Vísir - 28.07.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 28.07.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfastræti). Símar: 166 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Gjaldeyrisráðstefnan. Qjaldeyrisráðstefnan í Bretton Woods er einn þáttur í undirbúningsstarfi þjóðanna til að di\aga úr mestu erfiðleikun- um að styrjöldinni lokinni. Ráðstefnunni er nú lokið, en 45 þjóðir tóku þátt í henni og full- trúar voru 700. Verkefni ráð- stefnunnar voru tvennskonar. Annarsvegar voru athuguð skil- yrði til að stofna alþjóða gjald- eyrissjóð, sem hefði það hlut- verk með höndum að efla og tryggja milliríkjaviðskipti og alheimsverzlun, en hinsvegar stofnun alþjóða banka er hafa skal með liöndum það hlutverk að styrkja þjóðirnar til upp- byggingarstarfsemi, sem þeim sjálfum er um megn án þess að undir bagga verði lilaupið. Ýmsar nefndir liafa starfað að þessum tveimur meginverkefn- um og öðrum sem standa í sambandi við þau. Verkefni ráðstefnunnar er í rauninni að efla alþjóðaviðskipti eftir stríð- ið og ráða fram úr vandamál- um, sem i þvi sambandi kunna að rísa og kröfum þjóða í milli. Sérstakar ráðstafanir verður að gera vegna framleiðslu land- anna og lcoma sér saman um íhlutun og atkvæðisrétt hverrar þjóðar varðandi stjórn alþjóða- bankáns og rekstur. Verkefni ráðstefnunnar hafa verið hin vandasömutsu og nokkurs ágreinings virðist hafa gætt þjóða í milli varðandi fyrirkomulagsatriði, og einkum virðast Rússar hafa haldið fast við kröfur sínar um sama „quota“ og Bretland og munu þeir hafa fengið þeim kröfum sínum framgengt áður en ráð- stefnumii var slitið. Hefði sam- komulag ekki náðst var ætlun- in að ný ráðstefna skyldi hald- in bráðlega aftur, en sennilega verður þess ekki þörf úr því að fullt samkomulag náðist. Hins- vegar verður ráðstefnan eða stofnanir liennar að ráða fram úr þeim vanda, sem leiðir af skuldaskiptum rikja, — eink- um þeirra, sem háð hafa ófrið um langt skeið með öllum þeim gífurlega kostnaði, sem slíkum ófriðarrelcstri er samfara. Lord Keynes, bankastjóri Englandsbanka og formaður nefndarinnar, sem fjallaði um alþjóðabankann, skýrði svo frá að utanríkiskuldir Bretlands næmu 3.000.000.000 pundum, en þá væri ekki reiknað með skuldbindingum samkvæmt láns og leigu kerfinu. Þessi upphæð jafngildir allri árs- framleiðslu Breta, sem þyrfti þá til þess að greiða að fullu skuldir rikisins, þær er að ofan greinir. Þá yrði þjóðin að lifa á loftinu í tólf mánuði, og aðrar þjóðir að taka við vörum sem greiðslu, sem þær hefðu enga þörf fyrir. Rís hér sama vanda- málið og í lok síðustu heims- styrjaldar. Skuldirnar er ekki unnt að greiða í gulli, og því yrði að greiða þær í vörum. Of- framleiðsla á vörum myndi hinsvegar leiða til markaðs- hruns og heimskreppu á svip- aðan hátt og gerðist um og eftir 1930, en bitnaði þá með heljar- þunga á flestum eða öllum þjóðum og atvinnugreinum. Lengsta og fjölmennasta hópferð á sjó, semfarin hefir verið hér viðland. Þrjú hundruð manns fara vestur með Esju. ^Jm 300 manns munu taka þátt í útbreiðsluför þeirri, sem Þingstúka Reykjavíkur gengst fyrir að farin verði til Vestfjarða um aðra helgi — verzfunarmannahelgina. För þessi er lengsta og fjöl- mennasta ferðalag, sem farið hefir verið á sjó liér við land og hefir þriggja manna nefnd Þingstúkunnar — þeir Þor- steinn J. Sigurðsson, Helgi Helgason og Einar Björnsson — unnið að undirbúningi