Vísir - 24.05.1944, Qupperneq 1
Ritstjörar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
34. ár.
Ritstjórar
Blaðamenn
Auglýsingar
Gjaldkeri
Afgreiðsla
Slmii
1660
5 llnur
114. tbl.
#
Fyrirs j áanlegur glæsilegur
sigur lýðveldisins.
Thor Thors um
sambandsslitin.
Innrasarundirbúningur
í Danmörku.
Fyrstu tölur af kosningunni eru komnar.
Talning atkvæða hófst í gærkvöldi og var talið í f jórum kaup-
stöðum: Reykjavík, Hafnprfirði, Isafirði og Seyðisfirði. Úrslit eru
samt eltki komin, en þau eru væntanleg í dag.
Hér fara á eftir síðustu tölur:
Reyk javík: ,
Sambandsslit ........
Lj^ðveldisst j órnarskrá
Hafnarfjörður:
Sambandsslit ........
Lýðveldisst j órnarskrá
ísafjörður:
Sambandsslit ........
Lýðveldisst j órnarskrá
Seyðisfjörður:
Sambandsslit ........
Lýðveldisst j órnarskrá
Fjársöfmmin til Land-
græÖslusjéðs feomin í
tæp 70 þús. hröna.
í dag um hádegisleytið höfðu
tæpar 70 þús. kr. safnazt í Land-
græðslusjóð Skógræktarfélags-
ins í Reykjavík og nágrenni.
Sá sem einna drýgstur hefir
verið í fjársöfnuninni a. m. k.
af yngri kynslóðinni er 13 ára
drengur, Þórólfur Jónsson, en
bann safnaði 2600 krónum. Af
félagaheildum, sem Veittu Skóg-
ræktarfélagínu liðsinni við fjár-
söfnunina stóðu Farfuglar sig
langsamlega bezt. Sömuleiðis
sýndi U. M. F. Reykjavíkur
mikinn og lofsverðan dugnað.
Fjársöfnunin heldur enn á-
fram og líka geta þeir sem vilja
komiö gjöfum á skrifstofu
skógræktarst j óra.
Enn hafa engar fregnir borizt
um fjársöfnunina utan af landi.
Æffir
4. tb'l. 37. árg. flytur m. a.: Ver-
stöðin í Hornafirði (Friðrik Steins-
són), MiSstöSvar fyrir framleiSslu
sjávarafurSa (Sveinn Árnason), yf-
irlit yfir sjósókn og aflabrögS í
apríl o. fl.
Háskólafyrirlestur.
Cand. phil. Kristján Eldjárn flyt-
ur meistaraprófsfyrirlestur sinn í
x. kennslustofu háskólans n.k. föstuT
dag 26. þ. m., kl. 5 e. h. Efni:
HcljarslóSarorusta eftir Benedikt
Gröndal.
Já Nei Auðir Ógildir
24528 150 255 295
24015 405 658 150
2235 11
2192 21 24 11
1402 16 35 35
1229 153 86 20
470 2 9 7
457 7 18 6
Ásmundur og Árni
tefla 4. skákina
annað kvöld.
Annáð kvöld kl. 8 fer fjórða
keppni þeirra Ásmundar og
Árna Snævars fram á Hótel
Heklu.
Eins og almenningi mun vera
kunnugt báfa þeir Árni og Ás-
mundur þegar keppt 3 skákir í
þessu einvígi og hafa leikar far-
ið þann veg, að Ásmundur hefur
Ivo vinninga, en Árni 1 vinning.
Munu þeir keppa alls 6 skákir.
Þátttaka í þjóðar-
aikvæðagreiðslumi
vestan haís.
Utanríkismálaráðuneytinu
hefir borist skeyti frá sendi-
herra íslands í Washington og
gefur sendiberrann þar eftir-
farandi yfirlit um þátttökuna í
þjóðaratkvæðagreiðslunni vest-
an hafs:
Washington 16
New Ýorlc 143
Boston 13
Minneapolis 12
Wiscounsin 7
Baltimore 5
Chicago 4
Providence 4
Portland 1.
Samtals hafa þannig verið
gi-eidd 205 atkvæði vestan hafs.
97-98% allra kosningabærra manna á
landmu neyttu atkvæðisréttar ssns.
