Vísir


Vísir - 16.08.1944, Qupperneq 3

Vísir - 16.08.1944, Qupperneq 3
VISIR BæjaF fréiiír Næturlæknir. LæknavarSstofan, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki. Næturakstur annast B. S. í., sími 1540. Útvarpið í kvöld. art Kl. 1925 Hljómplötur: Óperu- lög. 20.30 Útvarssagan (Helgi Hjörvar). 21.00 Hljómplötur: ís- lenzldr einsöngvarar og kórar. 21.10 Erindi: Horft um öxl og fram á lei'ð, II. (Brynleifur Tobíasson menntaskólakennari). 21.35 Hljóm- lötur: Symfóniskir dansar eftir Grieg. Mishermi var þaÖ í frásögn blaðsins um Ágst Jósefsson heilbrigðisfulltrúa í fyrradag að hann hefði verið meðal stofnenda prentsmiðjunnar Guten- berg. Þegar hún var stofnuð var Ágúst erlendis og átti því enga hlut- deild að þvi máli. Frá Breiðfirðingafélaginu. Ferð um Borgarfjörð. Farið verður frá Búnaðarfélagshúsinu næstkomandi laugardag kl. 14. Ekið um Kaldadal og tjaldað í Húsa- fellsskógi. Á sunnudag verður ekið um Hálsasveit og Bæjarsveit á Hvalfjarðarveg og til Reykjavíkur. Farmiðar fást á morgun í Hattabúð Reykjavíkur, Laugavegi 10. Ragnheiður Guðmundsdóttir ljósmóðir, biður þess getið að hún sé aftur komin heim. Sími hennar er 3356. 3. flokks knattspyrnumótið hefst klukkan 7.30 í kvöld (mið- vikudagskvöld) en ekki á fimmtu- dagskvöld eins og skýrt var frá í hinum blöðúnum. Leika þá Fram —Víkingur og K.R.—Víkingur. Happdrætti Frjálslynda safnaðarins Upp kom nr. 19910 Dregið var í happdrætti Frjálslynda safnaðarins á skrif- stofu brogarfógeta í gærkveldi. Gerði það 5 ára gömul telpa og kom upp númerið 19 9 10. Eigandi þessa miða fær því sumarbústað og bifreið, og er hann beðinn að gefa sig fram við Stefán A. Pálsson, Varðar- húsinu. Enginn hafði í morgun gefið sig fram, að því er Stefán tjáði blaðinu. Umferðarhömlur í Paris. Hringuiinn þrengist um Evrópuvirkið Það mun nú vera komið fram sem Eisenhower sagði á mánu- dag, að mikil tíðindi mundu geta gerzt í þessari viku. Þá var almennt álitið, að þessi tíðindi mundu gerast í Normandie, því að dagskipan sú frá Eisenhower, sem hér er vitnað í, hvatti hersveitir bandamanna til að leggja sig þar meira fram en nokkuru sinni. En nú virðist ljóst, að þetta hefir verið rósamál hjá Eisen- hower. Það er ekki fjarri lagi að líta svo á, að innrásin í Suð- ur-Frakkland hafi verið stór- viðburðirnir, sem gerast áttu í þessari viku. Möguleikar bandamanna. Enginn getur neitað því, að möguleikar bandamanna til að vinna skjótan sigur hafa vaxið stórlega með því að þeir hafa náð fótfestu í Suður-Frakk- landi. Þeir hafa nú tækifæri til að komast að baki „Gotnesku lín- unni“ á Italíu, þar sem Þjóð- verjar liyggjast að stöðva sókn bandamanna norður skagann. Aðrir möguleikar eru þó enn girnilegri, nefnilega að sækja vestur með ströndinni og síð- an norður á bóginn til að taka höndum saman við heri þá, sem komnir eru inn í Frakkland að norðan. Er líklegast, að mest kapp verði lagt á þetta, því að hægara er að fara með heri í þá átt en í áttina til ítalíu, got- nesku línunnar. Og Rón-dalur- inn er þjóðleiðin norður frá Suður-Frakklandi. Aðeins aukasókn? Einnig getur það átt sér stað, að þetta sé aðeins aukasókn, þó í stórum stíl sé, til þess gerð að dreifa kröftum Þjóðverja enn meira en orðið