Vísir - 01.09.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 01.09.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján GuÖIaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 ó mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. PtanrfldsmáL jyjorgunl)laðið víkur nokkrum orðum að Vísi í leiðara sín- um i gær i sambandi við um- ræður þær, sem orðið hafa um utanför forseta Islands og fylgdarlið hans. Kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að Vísir sé gagntekinn af mikilleik Vilhj. Þórs, en þótt hugsunin sé óljós, vill þlaðið vafalaust gefa í skyn að afstaða þessa Maðs mótist af þeirri hrifningu. Morgun- blaðið hefir vafalaust orðið vart við að ritstjórn Vísis er ekki leikin í þeirri list, að falla fram og tilbiðja menn, en hefir leyft sér að túlka stefnu Sjálfstæðis- flokksins hreina og ómengaða af vináttutillitum eða aðdáun- arósjálfstæði. Afstaða Morgunblaðsins og umræður þess um utanför for- setans virðist mótast einvörð- ungu af þvi, að maður að nafni Vilhjálmur Þór gegnir embætti utanríkismálaráðherra, en hefði maðurinn borið eitthvað annað nafn, héfði sjálfsagt ekkert ver- ið að athuga við utanför hans, jafnvel þótt hann hefði setið í minnililuta stjórn, og þannig ekki haft umboð meiri hlutans til utanfararinnar. En allt þetta umboðshjal Morgunblaðsins er meinloka. Það leiðir beint af stöðii ráðherrans, alveg án til- lits til nafns hans, að honum bar að fara í förina, enda veit núvetandi forseti íslands vafa- laust eins vel hvað við á í þessu efni og sjálfboðasérfræðingar Morgunblaðsins i utanrikismál- um. * Morgunblaðið hefir áður og fyrr bent réttilega á, að umræð- ur um utanrikismál ættu að fara fram með fullri hófsemd og stillingu. Þau mál væru svo viðkvæm, og vandmeðfarin, að ekki mætti draga þau niður í sorp innanlandsátakanna, en blaðið hefir sjálft fallið fyrir þeirri freistingu, að ræða þessi mál á mjög óviröulegan og ó- geðfelldan hátt og þá að sjálf- sögðu óskynsamlega og jafnvel skaðlega. Slíkt er illa farið og í engu samræmi við vilja þess flokks, sem blaðið hefir talið sig málsvara fyrir. Afneitunin, J^ðstandendur Morgunblaðsins hafa að undanförnu farið um sveitir landsins í þeim er- indagerðum, að biðja menn um að lesa Morgunblaðið eitt, en taka ekki mark á öðrum blöð- um. sem teldu sig til Sjálfstæð- isflokksins, en túlkuðu ekki stefnu hans. Við þessa menn skal það eitt sagt, að stefna Morgunblaðsins hefir verið svo óljós að undanförnu, að al- menningur er helzt á því, að hún sé engin og geti því allra sizt verið stefna Sjálfstæðis- flokksins. Hinsvegar hefir stefnu flokksins verið haldið fram með fullri festu hér í blað- inu og hvergi verið frá henni hvikað. Erindrekar flokksins hafa því vafalaust farið út fyrir umboð sitt, er þeir telja sig þess umkomna að afneita mál- gögnum flokksins og um leið skoðunum alls þorra flokks- Altt fé í fimm hreppum í Þingeyjarsýslu verður skorið niður i haust Bændur hafa orðið íyrir miklu tjóni. Viðtal við Sæmund Friðriksson. JJjins og kunnugt er, hefir þingeysk mæðiveiki (lungnaþemba) gert mjög mikinn skaða á sauðfé í nokkrum hreppum í Þingeyj- arsýslu. Vísir hafði tal af Sæ- mundi Friðrikssym, fram- kvæmdastjóra sauðfjárveiki- varnanna, og spurðist fyrir um þetta mál hjá honum. Sæmundi