Vísir - 12.06.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 12.06.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 34. ár. Ritstfórar Blaðamenn Slmi i Auglýsingai* 1660 Gjaldkerl 5 llnur Afgreiðsla uioulegt að i lyrlr liuað oeristj lt.-Evropu £n Svíar eru við öliu búnir. Per Albin Hansson, forsætis- ráðherra Svía, hélt ræðu í Ek- sjö í gær. Hansson sagði, að það væri ómögulegt að sjá fyrir, hvað bandamenn ætluðu sér gagnvart Norður-Evrópu, en allt yrði gert tíl að koma í veg fyrir að þær hernaðaraðgerðir skertu hlut- léysi Svía. Hansson sagði, að varnir Svía yrði styrktar og þeir væri staðráðnir í þvi að varðveita hlutleysi sitt og verj- ast árásum frá hverjum sem væri. Rússar í sókn gegn Finniim. Bpjótast í gegn á Kirjálaeiði. Kyrrðin á austurvígstöðvun- nm er úr sögunni, því að Rússar hafa hafið sókn á Kirjálaeiði. Finnar sögðu frá þessum hernaðaraðgerðum í lok siðustu viku og viðurkenndu í gær, að Rússum liefði tekizt að brjótast í gegnum viggirðingar þeirra vestan til á eiðinu. Litlu síðar gaf Stalin út aukatilkynningu um að sóknin hefði verið hafin fyrir tveim dögum og ú þeim tíma hefði vjggirðingar Finna verið rofnar. Rússar hafa brotizt í gegnum varnir Finna á 40 km. breiðu svæði og sótt fram allt að 25 km. leið. Þeir liafa tekið rúm- lega 80 bæi og eru 4 þeirra við | járnbrautina til Viborgar. Þekktasti bærinn er Terijoki, þar sem Kuusinen-stjörnin sat, þegar Rússar réðust á Finna 1939. Araslr á Gnam <ogr flelrl eyjar. Amerískar flotadeildar hafa gert árásir á stöðvar Japana í Mariana-eyjum. Árásímar voru gerðar síðast- liðinn laugardag og var þeim einkum beint gegn Guam-eyju. sem fyrir stríð vár á valdi Bandaríkjanna. Lítið varð um varnir af hálfu Japana. Fimm japanskir tundurspill- ar, séni voru á leið til Biak með liðsauka handa liði Japana þar, lögðu á flótta, er ameriskir og ástralskir tundurspillar urðu þeirra varir. Carentan fallin, 1 þýzku herstjórnartilkynn- ingunni var það viðurkennt, að bandamenn væri búnir að taka Carentan. Að öðru leyti var lítið nýtt í tilkynningunni. Bonomi hefir tekizt að mynda stjórn á ltalíu. I henni eru m. a. Sforza greifi og Benedetto Croce. Bandamenn 27 km. frá Cherbourg og hálfnaðír vestur yfir skagann. 400.000 komin á land, segir Berlin. Ráðizt á 9 flug- velli og io brýr í gær. Bandamenn hafa 3 flugbrautir fyrir orustuvélar í Frakklandi. eður var ekki sem hag- stæðast til flugferða yfir Frakklandi í gær, enda þótt veður hafi aldrei verið betra til uppskipunar úr innrásar- flota bandamanna. Þrátt fyrir það, að veður var ekki eins og bezt varð á kosið, liéldu bandamenn samt uppi miklum árásum og fóru meðal annars 750—1000 stórar amer- ískar flugvélar til árása á 9 flug- velli Þjóðverja og 10 mikilvæg- ar hrýr milli innrásarsvæðisins og Parísar. Minni flugvélar liafa einnig haldið uppi árásum á víð og dreif um Norður-Frakkland. Flugbrautirnar. Það var gert uppskátt í gær, að bandamenn hafa komið sér upp þrem flugbrautum í Nor- mandie og eru þær nú þegar notaðar af Spitfire-flugvélum. Brautirnar eru gerðar með vír- neti, sem lagt er á sléttlendi. Fyrsta daginn, sem þessar brautir voru í notkun, flugu Spitfire-vélarnar alla leið til Parísar. V Þjóðverjar enn í vafa. Brezkur liermálasérfræðing- ur sagði í útvarp frá London í galr, að í uppliafi árásarinnar á Normandie liafi Þjóðverjar á- reiðanlega verið í vafa um það, livort þar var um stórárás að ræða eða bara blekkingarárás. Nú geti þeir ekki lengur verið í vafa um það, að um stóra árás sé að ræða þarna, en þeir hljóti enn að vera í vafa um það, hvort hér sé um aðalárásina að ræða. Svíar auka tundur- duflavarnir við vesturströndina. Svíar ætla að auka tundur- duflavarnir sínar fyrir vestur- ströndinni á næstunni. Gera Svíar þetta af ótta við það, að leikurinn kunni að ber- ast inn í Skagerrak vegna inn- rásaraðgerða bandamanna. Verður aukning varnanna fólgin í því, að duflagirðingar verða lagðar allt að þrjár sjó- mílur út