Vísir - 07.01.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 07.01.1944, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 600 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vargöld — vígöld, JJanmörk er fagurt land og gott. Þar býr einhver mesta menningarþjóð Norðurálfu og jafnframt sú friðsamasta. Er Þjóðverjar hernámu ( landið hugðust þeir að hafa hernámið sem einskonar auglýsingu um mildi sína og mannúð. Á- rekstralitið var í fyrstu. Danir sýndu innrásarhernum þögula andúð, en að því dró, að upp úr sauð. Þjóðverjar hertu tökin á þjóðinni, uku afskipti sín af stjórn landsins, en Danir stóðu fastir fyrir og livikuðu hvergi. Stjórnin sagði af sér og konung- ur þjóðarinnar dvelur nú í höll sinni, sem einskonar fangi. Upp úr þessu hófst sannkölluð ógn- aröld í landinu. Skemmdarverk ágerðust, en var svarað með fangel8unum, dauðadómum og allskyns hryðjuverkum, og er nú í rauninni háð styrjöld í landinu, þótt aðstaðan sé ólík. Danir berj- ast með hugprýði og fórnfýsi. Þjóðarsálin er vel vakandi, og slíka sál, þar sem allir eru eitt, getur enginn kúgað né brotið til hlýðni. í baráttu dönsku þjóðarinnar hafa verið unnin einstök afrelc af öllum fjöldanum, og enn meiri af einstaklingum, sem gnæfa yfir allt meðallag. Meðal þeirra manna, sem fagurt for- dæmi hafa gefið og liæst luifa gnæft, er danski presturinn og skáldið Kaj Munk. Hann tók í upphafi listina í þágu áróðurs- ins, og hafði raunar alllöngu fyrir hernámið sýnt, hvert álit liann hafði á kúgun og liarð- stjórn. Leikritið Niels Ebbesen gerir grein fyrir þessum skoð- unum hans, en boðar jafnframt á hvern hátt barátta dönsku þjóðarinnar skuli háð. Engin fóm er of stór fyrir danskt þjóð- erni, — engin barátta of hörð fyrir andlegum verðmætum. Leilcrit þetta var bannað í Dan- mörku og raunar einnig í Sví- þjóð, en einmitt af því að bann var við því lagt, kann það og önnur verk skáldsins að hafa liaft enn meiri þýðingu fyrir dönsku þjóðina. Kaj Munk hvik- aði aldrei frá sannfæringu sinni, og gerði það eitt, er hann vissi sannast og réttast í baráttunni fyrir fullu sjálfstæði ogsjálfsfor- ræði hinnar dönsku þjóðar. Nú hefir þessi orðsins hetja fengið launin, sennilega frá verndurun- um, sem hugðust að hafa her- nám landsins til fyrirmyndar. Hann féll í baráttunni miðri, í styrjöld andans gegn ofbeldinu. Hann átti þess engan kost að falla með vopn í hönd, en að honum var læðzt og hann myrt- ur í grennd við heimili sitt. lÓhug hefir slegið á flesta, er fregn þessa hafa heyrt, og mönn- um hefir blöskrað að slik hryðjuverk skuli geta átt sér stað, jafnvel á ófriðartímum í hernumdu landi. En danska þjóðin liefir auðgazt stórlega. Hún hefir eignazt enn eina þjóð- hetju og píslarvott, sem með for- dæminu hvetur til baráttu og fórnar. Hver getur fórnað meiru en lifinu í baráttunni fyrir föð- urlandið, og hver getur verið slaðfastari og öruggari í þeirri baráttu en danski presturinn og rithöfundurinn Kaj Munk? STJÚRNLÁGAÞING I. Þau tíðindi gerðust 1. des. s. 1. að þrir þingflokkanna á Al- þingi — Framsókn, Sjálfstæðis- menn og Kommúnistar —- birtu hátíðlega yfirlýsingu um það, að þeir væru sammála um „að stofna lýðveldi á íslandi eigi síðar en 17. júní 1944“, og að þeir hefðu „ákveðið að bera fram á Alþingi stjórnarskrár- frumvarp milliþinganefndar- iirnar i byrjun næsta þings“, og ennfremur að það þing skuli koma saman „eigi síðar en 10. janúar 1944 til þess að afgreiða málið“. Sjálfsagt hefir verið til þess ætlazt að yfirlýsing þessi vekti nokkra hrifningu með þjóð- inni. En ekki varð þess vart. Það er áreiðanlega ekki of- mælt þó sagt sé, að í landinu er engin hrifning, a. m. k*enn