Vísir - 29.02.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 29.02.1944, Blaðsíða 2
V í S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandí: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján GuðlaHgsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Á stund neyðarinnar. Fregnir frá Danmörku llafa verið mjög af skornum skammti frá því, er landið var hernumið. Augljóst er þó að á- vallt hefir þar harðnað á daln- um, sumpart sökum þess að gengið hefir verið á bústofn og verðmæti þjóðarinnar á öllum sviðum, en sumpart sökum harðnandi andslöðu og liarðn- andi refsiaðgerða frá liendi Þjóðverja sökum þeirrar and- stöðu. Danir hafa sýnt að á stund hættunnar standa þeir saman og kunna að meta danskt þjóðerni og þjóðleg verðmæti, sem vernda ber gegn utan að kom- andi hættu, í hverri mynd, sem hún birtist. Átökin milli þjóða þeirra, sem nú dvelja í tvíhýli í landinu, eru háð við ólika að- stöðu og segja má að þar sé vopnum andans beitt gegn stál- gráum morðtækjum veraldlegs veruleika. Enginn efast um að árangurinn af þessari baráttu verður sá að danska þjóðin keimir skírari úr eldinum, hreinni, betri og styrkari. Þung- ar fórnir haldast í hendur við vaxandi vizku og göfgi. Síðustu fregnir, sem borist hafa frá Danmörku, aðallega vegna sænskrar miðlunar, skýra frá því að mikill straumur flóttamanna liafi legið yfir til Svíþjóðar, allt frá haustmánuð- um síðustu. Er þar um að ræða Dani, sem fallið hafa í ónáð hjá yfirdrottnunum af ýmsum á- stæðum. Hafa þessir menn allir kómist slippir og snauðir yfir til Svíþjóðar, og mátt þakka fyrir að halda lifinu á hættulegri ferð yfir sundið. Þjóðverjar hafa reynt að sjá svo nm að menn þessir ættu ekki undankomu auðið á flótta, en gegn þeim liafa danskir borgarar beitt samtök- um sinum og greitt á alian veg fyrir flóttamönnunum og tekist að koma miklum fjölda þeirra yfir á Iilutlausa jörð Svíþjóðar. Svíar hafa tekið flóttamönnun- um vel og látið þeim í té lands- vist og brýnustu nauðsynjar til lífsframfæris. Dveljast þeir nú á landsetrum víða í Sviþjóð, ein- angraðir og aðgerðalausir, með því að um atvinnu er þar ekki að ræða fyrir flóttamennina. Þótt Svíar geri vel til dönsku flóttamannanna geta þeir vart einir staðið undir straumi þeirra og er þá vel við eigandi að frænd- þjóðir Dana, sem aflögufærar eru, rétti þessum mönnum hjálparhönd eftir frekustu getu. Þeim mun frekar ber þetta að gera, sem menn þessir eru eins- konar útlagar i sínu eigin landi, ekld af þvi að dönslc stjórnar- völd amist við þeim sérstaldega, heldur af hinu að yfirráðaþjóðin í landinu meinar dönsku stjórn- arvöldunum að greiða fyrir þeim, eða rétta þeim hjálpar- hönd svo nokkru nemi. Aðstaða frjálsra Dana um heim allan er allt önnur og erfiðari, en t. d. Norðmanna, sem hafa miklar tekjur af siglingaflota sínum og geta staðist allan kostnað vegna baráttu sinnar af þeim sökum. Frjálsir Danir hafa liinsvegar engu slíku fé yfir að ráða, en hafa miðlað löndum sínum, sem í neyð eru staddir, eflir beztu Lokun sölnbúða: Ræða einnig: frv. til laga 11111 vcrzl- nnarnána 0« alvi 11 uurciin<1 i verxlnuarfólks. Á fundi, sem haldinn var í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur í gærkveldi, var rætt um breytingar á