Vísir - 10.03.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 10.03.1944, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandí: BLAÐAÚTGÁFAN VfSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: FélagsprentsmiSjunni AfgreiSsla Hverfiagötu 12 (gengið inn frá Ingótfsstrseti). Símar: 16 60 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasalá 35 aurar. Fóalgsprentsmiðjan h.f. Læknaz og dreifbýlið. Ekki alls fyrir löngu vakti einhver merkasli rithöfund- ur þjóðarinnar, Gunnar Gunn- arsson að Skriðuklaustri, máls á þeim vandræðum, sem bændur ættu við að húa vegna lækna- skorts í dreifbýlinu. Miðuðust ummæli lians aðallega við Aust- firði og Fljótsdalshérað, þar sem hann þekkir bezt til stað- hátta. Duldist það ekki, að hér er um hið mesta vandamál að ræða, sem greiða þarf fram úr, en lausnin felst ef til vill ekki í því einu að fjölga læknum, heldur og hinu, að færa byggð- ina saman frekar en gert hefir verið. Búendur á Grímsstöðum á Fjöllum og menn í Möðrudal hljóta ávallt að eiga við þessa erfiðleika að stríða, og þannig mætti nefna fjölda nærtækra dæma. Alþingi hefir fjallað nokkuð um þetta vandamál og hafa þar verið uppi tillögu'r um skiptingu stórra iæknishéraða, aðallega á Snæfellsnesi og í nágrenni Reykjavikur. Hinsvegar var ný tillaga lögð fram í málinu á þingi í gær og styðja liana menn úr öllum flokkum. Er tillagan svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að skipa þriggja manna nefnd til að at- liuga hverjar breytingar kunna að vera æskilegar á skipun læknishéraða, með lilliti til þeirra erfiðleika, sem á þvi eru að tryggja dreifbýlinu viðunandi læknishjálp. Einn nefndar- manna skal skipaður samkvæmt tilnefningu heilbrigðis- og fé- lagsmálanefnda Alþingis og annar samkvæmt tilnefningu Læknafélags íslands." 1 sjálfu sér ekki nema gott eitt um tillöguna að segja, þótt ætla megi að stjórn heilbrigðis- málanna ætti að vera einfær um að bera fram nauðsynlegar breytingar í þessu efni. Viðhorf- in i dreifbýlinu eru gerbreytt frá því sem áður var og ferðir allar mun dýrari en til skamms tíma þekktust, er læknar notuðu oftast „þarfasta þjóninn” til að flytjast væja á milli, eða fóru fótgangandi langar leiðir fyrir litla þóknun. Hefir það ei verið metið að verðleikum, hverjar fórnir læknastéttin hefir fært í þessu efni og hvert erfiði hún hefir orðið á sig að leggja til þess að gegna skyldum sínum, oft fyrir litla eða enga þóknun. Eftir að samgöngur hafa batn- að víðast um land hafa liin fornu ferðalög lagzt niður, nema á út- lcjálkum. Læknar hafa sem aði’ir menn tekið bifreiðar til afnota, en samfara þvi hefir ferðakostnaður aukizt stórlega, með því að í því efni er ekki lengur við lækna að semja, held- ur birfreiðaeigendur, sem flytja þá bæja á milli. Til þess að ráða bót á þeim stórvægilega og oft óbærilega kostnaði, virðist að- eins ein leið fær, og hún er að ríkið Ieggi læknum til bifreiðar og ekki verði tekið meira fé fyrir ferðirnar en samsvarar eðlilegum reksturskostnaði og viðhaldi bifreiðanna. Þetta kynni í upphafi að vera allmikill útgjaldaliður fyrir ríkið, en úr því mætti vafalaust stilla kostn- Vatnavextir í Skaptafellssýslu: Brú tekur aí Tungufljóti