Vísir - 09.03.1944, Side 1

Vísir - 09.03.1944, Side 1
Rltstjórar: Kris.tján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 9. marz 1944. 56. tbl. Japanir íorn á bak ogr bnrt. Bandaríkjamenn hafa tékið Majuro-hringrifið í Marshall- eyjum. Japanir voru nær allir á bak og burt, þegar Bandaríkjamenn komu. Aðeins fjórir Japanir voru á eynni, þrír óbreyttir borgarar og skipreika sjóliði. En Bandaríkjamenn fundu splunkunýja bækistöð, sem Jap- anir höfðu hlaupizt frá alveg óskemmdri. Þarna voru flug- brautir og skýli, auk vatns- geymis með 200.000 1. vatns, sex lítilla eimreiða og margs annars. Rússar nálgast Proskurov úr 2 áttum. Sókn Rússa heldur áfram og tóku þeir í gær 100 bæi, eink- um í vinstra fylkingararmi. Þar sækja þeir nú að Pros- kurov úr tveim áttum og á annar herinn ófarnar 10—15 km. að vestan, en hinn 25—30 km. úr norðaustri. Er meðal annars barizt i úthverfum borg- arinnar Staraja Konstantinov, sem er miðja leið frá Shepe- tovka til Proskurov. Þjóðverjar tala um vaxandi þunga í sókn Rússa, en þeim hefir þó tekizt að draga mjög úr hraða sóknar- innar í hægra fylkingararmi Rússa. Þá segja Þjóðverjar einnig, að Rússar geri álilaup fyrir suð- vestan Krivoi Rog, en engar fregnir Rússa staðfesta þetta. Weich§ í liðsbón í Soliii. Svissnesk blöð segja, að von Weichs, yfirmaður Þjóðverja á Balkanskaga, hafi verið í liðs- bón í Sofía. Von Weichs vildi fá fleiri búlgarskar herdeildir til að gæta varðstarfa í hernumdum liéruðum, svo að þýzku lier- sveitirnar, sem þar væru, gætu farið til vígstöðvanna. Weiclis var í Sofia í þrjá daga og fór að sögn erindisleysu, en stuttu eftir brottför lians voru þó fleiri hersveitir kallaðar til vopna. Fjórir menn íarast. Ifyrrinótt strönduðu þrjú smáskip á söndunum á Suðurlandi. Vissi enginn um strandið, fyrr en klukkan 2 eftir hádegi í gær, þegar nokkr- ir skipbrotsmanna komu gangandi að bæ einum, sem er nokkurn spöl frá strandstaðnum. Skip þessi munu hafa fylgzt að landinu. Tókst flestum skipver jum að komast á land, eða f jörutíu og þrem sam- tals, en einn drukknaði í brimgarðinum. Einn skip- verji er enn um borð í einu skipinu, en þrír létust af vosbúð og kulda, eftir að á land var komið. Slysavarnasýli er ekki þar, sem skipin strönduðu, en vitamálastjórnin mun hinsvegar eiga skýli þar í grennd. Skipbrotsmenn vissu ekki um það. Þriðja dagáráiin á Berlin á sex dög iiin. n inori „Berlín er eins og eyðiborg,“ sagði einn amerísku flugmann- anna, sem flaug yfir borgina á mánudag. Meðan sprengjuflugvélarnar vörpuðu sprengjum sínum úr mikilli hæð og flestar orustu- vélar bandamanna áttu í bar- dögum við þýzkar flugvélar umhverfis þær, flugu tvær Mustang-vélar niður í tæplega 1000 feta hæð, til að virða borg- j ina fyrir sér. I Við lieimkomuna sagðist þeim svo frá, að hvergi liefði sézt nokkur sála á ferli, enda hefði það verið eðlilegt, en það sem hefði gefið borginni mesta eyðisvipinn liefði þó verið skemmdirnar, sem oi’ðið hafa. í heilum hverfum er hvert hús brunnið og mörg brunin, og hvert sem litið var, sáust griðar- legir sprengjugígar, sem tóm hafði ekki