Vísir - 03.08.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 03.08.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðiaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3,ahsð) Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 3. ágúst 1944. 173. ftbL Ráðiit á borgir Smánarblettinn í ^.'Frakklandi. i verður að aímá. Aðallið Bandarík|amanna ntefnir liratt til Renne§ Þjoðhátíðin I Eyjui hefst á morgnn. Fjöldi manns úr Reykjavík sæklr hátíðina. Þungar sprengjufIugvélar j bandamanna gerðu árásir á ýmsa staði í S.-Frakklandi í gær. Aðalárásin var gerð á Avign- on — þar sem páfar sátn einu sinni -— en auk þess var ráðizt á ýmsar stöðvar í Ron-dalnum. Yar árásunum beint að flutn- ingamiðstöðvum og olíugeymsl- um. Auk þessa gerðu flugvélar bandamanna árásir á Genua á ftalíu. 19 kanadiskir fangar myrtir í fangabúðum Þjóðverjar hafa skotið nítján kanadiska fanga eftir að þeir reyndu að flýja úr fangabúðum. Átján þessara fanga voru ó- breyttir liðsmenn, sá nítjándi liðsforingi. Þeirra var gætt af mönnum úr 12. bryndeild SS- liersins, en í henni eru menn, sem upprunalega voru í Hitlers- æskunni. Kanadastjórn hefir beðið Sviss að reyna að grafast fyrir tim nánari atvik og gert þá kröfu til Þjóðverja, að þeim verði hegnt, sem ódæðið unnu. Yfirhershöfðingi Kanada- manna í Evrópu hefir ávarpað menn sína og sagt þeim að svara ekki í sömu mynt, þótt færi gef- ist, heldur láta þetta verða sér hvatning til að berjast af enn meiri hreysti en áður. Orustan um Varsjá virðist ætla að verða einhver mesta or- usta á austurvígstöðvunum, síð- an barizt var um Stalingrad. Öllum fregnum ber saman um það, að Þjóðverjar ætli að verjast í borginni, meðan þess er nokkur kostur. Þeir liafa flutt mikið lið á vetlvang og nær ein- göngu einvalalið og að þessu sinni eru þeir ónískir á flugvél- ar sínar, því að þeir eru að gera alvarlega tilrauri til að lirifsa til sín yfirráðin i lofti yfir Var- sjársvæðnu. Síðan við Stalin- ,grad liafa Þjóðverjar elcki lagt eins mikið á flugsveitir sinar. -Meðan flugvellir Rússa eru svo langt að baki vígstöðvunum, sem nú er, má gera ráð fyrir því, að Þjóðverjar geti náð yfir- ráðuip í lofti á einstaka stað, en ekki til frambúðar. ! Götuvirki. Þjóðverjar hafa sett tug- þúsundir manna í Varsjá til að reisa götuvirki og brotin eru göt á liúsveggi til þess að liægt sé að nota þau fyrir vígi. Lika er búið að hreyta kjöllurum margra liusa þannig, að hægt er að aka skriðdrekum niður í þá, líkt og gert var í Cassino Þjóðverjar verða að afmá smánarblettinn frá 20. júlí með því að leggja fram alla krafta sína gegn fjandmönnunum. Þannig kemst Himmler að orði í fyrstu dagskipan sinni til Þjóðverja, sem gefin var út í gær, í tilefni af þvi að 30 ár eru liðin síðan „Slavar byrjuðu til- raunir til að leggja Evrópu und- ir sig“, en 2. ágúst 1914 hófst stríðið milli Þjóðverja og Rússa. Himmler sagði, að hermenn- irnir heima fyrir yrðu að vinna að minnsta kosti eins mikið og þeir, sem störfuðu í liergagna- verksmiðjum og enginn mætti sýna eigingirni eða lilífa sjálf- um sér. Varnir Breta gegn rakettusprengjum eflast. Þjóðverjar halda áfram að skjóta rakettusprengjum sínum á London og aðrar borgir á S.