Vísir - 16.03.1944, Síða 1

Vísir - 16.03.1944, Síða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Féiagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjðrar ! Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 16. marz 1944. 62. tbl. Fleiri farait I slysum en á YÍgfYÖIlllllIllll. ISnaðarslys í Bandaríkjunum hafa orðið fleiri mönnum að bana, síðan ráðizt Var á Pearl Harbor, en farizt hafa af völd- um stríðsins. I lok síðasta árs liöfðu 37,600 menn beðið bana í verksmiðjum landsins, síðan 7. des. 1941, og var það 6000 mönnum meira manntjón, en fallið höfðu á víg- völlunum. Auk þess höfðu 4,7 milljónir manna orðið fyrir alls- lconar meiðslum, en það var 60 sinnum stærri hópur en særzt hafði í viðureignum við fjand- mennina, eða voru týndir. |Hér eru þeir ekki taldir, sem látazt eða slasast í bílslysum, en þeir skipta mörgum þúsundum. Finnska þingið hélt annan lokaðan fund í gær og er talið, að samþykkt hafi verið að hafna skilmálum Rússa. Að vísu liafa ekki verið gefn- ar út neinar tilkynningar um störf fundarins, en þó hefir heyrzt* að rætt hafi verið í klukkustund um skýrslu, sem Linkomis forsætisráðherra gaf þingheimi urn utanríkismálin. Síðan var samþykkt að taka málið út af dagskrá, en það þykir mönnum í Stokkhólmi tákna, að skilmálum Rússa hafi verið hafnað. Ilerlög: sdt aftnr í Nofia. Herlög hafa verið sett í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, enda þótt aðeins fátt manna sé í borginni. í ungverska útvarpinu er þetta skýrt þannig, að talið sé að spellvirkjaflokkar hafi komizt á laun inn í borgina, til þess að vinna þar tjón. Lögreglu borgar- | innar hefir verið skipað að skjóta á hvem þann mann, sem stingur höndum í vasa, ef hon- um er sagt að nema staðar. 600 menn gera .við Tirpitz. Samkvæmt fregnum, sem borizt hafa til Stokkhólms, vinna nú um 600 menn að við- gerðum á Tirpitz. Er mestmegnis unnið að því að þétta skipið, svo að hægt verði að flytja það til fullkom- innar skipasmíðastöðvar. Nær allar rafleiðslur hafa eyðilagzt i skipinu, vegna þess hvað sjór komst víða í það og það maraði lengi í kafi. Viðgerðar,mennirnir búa í farþegaskipinu Monte Rosa og er baldinn strangur vörður um þá, til þess að ekkert leki út um það, livenær gert sé ráð fyrir að skipið verði sjófært á nýjan leik. Arás á Braunschweig, Meðalstórir hópar amerískra sprengjuvéla fóru í gær í árás á BVaunschweig í Þýzkalandi. Mikill sægur orustuvéla var þeim til verndar og vörðu sprengjuvélarnar svo vel, að Þjóðverjar gátu einungis grand- að þrem þeirra. Hinsvegar telja Bandaríkjamenn, að þeir liafi skotið niður 26 þýzkar flugvélar. Snemma í gærmorgun gerðu Aðbúð fanga hjá Japönum mjög slæm. Eden útanríkisráðherra Breta gaf skýrslu um aðbúð fanga í böndum Japana á þingi í gær. Hann sagði, að það gengi allt- | af jafn stirðlega að fá leyfi Jap- ana til að senda menn til að kynna sér vistina í þeim fanga- búðunum, sem hafa verst orð á | sér. Beiðni um þctta hefði síð- ast verið send í janúar-lok, en hefði ekki borið neinn árangur. En jafnframt berast æ fleiri fregnir til stjórnárinnar um að fangarnir lifi liinu versta lífi í mörgum þeim fangabúðum, sem um cr að ræða. Annars staðar er aðbúðin að ýmsu leyti betri, en kemst þó Iivergi í hálf- kvisti við vistina, sem japanskir fangar njóta hjá bandamönnum. Sænskur ræðismaður hefir fengið áð koma í nokkrar fanga- búðir. Sagði hann aðbúnað þar þolanlega, en þó voru riokkrir menn með beri-beri og köldu- sótt. Marauder-vélar snarpa árás á flugvöll í Suður-Belgíu og járn- brautarstöð þar í grennd. SERBNESKUR SKÆRULIÐI. ^Stúlka þessi er serbneskur skæruliði. Hún særðist í bardaga á Dalmatiu-strönd og var flutt yfir lil Ítalíu til þess að fá þar bó meina sinna. Aðstaða Manstems íer hríðversnandi. Rússar sækja hratt til Dnjestr. Innikróunarhættan meiri en nokkuru sinni fyrir Þjóðverja. Me« hverjum deginum, sem líður, versnar að- staða Mannsteins og mögu- leikarnir fyrir lið hans, sem er austast í Ukrainu, til að komast undan, verða sí- fellt minni. Það