gefizt að fylla. Tyrkir ætluðu aldrei að láta bækistöðvarnar. Þessvegna spenntu þeir bogann svo háit. ir Menemenjoglu, utanríkisráð,- herra Tyrkja, hefir rætt um ut- anríkisstefnu landsins á lokuð- um fundi með ritstjórum allra blaða landsins. Ekkert liefir verið látið uppi um ræðu ráðherrans, en þeir, sem kunnugastir eru í Tyrk- landi, telja, að ekki muni slitna upp úr milli Breta og Tyrkja, þótt samningar um flugvelli og vopnasendingar hafi ekki náðst. Tyrknesk blöð hafa einnig sagt, að bandalagssáttmálinn sé enn- þá grundvöllur samvinnu þess- ara tveggja ríkja og niuni von- andi verða svo framvegis. Kunnugir segja um för sendi- nefndar bandamanna, að það sé ekkert undarlegt, þótt hún liafi farið fýluför, því að tyrkneskir stjórnmálamenn hafi frá önd- verðu verið staðráðnir í því að láta liana fara bónleiða til búðar og þess vegna liafi þeir gert svo miklar lcröfur um hergögn, að bandamenn hafi ekki getað með neinu móti fallizt á þær. Tyrk- neska herforingjaráðið vissi alltaf, að kröfurnar voru alltof strangar og að heimtuð voru svo mikil hergögn, að þau hefði nægt tyrkneska hernum um langan aldur. Vísir birti fregn um þessa för brezku nefndarinnar strax eflir að hún var komin til Kairo (14. febrúar) og var þá þegar sagt frá hinum miklu kröfum Tyrkja, scm Bretar gálu ekki gengið að. Bandaríkjamenn gerðu í gær þrið.ju árásina á Berlín og var það jafnframt mesta árás, sem þeir hafa gert á þýzka borg. Talið er að samtals 2000 flug- vélar hafi verið sendar í árás- ina, en aðeins er vitað með vissu um fjölda orustuvélanna, því að þær voru samtals 100. Eins og í fyrri stórárásinni á Berlín, á mánudag, byrjuðu loft- orustur slrax, þegar komið var inn yfir Ilolland og var barizt alla leiðina til Berlinar og til Norðursjávar aftur. Þjóðverjum varð ekki eins vel ágengt og síðast. Þcir skutu nið- ur 38 sprengjuflugvélar — 68 á mánudag -— og 16 orustuvélar — 11 á íjiánudag. Orustuvélar Bandaríkjamanna munu hafa skotið niður jafnmargar þýzkar vélar og á mánudag eða 83, en ekki er enn vitað, hversu margar urðu sprengjuvélunum að bráð. I einni af fyrstu tilkynning- unum af árásinni var sagt, að 10.000 tundursprengjum hefði verið varpað til jarðar, auk 350.000 eldsprengja. Þjóðverjar notuðu allmikið af tvíhreyfla orustuvélum, sem voru búnar mörgum rakettu- byssum, segja amerisku flug- mennirnir, en vegna þess hve þær eru seinfleygar, urðu ein- sessuvélar að verja þær fyrir orustuvélum Bandaríkjamanna. Alþingi hefir gengið lýð veldisst j órnar skránni. For§ctinn fær ekki s^njnnarvald. 115 liðlltíilteodiir i Þjóðverjar byrjaðir á her- flutningum frá Noregi. Flutningarnir fara aðeins fram um nætur. Sumt liðsins sent til Rússlands. TVTorska fréttastofan í ** London birtir þá fregn frá Stokkhólmi, en þangað er hún upprunalega komin frá Oslo, að Þjóð- verjar sé þegar byrjaðir að ílyt ja her sinn að einhver ju leyti frá Noregi. Flutningarnir hófust frá Foldinni, beggja vegna Víkur- innar og voru hersveitirnar fluttar til Oslóar og skipað þar um borð í skip. Fara þessir flutningar eingöngu fram að næturlagi og segir