Vísir - 13.06.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 13.06.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3..hæð) Ritstjórar ] Blaðamenn Stmii Auglýsingar ' 1660 Gjaldkeri 5 Unur Afgreiðsla 34. ar. Reykjavík, þriðjudaginn 13. júní 1944. 131. tbl. Mesti lof tárásadagur bandamanna í gær Þjóðverjar hafa sent fram 5 bryndeildir Hætta vofir enn yfir bandamönn- um í Normandie, segja Bretar. Sviffluga, sem flytur skriðdreka. Jþ ótt bandamenn séu búnir að vera viku á landi á Norður-Frakklandi, eru menn í löndum þeirra þó varaðir við því að vera of bjartsýnir um horfurnar. I brezka útvarpinu var á það bent í fyrrakveld, samkvæmt heimildum frá herstjórninni, að sá möguleiki væri enn fyrir hendi, að Þjóðverjum tækist að reka bandamenn í sjóinn aftur. Baráttan er enn á því stigi, var sagt í útvarpinu, að banda- menn væri að koma fótunum undir her sinn á meginlandinu, og meðan ekki liefir tekizt að koma öllu yfir Ermarsund, sem þangað þarf að senda, vofir hætta yfir því liði, sem yfir er komið. Eins og Þjóð- verjar vilja. Hernaðarfræðingur utanrik- ísráðuneytisins þýzka, Hallers- leben, sagði í gær, að hernaðar- aðgerðirnar í Frakklandi færi alveg éins og Þjóðverja vildu. Það væri fyrst, að Montgomery hefði orðið að breyta uppruna- legum áformum sínum, en þar bættist við, að það væri Þjóð- verjum að vissu leyti í hag að leyfa bandamönnum að komast talsvert upp í Iand. Þá kæmi nefnilega sá tími„ að þeir nytu ekki lengur aðstoðar herskipa- fallbyssa og þá yrði látið til skarar skríða gegn þeim. Hamilkar-svifflugan. Eitt af leynivopnum þeim, sem Bretar notuðu við innrás- ina og nú hefir verið leyft að segja frá, er afarstór sviffluga, sem ber léttan skriðdreka eða önnur þung vopn, sem vega nokkrar smálestir. Svifflugan er búin þannig, að hægt er að setja vél skriðdrekans í gang, áður en flugan tekur niðri, en um leið og hún gerir það, er trjón- an opnuð og skriðdrekinn ekur leiðar sinnar með fullri ferð. Islansglíman hefst annað kvöld. Íslandsglíman verður liáð í tvennu lagi, svo sem Vísir hefir áður skýrt frá. Hefst fyrri liluti hennar annað kvöld kl. 9 í íþrótthúsi Jóns Þorsteinssonar, en úrslitin fara fram á Þing- völlum 17. júní. Þátttakendur eru 12 frá 5 fé- lögum, Glímufélaginu Ármann, K. R., Ungmepnafélagi Mývetn- inga, U. M. F. Trausti og U. M. F. Valca. Glímukonungur ' er Guð- mundur Ágústsson og er hann meðal keppenda. Mun hann mæta harðri keppni, því að í glimunni taka þátt ýmsir beztu •og færustu glímumenn landsins. Þjóðverjar í Dan- mörku skelkaðir. Byggja virki af óvenjulegu kappi. Stokkhólmsfregnir herma, að aldrei hafi verið meira unnið að virkjabygginguni í Danmörku en þessa dagana eftir innrásina í Frakkland. Er unnið meðfram allri vest- urströnd Jótlandsskaga að þessu, en að næturlagi er unnið að því að leggja segul- duflum í sjóinn með strönd- um fram. Sænskir hernaðarsérfræð- ingar hafa ekki trú á því, að virki Þjóðverja í Danmörku sé eins sterk og þau, sem þeir höfðu komið sér upp í Frakk- landi. Áður hefir verið álitið að Þjóðverjar mundu hafa 5—6 herdeildir í Danmörku, en síðan mun nokkuð af því liði hafa veríð sent til ítalíu og Ungverjar látnir koma í staðinn. 20.000 kr. til náttúrnfræði- rann§ókna. Menntamálaráð íslands hefir á fundi sínum 10. júní úthlutað rannsóknarstyrkjum úr nátt- úrufræðideild Menningarsjóðs svo sem hér segir: Árni Friðriksson fiskifræðingur kr. 2500,00, Finnur Guðmunds- son náttúrufræðingur kr. 2500,- 00, Geir Gígja kennari kr. 2500,- 00, Helgi Jónasson Gvendarstöð- um kr. 1000,00, Ingimar Óskars- son grasafr. kr. 2000,00, Ingólf- ur Davíðsson magister kr. 1500,- 00, Jóhannes Áskelsson jarðfr. kr. 3500,00, Jón Eyþórsson veð- urfr. kr. 1500,00, Leifur Ás- geirsson skólastj. kr. 2500,00, Steindór Steindórsson mennta- skólakennari kr. 3500,00, Steinn Emilsson grasafr. kr. 1000,00, Þorkell Þorkelsson veðurstofu- stj. kr. 2500,00, Guðm. Kjart- ansson jarðfr. kr. 2500,00. 