Vísir - 19.02.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 19.02.1944, Blaðsíða 2
VlSIR UAGBLAi) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði.' Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Kapp og íorsjá. OFT og einatt hefir það heyrzt meðal verkamanna og annara að bændastétt lands- ins væri óþarflega ágeng við ríkissjóðinn, landbúnaði væri uppi haldið á opinberum styrkj- um, hann þyrfti að skipuleggja að nýju og koma lionum sem atvinnuvegi á . heilhrigðan grundvöll. Á siðasta ári töldu ýmsir af eðlilegum orsökum að verð landbúnaðarafurðum væri óþarflega hátt, og raunar svo liátt að ekki yrði það réttlætt. í vísitölunefnd landbúnaðarins áttu kommúnistar sæti. Þeir á- samt öðrum ákváðu verð á landbúnaðarafurðum í fullu samræmi við kjör og hagsmuni vérkamanna i kaupstöðum, að því er þeir sjálfir sögðu frá og gerðu grein fyrir í blaði sínu. Ríkisstjórnin leitaði á síðasta liausti til fulltrúa verkamanna og bænda, og fór þess á leit, að þeir reyndu að finna sameigin- legan grundvöll fyrir ráðstöf- unum gegn dýrtíðinni. Bændur kváðust reiðubúnir til að taka á sig nokkrar byrðar, þannig að vöruverð lækkaði jöfnum hönd- um og kaupgjald. Fulltrúar verkamanna, sem voru að meiri hluta kommúnistar neituðu með öllu að taka nokkurn þátt í slíku. Hinsvegar setja þeir nú fram kröfur um kauphækkun til lianda verk&mönnum, og fullyrða að þeir séu ver settir en bændur, að því er kaup og kjör snertir. Er þá ekki nema tvennt til; annað að kommún- istar hafi hrugðizt skyldum sin- um í visitölunefndinni eða hitt, að þeir geri það nú, en hvort sem er bregðast þeir með öllu skyld- um sínum gagnvart þjóðfélag- inu og reka slarfsemi sína í því skyni einu að skapa hér lirun og glundroða. Kommúnistar vilja ekki að úr verðbólgunni dragi en eru til alls búnir í því augnamiði að örfa liana. Með því telja þeir sköpuð skilyrði fyrir frekara árangri í barátt- unni fyrir ráðstjórnarskipulagi hér á Iandi og liinu fyrirheitna öreigaríki. En hvað segja verkamenn um slíka hegðun. Dæmið er degin-. um Ijósara. Verkamenn, sem nú hefir vegnað betur en nokkru sinni fyrr vegna aukinnar og stöðugrar atvinnu, samfara nokkrum kjarabótum að und- anförnu, hafa vafalaust sem aðrir safnað nokkru fé og sum- ir allmiklu á okkar mælikvarða. Engar líkur eru til að alvinnu- leysi segi til sín á þessu ári, komi engin óvænt atvik fyrir. Ætla má því að verkamönnum muni vegna sæmilega við sömu kjör og áður, og aflað fé rýrni ekki að kaupmætti. Hefjist hins- vegar verkfall og Iykti því með kauphækkun, dregur það þann dilk á eftir sér, að ný verðbólgu- alda flæðir yfir landið, kaup- máttur'krónunnar þverr, kaup- ið verður e. t. v. nokkrum aur- um hærra, en atvinnan lítil or óstöðug, með því að flestar at- vinnugreinar, sem upp hafa ver- ið byggðar í landinu hljóta að leggjast í rústir. Jafnvel útgerð- in getur ekki borið sig, enda hefir henni tekizt að fljóta til Skýrslan um Þormóðsslysið. Frh. af 1. síðu. Farþegar voru stundum með og greiddu þeir fargjöld, sem umboðsmaður Skipaútgerðar- innar