lokunartíma sölu- búða. Siðastliðið haust komu fram tilmæli um það frá liendi nokk- urra verzlunar- og kaupsýslu- manna, að Verzlunarmannafé- lagið beitti sér fyrir, að styttur yrði afgreiðslutími söluhúða á laugardögum yfir vetrarmánuð- ina um 2 klst., þ. e. að lokað yrði kl. 4 í stað lcl. 6 e. li. jHinsvegar skyldi vinnutíminn framlengdur til ld. 7 á föstudögum. Hefir mál þetta verið rætt innan stjórnar V. R. og stjórna hinna ýmsu sér- greinafélag verzlunarrekenda og síðan innan Verzlunarráðs íslands, sem hefir nú síðast liaft málið með liöndum til af- greiðslu. Á fundinum í gær- kvöldi lágu fyrir tillögur Verzl- unarráðsins í máli þessu, og eru Ijær á þá lund, að styttur yrði afgreiðslutími verzlana yfir sumartímann um 2 klst. á viku, þannig að lokað sé á föstudög- getu. Víða um heim hafa Danir efnt til fjársöfnvinar vegna flóttamannanna, en að vonum eru frjálsir Danir öllum hnút- um kunnugastir, og þeim dylst ekki þörfin fyrir hjálp til handa þessum nauðulega stöddu löndum sínum. Við það ættu einnig aðrir, sem vinsemd hera til dönsku þjóðarinnar, að miða afstöðu sína og aðgerðir. Nokkrir menn hafa beitt sér fyrir fjársöfnun hér á landi, til handa hinum nauðulega stöddu flóttamönnum. Sú hjálp yrði yeitt nú þegar, — á stund nevð- arinnar. Hún myndi vafalaust geta komið að verulegum not- um, miklu meiri jafnvel en nokkur önnur hjálparstarfsemi, sem til hefir verið stofnað hér á landi, — og hún kemur strax að notum, en ekki eftir stríð. Það er mergurinn málsins. Flest félagssamtök á landi hér hafa heitið stuðningi sínum við söfn- unina og er þess að vænta, að engir bregðist þeirri siðferðilegu skyldu að láta nokkurt fé af hendi rakna, þannig að söfnun- in geti orðið þjóðinni til sóma, en hirium dönsku flóttamönn- um til hjálpar og nytsemdar. Við Islendingar eigum margt gott Dönum upp að inna, einkum síðustu kynslóðum, sem sýnt hafa okkur vinsemd og skilning, en auk þess margvíslega hjálp þegar á hefir mætt. Hið góða ber að þakka og gera það á þann liátt, að ekki verði um villst. Söfnuninni þarf að liraða sem allra mest. Því ættu þeir, sem aflögufærir eru að láta gjafir sínar af hendi rakna sem fyrst, — því fyrr því betra. Þjóðin hefir sýnt Finnum og Norð- mönnum vinsemdarvott í bar- áttu og erfiðleikum þeirra, en óhætt er að fullyrða aðr margir vilja láta dönsku þjóðina finna sömu hlýju og sízt minni. Börn hennar þarfnast tafarlaust hjálpar, og þá hjálp verður is- lenzka þjóðin að veita meðal annara, þegar knúð er á hennar dyr, en vætanlega verður nánar skýrt frá málinu í blöðum og út- varpi á morgun. um kl. 7 e. h., í stað kl. 8 og á laugardögum kl. 12 á hádegi i stað Id. 1. Talsverðar umræð- ur urðu á fundinum um hinar framkomnu tilögur, en endan- legar álcvarðanir ekki teknar. Var samþykkt að fresta umræð- um að sinni og vísa málinu til fundar, er boðaður yrði innan skamms. Er þess að vænta, að verzlunarmenn fjölmenni á þann fund og taki virkan þált í lokaafgreiðslu á þessu liags- munamáli sínu. Þá var á fundinum rætt um frumvarp til laga um verzlunar- nám og atvinnuréttindi verzlun- arfólks. Var lcosin þriggja manna nefnd til að endurskoða áður fram komið lagafrumvarp þess efnis og gera tillögur til endurbóta þar að lútandi. Er þetta hið