Hér fer á eftir endanlegt yfirlit yfir prósenttölu hvers einstaks
kjördæmis á landinu í röð, frá fyrsla kjördæmi til hins lægsta,
miðað við kjörsókn:
1. Seyðisfjörður 100%
2. Vestur-Skaptafellssýsla i.. 100 —
3. Dalasýsla 99,9 %
4. Rangápvallasýsla ■ 99,9 —
5. Vestur-Húnavatnssýsla 99,7 —
6. Norður-Þingeyjarsýsla 99,7 —
7. Árnessýsla 99,5 —
8. Gullbringu- og Kjósarsýsla 99,5 —
9. Skagafjarðarsýsla 99,5 —
10. Siglufjörður 99,4 —
11. Mýrasýsla 99,2 —
12. Austur-Húnavatnssýsla 99,1 —
13. Suður-Múlasýsla 99,1 —
14. Suður-Þingeyjarsýsla 99,0 —
15. Vestmannaeyjar 99,0 —
16. Norður-Múlasýsla 98,8 —
17. Strandasýsla 98,8 —
18. Borgarfjarðarsýsla 98,7 —
19. Hafnarfjörður ' 98,7 —
20. Eyjafjarðarsýsla 98,6 —
21. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 98,61—
22. Barðastrandasýsla 98,5 —
23. Austur-Skaptafellssýsla 98,0 —
24. Norður-Isafjarðarsýsla 98,0 —
25. Vestur-Isafjarðarsýsla 98,0 —
26. Akureyri 97,0 —
27. Isafjörður 97,0 —
28. Reykjavík 96,0 —
Allt landið 97,3 —
Thor Thors sendiherra Is-
lands í Washington hefir átt
viðtal við blaðamenn, varðandi
þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem
nú fer fram. Skýrði sendiherr-
ann viðhorfið almennt, og gat
þess jafnframt, að lýðveldinu
væntanlega væri þegar tryggð
viðurkenning Bandaríkjanna,
sem sjálfstætt og óháð ríki. —
Eftir sjö alda sjálfstæðisbaráttu
væri loks svo kpmið, að Island
hlyti frelsi sitt aftur, en allan
þann tíma hefði þjóðin háð bar-
áttu til að losna undan erlend-
um yfirráðum.
Málverkasýning
Eggerts Guðmundss.
Eggert Guðmundsson list-
málari opnaði málverkasýn-
ingu á sunnudaginn er var í
húsi sínu nr. 11 við Hátún.
Sýnir hann þar um 60 mynd-
ir, teikningar og mah’erk. —
Hefir aðsókn að sýningunni
verið góð og selzt hala 22
myndir samtals.
Meðal gesta á sýningunm var
rússneski sendiherrann, og
lceypti hann eitt málverk.
Eggert er afkastamikill mál-
ari og hefir unnið kappsamlega
að list sinni, samtímis því, sem
hann hefir staðið í byggiugar-
framkvæmdum, en svo fór fyrir
honum sem fleiruni, cr erlendis
höfðu dvalið, en hiugað komu í
byrjun stríðsins, að ekki var
viðunandi húsnæði fáan'tegt. ■—-
Með húsbyggingu siuni hefir
hann aflað sér góðra vinnuskil-
yrða, og njóta myndir hans sín
vel í sýningarsalnum, sem er
vinnustofa málarans.
Viðureignin á Italíu.
Fréttaritarar telja að fyrsta
þætti sóknarinnar á Ítalíu sé lok-
ið með töku Gustavlínunnar,
en ánnar þátturinn hafi hafizt
með árás landgönguliðsins við
Anzio í gærmorgun. Hafði ver-
ið unnið að því undanfarið að,
skipa liði þar á land, sem og
hergögnum, án þess að Þjóð-
verjar gerðu neinar tilraunir til
að hindra skipalestir í flutning-
unum. Sóknin hófst með ákafri
stórskotaliríð, en þvínæst voru
áhlaup hafin, og hefir land-
gönguliðið sótt nokkuð fram.
Skothríð er svo mikil á víg-
stöðvunum að hún lieyrist alla
leið til Rómaborgar. Hefir land-
gönguliðinu við Anzio tekizt að
komast yfir á eina, sem var
nokkur farartálmi, enda vörn
Þjóðverja mjög hörð.
Jafnhliða þessu er sótt fram
á öðrum vígstöðvum og er talið
að sólcnin gangi sæmilega, þótt
engar stórbreytingar hafi orðið.
Þjóðverjar og föourlandsvinir gera nauðsynlegar
ráðstafanir.