um borð innheimti og tók við. Algengast var, að 6— 8 farþegar. væru með í hverri ferð (eitt sinn þó 27 farþegar), og komu þeir sér fyrir í háseta- klefa og öðrum vistarverum skipverja, en alls voru 18 hvílu- rúm í skipinu. Skipverjar voru sjö í þessum flutningaferðum. I ferðum þessum bar enn á leka, sérstaklega þilfarsleka, og var hvað eftir annað reynt að bæta úr með hampþéttingu og þess liáttar. Að kvörtunum um spjöll á vörum vegna leka virðist ekki hafa mikið kveðið, enda segir forstjóri Skipaiitgerðar rikis- ins, að þilfarsleki nokkur sé nokkuð tíður á skipum sams- konar og Þormóður var. Þann 10. nóv. 1942 liélt skip- ið af stað í eina slíka ferð frá Reykjavík til Breiðafjarðar- hafna og var það m. a. hlaðið olíu og benzíni í tunnum á þil- fari. Farþegar voru með. Vind- ur var nokkur vestan og mik- ill sjór. Úti á Faxaflóa kom mikill leki að skipinu, þannig að dælur þess höfðu ekki við. Atta menn stóðu og við austur, og stóð þá rétt í járnum, að hægt væri að liafa við lekan- um þar til komið var á slétt- ari sjó undir Arnarstapa, en þangað var leitað vegna lekans. Við athugun kom í ljós, að stór rifa liafði komið milli þilfars- planka, aðallega stjórnborðs- megin. Einnig varð vart byrð- ingsleka. Skipverjar gerðu við jietta til hráðabirgða og héldu áfram förinni, en eftir komuna til Reykjavíkur var skipið enn tekið í Slipp til viðgerðar. Voru sjö skjólborðsstoðir þá endur- þessa, með óvenjulegum ráð- stöfunum, sem ræddar Iiafa verið í blöðum að undanförnu. Allt sannar þetta, að hér er ekki verið að berjast fyrir hagsmun- um verkamanna, eða kjarabót- um þeim til handa. Allt virðist benda til að kommúnistar ein- ir, sem starfandi stjórnmála- floklcur í landinu fleyti af þvi rjómann, en verkamenn fái undanrennuna fái þeir á annað borð nokkuð. Hverjum heilvita manni dett- ur í hug, að herlið sé stofnað í landinu vegna verkamannanna, þegar það á að liafa það hlut- verk með höndunv fyrst og fremst að vinna gegn verka- mönnum, sem ekki eru ánægðir með ráðstafanir kommúnista? Verkamönnum finnst, sem öðr- um, að tiltæki þetta sé svo bros- legt, að vart sé eyðandi að því orðum, en að öðrum þræði er hér um alvarlegt fyrirbrigði að ræða, með þvi að hér er skipað fram stormsveit kommunista og varaliðið haft við hendina, og allt er þetta gert til að ógna rík- isvaldinu. Kann svo að fara að ekki verði um annað að ræða, en að láta Guð skipta giftu og kveða slíkar tiltektir niður í eitt skipti fyrir öll. Vilji ríkið lialda váldi sínu og raunar til- veru í heiðri, ber þvi skylda til að vernda það af fremsta megni. Landráð væri það, ef byltinga-* flokkum væri leyft átölulaust að vaða hér uppi með offorsi og ósvinnu, en rikisvaldið liéldi að sér Iiöndum, þar til því yrði ger- eylt. Bezt er að vísu að fara stillt af stað, en uppreist í landinu verður að eyða í liverri mynd, sem hún kann að birtast, og gera það með fullu kappi og fullri forsjá. nýjaðar beggja vegna, frá hval- hak og aftur á inóts við vélar- reisn (,,keis“). „Skammdekkið“ var og endurnýjað og inn á „bjálkavegarann“ var settur eikarplanki í bæði borð milli hásetaklefa og vélarrúms (i leslinni), en okki i vélarrúmi. Fjögur járnhné voru og sett á hita framan og aftan við lestar- lúgu. Skjólborð og öldustokk- ur, ásamt lilífðarborðum, var endurnýjað eftir þörfum, liamp- þéttað meðfram skjólborðs- stoðum, nýju þilfarsplönkun- um og víðar á þilfari, svo og meðfram fram- og afturstefni og háðum megin miðskipa fyr- ir ófan sjólínu. Nýtt spil var og sett í skipið (um 214—3 tonn að þyngd), í stað þess, er áður var (og var allt að 114 tonn að þyngd). Var sett þar undir eik- arlag, tvö 7 feta furutré neðan á þilfarið, svo og stoð úr 6"x6" furu undir mitt spil niður á kjölhak. Flestir skipverja þeirra, er áður voru á skipinu, höfðu ver- ið afskráðir úr skiprúmi, er skipið fór í Slipp i des. 1942, og nýir menn komu í staðinn, m. a. skipstjórinn, Gísli Guð- mundsson frá Bíldudal. Eftir þessa aðgerð, sem að framan er lýst og stóð fram í janúar f. á., tólc Skipaútgerðin skiiiið aftur á leigu til vöru- flutninga með ströndum fram. Fór það fyrst frá Reykjavík 29. jan. 1943 og var farið til hafna við Húnaflóa. Fannur var sams- konar og fyr (einnig á þil- fari). í þessari ferð (á Húna- flóa) losnaði ró, er liélt svo- nefndum „flangsi“ í skrúfu- öxli, þannig að „flangsinn“ losnaði og skrúfan liætti þá að snúast. Gátu skipverjar gert við þetta, en síðan var það at- hugað hetur eftir komuna hing- að til Reykjavikur. í þessari ferð virðist og enn hafa orðið vart leka á skipinu. — Skipið fór síðan í hina seinustu ferð frá Rej'kjavík hinn 9. fehrúar f. á., einnig til hafna við Húna- flóa, og virðist farmur hafa verið sams konar og fyrr. Virð- ist svo sem enn liafi orðið vart leka á norðurleiðinni. Þann 13. febrúar fór skipið frá Blöndu- ósi og var með lilinn varning þaðan. Á Hvammstanga (þann 14. febrúar) tók skipið hins vegar rúm 31 þús. kg. af vör-* um (aðallega frosnu dilka- kjöti), og virðist farmurinn hafa fyllt lestina, en ekki hafa verið annars staðar. Á Hvammstanga tók skipið og 3 farþega, þar af einn, sem ætl- aði lil Reykjavíkur, og fór zjL------- Scrutator: skipið frá Hvammstanga að morgni þess 15. febrúar. Á suð- urleið kom skipið við á Drangs- nesi og setti þar í land tvo far- þeganna frá Hvammstanga. Eftir því sem forstjóri Skipa- útgerðarinnar skýrir frá, barst beiðni, er skipið var á Húna- flóa, frá afgreiðslumanni Skipa- útgerðarinnar á Bíldudal, Ágúst Sigurðssyni, um að Þor- móður kæmi þar við á suður- leið til að taka hann. Var í fyrstu færzt undan þessu, en fyrir eindregin tilmæli Ágústs var lagt fyrir skipstjórann á Þormóði að taka Ágúst á Bakka í Arnarfirði, svo og að taka sr. Þorstein Kristjánsson á Pat- reksfirði. Án þess að vitað sé glögglega, hvað valdið hafi, liélt skipið þó til Bildudals og komj þangað siðari hluta nætur 16. febrúar og lagðist þar að bryggju. Engum varningi var skipað þar á land, og það tók engan flutning þaðan, nema farangur farþega þeirra, er þar fóru um borð í skipið, en þeir voru alls tuttugu og einn, karl- menn, konur og barn (þar