iíierkasta mál, og væri stéttinni ómetanlegur styrkur að lagasetningu sem þessari, næði liún fram að ganga. Að síðustu skýrði formaður félagsins svo frá, að stjórnin hefði ákveðið að beita sér fyrir stofnun karlakórs verzlunar- manna, svo framarlega sem nægileg þátttaka fengist. Ættu sem flestir félagsmanna, sem söngrödd hafa, en þeir eru á- reiðanlega margir, að sýna á- huga sinn á þessu mæta máli, svo að það verði annáð og meira en hugmyndin ein. Verður það sennilega rætt á næsta félags- fundi. Síðasti sýningardagur Minningarsýningar Markúsar ív- arssonar er í dag. Það eru því síð- ustu forvöð að skoða þessa gagn- merku og fallegu sýningu í kvöld, en henni verður lokað kl. io. Æskan, I.—2. tbl. þ. á. flytur fjölbreytt efni, m. a. Góðtemplarareglan 6o ára (Kristinn Stefánsson), Unglinga- reglan á íslandi (Hannes J. Magn- ússon), Á ævintýraleiðum (fram- haldssaga), Konungslund, Hann var syndur ~ S jóarasaga Kára skipstjóra, Álfasöngur, Amerxskar ýkjusögur, Herra Pétur o. m. fl. Næíurakstur Hreyfill, sími 1633. Magnús G. Jónsson varð skákmeistari Reykjavíkur. Síðasta umferð í Slcakjnngi Reykjavíkur var tefld í gær- lcveldi. Voru allar skákirnar mjög fjörugar og var lengi tví- sýnt um úrslitin. Sturla Pétursson vann Ben- óný Benediktsson eftir mjög harðvítuga sókn. Ásmundur Ás- geirsson vann Óla Valdimars- son. Hafði Ásmundur hvítt og fékk fljótt betra tafl, en varð þó að gæta sín mjög, því stað- an var um tíma viðsjál. Bið- skálc varð milli Árna Snævars og Einars Þorvaldssonar. Var staðan lengst af mjög jöfn, en stultu fyi-ir lokin fórnaði Árni peði og féklc nokkra sókn, en þó ekki hættulega. Aðalsteinn Halklórsson hafði hvítt á móti Magnúsi G. Jónssjmi og fékk fljótlega betra tafl og kreppti að Magnúsi og vann af honum peð með rýmri stöðu, en Magn- ús varðist með kostgæfni og lenti í erfiðu tímaliraki, en um það er lauk lenti Aðalsteinn einnig í tímahraki og fataðist þá sóknin og tapaði á tímanum (tókst ekki að leika tilskildan leikjafjölda á tilsettum tíma), en. þá var Magnús og kominn með vinningsstöðu. Magnús G. Jónsson mennta- skólakennari liefir teflt í meist- araflokki síðan 1937 og oft með góðum árangri. Þó liefir liann ekki reynzt nógu harðsækinn í fyrstu sætin, fyrr en í fýrra, að hann sýnilega var farinn að stefna í þá átt og nú hefir hann náð fyrsta sæti og unnið titil- inn skákmeistari Reylcjavíkur í mjög skemmtilega jöfnu, og að ýmsu leyti og að minnsta kosti hvað hann snerti, vel tefldu skákmóti. Jafnframt vinnur Magnús silfurbikar, er Þorsteinn Gíslason fyrv. fiski- matsmaður gaf til keppninnar. Vinningar standa þannig við lok mótsins: Magnús G. Jóns- son 6V2, Ásmundur Ásgeirsson 6, Einar Þorvaldsson og Árni Snævarr 5 (og biðskák), Sturla Pétursson 5, Pétur Guðmunds- son 2y2, Benóný Benediktsson og li Valdemarsson 2 og Aðal- steinn Halldórssbn 1. í fyrsta flokki kepptu Pétur Jónasson og Róbert Sigmunds- son 3 skákir til úrslita og vann Róbert þá fyrstu, en Pétur hin- ar tvær og fékk þar með sigur. í 2. flokki kepptu til úrslita Böðvar Pétursson og Ingólfur Jónsson og vann ^öðvar. Fasteignaeig'endafél. Reykjavíkur heldur aðalfund'' sinn í kvöld kl. 8,30 í Kaupþingssalnum. Þormóðsslysið: Fypipspupn komin fram til dóms- málaheppans um málid á Alþingi.. í gær var útbýtt á Alþingi svo- hljóðandi prentaðri fyrirspurn til Einars Arnórssonar dóms- málaráðherra, frá þeim þing- mönnunum Finni Jónssyni og Eysteini Jónssyni: „Hvers vegna hefir dómsmála- ráðherra aðeins birt eigin út- drátt úr sjódómsrannsókn Þor- móðsslyssins, en eigi skýrslu sjó- dómsins sjálfs um rannsókn- ina?