Vísir - 13.06.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 13.06.1944, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgðtu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16(0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mónuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vinarþel, ENGU Iiefir íslenzka þjóðin orðið fegnari en því vinar- þeli, sem ýmsar þjóðir hafa sýnt henni nú, er stofna skal lýðveld- ið hér á landi. Nú fyrir helgina tilkynnti utanríkisráðherra blaðamönnum að auk þeirra þjóða, sem áður hafa sýnt okkur sérstakan vinsemdarvott, liefði sænska stjórnin gert það einnig, með þvi að iiinefna sendifull- trúa sinn, hen-t Otto Johansson til að vera sérstakan sendiherra við hátíðahöldin (envoye en nnssion spéciaíe*. Hafa þá bæði Noiðmenn og Svíar gefið óbeint fvrirheit um vií a/kenningu hins ískiizka lýðvektts, auk stór- veldanna, sem það gerðu þegar i v-pphafi. Gefa þessar ráðstaf- anir frændþjó* tnna vonir um að Norðurlöndió muni skilja til fulls aðstöðu ístenzku þjóðar- iuiiar vegna lýðveldissloí'nunar- innai, þannig að enginn skuggi falli á góða samhúð þjóðanna i framtiðinni. Því ber ekki að neita að ís- lenzka þjóðin varð fyrir nokkr- um vonbrigðum, er hingað bár- ust fréttir að fyrstu ummælum sænskra blaða varðandi sam- bandsslitin. Þau sýndu ekki þann skilning, sem við töldum æskilegan, en síðari ummæli hnigu á allt annan veg og voru okkur á allan liátt vinsamleg. Sænska stjórnin hefir einnig tekið þá afstöðu að sýna okkur skilning og velvild með ofan- greindri afstöðu sinni, og munu íslendingar vel kunna að meta slíkt í norrænni samvinnu síðar. Islendingar hafa aldrei ætlað sér að f jarlægjast Norðurlöndin eða draga sig út úr norrænni sam- vinnu á nokkurn hátt, og þótt við krefjumst fulls og óskerts sjálfstæðis, sem við eigum rétt til gat ekkert rofið tengsl þjóð- ariimar við Norðurlönd, nema skilningsskortur frændþjóð- anna á afstöðu okkar og að- gerðum. Engin þjóð getur sóma síns vegna samið af sér sjálf- stæðið, en hún getur samið um allt annað. íslenzka þjóðin er engin undantekning i þessu efni og engar þjóðir ættu að skilja þetta betur, en frelsisunnandi þjóðir Norðurlanda. Norðmenn og Sviar hafa sýnt það í verki að svo er, en allar raddir, sem fram hafa komið og eigi verið í sama dúr, eru hjáróma raddir, sem að engu eru hafandi. Þær mega dcki spilla sambúð Norð- urlanda og munu heldur ekki gera það. 1 Islenzka þjóðin ber hlýjar hugsanir einar til Norðurlanda, og óskar þess að þau megi öll njóta friðar og frelsis. Hún þekkir hverja þýðingu það hefir að fara frelsis á mis. Erfiðleikar Norðuriandaþjóðanna og skuggi styrjaldarinnar, veldur þvi að gleði islenzku þjóðarinnar er ekki óskipt. Við sjáum skinið og greinum skuggana, en við erum þakklátir þeim þjóðum, sem sýna það nú í verki, að þær eru vaxnar upp úr yfirdrotnun- arstefnum og kúgun og vilja byggja