sagðist svo frá: Mikil fjárfækkun hefir orðið hjá bændum á þessu svæði og var svo komið síðast liðinn vet- ur og reyndar fyrr, að þeir töldu sig ekki geta búið við veikina öllu iengur. í tilefni af þessu fór fram at- kvæðagreiðsla meðal bænd- anna, skv. lögum nr. 88 frá 9. júlí 1941 um fjárskipti og varð niðurstaða þeirrar atkvæða- greiðslu sú, að fjareigendur á svæðinu milli Jökulsár og Skjálfandafljóts samþ., með miklum meirihluta, niðurskurð og fjárskipti. Að vísu var einn hreppur á þessum slóðum, Reykdælahreppur, áður búinn að gera fjárskipti. Af ýmsum ástæðum jiótti ekki gerlegt að framkvæma fjárskipti á öllu svæðinu, en landbúnaðarráðherra sam- þykkti fjárskipti á norðurhluta þess, en það er Aðaldælahrepp- ur, Reykjahreppur, Húsavikur- hreppur, Tjörnesherppur og Kelduneshreppur. I sumar hafa miklar girðing- ar verið settar upp til þess að einangra þetta svæði. Er í ráði að taka liflömb í fjórum næstu lireppunum, austan Jökulsár á Fjöllum og auk þess, ef til vill, eitthvað á Vestfjörðum. Alls mun verða slátrað í haust á þessu fjárskiptasvæði um 9 þús. af fullorðnu fé, auk allra lamba. — Mun slátrun hefjast um 10. sept. n. k. og vera lokið í kring um 25. sama mánaðar. manna. Slík ummæli verða því ekki tekin alvarlega, en túlk- uð út frá þeirri staðreynd, að áður hefir það hent góða menn, — jafnvel ekki Iakari en Pétur postula — að afneita skoðunum sínum oftar en einu sinni og reyndist hann þó stefnu sinni trúr, er hann hafði gengið i gegnum hreinsunareld afneitun- arinnar og þær sálarraunir, sem henni fylgdu. Einstaka menn mega hinsveg- ar ekki fara að dæmi Lúðvíks XIV., sem sagði: „Ríkið, — það er eg“ og segja það sama um Sjálfstæðisflokkinn. Sem betur fer er flokkurinn skipaður hugs- andi mannverum, — og þeim vel gefnum og vel hugsandi, — en þar af leiðandi mun flokkur- inn ekki láta hjóða sér allan of- stopa og yfirgang, sem jafnvel kann að fela i sér algera tortím- ingu flokksins sjálfs. Menn vilja verja skoðanir sínar og berjast fyrir þeim gegn öllum árásum, hvort sem þær koma utan frá eða að innan, en hitt kann al- menningur ekki að meta, að fyr- ir engum skoðunum sé barizt, en samið um sálarheillina, — en þó einkum veraldlega vel- ferð — eftir því sem henta þyk- ir hverju sinni. Það eitt er ekki nóg, að kasta hanzkanum og skora á hólm. Hjá hólmgöng- unni verður ekki komizt sé við menn að eiga, en þá hera þeir á- byrgð á afleiðingum, sem til slíks ieiks stofna. Ráðgert er að flytja inn á svæðið í stað þess fjár sem skor- ið verður niður, 6000—7000 líf- lömb. Fyrirsjáanlegt er það, að ekki verður hægt að koma kjötinu í geymslu í frystihúsum, hvorki hér á Suðurlandi eða Norður- landi sökum þess, að öll eru frystihúsin yfirfull af freðnum fiski. Mun láta nærri, að þar séu um 16.000 tonn. Eitthvað verður þó tekið af fiskinum úr frystihúsunum nú á n'æstunni og verðui' þá liægt að koma nokkuru af kjötinu í geymslu þar. Annað er svo hitt, að ekki er mögulegt að selja neitt af kjöt- inu, fyrr lieldur en þing er kom- ið saman, því þá fyrst verður kjötverðið ákveðið. Horfir heldur vandræðalega um úrlausn þessa máls, en eftir er að sjá, hverju fram vindur. Engin síld fryst til beitu. Óvænlega mun nú horfa með öflun beitusíldar fyrir næstu vertíð. Svo sem um var getið