- Englandi. Innanríkisráðuneytið brezka hefir ákveðið ný hljóðmerki til að gera fólki aðvart um hætt- una, livort hún er alveg á næstu grösum, eða hvort fólk á aðeins að vera reiðubúið til að leita í skýli. Fregnir sumra blaðamanna skýra frá því, að varnir Breta fari hatnandi, þótt enn sé ekki búið að vinna bug á þessari hættu. forðum, ]>egar Þjóðverjar stöðv- uðu bandamenn þar. } Flutningar frá Eistlandi. östaðfestar fregnir herma, að Þjóðverjar sé byrjaðir flutn- inga liðsins frá Eistlandi og Norður-Latvíu. Þeir geta þó ekki notað höfnina i ,Riga til þess, því að hún er undir skot- liríð úr langdrægum fallbyssum Rússa. Churchill kom inn á „kyrr- áetustefnu“ Hitlers í ræðu sinni í gær. Sagði hann, að það bæri vott um litla snilligáfu, að láta ekki flytja hurt herinn í Eystra- saltslöndum og Finnlandi, því að nú væri með öllu óvist, hvort nokkru af liðinu yrði hjargað. i Sóknin hægari. Tvo síðustu sólarhringana hcfir sókn Rússa verið mun hægari en áður og á það sinn þátt í því, hversu flutningaleið- ir Rússa eru nú orðnar langar en Þjóðverja stuttar. Þjóðverjar kannast við það, að Rússar sé hyrjaðir að fara yfir Vistúlu ,160 km. fyrir suð- austan Varsjá. Frídagur verzl- unarmanna n.k. mánudag. Frídagur verzlunarmanna er n. k. mánudag. Hefir dagslcrá fyrir daginn nú verið samin, hæði yfir þau atriði, sem fram eiga að fara í útvarpinu um kvöldið og yfir skemfntunina, sem frarii fer að Hótel Borg. í útvarpinu hafa verzlunarmenn umráð yfir 1 ldst. og 20 mín. Þar flytur Hjörtur Hansson form. Verzlunarmannafélagsins ávarp, Baldur Pálmason flytur minni verzlunarstéttarinnar og Konráð Gíslason minni Islands. Á milli ræðanna syngur Elísa- het Einarsdóttir og útvarps- hljómsveitin leikur. Á kvöld- skemmtun félagsins að Hótel Borg syngja þeir Ágúst Bjarna- son og Jakob Hafstein tvísöng og Lárus Ingólfsson les upp. Reykjavíkurmótið: Fram og Víking- ur í kvöld. Tvísýnt um úrslit mótsins. 1 kvöld kl. 8.30 heldur Reykja- víkurmótið áfram með kapp- leik milli Fram og Víkings. Eins og nú standa saldr liafa félögin möguleika til þess verða Reyk j avíkurmeistarar þannig, að vinni Víkingur Fram hafa þeir 4 stig, Valur 3, en K. R. 2 stig. En vinni K. R. Val (en þeir eiga að keppa á morgun) þurfa K. R. og Víkingur að keppa aftur. Verði aftur á móti jafn- tefli milli K. R. og Vals, þurfa !. Víkingur og Valur að leika á ný. Athugandi er það svo, að mót- inu lýkur með sigri Vals, ef þeir sigra K. R. — Eins og sjá má af þvi, sem að framan er sagt, er enn mjög óákveðið um úr- slit mótsins, en úr þvi verður skorið næstu tvö kvöld. Smiippsagi verKalýðslélap. Enn hafa tvö verklýðsfélög sagt upp samningum við at- vinnurekendur. Annað er Sveinafélag skipa- smiða hér í Reykjavík, en liitt Verkalýðsfélag Akraness. Samn- ingar fyrrneinda félagsins eru útrunnir 1. september, en samn- ingar liins 5. september. Þá fer nú fram atkvæða- greiðsla um það í Verlcamanna- félaginu Illif í Hafnarfirði, hvort segja skuli upp samning- um þess félags. Blómakarfan. 