Vísir - 28.01.1944, Page 1

Vísir - 28.01.1944, Page 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, föstudaginn 28. janúar 1944. 23. tbl. Mikil loítárás á Berlin í nótt. 1 gærkveldi þögnuðu útvarps- stöðvar víða á meginlaudinu, í (Hollandi, Vestur-Þýzkalandi og aUt til Berlínar. Jafnvel í Varsjá var hætt útvarpsútsendingum. í Berlín var hætt svo skyndilega, að þuhirinn hætti í miðri setn- ingu. 1 morgun snemma var kunn- ugt, að brezkar sprengjuflugvél- ar fóru i gærkveldi til árásar á Berlín. Frekari fregnir voru þá ekki fyrir hendi. Þjóðverjar segja, að loft- árásin hafi verið mjög hörð og skýra frá miklum loftbardög- um. — Sumar brezku flugvél- anna, sem þátt tóku í árásinni, lögðu af stað áður en skyggja tók. Þetta var ellefta árásin á Berhn frá 18. nóv. s. 1., er „or- ustan um Berlín“ byrjaði. — Seinustu fregnir herma, að 34 brezkar flugvélar hafi verið skötnar iiiður í árásinni. Hellisheiði enn öfær. Mjög lítil mjólk var til í bæn- um í morgun. Þó náðust bílam- ir þrír, sem sátu fastir við Skíðaskálann í fyrrakvöld hing- að í gærkveldi, fyrir aðstoð snjóýtu. ÍJr Borgarfirði fékkst ekki nein mjólk í gær vegna þess að samgöngur um héraðið voru tepptar. í morgun lagði bátur af slað til Borgamess til að sækja mjólk, en honuin hlekkt- ist á í höfninni og varð að snúa við. „Sæbjörg“ var send í hans stað kl. 1 i dag. Hellisheiðin sjálf er ófær sem stendur og sitja þar þrír mjólk- urbílar fastir. Ekki er ólíklegt að það takist að losa þá í dag og ryðja veginn austur yfir f jall, ef veður versnar ekki. Bíl- fært var í morgun upp í Skíða- skála. V.s. Hólmbexg hlekkist á. ri V.s. „Hólmberg“ hlekktist ó í morgnn er það var að fara út úr höfninni áleiðis til Akraness og Borgamess til að sækja mjólk. Skipið lagði af stað kl. 6 í morgun, en rakst á vitagarðinn, sem er til hægri þegar siglt er út úr hafnarmynninu. Laskað- ist það allmikið m. a. brotnaði stefni þess, en að öðru leyti er ekki fullkunnugt um skemmd- ir. Pálmi Loftsson, forstjóri Skipaútgerðarinnar taldi þó við- búið að skipið myridi verða ó- sjófært um nokkurn tíma. Óhapp þetta er þeim mun ó- skiljanlegra sem veður var gott og bjart er skipið lagði af stað, en Sjórétturinn mun að sjálf- sögðu upplýsa af hvaða ástæð- um það varð. Er það mjög tilfinnanlegt, ekki sizt eins og nú standa sak- ir, þegar hverju skipinu á fætur öðru hlekkist á. V.s. Hólmberg er 63 tonna skip, byggt árið 1920 og hét þá „Kolbeinn ungi“. I fyrra var það byggt að mestu upp að nýju, og var þá breytt um nafn þess. Yfirlýsing. Vegna fyrirspurnar Gísla Jónssonar á Alþingi í gær út af grein eftir mig í Vísi um breyt- ingar fiskiskipanna, skal það upplýst, að heimildir um hreyt- ingar á vélskipinu Þormóði er að finna í Islenzku sjómanna- almanaki, sem er opinber skýrsla um skip, notuð meðal annars af skrifstofu hafnsögumanna hér við liöfnina og að upplýsing- arnar um bolstyrkleika skips- ins eru gefnar af Þorvarði Björnssyni hafnsögumanni og byggðar á nákvæmum mæling- um á flaki úr skipinu sjálfu, sem geymt er hér i Slippnum. Engar af heimiidunum eru því úr skýrslu þeirri er rann- sóknarnefnd sú kann að hafa gert, er skipuð var til að athuga um tildrög þess ,að vélskipið Þormóður fórst. Arnaldur Jónsson. Rússar 60 km. frá Eistlandi Hoxfurnar góðar fyrir sunnan Rómaborg. Bœjap fréftír Nátturufrœðifélagið heldur fund í