“ í greinargerð, sem fylgir fyr- irspurninni, er sagt að fyrir- spyrjendur hafi fengið vitneskju komið fram við rannsóknina og vera á þá leið, að skipið hafi eigi uppfyllt lcröfur þær, sem skipaeftirlitinu ber að gera um slík skip“, segir í greinargerð- inni. Rannsókn á Þormóðsslysinu mun liafa farið fram í þeim til- gangi m. a., að leitazt við að leiða í Ijós orsök þessa hörmulega atburðar, svo að unnt væri að koma í veg fyrir að ástæðurnar, sem ollu honum, yrðu til að valda frekari slysum, ef rann- sóknin leiddi í ljós, að þær væru um að það, sem birt hefir verið ■ viðráðanlegar mannlegum vilja um rannsókn þessa máls, sé eigi hin sama skýrsla og Sjódómur Reykjavíkur sendi frá sér til Dómsmálaráðuneytisins að rannsókninni lokinni. Sé það, sem hirt liefir verið af ráðherr- anum, aðeins „eigin útdráttur“, en mjög veigamildum atriðum sleppt úr sjálfri skýrslunni, svo sem álili skipasmiða um styrk- leika Þormóðs, sem mun þó hafa og úrræðum. Engin vafi má leika á, að þessi umfangs- mikla rannsókn nái tilætluðum árangri, en það gelur ekki orð- ið fyrr en að allar niðurstöður liennar liafa verið birtar þjóð- inni og þannig tekin af öll tví- mæli eftir því sein unnt er, um orsakir og ástæður til þessa slyss, sem er eitt hið sorglegasta, er skeð liefir áratugum saman. Heita vatnið komið i tæp 60% allra húsa í bænum. J^ýlega hefir þriðji hitavatnsgeymirinn á Öskjuhlíð verið tekinn í notkun og er nú aftur unnið af kappi að því að leggja heitavatnsæðarnar í húsin. AIls mun vera búið að leiða heita vatnið inn í 1600 hús liér í bænum af 2700—2800 alls, og lætur það nærri að séu tæp 60%. Um langan tíma í vetur var ekki lagt inn í húsin, en núna, ✓ eftir að þriðji geymirinn er kom- inri í notkun, hefir aftur verið hafizt handa af fullum krafti um innlagningar. Verður þeim liraðað svo sem föng eru á, svo að sem flestir bæjarbúar verði heita vatnsins sem fyrst aðnjót- andi. Helgi Sigurðsson hitaveitu- stjóri tjáði Vísi, að allt virtist vera í mjög sæmilegu lagi með hitaveituna og ekki um aðra örðugleika að ræða, en eðlilega byrjunarörðugleika, sem alltaf hefði mátt búast við, enda gert ráð fyrir þeim. Það ber öðru hverju á því, að ryð losnar úr pípunum og sest í hemla og mæla í einu óg einu húsi, en það er lagað jafnóðum og kvartanir berast. Þá liefir, svo sem áður hefir verið frá skýrt, ein hitaveitu- dælan að Reykjum bilað. En borgarstjóra hefir verið falið að fá tvo dómkvadda menn til að grennslast fyrir um orsakir þeirrar bilunar, hvort hún stafi af smíðagalla á vélunum, eða hvort hún stafar af uppsetningu þeirra. Þessi bilun er hins- vegar ekki meiri en svo, að til- tölulega auðvelt er að gera við hana. Roskin hjón óskast til þess að taka að sér bú- stjórn á skemmtilegri hlunn- indajörð austanfjalls. 