Vísir - 03.06.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 03.06.1944, Blaðsíða 2
Ví SIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Gnðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16(0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sjálfstæðið út á við. WASHINGTON POST, eitt- Jivert merkasta blað Bandarikjanna, og þaö, sem mests trausts nýtur meðal al- mennings þar vestra, hefir ný- lega birt grein um sjálfstæðis- mál íslendinga, sem nefnist „Velkomið ísland“. Er greinin j mjög vinsamleg í garð íslend- | inga, saga þjóðarinnar rakin í | stórum dráttum, og vakin at- hygli á að aðstaða landsins hafi verið svipuð og Finnlands gagn- vart Svíþjóð og Rússlandi, eða Noregs og Svíþjóðar meðan samband þeirra landa varaði. Því næst er lýst úrslitum at- kvæðagreiðslunnar, og lýkur greininni með þessum orðum: „Lýst verður yfir stofnun ís- lenzks lýðveldis. Vinátta og góðvilji systurlýðveldisins, Bandarikjanna, fylgja íslenzku þjóðinni í ákvörðun hennar“. Ekkert getur glatt islenzku þjóðina meir, en er hún verður aðnjótandi skilnings og vin- semdar á erlendum vettvangi. Tilvera og sjálfstæði smáþjóð- ar getur ekki á öðru byggst, en vináttu annara þjóða, alþjóða- lögum og siðgæði í viðskiptum þjóða á milli, þar sem hnefarétt- ur og ofbeldishneigð verður að víkja fyrir menningu og mann- réttindum. Sjálfstæðisþrá Is- lendinga, sem staðist hefir harð- ari eldraun, eií nokkur önnur þjóð hefir orðið að þola, hlýtur að leiða það af sér, að íslending- ar skipa sér í flokk þeirra þjóða sem vernda vilja frelsi og sjálfs- ákvörðunarrétt og virða al- þjóðalög og viðskiptareglur. Hallaðist þjóðin að öfgastefn- um, þýddi það, að hún afsalaði sér réttinum til sjálfstæðis og ofurseldi sig nýrri kúgun og þrengingum um ókomnar aldir. Smáþjóðir, sem vinna i þágu öfgastefna, kveða upp sinn eigin dauðadóm, með þvi að þær verða sjálfar fyrstar öfgastefn- unum og yfirráðum þeirra að bráð. Þetta liggur í augum uppi, enda hefir íslenzka þjóðin í lieild látið sér fátt um finnast öfgastefnurnar og þann á- róður, sem af þeim hefir verið rekinn um heim allan. Banda- ríkin liafa frá því er þau fyrst börðust fyrir frelsi sírtu og fengu það með blóðfómum, verið öruggasta vígi frelsis og mannréttínda. Fyrst allra ríkja fengu þau stjórnskipunarlög í samræmi við nýja tímann, þar sem allir borgarar eru jafnir fyrir lögunum, og njóta frelsis til athafna, orðs og æðis. Þessi lagasetning þeirra hefir síðar mótað frjálslynda löggjöf allra landa og tryggt lýðréttindin. Það er því gleðilegt er þessi voldugasti forvörður mannrétt- inda og frelsis, sýnir íslenzku þjóðinni slíka vinsemd í öllum athöfnum og raun h’efir orðið á, frá því er skipti hófust fyrst milli þjóðanna og allt til þessa dags. Stærsta lýðveldið styður hið elzta og minnsta til að ná rétti sínum og vinur er sá, er í raun reynist. Bretar hafa tekið ákvörðun- um íslenzku þjóðarinnar með mikilli vinsemd, enda er alls góðs þaðan að vænta. Brezk blöð bafa ritað um málið af fullum skilningi og sanngirni, Mikill áhugí ríkjandi inn- an þingflokkanna um st j órnar my ndun. En grundvöllinn vantar til að tryggja „öruggustu leiðina". Meira hefir verið rætt manna á milli um