður Nordal, prófessor: Hljónmrinn, sem á að kæfa 87 Sveinbjörn Finnsson, verðlagsstjóri; Imyndnð barátfa, óleyst vandamál.................................. 95 Tómas Guðmundsson, rithöfundur: I skjóli við ofbeklið 98 Þorsteinn Þorsteirisson, hagstofustjóri: Hin tiyggasta og öi’uggasta leið ................................ 101 31 32! 36 39 52 60 65 Bókin verður seld í öllum bókavei’zlununx. og á götunum í dag. — Kostar aðeins kr. 5.00. Adaldtsala i VíkingsppexiLti, Gapdastp. 17. \ Mig vantar 1—2 herbergi og eldhús nú þégar. Fátt í héimili. Róleg umgengni. Vil greiða háa húsaleigu. 1 Upplýsngar i húsi í. R. við Túngötu. Sími 4387, milli 6—8 daglega. LiðsmððnrstarfiO í Grindavíkurhreppi er laust til umsóknar. Umsóknir skulu sendar skrifstofu sýsiumannsins í Gullbringxa- og Kjósarsýslo fyrir 15. nóvember næstkomandi. Litla frænka okkai’, __ Kristjana Alda Valdimarsdóttir frá Þernumýri, sem andaðist þ. 29. okt., verður jarðsungiu fi’á dónxkirkjunni þriðjudag 9. nóv. Athöfnin liefst með bæn á heimili okkar, Hverfisgötu 114, kl. 1 e. li. Jarðað verður i Fossvogi. Fyrir liönd vandamanna. Þorbjörg Magnúsdóttir. Guðmundur Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.