Vísir - 03.08.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 03.08.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 166 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Um hvað er deilt? |£OMMÚNISTAR lýsa yfir þvi í l)Iaði sínu í gær að ísland eigi nú brýnni vandamál að leysa á sviði utanríkismálanna, en noklcuru sinni fyrr. Þessi mál séu svo mikilvæg, að kalla verði á alla krafta stjórnmála- manna til að leysa þau. Þurfi því að koma til sameiginlegt átak forystuliðs stjórnmála- flokkanna allra, en því verði naumast við komið, nema þing- ið myndi stjórn með venjuleg- um hætti og allir flokkar standi að henni að nokkurum hætti, að minnsta kosti hvað utanríkis- málin snertir. Ætla mætti einn- ig að slík samvinna flokkanna gæti greitt fyrir því, að stjórn- málamenn og allur almenning- ur gerðu sér grein fyrir nauð- syn gerbreytinga á sviði fjár- mála og atvinnumála. Svo hljóð- ar niðurstaða blaðsins af nokk- urum hollaleggingum um utan- ríkismálin, sem sýnast valda kommunum verulegum áhyggj- um. Morgunblaðið hefir skýrt svo frá að stjórnmálamertn þeir, sem mest liefir mætt á í samn- ingaumleitunum um stjórnar- samvinnu, hafi að undanförnu dvalið sér til hvildar úti í guðs- grænni náttúrunni og safnað kröftum til nýrra samningaum- leitana varðandi stjórnarmynd- un allra flokka. Umræður munu hefjast þegar í þessum mánuði, en Alþingi kemur saman í upp- hafi næsta mánaðar. Takist stjórnarmyndun tekur hin nýja stjórn við störfum þegar í byrj- un þings. Boðskapur kommún- ista, sá er að ofan greinir, spáir engu góðu um stjórnarsam- vinnu. Er samningumleitanir fóru fram á síðasta vorl, er talið að þeir hafi verið tilleiðanlegír til eða léð máls á að annast stjórn utanrikismála eða at- vinnumála, gegn þvl að núver- andi forseti léti af ríkisstjóra- starfi og flokkarnir allir gengju að öðru leyti að skilyrðum kommúnista. Flokkar þeir aðr- ir, sem að samningum stóðu töldu skilyrði kommanna það varhugaverð að ekki varð af samningum á þessum grund- velli. Þá stungu kommarnir upp á því að ný utanþingsstjórn yrði mynduð og skyldu þeir tilnefna utanflokksmann, þ. e. a. s. einn úr leyni-liði komm- anna, sem talið er að hafi bara samúð með þeim. Að þessum manni myndu kommarnir snúa sér, en hann bera ríkisstjórn- inni aftur boð þeirra frá degi til dags. Þetta töldu aðrir flokkar engan verulegan vinning og varð þvi ekki af samningum. Nú tala kommarnir um vand- ann í utanrikismálunum og vita allir hváð við er átt. Þeir töluðu einnig um þennan sama vanda í vor, þótt þeir telji hann senni- lega öllu meiri nú en þá. Að þessu leyti er því aðstaðan ekki breytt. Nú telja þeir ástæðu til að mynda stjórn allra flokka, eða stjórn, sem allir flokkar standi að, „með nokkurum hætlti að minnsta lcosti að því er utanríkismálin snertir.“ Auð- sætt er að kommarnir standa enn í sama farinu, sem þeir stóðu í síðastliðið vor.‘ En þeir vilja ljá máls á að taka sæti í Ofnæmisrannsóknir. - Oflnn C-vitamins. Viðtal við piófessor Niels Dungal. Niels Dungal prófessor er nýkominn úr ferðalagi frá Ameriku. Fór hann aðallega utan til þess að kynna sér helztu nýungar á sviði læknavísindanna. Tíðindamaður frá blaðinu hitti próf. Dungal að máli nýlega og spurði hann um ýmislegt varðandi för hans vestur. Fer hér á eftir frásögn hans. Próf. ■ Dungal kvaðst m. a. hafa kynnt sér ofnæmis-rann- sóknir í Ameríkuferðinni. Kvað hann Ameríkumenn vera á und- an öllum í þeim rannsóknum og sífellt verið að auka við þá þekkingu, sem vísindamenn liafa öðlazt á því sviði. Maður að nafni dr. Coca er brautryðjandi í þessum rann- sóknum, og heldur hann því fram, að 80% af mönnum séu stjórn, „ef gerbreyting verður gerð á sviði fjármála og at- vinnumála“ og auk þess verði farið að ráðum þeirra i utan- ríkismálunum. Nú vill svo til að starfandi er svokölluð utan- ríkismálanefnd, — fjölmenn