sem koniið er, yfir stofnun hins væntanlega lýðveldis. Ástæðan er þó óreiðanlega ekki sú, að íslendingar séu nokkuð hikandi í því að stíga þetta spor, sem þeir nú i 25 ár liafa vitað að þeir mundu stíga einmitt á ár- inu 1944. Hitt er það, sem vehl- ur, að þjóðin finnur, að við höf- um þegar skilið að fullu og öllu við Dani og að sá síðasti þáttur sem formlega er eftir, er lítið annað en nauðsynlegur sjón- leikur sem fram þarf að fara. Við höfum nú þegar tekið kon- ungsvaldið og öll okkar utan- ríkismál í eigin liendur. Við höfum nú þegar kosið forseta „lýðveldisins", þó liann kallist ríkisstjóri ennþá, og við höfum nú þegar liafið þátttöku í al- þjóðasamstarfi sem fullgildur aðili. Öll þjóðin veit það, að hér verður aldrei danskur konung- Hann verður í minningunni einn af liinum ódauðlegu, og það verða fleiri en Danir einir, sem heiðra og blessa minningu hans. Dauði lians var samboðinn hug- sjónamanni, sem ann svo frelsi og mannréttindum, að hann fórnar því öllu. Lausnin fundin. M orgunblaðið lelur í gær rik- isstjórnina aukapersónu í baráttunni gegn dýrtíðinni, sem liverfa megi af sviðinu, þannig að aðalpersónurnar í leiknum geti tekið við. I ritstjórnargrein birtir blaðið boðskap aðalper- sónanna í þessari baráttu, og kemst að þeirri niðurstöðu, sem hér greinir orðrétt og stafrétt: „Sennilega fer svo, að engar varanlegar aðgerðir fást fram- kvæmdar í dýrtíðarmálunum fyrr en blákaldur veruleikinn kemur til sögunnar. En þegar verðhrunið er skollið yfir, munu menn komast að raun um, að lítið gagn er 1 háu kaupgjaldi og háu afurðaverði á innlendum markaði, ef enga vinnu er að liafa og enginn getur keypt hina dýru neyzluvöru.‘‘ Lausnin á dýrtiðinni er sem sagt hrunið og Vís- ir viðurkennir fúslega, að ríkisstjórnin er ekki aðalpersóna í þeim leik, sem að hruninu mið- ar, en hefir aftur liaft forystu á hendi í baráttunni gegn hrun- inu. Þannig geta aðalpersónur orðið að aukapersónum, — eftir jví við hvað er miðað. Vísir ósk- ar Morgunblaðinu til hamingju með aðalpersónur þess og gleði- boðskap hrunsins, og það þarf einstaka hugkvæmni til að finna slíka lausn allra meina. Þjóðin stendur vafalaust á öndinni af aðdáun. ur framar, ef liin engilsaxnesku stórveldi sigra. Hún veit að við förum aldrei aftur að senda ráðherra okkar til Kaupmanna- hafnar mcð lögin frá Alþingi til undirskriftar, né tökum aftur upp neitt af þvi stjórnarfarslega sambandi við Danmörku sem niður féll 1940, er Danmörk var hernumin. Sá þáttur lýðveldisstofnunar- innar, að fella formlega síðustu leifar þessa gamla samhands úr gildi, veldur þess vegna aldrei neinni hrifningu á íslandi, sízt eins og nú er ástatt með Dön- um. Það er ekki hægt að búa til hrifningu hvorki með bumbu- slætti né áróðri. Hún verður að koma innanað, úr sál þjóðar- innar sjálfrar, og sú hrifning gelur því aðeins lcomið að eitt- hvað sé til að hrífast af, að þjóð- in sé sér þess meðvitandi að hún liafi unnið glæsilegann sigur eða sé, að leggja út í eitthvað það, sem hún væntir að verði sér lil aukins þroska og menn- ingar. En ekkert slíkt getur gerst í sambandi við það stjórn- arskrárfrumvarp, sem hinir þrír flokkar ætla að ber fram á Alþingi í byrjun þessa árs. Það er eitt versta og ófullkomnasta stjórnarskrárfrumvarp, sem nokkru sinni hefir sést með siðaðri þjóð og það er frelsi og framtíð þjóðarinnar stórliættu- legt fái það að standa stund- inni lengur ef samþykkt verður. öll þau lýðveldi, sem glæpst hafa til svipaðs stjórnskipulags og þar er ráðgert, hafa fljótlega orðið pólitísk spillingarfen og síðan hrunið til grunna. Það er þvi engin von til þess að stofn- un slíks lýðveldis geti orsakað