Vísir - 11.07.1944, Qupperneq 2
VISIR
VISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 6 6 0 (fimm linur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Lýðveldis-menn.
jyjargir voru þeirrar skoðunar
fyrir einu ári, að íslending-
ar yfirleitt mundu ganga með
tómlæti og áhugaleysi hin síð-
ustu skref til óskoraðs þjóð-
frelsis og fullra sjólfsforráða.
Þetta hefir orðið á annan veg,
mjög á annan veg. Þjóðin gekk
að þvi með meiri festu og al-
mennari þátttöku en nokkurs-
staðar munu dæmi til, að ná
lokamarki langrar frelsisbar-
áttu. Hún sýndi ekkert hik,
heldur fastan, ákveðinn vilja,
að verða sjálfri sér ráðandi og
skapa sín eigin örlög. Þetta fór
fram án glamurs og hávaða,
með seiglu og stillingu í sam-
ræmi við skaplyndi íslendings-
ins. Fólkið er þakklátt, án þess
að gera sér fyllilega grein fyr-
ir yfir hverju það er þakklátt.
Það er þakklátt forsjóninni og
það er auðmjúkt í þakklæti
sinu, eins og þeir eru, sem
finnst þeir hafa fengið meira
en þeir bjuggust við, eða jafn-
vel áttu skilið' Hér hefir svo
margt gengið á tréfótum, hér
hefir forustan valdið svo mikl-
um vonbrigðum undanfarið, að
mörgum finnst allt náðargjöf,
sem vel hefir farið.
Endurreisn lýðveldisins, þessi
tímamót íslenzkrar sögu, er að
móta gagngera breytingu í hug
fólksins. Það er orðið þreytt og
leitt á hinni ófrjóu, trénuðu
flokkastreitu, sem stendur í
stað og lifir á endurtekningum
gatslitinna slagorða og and-
lausra kennisetninga. Fólkið
vill fá eitthvað nýtt í samræmi
við hinn nýja tíma og hið nýja
lýðveldi. Það vill fá nýjan blæ,
nýja forustu, nýja menn, ný
viðhorf og umfram allt vill það
komast úr stöðupolli hins nú-
verandi pólitíska máttleysis og
manndómsskor ts.
Þjóðin hefir tekið við lýð-
veldinu með auðmjúkum huga
og með þakldæti tii forsjónar-
innar. Þess vegna er henni allt
heilagt, sem hið nýja skipulag
verður að byggja tilveru sína
á. Hornsteinar þess skipulags
er samvinna stéttanna, öryggi
atvinnuveganna, skipting gæð-
anna og víðsýnar þjóðfélags-
umbætur.
Fólkið sjálft er reiðubúið að
slá skjaldborg um lýðveldið til
þess að tryggja tilveru þess á
þenna hátt og komast úr þeim
ógöngum, sem þjóðin er kom-
in í, ógöngum sem fara versn-
andi með degi hverjum. En
fólkið vantar enn menn, lýð-
veldismenn, sem vilja vinna í
samræmi við hinn nýja tíma
og tryggja þjóðinni þann arf,
sem hún hefir nú loks endur-,
heimt eftir sjö alda baráttu.
Endurreisn lýðveldisins skap-
ar hugarfarsbreyting, sem fer
eins og alda um landið. Gömlu
er kastað á brott og nýtt kem-
ur í staðinn. Það sem stendur
í dag, rýmir á morgun fyrir
nýjum gróðri. Menn biðja ekki
um hvíld og ró, heldur starf
og nýjar framkvæmdir. Það er
boðorð hins nýja tíma.
Þess vegna eru lýðveldis-
menn allir þeir, sem vilja
byggja upp að nýju og tryggja
hinu nýja skipulagi örugga
Slysavarnafélag íslands:
Jon Bergsveinsson erindreki fer hringferð
i kringum landið til að athuga björgunar-
stöðvar.
Slysavarnafélaginu veittar alls 30 þús. krónur
á fjárlögum Landsþingsins árin 1944 og 1945.