nefnd skipuð af öllum flokkum. Þessi nefnd ræðir allar nýungar í utanríkismálum og mótar stefnuna að verulegu leyti. Benda ummæli kommanna í þá átt, að þeir séu ekki ánægðir með árangur af starfi sínu í pefndinni, en vilji einnig ger- breytingu á stefnunni í utan- ríkismálunum, engu síður en fjármálum og atvinnumálum. Er þá auðsætt að það er ekki svo lítil lífsvenjubreyting, sem kommarnir vilja fá fram bæði inn á við og út á við. Ráði þeir öllu um stefnu i utanríkismál- um, fjármálum og atvinnumál- um, eru þeir í raun og sannleika allsráðandi. Þetta eru skilyrðin fyrir þátttöku í stjórninni, og hljóta þá allir að skilja hversu lokkandi samvinnulilboð þeirra er og hvers árangurs megi vænta af samningaumleitunum þeim, sem nú fara i hönd, jafn- vel þótt vetrarslenið hafi rokið af þingmönnunum úti í guðs- grænni náttúrunni nú í sumar. Kommarnir eru baldnir sömu meinsemdinni og fyrr. Sólböð- in ein verða henni ekki að grandi. Þar þarf róttækari að- gerðir. En þá er ekki úr vegi að at- huga viðhorf hinna flokkanna. Sumir þingmenn hafa látið í veðri vaka að flokkar þeirra væru svo samvinnufúsir að þeir vildu láta af „stefnu sinni og vilja“ til þess að ná samkomu- lagi við kommana. Fyrr má nú vera fórnfýsin. En sá er galli á gjöf Njarðar að flokkarnir liafa ekkert umboð til slíkrar ofnæmir fyrir einhverju, sér- staklega sumum fæðutegund- um, sem þeir þola ekki. Þetta kemur fram í ýmsu, svo sem exsem og asthma í fólki á öll- Próf. Niels Dungal. um aldri, höfuðverk og ýmis- konar vanlíðan. I slíkum til- fellum er það, sem á ríður, að vita af hverju þetta stafar, en það er gert með liörundsprófum o. fl. Enginn efi er á þvi, að mik- ið er til af slíkum sjúkdómum, en lítið eru þeir rannsakaðir enn þá. Pencillin, sem búið er til úr myglutegund, kvað próf. Dun- gal vera einhverja merkustu nýjung á sviði læknavísinda á þessari öld og er framleiðsla þess nú hafin í stórum stíl í Ameríku. Þetta lyf telcur öll- um lyfjum langsamlega fram í eyðingu vissra sýkla, sérstak- lega þeirra, sem valda barns- farasóttjpog blóðeitrun og enn fremur sýkla, sem valda kyn- sjúkdómum. Má segja, að kyn- sjúkdómabakteríur, sem valda heilasjúkdómum er liingað til hafa verið taldir ólæknandi, virðast eyðast við notkun þessa lyfs. Sjúkdómar svo sem gonor- hoe (lekandi) læknast með þessu lyfi á 12 klst. Þá kvaðst próf. Dungal hafa kynnt sér hvernig mögulegt væri fyrir okkur Islendinga að fá þau C-vitamín, sem litur út fyrir að okkur skorti alltaf, og enda þótt skyrbjúgs verði naum- ast vart með þjóðinni, þá bendir ýmislegt til þess, að við njótum ekki þeirrar heilsu, sem við myndum gera, ef nægilegt væri af þessu vitamíni í fæðu þeirri, sem við aðallega neyt- um. Próf. Dungal telur heppileg- ustu leiðina i þessum efnum vera þá, að Islendingar flytji inn appelsínusafa, sem vatnið liefir verið numið burt úr, svo að hann verður eins og þykkt sýróp. Slílcur vökvi fæst í dós- um, svo að öruggt er að hann skemmist ekki og þetta sparar okkur skipsrúm. fyrir vatnið, sem óþarft er að flytja inn, en gerir hinsvegar sama gagn og appelsínur, en mundi verða ó-, dýrara í notkun. önnur aðferð, sem próf. Dun- gal telur geta komið til greina fyrir okkur er að flytja inn sojabaunir og láta þær spíra hér, því að þannig myndast mikið C-vitamín. Spíraðar Sojabaunir eru mikið notaðar til manneldis í Kína og Japan og ameríski herinn hefir gert merkar tilraunir varðandi þetta á síðustu árum. Þeir vísinda- menn, sem við athuganir þess- ar hafa fengizt, hafa sannfærzt að tryggja mönnum nægilegt C- vitamín, en sá hængur er á þessari aðferð, að ekki er víst að öllum finnist þessi fæða bragðgóð eða lystug og því hæpnara að fá almenning til að neyta hennar en appelsínu- safans. Próf. Dungal telur það mildu varða fyrir heilsu þjóðarinnar, að takast megi að sjá almenn- ingi