Vísir


Vísir - 01.08.1944, Qupperneq 3

Vísir - 01.08.1944, Qupperneq 3
VISIR Berchtesgaden verðnr þrauta* virki Hitlers Grein sú, sem hér fer á eftir, er rituð af Walter Farr, Stokkhólmsfrétta- ritara Lundúnablaðsins Daily Mail. Hitler og nánustu samstarfs- menn hans í stjórnmálum og hernaðarmálefnum eru að und- irbúa áætlanir um það, hvern- ig halda megi uppi vörnum um ótakmarkaðan tíma, þegar svo verður komið, að herir Þýzka- lands verða á barmi glötunar- innar. Kunnugir menn i Stokkhólmi telja, að þessar séu uppistöður áætlana nazista: 1) Hersveitir, sem reynzt hafa öðrum fremur hraustar og hugprúðar, verða valdar til þess að mynda einskonar „mót- spyrnu-kjarna“ í Þýzkalandi sjálfu, einkum í hinum hálendu héruðum landsins, og einnig i hernumdu löndunum. I þessum hersveitum verða ofstækis- fyllstu aðdáendur Hitlers, og verða þær látnar heyja barátt- una á skæruflokkavísu, en þó með þýzku sniði. 2) Hálendið umhverfis Salz- hurg, þar sem Berchtesgaden er, verijur aðalmiðstöð þessarar þautavarnar, en aðrar mið- stöðvar verða hingað og þang- að um Alpafjöllin. Hitler og aðrir helztu forsprakkar naz- ista, auk Mussolinis og ýmissa erlendra kvislinga, ætla að forða sér til þessa liluta Ev- rópú, þegar allt hrynur og þeim verður ekki vært annars staðar. Nægar birgðir. Þeir gera sér vonir um að geta varizt árum saman, ef þeir beita sömu aðferðum og skæru- flokkar VíSs vegar um Evrópu hafa beitt gegn þeim sjálfum. 3) Sagt er að stórkostlegar birgðir af vopnum, skotfærum og alls konar nauðsynjum hafi verið fluttar til þessara héraða og einnig sé verið að undirbúa smíði útvarpsstöðva þar. 4) Þarna í fjöllunum á líka að verða miðstöð leynistarfsemi Hitlerssinna um alla Evrópu. Er þegar hafinn undirbúningur fyrir slíka leynistarfsemi og hann meðal annars fólginn í því, að æfðir og tryggir fylgis- menn Hitlers eru skildir eftir í þeim héruðum, sem Þjóðverjar neyðast til að hörfa úr í Ev- rópu. Menn eru fengnir til að ganga í þessi leynifélög með því að telja þeim trú um að banda- menn viti ekkert, hvernig þeir eigi að fara að þvi að endur- reisa álfuna og að þeir muni annað hvort láta Rússa um að stjórna Iienni eða láta þjóðirn- ar vcrða hungurmorða. „Frelsi Evrópu.“ Baráttan verður háð undir orðtakinu „Takið þátt í hinni þrollausu haráttu fyrir frelsi Evrópu." 5) Hitler hefir skipað svo fyrir, að hver sá foringi, sem gefist upp fyrir bandamönnum af frjálsum vilja, búi sig undir uppgjöf eða nefni hana á nafn, skuli slcotinn tafaralaust. Það er meira að segja látið berast út um þýzka herinn, að for- ingjar, sem gefist upp, muni verða drepnir siðar af mönnum Hitlers, jafnvel eftir að vopna- viðskiptum verði lokið. Þegar bandamenn brjótast inn í Þýzkaland, mun Hitler gefa út skipun um það, að molar hers- ins skuli berjast meðan nokkur standi uppi. 6) Þegar Hitler lætur undan síga upp í fjöllin, er ætlimin að láta einhverja hershöfðingja og óbreytta ’borgara stofna stjórn til að hafa samvinnu við banda- menn. Síðan munu fylgjendur Hitlers kenna þessari stjórn um allt, sem aflaga fer i Þýzka- landi og benda á, að svona ill hafi aðbúð þjóðarinnar aldrei verið undir istjórn Hitlers. Þekkti