Vísir - 12.06.1944, Blaðsíða 2
VISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Eristján Gnðlangsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgotn 12
(gengið inn fr& Ingólfsstrœti).
Sfmar: 1 • C • (fimm lfnnr).
Verð kr. 4,00 á mánnði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Þingvellir.
Svo sem getið var um hér í
blaðinu hófust fundir Al-
þingis að nýju á laugardaginn
er var. Voru þá lagðar fram
tvær tillögur frá forsætisráð-
herra, önnur um niðurfellingu
sambandslaganna, þar sem svo
er kveðið á, að ályktunin öðlist
gildi, þegar Alþingi hefir sam-
þykkt hana að nýju, eftir að
hún hafði öðlazt samþykki við
þjóðaratkvæðagreiðslu. Hin til-
lagan varðar aftur giidistöku
stjórnarskrárinnar, og er svo-
hljóðandi: „Alþingi ályktar,
með tilvísun til 81. gr. stjórn-
arskrár lýðveldisins Islands og
þar sem skilyrði sömu greinar
um atkvæðagreiðslu allra kosn-
ingábærra manna í landinu er
fullnægt, að stjórnarskráin
skuli ganga í gildi laugardaginn
17. júni 1944, þegar forseti sam-
einaðs þings lýsir yfir því á
Alþingi>Er hér með stígið loka-
skrefið í áttina til algers sjálf-
stæðis og langþráðu marki þjóð-
arinnar náð.
Undirbúningi að hátíðahöld-
um á Þingvöllum mun að mestu
lokið. Hófst farmiðasala í fyrra-
dag og var aðsóknin mjög mikil,
enda má gera ráð fyrir að vart
verði annað öllum fólksflutn-
ingum austur, svo sem vera
þyrfti. Helzt ættu allir Islend-
ingar að vera viðsthddir, er h'in
sögulega stund rennur upp, að
forseti sameinaðs þings lýsir yf-
ir gildistöku lýðveldisstjórnar-
skrárinnar og sú stjórnskipan
verður að nýju endurvakin.
Þetta er einstæður og merkileg-
ur atburður, sem á að grópast
inn í minningu hvers íslendings,
helzt af eigin sjórt og heyrn.Þótt
ýmsir eigi þess ekki kost, að
dvelja á Þingvölum hinn eftir-
minnilega dag, 17. júní, bætir
það nokkuð úr skák, að öllu,
sem þar fer fram, á fundi Al-
þingis, verður útvarpað og get-
ur almenningur hvar sem er á
landinu þannig fylgzt með því,
sem þar gerist.
Þingvellir eru helgistaður is-
lenzku þjóðarinnar, einhver sér-
kennilegasti og táknrænasti
staður landsins, valinn sem
samkomustaður þjóðarinnar
fyrir röskum þúsund árum. Lít-
ið hefir verið fyrir staðinn gert,
en náttúran sjálf hefir hinsveg-
ar verið ör á gjafir honum til
handa. Þar er hátt til lofts og
vítt til veggja. Þar komast menn
ósjálfrátt í samband við fortíð-
ina, og minníngar um hálf-
gleymda merkisatburði vakna
að nýju í vitund hvers manns.
Það er svo erfitt að' standa í
stað, því að mönnunum miðar
annaðhvort aftur á bak, eða þá
nokkuð á leið. Búðirnar á Þing-
völlum eru hrundar tóftir og
grasi grónar. Svörðurinn hefir
breitt yfir þær sitt mjúka flos,
en væri ekki ástæða til að sýna
Þingvöllum meiri umhyggju en
gert hefir verið, þótt staðurinn
sjálfur hafi verið friðaður. At-
hugandi væri, hvort einmitt
þarna ætti ekki að rísa upp höf-
úðborg íslands. Sumt mælir að
vísu gegn því, en annað með.
Hefðu samgöngur verið eins
góðar og þær eru nú, er Alþingi
var endurreist, er lítill vafi á,
að Þingvellir hefðu orðið þing-
Þingsályktunartillögur,
sem rjúfa tengslin við
Danmörku.
Alþingi var sett á laugardag:
Alþingi var sett kl. 1,30 s.l.
laugardag.
Fjórir þingmenn eru ókomn-
ir til þings. Tveir þeirra, Gísli
Guðmundsson og Skúli Guð-
mundson eru sjúkir og munu
ekki geta sótt þing að þessu
sinni, en hinir, Bjarni Ásgeirs-
son og Jóhann Þ. Jósefsson, eru
væntanlegir til þings síðar.