fyrir einhverri þeirri fæðu- tegund, sem bætt geti úr C-vita- skorti þeim, sem hér virðist vera fyrir hendi. Tíðindamaður blaðsins spurði próf. Dungal, hvort hann hefði hitt marga íslenzka náms- menn í Ameríku og um líðan þeirra. Kvaðst hann hafa hitt marga þeirra og létu þeir vel yfir líðan sinni þar. Meðal ann- ara hitti hann þrjá lækna, sem nú stunda framhaldsnám við ameríska háskóla, en það voru þeir Stefán Ólafsson við háskól- ann í Madison, Hannes Þórar- insson við háskólann í Minnea- polis og Kristján Jónasson við háskólann í Rochester. Voru þeir allir ánægðir með vist sína, hver á sínum stað og bar saman um, að þeir lærðu mjög mikið í fræðigrein sinni. þar vestra, enda hafa þeir all- ir mjög mikið að gera, því að læknaskortur er mjög mikill í Bandaríkjunum. Svo ramt hefir kveðið að læknaskortinum, að orðið hefir að loka nokkurum sjúkrahúsum í Bandaríkjunum, þar eð allir læknarnir hafa ver- ið kallaðir í herinn. Próf. Dungal ferðaðist í vest- urför sinni til vesturstrandar- innar og heimsótti í þeim leið- angri hinar geysistóru skipa- smíðastöðvar Kaisers, sem þar eru. Sá hann er feiknastóru ný- smíðuðu flugvélamóðurskipi var siglt út úr smíðastöð þess- ari. Hafði smíði þess aðeins tek- ið einn mánuð. Segja Ameríku- menn, að þeir eigi cngum ein- um manni eins mikið að þakka í sambandi við styrjaldarrekst- ur sinn og einmitt Kaiser. Loks spurði tíðindamaður blaðsins prófessorinn, hvað al- menningur í Bandaríkjunum segði um forsetakosningarnar og sigurhorfur frambjóðenda í þeim. Eiga þær sem kunnugt er að fara fram í nóvembermán- uði í haust og er kosninga- undirbúningur fyrir löngu haf- inn. Almennt kvað próf. Dun- gal búizt við því þar vestra, að Roosevelt mundi ná kosningu enn þá einu sinni, en það fylgdi með, að aldrei hefði hann hlot- ið eins lítinn meirihluta og bú- izt væri við að hann mundi hljóta nú. Republikanaflokkur- inn, andstöðuflokkur Roose- velts, hefir verið i stjórnarand- stöðu á annan áratug og veitir mikla mótstöðu. Roosevelt er milcið gagnrýndur þar vestra, en margir telja óheppi- legt að skipta um forystu með- an á stríðinu stendur. Nýtt fyr- irbrigði kvað Dungal það vera í forsetakosningum í Banda- ríkjunum og veki það mikla at- hygli, þversu mikil áherzla er nú lögð á val varaforsetaefnis Demokrata, flokks Roosevelts. Kvað próf. Dungal það stafa af því, að nærri fullvíst væri talið vestra, að ef Roosevelt nær kosningu nú í haust, muni hann segja af sér, er stríðinu er lok- ið, enda þótt kjörtímabili hans verði þá ekki lokið, og varafor- setinn þá taka við. Næturlæknir Læknavarðstofan, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 1911. Næturakstur Bifreiðast. Hreyfill, sími 1633. Allir út á völl! I Fram - Víkingur Alltaí meiia og meiia spennandi. Dugleg afgieiðslnstúlka óskast. Upplýsingar í Hressingarskálanum. Ný barnasaga: Blómakaifan. Þetta er ein fallegasta og’ á- hrifaríkasta saga fyrir börn og unglinga, er út hefir verið gefin á Islandi, og ein af þeim fáu, er gerir öll börn að betri börnum. Enga bók gætu foreldrar né aðrir valið betri handa böm- unum, enda ætti ekkert bam að fara á mis við það að eignast BLÓMAKÖRFUNA. Kristján Guðlaugsson Hæstaréttarlögmaðor. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Hafnarhúsið. Sími 3400. Gæfa fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Reykjavíkurmótið í iullum gangi í kvöld kl. 8,30. Scrutator; TZjxdAbi aÉmwMfyS hegðunar, sem óhjákvæmilega stefndi núverandi þjóðsldpulagi og lýðræði í voða. Deilan stend- ur raunverulega eldci einvörð- ungu um mest aðkallandi dæg- urmálin, heldur fyrst og fremst um heildarstefnuna. Á lýðræði að ríkja áfram í'landinu og lýð- veldisskiípanin að vera i heiðri höfð, eða á að hverfa frá þessu hvorttveggja og aðhyllast „stefnu og vilja“ kommúnista. Hver einstaklingur og hver flokkur verður