er. Um það verður vitanlega ekkert sagt að svo komnu máli, en hvort sem þetta er innrás í stórum stíl eða ekki, þá er liitt víst, að hún eykur enn stórlega á erf- iðleika Þjóðverja, sem voru vissulega orðnir miklir. Þjóðverjar hafa sett á um- ferðarhömlur í París. Bannið gekk í gildi aðfara- nótt sunnudags og stendur frá átta að kveldi til sex að morgni. Þýzku yfirvöldin segja, að þetta sé gert til að gera auðveldari sambúð þýzku hermannanna og almennra borgara. Til þess að sýna borgarbúum að þeir séu við öllu búnir, hafa Þjóðverjar haldið mikla her- sýningu í Paris. Kaizp og k|ör idnfélasra. Stjórn Fulltrúaráðs verklýðs- félaganna í Reykjavík hélt í síð- astliðinni viku tvo fundi með formönnum þeirra iðnfélaga, sem í Fulltrúaráðinu eru. Rædd voru kaup- og kjara- mál og viðhorfið næstu mán- uði. Á fundinum var alger ein- ing um nauðsyn þess, að iðn- félögin hefðu samráð um kaup- og kjaramál meðlima sinna, til þess að komizt verði hjá óþörfu misræmi á þessum sviðum. Einvalalið. Blaðamenn, sem fylgjast með innrásarhernum, segja að þarna sé kjarninn í liðinu þaulæfðar úrvalssveitir, sem hafa barizt mánuðum saman við Þjóðverja umhverfis Miðjarðarhafið og jafnan borið hærra hlut. Við þetta bætist svo, að varn- ir Þjóðverja voru furðanlega veikar, þegar gengið var á land þarna. Blaðamaður, sem flaug í njósnavél með flutningavél- S um bandamanna, er þær fóru til að senda menn niður í fall- hlifum ,skýrði frá þvi, að þótt flogið hefði verið mjög lágt, var ekki hleypt af einu einasta skoti á flugvélahópana. Það er erfitt að finna skýringu á sliku aðgerðaleysi Þjóðverja. Og þá vaknar sú spurning, hvort nokkuð sé hæft í þeim fregn- um, sem borizt hafa frá Norð- ur-Spáni, að Þjóðverjar séu raunverulega að flytja lið sitt frá Suður-Frakklandi, og hafi aðeins smá-setulið hingað og þangað — sé með öðrum orð- um að stytta víglínu sína enn einu sinni. Ur því sker reynslan. S t ú I k u vantar strax í eldhúsið | á > Elli- og hjúkrunarheim- i ilinu Grund. Uppl. gefur ráðskonan. f.4HI J.ýív J-I JrT ,1 Súðin Burtför kl. 9 í kvöld. Árni Ólafsson: Jón Islend- ur og fleiri sögur. — Reykjavík 1944. Prent- smiðjan Edda h.f. Um efni þcssarar bókar seg- ir höfundur svo í formála: „Þessi hók sldptist í frásögn- ina af Jóni Islending, fremst í hóldnni, og svo smásögur þar á eftir .... Til eru í heimi hug- myndanna einskonar persónu- gervingar liinna ýmsu þjóða, t. d. Jón Boli, sem táknar Eng- lendinga, Marianne, sem tákn- ar Frakka o. s. frv. Nú er Jón algengasta mannsnafnið með oss, og bjó eg þvi til heitið Jón Islendingur, sem ég liugsaði mér sem einskonar persónu- gerving Islendinga. Og þennan heiðursmann, þessa persónu, læt ég svo í samnefndri frá- sögu minni upplifa ýmis mikil- væg atriði í Islandssögunni. Þessi tilraun mín með Jón Is- lending á sér ekkert fordæmi, svo mér sé kunnugt —- hún er frumleg í liæsta máta. Markmið mitt er að lesand- inn í gegnum Jón Islending fái hrot af Islandssögunni sem per- sónulegri reynslu, rétt eins og hann hefði sjálfur lifað hana gegnum aldirnar. Til þess að gera þetta ennþá meira lifandi fyrir lesandanum, hefi ég frá- sögnina í nútíð, eins og hún sé einmitt að gerast þá stundina, sem lesandinn les hana. — Auk þess er markmið mitt gaman- semis-frásögn.