Vísir - 03.06.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 03.06.1944, Blaðsíða 3
VISIR BREZK-ISLENZK VI8SKIPTII HffTTU Grein í brezku verzlunartímariti. Folksflutningur til Þingvalla 17. júnL Atvinnubiíreiðar teknai leigunámi til að greiða fyrii flutningum. Þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar á Islandi hoðaði blaðamenn á fund sinn í gær, og skýrði þeim frá undirbúningí að hátíðinni á Þingvöllum 17. júní, einkum að því er varðar mannflutninga þang- að austur og þau efni, sem almenningur þarf að kynna sér með hæfilegum fyrirvara. jJJÖRNBjÖRNSSON kaupmaður í London hefir birt athyglisverða grem um viðskipti Breta og Islend- inga í aprílhefli „British Trade Journal & Export World“, þar sem hann ræðir um hömlur þær, er ríkja á út- flutnmgi brezkra vara til ís- lands. Kveður hann viðskipt- um Breta við Island í hættu stefnt, vegna þeirra samn- inga, sem gerðir hafa verið við Bandaríkin, um að láta landinu nauðsynjar í té. „Það verðiH' mjög erfitt fyrir brezka framleiðendur að ná aft- ur íslenzka markaðinum, sem þeir eru sem óðast að tapa í hendur Bandaríkjamanna“, seg- ir 1 greininni, „enda þótt brezk- ar vörur hafi i um 40 ár notið mikilla vinsælda nieðal Islend- inga og pantanir frá íslandi hafi aukizt mjög, einkum 3 síðustu árin.“ Bretar unnið fyrir gýg. „Brezkir framleiðendur hafa varið miklu erfiði til að byggja iupp viðskipti við ísland, og það -var ekki eingöngu stö/ðvun við- ■skiptanua við meginlandið, sem gerði*það að verkum að eftir- spurn jókst eftir enskum vör- ium frá Islandi. Islendingar hafa alltaf óskað eftir brezkum vör- um, en óhagstæðir verzlunar- •samningar neyddu þá til við- skipta við Þjóðverja. Þannig stóðu sakir til 15. jan. 1943, þegar viðskiptasamning- ar við Ameríku leiddu til stöðv- unar á útflutningi brezkra vara til Islands. Þá hafði firma mitt (Icelandic Marketing Co., ■London) með höndum pantan- ir, sem námu nær 20,000 ster- lingspundum. Þótt vörurnar væru að sumu leyti tilbúnar til sendingar, en að sumu leyti næstum tilbúnar, var lokað fyr- ir útflutninginn og íslenzkum innflytjendum vísað til amer- iskra innflytjenda, enda þótt þéir hefðu í höndum innflutn- ingsleyfi fyrir þessum vörum. Það er eftirtektarvert, að á- standið breyttist ekki, þótt Is- iendingar lýstu yfir því, að margar af vörum þeim, sem í Ameríku átti að kaupa, væru þar ófáanlegar, sumpart vegna skorts á skipakosti, sumpart vegna þess að slíkar vörur höfðu aldrei verið framleiddar þar í landi. Á þeim tímá voru nauðsyn- legar matvörur fyrirliggjandi í Ameriku og biðu flutnings, og var reiknað með að taka myndi að minnsta kosti ár að koma þeim til Islands. Á meðan mátti gera ráð fyrir að aðrar vörur hrúguðust upp, svo að telja mátti litla von til að Ameríka myndi nokkurntíma geta full- nægt þörf Islendinga fyrir vörur. ísland skortir vörur. Island skortir margt af þeim vörum, sem auðvelt væri fyrir Breta að láta í té. Til dæmis hefir komið fram í íslenzkum blöðum óánægja húsmæðra yfir skorti á algengustu tegundum , leirvöru, aðallega bollapörum. Þótt segja megi að þessi við- skiptasamningur útiloki ekki algerlega brezk-íslenzk við- skipti að stx-íði loknu, þá er það víst, að hann mun tefja þau að mun. Innflytjendur munu um óákveðinn tíma vera bundnir við hin nýju verzl u narsambönd, einkum um vélahluti og þvíum- líkt. Mér er kunnugt um að marg- ir útflytjendur hafa sömu sögu að segja, og tel eg víst að hæ£*t verði að leggja gnægð gagna fyrir viðskiptamálaráðuneytið. Bak við útflytjendur standa framleiðendur í ýmsum grein- um, og er firma mitt umboðs- maður fyrir um 40 stærstu framleiðendur í ýmsum grein- um. Má því telja að nokkur hundruð framleiðanda hafi nægan áhuga fyrir þessum mál- um, og ættu þeir, sem hags- muna hafa að gæta í þessu sam- bandi, að taka sig saman um að leita réttar síns hjá ráðu- neytinu i sambandi við vænt- anlega endurskoðun samnings- ins í apríl. Bretar vilja endurskoðun. I nýlegri grein í Daily Ex- press segir svo: „Búizt er við að Bretar fari fram á að fá und- anþágu frá því ákvæði samn- ingsins, að lagðar séu hömlur á brezka,n útflutriing.