að „vera eða vera ekki“ í þesgari deilu og móta stefnu sina samkvæmt því. Um hana er ekki unnt að kaupslaga úr þessu af þing- flokkunum, en þjóðin ein er bær um að skera þar úr og hún verð- ur að fá færi á að gera það sé hagsmunum hennar fyrirsjáan- lega stefnt i voða með hrossa- kaupum og stefnuleysi. Þjóðin verður að vera viðbúin kosning- um þegar á þessu hausti, og þær munu snúast einvörðungu um afstöðuna til kommanna',og nið- urrifsstefnu þeirra . Þingflokk- arnir geta afstýrtkosningum, en slíka frestun mega þeir ekki kaupa of dýru verði. Leiði í kirkjug-arðinum gamla. „Gamall Reykvíkingur" hefir sent mér eftirfarandi pistil um gamla kirkjugarÖinn og leiðin þar. Hann segir svo: „Eg fór suður í kirkjugarÖinn við Suðurgötu á dögunum, til þess að líta á leiði, sem eg á þar. Jafn- framt gekk eg að leiðum, sem kunn- ingi minn og kona hans eiga þar og sá þá, að búið var að rífa þau niður. 1 staðinn var búið að steypa þár grafreit.. Þarna höfðu hvílt bræður tveir og hét annar Sigurð- ur, en hinn Einar. Sigurður andað- ist 1921 og hlóð eg þá upp leiðið, én annar maður setti trégrind um- hverfis það. Einar dó fyrir fjór- um árum og var grindin þá stækkuð i svo að hún næði umhverfis bæði \ leiðin 0g eg hlóð hið siðara einnig upp. Voru þau bæði vel hirt. Eg spurði nú manninn, sem hafði húið um leiðin ineð mér, hvort hann ætiaði að liggja þarna og 1 liefði því gert þessa breytingu. : Hann kvað það ekki vera, heldur hefðu bræður tveir rifið Ieiðin án þess að biðja leyfis og selt þau < nafngreindum manni. Eg spurði hann, hvers vegna hann hefði ekki kært þetta, en hann sagði, að þar væri meinleysi sínu um að kenna og vildi hann ekki eiga í ófriði. — Menn þeir hinir dánu voru fátæk- ir og sé eg nú, að farið er í mann- grcinarálit, jafnvel eftir dauðann." Eg þekki þenna „gamla Reykvík- ing“ svo vel, að eg rengi ekki ínÞ sögu hans og virðist hér hafa verið hrugðið út af reglumþeim,semsagð- ar eru gilda um leiðin í kirkjugörð- unum. Mér skilst, að þau sé ekki tekin tii nota á ný, nema þau sé orðin mjög gömul og um megna vanhirðu sé að ræða. Hreinlæti og fegrun. Eg hefi heyrt marga menn láta í ljós mikla ánægju yfir hreingern- ingu þeirri, sem nú fer fram hér í bænum undir stjórn lögregiunnar og ef satt skal segja, þá hefir alveg æv- intýralegur sóðaskapur ríkt hér í bænum. En þetta verður vonandi til þéss, að bæjarbúar setji stolt sitt í að gera Reykjavíþ að hreinleg- um bæ, svo að hún megi alls stað- ar verða til fyrirmyndar. 1 áframhaidi af þessu langar mig' svo til að minnast lítillega á atriði, sem er þessu náskylt. Það er fegr- un húsanna sjálfra. Fyrir >og um lýðveldishátíðina tóku margir húseigendur sig til og létu mála hjá sér, eða gerðu það sjálfir. Sum hverfi eða húsaþyrp- ingar tóku algerum stakkaskiptum. En það er einkum eitt tilfelli, seip veldur því, að eg hripa þessar línúr. Það er sú breyting, sem orðið hef- ir á Bankastræti við það, að eitt af húsunum fyrir miðri götunni hef- ir verið málað. Það er Bankastræti 6. Eg býst við því, að mörgum hafi fundizt eins og mér, þegar þeir sáu þetta hús eftir að búið var að mála það. Áður hafði það verið eins og hvert annað litlaust steinhús, en nú stafar birta af því og ljómi. Eg held, að þetta ætti að vera næg sönnun þess, hversu mikill feg- urðarauki það er, að hús sé máluð í björtum, hreinum litum. Handarlögmál. Því var skotið að mér hérna á dögunum, að Hitlef hafi fyrirskip- að þýzka hernum að taka upp naz- istakveðjuna vegna þess, að her- mennirnir voru farnir að heilsa með hangandi hendi. Olíuíýring óskast keypL Tilboð sendist blaðinu fyrir 5. þ. m„ merkt: „Gufuketill“. Unglingstelpa eða diengui óskast til að vera úti með dreng á 4. ári. — Uppl. á Laugavegi 132, efstu hæð. — Röndótt ullarefni tvíbreitt. Erla Laugaveg 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.