Þjóðverjar hafa mikinn við-
búnað í Danmörku, vegna vænt-
anlegrar innrásar. Verður land-
inu skipt í 5 eða fleiri fram-
kvæmdasvæði, og er Þjóðverji
settur til yfirstjórnar á svæði
hverju, með alræðisvaldi, en
jafnframt verður beitt ströng-
ust refsingum fyrir yfirsjónir.
Jótland verður þrjú fram-
kvæmdasvæði, Fjón eitt, en á
Sjálandi og i Kaupmannahöfn
tekur dr. Best stjórnina í sinar
hendur. Ilinn dansld handhafi
framkvæmdavaldsins verður að
hlýðnast þýzkiun skipunum, að
viðlagðri dauðarefsingu.
Hernám Þjóðverja kemur nú
Iiarðast niður á Jótum, en þar
er 160 þúsund rnanna setuliö og
mestur viðbúnaður. Úthúnaður
þýzka hersins, einkum fatnað-
ur, er talinn lélegur. Yegna
varnanna eru heil þorp jöfnuð
við jörðu og bændabýli ej7ðilögð
með öllu. 45.000 menn vinna
að undirbúningi þessum.
Þjóðvei'jar og þjónar þeirra
láta sig litlu máli skipta hvað
þeir greiða fyrir vinnu og vör-
ur, enda greiða þeir með seðl-
um jijóðbankans. Þannig eru
greiddar kr. 10.00 fyrir 10
vindlinga og kr. 35.00 fyrir
tórnar ákavitisflöskur, en þeim
verður að sldla til þess að fá
aðrar fullar. Stundað er mjög
fiárhættuspil, og er sagt að í
gistihúsinu Lemvig og Ring-
Gestapo-þjónninn
ekki látinn laus.
Gestapo-þjónninn Anker Due,
sem játað á sig tvö morð fyrir
skömmu, hefir ekki verið látinn
laus, þrátt fyrir kröfur Þjóð-
verja. Danska lögreglan lagði
fram hegningarvottorð lians og
sýndi það sig, að honum hafði
verið refsað 22 sinnum, og þótti
Gestapo þá ekki ástæða til að
knýja fram kröfur sínar.
Due var tekinn fastur í íbúð
sinni, en danska lögreglan varð
að grí]ia til táragass til að knýja
hann lit úr henni. Skammbyssu
sína bar hann í vasanum og
reyndist hún öruggasta sönnun-
argagnið. Játningar hans sanna
að Þjóðverjar hafa hcimilað
þjónum sínum að skjóta hvern
þann, sem þeim þóknaðist. Due
myrti þingfréttaritara Social-
demokratens, Sigurð Thomsen,
einvörðungu í hefndarskyni.
köbing sé veLtan hjá einstökum
mönnum 4—5.000 kr. á kvöldi.
Stinga slíkir lifnaðarhættir
mjög í stúf við lítinn kost alls
þorra manna.
Þjóðverjar hafa nýlega
stækkað flugvöllinn við Álaborg
og lagt undir sig 2—3 þorp
þessa vegna. I þorpinu Vadum
grófu þeir upp kirkjugarðinn
og fluttu kisturnar í fjöldagröf
í þorpi einu fjarlægara. Flug-
völlurinn er svo stór að Þjóð-
verjar hafa lagt um hann sér-
staka járnbrautarteina með
tveimur stöðvum inni á sjálf-
um vellinum. v (
Danir hafa sinn viðbúnað,
sem ekkert er að vonum látið
uppi um.
Stórkostlegar fall-
hlífaliðsæfingar
í myrkri,
Innrásaræfingar halda jafnt
og þétt áfram í Bretlandi.
Um helgina fóru fram mestu
næturæfingar, sem fallhlífalið
bandamanna hefir nokkru sinni
haldið. Þóttu þær takast mjög
vel og ekki síður en sams kon-
ar æfingar, sem haldnar hafa
verið í björtu.
Sir Trafford Leigh-Mallory,
einn af æðstu flugforingjum
bandamanna, sagði við það
tækifæri, að mikilvægi fallhlífa-
liðs mundi fara jafnt og þétt
vaxandi í stríðinu.
Pólsk sendisveit
í Moskva.