og önnur stórskemmist. Leiöin austur til Kirkjubæjarklaust- urs ófær bifreiðum. eiðin milli Kirkjubæj- klausturs og Reykja- víkur varð ófær bifreiðum síðastliðinn þriðjudags- morgun, er vatnavextir grófu undirstöðuna undan stöplum brúarinnar á Tungufljóti í Skaptártungu, svo að brúin fór í kaf. Vísir talaði við Július Lárus- son í Kirkjubæjarklaustri í morgun og innti hann eftir jzessum atburði og frekara tjóni af völdum þessara valnsflóða. Hann skýrði svo frá: Undanfarið höfðu gengið hér mikil frost, en um síðustu helgi hrá til þíðviðris sem orsalcaði mikla vatnavexti í flestum vatnsföllunum. Ruddu þau af sér ísnum, sem var orðinn tals- vert þykkur, eftir langvarandi frost, og orsakaði það jakaburð í fljótunum og ánum jafnframt vatnsvextinum. | Þetta varð ofraun fyrir brúna á Tungufljóti í Skaptártungu, sem er tréhrú með járnbitum, en lialdið uppi af tz’éstólpum. Gróf fljótið undan þessum tré- slólpum svo að brúin fór i kaf. Brúin tengir saman leiðina milli Iviz’kjubæjai'klaustuz's og R.vík- ur og er sú leið nú algerlega ófær bifreiðum. Auk þess reif Geirlandsáin burlu uppfyllingu við nýju brúna, sem gerð var í fyrra og er sú leið austur frá Klaustzú einnig ófæi', þangað til gert lief- ir verið við þær skemmdir. Það er tilfinnanlegt tjón að missa brúna af Tungufljóti því að án hennar er ókki unnt að halda uppi neinum samgöng- um, sem lieitið geta, til Reykja- vikui'. Er vonandi að fljótt verði brugðið við, með því að setja nýja bi’ú á fljótið. Þormóðsskýrsian Frh. af 1. síðu. ar vegna þéssara breytinga, sem á því voru gerðar, og vísast til framburðar þeirra um það efni, Festingu liinnar nýju vélar- reisnar (,,keiss“) og annarar yfirbyggingar var fyrir komið á þann hátt sem greinir á dóms- skjali nr. 25 (sjá annars nánar um það dómsskjal nr. 7 og 11 og framburði Guðmundar Gísla- sonai', Friðfinns Árnasonar, Eyj ólfs Gíslasonar, Elíasar Guð- mundssonar, Peter Wigelund, Guðna Helgasonar, Erlings Þor- kelssonar og Pétui’s Ottasonar). Vitnin Eyjólfur Gíslason, Peter Wigelund og Pétur Ottason aðinum i hóf, með hyggilegu fyrirkomulagi og sérstökum samningum við lækna, sem bif- reiðar fengju þannig til afnota. Við þetta myndi hitt vinnast, að sjúklingar ættu ekki að þurfa að greiða nema fyrir veittalækn- ishjálp og smávægilega fjárhæð vegna ferðakostnaðar, sem nú er flestum bændum óbærilegur. Ennfremur kemur til álita að færa byggðina saman. Ekkert vit er í því, að halda við búskap á afskekktum rytjukotum, þar sem menn liafa hvorki skilyrði til að lifa eða deyja, en verða að dvelja þarna í hálfgerði’i eymd og algeru öryggisleysi. Nútim- inn telur sér ekki annað sam- boðið, en að veita þessum mönn- um sem öðrum hið fyllsta ör- yggi, sem unnt er, en slíkt ör- yggi verður aldrei veitt með öðru móti en því að færa byggð- ina saman. Yfirleitt þarf sér- slaldega að athuga, hvort ekki sé ástæða til að gerbreyta hér búskaparháttum og koma þeirri breytingu í kring á ákveðnu ára- bili. Gætum við vafalaust nokk- uð lært af Skotum í þvi efni, sem sagt er að hafi gerbreytt búskaparháttum sínum nú á síðustu áratugum. Virðist vafa- lítið að haga eigi búskap og landbúnaðarframleiðslu eftir skilyrðum hvers héraðs