í fregninni frá Oslo, að í sumum hverfum borgarinnar verði fólki oft ekki svefnsamt vegna vagnaskrölts og fótataks hermannanna úti á götunum. Þegar búið var að flytja lið- ið- af Foldinni var byrjað að flytja hersveitir úr fjarlægari liéruðum og standa þessir flutn- ingar nú yfir. T ýðve 1 di‘sst jórn arskrá Islands var samþykkt frá Alþingi í gær. Neðri deild þingsins samþykkti st.jómarskrána eins og hún kom frá efri deild en féll um leið frá fyrri samþykkt sinni um að forsetinn skyldi hafa syn junarvald. Við umræðurnar um málið i neðri deild í gær bar Jakob Möller fram breytingartillögu við málið um að forsetinn skyldi hafa óskorað synjunarvald likt og konungur hefir nú. Auk þess lágu fyrir tvær aðrar breyting- artillögur. Allar þessar tillögur voru felldar og frumvarpið samþykkt eins og það kom frá efri deild. Stjórnarskráin hefir þannig hlotið samþykki þingsins en öðl- ast ekki gildi fyrr en að afstað- inni þjóðaratkvæðagreiðslu og nýju samþykki Alþingis þar á eftir. Eina vald tilvonandi forseta er málskotsrétlur hans til þjóð- arinnar þar eð Alþingi hefir samþykkt að hafa ekki ákvæði um óskorað synjunarvald i s tj órnarskrárlögunum. iKur Þrjár listsýningar nm páskaleytið. Ákveðið hefir verið að halda í þi'jár listsýningar í sýningar- skála listamanna um páskaleyt- ið. j Ein þessara sýninga verður á amerískum listaverkum, aðal- | lega vatnslitamyndum og svart- list, en það er ekki liægt að svo stöddu að segja hvenær sýning- ; in verður opnuð, því að lista- 1 verkin eru flest ólcomin til lands- ; í ins. Þá halda þeir Jón Þorleifsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal sýningar á næstunni. Hvenær Jón opnar sina sýn- ingu, fer sennilega nrfíkuð eftir því hvenær amerísku myndirn- ar koma til landsins. (Hinsvegar er ákveðið að Guðmundur opn- ar sýningu laugardaginn fyrir páska (8. april) og verður hún opin til 17. april. ! Sýningu Markúsar ívarssonar sóttu 3000 gestir. Vakti hún mikla athygli að vonum. Ágóð- inn af henni rennur í Minning- arsjóð Markúsar ívarssonar. Skíðamót Reykjavíkur hefst, svo sem Vísir hefir áður skýrt frá, n.k. sunnudag og heldur á- fram laugardaginn 18. og sunnu- daginn 19. þ. m. 115 þátttak- endur hafa gefið sig fram frá 6 félögum. K.R sendir flesta menn á mót- ið, eða 41, l.R. 32, Ármann 32, Skíðafélag stúdenta 8, Slriðafé- lag Reykjavíkur 1 og Skíða- og skautafélag Hafnarfjarðar 1. í svigi og bruni i A-flokki (16—25 ára) lceppa frá í. R, Jóhann Eyfells, Haraldur Árna- son og Magnús Kristjánsson, frá K.R. Björn Blöndal, Georg Lúð- víksson og Jón M. Jónsson og frá Skíðafélagi stúdenta Tóm- as Jónasson, Gísli Ólafsson og Magnús Árnason. Allt eru þetta þekktir skíðamenn, sem borið liafa fleiri eða færri sigra úr být- um, og verður þarna um mjög tvísýna og spennandi keppni að ræða. í skíðagöngu, A og B-flokki eru 16 þátttakendur og skiða- stökkum A og B-flokki 13 þátt- takendur. Aðeins tveir þeirra eru A-flokks menn, þeir Björn ! Blöndal og Magnús Kristjáns- son. í G-flokki eru 33 þátttakend- ur í bruni og 30 i svigi. í svigi öldunga (35 ára og eldri) eru 6 