“ Ganga [sessi orð mjög i sömu átt, að það er meiningarlaust að binda sig við samning, er raunveru- lega kæfir brezka útflutnings- verzlun og tekur frá framleið- endum tækifæri til að keppa við framieiðendur annara þjóða.“ Þjóðhátíðarnefnd fer til Rafnseyrar. Fjölmenn hátíð verður haldin þar Þjóðhátíðarnefnd fór í gær til Rafnseyrar, fæðingarstaðar Jóns forsetaSigurðssonar og átti fund með hátíðarnefnd, sem skipuð hefir verið þar í héraðinu. I þeirri nefnd eiga sæti: Þórður Njálsson, Ingivaldur Benedikts- son og Björn Guðmundsson, fyr skólastjóri á Núpi. Verður efnt til mikillar sam- komu að Rafnseyri, til að heiðra minningu forsetans, og gera nefndarmenn þar ráð fyrir að um 2000 manns sæki skemmtun- ina, enda hefir verið greitt fyrir flutningi fólks þar um slóðir eftir frekasta megni. Verða bát- ar hafðir í förum fjarða á milli og mikill áhugi er ríkjandi með- al manna um sóknina. Þjóðhá- tíðarnefnd lét Rafnseyrarnefnd- inni i té íslenzka fána eftir þörf- um, tjöld og annan útbúnað, en jafnframt athugaði nefndin, samkvæmt samþykktri þings- ályktun, hvað hægt væri að gera sérstaklega á Rafnseyri til að heiðra minningu forsetans, og mun nefndin senda ríkisstjórn- inni ákveðnar tillögur í því efni, sem skýrt verður frá nánar síðar. I förinni voru, auk nefndar- innar, myndatökumaðui’, sem kvikmyndaði staðinn og það, sem þar fór fi’am, en Guðmund- ur Einarsson frá Miðdal gerði teikningu af staðnum og mun síðar búa til „raderingu“. Sig- urður prófessor Nordal var enn- fremur með í förinni, en há- tiðanefndin að Rafnseyri hefir falið honum að halda aðalræð- una til minningar um Jón Sig- urðsson, en aulc þess verður minning hans heiðruð á ýmsan annan hátt. FJELftSS PRENTS niflJ U tú’iAÍT Nefndin hefir Iilutast til um, að rikisstjórnín hefir gefið út bráðabirgðalög um leigunám bifi’eiða hátíðardagana. Var i upphafi ætlunin að komast hjá slíkri ráðstöfun, en reyndist ýmsra orsaka vegna ólijá- kvæmilegt. F armiðar verða seldir almenningi dagana 10— 14. júní og fer salan fram í Iðn- skólanum. Bifi’eiðar þær, sem teknar vex’ða þannig leigunámi geta væntánlega flutt allt að 3000 manns í hverri ferð, en þó kann það að reynast eitthvað minna, vegna hjólbai’ðaskorts o. fl., en einkabifreiðar, sem munu vera um 1140, munu geta flutt um 3700 manns i liverri ferð. Lagt verður upp i förina frá Fi’íkirkjuvegi og ekið inn Hvei’fisgötu svo sem leið liggur. Er austur kemur staðnæmast bifreiðar þær, sem á vegum nefndai’innar verða, á bakka Almannagjár og verður þar all- mikið svæðiliaft fyrir bifreiða- stæði og það lagað eftir þörf- um. Hinn 16. júní verða fai’nar fjórar ferðir austur, kl. 9, 13, 17 og 21. Væri æskilegt að allir þéir, sem eiga tjöld eða liafa umráð yfir þeim, notuðu þessar ferðir, en tjaldað verður á efri völlunum sunnan við iþrótta- svæðið. Hinu 17. júní um morg- unin verða tvær ferðir farnar kl. 7.30 og 10.30. Þeii’, sem fyrst- ir kaupa sér farmiða geta valið um ferðir frá Þingvöllum aft- ur, en hinir síðustu geta það ekki, heldur verða að sæta fyr- irlagi nefndarinnar í því efni. Farið verður frá Þingvöllum hinn 17. júní ld. 18 og 22 og verður flutningi fólks haldið á- fram aðfai’anótt hins 18. júní, þannig að ferðir verða frá Þing- völlum kl. 13,17, og 21 . Nefndin beinir þeirri ósk til bifi-eiðaeigenda, sem umráð liafa bifreiða