fyrir sig, þannig t. d. að sauðfjárrækt sé aðallega rekin i útkjálkahér- uðum, sem ekki eiga trygga markaði í nærliggjandi kaup- stöðum, en þar ætti sennilega að reka hana í miklu stærri stíl en tíðkast hefir til þessa. Allt Jzetta þarf að athuga. Lausnin á vandanum finnst ekki fyrr en ■ að hefir verið gert. telja, að liér hafi verið um venjulega festingu að ræða, og skipaskoðunarstjóri, Gísli Jóns- son og Pétur Ottason telja liana hafa vei’ið fullnægjandi. Á hinn bóginn þykir rétt að benda á framburð Friðfinns Árnasonar, sem lætur gagnstæða skoðun í ljósi, en þó sérstaklega á álit Hafliða J. Hafliðasonar og Magnúsar Guðmundssonar, eins og það kemur fram í vitnisburð- urn þeirra. Telja þeir, að um- rædd fesling yfirbyggingarinnar hafi verið ófullnægjandi, enda má og benda á, að 29. gr. tsk. nr. 100, 1936 gerir ráð fyrir ann- arskonar og traustari festingu að þessu leyti. Greinin virðist að vísu gera ráð fyrir, að reisn- in sé úr tré, en sé hún úr járni, eins og hér var, virðist enn rík- ari ástæða til að ganga tryggi- lega frá þessu. Það er og til sluðnings áliti hinna síðasttöldu manna, að samkvæmt fram- burði margra vitna lak með yfir- byggingunni, enda þótt tilraunir væru hvað eftir annað gerðar til úrbóta (sjá nánar um þetta atriði í framburði Guðmundar Gíslasonar, Axels Sveinssonar, Sigurjóns Stefánssonar, Frið- finns Árnasonar og Elíasar Guð- mundssonar). Eftir framangreindar aðgerð- ir, sem lokið var í júlí 1941, águ skipaskoðunarmenn skýrslur um aðalskoðun á skipinu: Pétur Ottason um trébol og búnað hans (dags. 25 .júlí 1941), Jón Högnason um annan búnað (s. d.) og (Ólafur Einarsson um vél skipsins. Vísast um þetta efni til dómskjala þessara og sérstak- lega ber að vekja athygli á hér að lútandi framburðum skoðun- armanna, svo og skoðunarvott- orði dags. 25. júlí 1941 (dóms- skjal nr. 38 ). Skipið skoðað sem óflokkað fisSískip og hafskip, en ekki sem skip til flutnings á farþegum — sjá flramburð Jóns Högnasonar og Ölafs Sfeinsson- ar. Haffærisskirteini mun hafa verið geflð út í samræmi við skoðunarvottarðið. Eina og áður er lýst fór skipið eftir þetta margar ferðir með fisk til útlanda, svo og annaðist vöru- og farþegaflutninga fyrir skipaútgerð ríkisins (haustið 1941, júlí—nóv. 1942, svo og í ársbyrjun 1943). Auk þess, sem leki kom að skipinu við ýms af áföllum þeim, sem að framan er getið, þykir sýnt, að þilfars- leki liafi aukizt eftir að skipið var tekið til flutningaferða hér við land og farmur var hafður á þilfari, eins og áður segir (sbr. GuðmUndar Gíslasonar, Axels Sveinssonar, Sigurjóns Stefáns- sonar, Elíasar Guðmunds- sonar og Erlings Þorkelssonar). Virðist þessa þilfarsleka hafa gætt allt þar til skipið var tekið í Slipp í des. 1942, en ekki verður séð livort borið hafi á þeim leka síðan. Annars leka varð og vart á skipinu eftir umræddar breyt- ingar árið 1941 og ávallt sið- an, að því er virðist. Má í því sambandi benda á framburði Guðmundar Gíslasonar, sem var 1. vélstjóri á skipinu frá því um miðjan júní þar til 11. des. 1942,4) Axels Sveinsson- ar,^) Sigurjóns Stefánssonar, sem var á skipinu í sept. 1940 og frá því í júlí 1941 þar til 11. des. 1942,6) Friðfinns