1400 stórar flug- vélar ráðast á 16 flugvelli og 6 brýr, 30.000 smál. sppengja varpað á brýr yflr Signu. andamenn unnu enn á í bardögunum í Frakk- landi í gær, en það voru loft- árásirnar, sem voru emkum einkennandi fyrir daginn. Bandaríkjamenn sendu 1400 stórar sprengjuflugvélar inn yf- ir Frakkland og hafa aldrei þvi- likir liópar verið sendir þangað á einum degi. Var ráðizt á 16 flugvelli Þjóðverja og sex járn- brautabrýr, en öll þessi árása- mörk eru i norðurhluta lands- ins, allt frá landamærum Belgíu og vestur á Bretagne. í fregnum herstjórnar banda- manna var frá því skýrt, að þeg- ar ákveðið var að ráðast á land við Signuflóa, hafi verið tekið til óspilltra málanna við að eyði- leggja brýrnar yfir Signu milli Parísar og sjávar. Á þessu svæði voru 10 járnbrautabrýr og 14 vegabrýr. Þegar innrásardagur- inn rann upp höfðu 18 þessara brúa verið eyðilagðar, en þrjár af hinum voru ónotliæfar. Var alls 30 þús. smál. sprengja varp- að á þessar brýr. Þjóðverjar nota fleiri flugvélar. En Þjóðverjar hafa einnig leflt fram fleiri flugvélum og gera þeir tíðar árásir að nætur- lagi, en láti sér nægja að verjast á daginn. En bandamenn hafa jafnan mikið af næturorustuvél- um yfir landgöngusvæðinú og hefir þeim tekizt að granda nokkurum af flugvélum Þjóð- verja. í gær segjast bandamenn hafa eyðilagt 70 þýzkar flugvélar i lofti og á jörðu, en Þjóðverjar skutu niður fyrir ])eim 7 stórar flugvélar, eina af meðalstærð og 31 orustuvél. VISIR kemur ekki út á morgun Vísir kemur ekki út á morg- un, miðvikudaginn 14. júní. Þetta stafar af því, að verið er að ganga frá útgálu þjóðhátíð- arblaðsins, en það er svo stórt — 144 blaðsíður — að ekki vinnst tími til að koma því út á tilsettum tíma, ncma öllum starfskröftum sé beitt til þess. I þjóðhátíðarblaði Vísis, sem er langstærsla blað, sem nokk- uru sinni hefir komið út héV á landi, verða greinar um öll svið þjóðlífsins frá 1874- -1944. Blað- ^ ið samsvarar að lesmáli bók í r stóru broti, sem er hátt á 6. 1 hundrað. blaðsíður að stærð. Næsta blað Vísis kemur út á fimmtudag. Stutt og laggott. Þýzkur almenningur fær nú engin rafmagnstæki framar. Vegna tjóns á verksmiðjum fær hið opinbera framvegis alla framleiðsluna. ★ Jugoslavar hafa tekið þrjár borgir úr liöndum Þjóðverja. ★ Lundúnablöðin rita mjög um l það, að Bretar ælti að viður- | kenna þjóðfrelsisnefndina | frönsku, vegna innrásarinnar í . Frakkland. ★ Japanir hafa tekið ldnversku borgina Changsa og segjast hafa unnið hana nærri bardagalaust. ★ Amerísku hersveitirnar á Biakeyju við N.-Guineu hafa sótt nær flugvöllunum, sem Japanir liafa enn á valdi sínu. MENN HANS FÓRU FYRIR. Bretar telja Þjóð- verja hafa 250 þús. menn. B Maðurinn hér á myndinni er yfirmaður víkingasveita Breta. Hann heitir Robert Laycock og tók við af Mountbatten lávarði, þegar liann var gerður yfirhershöfðingi bandamanna i suð- austurhluta Asíu. Laycock hefir hlotið viðurnefnið „heppni“, vegna þess hvað hann hefir oft sloppið nauðulega undan fjand- 1 mönnunum, þegar hann hefir barizt með mönnum sínum. Það er kona hans, sem er með lionum á myndinni, og ef einhvern langar til að vita hvað hundurinn heitir, þá er nafn hans Kipling. Rússland: Sóknin gegn Finnum að- eins sú fyrsta af mörgum Rússav halda áfram á Kirjálaeiði. Rússar héldu áfram sókn sinni á Kirjálaeiði í gær og tóku alls um 40 bæi þar. Þeir eiga nú um 65 km. ó- farna til Viborgar, en landið er mjög gotl til varnar og getur því verið, að