Vísir - 28.07.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 28.07.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Biaðamenn Slmii Augiýsingar 1660 Gjaldkeri 5 iinur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, föstudaginn 28. júlí 1944. 168. tbl. Fiskimenn varaðir við að róa næstu tvær vikur. Eisenhower hefir enn varað fiskimenn við að róa til fiskjar næsta hálfan mánuð. Fyrir hálfum mánuði voru allir fiskimenn, sem búa á svæð- inu frá Bayonne við Biskaja- flóa til vest-frísnesku eyjanna varaðir við að fara á veiðar um hálfs mánaðar skeið, þar sem það mundi tefja hernaðarað- gerðir bandamanna og þeir mundu stofna sjálfum sér í lifs- hættu. Þetta hefir verið banda- mönnum til mikillar hjálpar, að þvi er maður úr foringjaráði Eisenhowers sagði í gær, en þó verður að framlengja þetta veiðibann í hálfan mánuð enn til 10. ágúst. Grikkir ekki einhuga enn. Eitt af grísku leynifélögunum hefir neitað að fylgja útlaga- stjórninni og hlíta ákvörðunum hennar. Forsætisráðherra stjórnar- innar hefir haldið ræðu í Kairo um einingu grísku þjóðarinnar og skýrði frá því, að fögnuður mikill hefði verið heima i Grikk- landi, þegar fregnir bárust um samkomulagið, sem fékkst í Libanon. Sá flokkur, sem vildi nú elcki samvinnu, bæri þvi milda ábyrgð fyrir þjóðinni ogr mundi verða að svara til saka síðar. Sáttasemjari reynir að jafna Iðjudeiluna. Sáttasemjari — Jónatan Hall- varðsson sakadómari — vinnur nú að því að koma á sættum vegna uppsagnar samnings Iðju og F.Í.L Þegar blaðið átti tal við sátta- semjara í gær, skýrði hann svo frá, að viðræður færu fram þá um daginn við báða aðila, en enn hefði ekki komizt á neitt samkomulag. Verður tilraunum til sátta vitanlega haldið áfram. Verkfall mun hefjast næst- komandi þriðjudag, ef ekki hefir gengið saman áður. Nær það til meira en þúsund manns. Þrjár miklar loft- árásir í gœr. Flugsveitir bandamanna fóru í þrjár aðalárásir í gær frá stöðvum í Bretlandi og Ítalíu. Liberator-vélar frá Bretlandi réðust á ýmsar stöðvar í grennd við Ghent í Belgíu. Engar þýzk- ar orustuvélar létu sjá sig, svo að amerísku orustuvélarnar gátu snúið sér að því að gera lágflugsárásir. — Lancaster- og Stirlingvélar Breta fóru með or- ustuvélavernd suður yfir Erm- arsund og vörpuðu sprengjum á rakettusprengjustöðvar Þjóð- verja. Loks réðust um 500 stórar sprengjuvélar frá Ítalíu á stál- smiðju í Budapest. Reyndu Þjóðverjar að hindra árásina, en gátu ekki og misstu báðir nokkrar flugvélar í orustum. Þnngrnr róður Þjóðverja eftir slríð. Þýzkaland mun ekki geta tek- ið þátt í samkeppni á heims- markaðinum næstu 20 ár, segir brezkur hagfræðingur. Þegar stríðinu lýkur, segir maður þessi, verða margar af mestu iðnaðarborgum landsins í rústum, en hinsvegar munu bandamenn eiga fleiri verk- smiðjur en nokkuru sinni og þeim er langflestum hægt að breyta eftir því, hvaða fram- leiðslu er mest þörf. Horfurnar fyrir Þjóðverja verða því ekki ýkja glæsilegar, þótt þjóðin leggi sig alla fram um að ná sér á