Árna- sonar, sem var 2. og síðar 1. vélstjóri á skipinu lengst af frá því um haustið 1940 og þar til í júní 1942,7) Elíasar Guð- mundssonar, sem var skipstjóri á Þormóði frá þvi í ágúst 1941 og þar til í des. 19428), Ingva Samúelssonar, sem var 2. vél- stjóri á skipinu í fyrri ferð þess til Húnaflóahafna í byrjun árs- ins 1943°), Erlings Þorkels- sonar10), Péturs Bjarnasonar, Bíldudal11), og Magnúsar Guð- jónssonar12), auk síðasta skeyt isins frá Þormóði. Dómsskjöl nr. 7, 8 og 9 sýna og, að ávallt var verið að hampþétta skipið. — Sum vitnanna telja, að or- sök lekans hafi verið sú, hve skipið hafi verið veikbyggt (sbr. framburði Guðmundar Gíslasonar, Sigurjóns Stefáns- sonar og Elíasar Guðmunds- sonar), og þykir í því sam- bandi, til viðbótar framanrit- uðu, rétt að benda á, að Guð- mundur Gíslason, Firiðfinnur Árnason og Elías Guðmunds- son (skipverjar frá í júlí þar til í des. 1942) hafa borið það, að olíugeymarnir í vélarrúmi hafi undizt til í veltingi, og Guðmundur Gíslason og Ingvi Samúelsson (2. vélstjóri í næst- síðustu ferð skipsins) segjast hafa tekið eftir því, að kloss- arnir milli geymanna hafi vilj- að losna við velting. Um þetta atriði þykir rétt að vekja at- hygli á framburði Ólafs Sveins- sonar og þeim ummælum Er- [ 4) „leki kom að skipinu, er það erfiðaði á móti sjó og vindi, án þess að vitað væri um það, hvar lekinn var“. 5) Varð var annars leka en þil- fars á síðastliðnu hausti. 6) Leka varð vart, „er skipið erfiðaði móti sjó og vindi“ .... „nokkurn veginn óbreytt allan tím- ann“. 7) Skipið hafi lckið „... .leka- staðir .... á við og dreif“. 8) „Þormóður hafi almennt lek- ið, er hann erfiðaði í vindi og sjó, sérstaklega, ef hann var tómur eða létt lestaður“. — Rétt þykir að benda á, að Þormóður virðist hafa verið létt lestaður í síðustu för, sbr. dóms- s&jal nr. 12 og framburði Sigríðar Ágústsdóttur og Páls Hannessonar á ds|msskjali nr. 13. 9) „komið hafi fram nokkur leki á skipinu, þegar það erfiðaði sém mest. Ekki hafi þó verið vitað, hvað- an sá leki kom“. 10) Umsagnir Elíasar Guðmunds- sonar, fyrv. skipstjóra, í des. 1942, og Gísla Guðmundssonar, skipstjóra eftir fyrri ferðina í byrjun 1943, — sjá þó hinsvegar framburð Pálma Loftssonar og Gísla Jónssonar. 11) Umsögn sonar hans, Björns, þann 16. febrúar 1943, en Björn var háseti á Þormóði. 12) Verkamanns, er vann um horð í Þormóði á Hvammstanga 14. febrúar 1943. lings Þorkelssonar hér fyrir dómi, að hefði hann heyrt þessa getið, mundi“ hann „ald- rei hafa látið skipið fara úr höfn, án þess að láta ríkisskoð- unarmann athuga málið". Um athuganir skipaskoðun- armanna á v/s. Þormóði er þess að geta, að eftir viðgerð- ina vegna grunnsteytingarinn- ar á Djúpavogi haustið 1941, framkvæmdi Pétur Ottason aukaskoðun á skipinu (skýrsl- an dags. 17. des. s. á., sbr. dóms- skjal nr. 33) og Jón Högnason framkvæmdi aukaskoðun á búnaði þess 3. febr. 1942 (sjá dómsskjal nr. 35. Skv. þeirri skýrslu voru þá 2 bjargliring- ir og 27 bjargbelti á skipinu); sbr. og skipaskoðunarvottorð dags. s. d. (dómsskjal nr. 40), þar sem skipið var enn skoðað sem óflokkað fiskiskip og haf- skip, en eigi sem skip til flutn- inga á farþegum (sbr. sérstak- lega