kom í ljós í gærkveldi, að þær fregnir voru sannar, sem heyrzt höfðu um að Rússar hefðu brotizt yfir Bug. 1 her- stjórnartilkynningunni rúss- nesku var frá því skýrt, að Rússar liefði viðstöðulaust byrj- að að brjótast yfir ána, er þeir voru komnir að henni. Var not- ast við hvaða fleytu, sem hægt var 'að ná í og jafnvel tunnur voru notaðar til að komast yfir. En meðan fyrstu sveitirnar voru á leíð yfir, liélt langdrægt stór- skotaiið uppi mikilli skotliríð yfir ána og undir vernd þess lókst Rússum að búa um sig þar, svo að hægt var að koma , upp brúm. Rússar fóru yfir úna á 100 1 km. breiðu svæði og í gærkveldi liöfðu þeir sótt fram 30 km. í áttina til Dnjestr og tekið um 100 bæi. Voru þeir þá í 50 km. fjarlægð frá Dnjestr og gera blaðamenn í Moskva ráð fyrir því, að þeir komist að henni ann- að kveld. Má gera ráð fyrir því, að Þjóðverjar verði látnir hefja hratt undanhald úr S.-Ukrainu austur yfir Dnjestr til að forðast herkví. Nikolajev og Vinnitsa í stórum vaxandi hættu. Rússar eru nú í rauninni bún- ir að umltringja Vinnitsa á þrjá vegu og má búast við þvi, að borgin falli þeim í hendur þá og þegar. Voru þeir í gær í 20 km. fjarlægð að sunnan og norðan, en að austan átlu þeir um 15 km. ófarna. Vörn Þjóðverja er einna hörðust þarna, enda er borgin aðalbækistöð herjanna, sem eru í grennd við hana, og beita Þjóðverjar miklu af skriðdrekum, en gagnáhlaup þeirra bera ekki árangur. Ilerdeildir þær, sem um- kringdar eru hjá Nikolajev, hafa nú verið klofnar í smáfloldca og þjappað saman á minna svæði. Ilafa Rússar þokazt held- ur nær borginni. Meiri afli í Vesímannaeyjum, en nokkuru sinni í sögu þeirra. 3000 smál. sprengja varpað I árásnm I métt. Stuttgart fékk: ■O retar hófu loftsókn ** sína gegn Þýzka- landi á nýjan leik í nótt eftir nokkurt hlé. Var að bessu sinni varpað til jarðar alls 3000 — þrem þúsundum — smálesta af sprengjum af ýmsum stærðum. Aðalárásin var gerð á Stuttgart, hina miklu iðn- aðarborg í suðvestur hluta landsins. Er talið, að aðeins litlum hluta bróðurpaptinn. sprengjanna hafi verið varpað á aðrar borgir en Stuttgart, svo að árásin á hana hafi vafalaust verið metárás. Flugmennirnir segja, að gríðarmikil eldar hafi komið upp í borginni. Fjörutíu og ein flug- vél fórst. f morgun snemma fóru litlar sprengjuflugvélar í árásir á N.-Frakkland og víðar. 45 ára afmæli K.R. Knattspyrnuféiag Reykja- víkur er 45 ára í þessum mán- uði og í tilefni af því efnir það til samsætis að Hótel Borg á laugardaginn kemur, en auk þess til margháttaðra íþróttasýn- inga og íþróttakeppni, sem aðal- lega fara fram sunnudaginn 26. ma'rz n. k. Þar sýnir úrvalsflokkur karla fimleika undir stjórn Vignis Andréssonar. Þá verður keppt í handknattleik kvenna og karla, glímu drengja og fullorðinna. Svo verður og glímusýning. Loks fer fram keppni í hástökki með og án atrennu. Mót þefta fer fram í íþróttahúsi sem am- eríska setuliðið á, en hefir lánað K. R. það. Þá má geta þess að nýafstað- ið sundmót K. R. var einn liður afmælishátiðahaldanna. Félagið telur nú um 1800 meðlimi, en sögu og starfsemi félagsins undanfarin ár er ekki liægt að rekja í stuttri frétta- klausu. Félagið hefir verið of mikilvirkt til þess. Síuíl og lagrgott Árás hefir verið gerð á járn- brautarstöðina í Sofia. ★ Bandaríkjamenn hafa gert á- rás á hringrif eitt skammt fyrir austan Truk. . ★ Arásir hafa verið gerðar á Vi- vak í fjóra daga samfleytt. Jap- anir hafa misst 73 flugvélar þar. ★ Kolaverkfallinu í V.