upp heiminn á lögum og alþjóðarétti. Það eitt getur gefið fyrirheit um batnandi og bjart- ari tíma, — betri og friðsamlegri sambúð allra þjóða, sem heim- urinn þarfnast nú mest. Undixbúningur undir hátíðahöldin á Þing- völlum i fullum gangi MJögr iiilkill eftirspnrn eftir far- iiiiöuin og tjald§tæðnm. Nær tvö þúsund tjaldstæði hafa verið pöntuð á Þingvöllum jrfir hátíðina og enn er eftir- spurnin mjög mikil. Alls er gert ráð fyrir að unnt verði að flytja um 14.000 manns á vegum þess opinhera en aulc þess er mikið af hifreiðum i eigu einstakra manna, sem vafalaust flytja mikið af fólki. Skrifstofan sem selur farmiða fyrir það op- inbera hefir nú selt 5100 miða og auk þess eru um 1200 manns, sem fara sem boðsgestir. Farið verður austur á þessum tímum: Föstudaginn 16. júní, ld. 9,13,17 og 21. Þann 17. verð- ur farið austur kl. 7,30 og kl. 10,30 f. h. Að austan verður farið þann 17. kl. 18,22 og 1 e. li. og 18., kl. 13, 17 og 21. Ferð- in austur kl. 10,30 þann 17. er uppseld og einnig ferðin kl. 7,30 að mestu leyti. Þá er ferðin að austan kl. 22 þann 17. uppseld. Veitingar verða allan daginn á Þingvöllum þann 17. Verða veitingarnar i tjöldum og sér fólk um þær, sem hefir samn- inga um það við hátíðanefndina. Fálkaorðum úthlutað. Tilkynning frá orðuritara. Herra ríkisstjóranum hefir 3. þ. m. þólmazt að sæma eftir- greinda menn heiðurmerkjum liinnar íslenzku fálkaorðu, svo sem hér segir: Stórkrossi: Prófessor Einar Jónsson, myndhöggvara, Reykjavík. Stjörnu stórriddara: Einar Árnason, óðalsbónda, fyrv. fjármálaráðherra, Eyrar- landi, í Eyjafirði. Gísla Sveins- son, sýslumann og alþingisfor- forseta, Vík i Mýrdal. Prófessor Matthías Þórðarson, þjóðmenja- vörð, Reykjavík. Dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup, Reykjavik-. Stórriddarakrossi: Ágúst Helgason, óðalsbónda, Birtingaliolti, í Árnessýslu. Friðrik Hallgrímsson, dómpró- fast, Reykjavik. Dr. med. Hall- dór Hansen, lækni, Reykjavík. Halldór Þorsteinsson, fyrrver- andi skipstjóra, Reykjavík, Har- ald Böðvarsson, kaupmann, Akranesi. Frú Ingibjörgu Þor- láksson, forstöðukonu kvenfé- lagsins Hringsins, Reykjavík, Jón Ásbjörnsson, hæstaréttar- lögmann, Reykjavík. Lárus Fjeldsted, hæstaréttarlögmann, Reyrkjavík. Pál Sveinsson, fyrv. yfirkennara, Reykjavík. Valtý Stefánsson, ritstjóra, Reykjavik. A. F. Kofoed-Hansen, fyrv. skógræktarstjóra, Reykjavik. Riddarakrossi: Andrés Ólafsson, hreppstjóra, Brekku í Gufudalssveit. Bjarna Jónsson, kvikmyndahússtjóra í Reykjavik. Björn Eymundsson, hafnsögumann, Höfn í Horna- firði. Björn Kristjánsson, kaup- félagsstjóra, Kópaskeri. Carl Finsen, framkvæmdarstjóra, Reykjavík. Eggert Kristjánsson, stórkaupmann, Reykjavík. Eirík Brynjólf Jónsson, verkstjóra, Isafirði. Friðrik V. Ölafsson, skólastjóra Stýrimannaskólans, Reykjavík. Gísla Jónsson, óðals- bónda, Stóru-Reykjum í Árnes- sýslu. Guðlaug