i. kennslustofu Há- skólans á mánudaginn kemur kl. 8.30 e. h. Þar flytur Jón Eyþórsson veðurfræðingur erindi um Kötlugjá og • Mýrdalsjökul. Happdrættishús Laugarneskirkju hefir nú verið gefið til kirkjunnar sjálfrar. Iiand- hafi miðans gaf sig fram við bisk- upinn og afhenti honum miðann sem gjöf til kirkjunnar. Karlakór iðnaðarmanna efnir til samsöngva fyrir styrkt- arfélaga í Gamla Bíó á sunnudaginn kemur Jkl. 1.20 e. h. og þriðjudag- I inn 1. febr. kl. 11.30 e. h. Aðgöngu- miðar, sem eftir kunna að verða á 1 síðari samsönginn, verða seldir á mánudaginn i bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar og Hljóðfæraverzl- un Sigríðar Helgadóttur. Stjórnandi kórsins er Róbert' Abraham, ein- söngvari frú Annie Þórðarson, en undirleikinn annast frk. Anna Pjet- urss. Mlshermi var það í frásögn blaðsins í gær að Bandalag ísl. Farfugla önnuðust útgáfu Árbókar Ferðafélagsins. — Aftur á móti hafa Farfuglar sam- kvæmt ósk Ferðafélagsins, skrifað haná og teíknað og tekið myndir þær, sein í henni birtast. Hins veg- ar hefir Ferðafélagið að sjálfsögðu útgáfuna' með höndum, eins og verijulega. , Prentvillur urðu í kvæði, sem Vísir birti í fyrra dag um Þórð heitinn Frið- j finnsson. Fimmta ljóðlína í fyrstu : vísu á að lesast: „Numdar á bak j við Helju tjaldið hljóða“, og fjórða i ljóðlína í fjórðu vísu á að lesast: „hverjum mun bjóða störf að sín- um vilja.“ Iiæjarstjórn kýs ljósmæður. Fjórir umsækjendur voru uni þau j ljösmóðurembætti, sem bærinn hafði j auglýst og var valið milli þeirra á bæjarstjórnarfundi í gærdag. Þær j ljósmæður, sem ráðnar voru, eru: jÞórdís ólafsdóttir, með 12 atkv., Ragnheiður Guðmundsdóttir með 11 atkv. og Guðrún Halldórsdótt- ir með 9 atkv. Fjórði umsækjapdi inn, Pálína Guðlaugsdóttr, fékk 4 atkvæði. Skemmtanalíf bæjarins. A bæjarstjórnarfundi í g^er var samþykkt að kjósa 5 manna nefnd til að athuga og gera tillögúr um endurbætur á skemmtanalífi og veitingastöðum í bænum. Skal nefnd in leita samstarfs við verklýðsfélög, góðtemplararegluna, íþrótta- og æskulýðsfélög, svo og eigendur og forráðamenn samkomuhúsa í bæn- um. Dagskipau Ilitteris 11111 1 (xustavlíuuua I fregnum frá Ítalíu segir, að Þjóðverjar haldi nú uppi harð- ari og tíðari árásum steypiflug- véla á skip bandamanna undan Nettuno og Anzio. Telja má víst, að Þjóðverjum muni hafa tekizt að vinna bandamönnum nokkurt tjón í þessum árásum, því að tekið er fram, að þótt Þjóðverjar hafi ekki teflt fram ýkja mörgum flugvélum til þessara árása, verði að búast við nokkru tjóni, þar sem yfirráða- svæðið sé ekki víðáttumikið. Hinsvegar telur Alexander hers- höfðingi horfurnar fyrir banda- menn yfirleitt ágætar. Hann ræddi við blaðamenn og taldi liinn mikilvægasta þann árangur, sem náðzt hefir. Lagði hann áherzlu á það, að innrAs- in hefði verið gerð að Þjóðverj- um óvörum. Þeir höfðu liaft viðbúnað til þess að sprengja i loft upp liafnarmannvirki í Anzio og voru búnir að koma j fyrir sprengjunum — það var ekki annað eftir en að gera sein- asta liandtakið — en i fátinu gafst Þjóðverjum ekki tími til þess. Sumstaðar lilupu þýzkir liðsforingjar frá hálfum bjór- glösum og dislcum með steiktu nautakjöti. Einn liðsforingi var liandtekinn, er liann, klæddur svefnfötum, var að setjast á bifhjól. Þótt miklir herflutningar séu fyi-ir norðan Cassino er ekki 1 talið, að Þjóðverjar hafr fluít meginlier sinn frá Cassino, en sennilega eitthvað af hði. Bif- j reiðar Þjóðverja eru á suður og norðurleið á þessum slóðum og bandamenn því i nokkrum vafa um hvað Þjóðverjar ætlastfyrir. En Alexander sagði, að Banda- ríkjamenn, sem liarðast börðust við Rapido, hafi innt af hönd- um mikilvægt lilutverk, með því að binda þar mikinn herafla. Bandamenn hafa komizt yfir dagskipan Hitlers frá 24. jan. til hersins á víg- stöðvunúm hjá Cassino og þar fyrir norðan. 