á meðal Ágúst Sigurðsson). Skip- ið fór frá Bíldudal kl. 514 að morgni þess 16. febrúar; kom við á Patreksfirði, tók þar tvo farþega (og var annar þeirra sr. Þorsteinn Kristjánsson), og var farið frá Patreksfirði kl. 13,45 sama dag, áleiðis til Reykjavíkur. Að morgni þess 17. febr. fór veðurútlit að ger- ast ískyggilegt á þessum slóð- um; vindur fór mjög vaxandi af V-SV og sjólag tók að versna. Kl. 10,49 um morguninn sendi forstjóri Skipaútgerðarinnar skipstjóranum á Þormóði skeyti og spurðist fyrir um það, hvenær skipið væri væntanlegt til Reykjavikur. Veður fór enn mjög versnandi eftir því sem leið á daginn, og kl. 6 e. h. lcom svohljóðandi svarskeyti tihfor- stjóra Skipaútgerðarinnar frá skipstjóranum á Þormóði: „Slowum Faxabugt, get ekki sagt um það núna.“ Um sama leyti sendi sldpstjórinn þó skeyti til vandamanns hér í bæ, þar sem liann kvaðst vera væntanlegur til Reykjavikur næsta morgun. Kl. 6.20 e. h. sama dag sendi stýrimaðurinn á Þormóði og skeyti um góða líðan til konu sinnar á ísafirði. Veður fór enn mjög versnandi, svo og sjólag. Fréttist nú ekki af Þormóði fyrr en Slysavarna- félagi íslands harst eftirfar- andi skeyti frá skipstjóranum kl. 10.16 að kvöldi þess 17. fe- brúar: „Erum djúpt út af Staf- nesi mikill leki kominn að skipinu eina vonin ér að lijálp- in komi fljótt." Síðan heyrð- ist ekkert frá skipinu, en vegna veðurofsans urðu engin tök á að koma því til hjálp'ar. Mun skipið liafa farizt með allri á- liöfn, að þvi er virðist aðfara- nótt þess 18. febrúar. Síðari hluta júhmánaðar fréttu lilutaðeigandi sjó- og verzlunardómsmenn, að nokk- bátsverjar á Suðurnesjum teldy sig hafa fundið flak við Garðsskaga og líkur hentu til, að hér væri að ræða um flak af v.s. Þormóði. Til þess að reyna að ganga úr skugga um, livað liæft væri í þessu, fóru sjó- og verzlunardómsmennirnir suður með sjó þann 28. júlí og höfðu tal af þeim aðiljum, sem um þelta gátu vitað og unnt var að ná í. Af þeim viðtölum virð- ist Ijóst að vélbátarnir Glaður frá Ytri-Njarðvikum, Gylfi, s. st., Áfram frá Keflavík og Gull- foss s. st„ höfðu á s. 1. vori fest veiðarfæri sín í skipsflaki í „misvísandi“ austur frá Garð- skagavita, all-skammt frá landi, en áður hefir eigi orðið vart við neinar festar á þessum slóðum. Skipverjar á v.h. Gylfa fengu i vor þilfarsplanka úr flaki þessu í dragnót sína og var sá planki geymdur hjá hreppstjóranum í Njarðvíkum. Hafliði J. Hafliða- son, slcipasmiður, fór ásamt sjó- og verzlunardómsmönnum suð- ur þangað og athugaði planka þennan. Virðast allar líkur benda til, að hér sé um að ræða þilfarsplanlca úr Þormóði, og sama er að segja um fleka þann, sem skipverjar á v.h. Gullfossi fundu í vor á sömu slóðum. Mörg af þeim líkum áhafnar- innar á Þormóði, sem komið hafa fram, hafa fundizt á þess- um slóðum og verður því að telja talsverðar líkur til, að skipsflakið, eða hluti þess, sé þarna, en úr því verður eigi slcorið nema við nánari athug- un. Þarna mun vera allt að 20 faðma dýpi, og skv. umsögn Ársæls Jónassonar kafara, munu kafarar eigi