Vísir - 14.07.1944, Page 2
VISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján GuSIaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Sogsvixkjunin.
STÆRSTA rafvirkjun sem
framkvæmd hefir verið
hér i Iandi er virkjun Sogsstöðv-
arinnar, sem Reykjavikurbær
hefir staðið undir aðallega, en
notið 1>6 til styrks ríkisins að
þvi er ábyrgð fyrir lánum snert-
ir og einnig greiðrar fyrir-
greiðslu nú er virkjunin var
stækkuð. Var ánægjulegt að
heyra i gærkveldi hve gerbreytt
viðhorf komu fram i ræðum nú-
verandi ráðlierra í samsæti því
er bæjarstjóm hélt vegna vígslu
viðbótar virkjunarinnar, sem nú
er lokið og getið verður á morg-
un hér í blaðinu, frá því sem
Reykvíkingar hafa átt að venj-
ast frá hærri stöðum. Margir
ráðamenn hafa litið svo á að
Reykjávík væri einskonar baggi
á landinu, sem það væri að slig-
ast undir. Núverandi forsætis-
ráðherra taldi hinsvegar að þvi
væri á annan veg farið og nokk-
,ur væri það vottur um sjúklegt
ástand, ef ríkisstjórn og bæjar-
stjórn Reykjavíkur gætu ekki
unnið saman af alhug að fram-
faramálum. Því aðeins yrðu
stór átök gerð að allir legðu
saman. Dómsmálaráðherra
lagði enn ríkari áherzlu á þetta
viðhorf forsætisráðherra. Hann
gat þess jafnframt að oft væri
því frekar á lofti haldið, sem
miður færi, en hinu sein lof ætti
skilið, en því yrðu þeir menn að
venjast, sem sætu á stormasöm-
um stöðum og áveðra. Hér liefði
verið unnið gott og mikið starf,
sem komist liefði í framkvæmd
þrált fyrir margskyns erfiðleilva,
en þvi aðeins hefði þetta áunnist
að stjórnarvöld bæjar og ríkis
hefðu unnið saman og svo ætti
þetta að vera í framtíðinni.
Reylcjavik hefði fyllilega unnið
til þess að hún væri styrkt til
stórra framkvæmda af ríkis-
valdinu, — hér byggi þriðjung-
ur þjóðarinnar og héðan rynnu
ríkistekjurnar að verulegu leyti.
Andúð stjómarvaldanna gegn
Reykjavikurbæ hefir mörgu
misjöfnu til leiðar komið og
flestu illu. Hefir þetta orðið til
stórtjóns og óhagræðis ekki
einvörðungu fyrir bæjarfélagið
úeldur engu siður fyrir þjóðfé-
lagið i lieild. Dýrasta óbófið er
vafalaust það tjón, sem þjóð-
inni hefir verið þannig bakað,
þótt ékki tjói um að sakast eftir
á. Vonandi læra menn þó af
dýrkeyptri reynzlu, þannig að
samstarf bæjarstjórnar Reykja-
víkur, ríkisstjórnar og löggjaf-
ans verður betra hér eftir en
hingað til.
14. júlí.
ÞjóðhAtíðardagur
Frakka, — Bastilludagur-
inn svonefndi, — er i dag. For-
ystuþjóð frelsisins hafa Frakkar
allajafna verið í Evrópu frá því
er hið illræmda fangelsi var
jafnað við jörðu, en þar höfðu
áður orðið að sitja ýmsir rnerk-
ustu brautryðjendur frelsis og
mannréttinda, er háð höfðu bar-
áttu gegn einræði og kúgun í
margskonar myndum. Enn staf-
ar ljóma frá Frakklandi um alla
álfu og er þó aðstaða þjóðar-
innar önnur og erfiðari en vera
skyldi. Frakkar hafa verið her-
numin þjóð nú um þriggja ára
Ábiirðarnnnisla iir
isiorpl í Re^kjavík.
Herierð verður hafin gegn lausu drasli og öðrum óþrifnaði á opnum
svæðum, við götur og á húslóðum.