frá eyjum Svía uudan landi þarna. Áður hafa dufla- girðingar náð þrjár mílur út frá meginlandinu. Randolph Churchill er nýlega koirrinn frá Júgóslavíu til Bómahorgar. Handavinnusýn- ing Húsmæðra- skólans. I fyrradag var opnuð sýning á handavinnu nemenda Hús- mæðraskólans i Reykjavík fyrir það námsár, sem nú er að enda. Munr ú sýningunni eru afar margir og yfirleitt forkunnar vel unnir. Er þarna um að ræða sýningu á vefnaði, útsaumi, fatnaði og mörgu fleira. Auk þess er ýmiss skrautvefnaður, sem er gerður úr alíslenzku efni og með íslenzkum jurtalitum. Það vekur undrun, hversu mikil afköstin eru á þessum stutta tíma, sem nemendurnir hafa haft til umráða til að ljúka þessu námi. Á þessu námsári voru 30 námsmeyjar í hcimavist og 24 á dagnámskeiðinu. Handavinnukennarar skólans eru: ungfrú Guðrún Jónasdótt- ir, er kennir vefnað, ungfrú Margrét Jólisdóttir, er kennir kjólasaum og frú Ólöf Blöndal, er kennir útsaum og nærfata- og harnafatasaum. Auk þess kenn- ir frú Hulda Stefánsdóttir, for- i stöðukona skólans, útsatum á dagnámskeiðinu o. fl. Handa- vinnusýningin er opin í dag í síðasta sinn. Amerísku flugvélarn- í Rússlandi. Amerísku flugvélarnar, sem flugu til Rússlands fyrir skemmstu, eru komnar aftur til bækistöðva sinna á ítalíu. Á leiðinni frá Rússlandi var ráðizt á tvo l'lugvelli á Balkan- skaga og borgirnar Constanza og Giurgiu. Yfirmaður flug- Þá hafa 5 þjóðir I lok síðustu viku bárust rík- isstjórninni enn tilkynningar um tvo sérstaka sendimenn, sem erlendar ríkisstjórnir hafa út- nefnt til þátttöku í þjóðhátíð- inni. Það eru franska bráðabirgða- stjórnin í Alsír og Svíastjórn, sem hafa að þessu sinni útnefnt sérstaka sendimenn. Fulltrúi frönsku þjóðfrelsis- nefndárinnar tilkynnti utanrík- isráðherra á föstudag, að bráða- hirgðastjórn franska lýðveldis- ins hefði útnefnt sendimanninn, herra Henri Voillery, fulltrúa sinn sem „délégué extraórdi- naire“ (sérlegan sendimann) við i lýðveldishátíðina. .Tafnframt því, að tilkynna þetta, bar herra Voillery fram heztu árnaðaróskir sínar Átta herdeildir gersigraðar. 20.000 smálesta skipi sökkt í gær. ýzka útvarpiS skýrði frá því í gærkveldi, að bandamenn mundu þá vera búnir að koma um 400.000 manna liði á land í Norman- die. Þjóðverjar segja, að 20 her- deildir liafi verið sendar yfir sundið, auk sérstaklega æfðra sveita úr öðrum herdeildum, en þær hafi márgar fengið slæma útreið og hafi álta þeirra verið gersigraðar. Þá sögðu Þjóðverjar og frá því i gær, að þeim hafi tekizl að sökkva 20,000 smálesta skipi, sem var á leið frá Énglandi til Frakklands. Skipið var í fylgd með tundurspilli og varð hann fyrir skemmdum; af völdum þýzku flugvélanna, sem árásina gerðu. Megnið af herliði þvi, sem var i á skipinu, drukknaði, sega Þjóð- ! verjar. , j Þótt bandamenn hafi enga i liöfn í Normandie, sem geti tek- ið svo stór skip, verða þeir samt, að nota þau, vegna þess hvað þeir hafa heðið mikið tjón á hin- um smærri skipum sínum, segir að lokum í tilkynningu Þjóð- verja. herja bandamanna á Italiu, Fak- er hershöfðingi, var með i leið- angrinum til Rússlands og i'ór tvisvar til Moskva, meðan stað- ið var við þar í landi. útnefnt sendiherra. og hráðahirgðastjórnarinnar til handa ríkisstjórn Islands og ís- lenzku þjóðinni. Á laugardag boðaði utanrikis- ráðherra blaðamenn aftur á fund sinn til að tilkynna þeim, að sænski sendifulltrúinn hefði tjáð honum, að sendifulltrúan- um, herra Otto Johansson, hefði verið falið að vera sérstakur sendihcrra Svíþjóðar sem „en- voyé en mission spéciale“ á lýð- veldishátíðinni og að flytja við það tækifæri ríkisstjórninni og íslenzku þjóðinni kveðjur og árnaðaróskir. Fimm þjóðir hafa nú tilkynnt ríkisstjórninni, að þær muni hafa hér sérstaka sendimenn við fyrirhugaða lýðveldisstofnun og mun það öllum Islendingum ó- blandið ánægjuefni. Bandarikjaþing sendir íslending- um árnaðaróskir. Einkaskeyti .frá U. P. London í morgun. Báðar deildir Bandaríkja- þings hafa samþykkt