Vísir - 16.06.1944, Blaðsíða 6
4
VISIR
Farfuglar efna til 2ja sumar-
leyfisferða — og styttri ferða
um hverja helgi.
Hafa keypt skála hjá Lögbergi.
lMtflega hefir Farfugladeild Reykjavíkur fesí kaup á skála í
^ nágrenni bæjanns, og er það annað „hreiðrið“, sem Far-
fuglar eignast. Hitt er við Vaiahnúka hjá Kaldárseli. Skáli þessi,
sem Farfuglar hafa fest kaup á, er við Selfjall, skammt frá
Lögbergi. Heitir þar Heiðarból, en Valaból heitir heimkynni Far-
fugla við Valahnúka.
Farfuglar hafa ákveðið lengri
eða skemmri ferðir um hverja
helgi í sumar, en auk þess tvær
smnarleyfisferðir, aðra í Þjórs-
árdal, en hina norður í land. Nú
þegar hafa þeir farið í allfjöl-
mennar hópferðir undanfarnar
helgar, og hefir þátttaka verið
meiri en nokkuru sinni fyrr. Á-
kveðið hefir verið að fara á
Þjóðhátiðina á Þingvelli og sér
deildin þeirn farfuglum fyrir
ferð, sem þess óska. Verður far-
ið austur í dag og gist í
tjöldum á Þingvöllum.
Að öðru leyti verða ferðir
Farfugla í sumar sem hér segir:
24.—25. júni: Framhalds
Jónsmessuhátíð í Valabóli.
1.—2. júlí: Ekið að Kolviðar-
hóli á laugardag og gist þar. Á
sunnudag verður gengið yfir
Hengil og Dyrfjöll að Heiðar-
bæ og ekið þaðan í bæinn.
8.—9. júh: Ekið austur undir
Eyjafjöll á laugardag að Skóg-
arfossi og gist þar i tjöldum.
Á sunnudag verður ekið austur
undir Sólheimajökul og hann
skoðaður. Síðan snúið við og
farið hægt meðfram Eyjafjöll-
um og skoðaðir helztu merkis-
staðir á leiðinni.
8.—-18. júlí: Sumarleyfisferð
I. — Farið á reiðhjólum frá
Akranesi og hjólað norður um
land, sennilega að Mývatni, eft-
ir því sem timi og aðrar ástæð-
ur leyfa, og snúið þar við til
Akureyrar. Þaðan verður farið
með lrraðferðinni til Heykjavik-
ur. Liklega um 10—14 daga
ferð.
15.—16. júli: Farið með áætl-
unarbil eða á reiðhjólum að
Tröllafossi.
15.—23. júh: Sumarleyfisferð
H. — Vikudvöl i Þjórsárdal.
29.—30. júli: Gengið á Esju.
5.—7. ágúst: Ekið austur að
Cthhð i Biskupstungum og
gengið um Brúarárskörð og tii
Þingvaha, þaðan ekið í bæinn
á mánudagskvöld.
12.—13. ágúst: Gengið úr
Heiðarbóli í Valaból.
19.—20. ágúst: Berjaferð í
Grafning.
26.—27. ágúst: Ekið austur
að Múlakoti og Fljótshlíðin
skoðuð.
2.—3. sept.: Áh'ahrenna i
Valabóh.
9.—10. sept.: Farið í Heiðar-
ból.
Um hverja helgi verður auk
þessa farið i bæði „hreiðrin“,
Valaból og Heiðarból.
Farfuglar hafa opna skrif-
stofu í Trésmiðjunni h.f., Braut-
arholti 30 (fyrir sunnan
Tungu) öll miðvikudagskvöld
kl. 8,30—10,30 og eru þar gefn-
ar upplýsingar um einstakar
ferðir og annað, sem viðkémur
félaginu.
Lýðveldisstoínunarinnar
hátíðlega minnzt meðal
Véstur-Islendinga.
Forsætisráðherra Kanada flytur ræðu.
Utanrikisráðuneytið hefir
sent Vísi eftirfarandi tilkynn-
ingu: •
Eftir þeim upplýsingum, sem
próf. dr. Richard Beck hefir lát-
ið I té, mun lýðveldisstofnunar-
innar verða minnzt. á ýmsan
hátt meðal íslendinga vestan
hafs og að tilhlutan þeirrá.
Bæði vikublöðin íslenzku í
Winnipeg „Lögberg“ og
„Heimskringla“ gefa út sérstaka
hátíðarútgáfu i tilefni af lýð-
veldisstofnuninni, en ritstjóri
hins fyrrnefnda er Einar P.