hér að lútandi framburð Jóns Högnasonar og Ólafs Sveinssonar) og haffærisskír- teini mun hafa hljóðað í sam- ræmi við það (sbr. dómsskjal nr. 27). Loks ber að benda á skýrslu Péturs Ottasonar um aðalskoðun á trébol og búnaði skipsins 28. jan. 1943 (dóms- skjal nr. 37), skýrslu Ólafs Einarssonar um sams konar skoðun á lireyfli skipsins (dags. s. d. — dómsskjal nr. 36), skýrslu Jóns Högnasonar um sams konar skoðun á öðrum búnaði skipsins (dags. s. d. — dómsskjal nr. 38. -Skv. þeirri skýrslu voru þá 2 bjarghring- ir úr korki á skipinu og 15 bjargbelti), svo og skipaskoð- unarvottorð þessara þriggja manna (dags. s. d. — dóms- skjal nr. 41), og var skipið þá skoðað sem óflokkað skip í vöruflutningum við ísland. Haffærisskírteini var og gefið út í samræmi við það, og vill dómurinn í þessu s ambandi séí’staklega vekja alhygli á framburði Jóns Högnasonar, þar sem hann kveðst beint hafa sagt það við skipstjórann á Þormóði, að lokinni skoðun, að hann mætti ekki ftgtja far- þega með þeim björgunarút- búnaði, sem á skipinu var. Sömuleiðis vill dómurinn vekja athygli á öðruin héraðlútandi framburðum skipaskoðunar- mannanna og skipaskoðunar- stjóra m. a. um skipaeftirlits- menn í landsfjórðungum skv. 8. gr. laga um eftirlit með skip- um frá 11. júní 1938. Þá ber þess að geta, að það virðist hafa komið fram við rannsókn þessa, að ákvæði laga nr. 38, 1942, svo og þar að lútandi reglugerðar (nr. 167 frá 21. okt. 1942), hafi verið brotin (sbr. t. d. framburði Garðars Jónssonar, Sigurjóns Stefánssonar, Elíasar Guð- mundssonar, Ingva Samúels- sonar og Pálma Loftssonar). Eins og getið var í uppbafi þessarar skýrslu, er hér aðeins getið nokkurra helztu atriða, sem rannsóknin á Þormóðs- slysinu hefir leitt í ljós, en um öll nánari atvik leyfum við okkur að vísa til dómsgerð- aiina, sem við væntum að verði atliugaðar gaumgæfilega. Við þá athugun, svo og við lestur þessarar skýrslu okar, væntum við og að Ijóst verði talið, að ýmissa umbóta sé þörf t skipa- teikninga-, . skipasmiða- . og skipaeftirlitsmálum okkar Is- lendinga, hvort sem úr því kann að verða bætt með nýrri og bregttri löggjöf um þessi j efni, framkvæmdarvaldsat- höfnum, eða hvorttveggja. Rannsókn þessi liefir tekið j lengri líma en í fyrstu var ætl- ! að. Orsakir þess eru þær, að j mál það, er rannsóknin fjall- j aði um, hefir reynzt mjög viða- j mikið, eins og hjálagðar dóms- | Tímaritið „FRIÐARBOÐINN OG VINARKVEÐJUR“ birtir margs- konar:kvæði, fræðibréf, myndir og margt fleira. Otkomið 60 arkir, verð arkarinnar 2 kr. Allt verk- ið 100 kr. — Einnig 40 teg. myndakort með lesmáli og vísum, 1 kr. stlc. — Sent gegn póstkröfu. Hjá kaupendum hefir ritið verið ófáanlegt gegn tíföldu verði. — Jóhannes Kr. Jóhannesson, Sólvallagötu 2 A. Silfurplett Borðbúnaður 6 hnífar 6 matskeiðar 6 gaflar 6 teskeiðar 24 stk. á kr. 104.85 JLi v p rp o o L / Duglegir Málarasveinar geta fengið framtíðar- atvinnu hjá okkur. Ósvaldur Knudsen og Daníel Þorkelsson. Werir vörnr: Hræriföt, þvottaföt, skaft- pottar, skálar, diskar, djúpir og grunnir, ausur, skeiðar, náttpottar. VERZLUNIN GUÐMUNDUR H. ÞORVARÐSSON, Óðinsgötu 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.