leyndarmálin. Maðurinn, sem sagði mér frá þessum ráðagerðum, var um skeið einn af gæðingum nazista, en þótti fyrir skemmstu hyggi- legast að :segja sldlið við þá og flýja til Stokkhólms. Hann heit- ir Anton Knyphausen greifi og var óður blaðamaður við „Ham- burger Fremdenblatt“. Hann var nýlega á ferð í Finnlandi og komst þá að þeirri niðurstöðu, að samvizka hans bannaði honum að standa leng- ur við hlið nazista. Eg átti langt tal við hann í dag og hann sagði mér Ijóslega frá öllu, sem hann vissi um fyrirætlanir nazista. Það er ekki nema eðlilegt að menn taki því með nokkurri tortryggni, sem þeir menn scgja, sem eru nýkomnir frá Þýzkalandi, hvort sem þeir eru liðhlaupar eða flóttamenn, eða hvort tveggja, og jafnvel þótt þeir reyni að láta líta svo út, sem þeir sé að öllu leyti lieið- arlegir menn. En eg hekl að málið horfi öðru vísi við, hvað Knyphausen áhrærir. Eg held, að það sé ekld úr vegi að kynna sér frásögn hans um hugsunarhátt Þjóð- verja um það leyti, þegar við erum að herða að hengingar- ólinni. DREN G JAMEISTARAMÓTIÐ. Frh. af 1. síðu. 110 m. grindahlaup: 1. Svavar Gestss. KR. 19,9 sek. 2. Magnús Þórarinss. Á 20,1 — 3. Ásgeir Einarsson KR 20,6 — 4x100 m. boðhlaup: 1. KR-sveitin 48,7 sek. 2. Ármanns-sveitin 49,2 —• 3. iR-sveitin 50,7 — Stangarstökk: 1. Þork. Jóhanness. FH 3,10 m. 2. Bjarni Linnet Á 3,00 — 3. Sigurst. Guðmundss. FH 2,70 Kúluvarp: 1. Bragi Friðrikss. KR 14,31 m. 2. Vilhj. Vilmundars. KR 12,88 3. Ásbjörn Sígurjónss. Á 12,28 3000 m. hlaup: 1. Öskar Jónss. IR 9:43,2 mín. 2. Gunnar Gíslas. Á 10:23,4 — 3. Kári Sólmundars., Skallagr. 11:17,6 — Þrístökk: 1. Þorkell Jóhannesson FH 13,22 m., nýtt drengjamet. 2. Halld. Sigurgeirss. Á. 13,19 3. Björn Vilmundars. KR 12,72 Spjótkast: 1. Halld.Sigurgeirss. Á 48,61 m. 2. Sig. Pálsson KR 46,15 — 3. Bragi Friðrikss. KR 42,16 — 400 m. hlaup: 1. Magn. Þórarinss. Á 54,9 sek. 2. Óskar Jónsson IR 55,7 — 3. Páll Halldórss. KR 55,7 — KR hlaut því 5 drengjameist- ara, FH 4, en Ármann og IR sína 2 livor. Knattspyrnufélag Reykjavíkur hélt mótið nú eins og í fyrra. Dánarfreg'n. Þorvaldur Pálsson læknir andað- ist í fyrradag. Útvarpið í kvöld. Kl. 1925 Hljómplötur: Lög rír óperettum og tónfilmum. 20.30 Er- indi: Landastreita Germana og Slava, I. (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). 21.55 Hljómplöt- ur: a) „Þættir úr ævisögu minni", kvartett eftir Smetana. b) Kirkju- tónlist. Nætnrakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. Jazðyrkjuáætlaniz Bzeta i Indlandi. Bretar ætla að tvöfalda jarð- yrkju á Indlandi á næstu fimm- tán árum. Hungursneyðin, sem varð í Bengal á síðasta hausti, á meðal annars rót sína að rekja til þess, að ræktað land stækkar lítið sem ekkert, þótt landsbúum fjölgi um fimm milljónir á ári. Verða því hafnar miklar fram- kvæmdir til að bæta úr þessu, m. a. með stórkostlegum áveit- um, sem eru frumskilyrði fyrir aukinni ræktun. Auk þess ætla Bretar á næstunni að leggja 6500 lun. langa vegi um landið. Russaz taká fanga- búðiz í Póllandi. Þjóðverjar flýja nú svo hratt fyrir Rússum, að þeir hlaupa frá fangabúðum, sem þeir hafa liaft í Póllandi. 