Vísir - 07.06.1944, Síða 3
VISIR
Aðeins 3 sölu dagar eftir í 4. flokki.
Happdrættið.
r
Jón Ólafsson
fyrxv. dyravörður
Menntaskólans í Reykjavík
I
andaðizt liinn 30. f. m., rúmlega
82 ára að aldri og verða jarð-
neskai' leifar lians til moldar
bornar í dag.
Hann var fæddur að Vetleifs-
holtsparti í Holtalireppi hinum
forna hinn 10. apríl 1862 og
ólst hann þar upp til tvítugs-
honum áður og aðkomnir úr
fjarlægum sveituxn. Þessir
menn, og þeir eru eigi fáir,
munu minnast þessa hollvinar
síns með aðdáun og þakklæti;
þeir vita bezt, hversu xnjög hann
lét sér ant um að hjálpa þeim,
livetja þá til dugnaðar og dáða,
svo að þeir yrðu góðir og nýtir
menn, enda er það saaanreynd,
að þeir urðu það. —-
Óskandi væri að vor litla þjóð
ætti ávallt mörgum slíkinm og
þvílikum mönnum á að skipa í
hvaða stöðu sem er, sem þessi
trúverðugi þjónn hennar, Jón
Ólafsson, reyndist ávallt vera ®g
var alla hina löngu og láni
prýddu ævi sína.
Blessuð sé minníng lians!
Reykjavik, 7. júní 1944.
Jón Pálsson.
.aldm's hjá foreldrum sínum,
ólafi Jónssyni og Margréti
Jónsdóttur, er þar bjuggu. Síð-
an stundaði Jón ýmsa algenga
vinnu hér og þar, sjómennsku
og sveitastörf, hjó búi sínu á
ýmsum stöðum eystra, kvæntist
þar myndarlegri og dugandi
stúlku, er Björg hét, Héróný-
umsdóttir frá Smádalakoti og
eignuðust þau tvo mannvænlega
sonu, Ólaf Ilelga, lcaupm. í
Hafnarfirði og Þorlák, skrif-
stofustjóra Ráðningarstofu
Reykjavíkurbæjar. í þeirra
skjóli var hann nú, hinn síðasta
hluta ævi sinnar.
Hin langa ævi þessa mæta og
megingóða manns, Jóns Ólafs-
sonar var að ýmsu leyti merki-
leg: Hann var eigi einungis við-
urkenndur sem einn hinn ágæt-
asti og ötulasti verkamaður, að
liverju sem liann gekk, heldur
og hinn þegnhollasti þjónn hús-
hænda sinna, sí-úðrandi og
uppörfandi samstarfsmaður,
samvinnuþíður og sífelt glaður.
Var hann því eftirsóttur mjög
til allrar vinnu og honum oft
verkstjórn falin á mannmörg-
um myndarheimilum, m. a. hjá
hinum ágætu hjónum, Sigurði
Ólafssyni sýslumanni í Kaldað-
arnesi og lconu hans, frú Sigríði
Jónsdóttur.
Um nokkurra ára skeið var
Jón Ólafsson dyravörður
Menntaskólans í Reykjavik og
naut hann þar verðugrar hylli
kennara og nemenda hinnar
virðulegu fræðslustofnunar
þjóðarinnar, sem einn hinn
liprasti og reglusamasti maður
í þeirri stöðu, sem öllum öðrum.