Viðtal við Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúa.
j^gúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi hefir tjáð Vísi, að unn-
íð væn að því að koma upp áburðarvmnslustöð fyrir
sorp bæjarins, og er verið að byggja hana inn við Klepps-
veg. Þá verður og gerð gangskör að því að hreinsa allt drasl
og allan óþnfnað, sem kann að fyrirfinnast á opnum svæð-
um, götum eða einkaíbúðum manna.
hverra óvæntra verðmæta og
mun stundum hafa hirt sitt af
HugsaÖ er að áburðarvinnslu-
stöðin verði inn við Kleppsveg,
skammt fyrir austan Fiski-
m j ölsverksmiðj una.
Er verið að byggja sérstaka
skúrbyggingu, þaúr sem vinnsl-
an á að fara fram. Verður sorp-
ið þar aðgreint þannig, að
járnarusl og annað, sem ónot-
hæft er til áburðarvinnslu, verð-
ur tekið frá, en hitt allt hirt og.
unnið úr því.
Þessi tilraun er gerð samkv.
tillögu Ásgeirs Þorsteinssonar,
verkfræðings, er mun og hafa
yfirumsjón með verkinu.
Svipaðar tilraunir hafa verið
gerðar með áburðarvinnslu úr
sorpi í Englandi og víðar er-
lendis og borið góðan árangur,
að því er bezt verður vitað.
önnur veigamikil ráðstöfun,
sem heilbrigðisstjórn bæjarins
hefir þegar samþykkt, er að láta
flytja burtu allt skran og dót,
sem finnst í reiðileysi á opnum
svæðum, á götum og meðfram
götum í bænum. Ennfremur
verður gerð gangskör að því, að
hverju af fánýtu rusli, sem jafn-
an hefir verið til óþrifnaðar að-
eins, og auk þess stafað af því
allskonar smithætta. Það þeim
mun fremur, sem sorphaugarn-
ir eru ein helzta gróðrarstía
rottunnar í bænum. Er nú verið
að afgirða sorphaugana, en á
meðan er höfð varzla þar bæði
á nóttu og degi.
Rottufarganið kvað heilbrigð-
isfulltrúinn vera með allra
mesta móti í bænum og við-
komu rottunnar ískyggilega
mikla. Hefir meindýraeyðirinn
þó gert allt, sem í hans valdi
hefir staðið, til þess að eyða
henni, bæði með eiturefnum og
svo líka með dælingu gass í
ýms helztu rottubæli.
Er rottan nú orðin útbreidd
um flestar byggðir landsins og
stöðugt að berast kvartanir um
hana, þar sem hún hefir ekki
þekkzt áður, jafnvel langt upp
til sveita.
Þetta mikla rottufargan mun
sína til þess, a. m. k. liér í bæn-
um, að menn fylla lóðir sínar
með allskonar drasli og dóti og
hirða ekki um þæi', en nú
verður gerð herferð gegn þess-
um ósóma, enda full þörf á,
bæði vegna dótsins og rott-
unnar.
hirða allt dót, sem á einn eða ! ekki hvað sízt eiga að rekja rót
annan hátt er til óþrifnaðar á
einkalóðum manna. Mun dót
þetta verða hirt og flutt i eina
allsherjar ruslakistu, eftir að
hlutaðeigendur hafa verið að-
varaðir.
Þá er og í ráði að gera her-
ferð á gamla kofaræfla, timbur-
brak og járnarusl, sem jafnvel
árum saman hefir legið inni á
lóðum manna, til stórlýta, ó-
þrifnaðar og leiðinda, án þess
að nokkuð hafi vérið að gert.
Nú hefir gatnahreinsun með
hestvögnum verið lögð niður,
en bifreiðar komið í staðinn.
Eftir þeirri reynslu, sem þcgar
hefir fengizt, hefir þessi ný-
breytni þegar borið góðan ár-
angur.