Rósenkranz, yf- irkennara, Reykjavik. Guðmund Gamalielsson, bóksala, Reykja- vík. Guðmund Guðmundsson, skólastjóra, Keflavík. Guðmund Jörgensson, skipaafgreiðslum., Hull í Englandi. Guðmund Markússon, skipstjóra, Reykja- vík. Frú Guðrúnu Indriðadótt- ur, leikkonu, Reykjavík. Frú Guðrúnu Jónasson, bæjarfull- trúa, Reykjavík. Helga Bergs, framkvæmdarstjóra, Reykjavík. ; Hilmar Stefánsson, bankastjóra, j Reykjavík. Uhgfrú Jóhönnu j Friðriksdóttur, yfirljósmóður j við Landspítalann, Reykjavík. Jón Gestsson, óðalsbónda, Vill- ingaholti í Árnessýslu. Kristinn Jónsson, vagnasmið, Reykjavík. Kristján ó. Skagfjörð, fram- kvæmdastjóra Ferðafélags Is- lands, Reykjavík. Magnús Gísla- son, skrifstofustjóra, Reykjavík. Pál Pálmason, stjórnarráðsfull- trúa, Reykjavík. Pál Stefánsson, stórkaupmann, Reykjavík. Pét- ur Ólafsson, óðalsbónda, Hrana- stöðum í Eyjafirði. Sigurð Björnsson, fátækrafulltrúa, Reykjavík. Sigurð Jónsson, óð- alsbónda og skáld, Arnarvatni í Mývatnssveit. Sigurð Runólfs- son, framkvæmdastjóra, Reykjavík. Frú Valgerði Þórð- ardóttur, Kolviðarhóli. Dr. Victor v. Urbantschitsch hljóm- sveitarstjóra, Reykjavík. Viggó Björnsson, bankaútibússtjóra, Vestmannaeyjum. Þórarin Benediktsson, fyrv. hreppstjóra, Seyðisfirði. Þorbcrg Guðmimds- soji, útgerðarmann, Gerðum í Garði. B c&taf fréttír Hæsti vinningur í Happdrætti Háskóla íslands kom á númer 18,425, og var hann seldur á fjór'Öungsmiða í umboði frú Marenar Pétursdóttur og á Hvammstanga. Útvarpið í kvöfld. Kl. 20.30 Tónleikar Tónlistar- skólans: a) Hátiðalag eftir Bent- ford. b) Þrjú ensk þjóðlög eftir Grainger. c) /Norskt þjóðlag eftir Grieg. d) Tvö íslenzk þjóðlög eftir Svendsen. (Strengjasveit leikur. — Dr. Urbantschitschj stjórnar). 20.55 Frá Þingvöllum (Pálmi Hannesson og Vilhjálmur Þ. Gíslason). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturakstur. í nótt og aðra nótt Hreyfill, sími 1633- Útvarpið á morgun. Kl. 20.15 Endurvarp frá Ameríku og Englandi (Dagur hinna samein- uðu þjóða). 2100 Hljómplötur: Is- lenzkir einsöngvarar og kórar. 21.15 Ávarp frá þjóðhátíðarnefnd (Ás- geir Ásgeirsson bankastjóri, vara- formaður nefndarinnar). 21.35 Fréttir. Dagskrárlok. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Paul Lange og Tora Pars- berg í síðasta sinn annað kvöld. Að- göngumiðasala hefst kl. 4 i dag. Hjónaband. Laugardaginn 10. júní voru gefin saman í hjónaband af síra Friðrik Hallgrímssyni Ása Karlsdóttir, Þverholti 5, og Tryggvi Steingríms- son, þjónn á Es. Dettifossi, til heim- ilis á Lokastíg 19. Heimili ungu hjónanna er fyrst um sinn á Þver- holti 5. Brauðsölubúðir Bakarameistarafélags Reykjavík- ur verða oþnar til kl. 3 e. h. á föstu- daginn 16. júní, en lokaðar allan daginn 17. jún og aðeins opnar kl. 9—11 f. h. sunnudaginn 18. júní. Samsöngur Vestmannakérsins. Þessi samkór frá Vestmanna- eyjum gistir nú höfuðstaðinn fyrsta sinni og hefir sungið tvisvar