Vísir - 04.01.1944, Síða 3
VÍSIR
Samkeppni nm npp-
drátt að sveitabýli.
Teiknistofa landbúnaðarins
hefir ákveðið að efna til sam-
keppni um uppdrátt að íbúðar-
húsi á sveitabýli og hefir heitið
til þess þrennum verðlaunum, 6
þús. kr. alls.
Fyrstu verðlaun eru 3000 kr.,
2. verðlaun 2000 kr. og 3. verð-
laun 1000 kr.
Freslur lil að senda teikn-
ingarnar verður sennilega veitt-
ur til 30 sept. n. k. Annars veitir
forstöðumaður Teiknistofunnar
allar nánari upplýsingar um til-
liögun og kröfur samkeppninn-
ar. M. a. er gert ráð fyrir þvi, að
krafizt verði ákveðinnar hús-
stærðar, eða réttara sagt ákveð-
ins lierbergjafjölda, til að auð-
véldara verði að gera saman-
burð á þeim tekningum, sem
kunna að herast.
Tilgangur samkeppninnar,
sagði Þórir Baldvinsson, for-
stöðumaður Teiknistofunnar,
væri sá, að leita álits og hug-
mynda manna utan Teiknistof •
unnar á byggingarfyrirkomu-
lagi sveitanna. Hann kvaðst
telja það mjög æskilegt, að fá
öðru hverju ný sjónarmið, utan-
aðkomandi, til að liúsagerð
sveitanna trénaðist ekki upp í
sama formi, eftir hugmyndum
fárra manna, sem að þessu störf-
uðu.
Handbók í sveltarstjórn-
ar- og framfærsluináluin
Jónas Guðmundsson eftir-
litsmaður sueitarstjórnarmál-
efna hefir álweðið að gefa út
halidbók í sveitarstjórnar- og
f ramfærslumálum.
Segir hann, að það sé ætlun
sín að bók þessi verði í fimrn
aðalköflum, en þeir eru:
1. Sveitarstjórn og. sveitar-
stjórnarkosningar,
2. Fjármál sveitarfélaga,
3. Framfærslumál og trygg-
ingar,
4. Fræðslu- og menningarmál,
5. Fyrirtæki sveitarfélaga og
samgöngumál.
Fyrirkomulagið verður það, að
fyrir hverjum kafla verður eins
konar inngangur, þar sem tek-
in verða til athugunar í lieild
málefni hvers flokks og þau
einstök alriði, sem örðugust
munu talin, og síðan prentuð
lög og reglugerðir. er þeim
flokki tilheyra.
Tilgangurinn með bókinni er
sá, að auðvelda hreppsnefnd-
armönnum, bæjarfulltrúum og
sýslunefndarmönnum að afla
sér hinnar nauðsynlegustu
þekkingar á þeim málum, er
þeir hafa fengið til að fjalla
um i bæjarstjórnum, hrepps-
hefndum og sýslunefndum.
Bæjar
fréttír
Skrá yfir gjafir og aheit
til vinnuheimilis berklasjúlkinga.
Frá Magnúsi Olafssyni, Eyjum
í Kjós, í minningu um konu hans,
Margréti Jónsdóttur iooo kr. Frá
Ragnhildi SigurÖardóttur (áheit)
ioo kr. Frá Björgu Eiríksen (afh.
af S. Vagnss.) 25 kr. Frá Kristjáni
B. SigurÖssyni 100 kr. Frá starfs-
fólki Alþingis, í minningu Hlífar
Þórðardóttur, hjúkrunarnema 500
kr. Frá Einari Sæmundssyni &
fjölskyldu, í minningu Hlífar Þórð-
ardóttur, hjúkrunarnema 25 kr. Frá
Jens Hermannssyni, skólastjóra, og
frú Margréti Guðmundsd., konu
hans, Bíldudal, i minningu um Ás-
laugu Jensdóttur 500 kr. Frá Þóru
Klemenz, í minningu um Hlíf Þórð-
ardóttur, hjúkrunarnema 50 kr.