treysta sér til að kafa á því dýpi, sérstaklega á þessum stað, þar sem straum- ur er þar mjög þungur. Ilins- vegar var talið hugsanlegt að ná mætti flaknu upp og var á- kveðið að reyna það og fengin til þess sú fullkomnasta aðstoð sem liér er nú völ á. Stóðu þess- ar tilraunir fram í vetrarbyrj- un, en varð alltaf frá að ganga þar eð veður varð aldrei nógu kyrrt og loks taldi sjódómur- inn um miðjan nóvember að vonlaust mundi vera að halda tilraunum áfram. Af því sem fram Iiefir komið við rannsókn þessa, vecður elcki ráðið með neinni vissu Iivort skipið hefir steytt á grunni eða farizt af völdum ofviðrisins. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AUGLtSA I VISI! 88, JIcucUvl aÉnmwnfyS Kommúnistar óðir. Kommúnistum hefir orðið illa við, eins og við var að búast, að Vísir í gær benti með einföldum rökum á athæfi þeirra gegn verka- lýðnum og allri þjóðinni. 1 Þjóð- viljanum í dag birta þeir heilan dálk af flaumósa og órökstuddum skömmum, sem bera öll einkenni hins óverjandi málstaðar. / Gamall og reyndur kennari í barnaskóla ráðlagði nemendum sín- um að telja alltaf upp að tíu, áður en þeir létu bræði sína í ljós, ef þeir ætluðu að reiðast þeim, sem kæmi upp um óknytti þeirra eða afbrot. Þá mupdu þeir öðlast still- ingu til að viðupkenna yfirsjón sín^ og komast hjá að verða sér til skammar. Þar sem yfirsjón komm- únista er í eðli sínu svo miklu glæp- samlegri en venjuleg unglingaaf- brot, hefði þeim vissulega ekki veitt af að telja upp að hundrað, einu sinni fyrir hvern gestapomann, áð- ur en þeir byrjuðu að ausa úr skál- um reiði sinnar yfir Vísi. Klukkan á torginu. Hún er farin að láta allmikið á sjá, klukkan á Lækjartorgi. Glerin eru brotin og horfin að meira eða minna leyti og eg held að eg rnegi segja, að hún sé til mikilla lýta, eins og hún er nú útlítandi. Það þyrfti hið fyrsta að láta fara frarn gagngerða aðgerð á henni, setja ný gler í hana, þar sem þess er þörf og mála hana snoturlega, annaðhvort eins og hún var eða nreð einhverjum öðrurn myndum. Það væri þá heldur ekki úr vegi, að allar klukkurnar yrði samræmd- ar, því að nú um tíma hefir ein þeirra verið tveim eða þrem mín- útum á eftir hinum. Stríðskímni. Það þykir alltaf kostur — og er það óneitanlega — ef menn láta ekki hugfallast, þegar á móti blæs og fokið virðist í flest skjól. Þá er það heldur ekki lakara, að geta gert að gamni sínu, þegar svo stendur á. (Bretar þyicja jafnan geta gert að gamni sinu, þótt illa horfi, og það, ásamt hinni alkunnu þrá- kelkni þeirra, á vafalaust sinn þátt í því, að þeir lögðu ekki árar i bát 1940. Mér barst í hendur um daginn eintak af „Punch“ — Spegli þeirra Breta. Þar voru nokkur sýnishorn af stríðskímni þeirra, þótt hún hljóti nú að vera með nokkuð öðr- um hætti en þegar horfur voru sem iskyggilegastar 1940. Eg ætla að taka hér upp tvo „brandara“, sem birtust í þessu eintaki af „Punch“. Annar er á þessa leið: „Það hefir haft svo slæm áhrif á Þjóðverja, að bandamenn eru farnir að framleiða skrúfulausa flugvél, að það er látið berast út í Þýzkalandi, að Þjóðverjar sé að finna upp flugvélarlausa skrúfu." Hin er svona: „Henmðarsérfræðingar óttast, að Hitler muni ætla sér að vinna varnarsigur í Vestur-Evrópu með því að láta undan síga áður en inn- rásin hefst.