þings- ályktunartilögu um árnaðar- óskir til Alþingis lslendinga. Conally, formaður utanrík- isnefndar öldungadeildarinn- ar, bar fram tillögu um það, að þar sem íslenzka þjóðin hefði samþykkt með yfir- gnæfandi meiir hluta að stofna lýðveldi, þá sendi þing Bandaríkjanná Alþingi Is- lendinga, hinu elzta þingi í heimi, beztu árnaðaróskir í tilefni af stofnun lýðveldisins og fagni því, að yngsta lýð- reldi heims bætist í hóp hinna frjálsu þjóða. Ályktunin var samþykkt tneð ollum atkvæðum í báð- ím deildum Bandaríkjaþings. Spndilierpíi U.S. kominn. Hinn nýi sendiherra Banda- ríkjanna, hr. Louis G. Di'eyfus og frú hans, komu hingað á laugardag. Vilhjálmur Þór, utanríkis- málaráðherra, og l'rú hans, tóku á móti sendiherranum, er hann kom hingað. Hr. Dreyfus verður, sem kunnugt er, ambassador Banda- ríkjanna hér við stofnun lýð- veldisins. Mr. Leland Morris, síðasti sendiherra Bandaríkj- unna, er farinn af landi hurt fyrir nokkuru. íslandsmótid: Valur vann K.R"2:0. B ★ I.R. hættir í mótinn. íslandsmótið hélt áfram í gærkveldi með leik milli K. R. og Vals. Úrslit urðu þau að Val- ur vann með 2:0. Leikurinn var yfirleitt jafn og . vel leikinn á háða hóga. Bæði mörkin voru skoruð i fyrri liálfleik og skoraði Jóhann Eyjólfsson, liægri útframherji Vals, bæði. Næsti leikur mótsins átti að fara fram í kvöld milli í. R. og Víkings en í. R. hefir gefið hann. Iiefir I. R. þannig dregið sig til haka í mótinu vegna forfalla leikmanna sinna. Annað kvöld keppa Fram og Víkingur. Wilson, yfirmaður herja bandamanna við Miðjarðarhaf, hefir varað leppstjórnina í AI- baníu við að safna hermönnum fyrir Þjóðverja. Bandamenn sækja nú að Jap- önum bæði frá Impal og Koima. Er sótt meðfram veginum milli þessara bæja. Hægri fylkingararm- urinn sækir eink- , um hratt fram. Afar harðar árásir á vinstri fylkingar- arminn. erstjórnartilkynning bandamanna í gærkveldi skýrði frá því, að framsveitir þeirra væru. þá staddar að- ems um 27 km. frá Cher- bourg. Þeir voru komnr að úthverf- um smáborgar einnar, sem lieit- ir Montebourg, og er um j>að hil hálfa leið milii Carentan og Cherbourg, aðeins 27 km. frá siðarnefndu borginni. En vestur á bóginn eru þeir nærri hálfnað- ir að sjó. Þær hersveitir, sem þarna sóttu fram, fóru lengst af hersveitum bandamanna í gær. Hafa handamenn ]x> átt í höx-ð- um bardögum jxirna eins og víðar. Þarna fyrir sunnan, hjá Isigny, Iiafa bandamenn sótt fram suð- ur fyrr flóðasvæðið í Ouredaln- um. Ilöfðu Þjóðverjar veitt vatni yfir landið til að gera sér vörnina auðveldai-j. Harðasti atgangurinn. Bardagar eru allsstaðar harð- ir, en þó livex-gi eins harðir og milli Caen og Bayeux. Banda- menn hafa sótt nokkra kíló- metra suður fyrir veginn og járnbrautina milli þessara bæja og tekið Ixorgina Tilly, sem stendur á bökkum Seulles-ár. Þarna Iiafa verið háðar skrið- drekaorustur undanfai-ið. í vinstra fylkingararmi bei-st (5. herdeild Breta, sem flutt var á vettvang í svifflugum. Hefir hún á valdi sínii brúarsporð vestur vfir Caen-skipaskurðinn, sem liggur til sjávar og gera Þjóðverjar allt, sem í þeiiTa valdi stendur til að hrekja Breta vfir um skurðinn, 80 km. löng víglína. Viglína bandamanna i Nor- mandie er nú samfelld og er um 80 km. löng frá Montebourg suður-austur til Caen. Smns staðar hafa bendamenn getað sótt næst um þvi 20 km. upp í | land, svo að einungis langdræg- ustu fallbyssur geta skotið á fjörurnar, ]xir sem verið er að skipa æ meira liði og birgðum á land. Mon tgomery hefir sent mönn- um sinum kveðju. Segir hann að þeir sé búnir að ná góðri fótfestu og sigurinn sé þeim viss, þótt harðir bardagar muni framund- an. Tedder flugmarskálkur og ; Rainsay flotaforingi fóru í eftir- litsför um innrásarsvæðið í gær. Bretar eru farnir að nota nýj'a gerð orustuvéla, sem þeir nefna Tempest. Hún er smíðuð af sama félagi og Hurricane. Svíar og Frakkar útneína sendiherra fyrir lýðveldis- hátíðina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.