“ Það verður ekki annað sagt, en að höf. hafi náð tilgangi sín- um með tilraun þessari, því að það er gaman að lesa hana, og frumleg er liún. Þótt Mark Twain láti að vísu, í einni sögu sinni, nútímamann amerískan lifa urn skeið með Artúr kóngi og köppum hans, aftur í grárri forneskju, þá er þar öðruvísi á málum haldið, og er hér um enga stælingu að ræða. I lcaflanum um „eldgos og harðindi“ er ekki um neina gamansemi að ræða, enda er efnið ekki vel til slíks fallið, — en aftur á móti ber mjög á gamni í bréfi Jóns Islendings til Ólafá konungs Haraldsson- ar, og er það að vonum, þvi að um alvöruna í svari Einars Þveræings varð ekki bætt — og því eina ráðið að slá á gamans- strengina. Um smásögurnar er það að segja, að það er gaman að þeim og þær eru frumlegar, en sums- staðar er þar lagt á tæpasta vaðið eða farið út á yztu nöf hins sennilega, t. d. í sögunni „Afbrýðisemi við dauðans dyr“, þótt raunar sé erfitt að segja, hvað sé mögulegt og hvað ekki í þessum efnum. — Teikningar eru í bóldnni eft- ir listmálarana Ásgrím, Kjarval og Jón Þorleifsson — og auk þess eftir höfundinn. Jakob Jóh. Smári. Frakkar fljotir tift nppreistar. Utvarp frjálsra Frakka í Brazzaville í Afríku segir, að Frakkar hafi verið fljótir til að hlýða orðum DeGaulle. Segir útvarp þetta, að Maqui- herinn svonefndi hafi þegar í gær sezt um nokkur þorp, sem vegir lágu um, er Þjóðverjar notuðu mikið. Auk þess hafa blossað upp skærur víðsvegar um landið, en ennþá er ekld hægt að gera sér grein fyrir því, hversu víðtækar þessar hernaðaraðgerðir eru. Maqui-herinn lætur mest til I sin taka í Jura-Ölpunum, enda j er ei’fiðast fyrir Þjóðverja að ! beita vélahergögnum sínum | l>ar. Auglýsing frá „ > atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu. Þeir, sem hafa sent ráSuneytinu umsóknir um kaup á fiskibátum frá SvíþjóS, geta skoðað uppdrætti, smíSalýsingar og fram- komin tilboS bjá Fiskifélagi Islands, næstu daga kl. 1—3. AS lokinni téSri athugun verSa þeir, sem óska aS gerast kaupendur bátanna, aS staS- festa skriflega fyrri umsókn sína og láta fylgja greinargerS um greiSslumöguleika sína. Reykjavík,-14. ágúst 1944. Dráttarvextir. Dráttarvextir falla á tekju- og eignarskatt ársins 1944, hafi gjöld þessi ekki veriS greidd aS fullu í síSasta lagi föstudaginn 8. september næstkomandi. Á þaS, sem þá verSur ógreitt, reiknast drátt- arvextir frá gjalddaga, sem var 15. júní síSastliSinn. Reykjavík, 15. ágúst 1944. Tollsf jóraskriistofan Hafnarstræti 5. B A N N. Berjatínsla stranglega bönnuS í Lónakots- landi, GarSahreppi. - t í Sæmundur Þórðarson. HÚSEIGNIN Hrísateigur nr. 1 (HappdrættishúsiS) er til sölu. TilboS sendist mér. Guðlaugur Þorláksson, Austurstræti 7. — Sími 2002. EIKARSKRIFBORÐ fyrírliggjandi. Trésmíðavinnustoían Mjölmsholti 14. — Simi 2896. Tökum upp í dag: Amerískar Dragtir, Kápur, allar stærðir; Kjóla og Drengjafrakka. LíFSTYKKJABÚÐIN Hafnarstræti 11. — Sími 4473. Þökkum innilega öllum nær og fjær, sem sýnt hafa okkur vinsemd og hluttekningu í veikindum og við andlát dóttur okkur, Sigurborgar Þórlaugar Káradóttur, og tóku þátt í útför hennar. Guð blessi ykkur öll. Júlíana Stígsdóttir, Jón Kári Kárason. Bærinn