Vísir - 28.07.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 28.07.1944, Blaðsíða 3
VISIR Til leigu 2 herbergi eldhús og bað, allt í ágætu standi. — Hve mikil fyrir- framgreiðsla ? — Tilboð, merkt: „S.R.“, leggist inn á afgreiðslu Vísis. Verzlunarstaii. Stúlka, ekki yngri en um tvítugt, óskast i sérverzlun. Æskilegt að hún hafi góða menntun. Tilboð, merkt: „Sérver^l- un“, sendist blaSinu fyrir 1. ágúst. Afgreiðslustúlka óskasl Verzlun lóns Þórðarsonar. Stofuskápur (póleruð lmota), mjög vand- aður, til sölu Freyjugötu 39. Til sj'nis eftir ld. 6 i dag. Iðnaðarpláss, allt að 100 fermetrar, óskast. Tilboð merkt „100“, send- ist Vísi. Bifreiðahlutir í Ford og Chevrolet til sölu. Einnig snjókeðjur og keðju- hlutar. Tilboð sendist í póst- hólf 413. Húsmæður! Sultutíminn er kominn! Tryggið yður góðan árang- ur af fyrirhöfn yðar. Varð- veitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það gerið þér bezt með því að nota BETAMON, óbrigðult' rotvarnarefni. BENSONAT, bensoesúrt natrón. * PECTINAL, Sultuhleypir. VlNEDIK, gerjað úr ávöxtum. VANILLETÖFLUR. VINSYRU. FLÖSKULAKK í plötum. Hllllfá fHEMIHX Fæst í öllum matvöruverzlunum. Fyrsta óratóríó (söngdrápa), sem gefín er út á íslandi. Friðnr á jörðu eftir Björgvin Guðmundsson. Söngtextinn er tekinn úr samnefndum ljóðaflokki eftir Guðmund Guðmunds- son skólaskáld. Þetta er óður fíl friðanns, samstilltur i orðum og tónum. Mikið og glæsilegt tónverk og merkastí við* burður í tónbókmenntum þjóðarinnar að svo komnu. ÖD söngelsk heimili landsins þurfa að eignast þessa sérstæðu bók. Friður á jörðu fæst i öllum bókaverzlunum. TIIR YNNIN G. Þar sem Skipstjöra- og stýrimannafélag Reykjavíkur hefir sameinazt Skipstjöra- og stýrimannafélaginu Aldan, að undangengnum allsherjar átkvæðagreiðslum innan beggja félaganna, 'tilkynnist hér með, að allir áður aug- lýstir kauptaxtar, svo og kaupsamningar Skipstjóra- og stýrimannafélags Reykjavíkur, skulu fyrSt um sinn gilda fyrir allameðlimi Skipstjöra-og stýrimannafélagsins Aldan. STJÖRNIN. Reykjavíkurmofíð: Valur vann Víking 2:1 Fyrstí leikur Reykjavíkur- mótsins fór fram í gærkvöld og kepptu þá Valur og Vokingur. Veður var sæmilegt, þurrt, með nokkun-i golu af suðvestri. í fyrri hálfleík lék Yíkingur und- an golunni og hafði að því leyti hetri aðstöðu, enda gerði liann mörg og hættuleg úpplilaup og munaði oft lítlu, að knöltuirinn flygi í mark Valsmanna. Fyrsta markið í leíknum gerði þó Val- ur, var það Ellert, sem það skor- aði. Þegar langt var liðið á fyrri Iiálfleik gerði Hörður Ólafsson í Víking, mark hjá Val og lauk fyrri hálfleik því með jafnteflí. í síðari hálfleik hafði Valur goluna með sér, enda virtist hann vera í sóknarstöðu mest af þessum hálfleík, en tókst jw ekki að skora nema eitt marlc lijá Viking. Var það Sveinn Helgason, sem það gerði. Hins- vegar tókst Víking ekki að gera neitt marlc hjá Val í þessum hálfleik og lauk því leiknum með sigri Vals 2:1. Dómari var Þráinn Sigurðs- son. f kvöld fer fram annar leikur Reykjavikurmótsins og hefst hann kl. 8.30. Keppa þá Fram og K.R. — Indwcrjar reyna að *emja/öí s Mohameðstruarmenn og Hindúar á Indlandi eru nú að reyna að koma sér saman um framtíðarstjórnskipulág lands- ins. Eins og menn rekur minni til, hafa Bretar boðið Indverjum sjálfstjórn, er hinir tveir stærstu flokkar þar í landi, sem nefndir eru hér að ofan, hefði samið með sér, hvernig haga skyldi sljómskipaninni. Hafa þeir nú setið að samningum undan- farnar vikur og Ioks komið fram með uþpkast að sam- vinnugrundvelli. Hefir því verið misjafnlega telcið í blöðum Ind- verja og í Bretlandi þykir því einnig ábótavant í ýmsu, en þó góð byrjun. Gandlii er nú sagður mun samvinnufúsari en árið 1942. Útvarpið í kvöld. 'Kl. 19.25 Hljómplötur: Harmon- íkulög. 20.30 íþróttaþáttur. 21.50 Hljómplötur: Kvartett í G-dúr, op. 54, nr. 4, eftir Haydn. 21.00 Upp- lestur: „Sorrell og sonur hans“, bók- arkafli eftir Deeping (Ævar R. Kvaran leikari). 