Útbýtt var tveim till. til þál.
um sjálfstæðismálið og flytur
forsætisráðherra báðar. Er
önnur um niðurfelling dansk-
íslenzka sanmbandslagasáttmál-
ans og er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að lýsa yfir
því, að niður sé fallinn dansk-
íslenzki sambandslagasamning-
urinn frá 1918.“
Athugasemd:
Ályktun Alþingis frá 25. febr.
síðastl. um niðurfelling dansk-
islenzka sambandslagasáttmál-
ingsins frá 1918 hefir verið bor-
in undir atkvæði eins og í álykt-
uninni segir, með þeim úrslit-
um, að yfir 97 % allra kosninga-
bærra manna í landinu hafa tek-
ið þátt í atkvæðagreiðslu og af
þeim hafa yfir 97% goldið já-
kvæði við ályktuninni. Er fyrri
málsgrein ályktunarinnar því
borin fram á Alþingi af nýju
samkvæmt síðari málsgrein
sinni.
Hin tillagan fjallar um gildis-
töku stjórnarskrár lýðveldisins
Islands, og hljóðar svo:
„Alþingi ályktar, með tilvísun
til 81. gr. stjórnarskrár lýðveld-
isins Islands og þar sem skilyrð-
um sömu greinar um atkvæða-
greiðslu allra kosningabærra
majina í landinu er fullnægt, að
stjórnarskráin skuli ganga í
gildi laugardaginn 17. júní 1944,
þegar forseti sameinaðs Alþing-
is lýsir yfir þvi á fundi í Al-
Wngi.“
Athugasemd:
Atkvæðagreiðsla sú, er í 81.
gr. stjórnarskrár lýðveldisins Is-
lands er mælt, hefir farið fram
með þeim úrslitum, að þátt hafa
tekið í atkvæðagreiðslu yfir
97% allra kosningabærra
manna og yfir 95% hafa goldið
jákvæði við stjórnarskránni.
staðurinn sem fyrr. Samgöngu-
leysið olli því, að Reykjavík
varð fyrir valinu, sem þó hlýtur
fyrst og fremst að verða hafn-
arbær og anna athafnalífi þjóð-
arinnar. Á Þingvöllum væri
unnt að byggja fyrirmyndar
borg, þar sem safnað væri sam-
an allri kunnáttu þjóðarinnar í
verklegum efnum og fögrum
listum. Núlifandi kynslóð lifir
þetta væntanlega ekki, en verði
framfarir hér í landi eins örar
og þær hafa verið, hér eftir sem
hingað til, er ekkert líklegra, en
að á Þingvöllum rísi upp feg-
ursta og virðulegasta borg
landsins. Greiðar samgöngur
milli Reykjavíkur og Þingvalla
mætti tryggja allan ársins hring,
og fjarlægðin er ekki meiri en
víða annarsstaðar milli höfuð-
borgar og hafnarbæjar. Reykja-
vík myndi á engan hátt setja
ofan, þótt ný borg yrði reist á
Þingvöllum, enda hefir hún sínu
virðulega hlutverki að gegna í
sambandi við athafnir og fram-
farir.
Beztu menn þjóðarinnar hafa
ætíð viljað veg Þingvalla sem
mestan, og því er það ósam-
boðið metnaði núlifandi kyn-
slóðar, að gera þar sama og
ekkert, sem seinni tíminn getur
svo búið að.
Tillaga til þingsályktunar um
gildistöku hennar er því hér
með lögð fram, sbr. áðurnefnda
81. gr. stjórnarskrárinnar.
Forsæti Jóns
Sigurðssonar.
Vel er að málum hugað með
þjóð vorri á hinum merkasta
degi, sem hún hefir séð renna
upp.
En eitt finnst mér á skorta —
veit þó eigi hversu fyrirhugað
er. —
Allri þjóð er það kunnugt, að
Jón Sigurðsson sat lengst sina
forsetatíð í þáverandi Alþingis-
sal íslands, sem var í Latínu-
skólanum við Lækjargötu — nú
nefndur Menntaskólinn.
Þar sátu á þingi margir
merkir menn og snjallir, en Jón
í forsæti.
Gróðurnálar íslenzkrar menn-
ingar hafa átt sínar döggskúrir
og sólargéisla í sveitum lands-
ins. En út frá Latínuskólanum
hafa frá fyrstu tíð sprungið
græðikvistir íslenzkrar sjálf-
stæðismenningar, eldar þjóð-
ernisástar og drengskapar.
