Vísir - 15.06.1944, Qupperneq 5
VlSIR
Kventöskor
nýjustu tízkulitir og skinn.
Hliðartöshir
Hvitar og mislitar.
Ferðatöiknr
Ferðaolar
Leöurvörudeild
Hljóðfærahússins
5 manna fólksinl
til sölu og sýnis á verk*-
stæði
P. Stefánssonar,
Hverfisgötu 103.
Samsýning lista-
manna opnuð í dag
Félag íslenzkra myndlistar-
manna opnar samsýningu d
málverkum á morgun. Verður
hún opnuð kl. 1.30 á morgun
fyrir gesti með erindi er Matt-
hías Þórðarson fornminja-
fræðingur flytur. Kl. 3 verður
sýningin opnuð fyrir almenn-
ing.
Á sýningunni. verða 46 mál-
verk, 14 vatnslitamyndir og
teikningar og 15 höggmyndir
og gefur þarna að líta listaverk
eftir flesta núlifandi listamenn
okkar.
Sýningin verður opin til 24.
þ. m.
Hér skal ekki rætt um heild-
arsvip sýningar þessarar né
dómur lagður á einstök lista-
verk en fullyrða má þó að sýn-
ingin er listamönnum mjög til
sóma.
Væntanléga tekst að fá því
framgengt 'að koma upp veg-
legu listasafni á næstunni, sem
yrði listamönnunum til vegs-
auka og þjóðinni til sóma. Eng-
inn staður er betur fallinn fyr-
ir Iistasafn en Skólavörðuholt-
ið, enda sjálfsagt að ar komi
upp fagrar og veglegar hygg-
ingar.
Þjóðhátíðarskjöld-
urinn til sýnis.
Þjóðliátíðarskjöldur sá, sem
Þjóðhátíðarnefnd fól Guð-
mundi Einarssyni frá Miðdal
að gera, verður til sýnis á sýn-
ingum myndlistarmanna, sem
opnuð verður í Sýningarskál-
anum á morgun.
Skjöldurinn er úr leir, 32
cm. i þvermál, með mynd af
Jóni Sigurðssyni, en beggja
megin, við hann eru birkisveig-
ar og undir mynd Jóns stendur:
17. júní 1944.
Jafnhliða því sem skjöldur-
inn verður sýndur í Lista-
mannaskálanum verður hann
og til sýnis í Listvinahúsinu.
Hæstiréttui mildar
dóm Adolphs
Bergssonar.
Hæstiréttur liefir kveðið upp
dóm í sykurseðlafölsunarmál-
inu og var dómur undirréttar
staðfestur að öðru leyti en því,
að Adolph Bergsson var sýkn-
aður af einu ákæruatriðinu og
þar af leiðandi dregið úr refs-
ingu hans. Hlýtur hann, sam-
kvæmt hæstaréttardómi, 14
mánaða fangelsi og gert að
greiða málflutningslaun skipaðs
verjanda síns fyrir hæstarétti,
1200 krónur.
Ævifsasa IIEL§ FIASEAS
írægasta íslendings síðan á 13. öld.
■<3
Vísindin um áhrif ljóss og sólskins á mannslíkamann eru afrek
hans, enda hlaut hann á unga aldri Nóbelsverðlaunin.
Niels Finsen var Islendingur, sonur Hannesar Finsens amtmanns, en
hann var sonur Ölafs Finsens, assessors við landsyfirréttinn í'Reykja-
vik, Hannessonar, biskups í Skálholti, er var sonur Finns Jónssonar,
prófasts Halldórssonar í Hítardal.
Niels Finsen var stúdent héðan, eins og minningartaflan í Mennta-
skólanum segir til um.
ÆVISAGA NIELS FINSENS er saga um þrotlausa baráttu manns,
sem finnur svo til þjáninga meðbræðra sinna, að hann ann sjálfum sér
engrar hvíldar í lífinu. — Gleði hans er að hjálþa öðrum. Einkunnar-
orð Finsens voru:
Sá hefir lifað vel, sem lítið hefir borið á.
Þessi fagra ^aga, sem enginn getur lesið án þess að verða fyrir
ógleymanlegum áhrifum, á vafalaust eftir að vekja marga landa hans
til að endurskoða líf sitt og lífsviðhorf á þessinn mikilvægu tímamótum.
Dr. Gunnlaugur Claessen rítar ítarlegan formála.
