Vísir - 21.06.1944, Side 2

Vísir - 21.06.1944, Side 2
VISIR Islenzk blárefa- og hvit refaskinn einhver þau beztu í heimi. Segir þekkt skinnasölufirma í Ameríku. Hátíðahöldin úti um land. O ér birtast frásagnir af lýðveldishátíðahöldunum úti um land, ** í framhaldi af fyrri fregnum. 9 _____ ______ VISIP DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Auðnuleysingjar. ingmerin sósíalista skiluðu auðum seðlum“. Þetta er fyrsta játningin, sem fram kom í blaði kommúnistaflokksins í dag. Þar eru komnir tiu, — en fimm eru eftir. Hvort munu þeir gefa sig eins greiðlega fram og kommúnistarnir, — sem fyrirfram voru „stikk og stikk“ í. íslenzkri pólitík og sér ekki á svörtu, enda vantaði þá lín- una. Yerður þó að telja það uppgjöf af hálfu kommúnista, að þykjast vinna af heilum hug að sjálfstæði þjóðarinnar, en finna svo engan mann, sem gæti tekizt á hendur að gegna for- setaembættinu. Það eitt er ekki nóg, að stofna lýðveldi, — einn- ig verður að ganga frá því að forarinu til. Kommúnistar bil- uðu, er mest á reyndi, — og þeir munu bila oftar. Þetta vissu all- ir viti Tiornir menn fyrirfram, en það er gott að hrein játning liggur fyrir, með því að þá er óvíst hverjir vilja fylgja komm- unum lengur á feigðargöng- unni. Þetta er fyrsti vísirinn að hrakandi fylgi kommanna, en þjóðin mun fyrirlíta þá og for- smá enn meir, er lengra liður frá. Skal ekki fleirum orðum á þá eytt. Það var ekkert við því að segja, að þingmenn kysu ekki Svein Björnsson sem forseta, þótt hann hefði fyrir fram tryggðan meiri lriuta þings, en hitt er með öllu óviðunandi, að þessir menn skildu ekki finna neinn þann mann meðal is- lenzku þjóðarinnar, sem þeir ]>orðu að trúa fyrir vandanum, og þóttu þvi betur við eiga að gefast hreinlega upp og kjósa engan sem fyrsta islenzka for- setann, nema ef til vill Jón Sig- urðsson, sem legið hefir í 60 ár undir grænni torfu, þótt heppilegt teldist að kenna hann við Kaldaðarnes til að afstýra enn frekara hneyksli á liátíðleg- asta augnabliki í lífi þjóðarinn- ar, — enda mun það kenningar- nafn ekki hafa fundist nema á einum seðli. Þingmenn máttu að sjálfsögðu kjósa hvaða lif- andi mann, sem verða vildi, en þeir máttu ekki lýsa því van- trausti á þjóðinni og lýðveldis- stofnuninni, að finna engan for- setann. Slíkt er með öllu ófyrir- gefanlegt. Þetta var lokaskrefið i sjálfstæðisbaráttunni, — enda- hnúturinn að stofnun lýðveklis- ins, — og þá var gefist upp, þeg- ar raunverulega var á hólminn komið. Þvílík forsmán, — en línurnar hafa slcýrst og þær munu skýrast enn betur. Almenningur brást þannig við afglöpunum, að hann afstýrði frekari óhöppum, og þess mun lengi minnst í lífi þjóðarinnar, en hlutur auðnuleysingjanna verður á engan hátt betri fyrir það. Þeir hafa syndgað upp á náðina svo gróflega, að þeirra synd verður ekki í sandinn skrifuð, eða hún afmáð, þótt auðnuleysingjarnir reyni að bera sig mannalega. Þeir skil- uðu auðu og era og ve^ða auðnu- leysingjar. Nú nýlega barst sölumiðstöð Loðdýraræktarfélagsins hér bréf frá þekktu skinnasölufirma í Ameríku, en að undanförnu hefir nolekuð verið se.lt af blá- refa- og hvítréfaskinnum til Ameríku 1 bréfi þessu segir, að íslenzk tlárefa- og hvitrefa- skinn séu einhver allra dýrmæt- ustu sk;nn sinnar teg'.