Vísir - 07.01.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 07.01.1944, Blaðsíða 3
VÍSIR um þai- — er fengið í hendur ajálft framkvæmdarvaldið fyrir fullt og allt. Þeir láta blöð sín jægja með öllu um þetta hálf- gerða leyni- og landráða-plagg og þegar loks er flett ofan af þessu ódæði þeirra og þing- flokkarnir finna, að þeir slanda strípaðir og sem afhjúpaðar valdránssamkundur frammi fyrir alþjóð, svara þeir — „við ætlum að bæla úr þessu seinna“ —* „strax að ófriðnm lokmfin“ —• eða einhverntíma þegar betri tímar eru til þess en nú. Enginn þeirra sker sig úr! Enginn þeirra reynir að vernda rétt þjóðarheildarinnar! Hversvegna? Eg skal ekki reyna að svara því, en þjóðinni ailri ber að vera á verði. V. Hinn 10. janúar n. k. á Al- þingi að koma sanma á ný lil þess að taka „leyniplaggið“, sem kallað er st j órnarskrárfrum- varp, fyrir, til „endanlegrar af- greiðslu“. Því verður ekki af- stýrt. En hinu getur þjóðin sjálf ráðið, livort sú stjórnar- skrá skal standa stutt eða lengi. Fylki hún sér einliuga um kröfuna um stjórnlagaþing, kosið eingöngu jil þess að setja hinu nýja lýðveldi stjórnarskrá, skipað miklu fleiri mönnum en nú eru á Alþingi og kosnum að einhverju leyti eftir flokkum og að einhverju leyti eftir öðr- um linum en flokkslinum, Þá þorir Alþingi ekki að neita þjóð- inni um þá kröfu. Um þá kröfu verða því allir þeir menn, er vilja láta kalla sig Islendinga að fylkja sér ein- huga, og það nú strax. Það verð- ur að mynda nú þegar samtök sem ná um allt land — en þó alveg sérstaklega sterk hér i Reykjavík —- til þess að knýja þessa kröfu fram. Fáist hún ekki fram nú, trúi menn undan- hrögðum og flærð flokkanna á Alþingi, er málið tapað og þjóð- in lineppt í fjötx-a óláns og spill- ingar um ófyrirsjáanlega fram- tíð. íslendingar! Hvaða flokki sem þið tilheyrið, fylkið ykkur um eftirfarandi kröfur til Alþingis þess, sem saman kemur nú eftir fáa daga: 1. Sett vei’ði nú þegar fjölmenn stjórnarski’árnefnd — skipuð hinum hæfustu mönnum til þess að gera frumvarp að nýrri stjórnarskrá og for- setalögum. 2. Hinn nýi forseti verði þjóð- kjörinn, en ekki kjörinn af Alþingi né stjórnmálaflokk- um. 3. Séi’stakt — þar til kjörið -— stjórnlagaþing verði háð á árinu 1944, er setji þjóðinni nýja stjórnarskrá og skipi forsetakjöri, og sé til þess valið með sérstökum hætti svo tryggt sé, að það sé þjóð- in sjálf, sem skipar þeim mál- um. Sé þessum kröfum fylgt nógu fast eftir fást þær frarn. Við skulum sjá hvaða þingmenn og flokkar þora að setja sig gegn þeim. Þeir, sem það gera eru eklci i þjónustu íslenzku þjóðar- innar og vilja ekki hennar sóma og öi’yggi. Veitið því at- hygli — og gleymið því ekki — liverjir það verða. VI. Með þessari grein er lokið gi’einaflokki þeim, er í'itstjói'i Vísis lofaði upphaflega að ljá mér rúm fyrir. Ætlunin var að greinarnar yrðu 5, en eg liefi sameinað