Vísir - 01.09.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 01.09.1944, Blaðsíða 3
VISIR Nýr dósent við Háskólann, lón Sigtryggsson, tannlækn- 9 ir, hefir verið ráðinn dósent í tannlækningum við Háskóla Islands, frá 1. ágúst sl. að telja og frá sama tíma hefir Guðmundur Hraundal venð ráðinn kennari í tannsmíði. Er hér um alveg nýtt dósents- embætti a'ð ræða við háskólann, enda liafa eklci verið kenndar tannlækningar í háskólanum fram að þéssum tíma. Enn er með öllu óráðið, hvort kennsla byrjar nú í liaust, eða síðar í vetur, því þeir nemendur, sem ætla sér að stunda þetta nám við háskólann verða að hafa lokið fyrsta- og miðlduta prófi lækn- isfræðinnar, áður en þeir fá inngöngu í tannlæknáskólann. Læknanemar þeir sem vitað er um að ætla að leggja fyrir sig tannlækningar hafa ekki enn lokið báðum þessum prófum og meðan svo stendur getur kennsla ekki hafist við þennan sérskóla, nema eldri nemendur taki af skarið. Jón Sigtryggsson er ungur maður, 36 ára gamall, sonur merldshjónanna Sigtryggs Benediktssonar veitingamanns á Akureyri og Hjalteyri og konu hans Margrétar Jónsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi á Alcur- eyri árið 1931 og læknisprófi við háskólann hér 1937. Siðan fór hann á tannlæknaskólann í Höfn og tók tánnlæknapróf það- an árið 1939. Að því búnu var hann við framhaldsnám og var aðstoðarlæknir á árunum 1939 —1941. 1941 kom hann hingað til lands og hefir síðan verið jjraktiserandi tannlæknir hér í bænum. Jón er kvæntur Jórunni dóttur Ole Tynes, útgerðar- manns á Siglufirði. Ný kirkja vígð. Biskupinn yfir íslandi hr. iSigurgeir Sigurðsson er á förum norður að Drangsnesi í Stranda- sýslu til að vígja þar n. k. sunnu- dag einskonar kapellu, sem er sambyggð við kennslustofur í nýju skólahúsi, sem þar er verið að koma upp. Að þvi er biskupinn hefir tjáð Vísi mun slíkt fyrirkomulag á guðsliúsi vera alveg einsdæmi liér á landi en hinsvegar í alla staði mjög hentugt. f skólahúsinu eru tvær stórar kennslustofur, sem hægt er að gera að einum stórum áheyr- endasal, en þegar guðsþjónustur eru haldnar í skólanum opnast með rennihurðum í öðrum enda salsins lítil kapella með altari og prédikunarstól, þar sem sjálf prestsverkin fara fram. Viðstaddir vígsluna verða m. a. prófasturinn og prestarnir í prófastsdæminu. FRAKKLAND. Frh. af 1. síðu. Aldrei meiri yfirburðir í lofti. Bandamenn hafa alltaf liaft yfirburði í lofti, síðan þeir gengu á land í Frakklandi, en fyrstu vikurnar reyhdu Þjóð- verjar við og við að hnekkja þeim og sendu fram allmargar flugvélar. En síðan hreyfing komst á allar vígstöðvar N,- Frakklands, hefir það ekki komið fyrir dögum og vikum saman, að þýzk flugvél hafi lát- ið sjá sig. Minning-argjöf. Blindravinafélagi Islands hafa verið afhentar að gjöf iooo.oo — eitt þúsund krónur — til minning- ar um Ólaf Árnason prentara, frá vinum hans, í tilefni af 33. afmæl- isdegi hans sem er í dag 1. sept. 1944. — Stjórn félagsins biður bla'ð- ið að færa gefendunum alúðarþaklc- ir fyrif þessa höfðinglegu gjöf. 14 íþróttafélög í íþróttabandalagi Reykjavíkur. Iþróttanefnd ríkisins, I.S.I. og U.M.F.I. hafa sameiginlega gengizt fyrir stofnun Iþrótta- bandalags Reykjavíkur, og var framhalds-stofnfundur þess haldinn í gærkveldi. Fjórtán félög eru þegar orð- in aðilar bandalagsins og hafa tilnefnt fulltrúa í það. Eru þeir þessir: Frá Glímufélaginu Ár- manni Baldur Möller, frá