Ctvarpið í Moskvu skýrir svo
frá, að til borgarinnar sé komið
sendiráð hins nýja pólska ráð-
stjórnarríkis. Hafi það komið
frá Póllandi til þess að kynna
sér starfsemi pólskra föður-
landsvina og leita hófanna um
nánara samstarf þeirra í mill-
um varðandi stofnun fyrsta
pólska þjóðarhersins. Þá munu
sendimennirnir leita eftir sam-
vinnu við stjórnir hinna sam-
einuðu þjóða, — þar á meðal
ráðstjórnina rússnesku. Af skilj-
anlegum ástæðum eru nöfn
þeirra manna, sem í sendisveit-
inni eru, ckki látin uppi.
*
Þetta er fyrsta myndin, sem birtist í hérlendu hlaði af
skæruliðum í Albaníu. Þeir liafa allra manna Iengst barizt
gegn möndulveldunum, því að þeir hafa ekki unnt sér hvíld-
ar síðan ítalir tóku landið á föstudaginn langa fyrir fimm
árum. — Mennirnir á myndinni voru lífvörður brezkrar
herforingjanefndar, sem var nýlega á ferð i Albaniu.
Noiðmaður styrfeir
Islendinga í Noregi.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá, gaf norskur maður, Gunn-
ar Frederiksen konsúll í Melbo
i Noregi fyrir nokkru 2000 kr.
(norskar) til styrktar Islend-
ingum í Noregi. Upphæð þess-
ari hefir nú verið skipt jafnt á
milli 10 Islendinga og eru þeir
þessir:
Stúdentarnir Tryggvi Jó-
hannsson, Jón Jónsson, Rögn-
valdur Þorláksson, Hallgrímur
Björnsson, Baldur Bjarnason,
Hólmfriður Jónsdóttir Sæhle,
enn fremur Óskar Sveinsson
garðyrkjumaður, Sigurlaug
Jónasdóttir matreiðslukona, Jó-
hann Guðjónsson og Þóroddur
Þóroddsson.
Aflahæsti háturinn í
Sandgeríi helir 1730
skiiipnd.
Meðalafli á bát um
1000 skippund.
Flestir bátar hættu veiðum
11. maí í Sandgerði. Fyrirhug-
að var að halda vertíðinni á-
fram til mánaðamóta, en vegna
þess live lítið fiskaðist eftir
venjuleg vertíðarlok og reynd-
ar allan mánuðinn, hættu flest-
ir bátarnir eftir þann 11. Tals-
vert mikið gekk af af beitu-
forðanum frá vetrinum.
Aflahæsti báturinn í Sand-
gerði í vetur var Faxi frá Garði.
Skipstjóri Þorsteinn Þórðarson.
Nam heildarafli hans 1730 skip-
pundum. Meðalaflinn var um
1000 skippund, en, lægsti afli
var um 300 skippund.
Hér eftir verður lítið um ann-
að að ræða en undirbúning und-
ir síldveiðar í sumar. Stærri
bátarnir fara væntanlega til
Norðurlands á síldveiðar, en
þeir smærri fara að líkindum á
reknetaveiðar í Faxaflóa.
1 Vestmannaeyjum stunda
bátarnir sjó enn. Sökum stór-
aukins vinnslukostnaðar í landi
hefir útborgað verð til hlutar-
sjómanna orðið mun minna
fyrir árið 1943 en 1942, þrátt
fyrir sama útflutningsverð.
Munar allt að 500 krónum á
hverjum hásetahlut af þessum
orsökum. Vegna þessa lítur
fremur erfiðlega út með að
unnt verði að fá nægan mann-
afla á bátana í sumar, bæði til
fisk- og síldveiða.
Kosningin á
Siglufirði.
Þær fréttir bárust frá frétta-
ritara blaðsins á Siglufirði í
morgun, að 1615 kjósendur af
1625 hafi neytt atkvæðisréttar
síns. öll atkvæði, sem kosning-
arskrifstofunni á Siglufirði er
kunnugt um, eru hér talin.
Af þeim 10 atkvæðum, sem
vanla, eru 3 í Ameríku, 2 er ó-
vitað um, en 5 konur á Siglu-
firði kusu ekki.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.30 Útvarpssagan: Smá-
saga eftir Johan Falkberget (Helgi
Hjörvar). 21.00 Hljómplötur: ís-
lenzkir einsöngvarar og kórar. 21.15
Erindi: St. Helena (Thorolf Smith
blaðamabur). 21.35 Hljómplötur:
Stenka Rasin eftir Glasunow.
Næturakstur:
j Litla bílastöðin. Sími 1380.