Góðvild Jóns Ólafssonar í garð
húsbænda sinna og samverka-
manna var sönn fyrirmynd;
ánægja hans og aðal-umhugs-
unarefni var ávallt það, að aðrir
menn, frekar en hann sjálfur,
mættu njóta alls hins bezta á-
vinnings af orðum hans og
gjörðum; þar var aldrei um
neina augnaþjónustu að ræða,
hlédrægni neina né hlifð við
sjálfan sig, heldur dæmafáa trú-
mennsku og trygðfasta örygð
um, að allt það, sem hann gerði
eða átti að sjá um að gert væri,
mætti vera sem bezt af hendi
leyst, til hagsmuna þeim, er þess
áttu að njóta, húsbændunum og
heimilinu, sem liann vann fyrir;
eiginhagsmuni sjálfs hans lét
hann sér því oftast í Iitlu rúmi
hggja. Ungum mönnum og um-
komulitlum, er tii hans leituðu
var hann leiðbeinandi mjög og
lét sér velfarnan þeirrá sig
miklu skipta, þótt ókunnir væru
Boðhlaup Ármanns.
Sjötta boðhlaup Ármanns
umhverfis Reykjavík fer fram
n. k. föstudagskvöld kl. 9.
Hlaupið átti að fara fram í
kvöld, en varð að fresta því
vegna kappleiks milli Vals og
Víldngs.
Vegalengdin, sem hlaupin er,
er tæpir 7 km., og skiptist í
hlaupalengdir þannig: 8x150
m., 2x200 m., 1x400 m., 2x
800 m„ 1x1500 m. og 1x1675
metrar.
15 keppendur eru í hverri
sveit og sveitirnar eru fjórar,
tvær frá ÍR, ein frá Armanni og
ein frá KR. Alls 60 manns.
1 fyrra vann Ármann Alþýðu-
blaðshornið, sem um var lceppt,
til fullrar eignar, en nú er keppt
um nýjan bikar, sem Alþýðu-
blaðið gaf einnig og vinnst hann
á sama hátt og hinn, þrisvar
sinnum í röð eða fimm sinn-
um alls.
Hlaupið hefst á Iþróttavellin-
um og þar lýkur þvi einnig.
fréttír
Trúlofun.
Á hvítasunnudag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Sigrún Sigurð-
ardóttir, starfsstúlka í Laugavegs-
apóteki og Guðmundur Guðmunds-
son sjómaður, Bárugötu 29.
Garðyrkjuritið,
árið 1944, er nýkomið út, fjöl-
breytt að efni. Ritstjóri ér Ingólfur
Davíðsson grasafræðingur. Á kápu
er litmynd af íslenzka fánanum,
en í ritinu er birt kvæðið „Fáninn“,
skráð' eftir Ingólfi Davíðssyni og
raddsett af Hallgrími Helgasyni.
Nótnaútsetning er birt með kvæð-
inu. Að öðru leyti er efni ritsins
sem hér segir: Kartöfluaf brigði, val
útsæðis, stöngulveiki (Klemens
Kristjánsson). Gróðurhús — garð-
yrkjunienning (Niels Tybjerg),
Garðurinn á Bakka (Anna Sigurð-
ardóttir), Garðrækt og manneldi
(Jónas Kristjánsson), Grasblettur
og limgerði (Ingólfur Davíðsson),
Vetrargarðar — gróðurskálar (Ole
P. Pedersen), Riddarastjarna (Am-
aryllis) (Arnaldur Þór), Hortens-
íur (August Möller), Trjágarðar
(Bjarni F. Finnbogason), Melgras-
ið (Gunnlaugur Kristmundsson),
Gúrkukvillar (Ingólfur Davíðsson),
Fræ og spirun (Ingólfur Davíðs-
son), Hitt og þetta (Ing. Davíðs-
sno). Molar (Niels Tybjerg), Frá
Sölufélagi garðyrkjumanna (L.
Boeskov), Frá Garðyrkjufélagi ís-
lands (Ing. Davíðsson), Bjarka-
Ijóð og blómavísur (Ing. Davíðs-
son), Viðauki við félagatal (Ing.
Davíðsson). ,
Happdrætti Háskólans.
Athygli skal vakin á því, að
dregið verður á laugardaginn í 4.
flokki happdrættisins. Ættu menn
að endurnýja strax í dag, til þess
að missa eklri miða sina.
Úrslit 2. fL mótsins
urðu þau að Valur hlaut 4 stig,
K.R. 2 stíg <og Fram ekkert stig.
