Vísir - 16.06.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 16.06.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) 34. ár. Reykjavík, föstudaginn 16. júní 1944. Ritstjórar Blaðamenn Simii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla 133. tbl Stórárás Þjóðverja kemur bráðlega. Siglfirðingar búa sig nú af kappi undir hátíðarhöldin á morgun, símar fréttaritári Vís- is á staðnum. Meginþorri allra húsa í bæn- um hefir verið málaður, lóðir hreinsaðar og prýtt og lagað umhverfis hús eins og hægt er. Þá hafa bæjarbúar og sett upp fánastengur mjög víða og margt annað gert, sem til prýði má verða og hátíðarbrigða. Yfirleitt virðast Siglifirðingar samtaka um að hafa hátíðina sem glæsilegasta liið innra og ytra. Lýðveldismerkin rifiii ist. Mikil þröng var umhverfis merkjasalana á Lækjartorgi í gær. Má heita að sífelldur straum- ur manna hafi verið allan dag- inn til að kaupa merki þjóðhá- tíðarinnar. Stundum var ösin svo mikil, að lögreglan varð að hafa hemil á þyrpingunni. Einu sinni, er fréttaritari Vísis átti leið framhjá torginu, voru tveir lögregluþjónar að halda uppi reglu við söluna. Stoðvarölfreilar aDeins teknar leigunámi kaui. 17. jðui. ★ Bifreiðastöðvarnar opnar til kl. 11 í kvöld. Hin margþættu hátíðarhöld Iýðveldisstofnunarinnar hefjast á morgun. Um 1500 tjöld munu verða reist á Þingvöllum í dag og fara íbúar þeirra austur í dag. Verð- ur skipulögð tjaldborg á Þing- völlum undir umsjón manna frá hátíðarnefndinni. Tjöldin verða númeruð og götur á milli þeirra, merktar bókstöfum, þannig að auðvelt verður að finna hvert einstakt tjald og i- búa þess. Hátiðarnefndin hefir horfið frá því, að taka leigunámi bif- reiðar bifreiðastöðvanna í dag, en hinsvegar eru allar bifreiðar stöðvanna telcnar leigunámi ]). 17. júní„eins og áður var aug- lýst, og eru öll sæti uppseld, bæði til og frá Þingvöllum þann dag. Húsmæðraskóli Saðurlands útskrifar 12 nemendur Kínverjar vilja íá leif- arnar af japanska flotanum. Kínverjar munu gera kröfur til þess að þeim verði afhentar leifar. japanska ftotans, ef ein- hverjar verða að stríðinu loknu. John Hlavacek, fréttaritari U. P. í Chungking, hefir átt tal við Chen Shao Kwan, flotafor- ingja Kínverja, sem skýrði frá því, að land hans ælli að koma sér upp flota eflir stríðið. Kín- verjar eiga nú aðeins fá og lítil herskip, sem eru á fljótum landsins, en mikill fjöldi sjó- manna er nú við sjóliernaðar- nám i Bretlandi og Bandaríkj- unum og eru þeir nægilega margir til að manna nokkur orustuskip, beitiskip og fall- byssubáta. En Kínverjar gera sér ljóst, að vel geti svo farið, að banda- menn sökkvi öllum japanska í flotanum um það er lýkur. Þeir I gera sér þó vonir um, að þeir ! geti jafnvel fengið eitthvað af herskipum hjá Bandarikjunum með láns- og leigukjörum líkt og margar aðrar þjóðir. Churchill lenti í i sjóorustu, Brezlta þingið ræddi í dag um hættur þær, er Churchill lagði sig í, er hann fór til Frakklands. Þingmaður einn benti á það, að þar sem yfirhershöfðinginn væri amerískur, mundi skuld- inni skellt á hann, ef eitthvað kæmi fyrir Churchill og mundi það geta orðið hættulegt fyrir sambúð þjóðanna. Það hefir nefnilega verið skýrt frá því opinberlega, að tundurspillir- inn, sem flutti Churchill yfir sundið, hafi lent í bardagá og stóð Churchill í lyftingu — með vindilinn auðvitað - allan tím- j ann. i Þingmanninum var svarað, að hann