Vísir - 16.06.1944, Blaðsíða 7

Vísir - 16.06.1944, Blaðsíða 7
VISIR Hömlnr anka§t á ntan riki§verxln nin ni Frá aðalfundi V. í. QíSan styrjöldin hófst hafa aðstæSurnar breytzt mikið hvað snertir alla verzl- un landsmanna. Á aðalfundi V. R., sem hald- inn var nýlega var gerð allnáin grein fyrir hvernig þessi íhál stæðu nú, bæði af formanni fé- lagsins og viðskiptamálaráð- herra. Hið síðasta ár hefir verzlunin mótazt meir af ófriðarástæð- unum en nokkru sinni áður. Kemur þar margt til greina, meðal annars það, að viðsldpta- þjóðir íslendinga liafa almennt tekið upp víðtæka skömmtun á öllum nauðsynjavörum og hefir það að sjálfsögðu sin álirif á innfluhiinginn til landsins. Bretar og Bandaríkjamenn hafa sett ákveðnar reglur um hversu mikið vörmnagn mætti flytja hingað til landsins á tilteknum tímabilum og krefjast auk þess ,að ýmsum skilyrðum sé full- nægt að öðru leyti. Þetta nýja viðliorf hefir haft það i för með sér að nauðsynlegt hefir verið að fara inn á nýjar brautir i framkvæmd gjaldeyris og inn- flutningsmála af hálfu þess op- inbera. Hefir oft verið allerfitt að greiða fullnægjandi úr þess- um málum, en þó oftast teldzt fyrir lægni og velvilja hlutað- eigandi aðila. Ems og sakir standa nú virðast líkur til að eklc verði unnt að flytja vörur til landsins i eins ríkum mæli og að undanförnu. * Aðalfundur V. í. samþykkti m. a, tvær eftirfarandi tilögur. Þá fyrri frá Eggert Kristjáns- syni stórkaupmanni, en liina síðari frá stjórn verzlunarráðs- ins. Tillaga Eggerts er svohljóð- andi: „Aðalfundur Yerzlunarráðs Islands, haldinn í Reykjavík 6. júní 1944, lýsir yfir því, að hann telur að kvótafyrirkomulag það (skömmtun), sem nú er gild- andi um útflutning á fjölda mörgum vörum frá Bnadaríkj- unum til íslands, sé til mikils óhagræðis, enda er þessi skömmtun í mörgum tilfellum það þröng, að ekki er hægt að fullnægja nauðsynlegum þörf- um þjóðarinnar. Fyfir þvi skor- ar aðalfundur verzlunarráðs Is- lands á viðskiptamálaráðherra og viðskiptaráð að beita sér fyr- ir eftirfarandi. 1. Kvótarnir séu xýmkaðir frá því sem nú er í ýmsum tilfell- um, þannig að þeir fullnægi eðlilegum og sanngjöi'num þörfum þjóðarinnar. 2. Iívótarnir verði meira sam- einaðir lieldur en nú tíðkast, þannig að sem mestur hluti á- kveðins vöruflokks falli undir sama kvóta, en ekki eins og nú er, þar sem kvótarnir i möí'gum tilfellum eru bundnir við ein- stakar vörutegundir innan á- kveðins flokks. 3. I stað l>ess að kvótarnir nú gilda, í flestum tilfellum til þriggja eða sex mánaða, þá verði unnið að þvi, að gildis- tími }>eiri'a verði aldrei skemmri en sex mánuðir eða lxelzt eitt ár. 4. Kvótarnir fi'amlengist en falli ekld úr gildi enda þótt þeir séu eklci að fullu notaðir á við- komandi tímabili. 5. Unnið verði að því að fá alla lcvóla ágveðna það tíman- lega, að þeir liggi jafnan fyrir í byrjun hvers kvótatímabils, þannig að auðveldara verði að j nota þá innan tilskilins tíma.“ Tillagan fx-á stjórn í’áðsins er svohljóðandi: „Aðalfundur Vei'zlunarráðs íslands lýsir ánægju sinni yfir þeim breytingu, sem orðið hef- ir á úthluiunareglum í sam- bandi við vöruinnflutning til landsins. Reglur þessar, sem eru í sam- ræmi við réttai-meðvitund al- mennings, trvggja neytendum sama rétt, livar sem þeir gera innkaup sín og slcapa innflytj- endum miklu meira jafnrétti en átii sér stað áður. En í reglunum er auk þess tekið tillit til nýrra verzlana og nýmyndunar í verzl- un og iðnaði í samræmi við stefnu frjálsrar verzlunar. Fundurinn vottar viðskipta- málaráðherra þaklcir fyrir að- gerðir lians í þessu máli.“ Þá samþykkti fundurinn að færa sendiherrum Islands í Wasliington og London þakkir fyrir fyrirgreiðslur við útvegun útflutnings- og framleiðslu- leyfa og margskonar aði’a að- stoð. I stjórn Verzlunarráðsins voru lcosnir: Hallgr. Benediktsson með löO atkv., Sveinn M. Sveinsson 104 atlcv. og Guðmundur Guðjóns- son með 84 atkv. Varamenn voru kosnir: Árni Árnason, Gunnar Kvaran og Cai'l Olsen. Endurskoðendur: P. Þ. J. Gunnarsson og Jón Helgason. Til vara: Giudo Bernliöft. I fundarlok minntist form. V. I. (H. Ben.) Gai'ðars Gislason- ar, hins ágæta starfs lians í þágu vei'zlunarstéttarinnar, fyrr og síðar. Ákvað fundurinn að senda lionúm kveðju og þakkir í sím- skevti. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: io kr. frá V., 15 kr. frá N. N„ 10 kr. frá IX—XI, ! 10 kr. frá Á., 20 kr. frá M. Þ., 15 kr. frá K. P„ 10 kr. frá P. J. (gamalt álieit), 30 kr. frá S. E. 100 kr. frá H. Þ„ 5 kr. frá H. B. (gamalt áheit). Sundhöllin Baðhúsið Bæ jar þvottahúsið lokað kl. 3 fostudaginn 16. júni báðat hátíðisdagana, til mánudagsins 19. júni kl. 7,30 f. h. Verzlunaráþján og erlend kúgun hafa lengst af haldizt í hendur hér á landi. itt stærsta afrekið í sögu íslenzku þjóðarinnar á þessari öld er, að hún hefir tekíð aDa verzlun í eigin hendur og gert hana algerlega innlenda. fslenzk verzlnnarstétt hefir bví leyst af hendi einn veigamesta þáttinn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Framtíð sjálfstæðis vors er að mjög verulegu leyti undir því komin, hvernig tekst að leysa verzlunarmál þjóðarinnar í framtíðinni. Firma vort • ^ hefír á undanförnum árum leitazt við að taka þátt í þessu starfi og hefir fullan hug á að leggja sinn skerf til þess í framtiðinni. B§r§*ert Kri§t|án§§on & Co. H.F,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.