1 fyrradag símuðu blaða- menn frá Moskva, að fanga- búðir, sem i voru rúmlega 2000 ítalir, hefði verið teknar af Þjóðverjum í Póllandi. Italir þessir liöfðu verið handteknir á undanförnum tólf mánuðum, eftir að Mussolini var settur af. Lundúnablöðin hafa birt frá- sagnir um það, að það megi sjá á bréfum, sem koma frá ensk- um stríðsföngum í Póllandi og A.-Prússlandi, að verið er að undirbúa flutninga fangabúða þaðan vestur á bóginn. . Tirpitz hefir sézt á reynslu- ferðum um Altenfjörð upp á síðkastið. ★ Japanski flotaráðherrann hefir sagt í viðtali við blaðamenn, að enn sé ekki kominn tími til þess að japanski flotinn leggi til úr- slitaatlögu við flota Bandaríkja- manna. ★ Japanir segjast hafa eyðilagt 105 ameríslcar flugvélar í árás- um á þrjár bækistöðvar flug- hers Bandarilcjamanna í Kína. Naetnrlæknir er á Læknavarðstofunni, sími 5030- Næturvörður er ! Lyfjabúðinni ISunni, sími 191X. leilianílialn H Ú S G Ö G N Skrifborðs- skápar Eikarskápar Klæðaskápar Sængurfataskápar Kommóður Málarastofan. Spítalastíg 8. Stromberg Carlson útvarpsgrammofónn til sölu. Sími 3175 og 4309 eftir kl. 6. Sögusýnhtgin: Um 1140 sýningargest- ir um helgina. Sögusýningin í Menntaskól- anum var opin á laugardag og surmudag s.l. kl. 1—10 báða dagana. Blaðið átti í dag tal við Eirík Pálsson lögfr., framkvæmda- stjóra sýningarinnar, og spurði hann hve margir sýningargestir hefðu komið um helgina. Tjáði hann blaðinu, að 240 gestir hefðu sótt sýninguna á laugardaginn, en um 900 á sunnudaginn. Áður var tala sýn- ingargesta 10,500, svo að nú er heildartalan orðin rúml. 11,600 manns. Litlar líkur taldi Eiríkur til þess, að sýningin yrði opnuð aftur fyrir almenning, en taldi hinsvegar geta komíð til mála, að skólafólki yrði gefinn kostur á að sjá hana um það leyti, sem skólar hefjast í haust. Ekki er þó víst, að af þessu geti orðið. Hézaðsmót Sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi. Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi var haldið að Vegamótum s.l. sunnudag. Veit- ingahús og samkomuskáli hefir verið reistur á mótum Stykkis- hólms og Ólafsvíkur og ber staðurinn nafn af þeim. Er þar veitingasala, en hana annast Jón Sigurgeirsson úr Ólafsvík. Fjölmenni mikið var á sam- komunni, sem hófst rétt eftir miðjan dag. Setti Tómas Möller símstjóri úr Stykkishólmi skemmtunina og stjórnaði henni. Ræður fluttu Gunnar Thoroddsen alþingismaður, sem aðallega ræddi héraðsmál, Ing- ólfur Jónson alþm., sem ræddi I stjómmálin alménnt, Ólafur Jónsson úr Elliðaey fyrir minni héraðsins, Pétur Jónsson söng og Gísli Sigurðsson skemmti með eftirhermum. Um kvöldið var svo dans stígiim fram að miðnætti. Fór samkoman vel fram og skemmtu menn sér hið bezta. fliii ter ob toir... Eggert Stefánssoxt heldur konsert. Söngvarinn okkar, Eggerfc Stefánsson, er á förum af landfi burt, nú á næstunni. Þetta ef að vísu ekki ný frétt, J»ví a® Eggert er eins og fuglar him- insins — fer og kemur. Hann þráir að ferðast og hann þráir að koma heim til föðurlands- ins aftur. — Hann fer til að kynna land sitt — og kynnast sönglist annarra landa — að þessu sinni Bandaríkjanna. Blaðamenn sátu fund hans i gær og inntu hann frétta af þessari fyrirhuguðu ferð. — Jú, — ég