1 bókaverzlanir er nýlega komin falleg saga fyrir börn og unglinga er nefnist Blómakarfan. Þó saga Jiessi sé aðallega ætluð börnum og unglingum, er ekki a'Ö efa að mörg- um fullorðnum barnavinum leiki hugur á aÖ lesa þessa fallegu sögu. Bókin er mjög vönduö að öllum frá- gangi. Útgefandi er Bókaútgáfan Norðri. Á morgun hefst Þjóðhátíð Vestmannaeyinga og er það 70 sinn, sem hún er haldin, því að hún var fyrst haldin árið 1874. Samkvæmt þeim fregnum, sem Vísir hefir aflað sér inun að þessu sinni verða enn meira um dýrðir en venjulega i Vest- mannaeyjum og blaðið hefir liejnrt, að fólk héðan úi; hænum, hæði gamlir Eyjaskeagjar og aðrir, liafi byrjað að streyma til Eyja strax um s. 1. helgi. Þegar komið er að Þjóðliátíð- inni hyrja Eyjaskeggjar að flytja tjöld sín inn í Herjólfsdal og sumir flytja jafnvel lieila bú- slóð þangað, því að allt lif Eyj- anna flytzt inn í dal þá daga, sem hátíðin stendur. Ávallt eru það íþróttamenn í Eyjuin sem sjá um þessa íiátið og að þessu sinni íþróttafélagið Þór. Hefir verið unnið að und- irhúningi hátíðarinnar í lieilan mánuð og muni tjaldborgin rísa upp í dag. Á þessari liátíð er margt til skemmtunar, svo sem ræðu- höld, söngur, íþróttir, poka- hlaup, hrenna á kvöldin og flugeldar. Tveim danspöllum hefir verið komið fyrir og eru dansaðir gamlir dansar á öðr- um, en nýir á hinum. Myndin hér að ofan er tekin á Þjóðhátíð í Ilerjólfsdal fyrir nokkurum árum. Fremst á myndinni má sjá veitingatjald og' danspall, en að baki hin myndarlegasta tjaldborg, þar sem hundruð manna h'ggja við. Richard Beck kominn vestur. Próf. Richard Becli er koin- inn til Wasliington og hefir sent •þaðan alúðarfyllstu lcveðjur til allra Islendinga með þökkum fyrir samveruna í júní og júli í sumar. Á mánudaginn kemur mun próf. Richard Bech lialda aðal- ræðuna á þjóðhátiðarsamkomu Vestur-lslendinga að Gimli i Manitoba og mun hann þá skýra ítarlega frá lýðveldishá- tíðinni og mótlökum á Islandi. (Fréttatilk. frá utanrikisráðun.) Slys: Maður varð á milli tveggja bifreiða í gær Það slys vildi til í gærmorgun rétt fyrir liádegi, að Jóhann Eyjólfsson (Jóhannssonar framkvstj.) varð á milli tvegja hifreiða innarlega á Laugavegi og meiddist mikið. - Slysið vildi til með þeim hætti, að hifreiðin R-2499, sem ók á eftir herbifreið staðnæmdist (skyndilega, er herhifreiðin liafði stöðvast allt í einu fyrir fram- an liana. Voru báðar þessar hif- .reiðar á leið niður í bæinn. En á eftir bifreiðinni R-2499 kom önnur bifreið, R-665 og gat hún ekki stöðvast nægilega fljótt, er R-2499 staðnæmdist og rann því aftan á hana. En við það hrökklaðist R-2499 aftan á her- bifreiðina. Vildi þá svo til, að einmitt á því augnabliki var Jóhann að ganga milli herbif- j reiðarinnar og R-2499 og varð | því á milli þeirra. Meiddist liann 1 allmikið; lijóst illa í hnéshót- um og lilaut önnur minni meiðsl. Var hann þegar fluttur á Landspítalann og liður hon- um nú sæmilega eftir atvikum, eftir því sem hlaðið frétti í morgun. Hreinsað til í Japan. Innanríkisráðherrann í nýju stjórninni í Japan hefir sett 18 héraðsstjóra landsins frá em- bætti. Þeim var gefið að sök að hafa gegnt skyldum sínum svo slæ- lega, að ríkinu hefir verið stofn- að í hættu. Flestir þeirra þeirra frömdu harakiri, er þeim hafði verið vikið frá störfum. Héraðsstjórar í Japan eru alls 48. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Söng- dansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. v20.20 Útvarpsljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Lagaflokkur eftir Mozart. b) Vals eftir Oskar Strauss. 20.50 Frá útlöndum (Axel Thorsteins- son). 21.10 Hjómplötur: Lög leikin Sókn Breta verður hrað- ari. Sjö þýzkar her- deildir úr sög- unni. ókn bandamanna í Nor- mandie heldur áfram og herma fregnir frá vígvöllun- um í morgun, að yfirráð Þjóð- verja í Rennes sé nú í mikilli hættu. Rennes er um 50 km. fyrir sunnan Pontorson og eru því rúmlega tvær dagleiðir milli þessara borga, ef reiknað er með sama hraða í sókn banda- manna og að undanförnu. Eins og áður hefir verið sagt, er Rennes mikilvægasta sam- göngumiðstöð á Bretagne-skag- anum. Frá borginni liggja fjór- ar járnbrautir og átta þjóðveg- ir í allar áttir og hún er aðal- birgðastöð fyrir hafnarborgir skagans. Er því enginn vafi á því, að hún er svo mikilvæg, að háðir munu leggja mikið í söl- urnar til að hafa þar yfirráð, og líklegt er, að eins fari á Bretagne og Cherbourg, ef Bandaríkjamenn ná henni á vald sitt. Sókn Breta verður hraðari. Þótt sókn annars hers Breta suður af Coumont gengi mjög seint í fyrstu, vegna mikilla jarðsprengjusvæða, sem Þjóð- verjar höfðu útbúið, hefir hraði hennar nú vaxið til muna. Hafa Bretar tekið borgina Vire, sem er um 27 km. fyrir sunnan Cau- mont, en jafnframt færa þeir út kvíarnar til austurs og stefna til Villers Bocage. Frá Vire munu Bretar að lík- indum stefna til þriggja borga, Flers í suðaustri við járnbraut- ina frá Vire, Domfront, sem er allmiklu sunnar en Flers og Mortain, beint suður af Vire. Sjö herdeildir eru úr leik. Eftir að Bretar byrjuðu að fara hraðar yfir, hafa þeir farið að taka fanga af Þjóðverjum. 1 gær var búið að telja um 1500 fanga síðan sóknin hófst. Þegar bandamenn liófu inn- rásina telja þeir að um tuttugu þýzkar herdeildir hafi verið í Normandie og næstu héruðum, ef varalið sé talið með. Nú sé hinsvegar svo komið,. eftir rúmra átta vikna bardaga, að sjö þessara herdeilda muni vera úr sögunni. Árásir hjá Signu og Leiru. Flugvélar bandamanna réð- ust í gær einkum á samgöngu- miðstöðvar Þjóðverja fyrir austan Signu ög norðan Leiru (Loire). Reyna þeir með því að einangra vígvellina frá öðrum hlutum Frakklands. á cello. 21.15 Upplestur: Bréf Gutt- orm 'H^llsonar úr Barbaríinu (Bjarni Vilhjálmsson cand. mag.). 21.35 Hljómplötur: Litháisk lög. Orustan um Varsjá mesta viðureign síðan Stalingrad Tng:þn§andir borgrarbúa látnir rei§a götnvirki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.