Vísir - 18.11.1943, Blaðsíða 2
VISIR
VÍSIR
DA6BLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN YÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðiangsson,
Hérsteir.n Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgöíd 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Víxlspor.
Þeir menn, sem uppi liafa
haldið vörnum fyrir
stjórnarskrárnefnd vegna á-
kvæða í stjórnarskrárfrumvarp-
inu varðandi kjör og stöðu for-
seta hins íslenzka lýðveldis,
hafa látið í það skína, að á-
kvæðin réttlættust af því, að
liér væri ekki um endanlega
skipan að ræða, heldur bráða-
birgðaráðstafanir einar. Með
þessu virðist vera gefið í skyn
að óhyggiieg ákvæði geti rétt-
læzt af þvi að þau séu til bráða-
birgða, og inun það nýtt mat á
andlegum fyrirbrigðum. Menn
Jiafa slegið þessu fram og jafn-
framt fullyrt að réttarstaða for-
setans þurfi elcki að álcveðast
samliliða endanlegri afgreiðslu
sjálfstæðismálsins og lýðveldis-
stofnunarinnar, enda sé minni
Jiætta á-víxlsporum, verði það
látið bíða þar til búið sé að
stofna Iýðveldið.
Slíkar varnir hafa heyrzt
bæði á stúdentafundi þeim, sem
haldinn var um málið og einnig
síðar í blöðum, en hér er um
hættutegan misskilning að ræða,
sem ástæða er til að kveða nið-
ur. Með stofnun hins islenzka
lýðveldis, er konnngsvaldinu
skipað á annan veg en verið
hefir þegar gert til bráðabirgða
með sérstökum ráðstöfununi
Alþingis. Eins og sakir standa
er ekki vafi á því að ríkisstjóri
fer með konungsvaldið óskipt
að heitið getur, en er ]x) kosinn
frá ári til árs, og leiðir það
nokkuwi veginn af sjálfu sér
vegna núverandi ástands. Þegar
lýðveldið verður stofnað á að
ráðstafa hinu æðsta valdi, ekki
fyrst og fremst til bráðabirgða
heldur til langframa, og breytir
þar engu þótt breytingum megi
siðar koma fram á stjórnskip-
unarlögum Grunninn á að
leggja nú og hinu æðsta valdi
á í upphafi að ráðstafa á örugg-
asta hátt, og þann hátt að með-
ferð hins æðsta valds sé svipuð
og tíðkast hefir, en samræmist
þó lýðveldinu og þeim grund-
vallarlögmálum, sem það bygg-
ist á. Stjórnarskrárnefnd hefir
litið svo á málið, að hyggilegt
sé að fela Alþingi í hendur
æðsta valdið að mestu, en fela
því auk þess dómsvald um
gerðir forseta, að svo miklu
leyti, sem honum er falin fram-
kvæmd þessa valds. Er þetta svo
furðuleg skammsýni, að full-
yrða má að hinu íslenzka lýð-
veldi sé með þessu fyrirfram
stefnt í voða og allar flóðgáttir
séu opnaðar fyrir varanlegu
öngþveiti. Forsetinn á að verða
gersamlega áhrifalaus topp-
fígúra, algerlega háður dutlung-
um Alþingis, sem getur á einum
þingfundi svipt hann völdurn,
án þess að honum gefist kostur
á vörnum, eða eigi þess nokkurn
kost að skjóta máli sinu til ann-
ars æðra réttar. Forsetinn væri
því eini maður á íslandi, sem
ofurseldur væri pólitískum
dómstóli, — verst settur af öll-
um mönnum illa settum innan
þjóðfélagsins, — og þó á þetta
að vera æðsti maður landsins,
sem eðli málsins samkvæmt ætti
að njóta fyllsta öryggis og frið-
helgi.
Hörður Bjarnason arkitekt:
Bexta leiðin til að fraiiikvænia §kipnlag]§brcytingar
I Rc^kjavík
Bænum sé skipt i skipu-
lagshveríi sem verði brey tt
á tilteknum tíma.
Hús flutt á nýjan grunn.
AÐ VONUM er oft og mikið
rætt um skipulag, eða öllu
heldur skipulagsleysi hinna eldri
bæjarhluta í Reykjavík, enda
ekki vansalaust, liversu lítið er
um endurbætur, þar sem, mest
er nauðsyn, t. d. eins og í mijð-
bænum.