sinnum i Gamla Bíó við góða aðsókn og ágætar viðtök- ur. Það hefir verið einskonar á- lög á samkórum hér á landi til skamms tíma, að fæstir hafa þeir átt sér langan aldur og hafa lognazt fljótt út af aftur. Áhuginn hefir allur verið á karlakórsöng. Einstaka undan- tekningar hafa þó verið frá þessu og þar á meðal er Vest- mannakórinn, en hann getur í rauninni rakið feril sinn alla leið aftur til aldarafmælis Jóns Sigurðssonar árið 1911, þótt ekki hafi hann verið félags- bundinn lengur en frá árinu 1925. Allan tímann hefir kórinn notið leiðsagnar sama mannsins, Brynjólfs Sigfússonar organista, sem verið hefir lífið og sálin í sönglífinu þar á staðnum. Vestmannakórinn er skipaður 44 manns, eftir söngskránni að dæma. Kvenraddirnar bera af karlmannaröddunum, bæði að þrótti og fegurð. Tenórraddim- ar eru litdaufar og bassaradd- irnar þyrftu að vera öllu þyngri, þótt þær fylli öllu betur upp í hljóminn en tenórarnir. Samt er kórhljómurinn blæfagur og þægilegur, því að raddirnar eru vel samsungnar. Ekki hefir kór- inn yfir miklum þrótti að ráða, niiðað við hinn fjölmenna hóp. Söngstjórinn hefir ekki viljað reisa kórnum liurðarás um öxl og hefir nær undantekningar- laust takmarkað verkefnin við alþýðleg lög, sem eru að vísu fögur, en krefjast ekki stórra á- taka. Söngstjórinn er orðinn þaulreyndur stjórnandi, sem með kostgæfni hefir þraútæft kórinn og agað. Hann er í senn öruggur og smekklegur og hefir lag á því að gera laglínuna lif- andi. Þó kemur fyrir, að hann bregður að ásettu ráði út af því, sem skrifað stendur, og enda þótt andinn sé yfir bókstafnum, þá má ekki gleyma því, að tón- skáldin skrifa hvorki niður þagnarmerki eða önnur tákn í lögin sín öðru vísi en að vel yfir- lögðu ráði. Mörg voru lögin prýðilega sungin. Eg hefði kosið að hið fallega kórlag Gades „Hafnsögumaðurinn“ hefði ver- ið sungið breiðara. „Landkjenn- Verzlunarjöfnuðurinn: Óhagstæður um 8,1 millj. kr. í maí Samkvæmt útreikningi Hag- stofunnar nam verðmæti inn- fluttra vara í maímánuði 28,8 millj. kr., en andvirði útfluttra vara 20,7 millj. kr. Samkvæmt þvi var verzlunarjöfnuðurinn í maí óhagstæður um 8,1 millj. króna. Á tímabilinu frá janúar til maíloka nam andvirði útfluttra vara 98,8 millj. króna, en and- virði innfluttra vara 96,6 millj. króna. Þannig er verzlunar- jöfnuðurinn hagstæður um 2,2 millj. króna það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra var verzlunarjöfnuðurinn við út- lönd hagstæður um þrjár millj- ónir króna. íslandsmótið. í gær gaf Í.R. leikinn, sem fram átti að fara milli þess og Víkings . og er óvíst að Í.R. haldi áfram þátt- töku i ipótinu. — í kvöld kl. 8.30 ! keppa Fram og Víkingur og fer nú : óðum að styttast til lokasennu móts- ! ins. ing“ eftir Grieg, með einsöng Sigurðar Bogasonar og undir- leik frú Sísí Gísladóttur, lá fyrir utan takmörkin, sem verkefnin annars voru skorðuð við, enda naut