far- arinnar upp á síðkastið. Þeim hefir tekizt að fá til fararinnar bezta skip, sem völ er á liér á Iandi — vélskipið Esjuna. Hefir framkvæmdar- stjóri Skipaútgerðar ríkisins, Pálmi Loftssón, sýnt Þingstúlc- unni mikla lipurð og vinsemd í samningum um leigu á skip- inu og mun það stuðla mjög að því að ferðin nái tilgangi sín- um, að liægt var að fá Esjuna. Farið verður liéðan frá Reykjavík laugardaginn 5. ágúst. Verður ekki haldið rak- leiðis til ísafjarðar, heldur mun verða farið inn í Djúúp t)g lagt að bryggju á ísafirði á sunnu- dagsmorgun. Þar munu templ- arar á ísafirði og af öðrum fjörðum vestra taka á móti Reykvíkingum og hafa þeir undirbúið mjög hátíðlegar mót- tökur. Samkomur 'templaranna munu hefjast á þvi, að gengið verður til kirkju og hlýtt guðs- þjónustu. Um miðjan dag hefst svo útisamkoma. Þar niun söngflokkur syngja og lúðra- sveit leilca fólki til skemmtun- ar, en auk þess munu margir ræðumenn — bæði vestfirzkir og reykvískir---taka til máls. Um kvöldið verður haldinn dansleikur. Haldið verður frá ísafirði á mánudagsmorgun og siglt til Þingeyrar. Þar mun verða hald- in samkoma. Vísir hefir átt tal við Þor- stein J. Sigurðsson kaupmann, sem er Þingtemplar. — Kvað Lánveitendur eru að reyna engu síður en skuldarar að tryggja sjálfa sig gegn slíku hruni, og með það fyrir augum er stofn- að til ráðstefnunnar, en stofn- anir hennar eiga að liafa eftir- lit með alþjóðaviðskiptum og alþjóðamynt, með það fyrir augum að koma í veg fyrir óeðlilegar sveiflur og hrun. Við íslendingar höfum tekið þátt i þessari ráðstefnu, og þótt hlutur okkar kunni að reynast smár i samtökunum, hefir ráð- stefnan mjög mikla þýðingu fyrir fjárhagslíf okkar, og ut- anrilíisverzlun, engu síður en fyrir allar aðrar þjóðir, með því að við erum háðir somu örlög- um og þær. Velgengni annarra þjóða er velgengni okkar, og vegni þeim illa verður sama raunin að því er smáþjóðunum við kemur. Líf þjóðanna er í rauninni sama og líf einstakl- inganna, aðeins stækkuð mynd í láni og óláni. Ýmsir hafa talið þýðingarlítið fju'ir okkur ís- lendinga að taka þátt í þessari ráðstefnu, en slík viðhorf stafa af ókunnugleika. Ef við liöfum nokkuru sinni liaft ástæðu til að sækja ráðstefnur og taka þátt í störfum þeirra, bar okkur að gera það á ráðstefnunni í Bretton Woods og árangur hennar skiptir okkur svo miklu máli, að segja má að hann móti framtíð lands og þjóðar um ókomin ár. hann templara gera sér miklar vonir um góðan árangur þess- arar íjarar og útbreiðsluáhrif af lienni. Áliugi reykvisk'ra templ- ara sést bezt af því, að farmið- ar í káetum seldust upp svo að segja á svipstundu og sömu- leiðis megnið af þeim farmið- um, sem ætlaðir eru þeim, er geta haft með sér svefnpoka og sofið í þeim. Meðan sjóferðirnar standa yfir munu margvíslegar skemmtanir verða um borð í Esju. Meðal skemmtikrafta þeirra, sem verða með i förinni má nefna þá Pétur Á. Jónsson óperusöngvara og Brynjólf Jó- annnesson leikara, en auk þess verður lúðrasveit með, sem skemmtir með leik sínum við og við — bæði á sjó og landi. tgigurðup Sveinsson: Sjúkdómar í skrúðgörðum ^Jndanfarin sumur hafa fjölmargir jurtasjúkdómar gert vart við sig í görðum bæjarins. Fólk þarf því að vera vel á verði gegn þeirri hættu, sem görðunum stafar af þess- um ófögnuði. ■ ** ***** i— Nokkuð hefir verið ritað urn i anna jurtasjúkdóm og er það sérstak- lega Ingólfur Davíðsson