Vísir - 19.02.1944, Síða 3

Vísir - 19.02.1944, Síða 3
HHF VlSIR Adalárás Kesselrings er ekki byrjuð enn. Þjoðverfar uiikiu ekki á í grær. Kesselring1 hefir notað svo lít- ' ið af skriðdrekum hingað til við Anzio, að bandamenn búast við i því, að aðalárás hans sé ekki byrjuð enn, en geti komið áður en varir. I Bandamenn nota hinsvegar j skriðdreka sína gegn áhlaupa- \ sveitum Þjóðverja og segja, að | með því móti geti þeir haldið ]>eim í skefjum og jafnvel gert staðbundin gagnáhlaup. Þjóð- i verjar skeyta ekkert um mann- tjón, svo að bersýnilegt er, að þeir ætla að sigra með þvi að þreyta handamenn, ef ekki með öðrum hætti. Kesselring horfir lieldur ekki í flugvélarnar, sem halda þó lielzt uppi árásum um : nætur gegn Anzio og stöðvum beint þar fyrir norðan. j Ný-Sjálendingar hjá Cassino. Bandamenn hafa tekið tvo fjallatinda fyrir vestan Cassino og unnið litið eitt á í borginni einnig. Þess er getð i fyrsta skipti í herstjórnartilkynning- unni í morgun, að hersveitir frá Nýja-Sjálandi berjist með 5. liernum á ítalíu. Berjast þær við Cassino. I Slökkviliðið gabbað. Seint í gærkveldi var slokkviliÖi’Ö narrað að brunaboðanum hjá verka- j mannabústöðunum við Bræðraborg- j arstíg. ' • íþróttafélag Reykjavíkur hefir nú fengið til umráða leigU' fría lóð við Sölfhólsgötu undir fyr- irhugaða íþróttahússbyggingu. Er stærð lóðarinnar 610 fermetrar. Eidur. í fyrrinótt brann húsið Ás við j Reynisvatn í Mosfellssveit til kaldra ! kola. Eldsupptökin eru talin vera þau, að kviknað hafi í fötum við eldavél. Húsið var vátryggt fyrir : 13JÚ þús. kr., en innbú óvátryggt : og brann það allt inni. Sömu nótt brann bærinn Jaðar við Þórshöfn, einnig- til káldra kola. Þar var inn- bú heldur ekki vátryggt. Minningarsýning Markúsar heitins ívarssonar í Listamannaskálanum verður opnuð í dag kl. 5 e. h. og verður opin til kl. 10 e. h. Framvegis verður sýn- ingin o'pin daglega frá kl. 10—10. Börn unglingadeildar Slysavarnafélagsins, sem ætla að hjálpa til við merkjasölu Kvenna- deilar Slysavarnafélagsins, eru beð- in um að mæta kl. 9—10 árdegis á sunnudág á skrifstofu félagsins. Útvarpið í kvöld. Kl. 19,25 Hljómplötur: Lög úr „Gullna hliðinu“ eftir Pál Isólfs- son. 20,20 Leikrit: „Pygmalion" eftir Bernard Shaw. (Þýðandi Bogi Ólafsson. Leikendur: Soffía Guð- laugsdóttir, Ævar Kvaran, Tómas Hallgrímsson, Nína Sveinsdóttir, Valdimar Helgason, Helga Valtýs- dóttir, Friðný Pétursdóttir, Helga Möller, Jón Árnason, Þorbjörg Magnúsdóttir, Stefán Eggertsson, Skúli Thoroddsen, Bjartmar Krist- jánsson, Jakob Jónasson, Ólafur Stefánsson, Páll Friðriiksson, — Leikstjóri: Soffía Guðlaugsdóttir). 22,50 Danslög til kl. 24. Útvarpið á morg-un. Kl. 11,00 Messa í dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). 21,10 Hádegisútvarp. 14,15 Óperan „La Traviata" eftir Verdi. 18,40 Barna- tími. 19,25 Hljómplötur: Eroica-til- brigðin eftir Beethoven. 20,00 Frétt- ir. 20,20 Einleikur á píanó (Fritz . Weisshappel): Lög eftir Melartin. 20,35 Erindi: Sálarrannsóknarfélag ísiands og starfsemi þess (Jón Auð- uns prestur). 21,05 Hljómplötur: Maria Markan syngur. 21,15 Upp- lestur: „Brimgnýr"; bókarkafli (Jó- hann Bárðarson. — Bárður Jakobs- son flytur). 21,35 Hljómplötur: Valsar. 22,00 Danslög til kl. 23. KYRRAHAFIÐ. Frh. af 1. síðu. að ekki er talið að þeir hafi mik- ið fluglið þar eftir. Flugher Bandaríkjamanna hefir einnig hindrað flutninga til liðsins á eynni. Eins og getið hefir verið áður, er Aniwatok það hringrifið, sem næst er Japan, en taka þess hefir einnig þau áhrif, að leiðin stytt- ist til muna til Ponape, sem er ekki ýkjalangt fyrir austan Truk. Skipalægi er þar ekki gott, en flugvöllur Japana er all- góður. Truk. Knox v*r spurður um átökin um Truk á blaðamannafundi i gær. Hann sagði, að þau væri þriðja skrefið á stuttum tíma til þess að gereyða veldi Japana. Fyrsta skrefið var árás flugvéla af flugstöðvarskipi á höfnina í Rabaul, annað að skjóta á Para- mushiru. Roosevelt kvaðst í gær ekkert vita um þá japönsku fregn, að amerískt lið hefði gengið á land á Truk. Vera má, að Japanir liafi gefið hana út til þess að geta síðar haldið því fram, að þeir hafi rekið Bandárikjamenn i sjóinn. Frekari fregna af þessum við- skiptum er ekki að vænta fyrr en húið er að ná einliverjum ár- angri í landgöngunni, ef um slíkt er að ræða, eða flotinn er kominn svo nærri bækistöð sinni, að liann geti sent frá sér skeyti. Mjólkin ílutt á sleðum til bæjarins. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk hjá Mjólkurstöðinni í morgun hefir Reykjavík aldrei verið jafn mjólkurlítil og í dag. Enginn híll komst að austan í gær og lítil sem engin von að hílar komist í dag, enda þótt tvær snjóýtur liafi lagt af stað í morgun til að ryðja Þingvalla- veginn. Hinsvegar munu verða gerðar tilraunir í dag að draga mjólkina á sleða yfir fjallið, og fór dráttarvél austur i þeim tilgangi áð draga sleð- ann. Hvernig þeim flutningum reiðir af, var ekki vitað fyrir liádegi í dag. Skip, sem átti að sækja mjólk til Borgarfjarðar í gær komst ekki, svo að þaðan var heldur ekki neina mjólk að fá. Skipið átti að fara í dag, og ef það kemst leiðar sinnar verður um einhverja mjólk að ræða í fyrramálið. Hellisheiðarvegurinn var teptur rétt fyrir ofan Lögberg, en i morgun fór fram athugun á því hvort tiltækilegt mundi vera að ryðja veginn þar, til að greiða götu hifreiða sem fara með skíðafólk. Ekki er hlaðinu kunnugt um niðurstöður þess- arar athugunar. Fermingarkjóll til sölu. Einnig kápa á ung- ling. Guðrún Guðmundsdóttir. Bergstaðastræti 9 B. Kristján Guðlaugsson ' Hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Hafnarhúsið. Sími 3400. Á bolludaginn eiga S.Í.F.-BOLLUR úr fiski að vera á hvers inanni diiki FÁST I NÆSTU BÚÐ. Niðursuðuverksmið j a S.I.F. Fjórðu hljómleikar Tónlistarfél. Aðeins tvö verk voru á skránni í þetta sinn, annað fiðlusónatan í c-moll eftir Grieg, en hitt a-moll tríóið eftir Tschaikowsky. Fór vel á þvi að liafa saman lög eftir þessi tvö öndvegistónskáld, því margt er skylt með þeim, þrátt fyrir ólík þj óðerniseinkenni. Griegssónatan var fyrst leik- in. í fljótu hragði virðist hún ó- aðgengilegri en hinar sónötur lians, en við nánari kynningu vinnur hún og er mjög norræn í anda. Slikt verk sem þetta, ljóðrænt og glitrandi, er alveg eftir höfði og hjarta þeirra Árna og' Björns, enda léku þeir það með góðum tilþrifum. Fiðla Björns naut sín hetur en áður, hvað hljómfyllingu snertir, og er það vafalaust af því, að liann var með nýtt og betra liljóðfæri i höndunum, eitt að hinum nýju hljóðfærum Hljómsveitar Reykjavíkur. Tríó í a-moll eftir Tscliai- kowsky er langt verk og ekki allsstaðar jafnauðvelt, méðfram vegna lengdarinnar. Er það helgað minningu Nikulásar Rubinsteins, sem var vinur og samkennari tónskáldsins við Tónlistarskólann i Moskvu. — Nilculás var bróðir Antons Rub- insteins, tónskáldsins og píanó- snillingsins fræga. í verkinu er bæði valsinn og mazurkinn, sem minna á léttlyndan heims- manninn, þvi Nikulás var lirók- ur alls fagnaðar og' kunni að stíga léttan dansinn, svo er þar líka fúgan og kontrapunktur- inn, sem minna á liinn alvöru- gefna listamann, en í upphafi verksins og niðurlagi þess, er sár söknuður, persónulegar til- finningar tónskáldsins. Þetta þykir eitthvert merkilegasta verk tónskáldsins og er það tal- ið með allra bezlu verkum i sín- um stíl. Dr. Edelstein var þeim félögum til aðstoðar í þessu verki með cellóleik. Hann er á- gætur listamaður, svo sem kunnugt er, sem leysti hlutverk sitt skemmtilega af hendi og með mikilli vandvirkni, en virt- ist stundum full atkvæðalitill gagnvart pianóinu. Þeir félagar, Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson, eru hvor- ugur menn, sem herast mikið á, og enda þótt þeir liafi tækni á við margan erlendan sriilling- inn, þá falla þeir aldrei fyrir þeirri freistni að slá „sig til riddara“ hjá áheyrendum með eintómri yfirhorðsleikni. En því meiri er innileikinn og skilning- urinn á viðfangsefnunuin, sem kemur fram í leik þeirra, og virðast þeir báðir mjög vel sam- stilltir. Það var húsfyllir að venju á þessum hljómleikum, því þess- ir listamenn draga að sér dygg- an hóp músíkvina, sem láta ekkert tækifæri ónotað til þess að hlusta á þá. Viðtökurnar voru eins og vænta mátti mjög góðar. B. A. Styrkið Slysa- varnafélagið! . Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins efnir til almennar fjár- söfnunar á morgun, 20. febrúar, með merkjasölu, kvikmynda- sýningu í Háskóíabíóinu kl. 3 og samkomu um kvöldið í Tjarnarcafé í Oddfellowhúsinu fyrir karla og konur. Á morgun er fyrsli góudagur eða konudagurinn svonefndi. Er ætlast til að konurnar votti karlmönnum þá alveg sérstak- lega vináttu sína og virðingu, og hefir kvennadeildin þá valið sér þá mennina er lijarta liennar standa næst, og reyndar allrar þjóðarinnar, en það eru sjó- mennirnir okkar, enda vinna þeir hættumestu, djörfustu, fórnfúsustu og afdrifarikustu störfin í þjóðfélaginu. Enda er það svo, að er sjómannskaðar bera að höndum, þá nístir það livert hjarta okkar og aldrei finnum við betur en þá hversu nátengd við erum livert öðru og viljum þar lijálpa eftir megni. Sjórinn mun halda áfram að kenna okkur að lifa, minna oklcur á skyldurnar við riann og safnað sér þar kröflum.Verk- efnin eru óþrjótandi og aldrei nógu vel vandað til þeirra. Því land okkar er og verður úthafs- ins eyja, þar sem allra veðra er von, eins og þessir síðustu tímar liafa svo áþreifanlega fært okk- ur lieim sanninn um. Kvennadeildin hefir starfað i 14 ár, undir stjórn hins ágteta formanns síns, frú Guðrúnar Jónasson, er liefir verið lífið og sálin í félagsskapnum. I deild- inni eru um 1500 konur, er unn- ið liafa með ósérplægni að þess- um málum og lagt fram tölu- verðan skerf. Hefir deildin mik- inn hug á að gjöra það betur og hefir því helgað sér daginn á morgun til þess að þær óskir megi rætast. Hjálpumst öll að, að gjöra daginn á morgun sem árangurs- ríkastan og heilladrýgstan, því þetta er hjartans málefni okkar allra og mikla áhugamál. S. M. C. Cherry Apple Grabe apple Bfml 1884. Klapparstf gT 30. ar sem birtast eiga Vísi samdægurs, þurfa að vera komnar fyrir kl. 11 ard. Dúnsængnrnar eritt komnar. löítctal Skiptafundur verður haldinn í db. frú Sophiu Jónassen Claessen, Póstliús- stræti 17, í skrifstofu bæjarfógeta í Arnarhváb fimmtudaginn 24. þ. m. ld. 2 e. h. Verður þá lögð fram arfleiðsluskrá, sem fram er komin, og skrá um hinar uppskrifuðu eignir og væntanlega teknar ákvarðanir um meðferð þeirra. Skiptaráðandinn í Reykjavík, 18. febr. 1944. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, settur. Gamall þjóðsiður er að borða baunir á sprengidag, þær fáið þér beztar í pökkum og lausri vigt VERZLIJN SIMI 4205 Btlend frimerki fjölbreytt úrval. Bóka- og ritfangaverzlun MARINOS JÓNSSONAR. Vesturgötu 2. Minnningarsýning á listsafni Markúsar ívarssorsar verður opin fyrir almenning í dag (19. febrúar) í Listamannaskáíanum frá kl. 5—10. Framvegis verður sýningin opin daglega frá klukk- an 10—10. Um hann var þetta Þorraþræll er í dag. kveðið: „Angursemd ég á mér finn oft í myrkri svörtu. Þegar endar þorri minn, þá skal hátta í björtu.“ Leikfélag Reykjavíkur sýnir Vopn guðanna annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Óli smaladrengur verður sýnd- ur kl. 4,30 á morgun. Aðgöngumiða- sala hefst á morgun kl. 1. Sigurður Sveinsson garðyrkjufræðingur, Egilsgöte? .32, hefir verið settur garðyrkjis*- ráðunautur Reykjavíkur. Myndasafn barna og unglinga heitirnýútkom- inn bæklingur í stóru broti, nieð auðum blöðum til að líma inn á þatt mjnidir úr blöðum og tímaritum, sem börn hafa sérstakar mætur á og vilja halda til haga. Er líklegt að þessi bæklingur verði vinsæll meðal barna..

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.