Allar helztu verzlunargötur
miðbæjarins bera merki gamla
tímans, þegar skilyrði í bygg-
ingu bæjarins voru gjörólík því,
sem nú er, og umferð ökutækja
eingöngu hestvagnar, handvagn-
ar og barnakerrur.
Kröfurnar um endurbætur
g'jörast háværari með ári
hverju, en að nokkru leyti má
afsaka aðgerðarleysið í þessum
efnum með þvi, hversu lengi
hefir dregizt að bærinn sam-
þykkti skipulagsuppdrátt innan
Hringbrautar. Undirstöður að
því skipulagi voru þegar lagðar
árið 1927 með fullgerðum upp1-
drætti, sem áldrei fékkst sam-
þykktur, en bærinn þó byggst
samkvæmt honum í aðalatrið-
um siðan.
Á s.l. sumri fullgerði Skipu-
lagsnefndin uppdrátt að skipu-
lagi innan Hringbrautar að
nýju, en til þessa hefir verið
furðu hljótt um þann uppdrátt
af hálfu bæjarins.
Allt bendir til þess, að þeim
Hafi víxlspor nokkuru sinni
verið stígið í löggjöf hér á landi,
hafa þau með öllu verið skað-
laus, miðað við þessar fáheyrðu
lillögur, með því að stjórnar-
skrárnefndin hefir stungið sér
með opin augu í grængolandi
kaf fyrirhyggjuleysisins. Til
þess geta engar eðlilegar orsak-
ir legið, aðrar én þær, að Al-
þingi óttist svo áhrif forsetans,
að það vilji tryggja áhrifaleysi
hans með þjóðinni, sér til fram-
dráttar. Engar líkur eru til að
nokkur maður finnist á íslandi,
sem fáanlegur væri til að setj-
ast í forsetastól, ætti hann að
eiga allan sinn rétt undir póli-
tiskum Alþingisdómi, svo sem
ráð er fyrir gert, hafa auk þess
enga áhrifaaðstöðu og njóta
hvorki virðingar né trausts með
þjóðinni, þar eð öllum væri
ljóst hver aðstaða hans væri og
til hvers hann væri líklegur. Al-
þingi fengi þægan þjón, upp-
Iausnaröflin merkisbera, en Is-
land færi á mis við allt gott,
sem af forseta mætti vænta.
Slíkan forseta hefir enginn ís-
lendingur hugsað sér fyrr en
stjórnarskrárnefndinni tókst
það.
Miðað við' þessa afstöðu for-
setans er hitt algert aukaatriði,
að þrettán menn í þingi gek?
hindi'að kjör hans með fjarveru
sinni, en vist væri það
guðsþakkavert ef ofangreind á-
kvæði yrðu samþykkt og for-
setinn ofurseldur slíkum ó-
heillaörlögum. Þeir menn, sem
telja slík ákvæði eðlileg og sjálf-
sögð, eða aukaatriði, sem leið-
rétta megi síðar, skilja ekki
hvað það er, sem fyrir íslenzku
þjóðinni ætti að vaka með stofn-
un lýðveldisins. Það er barna-
skapur að efna lil stórdeilna
um slík atriði þegar í upphafi,
en þár verður engum um kennt
nema stjórnarskrárnefnd, og
þeim mönnum öðrum, sem hafa
ekkert við víxlspor hennar og
fyrirhyggjuleysi að athuga.
tillögum eigi að svara með skip1-
un nýrrar nefndar, sem fjalli
um þessi mál sérstaklega fyrir
hönd bæjarins, en tillögur þess
efnis liafa ]>egar verið sam-
þykktar í bæjarráði.
★
SKAL að þessu sinni enginn
dómur lagður á tilgang eða
markmið bæjarráðs og tekn-
iskra ráðamanna þess með þeim-
breylingum, sem ætlað er að
undanskilja Reykjavíkurbæ að
öllu frá afskiptum ríkisins af
skipulagsmálum, og ætlað er að
gefa honum einum allra bæja
á landinu sjálfákvörðunarvald í
þeim efnum.
Mun ég hinsvegar hér á
eftir leitast við að gera
grein fyrir nokkrum bolla-
Jeggingum mínum um, hvern-
ig bezt mundi borgið fram<-
kvæmdum skipulagsbreytinga
í þeim bæjarlilutum, sem
mestra breytinga og lagfæringa
þarfnast.