-Wales ér lokið, og annarsstaðar fara æ fleiri ngmamenn til vinnu. ★ Maður að nafni Job, brezkur þegn af þýzkum ættum, hefir verið tekinn af lífi fyrir njósn- ir í Bretlandi — 14. njósnarinn, sem er líflátinn þar. ★ Spænska dómsmálaráðuneyt- ið hefir nú birt skýrslu, þar sem það ásakar lýðveldisstjórnina spænsku um að liafa lálið drepa 85.000 manns í borgarastyrjöld- inni. Háskólafyrir- lestur á frönsku. Miðvikudaginn 8. þ. m. flutti frú de. Brésé fyrsta fyrirlestur sinn í liáskólanum fyrir .miklum fjölda áheyrenda. Hann fjallaði um Guy de Maupassant, en sá rilhöfundur er einna kunnastur Islendingum allra franskra rit- höfunda. I gær flutti frúin annað erindi sitt. Að þessu sinni um franskt skáld, er menn þekkja fremur lílið til liér á landi, Charles Péguy. Þessi afreksmaður á sviði andans er mjög ofarlega nú i hugum þeirra, sem berjast fyr- ir frelsi og endurreisn Frakk- lands, því að liann ber í brjósti brennandi ættjarðarást og féll sem hetja í hinni rómuðu or- ustu við Marne í upphafi fyrri heimsstyr j aldarinnar. Miðvikudaginn 22. þ. m. mun frú de Brésé flytja þriðja fyrir- lestur sinn. Mun liún þá taka til meðferðar nútímaskáldskap Frakka. Byggðahverfi á Fljótsdalshéraði. Fundur skólamanna á Fljóts- dalshéraði sem haldinn var að Eiðum 3. og 4. marz s.l. ræddi um stofnun heimavistarskóla á Iléraði og taldi þörf á, að koma þar upp 2—4 slíkum skólum. Akveðið var að hefjast þegar handa um fjársöfnun til að koma þeim upp. Meðal annara mála, sem rædd voru á fundinum var stofnun byggðahverfis og kaup- túna á |Héraði og var skorað á skipulagsnefnd bæja og sveita að liraða undirbúningi þessa máls sem mest. Umf. Reykjavíkur. Aðalfundur sá, er halda átti sið- astl. febrúar, en þá féll niður, verð- ur haldinn á föstudagskveldið, 17. þ. m., í baðstofu Iðnaðarmanna kl. 8 y2. Tveir menn voru í gær dæmdir í lögreglurétti Reykjavíkur fyrir þjófnað. Annar, Hafliði Sigurbjörnsson, var dærnd- ur i 3ja mánaða fangelsi, en hinn, Guðm. Ó. K. Söring, í 45 daga fangelsi. Höfðu báðir verið dæmdir fyrir samskonar afbrot áður, og voru þeir sviptir kosningarrétti og kjörgengi. Góður afli á Suður- nesjabáta, Slæmar horfur á a.ð lína fáist í Bretlandi. * J Vestmannaeyjum er nú mokafli, svo að ekki hefir í annan mund verið meiri veiði við Eyjar í manna minnum, ekki einu sinni í hlutfalli við magn veiðarfæra. I fyrradag var landað á 6. hundrað smál. af fiski i Vest- mannaeyjum, og er það meira en nokkuru sinni hefir komið þar á land á einum degi áður. Mest hefir verið landað þar um 475 smál. áður, en það var dagana næst á undan. Suður með sjó er einnig mokafli. Tiðindamaður Vísis í Eyjum skýrði blaðinu frá því, að fisk- urinn vaði þar upp við land- steinana og enda þótt aflinn sé mestur á linu, veiða togbátarn- ir einnig mikið. Litlir bátar, sem skreppa út að kveldinu og eru 1—2 klst á sjó, hafa komið inn með hátt á annað liundrað pund af fiski. Mokafli í Grindavík. 1 Grindavík er svo mikil veiði, að elztu menn muna ekki ann- að eins, og var þó tregur afli fyrst framan af vertíðinni. Eft- ir fiskihrotuna, sem kom í vik- unni sem leið, var talið að afl- inn, sem þá var kominn á land í Grindavík, væri um V2 millj. króna virði. Og nú stendur önn- ur veiðihrota yfir. Er aðallega veitt í net um þessar mundir og aflinn svo mikill, að bátarfiir verða að fara tvær ferðir með aflann í land — ná ekki nema helmingnum af aflanum úr net- unum í einu. Súðurnesin. Fréttaritari Vísis i Keflavik símaði blaðinu í morgun, að gæftir hefði verið góðar undan- farna daga og verið róið dag- lega. Til þess að geta það, hafa bátar þó orðið að stytta línu sína. Afli hefir verið með bezta móti og er þeim mun verra, að ekki er hægt að hagnýta sér liin góðu veiðiskilyrði til hlitar. Hæsti bátur í Keflavílc í gær var með 37 skippund og ýmsir voru ekki langt fyrir neðan það. Fiskurinn er ýmist fluttur út í ís eða lagður i frystihúsin. Starfa þau dag og nótt, en nú er svo komið, að þau eru að verða al- veg fuíl. Stafar það af þvi, að meiri fiskur hefir verið lagður inn hjá þeim undanfarið en áð- ur, þar sem kjöt var tekið til út- fllútnings í fislrfökuskipin og var þvi ekki rúm fyrir fiskinn. Slæmar horfur með veiðarfærin. Vísir fékk þær upplýsingar hjá Viðskiptaráði í morgun, að horf- ur væri slæmar á því, að hægt | mundi að fá línu frá Bretlandi j til að bæta tjón það, sem varð i ofviðrinu á dögunum. Mun að líkindum útilokað að fá tjón- ið bætt. Bera Bretar því við, að þeir hafi sjálfir eldd of mikið af j hampi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.