Vísir - 01.06.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 01.06.1944, Blaðsíða 2
V í S í R D A G B L A Ð Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sjórnarmyndun. Oj iÐAN núverandi sljórn sett- ^ ist að völdum, hafa alltaf öðru hverju borizt út lausa- fregnir um það, að einhver flokkanna væri að reyna að mynda stjórn. Stundum hefir þessi orðrómur verið byggður á staðreyndum en oftar mun enginn fótur hafa verið fyrir honum. En þótt einhverjir flokkar hafi á bak við tjöldin gert mjög ákveðnar tilraunir til stjórnarmyndunar, liefir enginn þeirra haft þrelc til að beita sér opinberlega fyrir því. Nú liefir um skeið gengið mjög þrálátur orðrómur um það, að Framsóknarflokkurinn beiti sér n(ú eindregið fyrir myndun þriggja flokka stjórn- ar, eða hinnar svo kölluðu „vinslri stjórnar“, og segir»sag- an að ráðherrarnir þafi þegar verið til nefndir og eigi að taka við embættum fyrir 17. júní. Engin staðfesting hefir þó á J;essu fengizt og margir eru enn vantrúaðir á þessa fregn. En það styrkir þó nokkuð sann- leiksgildi þessa orðróms,0 að Morgunblaðið birtir í gær mjög lijartnæman leiðara um að það sé eindregin krafa og ósk þjóð- arinnar, að nú sé mynduð allra flokka stjórn fyrir 17. júní, ekki þriggja heldur fjögra flokka stjórn, sem allir fá að vera með í. Mbl. hefir verið mjög umhug- að síðustu vikurnar að þjóðin fái „góða“ stjórn áður en lýð- veldið verður stofnað og hefir margsinnis skorað á flokkana að hefjast nú hahda, jafnvel þótt málefnagrundvöllurinn væri eingöngu og ekkert annað en stofnun lýðveldisins, því að um það eru þó engar deilur. Hugmyndin er þess verð að henni sé gaumur gefinn. En þótt kynlegt megi virðast, hafa flokkarnir ekkert látið á sér bæra um það, að sameinast nú um stjórnarmyndun á grund- velli þess eina máls sem þeir eru sammála um. Allir munu geta verið Mbl. sammála um að það spáir ekki góðu. Hinsvegar heyrist nú mjög á fjölda greindra og gætinna manna, að þeir telja mestu varða eins og sakir standa, að lýðveklinu verði nú fyrst og fremst komið örugglega á stofn, með þeirri festu og virðuleik sem slikum viðburði sæmir. Um hitt sé mirnia vert, hverjir sitja i stjórn ef allir eru sam- taka um að ná þvi marki sem nú er örugglega stefnt að. Nú- verandi sljórn hefir sýnt ein- beitni og festu i þessu máli og hvergi hvikað frá hinni yfir- lýstu stefnu sinni, sem mun hafa frekar en nokkuð annað orðið til þess að sameina krafta þingsins. Þegar svo lýðveldið er kom- ið á stofn, kemur til kasta þings- ins að mynda sterka stjórn, sterkt framkvæmdavald í land- inu, til þess að tryggja hina nýju sjórnskipun og leggja grundvöllinn að stórstigum og heillavænlegum framförum og raunhæfu sjálfstæði. En það verður ekki gert nema flokk- arnir komi sér saman um víð- tælcan ög traustan málefna- gi-undvöll, þar sem tjaldað er lengur en til einnar nætur. Hver sú stjórnarmyndun er hyggð á sandi, og verður til engrar bless- unar, sein. ekki er reist á mál- efnum, þess vegna eru það mál- j efnin og aftur málefnin, sfem verða að vera hyrningarsteinar fyrir stjórnarmyndun i landinu en ekki persónur einstakra manna. Þetta er flestum ljóst en það er hka margt örðugt fyrir þá sem með réttu gela sagt við sjálfan sig: Það góða sem eg vil ! geri eg ekki Áætlunarferðir milli Rvíkur og Akraness. Akraneskaupstaður hefir nú tekið að sér til eins árs fyrst um sinn að halda uppi fólksflutn- ingum milli Reykjavikur og Ak'raness með m.s. Víði. Eftir 10. júní fer skipið 3 ferðir á dag alla daga. Frá Reykjavík kl. 7, 10.30 og 20 (laugardaga kl. 7, 14 og 20) en frá Akfanesi ld. 9, 18 og 21.30. í sambandi við þessar ferðir ganga svo áætl- unarvagnarnir á leiðunum til Akureyrar, Ólafsvíluir, Grund- arfjarðar, Stykkishólms, Borg- arfjarðar og Hvalfjarðar. Norð- urleiðina reka nokkurir bif- reiðaeigendur í sameiningu undir yfirstjórn póststjórnar- innar. Dráttarvélanámskeið að Hvanneyri. Dagana 1. til 24. maí síðast- iliðinn var efnt til námskeiðs í meðferð dráttarvéla á vegum Búnaðarfélags íslands að Hvanneyri. 22 nemendur voru á námskeiðinu. Voru þeir úr flestum sýslum landsins. 28 sóttu uip dvöl á námskeiðinu, en vegna húsnæðisleysis á Hvannejni var ekki unnt að laka við fleirum en 22. Guðmundur Jónsson kennari stjórnaði námskeiðinu, en hann er settur skólastjóri á Hvann- eyri, í fjarveru Runólfs Sigurðs- sonar skólastjóra, en hann er á förum til Ameríku til að kynna sér kynbætur búfjár. Meðal þeirra, sem fluttu fyrirlestra á námskeiðinu voru Árni G. Ey- lancí, Jóhannes Bjarnason véla- verkfræðingur og Steingrímur Steinþórsson búnaðarmála- stjóri. Á námskeiðinu voru notaðar 9 dráttarvélar þar af var ein með jarðýtu. Vegna votviðra og hversu mikill klald var í jörð var ekki unnt að liafa eins miklar verklegar æfingar eins og æski- legt hefði verið og varð kennsl- an þvi mest um hin vélfræði- legu efni. ítsvöriai á Akurcyri. Akureyri í morgun. Niðurjöfnun útsvara er lokið á Akureyri. AIls var jafnað nið- ur 1.958.950.00 kr„ en það er 150 þúsund kr. minna en árið áður. Hæst útsvör bera K.E.A. 85.000 kr„ S.Í.S. 54.800, Krist- ján Kristjánsson 41.500, Baldvin Ryel 29.050, Nýja Bió 26.300, Sverrir Ragnars 23,240, Olíu- verzlun íslands 19.090, Páll Sig- urgeirsson 18.670, Guðmanns Efterfölger 15.360, Guðm. Pét- ursson 13.280, I. Brynjólfsson og Kvaran 13.030 og Jakoh Karlsson 12.870 kr. — Job. Kristján Guðlaugsson Hæstaréttarlöfiinaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Hafnarhúsið. Sími 3400. IJpsiit í þjóðaratkvædagreiðslunni: §6.35% þeina sem knsn vorn með lýðveldisstofnnmnnl 98,65% með sambandsslitum. if * T GÆRDAG lauk talningu atkvæSa í öllum kjördæmum landsins og hafa heildarúrslitin orðið stórkostlega glæsi- leg, því aS 98,35% allra þeirra, sem kusu,' voru með því aS slíta sambandinu viS Dani, veldisstofnuninni. Mótfallnir sambandsslitum voru 0.51 af hundraði og auðir seðlar 0.84% og á móti lýðveld- isstofnun 1.49 af hundraði, en 2.16% voru auðir. Heildartölur kosninganna voru sem hér segir: Sambandsslitin: 70.536 já, 365 nei. Stjórnarskráin: 68.862 já, 1054 nei. Að visu geta þessar tölur breytzt eitthvað lítils háttar, en 96,35% voru fylgjandi lýS- I en það kemur ekld til með að skipta neinu máli, hvorki til eða frá. Hinar stóru og glæsilegu úr- | slitatölur í þjóðaratkvæða- ' greiðslunni sýna gleggst frelsis- í þrá þjóðarlieildarinnar, og bera ; Ijósastan vott um einingu ís- I lenzku þjóðarinnar á þessum örlagaríkustu thnamótum, sem