Vísir - 11.03.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 11.03.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar 1 Blaðamenn Slmii Auglýsingaf 1660 Gjaldker) 5 linur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, lauga-rdaginn 11. marz 1944. 58. tbl. meiio dæmdir fyrir svikin ú syknrskömmtnnarseðlunnm. Ofsahræðsla i Berlin á miðvikudaginn. Flugferðir hófust aftur í gær frá Berlin til Stokkhólms, eftir hinar miklu árásir banda- manna á borgina um miðja vik- una. Mikill fjöldi blaðamanna var samankominn á flugvellinum í Stokkhólmi, er fyrsta flugvélin lenti, til þess að reyna að liafa tal af fólki, sem hafði verið í 'Berlin, þegar árásin var gerð. Menn voru á einu máli um það, að árásin hefði verið ægileg og að ofsaliræðsla hefði gripið um gig meðal íbúanna. Einn far- þeganna var sturlaður eftir á- rásina og sagði hvað eftir ann- að, þegar hann var spurður um hana: „Eg get ekki talað um hana, eg get ekki talað um hana.“ Eire neitar að loka sendisveitnm mönd- nlveldanna. Segir þau ekki halda uppi njósnum. 1.000.000 í verkfalli á N.-Ítalíu. títvarpið í Bari á Ítalíu segir, að um 1 milljón verkamanna á N.-ltalíu sé nú í verkfalli. Nokkrir dagar eru liðnir síð- an verkamenn í Milano hyrjuðu verkfallið, sem hefir breiðzt til nær allra horga í þessum hluta landsins hg fá Þjóðverjar við ekkert ráðið. Siðustu dagana hafa Þjóð- verjar heitt skriðdrekúm i har- dögum gegn verkamönnum i Milano og víðar, þar sem þeir hafa komið upp götuvirkjum til að verjast Þjóðverjum. \ Vilja ekki viðurkenna stjórnina í Argentínu. Fulltrúadeild þingsins í Uru- guay hefir samþykkt ályktun iim að Argentinustjórnin skuli •ekki viðurkennd. Segir i ályktuninni, að stjórn- ín sé i rauninni fasistastjórn, -sem reyni á allan hátt að ala á óánægju meðal Ameríkuþjóða og stofni þeim og styrjaldar- /ekstri handamanna í hættu með J)ví móti. Eire hefir neitað að verða við kröfum Bandaríkjamanna um að loka sendisveitum Þjóðverja og Japana. Þann 21. febrúar afhenti am- eriski sendiherrann í Dublin De Valera forseta boðskap frá Bandarikjastjórn, þar sem sagt var, að þrátt fyrir tal Eire um að gæta hlutleysis í hvívetna, hafi það samt látið Japönum_og Þjóðverjum haldast uppi að skipuleggja og starfrækja víð- tæka njósnastarfsemi gegn hin- um sameinuðu þjóðum. Hins- vegar sé lega Eire þannig, að bandamenn geti ekki hagnýtt sér veru sína þar á sama hátt, því að þaðan sé ekki hægt að hafa gætur á hernaðarundir- húningi Þjóðverja. Máli sínu til sönnunar getur Bandaríkjastjórn þess, að þýzka sendisveitin liafi stuttbylgjustöð til afnota og njósnarar liafi ver- ið látnir svifa til jarðar í fall- hlífum. f svari sínu sagði De Valera, að það mundi verða fyrsta skref Eire til styrjaldar, ef látið yrði að kröfum Bandaríkjamanna. Hann sagði ennfremur, að stutt- hylgjustöð þýzku sendisveitar- innar i Dublin hefði verið í vörzlu liins opinbera um tíma og þeir menn, sem hefði verið látnir svífa til jarðar í fallhlíf- um, samtals fimm, hefði allir verið handteknir. Loks sagði De Valera, að hug- arþel Ira í garð Breta hefði breytzt mjög í striðinu, vegna þess að þeir hefði enga tilraun gert til þess að skerða hlutleysi Eire. Loftsóltoin: 46.000 smil. mrpii i