Samtals 2300 kr. — Munið, að
gjöfum og áheitum til Vinnuhælis-
sjóðsins er veitt móttaka í skrif-
stofu Sambandsins, Lækjargötu
10B, uppi, kl. 2—4 e. h. Þar fást
einnig minningarspjöld Vinnu-
heimilissjóðsins. Beztu þakkir til
gefendanna. Miðstjórn S.Í.B.S.
íþróttablaðið.
11.—12. tbl. 7. árg. er nýkomið
út. Efni: Vetrarganga á Langjök-
ul og Skjaldbreið (Ólafur Björn
Guðmundsson), Uppeldisgildi í-
þrótta og likamsrækt (dr. Símon
Jóh. Agústsson), Knattspyrnuhjal
(Frímann), Iþróttir og fræðsla,
Islenzkir íþróttamenn — Skúli Guð-
nuindsson, mót í surnar, Anton
Björnsson (Ben. Jakobsson), Blak
(Þorst. Einarsson), Iþróttir erlend-
is, Um námskeið í fjallaiþróttum
og suðurjöklarnir (Guðm. Finars-
son frá Miðdal), Fréttir frá félög-
um.
Tækni,
2. thl. 1. árg. flytur: Eirbrynjað-
ur látún í háspennulínur (Höskuld-
ur Baldvinsson), Hvað segir járn—
kolefnis línuritið oss? (Friðgeir
Grímsson), Rafsuða (Aðalsteinn
Jóhannsson), Öryggið á hafinu
(Ólafur Einarsson), Almennar leið-
beiningar um meðferð rafmagnsvéla
(Benedikt Bergmann), La mont
eimkatlar (Þórður Runólfsson),
Flugpóstur (Friðgeir Grimsson),
Stutt námskeið í rafmagnsfræði
(Ben. Bergmann), Steypujárnið í
vélaiðnaðinum fyrr og nú (Þórð-
ur Runólfsson), Tæknifréttir.
Leiðrétting’.
1 auglýsingu frá Landsbanka ís-
lands, sem birtist í Vísi í gær og
vakin er athygli verðbréfaeigenda
á því, að vextir eru ekki greiddir
af útdregnum bankavaxtabréfum
Landsbanka Islands eftir gjalddaga
þeirra, hefir slæðzt óheppileg villa
i eina málsgreinina. Rétt er máls-
greinin þannig: Þess skal getið, að
í ársbyrjun 1943 voru óinnleystar
rúmlega 200 þúsund krónur af
bankavaxtabréfum, útdregnum til
innlausnar 2. janúar 1942 eða fyrir
þann tíma. Er hér um að ræða til-
finnanlegt vaxtatap fyrir eigendur
bréfanna,
Móttaka rikisstjóra.
Á nýársdag tók ríkisstjóri á móti
embættismönnum, fulltrúum er-
lendra ríkja, fulltrúum opinberra
stofnana og landsfélaga eða sam-
banda, i alþingishúsinu.
líjónaefni.
Á gamlaárskvöld opinberuðu trú-
lofun sina ungfrú Ósk Laufey Jóns-
dóttir, Miðtúni 36 og Ástráður
Björnsson, Njarðargötu 9.
Leikfélag Reykjavikur
sýnir Vopn guðanna eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi annað
kvöld og hefst sala aðgöngumiða
kl. 4 í dag.
Bálför.
Frá Edinburgh Crematorium hef-
ir borizt tilkynning um, að bálför
Ingvars Guðjónssonar útgerðar-
manns hafi farið fram þ. 29. des.
(Tilk. frá Bálfarafélagi íslands).
Hjúskapur.
Á nýársdag voru gefin saman í
hjónaband á Eskifirði ungfrú Bryn-
hildur Stefánsdóttir, Þverholti 7 í
Reykjavík og Kristinn Júliusson
lögfræðingur, Eskifirði.
ólafur Tryggvason
læknir hefir verið skipaður hér-
aðslæknir á Síðuhéraði frá 15. des.
síðastl.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20,20 Tónleikar Tónl.skólans :
Strengjasveit leikur undir stjórn dr.