hún liefir upp lifað. Samheldni þjóðarinnar, skal vera hyrningarsteinn lýðveldis- ins. Nemenda hlj ómleikar Tónlistarskólaui. Þessir tónleikar eru einn þáttur í starfi skólans og semj- um við okkur í þessu efni að háttum þeirra þjóða, sem þessa sögu eiga lengri. Þeir venja nemendur við að koma opinber- lega fram og jafnframt eru þeir spegilmynd af því verki, sem unnið hefír yerið í skólanum. I þetta sinn varð að halda hljómleikana í tvennu lagi vegna mikillar þátttöku. Þeir voru haldnir í Iðnó laugardag- inn og mánudaginn s. 1. Ekki eru neriiendurnir allir háir i lofti, þvi sumir eru emí á barns- aldri, en aðrir frá fermirigar- aldri og fast að þrítugu. Þeir minnstu gera lítið betur en að ná með fótinn niður á pedalinn á hljóðfærinu. Að jafnaði er kunnáttan nokkurnveginn í réttu hlutfalli við aldurinn og námsferilinn, sem að baki ligg- ur, en þó bregður út af þessu, þegar um hæfileikamenn er að ræða. Það kemur því fyrir að einhver snáðinn kemur manni á óvart með því að gera nrikhi betur en búast mætti við af hon- um. I þetta sinn var það sér- staklega drengurinn Gísli Magn- ússon, sem gerði þetta, en hann lék tvö píanólög með góðum listamannstökum. Hér verður eklci rituð nein eiginleg gagnrýiri um þessa hljómleika, en þeir eru fyrir margra lilula sakir eftirtektar- verðir, auk þess sem þeir voru hæði fjölbreyttir og skemmti- legir, og verður því sagt frá þeim i stórum dráttum hér á eftir. Píanóleikarahópurinn var slærstur að vanda Alls voru þeir 11 talsins, sem léku listir sínar á þetta hljóðfæri, sumir sem einleikarar, aðrir sem undir- leikarar, eða þeir gerðu hvort- tveggja. Jón Nordal er lengst kominn í þessum hóp. Hann spilaði Beethovenssónötu rrieð listrænum tökum og næmum skilningi og var túlkun hans á \ efninu með þeim hætti, að liún ber vitni um gáfaðan og efni- legan listamann. Guðmundur Jónsson á sér skemmri náms- feril og er yngri að árum. Það hefir tognað úr honum síðan í fyrra og enn meir hefir honum farið fram á listabrautinni. Hann lék lag eftir Franz List með smekkvísi. Hulda Þor- steinsdóttir og Þórgunnur Ingi- mundardóttir léku saman fjór- hent og var þeirra lilutur góður og eru þegar orðnar allfimar á hljóðfærið. Jón Óskar lék lag' eftir Brahms einkar skilmerki- Iega og Rósa Gísladóttir lék tvo valsa eftir Cliopin einnig skil- merkilega. Meðal undirleikara voru Unnur Nikulásdótlir og Högni ísleifsson, en Hólmfríð- ur Sigurjónsdóttir lék pianó- hlutverkið í híjómsveitarverld eftir Stamitz. Var frammistað- an hjá þeim góð og er þá vitan- lega miðað við aldur og náms- feril, eða með öðrum orðum, hvers vænta mátti af liverjum um sig, eftir því sem efni stóðu til. Alls voru fjórir, sem komu fram sem einleikarar á fiðlu. Skal þá fyrstan frægan telja Jón Sen, sem lék tvo kafla úr fiðlu- konsert eftir Bruch. Hann hefir fallegan tón og rnikla leikni, jafnvel þó að mælt sé á mæli- kvarða þann, sem lagður er á fullgilda listamenn. Því fór f-jarri að nokkur viðvanings- bragur væri á meðferð lians á þessu erfiða verki. Ólafur Mark- ússon og Jón Dagbjartsson léku sitt livort fiðlulagið, sá fyrri lag eftir Bacli, en hinn lag eftir Wieniawsky og gerðu þeim góð skil. Snorri Þorvaldsson er yngri að árum, drengur um