— Úrslit 3. flókks mótsins: Valur
5 stig, Fram 4 stig, K.R. 3 stig og
l.R. ekkert stig. — Úrslit 4. fl.
mótsins: K.R. 4 stig og Valur og
Fram 1 ,stig.
Silfurbrúðkaup.
eiga i dag hjónin Sigurveig
Magnúsdóttir og Karl Þorvalds-
son trésmiður, Berðstaðastíg 61.
Þjóðhátíðarnefndin
hefir síma 1564 og 1130. Skrif-
stofan er opin kl. 10—12 og 1—7
e. h..
Þing’vallaferðir.
Bifreiðastöð íslands mun í sum-
ar annast áætlunarferðir til Þing-
valla. Hefir bifreiðastöðin fengið
sérleyfi til mannflutninga þangað
austur til þriggja ára. — Ferðir
verða fyrst um sinn tvísvar á dag til
og frá Þingvöllum, alla daga vik-
unnar, nema laugardaga og sunnu-
daga, þá eru ferðirnar fjórar.
Hjónaband.
1 dag verða gefin saman í hjóna-
band af síra Bjarna Jónssyni vigslu-
biskup, ungfrú Guðlaug Karlsdótt-
ir Bergstaðastíg 61 og Karl ' Ó.
Sölvason. Heimili ungu hjónanna
verður við Samtún 22.
Næturlæknir:
Slysavarðstofan, sími 5030.
Næturvörður:
Lyfjabúðin Iðunn, Laugavegi.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.30 Útvarpssagan: (Helgi
Hjörvar). 21.00 Hljómplötur: Is-
lenzkir einsöngvarar og kórar. 21.15
Erindi: Hrakningar í Seley (Ás-
mundur Helgason frá Bjargi. —
fBijaJrni! \'J.lhjáífnsson cand. mag.
flytur). 21.35 Hljómplötur: Út-
skþfun Fausts eftir Berlioz.
Næturakstur:
Hreyfill, simi 1633.
Leiðrétting’.
1 viðtali við Ingvar Vilhjálmsson
útgerðarmann í gær hafa orðið
tvær meinlegar prentvillur. Á ein-
um stað segir að 4 menn hafi unn-
ið við hraðfrystihúsið, á að vera
40 menn. Síðar í greininni hafa
orðið línuskipti í heilum lcafla.
Kaflinn á allur að vera svohljóð-
andi:
Bátaútvegurinn veitir tiltölu-
lega mörgum mönnum vinnu. Auk
þess er bátaútvegurinn frumskil-
yrði fyrir að unnt sé að reka nokk-
urn verulegan fiskiiðnað.
Allt bendir til að hæglega megi
reka útgerð héðan á landróðrabát-
um til mikils stuðnings fyrir at-
vinnulífið í bænum, samkvæmt
reynslu minni frá í vetur, þótt að
vísu verði að taka tillit til að ó-
venjulega aflaðist á síðustu vetr-
arvertíð. Hinsvegar verður að gera
ráð fyrir að einhvern tíma takist
að lækka verðbólguna það mikið
að það gæti vegið nokkuð upp á
móti þótt minna aflaðist. — Um
afla Jóns Þorlákssonar segir 538
þús. kr„ en á að vera kg.
Áætlonarfertom til Þiogvalla
verður fyrst um sinn hagað þannig:
Frá Reykjavík alla mánud., þriðjud., miðvikud,, fimmtud. og föstudaga
M. 10 og 18,30.
— Þingvöllum sömu daga M. 14 og 20,30.
— Reykjavík laugardaga og sunnudaga kl. 10, 13,30, 18,30 og 21,30:.
— Þingvöllum sömu daga M. 11,30, .17,30, — 20—23.
Blfreiðastöð íslands. — Sími 1540.
Fimm íslenzk systkini
í herþjónustu.