sinna, að þeir fari tvær ferðir hver til Þingvalla með aðstandendur, venzlamenn og vini, þannig að þeir fvrir sitt leyti létti undir með fólks- flutninga. Verður nánar til- kynnt siðar um bi’ottfarartíma einkabifreiða, sem verður hag- að þannig, að ekki brjóti í búga við ráðstafanir bifreiða á veg- um nefndarinnar. Ætlunin er að ekið verði i hring, þannig að bifreiðar, sem frá Þingvöllum fara, aki gamla veginii niður með Geithálsi, og verða gerðar vegabætur á hon- um á alllöngum kafla, og þess vænst að því verði lokið fyrir liátiðina. Verði það ekki, mun bifi’eiðaumferð beint syðri leið- ina og allt gert sem unnt er til að umferð verði sem gi-eiðust. Á þrernur stöðum verður lög- regluvörður, hjúkrunarlið og símavarzla við, veginn, til að- stoðax’, ef út af ber. Þær stöðv- ar verða að Brúarlandi, Svana- stöðum og vegamótum gamla og nýja Þingvallavegarins.Þang- að geta menn snúið sér og feng- ið aðstoð ef með þai’f. Bifreiðar á vegum nefndar- innar hafa bækistöð á efri bakka Almannagjár, svo sem getið hefir verið. Þar verður enn- fremur lögreglustöð o. fl. — Einkabifreiðum er ætlaður staður inni á Leirum og halda kyrru fyrir meðan á hátíðinni stendur, en þó er ætlast til, að þeir, sem vilja halda heim, geti gert það i hléinu milli athafnai’- innar að Lögbergi og þar til skemmtunin hefst kl. 4% síðd. tJr því verður akstur slíki-a bif- reiða ekki leyfður um hátíða- svæðið eða Almannagjá fyrr en eftir kl. 8 að kveldi. Bifreiðar ei’lendi’a sendiherra og bif- reiðar í þjónustu þjóðhátíðar- nefndar fara að Valhöll og hafa þar bækistöð, en Valhöll verður ætluð Alþingi og gest- um þess til umráða. Af þessu leiðir aftur að veitingar verða að fara fram i tjöldum og vex-ða þær helztar: kaffi, sæl- gæti, öl, tóbak og smurt brauð, en vafasamt er hvort unnt reyn- ist að selja lieitan mat. Nokkur- ir aðilar liafa fengið leyfi nefnd- arinnar til greiðasölu, og hefir nefndin farið fram á það við viðskiptaráð, að veitt verði undanþága frá skömmtunar- reglum, þannig að auðveldara verði að afla vista og hafa á hendi gi-eiðasölu. Fjölskyld- ur og aðrir, sem það geta, ættu því að hafa með sér nauðsyn- legt nesti og tæki til eldunar, ef þeirn sýnist svo. Þess skal að lokum getið að farmiðar kosta kr. 40.00 fram og aftur, en fyrir börn yngri en 10 ára verða þeir látnir af liendi gegn hálfvirði. Aðkomu- fólk, sem hyggst að fara á Þing- velli, þyrfti að tryggja sér far sem fyrst. Allar nánari upplýs- ingar í þessu efni gefur fullti’úi nefndarinnar, Ævar R. Kvaran lögfræðingur, en sírni hans er 1130. Nefndin liefir átt fundi með bifreiðastöðvarstjórum, og hefir tekizt bezta samvinna með þessum aðilum. Er búizt við að unnt verði að tryggja 18—20 þús. manns far austur, án nokkurra vandkvæða. Ný tegund þakmálningar. „BATTLESHIP"-asbest-þakmálning. Málningu þessa má nota á: Steinþök — Pappaþök — járnþök. Myndar vatnsþétta húð, sem þolir bæði frost og hita. • „BATTLESHIP" -Primer: Undirmálning á steinþök. .JATTLESHIP" -Plastic Cement: Til þéttingar á rifum og sprungum á steinþök- um, þakrennum, skorsteinum, þakgluggum o. fl. Almenna byggingaiélagið h/í Auglýsendur! Athugið að þjóðhátíðarblað Vísis kemur út 17. júní n. k. og flytur meira, fjölbreyttara og vand- aðra efni en nokkurt blað íslenzkt hefir áður flútt. j. Þeir, sem vilja koma auglýsingum í þetta blað, ' gefi sig fram við auglýsingaskriístofu Vísis fyrir 8. þ. m. Daqblaðið Vísir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Ingibjargar, litlu dóttur okkar. Ingibjörg og' Magnús Þorgeii’sson. Maðurinn minn elskulegur og faðir, Gísli Þorsteinsson, skipstjóri, Ránargötu 29, andaðist fimmtudaginn 1. júní. Steinunn Pétursdóttir og börn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.