Enn eitt nýmæli er það, að
búið er að loka sorphaugunum
á Grandanum fyrir allri umferð
og búið að banna tínslu úr
þeim. Áður var það algengt, að
fólk fór þangað til að leita ein-
skeið, en þjóðin hefir háð bar-
áttu sína innanlands sem utan,
en saga þeirrar baráttu verður
væntanlega ekki skráð til fulls
fyrr en að stríðinu loknu. Nú er
að rofa til i Frakklandi. Að vísu
er Ijóst að margir og miklir erf-
iðleikar eru framundan, en
menn lifa i þeirri von að þeir
verði færri og minni en jafnvel
er ástæða til að ætla eins og sak-
ir standa í dag.
Nú er barist gegn sama ein-
ræðinu og gert var fyrir liðlega
hálfri annari öld. Einræðið er
ávállt samt við sig þótt það nái
sér misjafnlega niðri. Nokkurra
ára kúgun mun ekki buga
frönsku þjóðina. Hún hefir
staðist þyngri i’aunir og meirÞ
átök. Við íslendingar eigum
þessari þjóð að þakka þá þjóð-
arvakningu, sem nú hefir loks
leitt til algers sjálfstæðis. Við
liöfum um margra alda skeið
átt við hana vinsamleg skipti.
Enga ósk eigum við heitari
frönsku þjóðinni til lianda nú í
dag, en að hún megi fá frelsi
sitt og njóta þess óskerts uin
ókomin ár.
Útvarpið í kvöld.
KI. 19.25 Hljómplötur: Tónverk
fyrir píanó og hljómsveit eftir d’-
Indy. 20.30 fþróttaþáttur. 20.50
Hljómplötur: Söngvar úr frönsk-
um óperum. 21.00 Erindi: Þjó'Öhá-
tíðardagur Frakka (Eiríkur Sigur-
bergsson viÖskiptafræÖingurj. 21.30
Hljómplötur: Septett eftir S,aint-
Saéns, o. fl. 22.00 Symfóníutónleik-
ar (plötur) : a) „Fö‘ÖurlandiÖ“, for-
leikur eftir Bizet. b) Symfónía í
d-moll eftir Cesar Franck.
Frásögn
um stækkun rafstöðvarinnar við
Ljósafoss verður að bíða þangað
til á morgun.
ÍS.Í. tileinkað göngu-
lag.
Iþróttasambandi Islands hefir
borizt göngulag frá Árna
Björnssyni tónskáldi, sem er til-
einkað sambandinu.
Þessi ungmenna- og íþrótta-
sambönd hafa gengið i Í.S.Í.:
Ums. Borgarfjarðar gekk end-
anlega i sambandið i júnímán-
uði, en í því eru þessi 6 ung-
mennafélög: Baula, félagatala
40; Björn Hitdælakappi, félaga-
tala 40; Borg, félagat. 30; Brú-
in, félagat. 45; Dagrenning, fé-
lagat. 54 og Egill Skallagrims-
son, félagat. 47. Áður voru i I.
S.í. félög í Borgarfirði, en alls
eru félögin 11, með 624 félags-
menn. Formaður er Jón Björns-
son frá Deildartungu. Ums.
Skagafjarðar hefir gengið i
sambandið. í þvi eru 8 félög,
með 311 félagsmenn. Formaður
er Guðjón Ingimundarson. —
Nú eru sambandsfélög Í.S.Í. 175
að tölu, með yfir 20 þús. félags-
menn.
Glímubók. Stjórn Í.S.Í. hefir
ákveðið að gefa út glímubók I.
S.l. Hennar er orðið mjög þörf,
með hinum vaxandi glímu-
áhuga um land allt.
Handknattleiksmót kvenna.
Landsmót Í.S.Í. í handknattleik
kvcnna úti fer fram í Hafnar-
firði og hefst 23. júlí. íþróttafé-
lögin í Hafnarfirði sjá um mót-
ið. Umsóknarfrestur er til 15.
júlí. f
Staðfest Islandsmet, Stjórn í.
S.í. hefir 3. júli staðfest eftir-
farandi íslandsmet: 1. Hástökk
án atrennu: Árangur 1,51 m.
