Vísir - 16.08.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 16.08.1944, Blaðsíða 2
VISIR -M m _____ . _____ VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 6 0 (fimm línnr). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Veikföllin. ritthvert alvarlegasta vanda- mál hvers þjóðfélags, sem fengið hefir til þessa ófullnægj- andi lausn, en ráða verður fram úr, eru ýmsir þættir at- vinnulífsins og þá viðhorfin til verkalýðsins fyrst og fremst. Lausamenn í erfiðisvinnu njóta lítils öryggis. Þótt þeir hafi vinnu í dag, geta þeir verið at- vinnulausir á morgun. öryggið er hverfandi lítið. Af því leið- ir aftur að þessir menn reyna að tryggja afstöðu sína með hækkuðum launum frá degi til dags og ári til árs. Alið er á kauþkröfunum af mönnum, sem sjá sér fyrst og fremst pólitískan hag í að skapa og efna til vinnudeilna, verkfalla og verkbanna eftir ástæðum. Alið er á þvi að í ýmsum öðr- löndum njóti verkamenn, t. d. iðnverkamenn mun betri kjara en hér, en engin ástæða sé til að ætla, að íslenzkir iðnrekend- ur geti ekki greitt sama kaup og þeir erlendu. Hér er þó ó- líku saman að jafna. Erlendis er vélaiðja miklu meiri en hér og afköstin margföld á hverj- um vinnutíma þar af leiðandi, miðað við það, sem hér gerist yfirlcitt. Þetta eitt og út af fyrir sig getur réttlætt hærra kaup iðnverkamanna þar en hér, en auk þess koma svo mörg atriði önnur til greina, sem skapa aðstöðuna, — gera hana hæga eða óhæga eftir at- vikum og skal ekki farið nán- ar út í þann samanburð að sinni. Eigi hinsvegar að haldast vinnufriður hér í landi og eðli- leg þróun atvinnuveganna að eiga sér stað, verður að sjá fyr- ir því tvennu, að verkamenn njóti viðunanlegra kjara, en hinsvegar að atvinnulífið geti dafnað, þannig að það hvorki hrörni né hjakki í sama farinu. heldur reynist þess um komið að taka á móti hlutfallslegri fjölgun þjóðarinnar, miðað við þann þátt, sem atvinnugrein hver. á í atvinnulífinu. Hlúa þarf jafnframt að öllum nýj- um atvinnugreinum, þannig að þær 'verði ekki kæfðar i fæð- ingu, ef að þær má telja líf- vænlegar á annað borð. Verka- menn og vinnuveitendur hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu efni, þótt ýmsir áróðursmenn hafi reynt að telia almenningi trú um þá firru. að hagsmunirnir séu önd- verðir. Atvinnurekandanum er mikils virði að geta rekið fyrir- tæki sitt án tilfinnanlegra trufl- ana, en verkamönnum er engu siður mikils virði að geta notið fastrar og öruggrar atvinnu og sæmilegra lífskjara, bæði að því er afkomu og Öryggi snertir. Til ])ess að þetta megi lánast verð- nr að sætta hina stríðandi að- iln. — finna sanngjarna og ó- véfengjanlega lausn á málinu þar sem báðir aðilar bera sann- giarna. þóknun úr býtum og nióta s'æmilegra lífs- og fram- tíðarskilvrða. Það er tilgangs- Iaust að beria höfðinu við stein- inn og neita fyrirfram allri lausn, sem eitthvað kann að víkja frá því, sem verið hefir. Sigurður Guðmundsson arkitekt gerir uppdrátt að minnismerki Jóns Arasonar. Jóns Arasonar-dagur á