væntanlega stjórnar- myndun en ritað hefir verið. Menn eru almennt á einu máli um það, að nauðsynlegt sé, vegna ýmsra aðkallandi vandamála, að flokkarnir geti tekið höndum saman til lausnar vandamálunum. Sjálf lýðveldisstofnunin er EKKI eitt af þeim vandamálum. Það mál hefir fram gengið farsællega, þrátt fyrir sundurlyndi flokk- anna að öðru leyti. Þess vegna væri broslegt að halda því fram í fullri alvöru, að nú væri höfuðnauðsyn að mynda allra flokka stjórn vegna stofnunar lýðveldisins. En hitt er nauðsyn, að flokk- arnir geti sameinast um það, hvernig eigi að leysa stærstu vanda- málin, svo sem dýrtíðarmálin, skipulagningu atvinnuveganna, endurskoðun stjórnarskrárinnar og fleira, sem nú bíður úrlausn- ar. Þetta er allt aðkallandi og bolir enga bið. Það þarf ekki mikið liug- myndaflug til að gera sér grein fyrir hvað leiða mundi af slikri stjórnarmyndun. Á meðan há- tíðahöldin standa yfir mundi vafalaust verða ríkjandi friður og eining. En þegar þau væru liðin hjá, mundi fljótt koma í ljós að ekki væri allt mqð felldu. Allir flokkarnir mundu hafa sín sérstöku sjónarmið, sem ekkert hafði verið hirt um að samræma fyrirfram. Grund- völl samvinnunnar vantar ger- samlega. Þá mundu, hinir bjart- sýnu menn komast að raun um, að ekki sé að kynja þótt keraldið leki, „botninn er suður í Borg- arfirði“. Til þess að fulkomna öng- þveitið af hinni fyrirhyggju- lausu stjórnarmyndun, mundu IÓskar Jónsson j yfirprentari, ^ andaðist i sjúkraliúsi Hvíta- bandsins þann 24. fyrra mán. eftir nokkurra mánaða erfiða legu, rúmlega fimmtugur að aldri. Hann var fæddur á Meyj- arlandi í Skagafirði þann 2. nóvember 1893, sonur hjón- slarfi Lúðrasveitar Reylcjavík- ur og sýndi þar meiri áhuga en flestir aðrir. Hann var einn af stofnendum Tónlistarfélagsins og starfaði mikið fyrir málefni þess ljóst og leynt. Hann unni tónlist og helgaði henni frí- stundir sinar, lagði enda. oft á sig vökur og erfiði hennar vegna. Óskar átti og úrval bóka, sem hann var vel heima í og liafði yndi af að ræða um. Við, sem störfuðum með Ósk- ari, lengri eða skemmri tíma, höfum með honum misst vin, sem ávallt var reiðubúinn að liðsinna og bæta úr, ef mögulegt var. Við munum ávallt minnast hans sem liins bezta drengskap- armanns. Hafliði Helgason. Bœ)ap íréWtr Grundvallarlagadagurinn: og þótt Bretar bafi nú i ýms horn að líta, er engin ástæða til að ætla annað, en að þeir veiti íslenzku þjóðinni brautargengi út á við, enda er það í samræmi við yfirlýsingar þeirra og Bandaríkjanna, varðandi frelsi og sjálfstæði landsins að ófrið- arlokum. Þessar tvær stórþjóð- ir ráða láði og legi, Island liggur ,á áhrifasvæði þeirra og lilýtur að gera það, meðan þessi stór- veldi eru við lýði og stendur og fellur með þeim. Bretar hafa þráfaldlega bjargað íslending- um jafnvel frá beinum hungur- dauða, og sýnt þeim í mörgum greinum einstaka vinsemd. Er ekki vafi á, að svo mun enn verða, er mest reynir á, enda í samræmi við raunsæi Breta og aldareynslu í alþjóðaviðskipt- um. Bretar vita allra þjóða bezt hve kröpp kjör Islendniga hafa orðið að búa við, og hafa beint og óbeint stuðlað að þvi, á liðn- um öldum, að hagur landsins yrði réttur við með hagkvæmari viðskiptum út á við