-ndar i Jieiminum, og cr sérslaklega j»*'nað ril grænlenzku refanna, sem til j cssa hafa þótt cinliverj - ir þeir uiira dýrmætus'.u af villt- uji' refum Um 600 silfurrefaskinn voru seld af framleiðslu þessa árs til Hjörvarður Árnason um Island. 1 maí-hefti hins þekkta amer- íska tímarits „Harper’s Maga- zine“ birtist grein, er nefnist „Cultural Utopia“ (Draumaland menningar), byggð á upplýsing- um Hjörvarðs H. Árnasonar, fyrrum forstjóra upplýsinga- skrifstofu Bandaríkjanna í Reykjavík. Er greinin á þessa leið: „Bókmenntaðasta landið i heiminum er mjög lítið land, þar sem aðeins búa 130 þúsund manns — álíka margir og í Chattanooga, Tennessee, eða i Albany í New York. Það er ekki nóg með að í landi þessu séu útgefin meira en 100 blöð og tímarit, heldur eru þar og prentaðar miklu fleiri bækur að'tiltölu við fólksfjölda en i nokkru öðru landi — 40 sinnum fleiri en í Bandaríkjun- um, svo að dæmi sé tekið. Auk þessara bóka, sem gefnar eru út á máli landsmanna, er einnig mikil sala á erlendum bókum. % hlutar þjóðarinnar tala eitt erlent tungumál og um % tvö erlend mál, og í landinu eru 70 bóksalar. (Ef Chicago ætti að hafa hlutfallslega jafnmarga bóksala, ættu þeir að vera 1829!) Landið hefir sinn eigin há- skóla, sýmfóníuhljómsveit, mörg ágæt kórfélög og ýms leik- félög áhugamanna, sem sýna innlend leikrit og söngleiki, engu síður en þýdd Ieikrit. Myndlistamenn fagna góðum markaði, því að þar er tízka að kaupa málverk lifandi lista- manna til stofuprýði; og á flest- um heimilum er að minnsta kosti ein mynd eftir innlendan listamann. En ekki þurfa lista- mennirnir að reiða sig eingöngu á þessa sölu til lífsuppihalds, því að stjórnin greiðir framúrskar- andi málurum landsins (engu síður en rithöfundum og tóri- skáldum) sérstök laun, en öðr- um árlega styrki, og hefir keypt um 300 nútímalistaverk. Sektir fyrir afbrot á áfengislögunum renna í ríkissjóð og eru notaðar til að kaupa málverk, styrkja rannsóknir eða útgáfu góðra bóka á lágu verði. Ef þér skylduð ekki vita hvaða land þetta er, þá skuluð þér leita svarsins á öðrum stað i blaðinu.“ Aftar í blaðinu stendur þessi athugasemd um greinnia „Cultural Utopia“: Landið sem um ræðir er Island, og upplýs- ingarnar, sem þessi stutta grein er á byggð, voru látnar oss í té af Hjörvarði H. Árnasyni í upplýsingaskrifstofu Bandaríkj- Englands en af vissum styrjald- arástæðum verður ekld unnt að koma þeim til kaupanda í bráð. Markaðurinn á silfurrefa- skinnum er eingöngu i Eng- landi. Er eftirspurn sæmileg, en salan stöðvuð að minnsta kosti nú um stundarsalcir á þvi, að ekki er unnt að koma vörunni til kaupenda. Að undanförnu hefir skinna- framleiðslan minnlcað allmikið sérstaklega á minkaskinnum. Stafar það af ýmsum ástæðum, en sérstaklega af því hversu illt var að fá fóður og menn til hirðingar. Ennfremur hafði mikil vantrú á framleiðslu minkaskinna gripið um sig um stundarsakir. Nú virðist hins- vegar sem framleiðsla minka- skinna sé að aukast á nýjan leik. Framleiðsla á refaskinnum hef- ir ekki dregizt eins mikið