ir stoðvar i 36.000 smál. á Þýzka- land sjálft. Frá febrúarbyrjun til dagsins í gær vörpuðu bandamenn 46 þús. smálestum sprengja á þýzkar stöðvar. Bandarikjaflugvélar vörpuðu liðlega helmingi þessa sprengju- magns, eða samtals 24.000 smá- lestum. Voru það bæði flugvélar frá Bretlandi og Ítalíu, sem það gerðu. Eins og venjulega voru það stöðvar í Þýzkalandi sjálfu, sem fengu verstu útreiðina, þvi að varpað var 36,000 smálestum á þýzkar horgir, en því, sem þá er ótalið, var varpað á stöðvar í hernumdu löndunum, mest- megnis í Frakklandi og Italíu. Þýzkn llatninga- iskipi sökkt. Brezk smáherskip réðust á litla þýzka skipalest undan Höl- landsströndum í gær. Stórt þýzkt flutningaskip var skotið tundurskeyti og sást það sökkva að skammri stund lið- inni, en auk þess var lítið olíu- fhrtningaskip laskað talsvert. Þriðja skipið, lítið flutningaskip varð einnig fyrir skemmdum. Brezku skipin komust öll til liafnar. Þjóðverjar treysta ekki Ungverjum. Einn af nánustu samstarfs- mönnum Himmlers hefir verið í Ungverjalandi að undanförnu, segir i fregnum frá Sviss. Hefir hann unnið að því að koma upp varnasveitum þýzkra manna í landinu, ef svo skyldi fara, að Ungverjar hættu styrjaldarþátt- tökunni, en borizt liafa fregnir um það, að þeir sé farnir að ger- ast órólegir vegna ófaranna á austurvígstöðvunum. Síðustu þrjá mánuði liafa skipasmíðastöðvar vestan liafs smíðað stærri skipastót, en niöndulveldin hafa söklct, síðan í slríðsbyrjun. Fá ekki aílaverðlaun Sáttanefnd brezka ríkisins hefir neitað að fallast á kaup- kröfur yfirmanna á fiskiskipum í Fleetwood- Skipstjórar liöfðu gert kröfur um að fiá fjóra af hundraði og stýrimenn tvo af hundraði af ó- skiptum afla í verðlaun. jHafa þeir fengið þessi aflaverðlaun um árabil, unz fiskiskipaeigend- ur hættu að greiða þau fyrir rúmu ári. Skipaeigendur hafa hinsvegar gefið fyrirheit um að hyrja greiðslu á aflaverðlaun- um eftir stríð. 20.000 Þjóðverjar 5 dögum í nýrri falla á sókn. Churchill falar við námumenn. Koladeilurnar eru nú orðnar ávo alvarlegar í Bretlandi, að komið hefir til orða að Chur- chill haldi ræðu á lokuðum fundi með námamönnum. Menn minnast þess, að Chur- ihill hélt ræðu fyrir luktum dyr- um fyrir fulltrúum námamanna áiið 1942, þegar ekki stóð ósvip- að á og nú og bar það tilætlaðan árangur. Er talið, að námamenn muni fúsir á að hverfa aftur til vinnu, ef Churchill segir þeim afdráttarlaust, hvernig málin standi og hver áhrif verkföllin muni hafa á styrjaldarrekstur- ;inn. Tíu Tékkar — þar af fjórar kotiur — voru teknir af lífi í .Prag þann 23. febrúar. Rússar sækja nú fram á 600 km. víglínu. Kerson og Niko- lajev í vaxandi hættu, P yrir fimm dögum hóf * 2. Ukrainuher Rússa sókn. Hann hafði stöðu milli 1. og 3. Ukrainuhers- ins, svo að þessir þrir herir sækja nú fram á alls 600 km. víglínu. Eftir fimm daga orustur í vor- veðri og yfirleitt við hin verstu skilyrði, brast skyndilega flótti í lið Þjóðverja, en þá liöfðu þeir misst 20.000 menn fallna, en auk þess tóku Rússar eigi færri en 2500 fanga á þessum sama tíma. Rússar hafa sótt fram 40— 70 km. leið á 175 km. víglínu. Aðalhorgin, sem Rússar hafa tekið, er Uman, sem mest var barizt uju fyrir fáeinum vik- um, þegar Rússar reyndu að hrjótast að Bug, en auk henn- ar hafa þeir tekið 300 borgir aðrar, meðal annars nokkrar j árnbrautaborgir. Milcið tjón. Eins og getið hefir verið í fregnum undanfarið, hefir veð- ur vérið óvenjulega milt í Rúss- landi i vetur, svo að vorið er raunverulega gengið i garð fyrir skemmstu i S.