10—12 kýr. Lysthafendur sendi nafn með kaupkröfu til afgreiðslu blaðsins, merkt: „Bústjórn“, fyrir fimmtudagskvöld n. k. Ntúlka vön afgr., óskar eftir atvinnu eeinni hluta dags. Herbergi áskilið. Uppl. i síma 1370 frá kl. 5—7 í kvöld. r. Scrutator: KojdAbi ohnjomm^s j ENZK SATlN- undiríöt VERZL.^ Grettisgötu 57. Penelope. Á laugardagskvöldið var leikritiÖ „Penelope“ eftir Somerset Maug- ham flutt í útvarpinu undir stjórn Indriða Waagp. Leikrit þetta er á- kaflega mikið léttmeti og fullt af hæpinni sálarfræði ástfangins fólks, en með efnið er farið af mikilli heg- urð og gamansemi, og réttlætir það að nokkru að leikritið var borið á Ixorð fyrir hlustendur, sem eru harla ókunnugir staðháttum og siðum þeim, sem á er byggt. Eg veit ekki, hvort reynsla hefir fengizt fyrir því að íslenzkum almenningi geðjist vel að frásögnum úr lífi heldra fólks í Englandi, en að óreyndu myndi eg telja það fjarstæðu. Þetta leik- rit, er yfirleitt hvorki verra né betra en hávaðinn af feikritum um svipað efni úr lífi svipaðs fólks, svo að nýjung gat það tæplega talizt. Leik- urinn fórst yfirleitt vel úr hendi, og leikstjóri hafði aúðheyrilega rækt starf sitt vel. Það er til eftirbreytni, að hann hafði ætlað sjálfum sér minnsta hlutverkið. Er þetta ekki sagt af því, að Indriði sé ekki ágæt- ur leikari, heldur hinu, að það er rétt stefna hjá leikstjóra, að taka lítinn þátt í gangi leiksins, til þess að geta þeim mun betur fylgzt með frammistöðu og samleik leikenda. Hitt er bæði vafasamur smekkur og oft til óhagræðis að leikstjóri hafi sjálfur á hendi eitt hinna veiga- mestu hlutverka. Útvarpssagan. Það er til hálfgerðrar skammar að hafa ekki fyrr minnzt á útvarps- söguna, Bör Börsson eftir Johan Falklrerget, sem Helgi Hjörvar hef- i undanfarið verið að lesa. Því frem- ur sem mér er kunnugt um að flest- ir, sem byrjað hafa að fylgjast með í sögunni, sitja sig ekki úr færi á föstudagskvöldum að hlýða með at- hygli. Bör Börsson er einhver skenuntilegasti uppskafningur, sem í frásögur hefir verið færður. Helzt allt i hendur að gera frásögnina lifandi og skemmtilega, sérkennilegt mál, vönduð þýðing og frábærlega góður upplestur, sem likist meira óbundinni frásögn en lestri af bók. Tel eg vafasamt af samtölum við hlustendur að dæma, hvert útvarps- efnið er vinsælast: Útvarpssagan, Njálulestur dr. Einars Ól. Sveins- sonar eða Heljarslóðai'orustulestur Jóns Sigurðssonar, en vafalítið er, að þetta þrennt er með því bezta, sem útvarpið hefir nokkru sinni flutt hlustendum. Bifreiðalík. Eg drap á það um daginn, að á torgi einu hér í bænum, Óðinstorgi, ægði saman aflóga bílum og öðru drasli. Kunningi xninn benti mér á það ,að lögreglan héfði fyrir nokkru tilkynnt, að allir aflóga bílar yrðu hirtir og færðir í ,,kirkjugarð“. — Jæja, þessir tveir á Óðinstorgi hafa einhvernveginn orðið eftir. Eg end- urtek það því hér, til athugunar fyrir rétta aðila, að þarna eru tveir aflóga bílskrokkar, sem búið er að stela öllu verðmætu úr. Þessir bil- ar eru númerslausir, en þarna eru einnig nokkrir bílar með númerum, sem telja má í litlu betra standi og hafa staðið óhreyfðir vikum saman. Með reykvískum hraða mætti kann- ske gera sér vonir um að þeir yrðu hirtir fyrir 17. júní. Iíaupum aíklippt sítt hár HÁRGREIÐSLUSTOFAN P E R L A. Bergstaðastræti 1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.