Væri æskilegt að þær hugleið-
ingar gætu komið af stað frek-
ari uinræðum um málið, og
frekari ábendingum.
Lausn verður að finnast, sem
aðgengileg sé fyrir alla hlutað-
eigendur, og má ekki dragast
lengur en orðið er.
★
REYKJAVÍKURBÆR er
þannig settur, að megin-
þorri lóöa er eign einstaldinga,
og þá einkum við allar lielzlu
verzlunar- og umferðargötur.
Viðast hvar i bæjum úti á
landi er þetta þveröfugt, og því
auðveldara um lagfæringar
skipulagsins, ef bæjarstjórnir á-
kveða breytingar.
Eg er því mótfallinn, að geng-
ið sé á hlut einstaklinga, þannig
að eignarréttur þeirra sé skertur
með valdbóði, en, hér í Reykja-
vík þarf þó breytinga við, sem
tryggja raunverulegar aðgerðir
i endurbyggingu bæjarins, og
aukin afskipti bæjarstjórnar.
Það er óviðunandi að endur-
bygging bæjarins sé eingöngu
liáð geðþótta einstakra lóðaeig-
enda, sem sjá sér hag i að láta
verðmætar lóðir ganga kaupum
og sölum.
★
EINS OG N,Ú ER háttað íýk-
ur ráðagerðum um skipu-
lagsbreylingar, og umræðum
um glæstar fyrirætlanir, i dálk-
um blaðanna, en framkvæmdir
verða kák eitt.
Hér verður þvi að hefjast
banda um raunverulegar að-
gerðir, sem byrja megi á, og
núlifandi kynslóð fái að líta ein-
hvern árangur þeirra breytinga.
Endanlegur uixlráttur Skipu-
lagsnefndar hggur nú fyrir, og
þvi tilvalið að beita sameiginleg-
um átökum yfirvalda og al-
mennings um endanlegar niður-
stöður, en forðast flokkadrætti
og persónuágreining, því lausn-
in Iilýtur að vera sameiginlegt á-
hugamál allra borgara bæjar
og ríkis.
Þegar þetta er fengið, en það
verður að fást hvað sem það
kosíar, — kemur til fram-
kvæmdanna, og set eg hér fram
tillögur í þeim efnum, sem eru
þessar:
★
Bskipulagshverfi eftir fyrir-
ÆNUM SÉ SKIPT í mörg
fram ákveðnu kerfi, og þó eink-
um þeim bæjarhlutum, sem
mest þarfnast endurbyggingar í
innbænum.
Hvert hverfi eða bæjarhluti
fái sína „áætlun“, þannig að öll-
um skipulagsbreytingum og
endurbyggingu yrði lokið þar
innan ákveðins tiltekins tíma.
Tökum dæmi: Grjótaþorpið,
eða einstakir eigendur lóða þar,
fá tilkynningu að aflokinni itar-
legri athugun bæjarráðs, um að
þessi bæjarhluti skuli byggður
upp að fullu skv. áætlun skipu-
lagsuppdráttai', og sé frestur til
þeirra framkvæmda allt að 20
ár.
Að öðrum kosti falli lóðimar
undir ráðstöfun bæjarstjórnar
(skv. mati). Sé þá bæjarstjórn
skylt að hefja þær framkvæmd-
ir, sem aðrir höfðu látið undir
Fimmtudaginn í síðuslu vilui var húsið Mýrargata 1 flutt á
nýjan stað við Seljaveg. Var það flutt upp Ægisgölu, en síðan
vestur eftir Vesturgötu á nýja staðinn. Amerískir hermenn að-
stoðuðu við flutninginn, eins og sést á myndinni. Hún er tekin
á Vesturgötunni, við Bræðraborgarstíg.
liöfuð leggjast, annaðhvort bein-
línis, eða framselja lóðirnar
þeim, sem hefðu hug og getu til
jákvæðra framkvæmda þegar
í stað. Þó verður að búa svo um
hnútana, að spákaupmennska
og lóðabrask sé útilokað, ef bær-
inn neytir ekki þess forkaups-
réttar, sem hann verður að eiga.
Fresturinn og tíminn til þess-
arra framkvæmda verður að
sjálfsögðu að miðast við allar
aðstæður á hverjum stað, og
utanaðkomandi hömlur, sem
einstaklingar fá ekki við ráðið,
þótt þá skorti ekki viljann.