Jónsson skáld, en Stefán Einars-
son hins síðarnefnda.
Fjölmenn undirbúningsnefnd
frá Þjóðræknisfélaginu og öðr-
um íslenzkum félögum í
Winnipeg stendur að veglegum
hátíðahöldum þar, og er síra
Valdimar J. Eylands, vara-for-
seti Þjóðræknisfélagsins, for-
maður hennar.
Hefjast hátíðahöldin með
úlvarpi yfir stöðvar kanadiska
ríkisútvarpsins að kvöldi þ. 16.
júní. Er ráð fyrir gert, að for-
sætisráðherra Kanada flytji þar
stutt ávarp, en af íslendingum
mun taka þátt í því útvarpi þeir
Walter J. Líndal héraðsdómari,
er flytur ræðu, og Grettir L.
Jóhannsson, ræðismaður Is-
lands, sem lesa mun kveðju-
skeyti frá ríkisstjórn íslands.
Meginþáttur útvarpsins verður
söguleg frásögn í leikformi,
einnig verður íslenzki þjóðsöng-
urinn leikinn eða sunginn.
Þ. 17. júní verða síðan hátíða-
höld í Winnipeg, með ræðum,
söng og upplestri frumortra
kvæða. Ákveðið hafði verið,
þegar dr. Richard Beck fór að
heiman, að séra Philip M. Pét-
ursson og Jón J. Bíldfell skyldu
tala en einhverjir fleiri munu
þar einnig taka til máls.
Samtímis mun mikil hátíð
haldin að Hnausum í Islend-
ingabyggðinni í Nýja Islandi,
og verður Guttormur J. Gutt-
ormsson skáld meðal ræðu-
manna þar. Þá verða einnig há-
tíðahöld ijm sama leyti að
Mountain i íslenzku byggðinni
í Norðuf-Dakota, og að líkind-
um í íslenzku byggðunum í
Saskatchewan í Kanada.
Lýðveldisstofnunarinnar verð-
ur einnig minnzt á sérstakan
hátt i sambandi við ársþing
Lúterska kirkjufélagsins í Vest-
urheimi, sem haldið verður um
þær mundir í Argylebyggðinni
íslenzku í Manitoba.
Guðmundur Grímsson dóm-
ari mun útvarpa ræðu um lýð-
veldisstofnunina yfir útvarps-
stöðvar í N.-Dako{a. Islendingar
í New York gangast fyrir há-
tíðahöldum þar í Jjorg; stúd-
entafélagið íslenzka í Kaliforn-
íu stendur að hátíðahöldum á
þeim slóðum. Vafalaust verður
lýðveldisstofnunarinnar einnig
minnzt með samkomum ann-
arsstaðar meðal Islendinga á
Kyrrahafsströndinni og víðar á
meginlandinu, þó dr. Beck væri
eigi fullkunnugt um það, áður
en hann lagði af stað að vestan.
Ainbassador Banda>
rík|anna ^rii^nr á
funcfl ríkisstjóra.
Afhendir embættisskilríki sín.
Sendiherra Bandarikjanna, herra Louis G .Ðreyfus, gekk í fyrra-
dag á fund ríkisstjóra og afhenti honum embæ.ttisskilriki sin. Við
það tækifæri sagði herra Dreyfus, sem eins og kunnugt er, verður
sérstakur fulltrúi Bandarikjaforseta sem ambassador ad hoc á
lýðveldishátíðinni, meðal annars þetta:
„Það er mér mildll heiður,
að hafa verið útnefndur af hálfu
forseta Bandaríkjamia til að
leysa af hendi þetta virðulega
starf í þann mund, er komið
verður á lýðveldi á íslandi, en
það er mikill viðburðm' og
þáttaskipti í sögu Islands,
Milli lslands og Bandaríkj-
anna hefir verið vaxandi og
söguleg samúð, sem hófst með
samningnum 7. júh 1941, og
hefir örlazt af sameiginlegum
hagsmunmn og gagnkvæmum
ávinning. Hefh’ þetta orðið til
þess, að koma samskiptum
þjóða okkar á grundvöll hinnar
mestu vináttu og trausts og
knýtt fastar og fastar bönd sam-
vinnu og samúðar milli þjóð-
anna.