það sín hvergi nærri nógu vel, þótt kórhlutvtíriunu í því hafi verið bezt skilað. Nokkur lög voru sungin eftir sjálfan söngstjórann og vil eg sérstak- lega nefna lagið „Yndislega eyj- an mín“, sem er hugþekkt lag við ljóð um Vestmannaeyjar. Annars voru kvæðin mörg um átthagana og sjósókn, eins og vera ’bar hjá kór á þessum stað. Auk áðurnefnds einsöngvara söng Konráð Bjarnason einsöng í snotru lagi eftir Steingrím Hall, við hið alkunna kvæði „Þú ert sem bláa blómið“. Þótt þetta lag sé ekki líklegt til að skyggja á hið meistaralega sönglag Schumanns við þetta kvæði, þá hygg eg að margir muni samt læra það og syngja. Einsöngs- hlutverkið í „Sunnudag selstúlk- unnar“ eftir öla Bull sungu þær saman Áslaug Johnsen og Torf- hildur Sigurðardóttir. Enginn þessara einsöngvara mun vera lærður í listinni, en þeir skiluðu sínum hlutverkum þó all lag- lega. Formaður Landssambands ísl. blandaðra kóra og kvennakóra, Jón Alexandersson, ávarpaði kórinn nokkrum orðum fyrsta kvöldið, en söngfélagið „Harpa“ heilsaði honum með söng. Síð- an hófst samsöngurinn samkv. efnisskránhi, svo sem drepið hefir verið á hér að framan, og það var góður og vandaður söngur, sem margan mun hafa glatt. , B. A. 5 manna híll í góðu standi, til sölu. Uppl. á Lindargötu 63A (steinhús- ið) eftir kl. 5 í dag. Kvenmaður sem kann algenga matreiðslu og meðferð mjólkurafurða, getur fengið vel launaða at- vinnu í sumar á sveitaheim- ili skammt frá Reykjavík. Uppl. gefur Ólafúr Ólafs- son, Laugavegi 43, uppi. Bíll til sölu 5 manna Ford, model 1934. Til sýnis á Skólavörðustíg 36 kl. 8—-10 í kvöld. 5 manna bíll á góðum gúmmíum og í góðu lagi, til sölu. Uppl. á Benzínsölu B. P„ Tryggvagötu, tp kl. 10 í kvöld. Sumar- KVENKÁPUR, KVENKJÓLAR, TELPUKJÓLAR og SMÁBARNA- KJÓLAR með Kuxum. Lokastíg 8. Hver er maöuriim? Bókin, sem allir hafa beðið eftir með óþreyju árum saman, er nýkomm út. Á rúmlega 800 þétt prentuðum blaðsíðum eru stutt æfiágrip 3740 Islendinga. I einu vetfangi getið þér fengið að vita glögg deili á þessum mönnum, „sem gert hafa garðinn frægan“ á 40 fyrstu árum heimastjórnarinnar og ýmsum þaðan af eldri. Þér fáið að vita fæðingardag þeirra og ár, hvar þeir eru fæddir,. hverra manna, lífsstöðu, trúnaðarstörf, fram- kvæmdir, lærdömsframa þeirra og heiðursmerki, ritstörf, stofnun og starfrækslu margra fyrirtækja, og enn fáið þér að vita um konur þeirra, hverra manna þær eru o. s. frv. Þetta er ómissandi bók fyrir alla þá, sem vilja átta sig á samtíð sinni og fortíð. Hver er maðurinn? er bókin, sem allir góðir íslend- ingar vilja eignast á hinum miklu núverandi tímamótum í sögu vorri. Bókin verður send áskrifendum næstu daga. Guðmundur Gamalíelsson. Allir út á völl! Islandsmótið í iullum gangi í hvöld kl. 8,30. Fram - Víkingur Þetta er leikurínn, sem allir vilja sjál / Orslitin nálgast! Hvor vinnurl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.