og auknu sjálfstæði inn á við einnig. Flest blöð á Norðurlöndum hafa rætt málið af skilningi og gert sér fyllilega ljóst, að hér er um eðlilega þróun að ræða, sem vitað var fyrir fram hver yrði, enda aldrei dult með farið af hálfu Islendinga. Þeim er ljóst að hér er um engan fjandskap við Dani að ræða, eða vilja til að særa þá á nokkurn bátt. Dan- ir, sem hér búa skilja þetta manna bezt og liafa margir hverjir tekið beina afstöðu með íslendingum við þjóðaratkvæða- greiðsluna, en aðrir látið málið afskiptalaust „principielt“. For- ystumenn frjálsra Dana hafa rásinnis sýnt skilning sinn á essu máli, og engrar óvildar hefir gætt af þeirra hálfu, vegna ofangreindra ráðstafana. Sann- leikurinn er sá og liggur i aug- um uppi, að því aðeins verður sambúð þjóða viðunandi, að þær eigi viðskipti á jafnréttis- gundvelli, en þjóðir með jafn óskyld hagsmunamál og Danir og Islendingar, geta aldrei farið með umboð út á við, livor fyrir aðra svo viðunandi sé. Danmörk liggur auk þess á hagsmuna- svæði meginlandsríkjanna, en Island ekki, og það eitt og út af fyrir sig gerir þjóðréttarsam- band landanna algerléga óhugs- andi, enda hefir það ávallt brostið, er út af hefir borið. Is- lendingar æskja einskis annars, en skilnings og vináttu annara þjóða. Hafi þeir aðilar þökk, sem tekið hafa slika afstöðu, og megi öllum þeim vegna vel, sem berjast fyrir frelsi og mann- réttindum, með hvaða hætti, sem það er gert. Frelsið sigrar um síðir. Þetta er öllum lýðum -ljóst því að þjóðin veit vel hvar skór- inn kreppir. Mun ])ví marga hafa sett hljóða er þeir lásu eft- irfarndi klausu í leiðara Mbl. í gær, sem liét öruggasta leiðin“. „Sameiginleg stjórnarmynd- un allra flokka nú, með komu lýðveldisins, getur áreiðanlega ekki heppnast, ef byrja á með togstreitu um málefnagrund- vÖll tll frambúðar. Það mundi þurfa lengri tíma til undirbún- ings. — — — Vitanlega gæti svo farið, að flokkarnir kæmu sér ekki saman um málefna- grundvöll. Þá' yrði að reyna nýj- ar leiðir. En vinningurinn væri alltaf sá, að þingið væri komið út úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir, og eðlileg þingræðis- stjórn komin á Iaggirnar.“ — (Leturbreyting hér). Mörgum verður það nú á að spyrja: Er það á þennan liátt sem á að tryggja lýðveldið og framtíðina? Er það á þennan hátt sem á að leysa vandamálin? Er hún svona „öruggasta leið- in?“ Það á, með öðrum orðum, að rnjrnda stjórn, sem hefir það eina sameiginlega takmark að setjast í stólana, en veit að öðru leyti ekkert um það, hvort hún getur starfað, hvernig hún get- ur starfað og á hvaða liátt hún ætlar að leysa vandamáhn. Ömurlegra ráðleysi er varla liugsanlegt. Hér er ekki verið að hugsa um þjóðina eða lienn- ar afkomu. Hér er ekki verið að sameinast í einlægu og þjóð- nýtu starfi. Hér er verið að sam- einast í hégómaskapnum og vanliyggjunni. Tillögur hafa komið fram um það, að lögð yrði braut i kringum bæinn allan, Hringbrautin, sem yrði steypt, enda færi um hana allur þungaflutning- ur. Jafnframt yrðu aðalbrautir inn- anbæjar malbikaðar og hliðargötur eftir því, sem unnt yrði að koma í framkvæmd. Ýmsir telja, að reynzla sú, sem fengist hefir af mal- bikinu hér, sé lakari en annars- staðar, en