Vísir - 23.08.1944, Síða 1
Hltstjórar:
Rristján GuðlaugssoQ
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3.xhæð)
Rltstjórar 1 Bladamenn Slmti
Auglýsingar i 1660
Gjaldkerl S llnur
Afgreiðsla
34. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 23. ágúst 1944.
189. tbl.
BANDAMENN ERU MEIRA EN HALFNAÐIR
TIL SVISS ÚR NORÐVESTRI QG SUÐRI.
Komnir til
Sens fyrir
suðaustan
Paris.
Eru nyrzt 6 km.
frá Signuósum.
gærkveldi var það eitt lát-
ið uppi um ferðir þriðja
hers Bandaríkjamanna, að
hann hefði tekið borgina
Sens, sem er um 100 km.
fyrir suðaustan Paris.
Sens er við Yonne, sem er ein,
af þverám Signu. Þar sem Yon-
ne rennur í Signu, rétt fyrir
neðan Sens, beygir Signa norð-
austur á bóginn um skeið, en
svo aftur til suðausturs.
Nánari fregnir en áður eru
ekki fyrir hendi um brúarstæð-
in yfir Signu, en Þjóðverjar
lialda áfram að flytja allskonar
nauðsynjar og birgðir frá París.
Meira en hálfnaðir
til landamæra Sviss.
Framsveitir bandamanna eru
nú komnar meira en liálfa leið
til landamæra Sviss í loftlinu
frá Clierboúrg, en til frekari
samanburðar má geta þess, að
loftlínan frá Cherbourg til Sens
er jafnlöng loftlinu frá Sens til
Kölnar.
Framh. á 4. síðu.
Árásir á olíustöðvar.
Bandamenn héldu áfram loft-
árásum sínum í gær gegn olíu-
stöðvum Þjóðverja.
Aðalárásh’nar voru gerðar á
olíustöð í Oderdalnum, skammt
frá Breslau og tvær olíustöðvar
í grennd við Vínarborg.
Sjö liundruð og fimmtíu flug-
vélar voru sendar í þessa leið-
angra frá Ítalíu og Þjóðverjar
sendu upp fleiri flugvélar til
varnar en þeir liafa gert um
langt skeið.
Forrestall lofar
brezka flotann.
Forrestall, flotamálaráðherra
Bandaríkjanna, er á ferð um
Evrópu um þessar mundir.
Hann hefir komið í heimsókn
til aðalbækistöðva Eisenhowers
og látið í ljós mikla aðdáun á
því, hversu samvinna banda-
manna er þar góð á öllum svið-
um. Hann lét einnig í ljós mikla
aðdáun á brezka flotanum, sem
hefði hvað eftir annað unnið
afrek, sem allir hefði talið ó-
framkvæmanleg.
Norðaustur af Praga segjast
Rússar hafa tekið 50 staði, þ. á.
m. járnbraútarstöð 30 km. frá
borginni.
★
Enn einn blaðamaður hefir
farizt í Frakklandi. Ök Sher-
man-dreki yfir „jeep“ hans.
Rússar sækja iiii til
IMoesli - olíulindanna.
Tvöföld sókn inn í Rúmeniu*
Líkt og í Afríku
eftir orustuna við
Alamein.
En Kluge mun berjast
til þrautar.
Aðstaðan í Norður-Frakk-
landi er nú mjög lík því, sem
hún var eftir Alamein í Afi’íku,
ritar hermálaritari Times í
London.
Við EI Alamein tókst 8. hern-
um að gersigra Þjóðverja, þótt
þeir gerðu nokkrar tilraunir til
að stöðva hann á leiðinni til Tri-
polis. Nú hefir bandamönnum
tekizt að gersigra 7. her Þjóð-
verja, svo að hann getur aðeins
reynt að forða sér á flótta.
Eins og eftir Alamein munu
Þjóðverjar vafalaust gera til- ■
raunir til að stöðva bandamenn
og það er auðveldara i Frakk-
Indi en í N.-Afríku, vegna þess
að þarna verður umferð að
mestu að fara eftir vegum og
þá er hægt að eyðileggja eða
sprengja brj'r í loft upp.
Kluge mun berjast.
En það eru ýmsar ástæður
fyrir því, að Kluge mun berj-
ast, meðan þess er nokkur kost-
ur. Það er veigamikil ástæða,
að hann er SS-hershöfðingi og
sama er að segja um marga af
nánustu samstarfsmönnum
hans. Þeir eru nær allir á lista
Rússa yfir stríðsglæpamenn og
geta ekki bjargað sér með því
að fara að ráðum bandamanna
um að gefast upp.
Þótt þeir sjái vonleysi barátt-
unnar, munu þeir ekki gefast
upp fyrr en í fulla lmefana,
meðan þeir eiga enn einhvern
vonarneista.