nokkra lirifningu með þjóðinni. Hún gerir það heldur ekki. H- En úr þessu öllu má þó bæta ennþá, ef vel og viturlega er að farið. Þjóðin finnur mæta vel, að ástand það, sem nú er i þjóð- félaginu getur ekki orðið til frambúðar. Hún finnur, að hin algjöra óstarfhæfni Alþingis, er slíkt aðvörunar og hættumerki á þessari örlagastund, að ekki tjóar að láta það sem vind um eyru þjóta. Hreyfing sú, sem risið hefir gegn hinum svo- nefnda „hraðskilnaði“ er líka eitt þessara tákna, þó það birtist i þessari mynd, og sé túlkað þannig af heimskum og ill- gjörnum mönnum, að um sé að ræða landráðastarfsemi. Það er að vísu hörmulegt til þess að vita að ekki skuli hafa tekist, að skapa einingu um þann „sjónleik“, í stofnun lýð- veldisins, hvenær og hvernig lokaskilnaðurinn við Dani skuli fara fram. Ástæðurnar fyrir þvi að það hefir ekki tekist sýnast aðallega vera tvær. Önnur er sú, að sumir stjórnmálaflokkanna hafa reynt að gera þetta við- kvæma mál að einskonar „sér- máli“ sínu í því skyni að veiða á því kjósendur, eða til að reyna að slá sér upp á þvi. Og er það fyrirlitlegt athæfi. Hin ástæðan er sú — og það er aðalástæðan — að allir stjórnmálaflokkarnir hafa nú í meira en þrjú ár gjörsamlega vanrækt allan undirbúning að stofnun lýðveldisins. Við viss- um það strax 1940, að samband við Dani yrði aldrei aftur Aipp tekið. Þá átti því að byrja á að undirbúa lýðveldisstjórnar- skrá fyrir ísland. Það hefir verið algjörlega vanrækt — líklega þó frekar af hugsunar- leysi þingflokka og miðstjórna, en að yfirlögðu ráði. Þegar þvi að kollhríðinni kemur stöndum við eins og glópar og vitum elckert hvaða stjórnskipulag koma skal liér, og þá er rokið til og samið það dæmalausa stjórnarskrárfrumvarp, sem nú á að leggja fyrir Alþingi 1944, og er þjóðhættulegasta frum- varp, sem nokkuru sinni hefir verið lagt fyrir nokkurt þing á íslandi, af því að með því rænir Alþingi þjóðina rétti, sem hún sjálf á að hafa i sínum höndum og skipa án íhlutunar Alþingis, og færir úr skorðum það jafn- vægi, sem til þessa Iiefir verið í þjóðfélagi voru. En það tjáir litt að sakast um orðinn hlut, sizt ef úr er liægt að bæta eins og hér á sér stað — ennþá. Bregði þjóðin nú snöggt við, getur hún vel náð því marki enn, að stofna lýðveldi sitt með miklum sóma, og svo að veki hrifningu alþjóðar. Og skal nú víkja að því hvernig bjarga mætti við málunum. III. Það er sjálfsagt að gera ráð fyrir því, að yfirlýsing hinna þriggja flokka komi nú til framkvæmdar þegar i byrjun þessa árs, og ekki fari eins og 1942, að „æðri máttarvöld“ grípi enn í taumana. Verður þá að gera þá breyt- ingu á frumvarpinu starx, að forseti lýðveldisins verði þjóð- kjörinn og að kjöri hans verði skipað á þann hátt að flokks- áhrifa gæti sem minnst við kjör hans. Eins verður að nema þá dæmalausu grein úr stjórn- arskránni, að Alþingi geti vikið forseta frá .völduin. Fáist þess- ar breytingar erum við þó nokk- uru nær. Svo breytt yrði stjórnar- skrárfrumvarpið síðan sam- þykkt og lagt undir þjóðarat- kvæði. Að þjóðaratkvæði gengnu mætti lita svo á, að „sjónleikurinn" væri búinn ■— að slitið væri til fulls öllu sam- bandi við Danmörku — kon- ungssambandi sem öðru, og væri þá grundvöllurinn lagður að stofnun lýðveldisins. En jafnframt því, sem þing- ið gerði þetta ætti það að skipa fjölmenna nefnd manna — ef ríkisstjórnin væri þá ekki búin að því áður — til þess að gera frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir hið væntanlega lýðveldi og frumvarp að lögum um for- setakjör. Þessi nefnd ætti eklri að vera skipuð af flokkunum nema að einhverju leyti. í hana ætti að velja þá menn, sem hæfasta mætti