væri ekki dómbær um það, hvenær Churchill legði sig í hættu og hvenær ekki. Kyrrahaf: Inxurás á Saipan. Japanir, segja að Bandaríkja- menn hafi gengið á land á Sai- pan og sé háðir harðir bar- dagar. Saipan-evjan er í Mariana- klasanum, stærsta eyja hans. — Hún er 1500 mílur austur af Filippseyjum. Þar er góð höfn og nolckurir flugvéllir. Um helg- ina réðst amerísk flotadeild á eyiuna og unnu spjöll. Bandaríkjamenn viður- kenndu ekki, að innrásin væri hafin fyrr en seint í gærkveldi. Vinnan, 6. tbl. 2. árg. er komið út. Efni: Alþýðan verður að taka forystuna í sjálfstæðisbaráttunni (K. í.), Þættir úr baráttu ellefu alda (Björn Sigfússon), Hvers væntum vér af íslenzku lýðveldi ? (Guðjón B. Bald- vinsson), Stéttardómur (Jón Rafns- son), Fontamara (þýtt), kvæði o. m. fl. »Skrúðgfaogfa ípróttamanna« Skrúðganga íþróttamanna 18. júní verður haldin i tvennu lagi. Fyrri hlutinn verður á þá leið, að kl. 1 e. h. safnast allt íþrótta- fólk saman í venjulegum klæðn- aði á íþróttavellinum. Þaðan verður gengið undir fána ISl og íslenzka fánanum að Iláskólan- um og sameinast þar hinni al- mennu skrúðgöngu, sem heldur frá Háskólanum, að stjórnar- ráðshúsinu. Síðari hluti skrúð- ; göngu íþróttamanna verður á þá leið, að þá verður gengið í íþróttabúningum og undir fán- um félaganna. Eiga félögin að mæta kl. 3,45 á þeim stöðum, sem hér segir: I Austurbæjarskólanum: : Knattspyrnufélag Reykjavílcur og hópsýningarmenn. I íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar: Glímufélagið Ármann. 1 Miðbæjarskólanum: Knatt- spyrnufélögin: Fram, Valur, 1 Víkingur, Umf. Reykjavíkur, Svifflugfélagið og Skátar. I íþróttahúsi I. R.: Iþróttafé- lag Reykjavíkur, Fimleikafélag Hafnarfjarðar og Ilaukar í Iiafnarfirði. j KI. 4,30 safnast öll félögin saman á Laufásveginum, fyrir ofan Miðbæjarskólann. Þaðan verður lagt af stað kl. 4,40 og gengið niður að Hljómskála- garði. Þar kemur Lúðrasveit Reykjavíkur, undir stjórn hr. Albert Klahn og gengur í far- arbroddi skrúðgöngunnar. Frá Hljómskálagarðinum r verður gengið um Fríkirkjuveginn, Lækjargötu, Austurstr., Aðal- stræti, Suðurgötu. Staðnæmzt stutta stund við leiði Jóns Sig- ‘ urðssonar, og síðan haldið út á íþróttavöll. Húsmæðraskóla Suðurlands að Laugarvatni var sagt upp 8. júní sl. — Skólinn starfaði að þessu sinni í 7 mánuði. • Á síðasta námsári voru 12 námsmeyjar í skólanum. Luku þær allar prófi. Forstöðukona skólans er Sigurlaug Björns- dóttir. Hún annaðist einnig matreiðslukennslu. Kennari í handavinnu var Kristín Sigfús- dóttir. Daginn fyrir skólauppsögnina var sýning á handavinnu náms- meyjanna og einnig íþróttasýn- ing. Var gerður mjög góður rómur að hvorutveggja. Kenn- arar frá héraðsskólanum kenndu bóklegu námsgreinarn- ar í vetur, einnig íþróttir og söng. Meimtaskólaniiitt á Akureyri var sagt upp í gær. • 429 nemendur gengu undir próf í vor. Menntaskólanum, á Akureyri var sagt upp í gær. Alls gengu 429 nemjendur undir próf á vorinu, þar af tóku 92 gagn- fræðapróf. Hæstu einkunn við gagnfræðapróf lilaut Sig- rún Árnadóttir frá Vopnafirði, 7,’10 en hæsta eipkunn er 8. AIls voru útskrifaðir 45 stúd- entar, 30 úr máladeild og 15 úr stærðfræðideild. í máladeild hlutu 25 stúdentar 1. einkunn en 9 úr stærðfræðideild. í máladeild hlaut hæsta einkunn Páll Árdal frá Siglufirði, 7,40- en í stærðfræðideild hlaut hæsta einkunn Guttormur Þórmar frá Laufási í Eyjafirði, 