sam- an, en þó nokkuð. Kveðjur vestan um haí vegna lýðveldis- stofnunarinnar, Samkvæmt fregnum frá upp- lýsingaskrifstofu Bandaríkj- anna hér hafa allmargir Banda- ríkjamenn sent Islendingum kveðjur sínar í tilefni af lýð- veldisstofnuninni. Einn meðal þeirra er Guðmundur Grímsson dómari í Norður-Dakota. Guðmundur segir m. a. i kveðjuskeyti sínu: „Sem Islendingur tek ég þátt í gleði heimaþjóðarinnar með miklu stolti. Fjölskylda mín sendir einnig sínar hlýjustu ósk- ir og er stolt af sínum íslenzka uppruna. Megi gæfa og gengi fylgja Islandi og Islendingum hvar sem þeir eru.“ Sveinbjörn Jónsson prófessor við háskólann í Illinois sendir Islendingum einnig sínar beztu óskir og kveðjur í tilefni af lýð- veldisstofnuninni. I kveðju sinni segir hann meðal annars: „Vinir Islands, meðal allra greina Bandaríkjaþjóðarinnar, einnig þeir, sem þekkja Islend- inga af frásögn Bandaríkja her- manna, sem verið hafa á Is- landiýhafa fylgzt með síðustu atburðum á Islandi með mikl- um fögnuði. Þeir óska íslenzku þjóðinni til hamingju með úr- slitin og bjóða Islendinga vel- komna í samfélag hinna al- frjálsu þjóða. Eg tek undir með þessum vinum Islands og sendi Islendingum mínar hugheilustu árnaðaróskir í tilefni af endur- reisn lýðveldisins. Ýmsir fleiri hafa sent árnað- aróskir, svo sem forseti Amer- íska-Skandinavíska sambands- ins í Ameríku, og Mr. Arthur G. Brodeur prófessor í enskum bókmenntum við háskólann i Californíu, en hann hefir meðal annars þýtt Eddu á ensku. Þjóöhátíöarmerkiö verður gefið út að ný ju Þjóðhátiðarmerkið er nú uppselt og seldist það upp á skammri stund. Voru smíðuð af því 30 þúsund talsins, er seld voru í Reykjavík, á Þingvöllum og víða annarsstaðar úti um land. Hefir þjóðliátiðamefnd nú pantað fleiri þjóðhátíðarmerki frá Ameríku og væntir þess að þau komi til landsins áður en langt líður, jafnvel innan fárra daga. Stykkishólmur. 1 Stykkishólmi hófust hátíða- höld þ. 17. júní með guðsþjón- ustu. Kl. 6 um kvöldið fór fram borðhald fyrir 120 manns í barnaskólahúsinu og voru þar fluttar ræður, sungið o. fl. Þá fór og einnig fram skemmtun í samkomuhúsinu og voru þar fluttar ræður, sungið og dansað. Þann 18. júni var gengið i skrúðgöngu til iþrótta- vallarins, en þar fór fram frjáls- íþróttakeppni. Mikil þátttaka var í hátíðahöldunum. ísafjörður. Á Isafirði hófust hátíðahöld kl. 10 um morguninn 17. júni með guðsþjónustu. Kl. 1,30 hófst svo skrúðganga, en fóllc hafði safnazt saman kl. 1 og hlustað á útvarp frá Þingvöll- um. Að skrúðgöngunni lokinni var útisamkoma sett; þar voru flutt minni, ræður og ávörp fulltrúa ýmsra stétta og félaga, fimleikar sýndir og lúðrasveit lék á milli. Um kvöldið var samkoma í Alþýðuhúsinu og þar voru ræð- ur fluttar, lesið upp og karla- kór söng, en lúðrasveit lék. — Þóttu hátíðahöldin takast ágæt- lega. Sauðárkrókur. Hátíðahöldin á Sauðárkróki hófust með messu kl. 12,40 í Sauðárkrókskirkju, en þaðan var haldið til samkomuhússins og hlustað á útvarp frá Þing- völlum. Kl. 3 hófst skrúðganga frá skólaleikvellinum og var gengið til íþróttavallarins. Um 1000 manns tóku þátt í þessari göngu. Á íþróttavellinum fóru svo fram