þrjár þær síðustu í tvær greinar, því mér þótti það betur fara. Kann ég ritstjóranum og blaðinu Vísi þakkir fyrir að hafa leyft mér rúm fyrir þær svo þær gætu komið fyrir al- mennings sjónir. Er það vottur um að enn hafi ekki með öllu tekist að drepa að fullu þá víð- sýni og þann drengskap sem eitt sinn var einkenni íslendinga, að þora að hlusta á mál andstæð- ings síns. Eg varð þess var strax og eg hóf að birta þessar greinar að fjöldi manna úr öllum flokk- um var mér sannnála. Fjöl- margir hafa hringt eða komið til mín og þakkað mér fyrir grein- arnar og tjáð sig fúsa til að starfa á þeim grundvelli sem hér hefir verið reynt að benda á. Öllum þessum mönnum og kon- um er eg þakklátur fyrir vin- semd þeirra, því öllum þykir vænt um að finna stuðning við þann málstað sem honum er hjartfólginn. Nokkrir menn ákváðu strax er fyrsta greinin kom, að láta sérprenta greinarnar svo 'þeir menn utan Reykjavíkur, sem ekki sjá „Vísir“, ættu þess kost að kynnast efni þeirra. Hefir jiNÚ letrið verið geymt og geta þær því komið út fljótlega í hókarformi. Þá njóla þær sín líka betur en þær geta i blaði þegar langt líður milli útlcomu þeirra. Þessum mönnum er eg líka þakklátur. Þeir gátu vel lát- ið það ógert. Mér eru,þá fullgoldin ritlaun- in fyrir Jiessar tómstundahug- leiðingar mínar ef svo-mætti til takast að nokkurt gagn yrði að þeim til vakningar um þetta merkastd mál i sögu íslands í síðustu aldirnar — stofnun og skipulag liins nýja lýðveldis á íslandi. Með vilja hefi eg engar á- kveðnar tillögur gert um hvern- ig forsetakjöri slculi skipað, hvernig valdaskiptingin yrði, livernig Alþingi yrði skipt eða skipað né hvernig kjósa skyldi lil stjórnlagaþingsins. Er það af því að um það geta fjölmargir haft betri tillögur en eg, og það ber þeim sérstaklega að gera tillögur um sem þetta verður falið. Aðalatriðin fyrir mér eru þau, að á íslandi verði stofnað lýðveldi, sem að stjórnskipan allri sé fyr- irmynd annara ríkja og sem þær þjóðir geta eitthvað lært af, sem eftir nokkur ár sleppa úr klóm kúgaranna og þá verða að leita sér að fyrirmyndum um stjórn- skipulag og stjórnarháttu. Þegar forfeður vorir stofn- uðu þjóðveldið til forna sköp- uðu þeir ríki, sem livergi átti sinn líka þá. Það eigum við, eftirkomendui’ þeirra, einnig að gera nú, þegar við endurreisum liið forna ríki þeirra. Höfm feng:lð Ljósakúlur í ganga og smáherbergi. H.f. Rafmagn Vesturgötu 10. Shni: 4005. $jarni (ýu&mundóSon löggiltur skjalaþýðari (enska) Suðurgötu ió Sími 5828 Tökum upp í dag: Westinghouse- straujárn H.f. RAFMAGN. Vesturgötu 10. Sími: 4005. Málverk 09 leikninoar sem eg hafði til sýnis í bús- álialdaverzlun KRON í Bankastræti nú fyrir jólin, verða til sölu þar næstu daga, fyrir lágt verð. Jón Helgason, Kaplaskjólsveg 12. Sníðakennsla l itrrm. * Ný námskeið liefjast sti’ax eftir helgina. Dag- og kvöld- tímar. Uppl. í síma 2569 og eftir kl. 8—10 e. h. á. Óðins- gölu 19. Bergljót Ólafsdóttir. Útvarps- grammófónn General Eleetric, 10 lampa, sem nýr til sölu. — Tilboð merlct: „G. E.