Vísir - 01.09.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 01.09.1944, Blaðsíða 1
o Rltstjórar: kristján Guðlaugsson ; Hersteinn Pálsson / Skrifstofur Félagsprentsmiöjan (3.„hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla > 34. ár. Reykjavík, föstudaginn 1. september 1944. 197. tbl. HERFRÆÐIIGAR SEGJA, AÐ ORUSTUNNI UM FRAKKLAND SÉ f RAUNINNI LOKIÐ. Frönsku svikar- arnir, sem eru efstir á hlaði hjá DeOaulle. * 1 * Petain 09 Laval eru fyrstir af stórum hóp. London í gær (UP).— Pierre Laval er efstur á blaði af þeim, sem Frakkar munu taka tafar- Iaust af lífi, þegar þeir hafa verið handsamaðir. Petain marskálkur mun ekki verða tekinn strax af lífi, því að hann mun verða dreginn fyrir dómara. Þetta var mér sagt, þegar eg heimsótti þann mann I herforingjaráði de Gaulle, sem gengur undir nafninu „likhús- vörðurinn”. „Líkhúsvörðurinn“ er ró- lyndur, dökkhærður liðsforingi, sem bauð mér að líta inn í vinnustofu sína. Það fyrsta, sem eg kom auga á þar inni, voru nokkrar myndir af hryllilega leiknum líkum. „Þetta eru verk nokkurra af morðvörgunum, sem við mun- um gera höfðinu styttri á sínum tíma“, sagði „líkhúsvörðurinn“. Hann tók blöð upp úr tveim- ur skjalaskápvim. „Hér er allt ritað, sem vitað er um illvirki þessara fanta“, sagði hann. „Þeir eru allir Frakkar. Við munum krefjast reikningsskila af þeim — ann- aðhvort föðurlandsvinirnir, sem eru heima fyrir, eða stjórnin, sem sett verður á laggirnar, það er að segja, ef þessir piltar verða þá enn á lífi. Þér eruð fyrsti maðurinn, ut- an nánasta hrings foringja okk- ar, sem fær að kynnast þessum skjölum.“ Liðsforinginn sagði, að enda þótt Petain væri talinn „föður- landssvikari nr. 1“, væri ekki ætlunin að lífláta hann, held- ur á að láta fara fram réttar- höld yfir honum vegna glæpa hans í garð Frakka. Það er Laval, sem er efstur á lista þeirra, sem hafa þegar verið dæmdir til dauða. Joseph Darnand, forhertur samstarfsmaður Þjóðverja, sem var gerður innanríkisráðherra Vichy-stjórnarinnar ekki alls fyrir löngu, er næstur. Hann er talinn sá Frakki, sem er „mest hataður og fyrirlitinn“. Hann hefir löngum stjórnað hernaðin. um gegn Maqui-sveitunum. Marcel Deat, atvinnumála- ráðherra, er í þriðja sæti, fyrir að senda eina milljón franskra karla og kvenna í nauðungar- vinnu. Jacques Doriot, foringi franska fasistaflokksins og liðs- foringi í SS-hernum, er fjórði í röðinni. Hann er sakaður um Framh. á 3. síðu. Járnbrautaverkfall í Ungverjalandi. Útvarpið í Moskva skýrir frá því, að járnbrautarverkamenn í Ungverjalandi hafi gert verk- fall. Hefir þetta komið eins og reiðarslag yfir nýju stjórnina, segir Moskva, því að liún ætl- aði einmitt að veita Þjóðverjum öflugan stuðning, en nú er kom- ið í veg fyrir það. Hin nýja stjórn hélt fyrsta fund sinn í gær, til að ræða verkfallið. Þýzka fréttastofan tilkynnir, að Stojai, fyrrum forsætisráð- herrá hafi látizt í gær. Her Tékkóslóvaka hefir ía&hérvð landsizw. Her tékkóslóvakiskra frelsis- vina hefir að sögn öll innhéruð landsins á valdi sínu. Herstjórn Tákkóslóvaka gaf út tilkynningu um það, að Þjóð- verjar hefði aðeins landamæra- héruðin í austri og vestri á valdi sinu og sæki þeir á í vesturátt með miklu stórskotaliði og flug- hði. Harðir bardagar eru í grennd við Pressburg við Dóná. Pólverjar rétta fram höndina. Pólska stjórnin í London hef- ir sent Rússum tillögur til lausnar á deilu þeirra. Þar skuldbindur stjórnin sig til að láta fram fara breytingar, svo að allir flokkar eigi fulltrúa í henni, þegar landið sé orðið frjálst. Þá verði og gerður nýr vináttusamningur Pólverja og Rússa, en jafnframt verði, ef vill, fleiri þjóðir hafðar með í ráðum til að leysa „pólska vandamálið“. Pólverjar legja áherzlu á, að þeir vilji gera bandalag við Breta, Frakka og Rússa og hafa nána samvinnu við Bandaríkin. ★ Churchill hefir sent pólsku þjóðinni ávarp í tilefni af því, að 6. ár stríðsins er að hefjast. 