aðalhátíðarhöldin. Voru þar fluttar ræður, karlakórar sungu og íþróttakeppni fór fram. Um kvöldið var svo dans- skemmtun í báðum samkomu- húsum bæjarins. Ákureyri. Á Akureyri hófust hátíðahöld með því, að lúðrasveit lék á Ráðhústorginu, en kl. 10 hófst skrúðganga og var gengið til kirkjunnar og þar hlýtt á messu. Kl. 1 hlýddu margir á útvarp frá Þingvöllum, en há- tölurum hafði verið komið fyrir á Ráðhústorgi. Húsavik. Á Húsavík hófst hátíðin með skrúðgöngu frá íþróttavellinum. Var gengið í gegn um bæinn og staðnæmzt við Borgarholt, en þar var ræða flutt og karlakór söng. Síðan var gengið til kirkju og þar voru ræður flutt- ar og blandaður kór söng. Á sunnudag var hátíðin sett að Laugum og hófst hún kl. 1 um daginn. Þar voru enn flutt- ar ræður og sungið, en að því loknu fór fram glímusýning. — Um kvöldið var svo stiginn dans. Seyðisfjörður. Á Seyðisfirði var veður með afbrigðum gott yfir hátíðardag- ana. Hófust hátíðahöldin með skrúðgöngu og var gengið til kirkjunnar og hlýtt þar á messu. Aðalhátíðahöldin fóru svo fram á grasvelli inn í miðjum kaupstaðnum, og þar voru fluttar ræður og hátíðaljóð. Karlakór söng og fimleikasýn- ing fór fram. Komið var fyrir hátalara og gátu menn þá hlýtt á útvarp frá Þingvöllum. Um kvöldið var stiginn dans i barnaskólahúsinu. Nes í Norðfirði. I Neskaupstað hófst hátíðin kl. 1 með skrúðgöngu frá barnaskólanum. Þar söng blandaður kór og síðan voru fluttar ræður og fimleikasýn- ing fór fram. Um kvöldið var stiginn dans. Vestmannaeyjar. I Vestmannaeyjum hófust há- tíðahöldin kl. 3 þ. 17. þ. m. með guðsþjónustu. Kl. 4 hófst skemmtun í samkomuhúsinu. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék ættjarðarlög, ræður voru flutt- ar, leikfimisýning fór fram og glímusýning. Um kvöldið fór fram drengja- hlaup og eftir það var dans stíg- inn í samkomuhúsinu. Eyrarbakki. Þjóðhátiðin á Eyrarbakka fór fram á sunnudag og hófst með skrúðgöngu bama í sér- stökum hátíðabúningi — hvit- um og bláum — og fullorðinna frá barnaskólanum austast i þorpinu. Var gengið gegnum þorpið í kirkju. Þar fór frana hátíðaguðsþjónusta. — RæfJu flutti sóknarpresturinn Árelíus Níelsson. Eftir guðsþjónustuna hófst skrúðganga barna og full- orðinna úr kirkju og á opið svæði i miðju þorpinu. 1 skrúðgöngunni munu hafa tekið þátt yfir 500 manns, eða nær allir þorpsbúar, sem það gátu og heima voru. Á opna svæðinu fór svo fram hátíðahald, sem hafði verið vandlega undirbúið, svo sem séð verður af dagskránni, er hér fylgir. Vegna veðurs gátu hinar sögulegu sýningar ekki orðið þar, og var þvi farið til samkomuhússins og framhald dagskrárinnar látið fara þar fram. En þar sem liúsið rúm- aði ekki nema um helming fólksins, var sá þátturinn, srim þar fór fram, endurtekinn fyr- ir þá, sem komust ekki inn í fyrra sinnið. Þorpið var allt fánum skreytt, og reistur bogi, klæddur lyngi og öðrum gróðri, í miðju þorp- inu yfir götuna. Búðargluggar einnar verzl- unarinnar (Bræðurnir Kristj- áns) voru skreyttir með mynd- um og annari skreytingu, er sýndu: Þjóðveldið 930, einvelíi- istímabilið eftir 1262, Jón Síg- urðsson forseta og gildistöku lýðveldisins 17. júní 1944 á Þingvöllum. Þorpið