21.25 Hljómplöt- ur: Sönglög eftir Brahms. 21.50 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur) : a) Symfóníamr. 3 eftir Sibelíus. b) „Dóttir Puhjola“ eftir sama. c) Svíta eftrr sama. 55 ára er í dag Skæringur Markússon, Þjórsárgötu 5, Skerjafirði. Happdrætti Hringsms. Dregið verður í happdrætti Hringsins þriðjud. 1. ágúst. Vinn- i-ngar eru: Sumarhús ca. 2000 kr. virði, Singer-saumavél og arm- bandsúr karlmanns, vatnsþétt. Enn gefst tækifæri til þess að eignast þessa muni, —• ef heppnin er með, því að happdrættismiðar, verða seld- ir næstu daga á götum úti. Styrkið barnaspítalasjóð Hringsins ogkaup- ið miða. Hver miði lcostar aðeins kr. 2.50, 10 miðar 25 krónur. Næpur * Gulrætur Blómkál Klapparstíg 30. - Sími: 1884. Hafnarfjörður. Tvö herbergi, eða 2—3 her- bergja íbúð, óslcast strax eða 1. október næstkomandi. — Há leiga í hoði. Fyrirfram- greiðsla. Upplýsingar í síma 9101. Ný bók fyrir ungar stúlkur: ' BEVERLEY GRAY I. NýM. Þessi heillandi og skemmtilega saga segir frá skólalífi ungra stúlkna 1 við heimavistarskóla í Bandaríkjunum. Sögulietjan, Beverley Gray, liin tápmikla dugnaðarstúlka, er 19 ára, er sagan hefst. Kemst hún ásamt stallsystrum sínum í mörg undursamleg æfintýri. Eftir að hafa lesið fyrstu síður bókarinnar, verður lesandinn svo snortinn af hugprýði og yndis- þokka söguhetjunnar, að honum mun reynast erfitt að yfirgefa hana fyrr en bókin er á enda. Höfundurinn, Clair Blake, hefir hlotið frægð og vinsæld- ir í Ameríku, og á hann það ekki sízt að þakka sögunum um Beverly Gray. Þessa bók ættu allar ungar stúlkur að eignast. Skrifstofustúlka. Stúlka, sem kann ensku og vélritun, óskast á stóra sknfstofu hér í bænum sem fyrst. Kunnátta í enskri hraS- ritun æskileg. Tilboð, merkt „HRAÐRITUN“, sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir 31. þ. m. BEZT AÐ AUGLtSA I VÍSI CöœœaOTœajœajoÖœoo Tek að mér allskonar trésmíðavinnu, viðgerðir og breytingar á húsum. Tilboð sendist afgreiðslu Vísis eða í pósthólf 843, merkt: „Duglegur trésmiður“. Allir vit a að GERBERS BARNAMIðL hefir reynzt bezta og bætiefnaríkasta fæða, sem hingað hefir flutzt. — Fæst í Sendi út um land gegn póstkröfu. Ný sundlaug i Keflavík. Fyrir nokkrum dögum var fréttamönnum útvarps og blaðat i Keflavík boðið að skaða nýja sundlaug, sem mjlokið er við a<S bgggja þar. Er laug þessi á sama stað og, liin gamla var. Er þetta hið mesta mannvirki og til mikilla þæginda fyrir Keflavíkurbúa. Fyrir neðan laugina eru tvö búningsherbergi, en 27 fata- skápar í hvoru þeirra. I sam- bandi við hvort búningsher- bergi eru rúmgóð böð, og út frá þeim salerni. Úr böðunum eru svo uppgangar til beggja laugarendanna. Forsalur er fyrir framan laugina, og er innangengt úr honum upp að lauginni og nið- ur í búningsklefana. Meðfranoi lauginni eru áhorfendasvæði^ sem rúma um 200—300' manns.. jVið laugina hefir verið komiði fyrir áhaldageymslu, skrif-. stofu og kennaraherbergi. Einnig er ákveðið að koma þarna fyrir sólbaðsskýli í fram-- tíðinni. Kostnaður við að koma Iaug- inni upp, liefir þegar numið' 140 þús. kr. Visir mun skýra nánar frá sundlaugarmálum Iveflvíkinga á næstunni. Hér birtist mynd af yngstan íbúanum í Keflavík, semt synd-- ur er. Þessi unga og laglegai sundmær heitir Sigríður Sæ- mundsdóttir og er aðeins 6 árav að aldri. Elzti sundmaðurínn í KefTa- vík, Þorsteinn Þorvarðsson, ep 72 ára að aldri, og segja þeir;. sem til þekkja, að hann sé eng- inn eftirbátur yngri manna i sundíþróttinni. Hann er hér á myndinni að ofan til hægri (í sundfötum), en með honum er Arinbjörn Þorvarðsson, sundkennari. Stutt og laggott. Brezkir kafbátar við Asíu- strendur liafa nýlega sökkt 21 japönskum skipum, en laskað nokkur í viðbót og skotið á oliu- stöðvar á Sumatra. Bretar liafa enn sótt á með- fram veginum frá Impal tiJ Tiddim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.