fermingu. Hann fór fallega meðt verk eftir Mozart. Cellóeinleikararnir voru að- eins tveir. Einar Vigfússop vakti alveg sérstaldega á sér eftir tekt með fallegum tón og næmri meðferð á lagi eftir Bocclierini. Er þarna vafalaust einn efnileg- asti nemandinn,^sem i Tónlist- arskólann liefir komið. Peter Urbantschitsch er enn varla stærri en hljóðfærið, sem hann leikur á og er cellótónninn enn veikur lijá honum. Hann lék kafla úr sónötu eftir Schubert með undirleilc Unnar Nikulás- dóttur og gerði það laglega. Tveir kvartettar voru enn- fremur leiknir og komu þar fram m. a. óskar Kortes, Sig- urður Gestsson, Ingi Gröndal £ Scrutator: jZjOucUvl Stjórnarmyndun. 1 leiSara blaðsins í dag er gert grein fyrir á hvaða hornsteinum stjórnarmyndun ætti aÖ byggjast, eigi hún að reynast heilbrigð og lík- leg til langlífis. Hinir og þessir hafa sett allan metnað sinn i það þessa dagana, að mynda stjórnir á öðrum grundvelli, og þá einkum þeim, sem veit að niðurrifi. Þannig er sagt, að Framsókn sé að mynda stjórn, sem eigi að höfuðsetja Eimskipafélagið og hafa ráðherrar í slíkri stjórn ver- ið tilnefndir, og hljóta kommarnir utanríkismála og atvinnumálaráð- herrann. Aðrar sögusagnir herma svo, að Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir stjórnarmyndun á þeim grundvelli, að tekin verði upp fyrri samvinna stjórnarflokkanna, sem einu sinni voru, lækka afurðaverðið til bændanna fyrst og fremst og klifa þannig niður stigann. Hver heilvita maður sér, hvérsu barnaleg- ar slíkar sögur eru. Það er vafa- laust enginn fótur fyrir málefna- grundvellinum, þótt sumum stjórn- málamönnunum hafi vafalaust kom- ið til hugar, að æskilegt væri, að samvinna um stjórnarmyndun gæti tekizt með þingflokkunum, og það sem fyrst. Stjórn, sem mynduð væri í því einu augnamiði að fella þá, sem nú situr, af því að húti er utan- þingsstjórn, er óhugsandi fyrir- brigði. Miklu eðlilegra hefði verið, — einkum eftir konungsboðskapinn — að þingflokkarnir hefðu sarnein- ast í baráttuiuii um stund, myndað allir þjóðátjórn, til þess að leysa sjálfstæðismálið og staðið allir sem einn, meðan á lausn þess stóð. Úr , því að flokkarnir létu slíkt tækifæri j ónotað, dettur engum manni í hug • að efna til stjómarmyndunar nú, á öðrum og veikari grundvelli, og með stefnumálum, sem fyrirfram er vitað að myndu valda harðvít- ugustu deilum og truflunum innan þjóðfélagsins. Nei. — Menn skulu bíða rólegir, og þótt gaman sé að búa til rikisstjórnir og skapa þeim málefnagrundvöll, mun slíkt vera gert frekar til að sýna hugmynda- auðgina en veruleikann. Ungs manns gaman. Tveir litlir snáðar voru að klæða sig í almenningi við Sundlaugarn- ar og voru djúpt sokknir niður í samræður, þannig að þeir veittu þeim ekki ahygli, sem hjá stóðu, hvað þá öðrum fyrirbrigðum til- verunnar. „Ef þú verður sendur í sveit,“ sagði annar, „þá skaltu strjúka strax. Það er svo leiðinlegt í sveitinni." „Já, ég verð sendur í sveit, — en af hverju straukst ]iú ekki í fyrra, úr þvi að þér leidd- ist svona.“ ,,Eg strauk. Það er eng- inn vandi að strjúka. Maður fær sig bara fluttan með mjólkurbíln- um að Selfossi, og.svo kemst mað- ur alltaf einhvern veginn til Reykja- vikur.