]^ú á næstunni fer Jón Bergsveinsson, erindreki Slysavarna-
félagsins í hringferð kringum land til þess að athuga,
hvernig útbúnaði á björgunartækjum hinna ýmsu björg-
unarstöðva sé háttað. Vísir náði í gærdag tah af Jóni og
spurði hann frekari frétta í þessu efni. Fer hér á eftir frá-
sögn Jóns Bergsveinssonar:
Á stjórnarfundi Slysavarnafé-
lagsins, sem haldinn var s.l.
föstudag, var ákveðið að senda
erindreka félagsins í hringferð
kringum land, svo fljótt sem
auðið væri. Var mér falið þetta
starf og mun eg leggja af stað
um næstu helgi.
Ætlun mín er sú, að fara
fyrst viðkomulaust til
Hvammstanga, en þaðan held
eg svo um Húnavatnssýslur og
Skagafjörð til Akureyrar og ef
til vill eitthvað um Eyjafjörð.
Frá Akureyri fer eg svo til
Siglufjarðar, og þar mun eg
halda kyrru fyrir í nokkra daga,
því ásetningur minn er sá, að
aðstoða við fjársöfnun til björg-
unarskútu Norðurlands.
Eftir dvöl mína á Siglufirði
geri eg ráð fyrir að fara í Harð-
bak á Mekrakkasléttu, en það
er eina björgunarstöðin í Þing-
eyjarsýslu. Býst eg ennfremur
við að koma til Raufarhafnar,
en þaðan fer eg um Austurland
og sem leið liggur um Suður-
landsundirlendi til Rvíkur. Ef
tími vinnst til fer eg að þessu
ferðalagi loknu um Borgar-
fjörð, Mýrar og Snæfellsnes.
Áftur á móti er áætlað að eg
fari ekki um Vestfjarðakjálk-
ann fyrr en í haust.
Tildrögin til þessa ferðalágs
eru í stuttu máli sagt gagnrýni
sú, sem Slysavarnafélagið varð
fyrir í vetur, þegar Laxfoss
strandaði. Var þá gefið í skyn
af sumum, sem lögðu orð í belg
um það mál, að nokkurrar ó-
reiðu gætti í björgunarstarfi fé-
lagsins víðs vegar um land.
Fór eg þÝí fram á það við
stjórn félagsins, að hún krefðist
þess, að fá nokkra peningaupp-
hæð á fjárlögum til þess að
standast kostnað af ferð erind-
reka félagsins um landið, til
þess að rannsaka útbúnað
björgunartækja og annars, sem
lýtur að björgunarstarfsem-
inni. Enda væri slík rannsókn
nauðsynleg til að ganga úr
skugga um það, hvort gagnrýni
þessi væri á rökum byggð, og
sjálfsagt að sjá um lagfæringu
á öllu því, er út af brigði.
Stjórn Slysavarnafélagsins
t
undirstöðu. Lýðveldismenn eru
þeir, sem vilja komast úr nú-
verandi kyrrstöðu pólitískrar ó-
starfhæfni og vinna í lýðveldis-
anda þjóðarinnar sjálfrar. Lýð-
veldismenn eru allir þeir, sem
vilja uppræta togstreitu stétt-
anna með jöfnun gæðanna og
skapa einhuga, sterk og rétt-
látt framkvæmdarvald í land-
inu, er gefur öllum jafna að-
stöðu til að starfa.
Hugarfarsbreytingin er byrj-
uð að mótast. Þeir sem ekki
gefa henni gaum dragast aftur
úr. Fótatak hins nýja tíma er
enn létt og hljóðlítið, en það
mun duna hærra og hærra, unz
það tekur undir við strönd og
í dal. Þá verður það samstæð
og samstillt þjóð, sem gengur
til verka, til þess að vernda
lýðveldi sitt, sjálfstæði og starf-
semi. Þá verða allir lýðveldis-
menn.
fór svo fram á það við Lands-
þing Slysavarnafélagsins, að
það samþykkti að veita nokk-
urt framlag á fjárlögum i þessu
skyni, og var það gert.
Á fjárlögum Landsþingsins
1944 var félaginu veitt samtals
15 þúsund krónuL til út-
breiðslustarfsemi, og erind-
reksturs, en fyrir árið 1945 5
þús. kr. til útbreiðslustarfsemi,
en 10 þús.'kr. til ferðakostnað-
ar erindreka Slysavarnafélags-
ins til útlanda.