þátttakendur og i bruni öld- unga 5 þátttakendur. I svigi og bruni kvenna B-fl. eíu 5 keppendur og 15 i C-flokki I svigi drengja eru 21 þátttak- andi og 22 i bruni drengja. Ekkert stórt her- skip var í Truk. ÁrekstuPc Árekstur varð á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar á mánudag. Islenzk bifreið og benzín- flutningabifreið, sem er eign setuliðsins, rákust þar á og urðú skemmdir talsverðar. Bílarhir munu hafa verið á talsverðri ferð, því að þeir snérust til á götunni við áreksturinn. Málið er i rannsókn. Hljómleikar. Tónlistarfélagið efnir til hljómleika í Gamla Bíó á sunnu- daginn kemur kl. 1.30 e. h. Þar leikur tríó Tónlistarskó!- ans eitt af fegurstu verkum Tsaikowskis, a-moll tríóið, cn Árni Kristjánsson og Björn ))]- afsson leika c-moll sónöluna cft- ir Grieg, sem einnig er gull- íallegt tónverk. Tónleikar þessir eru haldnir til ágóða fyrir Tónlistarhöllina. Árásir á 7 hringrif á Kyrrahafi. Nimitz er nú i Washington og sagði hann, að það hefði ver- ið Bandaríkjamönnum mikil vonbrigði, að ekkert af hinum stóru skipum .Tapana skyldi vera í Truk, þegar árásin var gerð á eyna. Knox flotamálaráðherra lief- ir sagt, að kafbátasókn Banda- ríkjamanna á Kyrrahafi hafi gengið vonum fremur og miklu færri kafbátar farizt en gert var ráð fyrir. Amerískar flugvélar hafa enn gert árásir á sjö japanskar bækistöðvar i Marshall- og Karolina-eyjaklasanum. Meðal annars voru gerðar árásir á Ponape og Kusaie, sem eru einna mestar bækistöðvar Japana fyrir austan Trulc. Auk þess var ráðizt á- fimm hringrif í Marshalleyjum. Til Rússlands. Þýzku hermennirnir hafa aldrei lcunnað vel við sig i Nor- egi, enda hafa viðtökur Norð- manna ekki orðið til þess að laða þá að þeim, en þó líkar þeim enn verr að vera fluttir þaðan, því að margir þeirra eru sendir til austurvígstöðvanna. Sumir eru þó fluttir tiI Þýzka- lands. Brottflutningurinn var undirbúinn. Bandamenn halda þvi fram, að Þjóðverjar hafi lengijyaft til- búnar áætlanir um brottflutn- ing frá Noregi, ef svo færi að liallast á ógæfuhlið, að. þeir þyrftu á liðinu að halda annars staðar. Auk þess er Noregur þannig settur, að það er tiltölu- lega auðvelt að hindra samgöng- ur á sjó milli lians og Þýzka- lands og því yrði ekki liægt að flytja liðið þaðan í skyndi, ef bandamenn reyndu að hindra það. Þjóðverjum mun þvi ef til vill þykja hyggilegra að flytja megnið af liðinu á brott, meðan hægt er þótt það sé harla ólík- legt, að þeir flytji það allt á burt, þvi að með því móti mundu þeir gefa bandamönnum góðar bækistöðvar til frekari sóknar gegn Þýzkalandi og banda- mönnum þess bæði i Suður- og Norður-Noregi. Fran§ki hcrinn cr tilhiiinn. segir De Gaulle De Gaulle hefir verið í eftir- litsferð hjá frönskum hersveit um á Ítalíu. Þegar hann kom aftur til A1 sír, lét liann svo um mælt, a< frönsku hersveitirnar hefð haldið uppi heiðri Frakklandi þá tvo mánuði, sem þær hefð barizt á Ítalíu. Franski lierim væri nú reiðubúinn til að liefj: frekari hernaðaraðgerðir o; mundi þá ekki standa sig síðu en undanfarið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.