Vísir - 20.06.1944, Side 3

Vísir - 20.06.1944, Side 3
son raffræðingur og Þórður Guðmundsson vélstjóri flutt upp flagg og dregið það á stöng þar uppi milli óttu og miðs morguns. Gnæfði það við liim- in og blakti fyrir vindi sólroðið. Kl. 10 hófst háfíðarguðsþjón- usta í kirkjunni. Sóknarprestur- inn, sr. Óskar J. Þorláksson var fyrir altari, en bæjarfógeti tal- aði úr kórdyrum. Daniel Þór- hallsson söng einsöng að í'æð- unni lokinni, og aulc þess sem kirkjukórinn söng undir stjórn Tryggva Kristinssonar, söng Karlakórinn Visir, uridir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar, þjóð- sönginn. Var guðsþjónustan öll hin hátíðlegasta og var kirkjan þéttskipuð. Kl. 12,30 söfnuðust bæjarbúar saman á Hafnar- bryggjunni og hófst skrúð- ganga þaðan og að hinum nýja íþróttavelli bæjarins við Tún- götu, er fullgerður hafði verið fyrir þennan dag. Forseti bæjar- stjórnar, Þormóður Eyjólfsson, setti hátiðina, en formaður há- tíðarnefndar, Halldór Kristins- son héraðslæknir, flutti minni fullveldisins. Þá var og hlustað á útvarp athafnarinnar frá Þingvöllum, þvi gjallarhorni hafði verið ■komið fyrir á vellinum í þeim tilgangi. Síðan flutti bæjarfó- geti, Guðmundur Hannesson, minni Jóns Sigurðssonar, en minni Siglufjarðar Sigurður Kristjánsson ræðismaður og forstjóri, en aðrar ræður fluttu þeir Gunnar Jóhannsson og Vig- fús Friðjónsson. Karlakórinn Vísir undir stórn Þormóðs ræðismanns söng milli ræðna. Að því loknu hófst íþróttasýning, er Kfiattspyrnu- félag Siglufjarðar stóð fyrir. Áður en sú sýning hófst, talaði Óli Hertervig bæjarstjóri og af- henti fyrir hönd bæjarstjórnar hinn nýgcrða völl til afnota, en formaður Iþróttaráðs, Aage Schiöth lyfsali, þakkaði fyrir hönd íþróttamanna. Um lcvöldið var dansleikur á vegum hátiðarnefndarinnar að Hótel Hvanneyri. Hátiðahöld 18. júní hófust ld. 13 með skrúðgöngu íþrótta- manna um bæinn út á íþrótta- völl, en þar fóru fram íþrótta- sýningar og knattspyrna. 1 knattspyrnu sigruðu ókvæntir lcvænta menn með 3 gegn 2. Er knattspyrnuleik Islend- inga lauk, þreyttu leik Færey- ingar og norskir sjóliðar, er hér voru staddir, og sigruðu hinir fyrnefndu með 4 gegn 1. Hefir vart sézt hér skemmtilegri eða fimari knattspyrna af hálfu beggja liða. Um lcvöldið var svo samkoma í Bió og þar fluttar ræður, sung- inn einsöngur og afhent verð- laun frá íþróttakeppninni og skiðamótunum í vetur. Iþróttavöllurinn var fagur- lega skreyttur fánastöngum allt í lcring, en vébönd hans voru oddfánar á streng millum stanga, en hlið hans í fánalitum og verðir klæddir sem forn- menn í litklæði, og efst á ,um- búnaðinum sat fránn valur með þanda vængi. Allt var ]>etta gert af hinum mesta haglcik. Blöð staðarins minntust öll dagsins, er þau komu út fyrir hátíðina og kom Siglfirðingur út í sérstakri hátíðarútgáfu. Á forsiðu var mynd af íslenzka fánanum, en fyrir neðan mynd- ina erindi úr fánasöng Daviðs Stefánssonar frá Fagraskógi, er hann orti árið 1930 og fánasöng Einars Benediktssónar, „Bís