allt og þorpsbúar voru í bezta hátíðaskapi. Fréttaritari. Vanur bifreiðastjóri með meira prófi óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt „1000“ sendist blaðinu fyrir 25. þ. m. Okkur vantar nokkrar stúlkur. Uppl. í Nýju Efnalauginni, Laugavegi 20 B, kl. 5— 6. — Stórrósótt glnggatjalda- efni. Dugleg stúlka óskast í þvottahús. — Uppl. í síma 4353. SPEGLAB margar tegundir. H0LT. Skólavörðustíg 22. Scrutator: O RújcLcLíx aíbnejwwfys „Bridge“. Það sem hér fer á eftir er aðal- lega rita’Ö fyrir þá, sem nokkuð þenkja í spilum og þá sér í lagi „bridge", sem er eftirlætisspil margra Reykvíkinga, en þa<5 spil er nú útbreitt um víða veröld og á alls staðar miklum vinsældum að fagna. — Fyrir nokkru fékk maður einn hér í bænum, Einar Ingimundar- son, verzlunarmaður, 6 spaSa þá hæstu, 4 hæstu lauf og 3 hæstu tígla á eina hendi. Allir sem nokkuð þekkja inn á „bridge" myndu hafa gert sér góðar vonir um glæsileg- an árangur í þessu spili og eins fór fyrir Einari. Þegar meðspilari hans hafði sagt „pass“, varð honum það á aÖ segja „alslemm" í spaða, enda voru miklar lík- ur fyrir að þaÖ myndi vinnast. En oft fer öðru vísi en ætlað er. Annar mótspilarinn átti 7 spaða og 6 hjörtu, en var „renounce" í laufi og tígli. Hinn mótspilarinn átti hjarta-ásinn og spilaði honum út í upphafi. Spili þessu lauk þann veg, að Einar tapaði 7 — sjö slögum og hefir væntanlega sett met í „tap- spilamenrisku", ef tekið er tillit til þeirra spila, sem hann hafði á hendi og svo sagnarinnar. En hér fór sem fyrr, að „enginn má sköpum renna“, og eins fór fyrir Einari, að hann gekk undirleitur frá hólmi, þó hann af alhug og fullum ákafa legði sig í framkróka til þess að sigra. Þeir, sem spiluðu þetta spil með Einari voru kona hans, Sig- urður Ingimundarson bróðir hans og kona Sigurðar, en Hallgrímur Dalberg cand. jur. og Guðni Guðna- son cand. jur. horfðu á spilið. Bayeux. Meðal merkustu forngripa, sem Frakkland á, er hinn svonefndi Bayeux-refill, er sagan segir að Matthildur, dfottning Vilhjálms bastarðs, hafi saumað ásamt hirð- meyjum sínum. Refill þessi er 231 fet á lengd og 20 þumlungar á breidd, og voru upphaflega saum- aðar í hann myndir úr sögunni um herför Vilhjálms Normannakon- ungs til Englands 1066. Meðal þeirra 22 mynda (af 26), sem varð- veittar eru, er mynd úr hinni sögu- legu orustu við Hastings, þar sem Vilhjálmur sigraði her Haralds. Guðinasonar. Yfir 1500 manna- ; myndir eru á reflinum og meðal þeirra myndir úr hirðlífi, skipa- ; byggingfum, veizluhöldum og orust- \ um. Þykir refill þessi hið mesta I listaverk og ómetanleg heimild um ! siðu, klæðaburð og vopnabúnað, auk þess sem myndir eru á honum af sögulegum staðreyndum, er aðrar ; heimildir geta ekki. Skýringar fylgja , myndunum á latínu. ! Refillinn fannst 1728 í dómkirkj- unni í Bayeux, og þykir því senni- Iegra, að Odo biskup í Bayeux, er var hálfbróðir Vilhjálms konungs, hafi Iátið gera gripinn fyrir'kirkj- una. Refillinn var geymdur undir gleri í þjóðminjasafninu í Bayeux, en Himmler er sagður hafa kastað eign sinni á hann og flutt heim til sín. anna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.