þetta stafi af röngu vali á koltjöru. Þannig sé reynzlan vest- an hafs af malbikun allt önnur en hér, en veðrabreytingar, — mis- munur hita og kulda að degi og nóttu á vissum tímum árs, og aftur sumri og vetri, — sé miklu örari og meiri en hér, og ætti því mal- bikið þar að endast ver. Þar sé reynzlan hinsvegar miklu betri. Hér á landi hafa einhverjar tilraunir verið gerðar með malbikun á ýms- um vegarspottum, og mun árang- urinn yfirleitt vera lélegur. Telja fróðir menn, og þykjast þar hafa dæmi fyrir augum, sem ekki er unnt að skýra frá, að hér muni gefast bezt koltjara, sem sé miklu þykkari en sú, sem nú er notuð, þannig jafnvel, að fletja þurfi hana út með kommúnistar bera fram lcröf- ur sem enginn binna flokkanna gæti óbeygður gengið að. Mundu þeir þá annaðhvort verða nauðugir að ganga að afarkostunum til þess að við- lialda sameiningunni eða liorfa upp á það, að kommúnistarnir þytu burtu úr samvinnunni til þess að slcapa glundroða og óreiðu! Þá væri komin stund hinna bjartsýnu og trúgjörnu manna, sem lifa nú í þeirri sjálfsblekking, að hægt sé að trúa kommúnistunum og vinna með þeim að uppbygging núver- andi þjóðskipulags. Það mun sannast að þeir svíkja þá mest sem trúa þeim bezt. Slík stjórnarmyndun sem þessi minnir óþægilega á mjög kunna sögu um mann sem sagt var að flytja bát yfir fljót nokkurt. Þegar báturinn er komin nokkuð frá landi hrópar maðurinn til þeirra sem ýllu honum á flot: „Mér láðist að geta þess, að eg kann ekk: að róa!“ Hælt er við að eilthvað svip- að mundi koma fyrir þá stjórn, málefnasamnings og ekki hefði hugmynd um hvernig hún ætti að taka á málunum. Það yrði til þess að fullkomna vantrú þjóðarinnar á flokkunum. Það væri að fara úr öskunni i eld- inn, þegar landsmenn þurfa þess lielzt með, að fast og skynsam- lega sé tekið á málunum af hinu pólitíska forustuliði og þegar mestu varðar, að lagður verði niður allur leikaraskapur, per- sónulegur metnaður og póli- tiskt kaupmang. valtara og bera síðan mulning ofan í. Um þetta geta sérfræðingarnir vafalaust deilt, en reynzluna vestan hafs á að athuga sérstaklega með tilliti til framtíðarinnar hér. í I Veltuútsvar. Vitleysan i álögum á skattborg- arana mun komast einna lengst i hinu svokallaða veltuútsvari. Sú hugsun mun liggja á bak við það, að þeir einstaklingar eða fyrirtæki, sem velti miklu fé og hafi mikið umleikis, hljóti að græða, og yfir- leitt er það svo að sjái löggjafinn fé i veltu er um að gera að ná til þess. Þetta kann að vera réttlætan- legt gegn gömlum og stórum fyrir- tækjum, en gegn nýjum og stórum fyrirtækjum getur það ráðið bagga- muninn algjörlega og lagt fyrirtæk- in í rústir. Þetta hlýtur einnig að leiða til þess að menn forðast að hætta fé sínu í stofnun stórfyrir- tækja. Félag, sem hefir mikla veltu, getur stórtapað í fyrstu, en verið þó lifvænlegt til frambúðar. Á velt- una er hinsvegar lagt útsvar, alveg án tillits 'til afkomu félagsins, og þetta útsvar er það þungt, að fyrir- tæki, sem berjast í bökkum, geta vart anna Ingveldar Jónsdóttur og Jóns Jónssonar, sem þar bjuggu fram tiT ársins 1906, en fluttust þá ásamt börnum sín- um hingað til Reykjavíkur. Óskar hóf prentnám þegar eftir að hann var fermdur