Sett af Skúla Guðmundssyni
(KR) 3. júní ’44. 2. Hástökk
með atrennu. Árangur: 1,93 m.
Sett af Skúla Guðmundssyni
(KR) 19. júní ’44. 3. Kúluvarp,
betri hendi. Árangur: 15,32.
Sett af Gunnari Huseby (KR)
19. júní ’44.
Næturakstur:
Litla bílastö'Sin. Simi 1380.
Leikfélag- Reykjavíkur
auglýsir í blaðinu í dag, aÖ út-
borgun á ógreiddum reikningum á
Leikfélagið frá s.I. starfsári, verði
í Iðnó í dag, þann 14. júlí milli kl.
5 og 7-
og
Merkileg:t rit nm §íld.
Árni Friðriksson fiskifræðingur hefir fyrir nokkuru samið
mikið og merkilegt rit um síldina, sem nú er verið að ganga
endanlega frá og er prentað á Siglufirði. Er hér um að ræða
tæmandi vísindalegt rit um síldina, líf hennar og byggingu, síld-
veiðar og síldárrannsóknir, og síðan dregnar fram ýmsar álykt*
anir, er síldaratvinnuveginum mætti að gagni koma.
lesa i Reykjavík til að hægt sé
að bera saman við gögn og
heimildir sem þar er geymt.
Ætlast er til að með þessari
bók sé lokið þætti i síldarrann-
sóknum okkar og verður nú
nauðsynlega að hefja náið sam-
starf við aðrar þjóðir og þá fyrst
og fremst Norðmenn, m. a. til að
merltja síldina, eins og nú er
farið að gera í Alaslca, en i þeim
tilgangi lceypti eg 10.000 sildar-
merki i Seattle til að hafa allt
tilbúið þegar þar að kemur.
Þessari nýju merkingarað-
ferð er þannig fyrir komið, að
lítilli málmplötu er stungið inn
í kvið sildarinnar, en til þess að
merkin endurheimtist þegar
sildin veiðist, þarf hver verk-
smiðja að hafa segul, sem dreg-
ur þau úr mjölinu, en á hverju
merki letrað „ísland“ auk talna
og stafa, sem gerir það að verk-
um, að auðvelt er að sjá hvar
síldin er merkt.
Fjöldi mynda, línurita
korta fylgir lesmálinu.
Árni Friðriksson liefir skýrt
Vísi svo frá um þessa bók-
arútgáfu:
„Eg liefi unnið að þessu riti
frá þvi i byrjun stríðsins og gat
eg skilað öllu handritinu i prent-
smiðju áður en eg fór til Ame-
ríku.
Búið er að setja allt handritið
nema sumt af töflunum, en þær
eru um 70. Aðalviðfangsefni
mitt er að koma bókinni út óg
mun eg byrja á því að lesa fyrstu
próförk fyrir norðan, en eina
próförk verður nauðsynlegt að
K. R. sigraði í
Allsherjarmótinu
í gærkveldi lauk Allslierjar-
móti í. S. í. K.R. sigraði á mót-
inu og hlaut 137, stig. Í.R. fékk
90 stig, Ármann 43 stig og F.H.
42 stig. Hlaut því K.R. tililinn:
„Bezta íþróttafélag íslands i
frjálsum íþróttum“. í gærkvehli
fór fram keppni i 10,000 m.
hlaupi. Kepptu þar aðeins tveir
menn, Indriði Jónsson, K.R.
sigraði, rann hann skeiðið á
36,49,8 mín., en hinn keppand-
inn, Steinar Þorfinnsson, Á.,
var 39,33,6 mín.
Þá var og keppt í fimmtar-
þraut í gærkveldi. Þar sigraði
Jón Hjartar, K.R. með 2562 st.
Bragi Friðriksson K.R. lilaut
2149 stig.
Skúli Guðmundsson, K.R.,
hlaut flest stig á mótinu eða
26, Oliver Steinn F.H., hlaut
25 og Finnbjörn Þorvaldsson,
Í.R. 24 stig.