“ Bœjar 9 fréítír Helgidagslæknir á morgun Katrin Thoroddsen, Eg- ilsgötu 12, sími 4561. Næturvörður. Ingólfs apótek. Næturakstur. / nótt: Aðalstöðin, sími 1383. — Aðra nótt: B.S.R., sími 1720. Messur á morgun. / dómkirkjunni. Kl. 11 f. h., sira Friðrik Hallgrímsson. Kl. 1.30 barnaguðsþjónusta (sr. Fr. Hall- grímsson). KI. 5, sira Bjarni Jóns- son. Hállgrhnsprcstakall. Messað kl. 2 e. h. í Austurbæjarskólanum, sira Jakob Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h„ sira Sigurbjörn Einars- son. Kl. 10 f. h. sunnudagaskóli i Gagnfræðaskólanum við Lindargötu Kl. 8.30 e. h. Kristilegt ungmenna- félag heldur fund í húsakynnum Handíðaskólans, Grundarstíg 2A. Nesprestakall. Messað í Mýrar- húsum kl. 2.30. LaugarncsprestakaU. Barnaguðs- þjónusta í satnkomusal Laugarnes- kirkju kl. 10 f. h. Messað í Háskólakapellunni kl. 5. Stud. theoi. Jóhann Hlíðar pré- dikar. Messað' á Elliheimilinu kl. 1.30. Síra Sigurbjörn Á. Gíslason. Fríkirkjan í Reykjavík. Messað kl. 2, síra Árni Sigurðsson. — Ung- lingafélagsfundur i fríkirkjunni kl. 11. Framhaldssagan byrjar o. fl. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messað kl. 5 e. h„ síra Jón Auðuns. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messað kl. 2 e. h„ sira Jón Áuðuns. Fjáreigendur! Aðalfundur Fjáreigendafélagsins í Reykjavík og nágrenni verður haldinn næstk. mánudag.kl. 8)4 e. h. í Oddfellowhúsinu, uppi. Bolludagurinn er á mánudaginn. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band, af síra Garðari Þorsteinssyni, ungfrú Hulda Hafliðadóttir verzl- unarmær, Ránargötu 29A, og Olaf- ur Bachmann rafvirki, Austurgötu 43, Hafnarfirði. Loftvarnaæfing verður á morgun. Er nauðsynlegt að allir geri skyldu sina á æfingunni, jafnt almennir borgarar sem sjálft starfslið loftvarnanefndar. Ennþá er sá tími alls ekki liðinn, að hér geti komið til átaka í lofti, og er því fásinna, að vera eklci á verði í loftvarnamálunum, sem áður. Dansleik heldur kvennadeild Slysavarna- félagsins í Oddfellowhúsinu annað kvöld kl: 9. Frú Steinunn Sigurðar- dóttir skemmtir ])ar með einsöng, síra Jón Thorarensen með upplestri og Gunnar Kristinsson með einsöng. Að því loknu verður dansað. Að- göngumiðar fást í skrifstofu, Slysa- vamafélagsins í dag frá kl. 2—6. Félagskonur eru beðnar að mæta með gesti. f sunnudagsblaðiuu, sem fylgir Vísi í dag, hafa færzt til línur undir myndum í grein Þor- steins Konráðssonar. Það eru myndirnar úr Vatnsdal og af ísn- um við Skagaströnd. Lesendurnir eru vinsamlegast beðnir að hafa þetta í huga við lestur greinarinnar. verður að Hótel Borg þriðju- daginn 22. febr. (sprengi- kvöld) og liefst með borð- haldi kl. 20. — Aðgöngumið- ar fást í Verzl. Havana, Austurstræti 4. Nýkomið: Náttfataefni. Ullarkjólaefni og tvöfaldar kápur. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.