og nokkuru eftir að hánn bafði lokið námi sigldi liann utan og dvaldist árlangt við prentverlc í Kaupmannahöfn. I ársbyrjun 1922 tók hann við verkstjórn í prentsmiðjunni Acta og hélt þeim starfa eftir að sú prent- smiðja skipti um eigendur og nú heitir Edda. Starfaði hann þar meðan honum entist aldur og átti miklum vinsældum að fagna allra, er með honum störfuðu og við bann áttu að skipta. -Óskar kvæntist árið 1921 Ingigerði Loftsdóttur, afbragðs konu. Var sambúð þeirra liin úgætasta og lieimili þeirra fyr- irmynd í alla staði. Þau eign- uðust fjögur mannvænleg börn, sem nú eru öll uippkomin. Það eru nú um þrjátíu ár síðan eg kynntist Óskari Jóns- syni fyrst. Við vorum báðir ung- ir að árum þegar við störfuðum saman i lúðrasveit og söng- flokki. í því efni skildi þó Teið- ir með okkur því að hann lagði alla rækt við lúðrasveit og yfir- gaf sönginn, en vinátta hélzt ávallt með okkur því að starfs okkar vegna bar fundum jafn- an saman. Óskar var félagslyndur og traustur félagi; sérstaklega gætti þess í Prentarafélaginu, sem hann starfaði mikið i og var i stjórn nokkur ár. Þá tók liann mikinn þált i stjórn og bætt því á sig, ekki sízt sé um beint tap að ræða. Veltuútsvar getur einn- ig komið hart niður á smærri fyrir- tækjum, en sé tap á þeim í upp- hafi, eru þau yfirleitt ólíkleg til langlífis, og kann því að skipta litlu hvort þau fara á hausinn á árinu fyrr eða seinna. Veltuútsvar er und- ir öllum kringumstæðum ranglátt og á að afnemast. Skatta á að greiða af gróðanum einum, en ekki tapinu. Laxveiði Harry Hopkins. New York Post birti í fyrra eftir- farandi grein, sem mun hafa farið fram hjá íslenzkum lesendum: „Nú, þegar leyft hefir verið í Washing- ton að skýra frá för Harry Hop- kins til Bretlands (í júlí 1943), má skýra frá þessari eftirhreytu: Á heimleiðinni kom Hopkins við á Is- landi og heimsótti þá ríkisstjórann. En er hann kom til Washington hafði hann lax meðferðis, sem reiddur var fram fyrir gesti í 'brúð- kaupi hans og Louise Bacy. „Allan þennan lax veiddi ég sjálfur á ís- landi,“ sagði Hopkins við gestina. „Þið vitið hvernig lax er veiddur þar?“ „Vissulega,“ sagði Roosevelt forseti, „þú veiddir hann í ísskáp ríkisstjórans.“ Frú de Fontenay tekur á móti heimsóknum þann 5. júni n.k. kl. 4—6 eftir hádegi. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Leikrit: „Einu sinni var“ eftir H. Drachmann (Lárus Pálsson o. fl.). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. Næturakstur: I nótt: Aðalstöðin, sími 1383. Aðrat nótt: B. S. R., sími Vj20. Næturlæknir í nótt: Úlfar Þórðarson, Báru- götu 13, sími 4411. —.Aðra nótt: Valtýr Albertsson Túngötu 3, sími 325I- Tilsölu: kvenmanns- og karl- mannsreiðhjól, gúmmí- stakkur og upphá gúmmístígvél. Upplýs. Þingholtsstræti 9, eftir kl. 5 í dag. 5 manna Foid, model ’36, til sölu. — Uppl. hjá SKULA GUÐLAUGSSYNI, Hverfisgötu 106 A, sími 1827, kl. 21—22. Blandað Grænmeti. Gulrætur. Klapparstíg 30. - Sími: 1884. Kökuhnífar Ávaxtahnífar Ostahnífar úr plastic. H0LT Skólavörðustíg 22. Gæfa fýlgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓRI. Hafnarstræti 4. Scrutator: c XjOucLdjbi aJÍmjwnwfys oj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.