Vísir - 03.06.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 03.06.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur. Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 34. ár. Ritstjórar Blaðamenn Simii Auglýsingar* 1660 • Gjaldkerl 5 linur Afgreiðsla Lýðvoldisstofnnnin: Útsvörixi á Siglufirði. Siglufjörður, í morgun. Niðurjöfnun útsvara er ný- lokfð á Siglufirði. Alls var jafn- að niður einni milljón áttatíu og níu þúsund krónum. 1094 gjaldendur eru ó staðnum. -— Hæfra útsvar en 10 þúsund bera: Dagný h.f., 12.080; Haf- liði li.f., 10.005; Hjaltalín Stein- dór, 11.565; Hrímnir li.f., 15.565; Kaupfélag Siglfirðinga, 12.760; Kjötbúð Siglufjarðar, 13.285; Olíuverzlun Islands h.f., 17.990; Óskar Halldórsson h.f., útibú, 15.580; Shellumboð, 15.730; Hinrik Thorarensen, 14.500; Víkingur li.f., 11.890; Þormóður Eyjólfsson, 12.260. Bje. f------- ■ ; Afstaða allra ríkjanna vxrðist vera ótvíræð. Loftsóknin. Utanríkismálaráðherra, Vilhjálmur Þór, kvaddi blaðamenn á fund sinn kl. 11 árdegis í dag. Gat ráðherran þess, ,að utanríkis- málaráðuneytið hefði látið semja greinargerð varðandi sjálfstæð- ismálið og gang þess frá 1918, samþykktir og yfirlýsingar Alþing- is, þjóðaratkvæðagreiðslunat nú og úrslit hennar. Hefði sendiherr- um og sendifulltrúum Islands í Washington, London, Moskva og Stokkhólmi verið falið að koma greinargerð þessari á framfæri við hlutaðeigandi ríkisstjórnir. Nú hafa ráðherrunum borizt kveðjur og heillaóskir frá sendi- herrum Bretlands og Sovjetríkjanna hér, svo og sendifulltrúa Bandaríkjanna, varðandi úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar og væntanlegrar stofnunar lýðveldis. Kveðjur þessar og heillaóskir eru fyrst og fremst frá sendiherrunum og sendifulltrúunum per- sónulega, en þar fyrir má ganga út frá því sem gefnu, að þar séu túlkuð viðhorf hlutaðeigandi ríkisstjórna, sem virðast okkur vinsamleg í fyllsta máta. Afstaða Bandaríkjastjórnar var áður fyllilega Ijós, en nú virðast tekin af öll tvímæli um afstöðu Bretlands og Sovjetríkjanna einnig. Að því er bezt var vitað, töldu menn víst, að Bretar mundu ekki amast við sjálfstæðiskröfum íslenzku þjóðarinnar og lýðveldisstofnun, þótt engin ótví- ræð yfirlýsing lægi fyrir um það, en afstaða Sovjetríkj- anna var lítt kunn, enda hafa engar fregnir borizt um að blöð þar hafi rætt málið, eða tekið afstöðu til þess. ‘ i Kveðjur sendi herranna og sendifulltrúans eru íslenzku þjóð- inni hið mesta fagnaðarefni, enda mun almenningur leggja þann skilnig í þær, að þar með sé tryggð stofnun lýðveldis á fslandi og algert sjálfstæði þjóðarinnar. Fer greinargerð utanríkisráðherra hér á eftir: Amerískar sprengjuflugvél- ar frá Bretlandi og ítaliu vörp- uðu í maí 63.000 smálestum sprengja á árásarsvæði í lier- numdu löndunum, Þýzkalandi, Austurríki, Ungverjalandi, Rú- meníu og Búlgaríu, og á her- stöðvar Þjóðverja í Jugoslav- íu. 1268 óvinaflugvélar voru skotnar niður, en Bandaríkja- menn misstu 481 sprengjuflug- vél og 232 orustuflugvélar. Flugvélar frá stöðvum við austanvert Miðjarðarhaf hafa ráðist á skipalest fyrir norðan Krít. í skipalestinni voru 3 flutningaskip og 8 verndarskip. Skilið var við tvö flutningaskip og tvö verndarskip logandi stafna