Er ætlun félagsins að nota
kr. 10 þús. til ferðakostnað-
ar að stríði loknu, ef það verð-
ur bráðlega og senda mann utan
til þess að hann geti kynnt sér
nýjungar á sviði björgunar-
mála.
R0SENIUS.
Æviágrip eins þekkt-
asta og áhrifamesta
manns sænskrar kristni
á síðari tímum, eftir sr.
Sigurbjörn Einarsson
er nýkomin út.
Kostar aðeins kr. 2,00.
Bókageiðin
Lilja.
0LÍUVÉLAR.
tvíhólía.
Veizlun 0. Ellingsen h/f.
Allsheijaimótið
heldur áfram í kvöld og hefst kl. 8 með fimleika-
sýningu úrvalsflokks karla úr K.R., undir stjórn
Vignis Andréssonar.
Svo verður keppt í kúluvarpi, 200 m. hlauip, há-
stökki, 110 m. grindahlaupi, 1500 m. hlaupi og 10
kílómetra göngu.
Komið og sjáið beztu íþróttamenn landsins og hina glæsilegu
fimleikamenn K.R.. ------------------ Hverjir sigra í kvöld?
Verkfallinu á Selfossi
afstýrt.
Verkfalli því, sem stóö fyrir
'dyrum og hef jast átti á Selfossi
í dag, hefir nú verið afstýrt með
samkomulagi.
Voru samningar undirritaðir
á laugardag. Kaup verlcamanna
hækkar úr kr. 2.10 í kr. 2.45
(grunnkaup) og er það sama
og í Rvík, Eyrarbakka og
Hveragerði. Eftirvinna bælist
með 50%, en nætur- og helgi-
dagavinna með 100%. Félags-
menn í Verkamannafélaginu
Þór á Selfossi fengu samnings-
bundinn forgangsrétt til vinnu.
Vinnudagur var styttur í 8
stundir, en hann var áður 10
stundir. Þá voru verkamönn-
um tryggðir 7 slysadagav.
Næturakstur:
Hreyfill, sími 1633.
• , 1
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Hljómplötur: Lög úr
óperettum og tónfilmum. 20.30 Er-
indi: Vopnaframleiðsla og vopna-
verzlun, I. (Hjörtur Halldórsson
rithöfundur). 20.55 Hljómplötur:
Trio eftir Max Reger. 21.20 Upp-
lestur: Úr sögu smábýlis, eftir Há-
kon í Borgum (Metúsalem Stefáns-
son fyrrv. búnaðarmálastjóri). 21.40
Hljómplötur: Kirkjutónlist. 21.50
Fréttir.
Hjónaband.
Nýlega voru gefin sarnan í hjóna-
band Guðrún Jónsdóttir Laugaveg
18 A og Joseph Pabeorck, ameríska
hernum.
Tiflkynning frá mæðrastyrksnefnd.
Sumarheimili MæÖrastyrksnefnd-
ar fyrir mæður og börn verður að
þessu sinni að Þingborg (Skeggja-
stöðum) í Flóa og mun taka til
starfa um næstu helgi.
Hliðartöskur
nýjar gerðir.
H. T0FT
Skólavörðust. 5. Sími 1035.
er miðstöð
skiptanna. -
verðbréfavið-
Sími 1710.
Konur sem óska eftir að dvelja
þar, eru beðna rað snúa sér sem
fyr-st til skrifstofu nefndarinnar,
Þingholtsstræti 18, kl. 3—5 dagl.
Konur, sem búnar eru að sækja um
dvöl á sumarheimilinu eru líka
beðnar að koma þangað til viðtals.
Scrutator:
8»
'RjcudxLbi aÉmmwnfyS
Úti í garði.
Jón Arnfinnsson garðyrkjumað-
ur skrifar blaðinu eftirfarandi:
„Mörgum manni mun þykja
kirkjugaröurinn gamli yfirlits-
Ijótur nú í sumar. Er þaö vegna
sveppsins í reynitrjánum. Viö lfon-
um hefir ekkert veriö gert. Svepp-
ur þessir lifir aðeins í grænaberk-
inum Cvaxtarlaginu) og breiðir sig
svo ört yfir þaö að manni virðist
hann flæöa yfir.. Ef hann kemúr
neðarlega í stofninn og fer hring-
in í kring, deyr tréö íyrir ofan eft-
ir stuttan tíma.