þú unga Islands merki“. I blaðiriu er grein um Jón Sigurðsson, á- samt stórri mynd af honum, rit- uð af sira Óskari J. Þorláks- syni og erindi úr kvæðum um Jón, eftir Gröndal, Steingrím og Matthías. Einnig voru birt verð- launakvæði Huldu og Jóhannes- ar úr Kötlum, grein Ólafs Thors „Islenzka lýðveldið endurreist", VISIR grein Sigurðar Kristjánssonar alþingismanns, „Þingræði og þjóðhöfðingjavald“ og grein Jólianns Hafsteins, framkv.stj. Sjálfstæðisflokksins, „I dag er gott að halda hátíð“, grein rit- stjórans, Sig. Björgólfssonar, „Þingvellir“, ásamt hálfsíðu- mynd af Þingvöllum, snjöll grein. Er allt blaðið hið vand- aðasta, prentað á góðan pappír. Hafliði Ilelgason bankastjóri skar myndamót af fánanum í linoleum, en Siglufjarðarprent- smiðja prentaði. Bje. 65 ára 50 ára. kaupmaður, varð fimmtugur í gær. Hann er fæddur að Efra- seli í Stokkseyrarhreppi 19. júní 1894, og er þar fram yfir fermingu, þar til hann flytur til Reykjavíkur 1912 og er til sjós í nokkur ár, tekur „mótor- istapróf“ i Vélstjóraskólanum 1914 og er vélstjóri á skipuni frá gömlu Duusverzluninni i tvö ár, 1917, verður hann verk- stjóri hjá Lofti Loftssyni út- gerðarm. við fiskverkun o. fl., en 1. apríl 1918 eru þáttaskipti í lífi Guðmundar, því þann dag stofnar hann verzlun með Birni Jónssyni fyrrverandi hakara- meistara og reka þeir verzlun saman til 1923 að hann stofn- ar eigin verzlun, sem hann hef- ir rekið síðan, og sem liefir blómgast og þróast með hverju ári, honum og viðskiptamönn- um hans til ánægju og hags- hóta, því að hann rekur verzl- un sína á þann hátt, að við- skiptavinir hans séu sem á- nægðastir, og lítur oft á tíðum þannig út, eins og umhyggja hans fyrir þeim, sé á þann veg, sem hann væri að hugsa um sitt eigið heimili. Hann er einn af stofnendum Félags matvörukaupmanna hér í bæ 1928, og hefir verið for- maður þess síðustu 10 ár, enda verið lífið og sálin i þeim fé- lagsskap, stétt sinni til mjög mikilla farsældar. Kosinn var hann sem vara- maður í stjórn Verzlunarráðs íslands 1943, og sem aðalmað- ur nú á síðasta aðalfundi ráðs- ins. Han á sæti í stjórn Varðai’fé- lagsins og hefir verið í Fulltrúa- ráði Sjálfstæðisfélaganna í mörg undanfarin ár. Guðmundur er einn af þeim mönnum, sem má segja að hafi að kjörorði: „gjör rétt, þol ei órétt“, enda var hann einn þeirra, sem mest og bezt gekkst fyrir stofnun Frjálslynda safn- aðarins í Reykjavík 1941, og hefir liann verið í stjórn safn- aðarins frá stofnun hans. Við sem liöfum ált því láni a’ð fagna að hafa samstarf með horium þar, höfum gleggst fundið, hversu ágætan mann Guð- mundur hefir að geyma, og leyfi eg mér fyrir safnaðarins liönd, að árna honum gæfu og gengis á ókomnu æfiskeiði, lionum, heimili hans og vinum til hlessunar. Guðmundur ei’ kvæntur Önnu Gísladóttur hinni ágætustu konu, og eiga þau 4 góð og myndarleg börn, hefir lijóna band þeirra verið afar farsælt, og finnur hver sá, sem á þau fyrir vini, hversu traust og ör- uggt þeirra heimili er. Lifðu heill Guðmundur! Stefán A. Pálsson. Kristján Guðlaugsson Hæstaréttarlögmaðar. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Hafnarhúsið. Simi 3400. Guðmundur frá MiÖdal mótar höggmynd af; Lár- usi Rist. Lárus Rist íimleikakennari heiðraður Margar hugsjónir aldamóta- mannanna hafa rætzt hin síðari ár, en fárra eins rækilega og Lárusar Rists. Þessi fátæki bóndasonur frá Botni í Eyjafirði brauzt áfram til menntunar, fyrst í Möðru- vallaskóla, svo á Askov og síð- ast í fimleikakennaraskóla í Kaupmannahöfn. Ilann var brennandi í andanum fyrir lik- amsrækt og fimleikum og vildi endurvekja líkamshreysti for- feðranna með þjóðinni. Hann átti á þessu sviði stóra drauma og miklar hugsjónir og notaði sínar hljóðu aðferðir til þess að koma þeim áleiðis. Hann er einn þeirra manna, sem fyrst og bezt hafa kennt okkur Islendingum að meta gildi fimleika, útilífs og líkamsræktar, og margir merkustu og áhrifaríkustu menn þjóðarinnar bafa stundað fimleika- og sundnám hjá Lár- usi. Allir getum við verið á- nægðir með árangurinn: Heitar sundhallir, sundþrær, fimleika- hús, skíðaferðir, skíðaskálar og glæsilegar fimleikasýningar. Að öllum þessum stórfelldu fram- förum liafa margir ágætir menn unnið og forgöngu um þær flestar haft aðrir en Lárus Rist. En ég mun ekki einn um þá skoðun, að áhugi þessara for- göngumanna sé sprottinn upp af þróttmiklum frækornum Lárusar og eldheitum áhuga hans fyrir sannri likamshreysti, frá því um aldamót og til þessa Lárus kenndi ungur sund í Eyjafirði, síðar um 15 ára skeið á Akureyri. En leikfimi kenridi hann í Akureyrarskóla í 25 ár. Hann var röggsamur kennari og öllum þótti vænt um hann, þótt strangur þætti stundum. Ilann hefir ætíð viljað láta menn stunda leikfimina líkam- ans vegna, en síður sem æsandi keppni með ný met í huga, *— Sjálfur hefir hann gengið á undan og ætíð lagt stund á úti- líf og göngur. Á yngri árum synti hann yfir Eyjafjörð, en sextugur gekk liann um Norð- urland langar dagleiðir á skíð- um. Lárus mun fyrstur manna hafa gefið leikfimisfyrirskipan- ir á íslenzka tungu, sem út af fyrir sig var vandasamt braut- ryðjandastarf, og fyrstur sýndi hann skólaleikfimi opinherlega. Ilann var ætíð áliugasamur ungmennafélagi og studdi það mjög, að félagið á Akureyri gekkst fyrir byggingu sundþró- arinnar þar. Stuttu fyrir stríðið fluttist Lárus til Suðurlands. Settist að i Hveragerði og tók að byggja þar sundþró við heita lind. Að þessu merkil. starfi geklc hann með sínum venjulega dugnaði, safnaði fé og gjafadagsverkum, en mokaði jafnframt sjálfur og steypti. öll stríðsárin hefir sundþró Lárusar verið mörgum ómetanlega heilsulind. Þar býr hann nú og kennir sund. Lárus er þekktur inaður og vinsæll um land allt, en vina- flestur er hann á Akureyri, þar sem hann bjó og starfaði um aldarfjórðungs skeið. Gamlir nemendur hans, vinir og sam- starfsmenn þar og i Reykjavík liafa, með forgöngu íþróttaráðs Akureyrar, fengið Guðmund Einarsson frá Miðdal til þess að gera brjóstlíkan