telja utan þings eigi síður en úr þingi. Hún ætti að hafa lokið störfum fyrir 17. júní 1944. En auk þess ætti Alþingi að setja lög um sérstakt stjórn- lagaþing, sem kvatt skyldi sam- an til þess eins að setja liinu nýja lýðveldi stjórnarskrá og skipa forstakjöri og mætti það ekki hafa önnnur verkefni með höndum. Þetta þing — stjórnlaga- þingið — ætti einnig að koma saman 17. júní 1944 — og þá mætti formlega lýsa yfir stofn- un hins íslenzka lýðveldis, ef það þá þætti henta. Bráða- birgðaákvæði yrði og að setja við stjórnarskrána, sem fram- lengdi valdatímabil núverandi ríkisstjóra þar til stjórnlaga- þingið hefði Iokið störfum og þjóðkjör forseta gæti farið fram samkvæmt hinum nýju stjórn- skipunarlögum. Settist stjórnlagþingið þvi- næsl á rökstóla og lyki samn- ingu stjórnarskrár og forseta- kjörslaga er síðan yrðu lögð undir þjóðaratkvæði. Vegna þess að vanrækt hefir verið að undirbúa málið þessi þrjú síðustu ár verður ekki komizt hjá einhverju millibils- ástandi. En væri svona að farið mundi það millibilsástand geta orðið mjög stutt, sérstaklega ef nefnd sú, sem slcipuð yrði strax í árs- byrjun ynni vel og dyggilega. En nú munu menn segja: Til þessa er engin heimild i stjórn- arskránni. Og það er alveg satt. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir slíku þingi. En hún gerir yfirleitt ekki ráð fyrir þeirri breytingu, að ísland hætti að vera konungsríki og verði lýð- veldi. Lýðveldi verður ekki stofnað á íslandi samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Að- eins með hreinu broti á henni verður það gert. Það stendur hvergi í stjórnar- skránni hvernig fara skuli að því að setja konunginn af, og það er ekki hægt nema með einskonar byltingu, nema hann góðfúslega segi af sér. Við ætl- um því, hvað þetta atriði stjórn- arskrárinnar snertir, ekki að fara eftir henni, Því er einnig yfirlýst að við ætlum heldur ekki að fara eftir meirihluta- ákvörðunum við atkvæða- greiðsluna um niðurfellingu sambandslaganna. Þvi lýsir formaður stjórnai’skrárnefnd- ar, Gísli Sveinsson, yfir í And- varagrein sinni nú nýlega og segir um þau lög, að þau „við- urkennist ekki lengur í gildi og þarf því eigi eftir þeim að fara í þessu né öðru.“ Þannig ætlum við okkur beinlínis að brjóta vísvitandi bæði þessi ákvæði, og við því er ekkert að segja, ef það er nauð- synlegt og þjóðin er einhuga um það. Sú gerbreyting á stjórn- skipulagi sem hér er fyrirhug- uð verður varla gerð á „lög- legan hátt“, enda held eg að ekkert ríki hafi nokk- uru sinni verið „löglega“ stofn- að. En fyrst þessi tvö megin- atriði eru sniðgengin eða brotin er þá nokkkuð meira að þjóðin taki sér rétt til að skipa á sér- stakan — og óvenjulegan — hátt grundvallarlögum lýðveld- isins yfirleitt? Hún þarf að skipa því valdi, sem hún ræður yfir, framkvæmdarvaldinu, dóms- valdinu og löggjafarvaldinu á- ný ,og hún ein á að ráða þvi hvernig það verður gert. Svo virðist sem sumir telji, að með þetta allt beri -að biða þangað til eftir stríð. Einar Olgeirsson segir í Andvara að gert sé ráð fyrir frekari breytingum „strax að styrjöld lokinni“. Hver veit hvenær styrjöldinni lýkur? Hún getur staðið í mörg ár enn og breyzt á margan veg frá því sem nú er. Ef hún stendur til 1948 eða 1950 eigum við þá að bíða þangað til? Verði það gert mun hið íslenzka þjóðfélag verða orðið algerri upplausn að bráð og-við þurfum þá sjálfsagt ekki að hafa fyrir þvi að vera að bollaleggja um þessi mál. En hversvegna eigum við að bíða þangað til „að styrjöld lok- inni ?“ Hvað vinnum við við þá bið?