Að keppni lokinni sleit for-
seli Í.S.Í., Ben. G. Waage, mót-
inu með ágætri ræðu. Minntist
liann m. a. á þá menn, sem skrá
létu sig til leiks en mættu ekki.
Taldi hann, slíka framkomu ó-
verjandi.
Allsherjarmót Í.S.Í. er veiju-
lega liáð annað hvort ár nú, en
frá 1921—1924 var það háð ár-
lega. íþróttafélögin skiptast á
um að sjá um mótið og gerði
K.R. það að þessu sinni. Verður
eigi annað sagt en að stjórn
mótsins liafi farið félaginu vel
úr hendi.
K.R. hefir nú unnið mótið 9
sinnum, eða óslitið síðan 1928,
Ármann 3 sinnum og Í.R. 1
sinni.
Ólafur Briem
skrifstofustjóri er sevtugur í
dag. Hann hefir gegnt margvís-
legum trúnaðarstörfum um
ævina, bæði fyrir einkafyrir-
tæki og liið opinbera. Hefir
hann leyst hvert starf með prýði
af hendi og nýtur fyllsta trausts
allra, sem til hans þekkja. Ólaf-
ur er ljúfmenni og drengur góð-
ur á alla lund.
Scrutator:
0»
QcuddvL aAmjwwunjtyS
Munnharpa.
J. E. sendir blaöinu eftirfarandi
hugleiÖingar: Flestir Islendingar,
sem nú eru miöaldra og þaöan af
yngri, munu í æsku sinni hafa
leikiö þá list aS „spila á munn-
hörpu“. Kann aö vera aö munn-
harpan veröi ekki talin til meiri
háttar hljóöfæra frekar en „drag-
garganið“, sem frændur okkar
Norömenn og fleiri þjóðir kunna
þó vel aS meta. Enginn íslending-
ur mun hafa náö verulegri leikni á
munnhörpu, en nú um daginn
hlustaSi. eg í útvarpinu á einstæS-
an leik á munnhörpu, sem vel
mætti telja til listar. Ungur ÞjóiS-
verji, Ernst Schickler, lék þá á
munnhörpu þannig, að unum var á
aS hlýSa. Hefi eg aflaö mér þeirra
upplýsinga um hann, aö barn aö
aldri lagöi hann stund á rnunn-
hörpuleik, en hefir svo þjálfað sig
í listinni áfram og náö mikilli
leikni. Ep hann dvaldi í Þýzkalandi
lék hann þar á grammófónplötur
og er það allnokkur viöurkenning
á kunnáttu hans. Mig skortir kun-
áttu til að ræöa máliö „tónfræði-
lega“, en þótt eg hafi aldrei leikiö
vel á munnhörpu, gekk eg í endur-
minningu lífdaganna er eg hlýddi
á leik hans, og þaö eitt er víst aö
börn hafa gaman af aö hlýöa á
hann oftar en þau hafa átt leost á
til þessa. Þaö er veraldleg og sál-
fræöileg staöreynd aö börn hafa
gaman af margskyns „hljómlist",
sem fullorönir kunna ekki jafnvel
aö meta, og þaö er vist aö þeim
geöjast betur aö hamoniku og
munnhörpuleik en ýmsum full-
orönum og þá einkum tónlistar-
mönnum. Ætti aö taka tillit til
þessa í barnatímunum og íþyngja
ekki börnunum um of meö þungri
tónlist. Hana læra þau aö meta
síöar. Þótt harmonika og munn-
harpa séu taldar til óæöri hljpö-
færa kunna börnin bezt aö meta
þetta tvennt, af því að þetta eru
fyrstu hljóöfærin, sem börnin læra
mörg aö leika á og þekkja bezt og
úti um allar sveitir eru þetta hljóö-
færin, sem mest er notast viö á
skemmtunum enn í dag. OLeikni
Schicklers orkar ekki tvímælis og
nálgast vafalaust list. Ætti aö fá
hann oítar til aö leika í útvarpiö,
bæöi ryrir börn og fulloröna. Þaö
myndi veröa þegiö meö þökkum.