Hólum. Jóns Arasonar hátíð var hald- in að Hólum s.l. sunnudag, að yiðstöddu miklu f jölmenni. Um 400—500 manns munu hafa verið bar viðstaddir í undur- fögru veðri og var glampandi sólskin allan daginn. Hátíðin hófst á því, að sira Bjarni Jónsson vígslubiskup prédikaði í Hólakirkju, en kirkjukór frá Sauðárkróki ann- aðist sönginn. Eftir messu flutti Brynleifur Tobiasson menntaskólakennari á Akureyri erindi um Guðbrand Þorláksson Hólabiskup,og Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörð- ur erindi um Hólakirkju. Við þetta tækifæri afhenti Matthías til Hólakirkju tvær gamlar mál- aðar biskupamyndir af Hóla- biskupum, þeim Guðbrandi Þor- lákssyni og Gísla Magnússyni, ennfremur gat fornminjavörður þess, að Jóhannes Reykdal í Hafnarfirði hefði gefið til Hóla- kirkju þrefalda eikarhurð fyrir forkirkjuna, er væri nákvæm eftirlíking af hinni upphaflegu kirkjuhurð. Guðbrandur Björnsson pró- fastur þakkaði ræðumönnum, og ennfremur gjafir þær, er Hólakirkju hefðu borizt. Seinna um daginn flutti Sigurður Sig- urðsson sýslumaður Skagfirð- inga erindi, þar sem hann skýrði frá fyrirhuguðu minnis- merki Jóns Arasonar og sýndi jafnframt teikningu af minnis- merkinu, sem Sigurður Guð- mundsson arkitekt hafði gert. Hugmynd Sigurðar er af turn- byggingu, er stæði rétt við sjálfa kirkjuna. Á eftir erindi sýslumanns tal- aði Sigurður Guðmundsson arkitekt og skýrði hugmynd' sína um minnismerki Jóns Ara- sonar. Að ræðum loknum hélt Hóla- nefnd fund og á honum var samþykkt tillaga þess efnis, að gera brent merki af hinu fyrir- hugað mihnismerki, ásamt kirkjunni og selja það lil ágóða fyrir minnisvarðann. Heyskapur hefir gengið yfir- leitt vel í Skagafirði að undan- förnu. Tíðarfar hefir verið liag- stætt og spretta í meðallagi. Ut- lit er fyrir góða kál- og rófna- uppskeru í görðum, en aftur á móti féll kartöflugras i júlí- mánuði, svo að horfur eru á, að kartöfluuppskera verði lítil. Pencillin notað í fyrsta skipti hér á landi. Nýlega hefir hið nýja lyf pencillin, sem unnið er úr sér- stakri myglutegund, verið not- að í fyrsta skipti hér á landi. Var sjúklingi á Landspitalanum gefið lyf þetta. Hafði hann orð- ið fyrir slysi og fékk blóðeitrun upp úr því. Var hann mjög þungt haldinn, en er nú á bata- vegi. Pencillin mun ekki vera •til hér á landi nú, en stjórnar- völdin munu hafa gert ráðstaf- anir til þcss að afla þess og fá það flutt loftleiðis frá Ameríku, að þvi ér Kristinn Stefánsson læknir tjáði blaðinu nýlega. — Hann kvað og lyf þetta geym- ast óskemmt mjög stuttan tíma eða aðeins um 3 mánuði og yrði því, er tekið væri að nota það, að leitast við að láta það ekki vera lengi á leiðinni og afla þess oft með stuttu millibili. 