leiðin þangað verði þeim torsótt. Finnar verjast með örvæntingarhreysti, en fá ekki stöðvað Rússa, því að þeir hafa hvorki nægan mannafla né vopn til þess. í fregnum frá Svíþjóð er það líka talið veikja aðstöðu Finna, að yfir þeim vofir sú hætta, að Rússar setji lið á land af skip- um að baki þeim. Þetta er að- eins byrjunin. Fréttaritari amerislca útvarps- félagsins National Broadcasting Compány hefir sagt í útvarps- sendingu frá Moskva, að sóknin gegn Finnlandi sé aðeins hin fyrsta af mörgum hernað- araðgerðum, sem Rússar undir- búi nú í samvinnu við banda- menn siiia og eigi að leggja liættulegasta fjandmann þcirra, Þýzkaland, að velli. Rússar eru tilbúnir til saiu- ræmdrar sóknar á ölltun austur- vígstöðvúnum í samráði við þá, sem stjórna sóknum úr vestri og suðri. Ítalía: Mazmtjón Þjóð- verja 70.000. Síðan Alexander hóf sókn sínar. Síðan bandamenn hófu sókn sína norður eftir Italíu fyrir nokkurum vikum, er manntjón Þjóðverja talið um 70,000 manns. Þá eru taldir þeir, sem fallið hafa, særzt eða verið teknir til fanga, en tala þeirra er farin að nálgast 20,000. Bandamenn töldn, að Kesselring hafi haft yfi 23 herdeildum að ráða, þegar látið var til skarar skríða og hafa bandamenn átt í bardögum við 20 þeirra. Sumar liafa verið nærri upprættar, en hinar goldið afhroð mikið. En ])á eru ótaldar hersveitir, sem fluttar voru frá Genua og Danmörku, eftir að sókn bandamanna hófst. Þjóðverjar hafa yfirgefið eyj- 1 uná San Stefano, en þar er borg- in Orbetillo. „Evja“ þessi er tengd landi af. rifi, sem i myndazt hefir á síðustu öldum. 10.000 fangar hafa verið teknir fyrstu viku bar- daganna. andamenn telja, að ÞjóS- verjar tefli nú fram um 250 þúsund manna liði í Nor- mandie gegn innrásarherjun- um. í liði þessu eru fjórar eða fimm bryndeildir og þótt und- arlegt sé, er flestum ]>eirra beint gegn Bretum, sem eru í vinstra fylkingararmi og erú að því er virðist elcki eins hættulegir og Bandarikjamenn, sem leitast við að ná Clierbourg. Bandamenn hafa tekið 10.000 fanga. Segja Bretar, að þeir hafi orð- ið varir við þrjár bryndeildir á svæðinu milli Bayeux og Caen. Víglínan tæplega 130 km. í fregnum blaðamanna frá aðalstöðvunum í morgun, er sagt, að víglínan muni nú vera læplega 130 km. á lehgd. Nyrzt eru Bandaríkjamenn búnir að koma sér fyrie milli sjávar og Montebourg, en þar fyrir sunnan liafa ]>eir sótt noklcuð vestur fyrir Carentan, sem þeir tóku í gærmorgun. Það er á næsta hluta víg- stöðvanna, sem bandamenn liafa sótt lengst. Þar hafa þeir tekið skóg einn, sem Þjóðverjar höfðu breytt í geymsiusvæði fyrir allskonar birgðir. Hjálp- i uðu orusluskip til við töku lians með skothríð. Sifelldar skriðdre.kaviður- 1 eignir éru háðar á svæðinu milli Bayeux og Carentan, en þar er ekki getið um neina verulega framsókn. Churchill fer til Frakklands. Churcbill var sjö klukku- slundir í Frakklandi í gær og ók víða um landgöngusvæðið með MontgÓmery. Skömmu áð- ur fóru ]>eir Arnold, Iíing og Marsliall yfir til Frakklands með Eisenliower og heimsóttu ]>eir ýmsar stöðvar banda- manna í fylgd méð Bradley liershöfðingja. Akurnesingar byggja verkamannabústaði. Akurnesingar hafa ákveðið að ráðast í byggingu verkamanna- bústaða í sumar og verða þau resit í samfelldri hvirfingu of- arlega á Suðurskaganum. Verkamannabústaðirnir eru byggðir á milli Suðurgötu og Iilínargötu og allt upp undir Sleipnisveg. Þeir eru byggðir samkvæmt verkamannabústaða- lögunum og er þegar húið að fá 1 kaupendur að öllum húsunum. | Greiða ltaupendur 16—17 þús. i strax, en að öðru leyti verður I upphæðin borguð niður á viss- 1 um árafjölda. Akraneskaupstaður sér fyrir lóðum undir húsin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.