-Rússlandi. Það veldur miklum erfiðleik- um fyrir Iierina, en hinir miklu landvinningar Rússa bera þess ljósan vott, að þeir hafa getað sigrazt á þessum erfiðleikum. Þessi nýja sókn Rússa var hafin í þiðviðri og þoku og segir svo í fregnum frá Mosk- va, að tjón Þjóðverja á her- jT morgun kvað sakadómari, Jónatan Hallvarðsson, upp dóm í sykurseðlafölsunarmáli því, er uppvíst varð um í fyrravetur. Yar dómur þessi kveðinn upp yfir 9 mönnum alls, en eftir er enn að kveða upp dóm yfir einum sakborningnum, Jóni K jartanssyni fram- kvæmdarstjóra, meðfram vegna þess að bókhaldsrann- sókn sú, sem hefir farið fram í máli hans, er enn ekki lokið og vegna þess að mál hans er svo umfangsmikið og sérstaks eðíis. Kjartanssonar, framkvæmdar- Hinn 1. apríl lcærði skömmt- unarskrifstofa ríkisins yfir því, að fram hefði komið við taln- ingu þá daginn áður sykurseðl- ar, er virtust vera falsaðir. Seðl- ar þessir urðu raktir til Jóns mnm gögnum liafi verið óvenjulega mikið, af því að hersveitir þeirra hafi bókstaflega hlaup- izt frá hinum þungu hergögn- um sínum, til þess að geta hjargað lífinu. Segjast Riissar hafa tekið 500 skriðdreka og sjálfakandi fallbyssur, auk 600 annara fall- hyssna og 12.(K)0 vörubíla. 13 herdeildir rekndr d flótta. Á þéssu svæði, þar sem Rúss- ar hófu seinast sókn, voru sam- tals 13 herdeildir til varnar og var þeim öllum stökkt á flótta eftir að þær höfðu goldið mik- ið afhroð. Sex þeirra voru skriðdrekadeildir, sú 11., 13., 14., 16., 17., og vopnaða SS- sveitin „Lífvörður Adolfs Hitl- ers“. Beggja vegna við þetta sókn- arsvæði hafa Rússa unnið tals- vert á og tekið samtals 200 bæi. Bezta í 3e x 1 f e :i 5 liðið «, segja þeir. „Innrásin“ er nú aðalum- ræðuefni almennings í Þýzka- landi, símar Ziirich-fréttaritari Lundúnablaðsins Daily Tele- graph. Það eru að nokkru leyti yfir- völdin i Þýzkalandi, sem eru þess valdandi, livað mikið er rætt um innrásina, með því að Jýsa því sí og æ, hversu traustar varnirnar eru i Vestur-Evrópu. Með því móti er líka hægt að draga athyglina frá óförunum á austurvígstöðvunum, sem valda þjóðinni miklum áhyggj- um, þó að hún fái aldrei að vita allan sannleikann. ‘ Þjóðverjar eru hættir að bera á móti því, að innrásarhættan sé mikil, en þess í stað er það lát- ið berast út, að líkur séu til að handamenn verði hraktir í sjó- inn aftur, þar eð þeir hafi látið hezta tækifærið til að gera inn- rás ganga sér úr greipum. Tæltifærið var þegar ráðizt þegar innrásin var gerð á Sikil- Þá var það skoðun þeirra, að þeir mundu að öllu leyti geta treyst Itölum og hernaðarmætti þeiri-a. Þá Voru á Sikiley, segja Þjóðverjar, aðeins 3 þýzkar her- deildir á Sikiley, en vörn eyjar- innar og S.-ltalíu var einkum falin 30 ítölskum herdeildum, sem mundu ekki aðeins hafa iagt niður vopn fyrir banda- mönnum, lieldur jafnframt gef- ið mikilsverðar upplýsingar um varnir Þjóðverja. Aulc þess var þá þannig ástatt, að „hver ein- asti þýzkur hermaður var önn- um lcafinn við vörnina gegn sumarsókn Rússa“. Nú sé hinsvegar þannig lcom- ið, að Þjóðyerjum hafi gefizt á- gætur tími til að Ijúka við varn- irnar í V.