milli, en alls voru 8 skip hæfð sprengjum og fallbyssu- skotum. Flugvélar frá flugvélaskip- um hafa ráðist á skipalest und- an Stadtlandet í Noregi. í skipalestinni voru 3 flutninga- skip varin mörgum skipum, sem útbúin voru fallbyssum, vélbyssum og loftvarnabyss- un\ Öll flutningaskipin voru hæfð sprengjum, en 4 vernd- arskipanna löskuðust af fall- byssuskotum. Utanríkisráðuneytið hefir tekið saman greinargerð um, aðdraganda lýðveldisstofn- unarinnar, uppsagnarákvæði sambandslaganna, ályktun Al- þingis 17. maí 1941 um afnám sambandslaganna og stofnun lýðveldis, samþykktir á Alþingi í vetur í þessum málum, svo og upplýsingar um þátttöku i þjóðaratkvæðinu. Þegar er bráðabirgðaúrslit þjóðaratkvæðisins voru kunn orðin úr öllum kjördæmum, lagði utanríkismálaráðherra fyrir sendiherra íslands i Bandaríkjunum, Bretlandi, hjá Noregsstjórn, i Sovétríkjunum og Svíþjóð, að tilkynna á form- legan hátt viðkomandi ríkis- stjórnum úrslitin og aðdrag- anda þeirra. Um leið var sendi- ráðum þessara rikja hér á landi tilkynnt hið sama, og bárust utanrikisráðherra í gær kveðj- ur frá sendiherrum Bretlands og(Sovétríkjanna og frá sendi- fulltrúa Bandaríkjanna. Óska þeir íslenzku ríkisstjórninni til hamingju með úrslitin og óska hinu væntanlega lýðveldi allra heilla. Bréfi brezka sendiherrans lýkur á þessa leið: / „I þessU tilefni leyfi ég mér að færa yður, herra ráðherra, ríkisstjórninni og íslenzku þjóðinni einlægustu óskir mínar um áframhaldandi framfarir og farsæld landi yðar til handa, og er það ein- læg von mín, að erfiðar að- stæður og óróatímar, er ríkja, þegar lýðveldið á að endur- fæðast, geri eigi annað en að þroska það og styrkja, svo að það megi blessast og blómgast á ókomnum árum.“ I bréli sendiherra ráðstjórn- arríkjanna segir svo: „Þetta ár, og þó einkum 17. júní, verður þýðingarmik- ill tími í sögu lands yðar. Ég leyfi mér, herra ráðherra, að færa hinni frelsisunnandi þjóð fslands beztu árnaðar- óskir mínar og ósk um far- sæla framtíð.“ '■% , Loks segir í bréfi sendifull- trúa Bandaríkjanna: „f þessu tilefni leyfi ég mér að óska yðar hágöfgi til hamingju með árangur þjóð- aratkvæðagreiðslunnar, sem greinilega hefir sýnt þjóðar- vilja fslendinga, og færa mín- ar beztu árnaðaróskir um framtíð hins íslenzka lýð- veldis.“ Revkjavik, 2. júní 1944. Yfir 500 stórar amerískar sprengjuflugvélar frá stöðvum á ítaliu i'éðust í dag á stöðvar í austurliluta Ungverjalands og i Transylvaníu. Sumarferðir Breiðfirlðingafélagsins 1944. io. júní; Kleifarvatn—Krýsuvík. FariS á laugardag að Kleifarvatni, legið í tjöldum, gengið til Krýsu- víkur á sunnudag og til baka að Kleifarvatni, ekið til Reykjavíkur um kveldið. — 24. júní: Beruf jörð- ur.Farið á laugardag kl. 1 e. h., tjaldað i Berufirði, verið á sam- komu Ungmennasambandsins og ekið til Reykjavíkúr á mánudag. — 9. júlí: Gönguför um Heiðmörk. — 22. júlí: Sælingsdalslaug. Farið á láugardag kl. 1 e. h. að Sælings- dalslaug, verið á héraðsmóti U. M. S. Dalamanna á sunnudag, ekiÖ til Reykjavíkur á mánudag.