grasa- fræðingur, sem skrifað hefir margar ágætar greinar um þetta efni. En þar sem seint verður um of brýnt fyrir fólki að hirða vel garðana og láta ekki sjúk- dómana hafa yfirhöndina ætla eg að geta hér þeirra kvilla er verstir eru í skrúðgörðunum nú í sumar. Reyniátan. Einhver skæðasti sjúkdóm- urinn í trjágróðri hér í Reykja- vik er reyniátan. Sveppur þessi er svo útbreiddur hér í bæ, að full þörf er að gera all-itarlega herferð gegn lionum nú þegar. Hann lýsir sér venjulega á þann liátt, að við sár sem kemur á börkinn, kemur rauður hringur og dregst viðurinn saman á þessum bletti og fellur inn. Ef ekkert er gert við þessu, breið- ist skemmdin fljótlega út um- hverfis greinina svo að hún visnar og deyr, í sliku tilfelli er bezta ráðið að skera greinina af og brenna lienni, eða sjá svo um á annan hátt, að hún ekki smiti frá sér. Ef sjúkdómurinn er á byrj- unarstigi er hægt að útrýma lionum með því að skera mein- semdina burtu með beittum hníf. Er áríðandi að barkar- rendurnar í kringum sárið séu skornar inn í ósýkt tré. Gott er að bera ofurlítið af olíumáln- ingu eða koltjöru í sárið (en þó ekki út á börkinn). Fólk ætti þó ekki að bera mikið af kol- tjöru eða málningu í þessi sár, þegar tren eru í örum vexti. Ryðsveppur er algengur á birki, sérstaklega ungum plönt- um. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig, að á neðra borði blað- myndast gulir blettir, stundum ná þessir blettir alveg saman svo allt blaðið verður heiðgult. Algengasta varnar- meðalið er Bordeauxvökvi. Er úðað með lyfinu strax og sveppsins verður vart. Blaðlús og birkiormum er auðvelt að útrýma með Nikó- tínblöndu. Nikótínið fæst hjá Áburðareinkasölu ríkisins og í apótekunum og er notað 2 gr. af nikótíni og örlitið af græn- sápu í 1 líter af vatni, gegn birkiormum, en mun minni skammtur af nikótíni eða 1J4 gr. i 1 liter af vatni er nóg til að drepa blaðlúsina. Grænsáp- an gerir það að verkum að vökvinn loðir betur við blöðin. Varhugavert cr að úða i sterku sólskini, þvi hætta er á því, að blöðin geti þá sviðnað við úð- unina. Hjónaband. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Jóni Thorarensen ungfrú Inga Ingólfs- dóttir Ránargötu 44 og Jón Ólafs- son stýrimaÖur, Grænumýri, Sél- tjarnarnesi. ÓDÝRAR BÆKUR Eftirtaldar bækur Menningar og fræðslusambands Alþýðu verða seldar næstu daga með gamla lága verðinu meðan upp- lög endast: GUNNAR GUNNARSSON: Svartfugl kr. 8,00. STEFAN ZWEIG: Undir Örlagastjörnum, Magnús Ásgeirsson íslenzkaði. Verð kr. 4,50. ROMAIN ROLLAND: Æfisaga Beethovens, Símon Jóh. Á- gústsson íslenzkaði. Verð kr. 5,50. GUNNAR GUNNARSSON: Heiðaharmur, innb. 16,00. DOUGLAS REED: Hrunadans heimsveldanna. Verð kr. 12,75. HERMANN RAUSCHNING: Hitler talar. Verð kr. 13,00 heft, kr. 16,00 innb. CARL HAMBRO: Árásin á Noreg, heft kr. 6,00, innb. 10,00. ÖRN ARNARSON: Illgresi, innb. kr. 30,00, skinnb. kr. 55,00. Aðeins örfá eintök óseld af sumum bókunum. Bókabúð Braga Brynjólíssonar Hafnarstræti 22. — Sími 3223. „Látið blömin tala“ BU»i Ave\tir Sími 2717. Allir út á völl! Reykjavíkurmótið í fullum gangi í kvöld kl. 8,30. Fram — K.R. Bezta skemmtunin er spennandi leikur. FRAM AFRAM! AFRAM K.R.! Skipsferð vestur og norður 5.—8. ágúst næstkomandi. Viðkomustað- ir: Patreksfjörður, Isafjörð- ur, Sigluf jörður og Akureyri. Um flutning óskast tilkynnt á skrifstofu vorri. Scrutator: @ V. Qjcududih aÉmjwnwfyS BCfi j.ymaaj Síldarverðið. 