Hinn einlægi áhugi, sem for-
seti Bandarikjanna hefir sýnt
þessum samningi, er mér hvöt
til að beita mér eins og eg fram-
ast get að því verkefni, að auka
enn á vinsamleg og innileg sam-
skipti, sem þegar eru oi'ðin milli
þjóðanna beggja. Eg vona að eg
megi í því starfi minu njóta
hjálpar og aðstoðar yðar, herra
ríkisstjóri, og ríkisstjórnarinnar
íslenzku.
Eg átti tal við Roosevelt for-
seta áður en eg fór frá Banda-
ríkjunum, og fól hann mér sér-
staklega að færa yður, herra rik-
isstjóri, beztu árnaðaróskir sín-
ar og amerísku þjóðarinnar.
Öskaði harm Islandi gengis og
yður persónulega gæfu, og leyfi
eg mér að bæta mínum eigin
óskum við óskir forsetans.“
Ríkisstjóri þakkaði sendiherr-
anum og kvað sér ánægju að
veitá embættisskjölum hans við-
töku. Ilann fór einnig viður-
kenningarorðum um fyrrver-
andi sendiherra Bandarikjaima,
herra Leland Morris, sem
kvaddur hefir verið til annars
embættis, og kvað ríldsstjóri
hann eiga marga góða vini á
Islandi og væri hann sjálfur einn
í þeirra hópi.
„Mér er það sérstaklega mikil
ánægja,“ hélt ríkisstjóri áfram,
„að þér skulið einnig vera hing-
að kominn sem sérstakur full-
trúi hins vii'ðulega forseta
Bandai'íkjanna, til þess að vera
staðgengill hans við hátíðahöld-
in í tilefni af endux’reisn lýð-
veldisins á Islandi. Sú sérstaka
vinsemd, sem forsetinn hefir
þannig sýnt oss á þessum merku
tímamótum, hefir snert hjarta
hvers einasta Islendings, og um
leið verið íslendingum hin þýð-
ingarmesta hvöt.
Síðan 7. júlí 1941 hafa sam-
göngur og samúð milli Islend-
inga og Bandaríkjamanna auk-
izt rnjög mikið eins og kunnugt
er. því er mér það sérstök gleði
að tjá yður ánægju Islendinga
með þessa auknu gagnkvæmu
þekkingu beggja þjóða. Vér höf-
um lært að meta skilning hinn-
ar miklu Bandaríkjaþjóðar á
okkar fámennu þjóð og högum
hennar, sem hefir komið fram
jafnt frá stjórnarvöldum
Bandaríkjanna og fulltrúum
þeirra hér og frá herliði Banda-
ríkjanna, því er dvalizt hefir hér
samkvæmt samningum, nú í
nærfellt 3 ár. Eg hygg, að ekki
sé ofmælt að hér sé um fyrir-
mynd að ræða, fyrirmynd, sem
á rætur sínar m. a. í fölskva-
lausri frelsisást Bandaríkjaþjóð-
arinnar, sem er sama eðlis sem
frelsisást vor Islendinga.
Eg þakka yður innilega fyrir
þá sérstöku kveðju, sem þér
fluttuð mér frá forseta Banda-
ríkjanna, og óskir þær, er henni
fylgdu mér og Islandi til handa.
Eg bið yður að tjá hæstvirtum
forsetanum, að mér hafi þótt
mjög vænt mn kveðju þessa
eins og alla þá vinsemd, sem
hann hefir sýnt íslenzku þjóð-
inni og mér nú og áður.
Mér þætti mjög vænt um, ef
þér vilduð færa hæstvirtum for-
setanum hjartanlegustu óskir
mínar um gæfu og gengi honum
til handa og Bandaríkjaþjóð-
ínnx.
Draumur um sjóbað-
stað í Eljómskála-
garðinum.
Gísli Halldórsson vei-kfræð-
ingur liefir komið fram með þá
athyglisverðu hugmynd að
koma upp heitum sjóbaðstað í
syðri tjörninni í Hljómskála-
garðinum.
Þessu hyggst hann að koma
megi í framkvæmd með því að
dýpka syðri tjörnina, steypa 1
hana botn og aflíðandi barma,
en þekja síðan barmana með
ca. hálfs metei's þykku sandlagi.
Heitu vatni og hreinum sjó yrði
svo dælt í þennan lilula tjarnar-
inar.
I sambandi við þelta yrði
konxið upp nýtizku baðhöll með
allskonar böðum, svo og veit-
ingasölum og jafnvel gistihúsi.