“ „Já, — það skal ég gera, Jiegar ég verð sendur í sveitina," sagði sá óreyndari að lokum, og var himinlifandi yfir lausninni. Nú veittu ]ieir áheyrendunum allt í einu athygli, urðu hálf-undirleitir og fóru að tala í laégri hljóðum, þannig, að ekki varð greint hvað þeir sögðu. Þessir náungar hafa sennilega verið sex eða sjö ára gamlir, en báru sig mannalega og voru hvergi smeykir. Þeir höfðu lagt „plön“ gegn því, j sem verða vildi, og ætluðu ekki að ' láta kúgast, er á reyndi. Ýmsuin kaupstaðabörnum kann að leiðast i sveitinni, — einkum fyrst í stað, en fæst munu þau þó reyna til að strjúka úr vistinni. Þegar nokkrir dagar eru liðnir, eru þau orðin öllu vön, kunna vel við sig úti i nátt- úrunni og hinu eina og sanna frelsi, með því að um frjálsræði verður ekki rætt hér i höfuðstaðnum. Á götunni mega þau ekki vera, í garð- inum eru þeim allar bjargir bann- aðar, leikvellir eru engir frambæri- legir fyrir hendi, og yfirleitt mega þau hvergi um frjálst höfuð strjúka. Gatan vill verða þeirra eina athvarf, og þar leika börnin sér og veltast í eyðimerkur anddrúmslofti þar sem hvirfilbyljir æða, en þó lakara en því, að því er sýkla og sýkingu snertir. Hve miklu ryki ætli hvert barn andi að sér daglega hér í bæn- um, og hver áhrif hefir það á heilsu þeirra í framtíðinni? Hafa menn gert sér ljóst, hvert tjón er að sóða- skapnum og hver skömm að ósóm- anum. Um hásumarið er Reykvík- ingum bannað að sjá sólina fyrir bifreiðaumferð og göturyki. Er þá ekki betra- fyrir börnin að leika sér frjáls úti í náttúrunni og' láta af öllum hugleiðingum um strok, þótt þeim kunni að leiðast fyrstu dag- ana. Sveitin er mildari og betri móð- ir en göturnar í Reykjavík, og með- an ástandið er eins og ]iað er, ætti að kosta hvert barn héðan til sum- ardvalar, — af bæjarfélaginu sjálfu, en ekki borgurunum. En þá er hætt við að útsvörin hækki og malbikun eða hreingerningar á götunum mæti afgangi, og því skal horfið frá hug- myndinni. Ekki má ástandið versna. og Skafti Sigurjónsson, ásamt fleirum, sem áður hafa verið nefndir, en þessir menn eru þegar margreyndir á sín liljóð- færi. Að lokum lék hljómsveit Tónlitsarskólans undir stjórn eins kennarans, Björns ólafs- sonar fiðluleikara, tvö verk, þar á meðal Tilbrigðaverk yfir lagið „Hrafninn flýgur um aft- aninn“, eftir einn nemandann, Jón Nordal. Er þetta fallegt verk og vel unnið, ekld með neinum útbrotum nýtízku list- ar, en liinsvegar ósvildn rnúsík. Höfundurinn var tvívegis kall- aður fram og var honum klapp- að lof i lófa. Hitt hljómsveitar- verldð var Trio eftir Stamitz. Var góður hljómur í -liljóm- sveitinni og liefir Björn Ólafs: son unnið milcið og gott verk þar sem hún er. Nemendatónleikar Tónlistar- skólans eru haldnir á vorin í gróandanum og á það vel við, þvi sjálfir eru þeir ungur gróð- ur í tónlistarlífi okkar. B. A. 5 manna Ford Model 1935, til sýnis og sölu á Laugaveg 126, niðri, kl. 7—8 í dag. Gott húspláss ca. 70—80 m2, óskast til iðn- aðar um lengri eða skemmri tíma. — Uppl. í síma 4353. Slípivélar fyrir RAKVÉLABLÖÐ. Ilolt Skólavörðustíg 22. Lítið hús á góðri eignarlóð í miðbæn- um til sölu. Sölumiðstöðin, Klapparstig 11. Simi 5630. Reyktur Rauðmagi Klapparstíg 30. - Sími: 1884.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.