Rússar hafa hafið tvöfalda
sókn inn í Rúmeníu og hafa
herir þeirra sótt fram 65—70
km. sums staðar.
Sókn þessi hófst á sunnudags-
morgim og var gerð heggja
vegna við Jassy, hina fornu
höfuðl)org Rúmeníu. Annar her
Rússa hóf sókn sína á svæðinu
milli ánna Seret og Pruth, en
liinn var austar, á háðum
böklcum Dnjestr. Þarna hefir
allt verið með kyrrum kjörum,
síðan vetrarbardagar hættu og
höfðu Þjóðverjar mikið lið
þarna, þótt þeir hafi orðið að
uppfylla mildar kröfur annars
staðar.
Herinn, sem vestar er, rauf
varnir Þjóðverja á 120 km.
breiðu svæði og sótti fram allt
að 65 km. leið. Hinn herinn rauf
varnir Þjóðverja á næstum 130
km. breiðu svæði og sótti fram
í’úmlega 70 km. Á sóknarsvæði
þessa hers eru borgimar Kisjin-
ev, Bender og Akkerman. Er
það gamalt orðtak í Rússlandi,
að sá sem hafi Bender hafi all-
an Balkanskagann.
Manntjón
38 þúsund.
Þessa þrjá daga segjast Rúss-
ar hafa fellt 25.000 Þjóðverja,
en tekið að auki 13.000 fanga.
Rússar hafa einnig tekið
nokkuð herfang og eru meðal
þess 22 skriðdrekar og 250 fall-
byssur, en auk þess segjast
Piússar liafa eyðilagt 154 skrið-
dreka og 407 fallbyssur.
Annars hefir tjón Þjóðverja
verið óvenjulega mikið síðustu
dagana, því að þeir hafa misst
á þriðja hundrað skriðdrelca
hvern daginn eftir annan.
Gagnáhlaupum
enn hrundið.
Þjóðverjar halda áfram mikl-
um gagnáhlaupum fyrir siuinan
Riga og víðar í litlu Eystrasalts-
Iöndunum, en þau hera þó ekki
tilætlaðan árangur. Rússar hafa
sjálfir unnið á í Eistlandi og er
TartU nú slitin úr sambandi að
sunnan.
12,000
Þjóðverjar felldir.
1 orustunni við herdeildirnar
þrjár, sem innikróaðar voru við
Sandomir í Póllandi, féllu um
12,000 Þjóðverjar, en rúmlega
1500 voru ieknir til fanga. Lið
þessara herdeilda hefir því
mjög verið farið að ganga sam-
an. —
Fækkar í SS.
Einn af fréttariturum brezka
útvarpsins í Frakklandi segir að
SS-sveitirnar verði nú æ meira
að gerast einskonar lögreglu-
sveitir gagnvart sjálfum þýzka
hernum. En þeim hefir verið
beitt svo oft og víða, að mjög
hefir fækkað þeim ofstækisfullu
nazistum, sem áður fylltu allar
fylkingar þeirra.
Að vísu er enginn maður
meðal foringjanna, sem trúir
ekki á Hitler og sigur hans, en
til þess að fylla i skörðin liafa
verið teknir menn í sveitirnar,
sem alls ekki munu geta talizt
tryggir, ef trúa má frásögnum
fanga. Þetta getur um síðir orð-
ið lil þess, að SS-sveitirnar bili
eins og herinn, og þegar þær
bila, liá verður allt húið fyrir
Hitler.
Tlalir eru sagðir leggja hvað
eftir annað til bardaga við
Þjóðverja að baki gotnesku lín-
unnar.
★
Þjóðverjar hafa náð Gördeler
borgarstjóra, en heita 500 þús.
marka launum fyrir upplýsing-
ar um mann, sem skaut yfir
hann skjólshúsi.
Hersveitir bandamanna
streyma inn í borgina.
König hershöfðingi, sem er yfirmaður hersveita föðurlands-
vina og var fyrir skemmstu gerður hernaðarstjóri í Frakk-
landi, gaf út tilkynningu í morgun um að Paris hefði verið
losuð undan oki Þjóðverja.
I tilkynningu Königs var sagt, að stjórnir leynisamtaka
Frakka heima fyrir hefðu tekið ákvörðun um það á laug-
dag, að gerð skyldi uppreist í Paris. Þar var fimmtíu þúsund
manna herlið, en auk þess hjálpuðu borgarbúar uppreistar-
sveitunum í hundraða þúsunda tali, þótt þeir hefði ekki vopn.
Lögregla horgarinnar gekk og í Iið með uppreistarmönn-
um og tók hún þegar aðallögreglustöðina á vald sitt, en auk
þess var gert virki á eyju úti í Signu. Síðan hefði barátta ParV
arbúa borið þann árangur, að Þjóðverjum hefði verið stökkt
úr borginni.