Iþróttafélagi Háskólans Finn- bogi Guðmundsson, frá 1. R. Sigurpáll Jónsson, frá K. R. Gísli Halldórsson arkitekt, frá Fram Jón Þórðarson, frá Val Baldur Stpingrímsson, frá Víking Ólaf- ur Jónsson, frá Skautafélagi Reykjavíkur Katrín Viðar, frá Skíðafélagi Reykjavikur Iirist- ján Ó. Skagfjörð, frá Skylm- ingafél. Rvíkur Ásmundur Magnússon, frá Tennis- og bad- mintonfél. Rvíkur Guðjón Ein- arsson, frá Sundfél. Ægi Eirilcur Magnússon, frá Skátafél. Rvikur Guðmundur Ófeigsson og frá U. M. F. Rvíkur Björn Sigfússon magister. Formaður bandalagsins var Gunnar Þorsteinsson bæjarfull- trúi kosinn, en framkvæmdaráð þess skipa 4 menn ásamt for- manni, sem stjórnin kýs. Hefir kosning þeirra ekki farið fram ennþá. Að undirbúningi laga íþrótta- bandalagsins unnu þeir Steindór Sigurðsson mag. scient. frá íþróttanefnd ríkisins, Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn frá í. S. I. og Páll S. Pálsson stud. jur. frá U. M. F. I. Bæjcff5 fréttír / ALI EK allsiíonar ALiGLÝSING A- TEIKNINGAR VÖRUUMBLÐIR VÖRUMIÐA BÖKAKÁPUR BRÉFHAUSA VÖRUMERKI VERZLUNAR- MERKI, SIGLl. AUSTURSTRÆT! 12. Nýkomið: Smábamafatnaður Barnabolir Barnakot Barnabuxur Otiföt Alföt Sþmfestingar Kjólar o. m. fl. KJÖLABÖÐIN Bergþórugötu 2. Dömukjólar, svartir og margir aðrir litir. Tekið fram daglega. I.O.O.F. I. = 126918V2 = Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Harmón- íkulög. 20.30 Iþróttaþáttur l.S.Í.: Landsmót í knattspyrnu 1944 (Jens Benediktsson blaðamaður). 21.50 Strokkvartett útvarpsins: a) Til- brigði eftir Beethoven. b) Andante cantabile eftir Tschaikowsky. 21.05 Erindi: „Horft um öxl og fram á leið“, IV. (Brynleifur Tobíasson menntaskólakennari). 21.30 Hljóm- plötur: Elisabeth Schumann syng- ur. 22.00 Symfóníutónleikar (plöt- ur): Faust-syinfónian eftir Liszt. CILOREAL Franskur ekta augnabrúna- litur. E R L A, Laugavegi 12. er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Sími 1710. Krlstján Guðlaugsson n®staréttarlögmaðnr. Skrifstofutími 10—12 dg 1—6. Hafnarhúsið. Sími S40t. (xóæmæ GARÐASTR.2 SÍMI 1899 KJÓLABÚÐIN Bergþórugötu 2. IBUÐ til leigu á Eyrarbakka, 2 til 3 herbergi og eld- hús, í steinhúsi. Uppl. í síma 15, Eyrarbakka, eða 4407 Reykjq^vík. — t / n »Por til Austfjarða fyrrihluta næstu viku. — Tekið á móti flutningi til Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarð- ar, Seyðisfjarðar og Norð- fjarðar fram til hádegis á morgun, meðan rúm leyfir. „Svemr" Aætlunarferð til Breiðafjarð- ar fyrri hluta næstu viku. — Tekið á móti flutningi á mánudgainn (4. þ. m.) EIKARSKRIFBORÐ (yrírliggjandi. Trésmíðavinnustofan Mjölnisholti 14. — Sími 2896. BOLLAPORI Xorn Kagfasin BÓKABÚÐ ÆSKUNNAR Kirkjuhvoli verður opnuð aftur á morgun (laugardaginn 2. sept- ember) í rýmri og betri húsakynnum en áður var. Allar íslenzkar bækur, er út hafa komið síðarí ár. Amerískar bækur nýkomnar. - Stórt úrval. Stílabækur, Höfuðbækur, Dálkabækur. GjöriS kaup ySar í BÓKABÚÐ ÆSKUNNAR nú og framvegis. S í m i 4 2 3 5. Nokkrii tiésmiðii óskast nú þegar. Vlnna vetrarlangt. Upplýsingar á skrifstofu S.I.B.S., Lækjargötu 10 B, kl. 12,30—6 næstu daga. — Sími 5535. Auglýsing Áf engisveizlun rikisins—lyf jadeild— vantar tvær konur til ræstingar og flöskuþvotta. — TekiS verSur á móti skriflegum umsóknum til þriSjudagskvölds 5. sept. Upplýsinga um aldur og fyrri störf sé getiS í um- sóknunum. HREINGERNING. Þrifin og ábyggileg stúlka eSa eldri kona óskast strax til hreingerninga á skrifstofum félagsins.