1 skýrslu þeirri, se fylgir reikn- ingum Landsbanka íslands fyrir árið 1943 er frá því skýrt, að þrátt fyrir að gefa hafi þurft afslátt af nokkrum hluta af saltsild, sem seld hafi verið til Ameríku hafi eig- endur síldarinnar fengið útborgað að fullu það verð, sem Síldarút- vegsnefnd hafði tilkynnt þeim um vorið, að væri áætlað til þeirra fyr- ir útflutta síld. Eftir þeim upplýsingum sem blað- ið hefir fengið hjá síldarútflytj- endum hafa þeir ekki enn fengið alla þessa upphæð greidda, en þar sem gera verður ráð fyrir að skýrsla Landsbankans byggist á ör- uggum heimildum, treysta síldarút- flytjendur því, að þeir fái þetta verð greitt við endanlegt uppgjör, enda álíta þeir, að aðstaða þeirra sé svo sterk, að þeir myndu vinna mál út af cismuninum fyrir dóm- stólum, en til þess þarf vœntanlega ekki að koma. Sök bítur sekan. Þeim Þ j óðvilj amönnum hefir orðið heldur illa við þær Upplýsing- ar mínar á þriðjud., að þeir fölsuðu myndir þær, sem þeir birta. Hafa þeir fengið flog af versta tagi við Iestur klausunnar og rokið til að semja svar — ef svar skyldi kalla — áður en bráði af þeim. Og ekki mátti minna en að eyða hálfum öðr- um dálki í að afsanna uppljóstanir Vísis. Það á að vera ein sönnunin fyr- ir því, að allt sé í lagi með Þjóð- viljasamvizkuna, að blaðið hafi ekki komið út fyrr en 1936, en myndin hafi verið tekin 1934. En þetta er bara engin sönnun, því að Þjöðviljinn gat vel birt mynd ár- ið 1936, þótt hún væri tekin 1934. Verra hefði verið ef Þjóðviljinn hefði hætt að koma út áður en byltingin var gerð í Austurríki. Þá eru frekar líkur fyrir því, að hann hefði ekki getað birt myndir frá henni. Þá á það að vera sönnun hjá Þjóðviljanum, að hann hafi látið steypa myndina eftir „matricu" úr bandarísku blaði. Hingað til hefir Þjóðviljanum þðtt fátt nýtilegt koma vestan um haf og bætir þetta vart málstaðinn. Nafns blaðsins er heldur ekki gétið, en að líkindum er það einhver þjóðvilji þeirra Bahdarikjamanna og þá álíka ó- prúttinn í umgengni sinni við sann- leikann og Þjóðviljinn í Reykjavik. Og ekki munu margir telja áróð- urstæki eins og „Sovfoto“ fullgilda sönnun fyrir sakleysi Þjóðviljans. Harðjaxlar. En Þjóðviljamenn hefir að lík- indum grunað, að einhver gæti séð við blekkingum þeirra í mynda- notkuninni, því að þéir slógu þvi ekki alveg föstu, að þorpið sé í Litúvu. Það var klókindabragð hjá þeim — en nægir þó ekki. Myndin fylgdi grein um Litúvu og með und- irskriftinni var beinlínis gefið í skyn, að myndin sýndi íbúa þorps þar í landi. Svo klykkir Þjóðviljinn út með því, að Vísismenn sé grænjaxlar, af því að þeir kunni ekki að falsa myndir. Já, hvílíkir aular! Það er þá dálítið annað með einvalaliðið við Þjóðviljann. Þeirra blað er yngst dagblaðanna i Reykjavík og samt kunna þeir strax öll svik og pretti. Já, það er mikill munur að vera kominn á Harðjaxlstigið! „Esja" í hraðferð vestur og norður til Akureyrar fyrri hluta næstu viku. Tekið á móti flutningi til Akureyrar og Siglufjarðar fram til hádegis á morgun (laugardag) og til Isaf jarðar og Patreksf jarðar fram til hádegis á mánudag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á mánudaginn. Hliðartöskur. • Nýjar fallegar gerðir tókum við upp í dag. H. T0FT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. CIL0REAL Franskur ekta augnabrúna- litur. E R L A, Laugavegi 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.