130 rakeítn- stöðrar teknar eða eyðila^ðar. Bandamenn hafa nú tekið eða gert 120 rakettustöðvar ónot- hæfar í N.-Frakklandi. Á litlu svæði rétt vestan við Signu fundu brezkar hersveitir 14 rakettustöðvar og voru sum- ar þeirra svo nýbyggðar, að þær höfðu ekki verið notaðar. Flutn- ingaleiðir til margra af rakettu- sprengjustöðvunum hafa verið rofnar með loftárásum eða hinni hröðu sókn bandamanna síðustu tvo eða þrjá dagana. Bretar fóru til Somme — 105 km. — á tveim dögum. Knnadamenn eria komnir nærri Dleppe. m dögun í gærmorgun óku brezkar vélahersveitir inn í borgina Amiens, sem stend- ur á bökkum Somme. Höfðu þær farið 65 km. á aðeins 12 klst. Þessi síðasta sóknarlota Breta við Somme er með ein- dæmum. Þess eru engin dæmi, að nokkuru sinni hafi verið sótt svo hratt fram af vélaher og sízt þegar þess er gætt, að lengst af var ekið í náttmyrkri og helhrigningu. Fjöldi fanga var tekinn um nóttina — þýzkir hermenn, sem gefizt höfðu upp á göngunni. Bretar sóttu að Somme í þrem fylkingum og tókst þegar að komast yfir ána. 1 gær var svo unnið að því, að breikka brúarstæðið og var það orðið um 20 km. á breidd um myrk- ur. Kanadamenn nálgast Dieppe. Kanadamenn fóru yfir Signu í gær og tóku Rúðuborg. Skildu Þjóðverjar aðeins eftir fáeinar leyniskyttur. Borgin hafði ekki verið mjög illa útleikin. Síðan var haldið rakleiðis norður með ströndinni, og í morgun var sagt í fyrstu frétt- um, að Kanadamenn ætti aðeins um 25 km. ófarna til Dieppe, þar sem innrásaræfingin var gerð, sællar minningar. Suður-Frakkland. Franskar hersveitir voru í gærkveldi búnar að taka Nar- bonne, sem er 80 km. frá landa- mærum Spánar. Höfðu Frakkár ekki orðið varir við neinar ]i>rzkar hersveitir á leið sinni og mun allt þýzkt lið á bak og burt úr Suður-Frakklandi. Aðrar franskar hersveitir sækja norður á bóginn fyrir vestan Rón. Höfðu þær í gær tekið borgina Argentiére, sem er við járnbrautina norðvestur frá Nimes, álíka norðarlega og Montélimar. 1 Róndalnum sjálfum hafa bandamenn tekið borgina Val- ence. Týna Þjóðverjar óðum tölunni þarna, einkum þegar þeir ]iurfa að fara yfir ár og vatnsföll, því að þá komast bandamenn ætíð í betra skot- færi. . Hersveitir Titos bafa náð á vald sitt auðugri kolanánxu í Makedoníu í N.-Grikklandi. ★ I Bandaríkjunum eru nú í haldi 225 þús. fangar frá mönd- ulveldunum og eru látnir vinna 5rmis störf. Forseti íslands vænt- anlegur í fyrramálið. | I Forseti íslands mun væntan- legur hingað á morgun. Eftir því, sem Vísir befir frétt, er gert ráð fyrir því, að forseti komi hingað til bæjarins úr för sinni til Bandarikjanna árdegis á morgun, ef óviðráð- anlegar ástæður hamla ékki. Förin hefir þá staðið hálfa aðra viku. Minning Jóns Sigurðssonar. Slaii«Iai*áIs|aiBBeiin ■iiu■■«■ vera komn- ir til Delgín. Fara nai §öma leið «g Þjððverjar 1040. ||ernaSarsérfræSingar bandamanna segja nú hiklaust, aS „orustunni um Frakkland“ sé raunverulega lokiS, þótt bandamenn sé ekki búnir aS senda herliS til allra landshluta. Og frá Sviss berast fregnir um aS ÞjóSverjar sé aS koma sér fyrir í Siegfried-línunni. Rætt um fram- kvæmdir á Hrafnseyri. Miðvikudaginn 30. ágúst var haldinn fundur á Hrafnseyri við Amarfjörð um framtíð staðar- ins. Fundinn sátu Sigurgeir Sig- urðsson biskup, Helgi Ehasson fræðslumálastjóri, Hörður Bjarnason skipulagsstjóri, skólanefnda. og sóknamefnda- menn úr héraðinu og alþingis- mennirnir Gísli Jónsson og Ás- geir Ásgeirsson. Fundurinn var haldinn vegna þingsályktunar frá síðasta Alþingi um fram- lcvæmdir á Hrafnseyri í minn- ingu Jóns Sigurðssonar, sem þar var fæddur og uppalinn. Lýðveldishátíðarnefndin stofn- aði til fundarins og mun hún bráðlega leggja fyrir, þing og stjórn tillögur sínar um málið. Ríkisstjórnin sendir flokkunum tillögur um dýrtíðarmálin. Vísir hefir heyrt, að ríkis- stjórnin hafí sent flokkunnm tillögur til lausnar dýrtíðarmál- unum. Tíðindamaður blaðsins spurð- ist fyrir um þetta hjá Birni Ól- afssyni, fjármálaráðherra, í