— Upplýsingar á skrifstofunni. — (Ekki í síma). Hið íslenzka steinolíutilutafelag. Vantar krakka frá mánaSamótum tii aS bera blaSiS út um Sogamýrí Seltjarnarnes. Kleppsholt. DAGBLAÐIÐ VISIB. Móðir okkar, Guðlaug Hannesdóttir, andaðist í gær að Elliheimilinu Grund. Fyrír hönd bama hennar. Gestur Magnússon. FRÖNSKU SVIKARARNIR .. .. Framh. af 1. siðu. samvinnu við Þjóðverja og und- irróður meðal frönsku þjóðar- innar. Fimmti maður er Jean Bichel- enne, iðnaðarmálaráðherra, sem afhenti ekki einungis Þjóðverj- um franska iðnaðinn, heldur gætti þess og, að sem mest yrði framleitt fyrir þá. Þá kemur Maurice Cabolde, dómsmálaráðherra, sem var um eitt skeið yfirdómari í Paris. Hann samdi ýmis kúgunarlög fyrir Vichy-stjórnina og ilaði“ Þjóðverjum að taka alla pólitíska fanga úr frönskum fangelsum. De Brignon, sendiherra Þjóð- verja í Paris, er í sjöunda sætL Áttimdi er Cliarbonneaux „drápari“, sem verið hefir yfir- maður Vichy-hersins í S.-Frakk- landi. Hann gekk á Geslapor' skóla i Bajern og hefir veri® einhver mesti óþokkinn af öll-- um Vichy-mönnnm. „Við höfum yfríð nóg af sönnunum gegn honum“, segir „líkhúsvörðurinn“ og er harð- leitur á svip. Charbonneaux heF- ir þetta að einkunnarorðum: „Fyrsta morðið kemur illa við menn, en svo venjast þeir við og þykir loks gaman að drepa.**' 1 desember á síðasa ári var~ einu sinni haldinn fundur for- ingja i Vichyhemum. Char- bonneaux gaf þá skýrslu um störf síðustu vikna og; sagði m. a.:'„Við drapum föðurinn ístað- inn fyrir son hans, en það gerír . ekkert til. Þeir hittast aftur á himnum.“ Föðurlandsvinir reyndu fyrir skemmstu að drepa Charbonne- aux í grennd við Vichy, er hann , var þar á ferð. Hann særðist, en bílstjóri hans beið bana. Níundi maður er lögreglufor- ingi, sem David heitir. Hann, starfaði í Paris. Hann er sakað-- ur um að vera valdur að dauða; Jacques Mederic, sem var með- limur þingsins í Alsir, en náðist ér hann var að leynilegum er- indagerðum í Frakklandi. Major nokkur, Le Gassan að nafni, er einnig á listanum. Hann hefir sérstaka skemmtun af að kvelja konur og lét stinga þær í brjóstin með glóandi tein- um, ti> þess að fá að vita, hvar menn þeirra væri með Maqui- hernum. Síðastur á fyrsta blaðí er Sí- mon Sabiani, fyrrverandi glæpamaður í hafnarhverfi Marseilles og nú fuljtrúi Doiiots. þar. Hann hefir fjölda morð- ingja í þjónustu sinni. Franski liðsforingínn sagði mér frá því að endingu, að rétt fyrir síðustu áramót hefði nokkrir af mönnum Sabianis ekið til þýzka fangelsisins i Nizza, þar sem þeim voru fram- seldir sex föðurlandsvinir. Viku síðar fundust lík föðurlandsvin- anna fyrir utan borgina hryllt- lega útleikin. „Það eru myndírnar af Iikum þeirra, sem þér sáuð, þegar þér komuð hérna inn“, sagði „lík- húsvörðurinn“. Næturvörður: LyfjabúfSin Iðunn. Næturakstur B. S. 1. Sími 1540. 2. fl. mótið. í gærkveldi fóru leikar jiannig, að K.R. vann Val með 1 :o. í kvöld heldur mótið áfram og keppa þá K.R. og K.H. Leiðrétting. 1 blaðinu í gær var frá því skýrt, að „hlutafélagið Síld“ ætti nýju nið- ursuðuverksmiðjuna á Akureyri. Þetta er ekki rétt, því það er „Nið- ursuðuverksmiðjan Slld h.f.“ sem á fyrirtækið. Þetta er birt hér til að fyrirbyggja misskilning, því það er annað félag á Akureyrí,.sem heit- ir „HlutafélagiÖ Síld“.,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.