Úrbantschitsch: a) Hándel: Hirð-
ingjasöngvar úr „Messias“. b) Cor-
elli: Jólakonsert í g-moll. 20.45
Erindi: Uppreisn Catalinu gegn
rómverska lýðveldinu (dr. Jón
Gíslason). 21.10 Flljómplötur:
Kirkjutónlist. 21.50 Fréttir. Dag-
skrárlok.
Peningagjafir til Vetrarhj.
Óli Ólason 100 kr. Geir H. Zoéga
200 kr. Verzlun FI. Toft 200 kr.
B.P. 200 kr. J.H. 100 kr. N.N. 100
kr. Veiðarfæraverzl. Geysir 300 kr.
Starfsfólk hjá Veiðarfæraverzl.
Geysi 195 kr. Esja og Kári 20 kr.
Lyfjabúðin Iðunn 300 kr. X. 50 kr.
St. G. 50 kr. H. Ólafsson & Bern-
höft 500 kr. Starfsfólk H. ÓHfs-
son & Bernhöft 130 kr. Jóh. G.
Flalklórssin 10 kr. Halld. Eyþórss.
10 kr. Ö. W. 10 kr. Sjóklæðagerð
íslands h.f. 250 kr. J.Þ. 50 kr.
Heildverzl. Hekla 500 kr. Guðm.
Kr. Guðmundsson 25 kr. Starfs-
fólk á bæjarskrifstofunum 480 kr.
Starfsfólk hjá J. Þorláksson &
Norðmann 165 kr. Inga I. 50 kr.
T. 30 kr. Onefndur 300 kr. Starfs-
menn á Klapparstíg 28, 100 kr.
Starfsfólk Landssímans 440 kr. H.
E. 100 ki;. Bernh. Petersen 250 kr.
Geir Thorsteinsson 300 kr. Jóh.
Guðmundsson 15 kr. Ragnar H.
Blöndal h.f. 500 kr. Starfsfólk hjá
Ragnar H. Blöndal h.f. 200 kr.
Heildverzl. Edda 500 kr. Timbur-
verzl. Völundur h.f. 500 kr. N.N.
10 kr. Anna litla 15 kr. Ónefndur
Dvolpnr tapaði§t
•'ö^. ' '
3 ja mánaða garnall, brúnn íneð hvítan blett á bringunni,
ljósbrúnn á framlöppum. Vinsamlegast skilist að Hótel
Borg gegn fundarlaunum.
IJnglinga
vantar til að bera út blaðið nú þegar um eftirtaldar götur:
BRÆÐRABORGARSTÍGUR
TÚNGATA
NORÐURMÝRI
SOGAMÝRI
VESTURGATA ,
RAUÐARÁRHOLT
SÓLVELLIR
GRÍMSSTAÐAHOLT
RÁNARGATA
SELTJARNARNES
BERGSTAÐASTRÆTI
SKERJAFJÖRÐUR
Talið strax við afgreiðsluna. — Sími 1660.
Dagblaðið VÍSIH
fer fram, að tilhlutun vorri, í dómkirkjunni
miðvikudaginn 5. janúar kl. 2 e. h., um þá fé-
Iaga vora:
Anton B. Björn§ion
og
Breiðar Þ. Jón§son
sem fórust með vb. Hilmir.
ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS.
KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VÍKINGUR.
Sendiiveinn
óskast strax. Hátt kaup.
^rok)
Grettisgötu 46.
10 kr. St. J. xoo kr. Eir 20 kr. Tré-
smíðavinnust. Vatnsstíg 10 200 kr.
Fimm systkin Seljaveg 9 50 kr.
Hugull 25 kr. Þórður Sveinsson &
Co. h.f. 300 kr. G. Helgason & Mel-
sted h.f. 500 kr. Bókaverzl. Sigfús-
ar Eymundssonar 500 kr. H.W. 30
kr. Brynjólfur 20 kr. Einar Jó-
bannsson 20 kr. J. & S. 100 kr.
Starfsfólk í Rvíkur Apóteki 440 kr.
Veiðarfæraverzl. Verðandi 200 kr.