4,9 milljs kr. óhag- stæður verzlun- arjöínuður. Verzlunarjöfnuðurinn er það sem af er árinu, eða janúar— júlí, óhagstæður um 4,9 millj- ónir króna. Alls hefir verið innflutt sjö fyrstu mánuði ársins fyrir 137,4 millj. króna, en út fyrir 132,5 milljónir. Á- sama tíma í fyrra voru vörur fluttar inn fyrir 137,9 millj. króna, en út fyrir 139,8 millj. kr. og hefir verzlunar- jöfnuðurinn þá verið hagstæð- ur um tæpar 2 millj. kr. I júlímánuði þessa árs varð verzlunarjöfnuðurinn óhag- stæður um 5,8 millj. kr. Nam innflutningurinn í þeim mán- uði 22,8 millj. kr., en útflutn- ingurinn 17,0 millj. kr. Hafníirðingar og Vest- I mannaeyingar keppa. Annað kvöld hefst í Hafnar- firði bæjarkeppni í frjálsum íþróttum milli Hafnfirðinga og Vestmanneyinga. Mót þetta mun standa yfir í 2 daga. I fyrrasumar fór fram samskon- ar keppni milli sömu aðila, en þá var hún háð í Vestmanna- eyjum og sigruðu Vestmanna- eyingar. Tveir keppendur frá hvoru félagi taka þátt í keppni í liverri íþróttagrein, en sami maður má ekki keppa nema í 3 íþróttagreinum í mesta lagi. Keppt verður að þessu sinni í 11 íþróttagreinum, þ. e. í’öll- ■ um köstum og stökkum og auk þess í 100 og 200 m. lilaupi og 4x100 m. boðhlaupi. Mótið fer fram á nýgerðu æf- ingasvæði, sem Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefir gert og vígt verður við þetta tækifæri. Æfingasvæðið er á svonefndum Hörðuvöllum, rétt fyrir ofan Barnaskólann. Margir af fremstu íþrótta- mönnum landsins taka þátt í móti þessu, svo sem Oliver Steinn o. fl. Bandaríkjamenn hafa tekið þorpið Putangs vestur af Argen- tau. en með viðsýni og sanngirni má vafalaust leysa þessi viðkvæmu deilumál til frambúðar, skapa þannigj einstaklingunum og þjóðfélaginu sjálfu meira ör- yggi, en vitanlega skiptir það þjóðfélagið höfuðmáli, hvort atvinnulífi í landinu má uppi halda án skaðsamlegra og eyði- leggjandi truflana, vinnudeilna og stöðvunar á framleiðslu. Á undanförnum árum hefir þróunin miðað að því vegna gagnkvæmra öfga, að eyða öll- um vinnufriði og öryggi og skapa lýðræðinu dauðameinið, ef svo heldur áfram. Sú hætta vofir ávallt yfir, að öfgaflokk- ar uppskeri ávextina af striti annarra og stórdeilum vegna kjarabóta í einni og annarri myn'd. Skammsýnin getur graf- ið rætur undan ríkjandi lýð- ræði, þannig að óróaflokkum gefist færi á að friða þjóðfé- lagið með ofbeldi í upphafi og einræði til langframa. Slíkt er ógæfusamleg lækning á mein- inu og of harður dómur, sem alþjóð kallar þannig yfir sig. Nú er ástandið hér í landi svo, að ekkert ár líður án þess að vinnustöðvanir verði, langar eða skammar. Allt logar í deil- um um aurana og krónurnar, en engin varanleg lausn hefir fundizt til að setja deilur þess- ar niður. Nú er komið á ýztu nöf, en hvenær verða þessi mál tekin það alvarlega, að reynt verði að finna á þeim einhverja viðunandi og varanlega lausn? r Scrutator: O A. TZjoudAbi aÉm&iwwfys Eggert Stefánsson. Það er mörgum gleðiefni, að Eggert Stefánsson efnir til hljóm- leika á sunnudaginn. Það er orðið langt síðan Eggert hefir látið til sín heyra hér í bænum, og valda því margar orsakir, þótt aðalorsök- in tnuni vera sú, hversu erfitt er að 'fá husnæði til hljómleikahalds. Hópur vina Eggerts hefir nú.ráðið fram úr þessum vanda með vin- | semd og aðstoð amerísku herstjóm- arinnar, sem léð hefir hið rúmgóða og ágæta