af honum, sem setja á upp í Iþróttahöll Akureyrar. Hefir Guðmundur lofað að velja því þar veglegan stað, þegar húsið er fullgert. Um það er ekki aðeins I- þróttaráð Akureyrar og fim- leikamenn, sem senda Lárusi Rist hlýjar kveðjur á afmælis- daginn í dag, það gera áreiðan- lega allir, sem nokkur kynni liafa haft af honum, og einn þeirra er eg. — 19. júni 1944. Sveinbjörn Jónsson byggingam. Sextugur í dag: Björn Bjarnason. verkstjóri frá Viðey. 1 dag er sextugur Björn Bjarnason verkstjóri frá Viðey. Hann er Skaftfellingur að ætt, en hefir dvalið viða um ævina. Lengst starfaði hann hjá Kára- félaginu, fyrst hér í Reykjavík, en síðar í Viðey. Var hann hjá félaginu allan timann, sem það stjarfaði og ávallt sem verk- stjóri. Var það álit allra, sem kynntust lionum í þessu starfi, bæði þeirra, sem hann stjórnaði og eins hinna, sem hann vann fyrir, að betri verkstjóra væri trauðla unnt að hugsa sér. Mér er minnisstætt, hversu einstaklega laginn hann var á að láta alla yinnu ganga fljótt og leikandi, án þess þó að fólk- ið fyndi til að vinnan væri erf- ið, þó að fiskvinna sé talin erf- iðari en flest önnur vinna. Enda hefir Björn til að bera flesta þá kosti, sem prýða mega einn verkstjóra. •Veit eg, að í dag munu marg- ir þeirra, senmotið liafa sam- starfs við hann um ævina, senda honum hlýjar kveðjur á þess- um tímamótum í ævi hans. Björn hefir nú flutt úr Viðey og reist sér bú á Langholts- veg 45 og býr þar nú. D. Ó. I.R. fer í dasr til I«af jarðar. Um 30—Í0 manns úr íþrótta- félagi Reykjavíknr fara með Esju í dag til ísafjarðar. Eru þetta fimleika floklcar karla og kyenna, frjálsíþrótta- menn og liandlcnattleiksflokk- ur, sem fara í kynningar- og sumarleyfisför. Munu l.R.-ing- arnir dvelja á vegum íþrótta- handalags Isfirðinga, meðan þeir verða á ísafirði. Farar- stjóri er Gunnar Andrev, en Davíð Sigurðssori leikfimi- kennari verður fimleikastjóri. Lítill búðardiskur til sölu. Rafall Vesturgötu 2. Til sölu 2 fólksbílar, Plymouth 1942 og Chevrolet 1939. Meiri benzínskammtur. Ný gúmmí. — Til sýnis í Miðtúni 18 í dag. Tilkyimmg til meðlima Vörubílstféralélagsins Þréttur. Allsherjar atkvæðagreiðsla um heimild til vinnu- stöSvunar hjá meSlimum Vinnuveitendafélags ís- lands, ef ekki hafa náSst samningar 1. júlí 1944, fer fram á stöSinni þriSjudag 20. júní, miSviku- dag 21. júní og fimmtudag 22. júní og stendur frá kl. 7 f. h. til kl. 8 e. h. hvern dag. Stjórnin. Vantar krakka nú þegar til að bera út blaðið til áskrifenda um Austurstræti og Þórsgotu. DAGBLADIÐ VtSlR. AÐALFUNDUR Vélstjórafélags íslands verður haldinn fimmtu- daginn 22. júní kl. 8 síSdegis í Oddfellowhúsinu niSri. MætiS stundvíslega. Stjórnin. BEZTAÐ AUGLÝSA í VÍSI Beztu þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og jarðar- för föður míns, Guðmundar Guðjónssonar skósmiðs. Oliver Guðntundsson. Sonur okkar, Steinn Rafnar, andaðist aðfaranótt 19. þ. nt. Marta og Jón Bergsteinsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.