-Evrópu, en þar við hætist, að vegna þess live banda- menn leggi mikið lcapp á barátt- una á ítalíu, verði þeir að nota iil flutninga þangað mikinn hluta þess skipastóls, sem ann- ars væri hægt að nota til flutn- inga til Bi’elands. Der Adler, málgagn flughers- ins þýzka, segir að hersjórn handamanna sé mjög hikandi í undirbúningi sínum og trúi eklci meira en svo á sigurinn. Þýzk hlöð minnast yfirleitt ekki á líkurnar fyrir því, að handamenn ráðist inn á Balkan- skaga. stjóra sælgætisgerðar Víkings og h.f. Svans, en hann skýrði aft- ur svo frá, að hann hefði fengið þá hjá Adolf Bergssyni. Við hús- rannsókn á skrifstofu ákærðs Adolphs þá strax um kvöldið hinn 2. apríl, fannst mikið af sykurseðlum, er síðar reyndust að vera falsaðir. Gaf Adolpli þá skýringu á því, að þeir voru þarna, að Jón Kjartansson liefði komið til sín á skrifstofuna og lagt þá þar af sér í umslögum og þeir hefðu orðið þar eftir. Kvaðst liann ekki hafa vitað hvað i umslögunum var. Frá viðskiptum þeirra Ad- olphs og Jóns Kjartanssonar liefir Jón skýrt greinilegar og er frásögn Adolphs öll fengin eftir að skýrslur Jóns voru gerð- ar honum kunnar, enda synjaði Adolph með öllu fyrir viðskipt- in í fyrstu. Jón hefir skýrt svo frá, að liann liafi kvartað við ákærða Adolph. um sykurskort fyrirtækja sinna. Telur liann tal- ið hafa liafizl með almennum orðum um sykurleysið, en síð- an kveðst hann hafa slegið upp á því, að Adolpli hjálpaði sér og gert það af fikti. Upp úr þessn liófust viðskiptin og fyrst með því, að Adölph útvegaði honum sykur, án þess að taka af.hoiium skömmtunarlieimild, en Jón svo notaði til fyrirtækis s'íns, Sæl- gætisgerðarinnar Víkings. Sylc- urinn greiddi Jón yfir gang- verði, en um seðlana varð fljót- lega það samkomulag, að Jón greiddi kr. 2,10 fyrir kg. Kveðst Jón liafa stungið upp á því, til að setja takmark fjárkröfum Ad- olphs og má telja mest af seðl- unum greitt með þvi verði. Um gang viðskiptanna og tímabil það, ér þau stóðu yfir, verður að leggja til grundvallar upplýsingar, sem fengizt liafa af athugunum minnisblaða nokkurra, er Jón hafði ski'ifað og vísaði á, er liann sat í gæzlu- varðhaldi, en liann var úrskurð- aður í varðhaíd þegar er rann- sókn liófst. Samkvæmt þeim tel- ur Jón fyrstu greiðslu sina til Adolphs 7. jan. 1942 og er hún að upphæð kr. 450.00 Greiðsl- urnar fóru ýmist fram i pening- um eða með samþykktum vixl- um. Samkvæmt minnismiðun- um og víxlum, er fundizt liafa, við rannsókn á bankaviðskiptum Adolphs og Jóns og fyrirtækja | þeirra, er hann stendur fyrir, ! nenja greiðslur Jóns til Adolphs | samtals kr. 37,495,64 og er sið- asta greiðslan víxill útgefinn 15. febr. 1943. Ekki liefir orðið auð- ið að upplýsa með rituðum gögnum hversu mikið af greiðsl- um þessum var fyrir sykur, og hversu mikið fyrir sykurseðla. En samkvæmt skýringum þeim, sem Jón hefir gefið, má ætla að andvirði sykursins hafi numið um kr. 5030,00, en hitt hafi ver- ið fyrir seðla. Jón tók það þó Framh. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.