strik á nýjan leik og hætt við að þeir standi höllum fæti í allri samkeppni um ófyrirsjáanleg- an tíma. Fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu. Hinn 26. þ. m. á hádegi gekk Stefán Þorvarðsson, sendiherra íslands hjá Noregsstjórn, á fund Noregskonungs og afhenti hon- um umboðsbréf frá forseta ís- lands útgefið á Þingvöllum hinn 17. júní. Utanríkisráðuneytið, 28. júlí ’44 Hröð sókn Bandaríkjamanna heldur áfram á Cherboug-skaga. Brezk flugvél í sjúkraflutningi Brezki flugherinn lagði fyrir fáeinum dögum til flugvél til aðkallandi sjúkraflutnings utan af landi. Lítið barn þurfti nauðsynlega að komast fljótlega í sjúkrahús, en ekki var hægt að flytja það öðru visi en i flugvél, vegna þess að flutningur með öðru farar- tæki kom ekki til mála. Var þess 1 farið á leit við brezka flugher- inn, að hann veitti aðstoð sina í þessu efni og var það fúslega veitt. Var flugvél send eftir barninu undir eins og tiltæki- legt var og það flutt hingað til Reykjavíkur, þar sem það var lagt í sjúkrahús. Þjóðverjar hafa tilkynnt, að þeir hafi yfirgefið Brest-Lit- ovsk. Japanir segjast hrinda landgöngutilraun. Japanir tilkynna, að þeir hafi hrundið landgöngutilraun Bandaríkjamanna á Tinian. í fregnum Bandaríkjamanna er þetta ekki viðurkennt, heldur segja þeir, að þeim vegni vel á Tinian og sömuleiðis á Guam. Hafa Bandaríkjamenn alger yf- irráð í lofii yfir báðum þessum eyjum, en aulc þess eru þeir miklu betur búnir vopnum á landi. Hinar tvær sveitir Banda- ríkjamanna, sem gengu á land á Guam-eyju, hafa nú náð liönd- um sarnan. Riza Shah látinn. Rhiza Khan Pahlavi, fyrrum konungur í Iran, hefir látizt í Suður-Afríku, 66 ára að aldri. Pahlavi var óbreyttur her- maður í nýlenduher Breta í síð- asta stríð, en var gerður að liðsforingja. Árið 1925 tók hann þátt í að steypa Ahmed Shah í Persíu og tók sæti hans fáeinum máuðum síðar. Þegar bandamenn tóku landið, var hann settur af. Rússar 40-50 km. frá Varsjá Búizt við töku borgarinnar þá og þegar. CkriSdrekar og kósakkar Rokossovskis marskálks tóku í gær borg, sem er aS- eins 50 km. frá Varsjá og geysast nú áfram til borgar- innar. Er ekki annað sým- legt, en að hún falli þeim í hendur eftir fáa daga. Borg sú, sem Rússar tóku svo ’nærri Varsjá, heitir Garvolin og stendur við járnbrautina frá Deblin. Þjóðverjar höfðu hrófl- að þar upp einhverri neyðar- varnalínu, en her Rokossovskis, sem beitir mjög miklu af amcr- ískum og enskum vopnum í sókn sinni, ruddist nær við- stöðulaust í gegn og tók mikið herfang og margt íanga. Suður lijá Déblin streyma Rússar vestur yfir Vistúlu og stefna bæði til Radom, sem er allmikil borg á járnbrautinni frá Deblin, og einnig norðvestur á bóginn, meðfram fljótinu, til að breikka þar brúarsporð sinn. Syrtir að í Eystrasaltslöndum. Þjóðvei’jar hafa nú aðeins eina járnbraut opna suður eftir Eystrasaltslöndum, því að Rússar tóku í gær járnbrauta- miðstöðina Siauliai, sem er við Riga-Tilsit-bautina. Auk jxess tóku Rússar Dvinsk eftir erfiða bardaga, því