leikhús hersins, Tripoli- j leikhúsið, sem er sunnan við Há- skólann, andspænis Loftskeytastöð- inni. Þetta leikhús er byggt með braggalagi, nema miklu stærra en almennir braggar, og gerir hvolf- byggingin það að verkum að þar er ágætlega hljóðbært, góð akustik, eins og sérfræðingarnir kalla það. En það er annar kostur við hljóm- leika Eggerts á sunnudaginn, og hann er sá, að þeir verða á venju- lcgtun hljómleikatíma, klukkan kortér yfir átta, og svoleiðis hljóm- leikar hafa ekki verið haldnir hér í bænum í mörg ár. I Aðrir skemmtikraftar. Sigvaldi Kaldalóns tónskáld, bróðir Eggerts Stefánssonar, ætlar sjálfur að aðstoða hann á píanó við þann hluta efnisskrárinnar, sem Kaldalóns hefir sjálfur samið — hin vinsælu og elskulegu Kaldalónslög. En Páll ísólfsson, sem aðstoðað'hef- ir Eggert á ótal hljómleikum í síð- astliðin 30 ár, verður honum til að- j stoðar við íslenzk þjóðlög, radd- : sett af Sveinbirni Sveinbjömssyni, j og nokkur Iög eftir íslenzkahöfunda, j þar á meðal eitt, er Páll hefir sjálf- ur gert. — Vilhjálmur Þ. Gísla- son skólastjóri ætlar að mæla nokk- ur ávarpsorð í tilefni þess að kon- sertinn verður með talsveit sérstök- um hátíðabrag, og Lárus Pálsson leikari ætlar að lésa upp til þess að gera skemmtunina f jölbreyttari. Eg fæ varla séð að í langan tíma hafi verið boðið upp á lætri né menn- ingarlegri skemmtun, og því furðar það mig lítt að mikil eftirspurn hef- ir verið eftir miðum, enda höfðu forstöðumenn konsertsins þá for- sjálni að hefja sölu fyrir nokkrum vikum, jafnvel áður en endanlega var ákveðið um, hvar og hvenær hljómleikarnir yrðu, haldnir. Hlustar á Eggert. Eg hitti í gær roskna Reykjavík- urdömu. Hún er kvenna menntuð- ust og frábærlega hljómvís og söngvin. Hún kvaðst hlakka mikið til hljómleika Eggerts. „Það getur vel skeð að yður þyki Eggerti hafa farið aftur,“ sagði hún. Eg „pró- testeraði". „En fyrir mér — hélt hún áfram — er hann alltaf hinn sami Eggert, sem hreif hugi og hjörtu okkar Reykvíkinganna í gamla daga, þegar hann kom eins J og sumarblær sunnan úr löndum með farfuglunum á vorin. Og eg . hef alltaf haldið því fram, að þótt , einhverjir íslendingar hafi sungið meira eðá betur en hann, þá hefir enginn þeirra átt hans cíjúpu og hrífandi listamannslund. Og hún hefir þroskazt og göfgazt með ár- unum.“ Eg þarf engu við þessi um- ! mæli að bæta, öðru en því, að eg ætla að hlusta á Eggert, og það , skal ekkert veður lokka mig úr . bænum um helgina. Eg ætla að njóta Reykjavíkur á sunnudaginn, og um kvöldið ætla eg í Tripoli- leikhúsið — bezta söngleikahús i Reykjavíkur. Austurvígstöðvarnar: Gagnárásir Þjsð- verja á þrem stöð- um. Þjóðverjar halda nú uppi gagnárásum á þrem stöðum á austurvígstöðvunum. Gagnárásir þessar eru gerðar við austurlandamæri A.