Eg hefi átt tal viö marga menn,
sem mcr éru samdóma um þetta og
skrifa eg þetta einnig í þeirra 11111-
boöi.
Geröið.
Allir Reykvíkingar vita viö
hvað er átt þegar „Geröiö" er
nefnt. Þar er um að ræöa einhvern
fegursta trjágarö á Islandi, sem
ráöist var í aö rækta fyrir rösk-
lega 20 árum, en er nú sérstæö
prýöi Hafnarfjaröar, sem aö-
komumenn sækjast mjög eftir aö
skoöa. Hentuga^ mun að skoöa
garðinn frá kl. 2—6 e. h. virka
daga, en á sunnudögum mun
hann einnig vera -opinn frá kl.
10—12 f. h. Bæjarstæði Hafnar-
fjaröar er einkennilegt mjög, enda
bærinn byggður að mestu í hellu-
eða apal-hrauni. Stærstu hraun-
bollarnir voru valdir fyrir garö-
stæðið, en þar var skortur á hæfi-
legum jarövegi og varð því i upp-
hafi aö aka þangað allmikilli mold
til uppfyllingar. Otalin eru hand-
tökin, sem komið hafa „Geröinu"
i slíkan blóma og ótalin fjár-
framlög einstaklinga, en alltaf er
unnið að frekari framkvæmdum.
Er ætlunin aö stækka Geröiö um
helming eöa allt aö því og bann-
að er að byggja eða endurnýja hús,
sem standa næst í kringum þaö.
Eru Hafnfirðingar stórhuga í'
þessu efni sem fleirum • og spáir
það góöu um, framtíö bæjarins.
íslexizk veizlnnarsaga
Þöi>f hugmynd.
Einar Ásmundsson hrl. kem-
ur frarn með þá athyglisverðu
hugmynd í síðasta hefti Frjálsr-
ar verzlunar, að Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur og
Verzlunarráð Islands taki hönd-
um saman um það, að láta skrá ,
íslenzka verzlunarsögu.
„Eg, hika ekki við að full-
yrða‘, segir Einar i greinargerð
sinni, „að engri stétt væri það
jafn þýðingarmikið, að eignast
sögu sína vel ritaða og einmitt
verzlunarstéttinni. Engin stétt
hefir hlotið jafn liarða og mis-
jafna dóma og verzlunarstéttin.
Saga hennar hefir verið misskil-
in og rangfærð meira en ferill
nokkurrar annarrar stéttar.
Engin stétt í landinu hefir orð-
ið fyrir jafn hörðum árásum
og hatrömmum. Tilveruréttur
þessarar stéttar hefir verið vé-
fengdur af miklum fjölda
manna.“-------—
Á öðrum stað segir hann: „Ef
litið er aftur i tímann og at-
hugað það ástand, sem verzlun
landsmanna var í fyrir svo sem
einni öld, eða jafnvel aðeins
þremur aldarfjórðungum, þá
skilst hve framfarirnar hafa
verið miklar. Saga þess, livernig
verzlunin fluttist inn í landið
og komst algerlega í innlendra
manna hendnr, hlýtur að vera
mjög heillandi viðfangsefni fyr-
ir sagnfræðing. Þessi saga er
hetjusaga, hún er einn dýrmæt-
asti þátturinn í sögu allrar þjóð-
arinnar. Afrelc íslendinga i þess-
um málum urðu undirstaða svo
margs og margs, sem síðar hefir
verið framkvæmt. Sjálfstæðis-
viðurkenning sú, sem við öðl-
uðumst 1918, hefði verið tor-
fengin, ef verzlun landsmanna
hefði verið í erlendra höndum.
t
Menningarlegar framfarir í
landinn hafa að vcrulegu leyti
byggzt á þessum sigri yfir hin-
um erlendu keppinautum.“
Verzlunarráðið mun á sínum
tíma hafa skipað nefnd til að
undirbúa skráningu og útgáfu
íslenzkrar verzlnnarsögu, en frá
þeirri nefnd hefir lítið eða eklc-
ert frétzt.