Jafnvel gæti hin fyrirhugaða
æskulýðshöll verið i einni og
sömu bygghigu, svo og sjódýra-
safn.
Sjálfixr yrði garðurinn
skreyltur með ljósaauglýsing-
um, grosbrunni í tjörninni o. s.
frv. og yrði hann þannig að
einskonar Tivoli Reykvikinga.
íþróttir á hátíðinni.
Þáttur íþróttamanna í Þjóð-
hátíðarhöldunum á Þingvöllum
verður fólginn í hópsýningum
fimleikaflokka og Íslandsglím-
unni.
Hefst sá þáttur ,á fimleika-
hópsýningu karla, 180 talsins,
auk 11 fánabera. Stendur sú
sýning yfir í 15 mínútur.
KI. 6 hefst Islandsglíman.
Iveppendur verða 12. Fór fyrri
hluti glímunnar fram hér í bæn-
um í fyrrakvöld, en xirslita-
glimurnai- eiga að fara fram á
ÞjóöUátiöinm og standa þær
yiir i 30 xxxinútur. ,
Auk farantlgi’ipa þeirra sem
um er keppt, iietxr x'tkisstjórn-
in ákveöiö að geía vandaðann
siifurbikar til þessarar keppni.
Kl. 6,45 sýixir úrvais finxiexka-
flokkur kvenna, bæði staðæfixxg-
ar og æfmgar á hárri slá, og
verður þeirri symngu ioktð ki. 7.
Kl. 9 um kvöldið sýna 18 úr-
vals fimleikamenn, bæði stað-
æfingar, slöldc, dýnuæfhigar og
æfingar á hesti og kistu. Sú sýn-
ing stendur sem hinar fyrri í 15
minútur og er þar nxeð lokið
íþróttasýningum dagsins.
Veggskjöldur lýð-
veldishátíðarinnar.
Nýlega er kominn á mark-
aðinn smekklegur veggskjöld-
ur í lilefni af lýðveldishátið-
inni. Hefir hann undanfarna
daga verið til sýnis hjá Morg-
unblaðinu og í Bókabúð Lár-
usar Blöndal.
Á skildinum er merki lýð-
veldishátíðarinnar, en á jaðri
hans stendur með upphleyptu
letri: Endurreisn lýðveldis á
Islandi 1944.
Veggskjöldur þessi er úr
bi'once og smiðaði Gamla
kompaníið fyrirmyndina, en
] Málmsteypan, Lindargötu 50,
steypir hann.
Eftirspurn eftir skildinum er
gífux’lega mikil, en þeir sem
vilja eignast hann, geta snúið
sér til Bókaverzlunar Lárusar
Blöndal og skrifað sig á lista
fyrir honum.
Verð íjarverandi
frá 18. þ. m. til 8. júli næstk.
Páll Sigurðsson læknir gegn-
ir héraðslæknisstörfum á
meðan. Skrifstofa mín verð-
ur opin eins og venjulega.
Iiéraðslæknirinn í Reykjavík,
16. júní 1944.
Magnús Pétursson.
Lýðveldiskortið
Kaupið lýðveldiskortið og sendið kunningjum
yðar og vinuni, fi’ímerkt með hátíðarfrímerki. —
Verður selt í dag i Pennanum, hjá Eymundsen og á
Lækjartorgi. ,
H.f. Eimskipafélag íslands.
Aukafundur
Aukafundur í Hlutafélaginu Eimskipafélagi íslands, vei’ður
haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins i Reykjavik, laug-
ardaginn 18. nóv. 1944 og hefst kl. 1 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Tillögur til lagabreytinga.
..?
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum vex-ða afhentir hluthöfum og
unxboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavik,
dagana 15. og 16. nóv. næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir
umboð til þess að sækja fundinn á aðalski-ifstofu félagsins í
Reykjavík.
Rej’kjavík, 9. júní 1944.
STJÓRNIN.
Elsku litla dóttir mín andaðist aðfaranótt 13. þ. m.
Kristín Olsen, Vesturgötu 17 B.
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekn-
ingu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar
og tengdaföður,
Gísla Þorsteinssonar skipstjóra.
Sérstakar þakkir færum við stjórn H.f. Allinace.
Steinunn Pétursdóttir,
börn og tengdabörn.
Elzta og
stærsia
hl jóðíæra-
verzlun
1 a n d s i n s.
^íjóh.^hjcÁLÍ6 J^JcjúPilc
' M
IUOOl