ÞAÐ ER AUGLJ,ÓST MÁL,
að löggjafarvaldið yrði að
lieimila bæjarstjórn þessi af-
skipti af eignum einstaklinga.
Hér er þó ekki um eignarnám
að ræða í venjulegum skilningi,
heldur mönnum gefið tækifæri
til þess að gera eignir sínar arð-
bærari en ella með endurbygg-
ingu á verðmætustu lóðunum,
og um leið upfylla þá skyldu,
sem hVerjum lóðareiganda er
sett gagnvart bæjarfélaginu í
lieild um útlit og fegrun bæj-
arins, en með eðlilegu aðhaldi.
Afskipti hins opinbera koma
ekki til greina fyrr en séð verð-
ur að enginn árangur er af starfi
einstaklinganna.
Með því móti komast skipu-
lagsbreytingar lengra en á papp-
írinn, á tiltölulega skömmum
tíma, og eg er þvi algjörlega ó-
sammála, að miða eigi endur-
byggingu miðbæjarins i Reykja-
vík við aldir fram í timann.
Okkar kynslóð getur og á ský-
ÍJr dagbók Hafnfirðing's
Kjöt og smjör.
Ekkert hefir veriö meira rætt
hér í Firðinum aö undanförnu en
um „Hraunkjötsmáli'ð" og er það
sizt að undra. Það er ekki á hverj-
um degi, sem hraungjóturnar hér
umhverfis bæinn eru barmafullar
af mat. Fyrr má nú vera góðærið!
Það er heldur ekki á hverjum degi,
sem íbúum þessa bæjarfélags »er
brígzlað um þjófnað og gripdeild-
ir í stórum stíl. Hingað til hafa
Hafnfirðingar verið taldir mikið
fremur frómir menn. En þó tekur
út yfir, þegar þefr, sem upphafi
málsins ollu, gjörast háværastir
í kröfum um rannsókn og réttar-
höld. Það er vonandi að þeim verði
að ósk sinni og ekki verði fyrr
skilizt viÖ þetta mál, en það er
upplýst að fullu og hinir seku hafa
hlotið sinn dóm.
Gott væri ef þetta óskemmti-
lega kjötmál gæti orðið til þess, að
það hneyksli hendi ekki öðru sinni,
að matvælum sé fleygt í stórum stíl
jafnvel þótt af því leiddi, að stöku
sinnum yrði að gripa til þess „neyð-
arúrræðis" að selja þau almenningi
fyrir skaplegt verð!
*
En hvar er smjörið? Þótt allar
gjótúr fyllist af kjöti, þá er synd
að segja að smjör drjúpi af hverju
strái. Og það er von að margur
spyrji hvort ekkert smjör sé leng-
ur framleitt í landinu, og það því
frernur, sem smjörlikinu hrakar
jafnt og þétt og vöntunin á smjör-
inu verður því æ tilfinnanlegri.
Hafi smjörframleiðslan í landinu
minnkað stórlega af einhverjum
óviðráðanlegum orsökum, hvers-
vegna er þá ekki gerð grein fyrir
því opinberlega? Hvað veldur þögn
þeirra, sem mestu ráða um fram-
leiðslu mjólkuraíurða? Eða á sá
orðrómur við rök að styðjast, að
í sumum frystihúsum séu miklar
smjörbirgðir geymdar? Almenn-
ingur á heimtingu á því, að þessi
mál séu fyllilega upplýst og það
er vafalaust öllum fyrir beztu.
Útivist barna.
Nýlega birtist yfirlýsing frá
bæjarfógetanum í Hafnarfirði, þar
■ sem vakin er athygli á því, að
börnum sé óheimil útivist eftir
klukkan 8 á kvöldin.
Þetta er sanarlega þörf tilskip-
un, og væri vel, ef lögpglan gengi
strangt eftir því að henni væri
hlýtt. Ætla mætti, að þessari til-
skipun væri sérstaklega vel tekið
af öllum foreldrum og ef þeir vildu
sitt til gjöra að ekki væri út af
brugðið. Samt mun það þó hafa
komið fyrir, að lögreglustjórarnir
hafi fengið litlar þakkir fyrir það,
að skipta sér af því að börn væri
á götum úti langt fram á kvöld,
og má það sannarlega undarlegt
heita.
Rjúpur — Minkar.