að vötn eru við horgina á þrjá vegu. Fara nú að verða litlar horfur á því, að Þjóðverjar geti forðað öllu liði sínu, sem barizt liefir í Eystra- Árás á þýzka skipalest. Beaufightei’-vélar Bi’eta eru mjög notaðar til árása á skipa- lestir Þjóðverja við strendur Evrópu. Myndin hér að ofan er tek- in af árás á skip undan Hollandi. Rótast sjórinn upp, þar sem vélbyssuskotliríð flugvélanna lendir. saltslöndunum og horfir verst fyrir því, sem er í Eistlandi. * I Fimm dagskipanir. í gær voru alls gefnar út finnn dagskipanir um sigra Rússa, vegna töku Dvinsk, Siaulai, Bialistok, Lwow og Stanislavov. Bialistok var tekin með á- hlaupi, án þess að fyrst væri farið á snið við liana og hún umkringd, eins og Rússar hafa gert við flestar borgir, sem þeir hafa tekið upp á siðlcastið. Sókn Rússa syðst í Póllandi hófst fyrir tiu dögum og á fyrstu átta dögunum tókst þeim að umkringja Lwow. Sú borg var ein aðalbækistöð Þjóðverja á suðúrhlu ta vígstöðvanna. Stalinslavov var eitt virkja þeirra, sem álti að varna Rúss- um vegarins upp í Karpatafjöll. H. H. í. Tala seldra happ- drættismiða fer stöðugt hækkandi. Blaðið átti nýlega tal við Péf- ur Sigurðsson, háskólaritara og spurði hann, hvernig sala liappdrættismiða í Happdrætti Háskólans liefði gengið það, sem af er þessu ári. Kvað hann tölu seldra happdrættismiða vera um 3.500 hærri í 1. flokki í ár heldur en siðastliðið ár, eða 91.537 í ár, miðað við 87.987 i fyrra, og er hér miðað við fjórðungsmiða. Eftir því, sem á árið líður, fer svo talan nokk- uð hækkandi frá einum flokki til annars; í 2. flokki var t. d. tala seldra miða komin upp í 92.242. Á undanföi’num árum hefir tala happdrættismiða einnig farið ört hækkandi frá ári til árs. Árás á Þýzkaland. í morgun fóru 750 amerískar flugvélar í árás á Mið-Þýzka- land. f fyrstu tilkynningum her- stjórnar bandamanna var ekki sagt frá þvi, livert flugvélarnar liefðu vei'ið sendar. Þjóðverjar gátu þess í fregnum í morgun, að stórkostlegar loftorustur hefði vexáð liáðar við árásar- flugvélarnar. Borgardómaraem- bættið auglýst laust til umsóknar. Boi’gai’dómai’aembættið í Reykjavík hefir nú verið aug- lýst laust til umsóknar og fer skipun í embættið fram 1. sept. n. k. Umsóknir sladu komnar til Dómsmálaráðuneytisins fyr- ir 20. ág. n. k. Eins og kunnugt er var lög- mannsembættinu skipt með lög- um um síðastliðin áramót í borgardómai’aembætli og borg- arfógetaembætti. Hafa þeir Árni Tryggvason og Kristján Krist- jánsson, báðir fulltrúar lög- nxanns áður, gegnt þessurn em- Ixættunx, sem settir, frá síðast- liðnum áramótum, Árni em- bætti borgardómara, en Kristján embætti boi-gai’fógeta. 