1 dag- skipaninni segir Hitler, að Gustavlinuna verði að verja, livað sem i sölurnar verði að leggja, því að það inundi hafa hættulegar pólitískar afleiðingar, ef bandamenn ryfju varnir Þjóðverja þar. Frá vígstöðvum áttunda hers- ins er ekki annað að frétta, en að stórskotalið beggja liefir sig mikið í frammi og að Indverjar liafa hrundið tveimur gagná- hlaupum. Herstjórnartilkynning-in. í herstjórnartilkynningunni frá Alsír segir, að bandamenn lia.fi sótt fram 9 km. fvrir sunn- an Rómaborg og lialdið uppi sókn á suðurvígstöðvunum. Flugvélar bandamanna gerðu Fallbyssa 1 flugvél Hlaupið á 75 mm. fallbyssu gægist út um trjónuna á tví- hreyfla Mitcliellsprengjuvél, við vinstra bné mannsins. Er þetta stærsta gerð fallbyssu, sem nokkuru sinni hefir verið komið fyrir í flugvél. 1400 árásir í gær eða fleiri en nokkuru sinni síðan er orustan um Tunis stóð sem hæst. 50 þýzkar flugvélar voru skotnar niður, þar af helmingurinn yfír skipalestum bandamanna. Bandamenn misstu 7 flugvélar. Miklar loftárásir voru gerð- ar á flugvelli og járnbrautar- stöðvar, einnig gerðu stórar sprengjuflugvélar árásir á flug- stöðvar í Suður-Frakklandi. í Jugoslavíu hefir jánbrautin milli Zagreh og Belgrad enn verið rofin á 6 stöðum. rir i iii á Flugvélar frá Bretlandi héldu áfram árásum í gær á stöðvar Þjóðverja i Hollandi, Belgíu og Norður-FrakMandi. Skotnal• voru niður 10 þýzkar flugvélar. Bandamenn urðu ekki fyrir neinu flugvélatjóni. Meðal ann- ars var sprengjum varpað í gær á stálverksmiðjur i Ijmuden, Hollandi. lÚtvarpið í Rómaborg til- kynnti í gærkveldi, að fasista- leiðtogi nokkur í Bologna hafi verið myrtur. Árásarmennirnir, þrír piltar, komust undan á reiðhjólum. • Ú^IIHÍ PÓLVERJAR HVATTIR TIL AÐ GANGA AÐ KRÖFUM RÚSSA. Lundúnablaðið News Chron- icle birtir ritstjórnargrein um deilur Rússa og Pólverja og hvetur Pólverja til þess að fallast á tillögur Rússa cg Curzon-línuna sem samnings- grundvöll. Blaðið telur, að niðurstöður rússnesku rann- sóknarnefndarinnar út af Katyn-morðunum eigi að vera fyrsta skref til fullra s.'tta milli Rússa og Pólverja. — Stimson, liermálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaða- menn í gærkveldi, og skýrði m. a. frá því, að i janúarmánuði hefðu bandamenn eyðilagt 463 flugvélar fyrir Japönum á Suð- vestur-Kyrrahafssvæðinu og sennilega 109 að auki. Á sama tíma var sökkt fyrir Japönum 23 skipum, sem~ þeir liöfðu í flutningum milli landa, og auk þess mörgum smærri skipum og herflutningabátum. Hersveitir bandamanna á Nýja Bretlandi hafa sótt fram á Borgenvíkursvæðinu og tekið sjávarþofp, þar sem Japanar höfðu bækistöð fjrrir herflutn- ingabáta. Á Nýju Guineu lialda Ástralíuinenn áfram sókn, og í sókninni til Medang fer nú að hylla undir það, að Japanir verði hraktir frá strönd Norður- Guineu. Sagt er frá miklilm árásum á Admiralty-eyjar, sem eru um 300 milur norður af Nýju Gui- neu. í seinustu árásum var varpað niður. 