er á förum til New York, seinna í þessum mánuði — ekki alfarinn — aíls ekki — eg segi heldur: „Au re- voir“ — sé ykkur aftur —• aldrei alfarinn frá fslandi. — Eg hefi fengið óskir min- ar uppfylltar, sem föðurlands- vinur — landið er frjálst. Og. nú — nú fer eg inn á lista- mannsbrautina á ný. — Hver er ætlun yðar með þessari ferð? —■ Það hefir hvað eftír ann- að verið skorað á mig að syngja lögin mín inn á plötur á ný, því að allt, sem til var af þeim, er nú uppselt. Þá hafa margir farið frarn á það við mig, að eg læsi „Óðinn til ársins 1944“ inn á plötu, og nú ætla eg að', láta verða af þvi. — Hafið þér fyrr farið tiil Ameríku ? — Jú — árið 1923 kom eg> þar — og mér var álcaflega vel' tekið af Vestur-lslendingom — og reyndar öllum. I þessari ferð ætla eg að hitta bróður minn, Guðmund glímukappa, sem nú býr í Winnipeg. Það er orðið langt síðan eg sá Iiamr. — Fá ekki Reykvíkingar að heyra yður syngja, áður en þér hverfið á brott? — Jú, vissulega. Einhvem daganna 15.—20. ágúst næstk. mun eg halda konsert hér, með Sigvalda Kaldalóns, hróður mínum og Páli Isólfssyni. Vil- hjálmur Þ. Gíslason mun lesa< „prolog“, en Lárus Pálsson les upp við þetta tækifær! og Gunnlaugur Blöndal ætlar að slcreyta konsertsalinn — hver svo sem liann verður. Eg mun á þessiun konsert syngja tvö ný lög — annað eftir Kaldaíóns, sem heitir- „Grindvíkinguriim“, lcvæði eftir örn Arnarson — og lag eftir Áskel Snorrason, sem nefnist „Sittu heil“. 1 Iokín mun eg svo syngja „Þótt þú Iang- förull legðir“. — Hvar verður þessi konsert haldinn? — Óákveðið, grípur Bjami Guðmundsson blaðafúlltrúi fram í, — það er sérstök nefnd, sem starfar nú að undirbúningi þessa fyrirhugaða konserts — og það er alveg óviðkomandl vini okkar, Eggert Stefánsjsyni. Ekki leikur vafi á því, aS Reykvíknigar fagna þvi, að Eggert Stefánsson skulf hafa tekið rögg á sig og ætli aS syngja fyrir þá — því 2% ár er nú hart nær liðið, síðan þeir bræður, Eggert og Kaldalóns, létu til sín heyra. hér í höfuðf- borginni siðast. Ú T S A L A. Allir hattar verzlunarínnar verða seldir fyrir lágt verð, aðeins í dag og á morgun. Hattastofa Svönu og Lárettu Hagan, Laufásvegi 4. Þ i j á r deildarhjúkrunarkonur vantar á Kleppsspítalann 1. ágúst og 1. sept- ember og nokkrar aðstoðarhjúkrunarkonur. — Einnig vökukonu og starfsstúlkur. Umsóknir sendist til yfirhjúkrunarkonunnar. AFGREIÐSLUM ANN vantar í stóra sérverzlun. Enskukunnátta tilskilin. Eigin- handarumsóknir, merktar „Afgreiðslumaður“, sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir helgina. L0KAÐ til 14. ágúst vegna sumarleyfa. T0LED0. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem á marg- víslegan hátt heiðruðu minningu okkar hjartkæru fóst- urmóður, Hallberu Jónsdóttur frá Kirkjubóli. Sérstaklega viljum við þakka forstjóra Mjólkursamsöl- unnar og starfsfólki hennar, forstjóra H.f. Sanítas og starfsfólki. Guð blessi ykkur öll. Fósturbörn hinnar látnu. Jarðarför móður okkar, Krístínar Jóhannsdóttur, fer fram frá heimili hennar, Lokastíg 19, fimmtudaginn 3. þ. m. kl.> 1 /2 e. h. *' Sigurlaug Einarsdóttir, Skafti Einarsson, Gfsli Einarsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.