Það ber nú ekki ósjaldan við,
að rjúpnaskytturnar sjáist þramma
með byssu við hlið hér í nágrenni
bæjarins, síðan rjúpnadráp var aft-
ur leyft, en lítinn árangur virðist
heiferð þeirra bera hér um slóðir.
Kvarta veiðimennirnir undan því,
að fáft sé um rjúpuna á Reykja-
nesskaganum.
En það er þá ekki alveg eins með
minkinn. Verður ekki betur séð en
að hann þrífist prýðilega, þótt svo
sé talið, að hann éti ekki saltkjöt
frá Sambandinu, enda þarf þá ekki
að þjófkenna hann fyrir það. Eink-
um virðist hann hafa búið vel um
sig á á Vatnsleysuströndinni, og er
það fjáreigendum þar syðra hið
mesta áhyggjuefni.
Gæti það ekki verið tilvalið fyr-
ir hinar vígreifu rjúpnaskyttur
að fara á minkaveiðar úr þvi rjúp-
an bregzt? Það ætti ekki að vera
lakara „sport“ en hvað annað.
Strandarbúar stunda þetta sumir
hverjir i frístundum og hefir orðið
vel ágengt. Til dæmis er einn bóndi
búinn að leggja að velli um 30
minka. Hefir hann hund sér til
aðstoðar, sem þefar dýrin uppi.
Annars sannast það á minkun-
um að „fátt er svo illt að einugi
dugi,“ því að þar sem þeir setjast
að villtir, má heita að rottan hverfi
algjörlega.
lausa, kröfu til að sjá árangur á
þessu sviði.
Eðlileg þróun þessara mála
og óvenjulegt peningaflóð eiga
hér aðeins samleið að litlu leyti
því að um leið og byggingafram-
Icvæmdir hætta í þjóðfélagi,
stefnir það hröðum skrefum, til
bnignunar.
★
FYRIRIvOMULAG ÞAÐ, sem
nú er viðhaft víða í verð-
mætustu bæjarhlutunum, er
spákaupmennska lóðaspekú-
lanta, sem gefur mjög ranga
Iiugmynd um raunverulegt
lóðaverðmæti í bænum, og tor-
veldar stórlcostlega allar fram-
kvæmdir þeirra, sem byggja
vildu að nýju, og allar endur-
bætur slcipulags.
Hvaða vit er það til dæmis, að
lóð i miðbænum, sem er eigi
fullir 500 fermetrar, með lélegu
timburhúsi litlu, slculi á s.l. ári
hafa verið föl fyrir 500.000
lcrónur, en keypt áii áður fyrir
meir en lielmingi minna.
Slíkt brjálæði má ekki tefja
eðlilega þróun og torvelda breyt-
ingar, sem gera þarf, og getur
forkaupsréttur bæjarins á verð-
mætustu lóðunum komið í veg
fyrir allt slíkt brask.
★
RÓM YAR EKKI byggð á
einum degi, og ekki til þess
ætlast að árangur sjáist hjá okk-
ur, fáum og smáum, í einu vet-
fangi. En vissulega mundi leið-
in virðast skemmri að markinu,
og vonir manna um nýjan og
fegurri bæ endurglæðast, ef 10
—30 ára áætlanir endurbygg-
ingar væri gerðar að fastri reglu
um öll hin eldri hverfi bæjarins.
Yitaskuld þaf að sníða þess-
um áætlunum betur stakk en
liér er gert, en eg tel hugmynd-
ina þess virði, að henni sé gaum-
ur gefinn, ef verða mætti til
endurbóta og að færa okkur
nær þvi marki, að leysa þessi
vandamál.
Hrakningasaga ameríska
flugkappans Rickenbacker.
sneru
kom í bókaverzlanir í gær.
Enginn maður af þessari kyn-
slóð hefir oftar horfzt í augu við
dauðann en Eddie Rickenbacker.
Fyrst voru það velturnar á hrað-
akstursbrautunum. Síðan hékk
lífið á bláþræði, þegar hann skaut
niður flugvélarnar tuttugu og
tvær og loftbelgina fjóra. Hann
hefir lært að horfast í augu við
drottinn sinn án þess að blikna.
í þessari bók sinni segir Ricken-
backer frá viðureign sinni og fé-
laga hans við höfuðskepnurnar á
Kyrrahafinu haustið 1942, —
þjáningafullan bardaga urn lif
eða dauða.