“ Setjum svo að Þjóðverjar verði sigraðir 1944, en þá halda menn hér að „stríðið sé búið“, sem er þó vitanlega hrein fjar- stæða. — I fyrsta lagi verður það „fyrir jól 1944“, segir Smuts forsætisráðherra Suður- Afrílcu, en hann er spámannleg- ast vaxinn af stjórnmálamönn- um nútímans og hefir stundum farið nærri um merkilega at- burði í þessari styrjöld. — Er- um við þá samt nokkuru nær í þessu máli? Vitum við nema þá — ein- mitt þá — hefjist fyrir alvöru baráttan innan þjóðfélaganna í Evrópu um það hverskonar stjórnskipulag þær skuli taka upp? Eklcert er líklegra. Og sú innbyrðis barátta getur staðið lengi. Eigum við að bíða með okkar stjórnskipulag þangað til allir aðrir hafa sld])að sínum málum svo að við getum apað eitthvað eftir þeim? Og liverja ætlum við að taka okkur til fyr- irmyndar? Norðmenn? Eng- lendinga? Bússa? Dani? Þjóð- verja? Frakka? Og til hvers ætlum við að bíða eftir þessu öllu eða einliverju af því? Menn segja: Það koma upp „nýjar stefnur“ og allskonar „þjóðasamvinna“. Já. Það er mjög líklegt, en þær „stefnur" og sú „þjóðasamvinna“ hefir bara ekkert með innri slcipu- lagshætti okkar eða annara neitt að gera. Því er margsinnis yfir- lýst, af ríkjum þeim, sem nú berjast gegn nasismanum, að einn meginþáttur baráttu þeirra sé einmitt í því fólginn að tryggja'að þjóðirnar geti lifað Við það stjórnskipulag, sem þær kjósa sér sjálfar. Þær verða sjálfar að skapa það og skipa því, án íhlutunar annarra. Gott dæmi um það er t. d. deilan nú i Jugoslaviu, sem er algerlega pólitísks eðlis. Verði öll ríki skylduð til ein- hverskonar alþjóðasamvinnu hefir það ekkert með skipulags- form liinna einstöku ríkja að gera. Af þeim verður e. t. v. krafizt ákveðinna fórna, miðað við getu þeirra, og þau geta orð- ið að taka á sig ýmiskonar kvað- ir, en allt verður það án þess fyrirskipuð verði breyting hinna innri skipulagsforma. 1 stuttu máli sagt: Það er ekkert — ekki nokkur skapaður hlutur — sem mælir með nokk- urri bið þar til „að ófriðnum loknum.“ Þeir, sem vilja bíða eru mennirnir, sem ætla sér að sundurgrafa þjóðfélagið enn meir en orðið er, ætla sér að koma í veg fyrir að við getum hafið þá uppbygingarstarfsemi, sem nauðsynlegt er að hefja nú þegar, ef ekki á illa að fara. Mennirnir sem vilja bíða þar til „að ófriðnum loknum“ með það að setja liinu íslenzka lýð- veldi nýja stjórnarskrá á heil- brigðum grundvelli eru þeir, sem íslandi stafar mest hætta af. Einar Olgeirsson hefir lýst því yfir fyrir liönd kommún- ista, að það sé þeirra vilji. Það verður gaman að sjá hvort fleiri verða sama sinnis. Við biðina vinnst ekkert, en við hana getur margt tapazt, sem e. t. v. verður aldrei hægt að vinna upp aftur. Manni hlýtur að detta í hug, hvort það sé ekki af ráðnum hug gert af þeim þingflokkum, er svo mikla áherzlu leggja á, að engu sé nú breytt í stjórn- skipunarlögum. Hvort þeir ætli sér ekki að svíkjast aftan að þjóðinni. Ilvort þeir ætla sér ekki að stinga lienni svefnþorn með því að lofa „að athuga mál- ið“ síðar — eftir stríð eða ein- hverntíma í framtíðinni, en svíkja það svo eins og allt ann- að sem þeir liafa lofað og svik- ið. Eru þeir vísvitandi að herða hengingarólina að liálsi lands- manna? Fyrir biðinni eru engin frambærileg rök. Ekkert nema óheilindi, hugsunarleysi eða bein ómennska getur verið á- stæðan fyrir því, að nú þegar verði eklci hafizt lianda. Allt bendir til þess, að það séu samantekin ráð þingflokkanna að svíkjast aftan að þjóðinni í þessu mikilsverðasta máli hennar. Þeir gera ekkert í mál" inu í meira en þrjú ár. Þeir koma á síðustu stundu með liálfgert leyniskjal, sem á að kallast frumvarp að nýrri stjórnarskrá og er þannig sam- ið að Alþingi — þ. e. flokkun-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.