7,21. ^Stúdentaviðkoman aldrei meiri en nú. 5. bekkjap nemandi tekup próf, sem ep einedæmi í sögu Menntaskólans. Menntaskólanum verður sagt upp kl. 9 í fyrramálið. Alls út- skrifuðust 67 stúdentar, 69 gagnfræðingar gengu undir próf, en 113 undir inntökupróf í Menntaskólann. Hefir stúdentaviðkoman aldrei verið meiri en nú, að því er Pálmi Hannesson rektor skýrði tíðindamanni Vísis frá í morgun. Um mörg ár undanfarið hef- ir Menntaskólanum verið sagt upp 17. júní, og verður ekki brugðið frá þeirri venju að þessu sinni, enda er það eðl?- legt að stúdentar vilji útskrif- ast á þessum merkisdegi. En með því að flestir nem- endur munu fara til Þingvalla, afhenti rektor kl. 2 í gær próf- skírteini gagnfræðinga, gei-ði grein fyrir innlökuprófi og árs- prófum og úthlutaði verðlaun- úm til annarra en stiulenta. Rektor lét þess getið i ræðu, að prófskírteini gagnfræðing- anna væru dagsett 17. júní og beri að líta svo á, að þeir væru útskrifaðir þánn dag, enda þótt skírteinin væru afhent fyrr af þeim ástæðum, er áður getur. . Gagnfræðaprófi luku 29 skólanemendur og hlutu 23 fy-rslu einkunn og 6 II. einkunn. Utanskólanemendur voru 40, tveir þeirra urðu að fresta nokkurum liluta prófsins til liausts vegna veikinda og einn féll. 9 lilutu I. einkunn, 24 II. einkunn og 4 III. einkunn. Hæsta fullnaðareinkunn á gagnfræðaprófi 8.91 stig, hlaut Örn Yngvason, en næst hæsta 8,67, hlaut Steingrímur Her- mannsson. Hann fékk hæstu einkunn á prófi 9.19. Sigrún Friðriksdóttir var 3ja í röðinni með 8,65. Af utanskólanemend- um varð Magnús Sigurðsson frá Gilsbakka hæstur með 8.57. Þannig útskrifast frá Menntaskólanum 66 gagnfræð- i ngar. Menntaskólanum verður sagt upp 17. júní klukkan 9 árdegis. Þá útskrifast 67 stúdentar og er það meiri stúdenta- viðkoma en nokkru sinni fyrr. Úr máladeild útskrifast 42 stúdentar, þar af þrír utan skóla. Hefur 1 ágætiseinkunn, 26.1. einkunn, 14 II. einkunn og 1 III. einkunn. Þrjár stúlkur Áskorun til Oags- brúnarmanna Þjóðhátíðarnefndin hefir tjáð Al])ýðusam])andi Islands, að til þess sé ætlazt, að verkalýðsfé- lögin taki þátt í skrúðgöngu þeirri, sem fer fram á sunnu- daginn 18. þ. m., í tilefni af lýð- veldisstofnuninni. Samkvæmt því vill stjórn Verkamannafélagsins Dags- hrún skora á alla Dagsbrúnar- menn að mæta á sunnudaginn kl. 1 e. li. við Iðnó og skipa sér undir fána félagsins í skrúð- göngunni. Það er eðlilegt metnaðarmál fyrir Dagsbrúnarmenn, að láta fylkingu sína í skrúðgöngunni verða sem glæsilegasta og sýna með því fögnuð sinn yfir merk- asta atburði í sögu lslands. urðu efstar í máladeild: Sigrið- ur Magnúsdóttir (ág.) 9,19, Sig- ríður Helgadóttir 8,70 og Mál- friður Bjarnadóttir 8.59. Úr stærðfræðideild útskrif- uðust 23 skólanemendur og 2 utanskóla. 17 þeirra hlutu I. einkunn og 8 II. einkunn. Hæst- ur varð Tryggvi Þorsteinsson með 8.55, annar Andrés And- résson 8.39 og þriðji Haraldur Sveinsson með 8.38. 113 luku inntökuprófi í Menntaskólann, af þeim féllu 11. 