Síðar var sagt frá því í fregnum, að herlið bandamanna
streymdi inn í borgina og væri þeim fagnað mjög af borgar-
búum. Fara allir, sem vettlingi geta valdið, út á götur borgar-
innar, til þess að hylla þær.
Ösigur í dag eða
á morguxt.
Spurningin, sem Þjóð-
verjar verða að svara.
1 útvarpi frá London á þýzku
eru Þjóðverjar sífellt hvattir til
að steypa Hitler og semja frið.
Spurningin fyrir Þjóðverja sé
'ekki um sigur eða ósigur, held-
ur ósigur í dag eða ósigur ó
morgun: Ef hætt er að berjast
í dag, þá' verður fljótlega hægt
að hefja endurreisnina, en ef
berjast á um hvern þumlung
Þýzkalands, þá verður ckkert,
sem hægt verður að hyggja á,
þcgar blóðbaðið hættir að lolc-
um og hægt er að snúa sér að
viðreisninni.
Franska bráðabirgðastjórnin
og tékkneska stjórnin í Lon-
don hafa samið með sér um að
rifta Múnchenarsáttmálanum.
★
1 Englandi stendur nú til að
sameina öll héraðafélög náma-
manna í eitt allsherjarsamband.
Ðag:- ogf nætsir-
árásir á Jagiau.
Risaflugvirki Bandaríkja-
manna hafa gert bæði dag- og
næturárás á japönsku borgina
Yawata.
I dagárásinni var árarigur
mjög mikill af sprengjukastinu.
Margar orustuvélar réðust á
flugvirkin og voru fjögur þeirra
slcolin niður, en Japanir misstu
15 flugvélar, ef til vill 13 að
auki og tólf voru laskaðar.
Svíar veita Þjóð-
verjum þungt áfall.
Svíar hafa gert Þjóðverjum
mikinn óleik.
Sænska tryggingaráðið hefir
ákvcðið að tryggja ekki sldp,
sem eru í siglingum til Eystra-
saltshafna Þýzkalands. Þann
11.'þ. m. var hætt að tryggja
skip, sem sigla til Norðursjáv-
arhafna.
Þetta er mikið áfall fyrir
Þjóðverja, því að sænsk skip
héldu uppi mestum hluta flutn-
inganna milli landanna.
Komnir inn í Gren-
obfe frá Miðjarðar-
hafi.
Fangatalan komin
upp í 17.000.
j^tta dagar voru í gær liðn-
ir frá því að bandamenn
gengu á land í Suður-Frakk-
landi og í gær fóru fram-
sveitir þeirra inn'í borgina
Grenoble, 90 km. frá þyon.
Undanfarið hefir verið mjög
hljótt um fei’ðír þeirra her-
sveita bandamanna, sem lengst
liafa verið komnar upp í land
í Suður-Frakklandi, en nú hefir
hlæjunni verið svipt af ferðum
þeirra og er sóknin hraðari en
nbkkurn óraði fyrir. Er óhætt
að fullyrða, að sjaldan eða aldrei
hefir verið sótt eins liratt fram
um langan tíma í upphafi inn-
rásar.
Grenoble er 220—30 km. í
loftlíuu frá Miðjarðarhafi og
hafa hersveitirnar, sem til borg-
arinnar eru konmai’, þvi farið
að jafnaði 28 km. á degi hverj-
um. Er leiðin norður til Genfar-
vatns miklu meira en hálfnuð
því að þangað eru taldir um 340
km. í loftlínu frá Toulon.
Vita ekki
sitt rjúkandi ráð.
Patch hershöfðingi gaf út
dagskipan í gær og sagði þar
meðat annai’s, að Þjóðverjar
væri nú svo ruglaðir, að þeir
vissu ekki sitt rjúkandi ráð og
veittu aðeins mótsþyrnu rétt
með ströndum fram. Þessi síð-
asta fregn um töku Grenoble —
sem þó þurfti ekki að taka, því
að borgin var í höndum föður-
landsvina — sýnir þetta betur
en nokkuð annað.
Harðir bardagar
í Toulon.
Frakkar eiga í liörðum bar-
dögum í Toulon. Hefir þeim
leldzt að komast í gegnum hina
öflugu virkjaröð umhverfis
borgina og eru á einum stað að-
eins um 1000 m. frá flotalœg-
inu.
Ekki er sýnt ennþá, hvernig
fer við Marseilles, cn þó er lík-
legast, að Þjóðverjar reyni að
verjast eitthvað þar líka.
Til Avignon stefna banda-
menn í fjórum svetium og mæta
lílilli mótspyrnu.
17.000 fangar.
Fangatalan er ærin sönnun
þess, að baráttuhugur Þjóðverja
er ekki mikill. í gær var til-
kynnt, að búið væri að taka um
13.000 fanga, eri á einum degi
hefir hún hækkað um 4000.
Taka handamenn nú nærri jafn-
ört fanga og síðustu dagana
1918.