Þess vegna leyfi eg mér að
leggja fram tillögu — sem er ef
til of seint fram komin:
Skrúðvefjið Menntaskólahús-
ið 17. júní —- aðsetursstað
Alþingis — þar sem Jón Sig-
1 urðsson, „sómi íslands, sverð
| og skjöldur“, sat í forsetastóli.
Sig. Arngrímsson.
| Vísir hefir fengið þær upp-
lýsingar Iijá Iferði Bjarnasyni,
ráðunaut háííðarnefndarinnar í
verklegum efnum, að Mennta-
skólinn muni verða skreyttur
svo sem aðrar opinberar bygg-
ingar, íburðarlaust en virðulega.
Samband íslenzkra karlakóra
hefir beðið blaðið fyrir eftirfar-
andi: Samæfing í kvöld kl. 8,30
I stundvíslega. Eftir æfinguna verða
I seldir farseðlar til Þingvalla.
Mesti kaupskipafloti
heims að baki inn-
!
rásarhernum.
J nnrás bandamanna Jrá
Bretlandi, til þess að
mynda nýjar „vesturvígstöðv-
ar“, hefir að baki sér stuðn-
ing mesta flutningaskipaflota,
sem um getur í veraldarsög-
unni.
Um þessar mundir halda
þessi skip uppi meiri flutning-
um á mönnum, hergögnum og
öðrum nauðsynjum en nokk-
uru sinni i heimsstyrjöldinni frá
1914—18 og meiri en nokkurn
óraði fyrir þá. Og flutningar
þessir eru tiltölulega öruggir,
því að svo mjög hefir unnizt á í
baráttunni við kafhátana á
Atlantshafi.
Hitler gerði ráð fyrir þvi, að
kafbátar hans mundu geta kom-
ið í veg fyrir það, að hægt væri
að gera innrás í Evrópu. En
trompið lians var ekki nógu
hátt. Bandamenn höfðu hærra
spil og undanfarna mánuði hef-
ir floti þeirra og flugher unnið
meira tjón á kafbátastóli Hitlers
en svo, að hann geti bætt sér
tjónið, og jafnframt er komið í
veg fyrir það, að þeir kafbátar,
sem eru ekki eyðilagðir geti
unnið mikið tjón. Enn er að visu
skipum sökkt, en þau eru til-
tölulega fá og færri í rauninni
en kafbátar þeir, sem sökkt er
á sama tíma.
Óvíst um
skipafjöldann.
Engin leið er að vita, hversu
mörg skip bandamenn liafa til
þessara þarfa. Hin svonefnda
„brú af skipum“, sem átti svo
mikinn þátt í sigri bandamanna
í síðasta stríði, var aðeins mjór
planki í samanburði við þann
gríðarstóra flota, sem nú mynd-
ar brú bandamanna yfir At-
lantshafið.
Þegar Þjóðverjar sendu kaf-
báta sína fram til þeirrar sókn-
ar, sem þeir ætluðust til að yrði
úrslitahríðin, buðu þeir ekki að-
eins byrgin öllum hermönnum
Breta og Bandarikjanna, heldur
og verkamönnum þerira, sem
framleða tækin, sem eiga að
færa bandamönnum sigurinn.
Svar þeirra var aukin fram-
leiðsla og nægir að geta þess,
hver afkastaaukning varð í
skipasmíðastöðvum Bandaríkj-
anna (Bretar lialda afköstum
sínum leyndum):
Árið 1942 smíðuðu amerískar
skipasmíðastöðvar 746 flutn-
ingaskip, rúmlega 8 milljónir
smálesta að stærð.
Árið 1943 voru smíðuð 1896
flutningaskip, samtals rúmlega
19 milljónir smál.
Á þessu ári á að smíða skipa-
stól, sem verður 20 milljónir
smál. á stærð.
Skipasmíðastöðvar þær, sem
framleiddu „skipahrú“ síðasta
stríðs, gátu aðeins smíðað 773
skip allt árið 1918. Árið eftir af-
hentu þær að visu 952 skip, en
var styrjöldin á enda og þau
áttu engan þátt i endalokum
þess.
En ástandið i siglingamálum
bandamanna hefir ekki alltaf
verið eins gott og það er nú. Um
tíma leit út fyrir að kafbátarnir
mundu sigra í kapplilaupinu við
skipasmiðastöðvar bandamanna
og koma þeim á kné.