28 hlutu 8.00 eða meira og verða teknir í skólann. Á ársprófi hlaut Magnús Magnússon í 5. bekk B fullnað- areinkunnina 9.55. Á prófinu fékk hann 9.74. Þetta eru mestu afrek við próf, sem hér liafa þekkst a. m. k. um mjög lang- an tíma. Magnús er bróðir Sig- ríðar þeirrar, er ein nemenda hlaut ágætiseinkunn við stúd- entspróf. Þau eru börn Magn- úsar Skaftfjelds bifreiðastöðv- areiganda. Sunnudaginn 18. júní verða fjolbreytt hátíðaliöld hér í bænum, eins og áður hefir verið skýrt frá. Meðal annars fer fram skrúðganga, sem'hefst kl. 1,30 frá Háskólanum. I skrúðgöngunni taka þátt m. a. samtök íþróttamanna, skátar, stúdentar, templarar, lögreglu- lið og félagar úr svifflugfélag- inu. Ennfremur að sjálfsögðu allir aðrir ahnennir borgarar bæjarins. Börnin verða um 1000 og bera þau öll íslenzka fánann í göngunni. Stúdentar, templar- i\r og iþróttamenn ganga undir íslenzka fánanum og félagsfán- um sínum. Að öðru teyti verða engir sérfánar í skrúðgöngunni. Bruni að Munkaþverá. í gærkveldi um 7 legtið kom upp eldur að Mu'nkaþverá í Egjafirði og hlutust af mjög miklar skemmdir. Slökkvilið frá Akureyri kom á vettvang og tókst því að ráða niðurlögum eldsins, en innbú var þá nær allt brunnið og tókst ekki að bjarga nema litlu einu. Tvær ibúðir voru i húsinu og brann mestallt sem í þeim var. Menntamál, 5. hefti 17. árg. flytur m. a. þetta efni: Lýðveldi á Islandi (Ól. Þ. Kr.), Sumargjöf 20 ára, Ásgeir Ásgeirsson fimmtugur, Málleys- ’ingjakennsla fyrr og síÖar (Brand- ur Jónsson), Nýir húsmæðrakenn- arar, Kvennaskólinn á Hverabökk- utn, Landsprófið (Ol. Þ. Kr.) o. fl. Næturakstur fellur niður til mánudagskvölds. Bandamenn segjast halda stöðvum smum. 4600 smál. sgrengja á Frakkland í fyrri- nótt Ð ardagar færást jafnt og þétt í aukana í Nor- mandie, en bandamenn búast við enn harSari átökum bráð- leea. En þrátt fyrir það, að Þjóð- verjar hafi ekki gert neitt lilé á árásum sínum og þær hafi þvert á móti farið' vaxandi, segj- ast bandamenn hafa getað hald- ið stöðvum sínum yfirleitt alls- staðar og á einum stað, hjá Car- entan, segjast þeir hafa sótt fram um átta kílómetra. Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna ræddi í dag um bardagana í Normandie. Hann sagði, að bandamönnum hefði gefizt meiri tími en þeir hefðu þorað að vona, til að koma sér fyrir á meginlandinu. Það mætti þakka árásum flugsveita bandamanna, sem eyðilögðu samgönguæðar Þjóðverja yfir Signu, og síðan hafa Þjóðverj- ar ekki getað korúið sér upp neinni brú. En stórkostleg gagnáhlaup Þjóðverja hljóta að byrja innan skamms, sagði Stim- son, en það er tími til að búa sig undir að taka á móti þeim. Loftstyrjöldin. Undanfarið hefir veður verið óstopult á landgöngusvæðinu í Normandie, svo að loftárásir hafa oft legið hiðri hálfan dag, en jafnskjótt og gefið hefir aft- ur hafa bandamenn sent flug- vélar í þúsundatali gegn Þjóð- verjum. Miðvikudaginn var ófært flugveður um morguninn, en ]>egar veður batnaði eftir há- degið var farið í fleiri árásir en nokkuru sinni hafa verið gerð- ar. Þá vörpuðu brezkar flugvél- ar 4600 smálestum sprengja á stöðvar Þjóðverja rétt fyrir dögun. En rétt fyrir myrkur kvöldið áður var varpað um 1200.smál. á hraðbátakvina í Lc Ilavre. f »Stórvirki« ráðast á Japan. Hin nýju endurbættu flug- virki Bandaríkjamanna, sem Vísir hefir greint frá áður, hafa nú komið við sögu í fyrsta sinn. Það var tilkynnt í Washing- ton í gær, að þau liefðu gert á- rás á Japan, en ekki skýrt fíá árásarstaðnum. Marshall hers- höfðingi skýrði frá því, er hann lét þetta uppskátt, að við til- raunir hefði virki þessi reynzt svo vel, að afráðið væri að nota þau víðar á næstunni. — Far- ið var frá Kina. Marshall sagði ennfremur, að loftstyrjöldin kæmist á nýtt stig með þessum flugvélum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.