Er þvi nauðsynlegt aö taka
sveppinn úr trénu sem fyrst svo
ekki standi kalviðir eftir á leiðun-
um. Fólk, sem á leiðin, leggur
traust sitt á kirkjugarðsstjórnina
0g er illt að verða vonsvíkinn, þá
helzt þegar greitt er rifleg upp-
hæð garðinum til viðhalds. Þar er
ekki einu sinni eigendur leiðanna
sem fyrir skaða verða heldur allir
garðeigendur í bænum. Kirkju-
garðurinn hefir verið undanfarin
ár hin mesta fróðrarstia ýmsra
sníkjudýra sem herjað hafa á trjá-
gróðurinn út um bæ. Þau berast
með vindi, fuglum og mörg af
þeim fljúga, í það minnsta ein-
hvern tíma sumarsins. Þetta þarf
að laga þegar garðeigendur hafa
látið sprauta garða sína og gætu
þeir haldist þrifalegir ef ekki
flyttist annarsstaðar frá.
Gamla kirkjugarðinn þarf að
sprauta vetur og sumar á meðan
verið er að hreinsa hann. Trén
eiga ekki að grotna niður af ó-
þrifum fyrir handvömm. Kirkju-
garðsstjórnin má ekki horfa á
helgustu tryggðarkveðjur ástvin-
anna eyðileggjast. Á mörgum leið-
um-, þar sem áður blöktu blaðþétt
tré, eru nú aðeins hálfdauðir kal-
viðir.“
Úðun og skemmdir.
Garðeigandi, sem hirt hefir garð
sinn sjálfur um mörg ár, kvartar
yfir þvi, að í fyrra hafi hann feng-
ið menn til að úða garð sinn. Engu
var líkara en að hreinn afturkipp-
ur kæmi við það i allan gróður.
Ribsrunnar, sem nokkuð eru komn-
ir til ára sinna, máttu heita blaða-
lausir og uppskeran reyndist eftir
því er haustaði. Nú í vor láðist
lilutaðeiganda að tryggja sér úðun,
en þá bregður svo við að garður-
inn kemst í fullan blóma og hafa
trén aldrei verið fegurri en nú, —
þar á meðal ribstrén gömlu. Telur
garðeigandi að Hkur séu til að
garðarnir séu úðaðir með of sterkri
blöndu, þannig að það hái frekar
gróðri en bæti. Segir hann að þetta
sé ekki reynzla sín einvörðungu,
heldur margra annara garðeigenda,
sem hann kveðst hafa átt tal við.
Bendir hann á að veðurfar geti hér
litlu um ráðið, með því að kuldar
hafi verið mun meiri í vor, en í
fyrra og varað Iengur fram á sum-
ar. Á þessu fyrirbrigði vill garð-
eigandi gjarnan fá skýringu, og er
hugleiðingum hans beint til réttra
aðila til úrlausnar.
Skemmtun Hringsins.
Vel kann að vera að húseigend-
ur við Sóleyjargötu og nágrenni
kunni því ekki alls kostar vel að
hlýða á dynjandi hljóðfæraslátt í
gegnum hátalara allt fram yfir
miðnætti, en þrátt fyrir það, verð-
ur ekki annað sagt, en að skemmtun
Hringsins ætti fullan rétt á sér, —
ekki éingöngu málefnisins vegna,
heldur öllu frekar af hinu, að hún
var skemmtileg tilbreyting frá
leiðinda hversdagsleikanum, sem
setur svipmót sitt á bæjarlífið
virka daga og helga. Hér er alger
skortur á útiskemmtunum, en
æskan þarf að geta lyft sér upp í
góðu veðri. Suðurendi Tjarnar-
garðsins er til valið skemmti-
svæði, þar til komið hefir verið
upp öðru betra. Væri æskilegt að
þar væri efnt til margskonar
skemmtana fyrir unra og gamla
oftar en gert hefir verið, en þær
eiga að vera ódýrar, þannig að all-
ir geti notið þeirra án tiífinnan-
legra fjárútláta, Nóg væri að slík-
ar skemmtanir stæðu til kl. 11 e.
m., þannig að þær röskuðu svefn-
rfó manna á engan hátt. Þarna ætti
að koma upp hringekjum, fleiri og
betri veitingatjöldum og leikjum,
þannig að eitthvað væri fyrir alla.