-Prúss- lands, austur af Varsjá og suður undir Karpatafjöllum. Rússar segja, að öllum þessum gagn- áhlaupum haí'i verið hrundið. Síðastliðnar fjórar vikur hef- ir 1. Ukrainuher Rússa fellt um 140,000 Þjóðverja og tekið 32,000 höndum. Á sama tíma hafa 700 þýzkar flugvélar verið skotnar niður eða teknar her- fangi, auk 2000 skriðdreka og sjálfakandi fallbyssna, 3600 fall- byssna af öðrum gerðum og 12,000 bíla. Moskitovélar réðust á Berlin í nótt og í morgun virtist margt benda til þess, að árás stæði yf- ir á Þýzkaland. Landsmót 1. fl. Akurnesingar nnnu Víking. Fyrsti kappleikur í landsmóti 1. fl. var háður í gærkveldi og hófst hann kl. 8. Víkingar og Akurnesingar kepptu og fóru leikar þannig, að Akurnesingar sigruðu með 2 mörkum gegn 0. Aðeins þessi eini leikur var háð- ur í gærkvledi. Dómari var Hrólfur Benediktsson. I kvöld keppir svo Knattspyrnufélag Hafnarfjarðar við I.R.; dómari verður Óli B. Jónsson. Handknattleiksmótið: Valur vann Hauka, Víkingur vann Ármann. Handknattleiksmót karla hélt áfram í gærkveldi og kepptu þá Haukar og Valur og síðan Ár- mann og Víkingur. Leikar fóru svo, að Valur vann Hauka með 11 mörkum gegn 8 og Víkingur Ármann með 9 mörkum gegn 4. Námsstyrkir. Menntamálaráð Islands hefir nýlega úthlutað eftirtöldum stúdentum styrk að upphæð kr. 3600,00 hverjum: Ásmundi Sigurjónssyni, til háms í hagfræði, Guðlaugi Þor- valdssyni, til náms í ensku og frönsku, ólafi Helgasyni, til náms í efnafræði, Þórdísi íngi- bergsdóttur, til náms í ensku og frönsku og Þóri Kr. Þórðarsyni, til náms í semitískum málum. Þessir stúdentar allir, nema Guðlaugur, stunda nám í Bret- landi. Suður-Frakklandu Frh. af 1. síðu: strandar. Er ekki ósennilegt, að þær fregnir berist fljótlega, að hann liafi gengið á land í S.- ‘ Frakklandi. Það er nú talið víst, að amer- íski hershöfðinginn Devers stjórni innrásinni undir umsjón ! Wilsons. Undirbúningurinn. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær, höfðu bandamenn hert mjög loftárásir sínap á suðurströnd Frakklands og upplöndin þar síðustu viku. , Þann stutta tíma voru 10 brýr j eyðilagðar í árásum og 11 að j auki laskaðar, sex skotfærabúr | sprengd upp, 60 flugvélar eyði- j Iagðar á jörðu, 6 skipum sökkt, I margar verksmiðjur lagðar í rústir og 164 fallbyssustæði sprengd upp. J Ö T U N N STEYPIR ÞAÐ! Vér höfum nýlega stækk- að málmsteypu vora um helmmg og höfum ágætum verkmönnum á að skipa. Getum nú tekið að oss ým- iskonar I jáin- og málmsteypu til skjótrar afgreiðslu. — Tökum að oss modelsmíði, ef óskað er. VELSMIÐJAN JÖTUNN H/F HRINGBRAUT MATSÖLU rekum við undirritaðar framvegis á Laugavegi 72 o g Vesturgötu 48 hér í bæ, en veitinga- starfsemi, sem þar hefir verið, hættir að öðru leyti. J. H. og E. I. Valdimarsdætur. Lítið iðníyrirtæki er til sölu. Trygg at- vinna fyrir 1—-2 menn. Upplýsingar gefur Jón Arinbjörnsson. Sími 2175. Rafmagnsmótora fyrir 220 volta rið- straum, V4, V2, %, 1, 2, 3 og 5 hestafla, hefi eg fyrirliggjandi. Jón Arinbjörnsson, Öldugötu 17. Sími 2175. Grjótkrani, með stóru handsnúnu spili er til sölu. Uppl. í síma 1866. 5 manna bíll til sölu í góðu standi Lindargötu 63 A. — Komin heim. Ragnheðiur Guðmundsdóttir ljósmóðir Laugavegi 83. — Sími 3356.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.