semur um kaup á stræ is- vögnunum. Frá skrifstofu borgarstjóra hefir blaðið fengið eftirfarandi upplýsingar um stræiisvagna- máhð. Samkvæmt gildandi lögum veitir póstmálastjórnin sérleyfi til strætisvagnaferða i kaup- stöðum til þriggja ára í senn, og skal það veitt að fengnum tillögum hlutaðeigandi bæjar- stjórna. Sérleyfi það, sem Stræt- isvagnar Reykjavíkur h.f. hafa liaft til fólksflutninga i Reykja- vík var útrunnið 1. marz s. 1. og sótti félagið um nýtt sérleyfi með bréfi til póstmálastjómar- innar, dags. 19. jan. s. 1. Um- sókn þessi var send til umsagn- ar hæjarstjórnar, en það var eigi gert fyrr en 2. marz s. I., ,þ. e. fyrst að sérleyfistímanunx liðnum. Á meðan þessu fór fram hafðf á fundi hæjarstjómar hinn 10. fehr. s. 1. komið til atkvæða til- laga um, að bæjarstjórnin tæki hið allra fyrsta i sínar hendur strætisvagnaferðir i gænum. Til- lagan var felld með jöfnum at- kvæðum, 7 gegn 7. , Þessi tillaga og úrsht hennar urðu til þess, að Strætísvagna- félagið taldi starfsgrundvöll sinn of veikan. Gerði það þvfi samþykkt um það 25. febr., a® fara fram á 10 ára sérleyfi eða bjóða bæjarfélaginu vagnana að öðrum kosti til kaups. Tilkynnti félagið bæjarstjórn þetta með bréfi dags. 10. marz. Eftir móttöku síðara bréfsins varð að líta svo á, að þýðingar- laust væri að taka ákvörðun um þriggja ára sérleyfi, að svo stöddu a. m. k. Bæjarráð fól þeim Valgeiri Björnssyni liafnarstjóra og Er- lingi Ellingsen verkfræðingi að meta eignir Strætisvagnafélags- jns. Mati þeirra var lokið 25. maí, og voru samkv. því 20 vagnar félagsins taldir 800.000 króna virði, en húseign félags- ins við Hringbraut 770.000 kr. virði. Varahlutar til bifreiða og áliöld eru ekki meðtalin í þessu matsverði. Er bæjarráð hafði enn íhug- að málið, samþykkti það einum rómi á fundi sínum hínn 30. júní s. 1., að það vildi ekki mæla með kaupum á grundvelli mals- ins og teldi lieldur ekki fært að mæla með þvi, áð félaginu yrði veitt 10 ára sérleyfi, þar eð ó- lieimilt var samkv. lögum að veita það nema til 3ja ára. Er málið skyldi koma til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstj. 6. júlí, fékk borgarstjóri því frestað, þar sem hann hafði þá fengið vitneskju um, að í ráði væri, að félagið mundi stöðva* starfrælvslu sína, ef úr hvorugu yrði, 10 ára sérleyfi né kaupum bæjarins, en of viðurlilutamikið virtist, að svo nauðsynlegur rekstur sem strætisvagnaférðir- yrði stöðvaður án þess að frek- ara yrði að gert. Bæjarráð tók málið síðan til meðferðar að nýju og voru samningaumleitanir hafnar við stjóln Strætisvagnafélagsins. Á meðan á þeim stóð sögðu allir eða flestir bílstjórar félagsins upp störfum sinum hjá félag- inu frá 20. ágúst n. k. að telja. Mun Jietta hafa orðið til þess, að Strætisvagnafélagið tilkynnti borgarstjóra með bréfi, dags. 2. ágúst s. 1., að það óskaði „eftir álcveðnu svari bæjarins um það, livort liann æskir að kaupa eign- ir félagsins, fyrir næstkomandi þriðjudag, 8. ágúst, þar sem fé- lagið mun, að þeim tima Iiðn- um, gera ráðstafanir til sölu á eignum sínum“. Bæjarráð taldi sig skv. þess- um gögnum og öðrum, sem fyrir hendi voru, hafa féngið) Frh. á 4. síðu. $> X

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.