10 japönskum skipum sökkt. Amerískar flugvélar af flug- slöðvarskipum hafa unnið mik- ið tjón í Vestur-Karolina-eyjum. Var einkum ráðizt á skip Jap- aixa og var níu flutnigaskipum sökkt, en aulc þess misstu Jap- anir tundui’sipilli í þessum árás- um. Japanir liöfðu flugvélar til verndar þessum skipum, en sjö þeirra voru skotxxar ixiður í bar- dögum. Golfmótið: Gísli og Jóhannes Allur norðurhluti Tinian- eyjar í Mariana-klasanunx er nú á valdi Bandaríkjamanna. enn Eins og getið var um liér í blaðinu nýlega voru þeir Gísli Ólafsson og Jóliannes Helgason einu eftir'ósigraðir í meistai’a- flokki eftir 3. umferð. f gær kepptu þeir Gísli og Jó- hannes svo fyrri helming úr- slitaleiksins og fóru leikar þannig, að þeir skildu jafnir. í dag fer fram síðari helmingur úrslitaleiksins milli Gísla og Jó- hannesar og verður Golfmótinu því lokið í kvöld. í fyrsta flokki urðu úrslit þau, að Lárus Ársælsson (Vestm.) vann .Töi’gen Iíirlcegaard (Ak.) en þeir voru þeir einu, sem eftir voru ósigraðir í þeim flokki og kepplu þvi lil úrslila. Mikið þýzkt lið í hættu. Hjá Caen er barizt án þess að á milli megi sjá. |Jersveitir úr 1. her Banda- ríkjamanna hafa verið fljótar að hagnýta sér sigur þann, sem þser unnu í fyrra- dag, er þær rufu varnir Þjóð- verja fyrir suðvestan St. Lo. Jafnskjótt og sýnt þótti, að Þjóðverjar mundu ekki megna að stöðva álxlaup Bandaríkja- nianna, var vai’alið sett á her- flutningabíla og þeir sendir fram unx skarðið, sem rofið hafði vei’ið í varnir þýzka bðs- ins, eins skjótt og kostur var á. Heldur sókn Bandaríkja- manna áfram með óbreyttum hraða á öllu sóknarsvæðinu og hefir aðstaða Þjóðverja versnað stórum. Það sem áunnizt hefir á þeim þrem dögum, senx sókn Banda- í’íkjamanna hefir varað, er þetta: Bæinxir Pei'iers og Less- ay — og vegurinn til þeirra frá St. Lo — eru á valdi Banda- ríkjamahna. Framsveitir amer- ísku lxersveitanna eru 5—8 lcm. frá Coutance, mestu boi’garinn- ar í grennd við St. Lo. ( Hætta Þjóðverja. Fyi’ir xxorðan Coutance er tals- vert þýzkt lið í yfirvofaixdi hættu. Er það liðið, sem lét und- an síga frá Periers og Lessay. Bandarikjamenn lialda áfram sókn sinni til Coutance og það- an er stutt leið til sjávar og kom- ist þeir þangað, þá eru Þjóðverj- ar króaðir inni. Ef að líkum læt- ur, verður liði þessu bannað að forða sér og fær skipun um að bei’jast til þrautar. Við Caen. Þar liefir ekki orðið nein bi’eyting, síðan Bi’etar og, Kan- adamenn urðu að láta undan síga í fyrradag. Þeim hefir tek- izt að styrkja þær stöðvar, sem þeir eiga eftir og nú er háð þarna harðvítug orusta, án þess að á milli megi sjá, hvor hafi betur um ]xað er lýkur. f brezk- uixi blöðum er um það talað, að þarna sé hafin orusta, þar sem allt sé lcomið undir þoli aðila, en ekki liversu viðbragðsfljótir og snöggir þeir sé. Þeir sem hafa meiru úr að spila og þreytast síðar, munu bera hærra hlut. Vlándamenn ÍO km. frá Florens Ný-Sjálendingar, sem sækja til Florens, tóku þrjár borgir í gær. Þeir xxáðu á vald sitt nokkur- um liæðuixi, svo að ]>eir eru að- eins 10 knx. frá borginni og skil- ur aðeins eitt lítið fjall xxxilli þeiri'a. Pólskar liersveitir, sem berj- ast íxxeð áttunda hernum á strönd Adríaliafsins, éru komn- ar að Mese-ánni á löngu svæði og njósnasveitir eru þegar kómnar yfir liana á nokkurum stöðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.