Mætti svo ætla ákveðið svæði til
skemmtana þessara, þannig að
spjöll yrðu ekki framin á garðin-
um sjálfum. Slíkar skemmtanir
gætu verið eitt eða tvö kvöld í
viku þegar veðurblíða væri, ep
féllu ella niður. Kostnaður við að
koma upp skemmtistaðnum væri
nauðalítill, en þar ætti ekki að
tjalda til einnar nætur, heldur heils
sumars. Myndi það vel þegið af
flestum, en amast við af fáum.
Tvö oý met sett á
Allsherjarmótino.
Í.R.-ingar sýna yfirburöi.
Alisherjarmót 1. S. 1. hófst á
íþróttavellinum í gærlweldi kl,
8j/2. .
Keppendur gengu fylktu liði
inn á völlinn og lúðrasveitin
Svanur lék. Því næst setti for-
seti í. S. 1., Ben. G. Waage,
niótið nieð snjallri ræðu. Hófst
síðan keppni.
' í gærkveldi var sett íslands-
met. Það var Oliver Steinn úr
Fiml.félagi Hafnarfj. sem metið
setti í langstökki. Stökk liann
6,86 m., en gamla metið var
6,82 m., sett af Sigurði Sigurðs-
syni úr K.V.
Þá setti Óskar Jónsson úr
l.R. drengjamet i 800 metra
lilaupi. Hljóp hann vegalengd-
ina á 2.05.6 mín. Að öðru leyti
urðu úrslit í þeim íþróttagrein-
um, sem keppt var í í gærkveldi
sem hér segir:
Kringlukast:
Gunnar Huseby, K. R., 41.74 m.
jÓIafur Guðmundsson í. R. 38.40
m.
Langstökk:
Oliver S'teinn, F. H. .6.86 m.
Skúli Guðmundsson, K. R. 6.70
m.
1000 m. boðhlaup:
Sveit í. R. 2.08.3 mín.
A.-sveit K. R. 2.09.7 mín.
100 m. hlaup:
Oliver Steinn, F. H. 11.7 sek.
Finnbj. Þorvaldsson, l.R. 11.8 s.
Stangarstökk:
Þorkell Jóhannesson, F. H. 3.25
m.
Sigurður Síeinsson, í. R. 3.00 m.
800 m. hlaup.
Kjartan Jóhanness., I. R. 2.02.2
mín.
Ilörður Ilafliðas., Á. 2.03.0 min.
4. maður í 800 m. hlaupi var
Óskar Jónsson, í. R. 2.05.6 mín.
og er það nýtt drengjamet.
í kvöld heldur allsherjarmót-
ið áfram og hefst kl. 8 með fim-
leikasýningu K. R., undir stjórn
Vignis Andréssonar. IG. 8.30
liefst keppnin og verður keppt
í kúluvarpi, 200 m. lilaupi, há-
stökki 1500 m. hlaupi, 110 m.
grindalilaupi og 10.000 m.
göngu.
Húspláss.
Reglusamur maður ósk-
ar eftir íbúð, einu her-
bergi og eldhúsi. Æski-
legt að lítið iðnaðar-
pláss gæti fylgt. Tilboð
leggist inn á afgr. blaðs-
ins fyrir fimmtudags-
kvöld, merkt „Iðnaður“.
Kaupakona
óskast á gott sveita-
heimili austanfjalls. —
Upplýsingar á Skóla-
vörðustíg 8.
Studebaker
5 manna, módel 1931, á nýj-
um gúmmíum og með meiri
benzínskammti, er til sýnis
'-g sölu eftir xi 7 í kvöld.
F.rn fremur ncti.'ð dekk á
felgu 19.