— 5. ágúst: Snæfellsnesferð. Farið á laugardag kl. 13, ekið fyrir Hvalfjörð til Ól- afsvíkur, farið frá Ólafsvík kl. 10 á sunnudag, ekið að Mávahlíð, gengið fyrir Búlandshöfða í Grund- arfjörð, ekið þaðan um kveldið til Stykkishólms og til Reykjavíkur á mánudag. — 19. ágúst: Borgar- fjarðarferð. Farið á laugardag kl. 13. ekið um Kaldadal og tjaldað í Húsafellsskógi, ekið á sunnudag um Hálsasveit, Bæjarsveit og Anda- kíl á Hvalfjarðarveg og til Reykja- vikur. — 3. september: Berjaferð ('sunnudagsferð). — Ferðanefndin. Nánari upplýsingar í síma 2978 alla virka daga og síma 5238 eftir kl. 8. ICtBSOU! IMABW0 iVEUtTftli CltTÍIMl. ■TEOIÚÍtlA iHAVENKA XfttMINI s, riuzt ctRCEO Ift.TÉVfkf. tNCONA •fwtlUCIA^ JPESCAflA FKJMICIÍ *RÉ*ÍV£*TO J41MNO Vígstöðvarnar sunnan við Róm. Á kortinu sjást aðalvirki Þjóðverja sunnan Rómar,Velletri og Valmontone, sem báðar féllu banda- mönnum í hendur. Austar á vígstöðvunum náðu þeir öðrum þýðingarmiklum stöðvum á sitt vald, svo sem bæjunum Sennentino og Verole. Má þá búast við að úrslitaátökin um Róm sjálfa séu þegar um það bil að liefjast. Valmontone og Velletri herteknar í Sigurinn í Tunis. Merkileg stríðskvikmynd. Brezki sendiherrann bauð all- mörgum gestum á fyrstu sýn- ingu kvikmyndarinnar „Sigur- inn í Tunis“, sem lýsir viður- eign bandamanna og öxulveld- anna þar. Fór sýningin fram í Nýja Bió. Er myndin stórfeng- leg, — lýsir fyrst hergagna- framleiðslu allri, smíði skipa og bryndreka og annari styrjaldar- framleiðslu, — en skýrir jafn- framt sameiginlegar hernaðar- aðgerðir bandamanna, er inn- rásin í Afríku hófst, náð var tangarhaldi á ýmsum hernaðar- lega mikilvægum stöðum, vcgna hinnar fyrirhuguðu sóknar, en allt kostaði þetta liörð átök og miklar fórnir. Gefur myndin þegar í þpphafi ljósa lmgmynd um þann gífurlega viðbúnað, sem verður að liafa, áður en lagt verður í slíka herferð. Fftir að fyrsta viðureignin er um garð gengin er lýst herför Breta gegn Tunis, sem mistókst að nokkru lcvti í fyrstu, vegna ónógs undirbúnings, enda var mjög teflt á tvær hættur, þar eð haust og vetur fór í hönd og veður og vegir spilltust, — -að svo miklu leyti sem um vegi var að ræða. Þrátt fyrir erfiða að- stöðu að ýmsu leyti hélt brezka herliðið stöðvum sínum og aðr- ir herir bandamanna yfir vet- urinn. Með vorinu hófu Þjóð- verjar sókn gcgnum Kasserin- skarðið og komust nokkuð á- leiðis, en bandamenn hrundu á- rásinni eftir harða viðureign, og úr því hófst hin endanlega sókn þeirra. Þjóðverjar voru um- kringdir í Tunis, skip banda- manna og flugvélar vörnuðu þeim siglinga frá Italiu og sókn- arherinn þrengdi smáni saman að þeim, deildu þeim og tvístr- uðu, þar til J)ýzki hcrinn varð að gefast upp. Myndin gefur glögga liugmynd um hin erfiðu sóknar- skilyrði í fjalllendi, þar sem andstæðingurinn hefir komið sér tryggilega fyrir, og atgang- inn á vígstöðvunum, áður en vörnin verður brotin á bak aft- ur. Myndin er mjög fróðleg, og vafalaust gleggsta stríðsmynd, sem hér hcfir verið sýnd. Alexander hershöfðingi tilkynnti í gærkveldi, að banda- menn hefði tekið Valmontone og Velletri. Eru þar með fallnar tvær mikilvægustu stöðvar Þjóðverja fyrir sunnan Rómaborg. AIIs tóku bandamenn í gær fjóra bæi á Italiu. í fregnum síðdegis í gær var Stntt og laggott Fólk af öllum flokkum í Jugoslaviu berst með þjóðfrels- ishernum, segir jugoslavneskur herforingi, sem er staddur í London. Foringi þessi er i hernaðar- sendinefnd