Samkvæmt opinberum til-
kynningum bandamanna sökktu
kafbátar og langfleygar flugvél-
ar Þjóðverja 670 skipum árið
1942. Verið getur, að fleiri skip-
um hafi raunverulega verið
sökkt. En sé lialdið lengra, þá
kemur í ljós, að fram.til miðs
fúbrúar á þessu ári höfðu Þjóð-
verjar sökkt 822. Af þeim var
772 sökkt á Atlanlhafi.
25 kafbátar á
hverjum mánuði.
Hin algera kafbátasókn Þjóð-
verja hófst ekki fyrr en í janúar
1942. Þeir liöfðu fram að þeim
tíma unnið að svo miklu kappi
að því að koma sér upp miklum
kafþátaflota, að þeir létu allar
aðrar herskipasmíðar sitja á
liakanum. Margt þótti um skeið
benda til þess, að 25 kafbátar
væri fullgerðir á mánuði hverj-
um i skipasmíðastöðvum
Þýzkalands og hernumdu land-
anna.
Bandamenn stóðu höllum
17. og 18. júní.
Þessa dagana er kappsamlega unn-
ið að undirbúningi hátíðahald-
anna í tilefni lýðveldisstofnunar-
innar.
1 Reykjavík fara fram hátíða-
höld hinn 18. júní, og er þá ætl-
unin að klæða höfuðborgina í svo
veglegan hátíðarbúning, sem nokk-
ur tök verða á.
Sakir mikilla erfiðleika um flutn-
inga og ýmsra hamla, hefir Þjóð-
hátíðarnefndinni ekki tekizt að fá
til landsins allt það efni, sem æski-
legt væri til skreytingar gatna og
húsa, og nokkur hundruð fánar,
sem nefndin átti i pöntun, munu
ekki fást til landsins á tilsettum
tíma.
En þó hefir rætzt úr þessu, af því
að til voru í landinu eldri birgðir
af fánum, sem notast verður við.
Megináherzlan í skreytingu bæj-
arins verður því lögð á fánaskraut
0g blóm, áuk hátíðarskjalda, sem
festir verða uupp á helztu stöðum.
*
Miðað við hinn stutta starfstíma,
síðan Þjóðhátíðarnefndin var
kjörin, hefir hún unnið mikið og
afkastaríkt starf um undirbúning
allan og tilhögun hátíðahaldanna.
Er það því merkilegra, er litið
er á þá staðreynd, að öllum undir-
búningi hefði átt að vera lokið, og
meginlínur dregnar, um það leyti,
sem nefnd þessi varð til. — En
hér á landi vill það oft verða svo,
að slíkt er látið dankast fram á síð-
ustu stund, og jafnvel að byrjað
er á framkvæmdum daginn eftir að
þeim skyldi lokið.
Þjóðhátíðarnefndin hefir því
verið allt annað en öfundsverð af
hlutverki sínu, en ef litið er á að-
stæður allar, mun að lokinni hátíð
koma í ljós, að nefndin hefir raun-
verulega gert meira en með sann-
girni er unnt að krefjast á jafn-
stuttum tíma og henni var skammt-
aður.
Það, sem veit að skreytingu Þing-
valla og Reykjavíkur, verður
fábreytt, en ætti að geta orðið virðu-
legt.
Það var aldrei ætlun nefndarinn-
ar, að hlaða upp íburðarmiklu
skrauti, enda ekki ástæða til slíkra
hluta á núverandi alvörutímum um
heim allan.
Skreyting höfuðborgarinnar verð-
ur því fyrst og fremst fjöldi blakt-
andi fána við helztu götur mið-
bæjarins og opinberar .byggingar,
auk blómaskreytinga. Austurstræti,
Lækjartorg, Lækjargata og Aust-
urvöllur verða þeir staðir, sem
einkum verða markaðir á þann hátt,
enda fara þar fram helztu hátíða-
höldin. Að sjálfsögðu munu ein-
staklingar og fyrirtæki á þessum
slóðum, sem og víðsvegar um bæ-
inn, leggja sitt af mörkum um
skreytingu húsa á Iátlausan en
virðulegan hátt, er sýni fögnuð höf-
uðstaðarbúa yfir: þeim áfanga, sem
íslenzka þjóðin hefir náð, eftir
margra alda baráttu.