S.B. 60 kr. Starfsfólk h.f. „Ræsir"
460 kr. H.f. „Ræsii^" 200 kr. Jón
& Steingrímur 200 kr. Ónefndur
20 kr. N.X. 20 kr. Lárus Guðgeirs-
son 5 kr. Áheit 5 kr. H.f. „Shell"
500 kr. N.N. 50 kr. Starfsfólk við
Heildverzl. Garðar Gíslasonar 350
kr. H.f. Lýsi 500 kr. X-x-x 50 kr.
Starfsfólk hjá Rafmagnsv. Rvíkur
455 kr. A.F. 50 kr. K. 50 kr. Starfs-
fólk Ríkisprehtsmiðjunnar Guten-
berg 70 kr. Starfsfólk í Landsbanka
Islands 130 kr. Starfsfólk í ísa-
foldarprentsmiðju 300 kr. — Kærar
þakkir. — F.h. Vetrarhjálparinnar,
Stefán A. Pálsson.
Kristján Qflðlangsson
HæstaréttarlögmaSnr.
Skrifstofutimi 10-12 og 1-S.
HafnarhúsiS. — Sími S4M
Gardínu gormar
og KRÓKAR.
JÁRNVÖRUVERZLUN
JES ZIMSEN.
V erzlunar maður.
Ungur reglusamur verzlunarmaður geSur fengið at-
vinnu hjá þekktu verzlunarfyrirtæki í bænum nu þeg-
ar. Framtíðaratvinna.
Umsóknir með upplýsingum um aldirr, menntun og
fyrri störf, leggist inn á afgr. Vísis fyrir 8. þ.
merkt: „Framtíðarstarf“.
Nokkrar saumastúlkur
vantar oklcur. Lagtækar stúlkur, lítið vanar, gefa einnig komið
til greina.
KLÆÐAVERZLUN ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR.
ranvlsun reilil
Sjúkrasamlag Reykjavíkur beinir þeím ákveðnu
ósk til þeiira manna, félaga og stofnana, bæði hér 1
bænum og annarsstaðar á landinu, sem eíga reikninga
á samlagið frá siðastliðnu ári, að framvisa þeim í skrif-
stofu þess, Tryggvagötu 28, hið fyrsta og eigi síðar en
fyrir 20. þ. m.
SJÚKRASAMLAG REVKJAVÍKUR.
Tilkynning
frá Skattstofu Reykjavíkur.
Atvinnurekendur og aðrir, sem samkvæmt 33. grein
laga um tekjuskatt eru skyldir til að láta Skattstofunni
í té skýrslur um starfslaun, útborgaðan arð í hlutafé-
lögum og hluthafaskrár, eru hér með mínntir á, að
frestur til að skila þessum gögnum rennur út mánudag-
inn þann 10. þ. m. Sérstök athygli skal vakin á því, að^
atvinnuveitendum ber að gefa upp öll laun, hversu lág
sem eru, og séu heimilisföng launþega ekki tilfærð, eða
rangt tilfærð, bera atvinnurekendur ábyrgð á viðbótar-
skattgreiðslu vegna ófullnægjandi skýi'slugjafa.
Þeir, sem eigi senda skýrslur þessar á réttum tíma,
verða látnir sæta dagsektum sbr. 51. gr. laga um tekju-
skatt og eignarskatt.
Að gefnu tilefni skal á það bent, að orlofsfé skal með-
talið í launauppgjöfum til skattstofunnar.
Þeim gjaldendum, sem hugsa sér að njóta aðstoðar
við framtal sitt til tekju- og eignarskatts, skal bent á
að koma sem fyrst til þess að forðast bið síðustu daga
mánaðarins.
SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK.
Grænmetissúpur
Tómatsafi
nýkomið.
Heildverxlnu 9Iag;níisar Kjaran
Sími 1345.
er miðstöð verðbréfavið-
skiptanna. — Sími 1710.
Konan mín, móðir okkar og tengdamóðii,
Steinunn Margrét t»orsteinsclóttir
andaðist i nótt.
Guðbjörn Björnsson.
Guðmundur Guðjónsson. Þorsteinn (Gmðjónsson.
Anna María Gísladóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda sainúð við fráfall og
jarðarför föður og tengdaföður, afa og langafa okkar,
Einars Kristins Audunssonar,
prentara.
Aðstandendur.