“ sendist blað- inu sem fyrst. Myndavél „Ciro Flex“, F. 3,5, til sölu. Tilhoð, merkt: „Ciro-Flex“ sendist hlaðinu sem fyrst. — Barnavinafélagið SUMARGJÖF Starfsstúlku vantar í vist- arheimilið Suðurborg. Uppl. þar. — Stúlka óskast á hótel úti á landi. — Uppl. Klapparstig 37. Verzlið við Á L A F O S S, Þingholtsstræti 2. Qardlnuoorinar krókar og lykkjur fyrirliggjandi. JÁRNV ÖRUVERZLUN JES ZIMSEN. atar niðursoðnir. VERZL. INGÓLFUR Hringbraut 38. — Simi 2294. Grundarstíg 12. — Simi 3247. 1884 10. janúar - 1944 Góðtemplarareglan á Islandi 60 ára. Af mælisdagskr á: Nunnndagfur 1K janiiar: Kl. 11 f. li.: Messað í frikirkjunni: Séra Árni Sigurðsson. Templarar mæta kl. 10% i G. T.-liúsinu og ganga það an hópgöngu til kirkju. Kl. 1% e. h.: Lúðrasveit Reykjavikur leikur á Austurvelli. Stjórnandi: Alhert Klahn. Kl. 2 e.h.: Ræða af svölum AÍþingishússins: hfenntamálaráðherrn Einar Arnórsson (ræðunni útvarpað). Lúðrasveitin leikur þjóðsönginn. Kl. 4 e. h.: Stórstúkufundur (stigveiting). Kl. 8% e. h. Sainkvæmi í Sýningarskálanum. EFNISSKRÁ: a) Gestir hoðnir velkomnir. b) Hátiðarræða: Kristinn Stefánsson, stórtemplar. c) Söngur: Dómkirkjukórinn. d) Ávarp. e) Stiginn dans. Kl. 10 e. h.: Afmælisfagnaður í G. T.-húsinu. Mánndagnr ÍO. janúar: Kl. 8 síðd.: LEIKSÝNING 1IÐNÓ: Frumsýning leikritsins TÁRIN, eftir Pál Árdal. Kl. 8 siðd.: Sameiginlegur hátiðarfundur stúknanna í Reykjavik. Embættismenn allra stúkna mæta með einkenni. KI. 8% síðd.: Utvarpserindi: Reglan 60 ára“: Árni Óla, stór- kanzlari. Röndóttar Skíðapeysur, kembdar. Bláar og sprengdar Peysur. Drengjapeysur. Skíðasokkar, hvítir, allar stærðir. Barnasokkar, svartir. Skíðahosur, allar stærðir. Bamasamfestingar. Ullarkjólar 4 mörgum stærðum. Samkvæmisk jólar, aðeins örfá stk. tækifserisv. Kvenkápur. Hálsklútar. Kvenbolir. Karlmannanærföt. Karlmannavesti með rennilás. Verzlið við íslenzka framleiðendur! Leó Arnaion Co. Laugavegi 38. ... w^mmmmmH^mmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmr^ Kápur Svaggerar Saumum úr aðkeyptu efni. SAUMASTOFAN Laugaveg 16, (II. hæð). (Laugavegs apótek). Tvo tii þrjá enn vana við hílainnréttingai’, vantar á réttingaverkstæði okkar. Aðeins góðir rnenn koma til greina. H.f. BÍLASMIÐJAN. Skúlatún 4. Alúðarfyllstu þakkir vottum við ölum þeim mörgu, sem sýnt hafa okkur samúð og vinsemd við fráfall og minningarguðsþjónustu soroar okkar. Antons B. Björnssonar Sérstaklega færum við íþróttasambamdi íslands og Knattspymufélagi Reykjavíkur aMðarþakkir fyrir þeirra mörgu höfðinglegu minnmgargjafir, minnisstæða heimsókn á heimili vort ©g göfuga framkomu á allan hátt. ANNA PÁLSDÓTTIR. BJÖRN JÓNSSON.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.