120 smálestum sprengja. Bandamenn hafa hald- ið uppi árásum þarna undan- farna daga og ekkert lát verður á árásum á Marshalleyjar. Þar var í gær varpað sprengjum á stórt oliuflutningaslcip, og mun það liafa sokkið. tjtvarpiö í kvöld. Kl. ,20.30 Útvarpssagan: ,,Bör Börnssóri' eftir Johan Falkenberg, IV (Helgi Hjörvar). 21.00. Strok- kvartett útvarpsins: a) Sarabande eftir Hándel. b) Largjd eftir Haydn. c) Menuett eftir Mozart. 21.15 Fræðsluerindi Í.S.Í.: Skíðaíþróttin (Stefnþór Sigurðsson magister). 21.35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfússon). 21.55 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (-'öt’ir'': Tónverk eftir Brahms: a'' Svmfónía nr. 2. bJ Sorrarfor- |( (V> r-1-.- ' Nækja Iiratt Iram til Lu^a ogr Tsudova. Tj egar eftir dagskipan Govorovs í gærkveldi var birt hin venjulega herst.jómartilkynning Rússa, en í henni var greint frá nýjum sigrum, m. a. töku Volosovo, 40 km. vest- ur af Krasnogvardeisk, og eiga Rússar því ófarna að eins 60 km. til landamæra Eistlands. Ennfremur tit- kynntu Rýssar töku .j£rn- brautarbæjanns Tosno, á brautinni til Moskvú frá Leningrad, og að Tsudovo væri næstum umkringd. Þá var skýrt frá því, að sókn- inni frá Novgörod væri haldið áfram og gengi vel; bæði beint til vesturs og suður á bóginn. Rússar áttu ófarna til Luga 35 kílómetra er síðast fréttist. Luga er talin langsamlega mikilvæg- asta her-, samgöngu- og birgða- stöð Þjóðverja fyrir vestan Len- ingrad. í fregnum frá i gær var talið, að fyrirsjáanlegt væri, að Rúss- ar mvndu þá og þegar ná alger- um yfiráðum yfir jámbrautinni milli Moskvu og Leningrad, en þegar er svo komið, að sá kafl- inn, sem er í liöndum Þjóðverja, er að verða þeim alveg gagns- laus. í herstjórnartilkynningu Go- vorovs, yfirhershöfðingjans á Leiiingradvigstöðvunum, sent birt var í gærkveldi og stíluð er til hersveita hans, sjóliða í Eystrasaltsflotanum, verka- manna í Leningrad og ibúanna þar, er skýrt fm árangrinum í sókninni á Leningradvígstöðv- unum, en hún liefir staðið í 12 daga. Á þessum tima, segir Govorov, hafa Rússar sótt fram 65—100 kílómetra, rofið alger- lega varnir Þjóðverja á umsát- arlínu þeirra fyrir vestan og sunnan Leningrad, og tekið fjölda margar ramgerar stöðv- ar, en samtals 700 bæi og þorp, og tekið geisi mikið herfang. t tilefni af sigrum Rússa í sókninni var skotið úr 324 fall- byssum í Leningrad, 24 skotum úr hverri fallbyssu, og er það i fyrsta skipti i styrjöldinni, sem sldotið er sigurskotum þar i horg. Nokkru áður en dagskip- an Govorovs var birt, var tiÞ kynnt í útvarpinu i Moskvu: 1 „(Hlustið á Leningrad!“ | Þetta var endurtekið nokkr- um sinnum. Var svo útvarpað : frá Leningrad dagskipan Govo- rovs. i Rússar hafa ekki birt stórtíð- indi frá öðrum vígstöðvum, en | segjast hafa lirundið öllum á- j lilaupum Þjóðverja á Bug-vig- slöðvunum, eða norður af Christinovka og austur af Winn- itza. Þjóðverjar skýra frá á- lilaupum Rússa við Kertsj á Krímskaga. í fregnum frá Buenous Aires segir, að þar sem Argentína hafi í'ú slitið stjórnmálasambandinu við Þýzkaland og Japan, muni verða gripið til margskonar ráð- stafana til samstarfs v>ð sam- einuðu þjóðirnar. Haldið er á- fram að taka höndum menn, sem grunaðir eru um að starfa að njósnum fyrir Þjóðverja.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.