morgun og skýrði liann blaðinu frá því, að þetta væri rétt, en vildi ekki gefa- neinar upplýs- ingar um það í hverju tillögurn- ar eru fólgnar. Stjórnin mun leggja þessar tillögur fyrir Alþingi í frum- varpsformi, er það kemur sam- an. Rússar komnir að landamærum Búlgariu. Sækia og veslui með Dóná. Brezka útvarpið skýrði frá því kl. 10 í morgun, að framsveitir Rússa væri komnar suður að landamærum Búlgaríu. Þessi fregn hefir ekki verið staðfest með opinberri tilkynn- ingu í Moskva, enda gefur her- stjórnin ekki út tilkynningar sínar fyrr en að kveldi. En hraðinn í sókn Rússa befir ver- ið svo mikill síðustu dagana, að þetta er mjög sennilegt. Jafnframt því, sem Rússar stefna suður að Dóná, fara þeir einnig vestur með ánni vestur til járnhliðsins, í áttina til Jugo- slaviu og Ungverjalands. Tito marskálkur tilkynnti í gær, að hersveitir hans væri í sólcn austur á bóginn, vafalaust til móts við Rússa. 186,000 fangar. Síðustu átta dagana hefir manntjón Þjóðverja verið með ódæmum. Þeir hafa misst 186,- 000 manns í hendur Bússa lif- andi, en auk þess hafa tugþús- undir fallið. 1 gær voru teknir 7000 fangar og var hershöfðingi einn meðal þeirra, en hk annars fannst í valnum. Fyrir norðaustan Praga tóku Rússar bæ, sem er 20 km. frá borginni. 25 þýzkar her- deildir upprættar 4 aö auki ofurseldBi* bandamönnum. Eisenhower gaf blaðamönn- um í gær upplýsingar um við- ureignina við Þjóðverja fyrstu 85 daga innrásarinnar. Manntjón Þjóðverja nemur 400,000 manns. Helmingurinn er fangar og hafa 135,000 þeirra verið teknir síðan 25. júlí. Tuttugu og fimm hérdeild- ir liafa verið alveg upprættar, en sömu örlög bíða fjögurra, sem nú eru á Bretagne og Erm- arsundseyjum. Tveir herir, sá 7. og hinn ný- stofnaði 5. brynher, hafa verið gersigraðir, en tveir, 1. og 15., hafa goldið mikið afhroð. Þjóðverjar hafa misst 3545 flugvélar, 1300 skriðdreka, 2000 fallbyssur og 20,000 bíla. Lífið í París er nú að færast í eðlilegt horf. Póstur og járn- brautir gangh reglulega og sex blöð byrjuðu að koma út i fvrradag. Þjóðverjar flýja svo' hratt sums staðar í Norður-Frakk- landi, að blaðamenn, sem fara með fyrstu hersveitunum, segja að erfitt sé að halda í þá. Það eru einkum þær hersveifir, sem Bandaríkjamenn elta, sem fara svona hratt. Hjá þeim er ekki lengur um undanhald að ræða, heldur skipulagslausan flótta. Rétt fyrir myrkur í gær voru framsveitir Bandaríkjamanna komnar mjög nærri Sedan, sem er um 10 km. frá landamærum Belgíu. Snemma í morgun var sagt, að ekki væri útilokað, að Bandaríkjamenn væri komnir inn í Belgíu. Leiðin frá 1940. Bandaríkjamenn koma að landamærum Belgíu á sama stað og Þjóðverjar fóru suður yfir þau til Frakklands árið 1940. Þá gerði herstjórn banda- manna ekld ráð fyrir því, að Þjóðverjar mundu treystast til að fara í gegnum Ardenna- skóginn með bíla sína og skrið- dreka, en þeir brunuðu í gegn til Sedan, Rethel og þaðan norð- vestur til sjávar við ósa Somme. í t Eisenhower talar um Siegfried-línuna. Eisenhtíwer minntist lítið eitt á Siegfried-línuna í viðtah, sem hann átti við blaðamenn i gær. Hann sagði, að hann vissi ekki enn, hvort Þjóðverjar mundu hörfa alla leið til hennar nú, en hitt vissi hann, að engin varna- lína væri betri en hermennirnir í henni og það mundi lítt víg- reifur her, sem Þjóðverjar gætu komið þar fyrir. Fegnir að gefast upp. Hvarvetna þar sem banda- menn fara um í sókn sinni aust- ur á bóginn, aka þeir fram á þýzka liermenn, sem hafa ör- j magnazt á göngunni, því að j herinn hefir ekki flutningatæki handa öllum hersveitum. Þessir hermenn gera enga tilraun til að stöðva sókn bandamanna, heldur sitja nreðfram vegunum og horfa sljóum augum á skriðdreka- og bílalestir banda- manna fara framhjá og bíða einungis eftir því, að þeim sé sagt hvert þeir skuli halda í fangabúðir. Bandaríkjamenn einir taka um 2000 fanga á degi hverjum. j Frh. á 3. síðu. I #

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.