Á morgun kemur út heildarútgáa af
ljóðtun Páls Ölafssonar,
vinsælasta alþýðuskáldsins, sem þjóðin hefir átt. Gunnar Gunnars-
son skáld á Skríðuklaustri gefur bókina út og skrifar hann um
skáldið og list þess merkilega ritgerð.
Bókin fæst í fallegu skrautbandi.
M sérstökum
ástæðum
er til sölu ný rafsuðu-eldavél,
amerískt Marconi-útvarps-
tæki, 2 armstólar (stálhús-
gögn), sem nýir. Stofuskápur
með skrifborði. Svefn-otto-
man, ameriskur, með þrem-
ur pullum.
Uppl. á Baldursgötu 22,
uppi.
SHIPAUTCERÐ
rn
r?TIT|i y~* |-*U~1
Esja
Hraðferð til Akureyrar í
byrjun næstu viku. Tekið á
móti flutningi til Akureyrar
og Sigluf jarðar í dag og fram
til hádegis á morgun, og til
ísafjarðar og Patreksfjarðar
árdegis á mánudag. Skipið
kemur við á Bíldudal vegna
farþega og pósts báðar leiðir.
— Pantaðir farseðlar óskast
sóttir í dag.
■ ■
VEGGSKJOLDUR
Lýðveldishátíðarinnar
verður varanlegasta minningin um endúrreisn lýðveldisins. Tryggíð
yður hann í tíma. — Pöntunum veitt móttaka í Bókaverzlun Lárusar
Blöndals, Skólavörðustíg, sími 5650 og 2339.
Skjöldurínn er til sýnis í glugga Morgunblaðsins og hjá Bókaverzlun
Lárusar Blöndals.
Hý bóh:
NFISTAR ,
fir (msuikI ára lífsbaráttu íslenzkrar atýða
Björn Sigfússon, magister, hefir tekið saman i nærri 400 síðna bók marg-
víslegt efni, er hann nefnir „neista“, úr sögu Islands fram til 1874, dæmi
úr sagnritum, löggjöf, Islendingasögum, dómabókum, annálum, skáld-
skap, þingtiðindum, þjóðsögum, til vitnis um lífskjör og baráttu þjóðar-
innar, drottnun og yfirgang erlends valds, hróp og eggjan skáldanna,
vörn og forustu stjórnmálamannanna.
Raunveruleg saga íslands í myndum, saga af viðnámi þjóðarinnar
gegnum aldirnar, réttleysi hennar og þjóðfrelsisbaráttu, þjáningum,
ótta og vonum, uppreisn hennar og harðnandi kröfum.
Bókin skiptist í þessa kafla:
Ur álögum gullsins. Uppreisn frá réttleysi og örbirgð. Hinir
ofurseldu. „Eigi skal höggva.“ Gegn drottnun og herveldi. Vörn
sjálfstæðis. Vörn þegnfrelsis og þjóðfrelsis. Frá upplausnar-
skeiði miðaldamenningar. Danslca nýlendan mótast. 1 klóm
fáeinna kauphöndlara. Verkafólk, þurrabúðir og leigujarðir.
Réttur og refsingar. „Island bundið / þungt ok undir.“ Barizt
fyrir landsréttindum. Fjársöfnun og viðskiptaklækir. Atvinnu-
þróun og landflótti. Mannréttindi. Alþýðutungan og snikju-
siðirnir.
Bók þessi er brýnasta eggjan til íslendinga, nútímakynslóðar og
æsku landsins, að standa á verði um þjóðfrelsi sitt og lýðveldi. —
Björn Sigfússon ritar stuttan inngang að hverjum kafla bókarínnar.
Bókin fæst í öllum bókaverzlunum, en aðalumboð hefir Bókabúð Máls
og menningar.
Bðkaútgáfan Þjóð og saga.
Skrifstofur bæjarins
og allia bæjaistoínana veiða lokað-
ai fiá kL 12 á hádegi föstudaginn
16. þ. m.
f
Borgarstjórinn.
I
Jarðarför dóttur minnar og systur okkar,
önnu Sigríðar Sigurðardóttur,
fer fram þriðjudaginn 20. þ. m. að Breiðabólsstað.
Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hennar,
Kirkjulæk í Fljótshlíð kl. 11 f. h.
Bílferðir verða frá Bifreiðastöð Reykjavíkur kl. 6,30
f. h. sama dag. Farseðlar sækist daginn áður fyrir kl. 6.
Sigurður Bárðarson og bræður.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and-
lát og jarðarför
Sigurþórs Ólafssonar
frá Gaddstöðum.
Börn og tengdabörn.
i