Hátíðarbúningur þessi verður of-
inn úr klæði þess frelsistákns, sem
blakta á yfir þjóðinni og hinu ís-
lenzka lýðveldi um ókomnar aldir.
Ánægjulegt er að sjá áhuga borg-
arbúa fyrir fegrun eigin umhverfis
þessa dagana — og megi sá áhugi
halda áfram, svo að hver dagur árs-
ins verði hátíðardagur í. þeim skiln-
ingi. íslenzki fáninn — heilagt tákn
lýðveldisins — mun blakta á fleiri
stöðum hér í bæ dagana 17. og 18.
júní en dæmi eru til áður. Gætið
þess, Reykvíkingar, að íslenzkur
frelsisfáni blákti aldrei yfir van-
hirtri höfuðborg. Lá'tum þessi tíma-
mót verða upphaf að þroskaðri bæj-
armenningu, og sofnum ekki aftur
að hátíðinni lokinni.
Islandsmótið
ið: Fr?m-
annað kvöld
fæti fyrtsa ár orustunnar um
Atlantshafið. Þá vantaði vernd-
arskip og langfleygar flugvélar.
Kafbátar Þjóðverja gátu gert
hvað, sem þeim þóknaðist, sér-
staklega undan austurströnd
Bandaríkjanna, þar sem skip
urðu að sigla án verndar, því að
öll fylgdarskip, sem til voru,
voru notuð til að verja skipa-
lestirnar á leiðinni yfir hafið, til
eða frá Bretlandi.
Þegar komð var fram á sum-
arið 1942 höfðu her og floti
Bandaríkjanna komið nokkru
lagi á verndun siglinganna.
Hver smáfleyta var notuð til að
fylgja skipum, sem sigldu með
ströndum fram og flugvélar
héldu uppi sífelldu eftirliti á
sömu slóðum. Þegar haustaði
gekk kafbátunum æ erfiðara við
hernaðinn þarna og fóru að
leita sér nýrra svæða til að herja
á. —
Meðan þessu öllu fór fram,
lét flotnn smíði lítilla verndar-
skipa ganga fyrir öllum öðrum
skipasmiðum á vegum hans og
þá voru smíðuð verndarskip í
hundraðatali og af ýmsum gerð-
um. Þá var tekið fyrir að smíða
flugstöðvarskip í tugatali.
Þegar komið var fram yfir
mitt árið 1942 var búið að vinna
að svo rnklu leyit bug á kafbáta-
hættunni, að Bandaríkin gátu
tekið þátt i innrásinni í Norður-
Afríku.
Þegar svo var ákveðið á sið-
asta ári, að innrásin skyldi gerð
á þessu ári og undirbúningur
var hafinn að henni, varð orust-
an um Atlantshafið enn mikil-
vægar en áður. Bandamenn
breittu um baráttuaðferðir,
hættu að hugsa eingöngu um
að „vernda“ kafbátana og
snru sr að því að uppræta þá.
Sérstakar flotadeildir voru
sendar út um öll höf og lítil
flugstöðvarskip voru kjarninn i
þeim. Þeim til stuðnings voru
svo æ stærri hópar skipa, sem
voru sérstaklega útbúin til að
berjast vð kafbátana, og fjöldi
langfleygra flugvéla.
Jafnframt snéru sprengju-
flugsveitir bandamanna sér að
þvi að eyðileggja miðstöðvar
kafbátaframleiðslunnar og
bækistöðvar þeirra méð strönd-
um frarn i Evrópu. Þarna var
því sót; að kafbátum Hitlers í
tvennu lagi — reynt bæði að
eyðileggja framleiðslumögu-
leikana og kafbátana sjálfa,
þegar þeir voru á höfum úti.
Það má sjá árangurinn af
þessum baráttuaðferðum
bandamanna í hinni sameigin-
legu tilkynningu, sem Churchill
og Roosevelt gefa út mánaðar-
lega um baráttuna á höfunum.
Á sex mánaða tímabilinu frá
maí til október á siðasta ári var
talið að 25 kafbátar hefði verið
eyðilagðir mánaðarlega, en það
er tiu meira á mánuði hverjum
en talið er að Þjóðverjar geti
smíðað.
Chrysler, model '41
til sölu og sýnis hjá Nafta
í dag frá kl. 4 til 7.
Bifreið
5 manna, í góðu standi, til
sölu. — Til sýnis hjá Nafta
(benzínstöð) kl. 5 til 7 í dag.
Bezt aS anglfsa í Vfsl