„Heimskringla“ birtir nýlega
myndir af fimm íslenzkum
systkinum, sem eru nú í her-
þjónustu í Canada.
Foreldrar þessara fimm
mannvænlegu ungmenna, eru
þau Sigurþór Sigurðsson frá
Svignaskarði (síðar á Rauða-
mel) í Rorgarfjarðarsýslu, og
kona lians María Eiríksdóttir,
fædd í Reykjavik, en ættuð úr
Árnessýslu, og sem nú búa að
594 Alverstone St„ Winnipeg,
Man.
Systkinin eru þessi:
Thor Sigurðsson. Innritaðist í
fluglið Canada í maí 1941.
Jóliann Sigurðsson. Innritað-
ist í flugher Canada í marz 1942.
Hann fór til Englands í maí
1943, og tólc sinn þátt í flugor-
ustum, þar til hánn féll 29.
febrúar 1944.
Þórður Sigurðsson. Innritað-
ist í flugher Canada í september
1940, og er nú kennari í firðrit-
un í Calgary, Alta.
Guðni Sigurðsson. Innritaðist
í flugher Canada í nóvember
1942. Er nú í þjónustu flughers
Canada á Englandi.
Rikka Sigurðsson. Innritaðist
í fluglier Canada í september
1943 og vinnur nú á skrifstofum
flughers Canada, í Arnprior,
Ont.
Auk þeirrafimm, sem að ofan
er getið eiga þau hjónin þrjár
dætur, eru tvær þeirra giftar
mönnum í flug-herþjónustu
Canada, en sú yngsta, sem enn
er á unga aldri, dvelur í for-
eldrahúsum.
Silfurbrúðkaup
eiga i dag hjónin GuSríSur Jóns-
dóttir og Kristján Á. Ágústsson
prentari, öldugötu 2.
Cl
vantar til aö bera VÍSI um
Kleppisholt
Dagblaðið TÍSlIt
TILKYNNING.
Hefi opnað skrifstofu í hermannaskála við Eiríks-
götu, gegnt Listasafni Einars Jónssonar.
Venjulegur viðtalstími frá kl. 10—12 f. h.
Sími 4944.
Skúli Thorarextsen.
Tilkynning
til hluthaía Útvegsbanka Islands h/L
< X \
"V -'A
m ■"%
m
•«fc.
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar verður
greiddur 4% arður af hlutabréfum bank-
ans fyrir árið 1943.
Arðurinn verður greiddur í skrifstofu bank-
ans í Reykjavík og útibúum hans, gegn af-
hendingu arðmiða fyrir nefnt ár.
Útvegsbanki íslands h/L
Arður til hluthaía
/Á aðalfundi félagsins, þ. 3. þ. m., var sam-
þykkt að greiða 4% — 4 af hundraði —
í arð til hlutahafa fyrir árið 1943.
Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu
félagsins í Reykjavík og á afgreiðslum fé-
lagsins úti um land.
H/í Eimskipafélag íslands.
EIKARSKBIFBOBÐ
fyrirliggjandi.
Trésmíðavinnustofan
Mjölnisholti 14. — Sími 2896.
S. I. B. S.
vantar ráðskonu
% m;
til að standa fyrir mötuneyti að Reykjum í sumar.
Uppl. á skrifstofu sambandsins, Lækjargötu 10 B
frá kl. 2—4 næstu daga.
Jarðarför frú
Þorbjargar Möller,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudag 9. þ. m. Athöfnin
hefst kl. 1,30 með bæn, frá Garðastræti 44.
f. h. aðstandenda
Jóhann G. Möller.
Faðir okkar og tengdafaðir,
Sigurþór Ólafsson,
verður jarðsunginn að Odda föstudaginn 9. júní. Athöfnin.
hefst að Lambhaga kl. 11 fyrir hádegi.
Röm og tengdabörn.
Bílar fara frá Bifreiðastöð Reykjavíkur. Farmiðar sækist
daginn áður.