Titos og átti hann tal við blaðamenn í gsbr. Ilann sagði, að Jugoslavar berðust fyr- ir frelsi sínu af miklum hetju- móð. Manntjón hefir verið mik- ið í liði þeirra, en þeir fullyrða, að að öllu samanlögðu muni manntjón Þjóðverja vera um ferfalt meira. Finnska stjórnin hefir bann- að ferðalög til Álandseyja. Ymsar fregnir hafa horizt að undanförnu um hernaðarlegan viðbúnað á eyjunum og hefir það vakið nokkurn ugg í Sví- þjóð. í herstjórnrtilkynningú frá Mountbatten yfirhershöfðingja á Suðaustur-Asíu styrjaldar- svæðinu, segir að helmingur borgarinnar Myitkyina sé nú á valdi bandamanna. Hið þekkta tyrkneska blað Ulus hefir látið svo um mælt um loftsókn handamanna, að með henni sé raunverulega búið að stofna að nokkuru leyti aftur vesturvígstöðvarnar, sem hurfu úr áögunni 1940. „Jafnskjótt og bandamenn sjá að Þjóðverjar eru að gugna,“ segir blaðið, „munu hinar raunverulegu vesturvígstöðvar verða til á ný.“ Bandamenn unnu þarna þýðing- armikinn og merkilegan sigur. Aldrei hafði það þekkzt fyrr, að svo vel útbúinn her og ])ýzki herinn var, skyldi gefast upp og ganga andstæðingunum á hönd, en með því móti urðu handamenn aftur alvaldir á Mið- jarðarhafi, og urðu þess um- komnir, að gera innrás á.Sikil- ey og síðar Italíu á mörgum stöðum. Er þetta því forsaga styrjaldarinnar á Italíu, sem nú er háð og um leið forhoði þeirra atburða, sem ske kunna næstu daga, eða þegar fylling tímans er komin. sagt, að Velletri væri að mestu eða öllu á valdi bandamanna. Amerískar framsveitir ruddust inn í borgina seint í fyrradag studdar skriðdrekum. Sótt var fram varlega inn að torginu í miðhluta borgarinnar, því að leyniskyttur voru víða, en að öðru leyti virtist borgin yfir- gefin. Allmargir þýzkir lier- menn voru teknir höndum, þeirra meðal nokkrir liðsfor- ingjar. Þýzkur skriðdreki ó- skemmdur var meðal lierfangs. Franskar hersveitir hafa tekið þorpið Morolo og Nýsjálend- ingar Campoli fjrrir austan Soro. Skýrt var frá þvi í gær, að Fraser forsætisráðherra Nýja Sjálands hefði farið til Sora ásamt Freyberg, yfir- manni nýsjálenzku hersveit- anna, til þess að þakka Maori- liermönnum frá Nýja Sjálandi vasklega frammistöðu þeirra, en þeir voru meðal liðs þess, sem tók borgina. Fraser og Freyberg fóru til Sora i bryn- variiíni bifreið og héldu þá Þjóðverjar uppi skotlirið á stöðvar Nýsjálendinga úr fall- byssum sinum. Sir Oliver Lesse yfirmaður áttunda hersins hefir þakkað Anders hershöfðingja, yfir- manni pólsku liersveitanna á Italíu, frækilega frammistöðu hermanna hans. Tilkynnti Sir Oliver að pólsku liermönnun- um væri framvegis lieimilt að bera einkenni áttunda hersins á jakkaerminni og væri þeim heimilað þetta í viðurkenning- arslcyni fyrir þann mikilvæga þátt, sem þeir eigi í sókn átt- unda hersins að undanförnu. * Pólverjar gátu sér mikið orð í bardögunum um Cassino, en j þeir liafa jafnan síðan verið , þar, sem erfið lilutverk þurfti j að inna af höndum, og hið sama | má í rauninni um hersveitir ! Frakka segja, en þær hafa sótt fram i fjöllum, þar sem mjög torsótt er yfirferðar. Hin hraða framsókn Frakka í fjöllunum í nánd við þjóðveg 6 hefir mjög greitt fyrir sókn annara 1 liersvcita bandamanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.