hér í blaðinu fyrir skemmstu, voru öll frystihús full af fisld, svo að þau gátu ekki tekið síld til fryst- ingar. Var þá von um að eittlivað rýmkaðist í húsunum, en það mun ekki iiafa orðið ennþá. Fer útlit því að verða æði ískyggi- legt, ef ekki verður skjót breyt- ing á. Beituþörf landsmanna mun vera um 45,000 tunnur síldar á Kartöflur lækka í verði an. Engin hljóxnsveit enn Hótel Borg a Síðast liðið haust var öllu fé i Siglufjarðarumdæmi slátrað vegna garnaveikisýkingar. Mun það hafa verið á annað þúsund fjár, fullorðið. Hefir umdæmið nú verið einangrað með girð- ingu og verða flutt þangað nú í haust um 500 líflömb af Vest- fjörðum. Þrálátur orðrómur hefir að undanförnu gengið um það, að samkomulag væri nú í þann veg- inn að nást í deilu hjómlistar- manna og Jóhannesar á Borg. Vísir snéri sér þvi til Hjartar Nielsen, yfirþjóns á Borg, en Jóliannes er elcki í bænum, og spurðist fyrir um, hvað hæft væri í þessu. Kvað Hjörtur þetta vera eintóman uppsuna, enda liefði ekkert verið um þetta rætt nú um tíma og myndi ekki verða gert, fyrr en Jóhannes kgemi í bæinn. Þess skal getið hér til gamans, að það fylgdi sögunni, að hljóm- sveit sú, sem hefir undanfarið verið á Hótel Gullfoss á Akur- eyri, ætti að koma hingað og leika á Borg, en eins og fyrr segir er enginn fótur fyrir þeSs- um orðrómi. Ástæðurnar fyrir því, að Vinnuveitenda- félagið vill fá verkíall Dagsbrúnar dæmt ógilt. EINS og skýrt var frá hér í blaðinu í gær hefir Vinnu- veitendafélag íslands höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Verkamannafélaginu Dagsbrún og vill fá „Trúnaðarmannaráð“ félagsins dæmt ógilt til að fyrir- skipa verkföll. Er mál þetta höfðað vegna h.f. Shell og fer hér á eftir útdráttur úr stefnu Vinnuveitendafélagsins, svo menn geti frekar áttað sig á, hverjar forsendur liggja til málshöf ðunarinnar: Samkv. núgildandi lögum V.m.f. Dagsbrún frá 16. og 17. jan. 1943 er stjórn félagsins skipuð 5 mönnum. í félaginu er trúnaðarráð skipað 100 mönn- um og loks trúnaðarmannaráð, skipað 4 mönnum aulc hinna 5 stjórnenda, en formaður félags- stjórnarinnar er jafnframt for- maður trúnaðarmannaráðsins og ritari hennar einnig ritari þess. í 35. gr. félagslaganna er svo ákveðið, að þetta trúnaðar- mannaráð, þannig skipað, hafi vald til þess að taka ákvörðun um vinnustöðvun. Á þessum grundvelli liefir trúnaðarmannaráð V.m.f. Dags- brúnar tekið þá ákvörðun um vinnustöðvun lijá Shell li.f. frá og með 22. þ. m., sem ræðir um í eftirgreindu bréfi, dags. 14. þ. m.: „Vinnuveitendafélag íslands, f. h. h.f. Shell á íslandi, Reylcja- vik. Á fundi trúnaðarmannaráðs félags vors þann 14. þ. m. var samþykkt að stöðva alla vinnu Dagsbrúnarmanna hjá h.f. Shell á fslandi frá og með 22. ág. þ. á., ef ekki hafa náðzt nýir samning- ar við h.f. Shell, um kaup og kjör mánaðarkaupsmanna, fyr- ir þann tíma. Þetta tilkynnist yður hér með. Virðingarfyllst, f. h. Verkamannafél. Dagsbrún, Eggert Þorbjarnarson.“ Sáttasemjari rejrndi sætlir í málinu, en þær tókust ekki. V.m.f. Dagsbrún gerði síðan verkfall hjá h.f. Shell að morgni þ. 22. þ. m. og stendur það verk- fal! ennþá. V.m.f. Dagsbrún lét verkfallið ná til, ekki aðeins mánaðar- kaupsmanna, heldur einnig tímakaupsmanna og bannaði öllum meðlimum sinum að vinna, hvaða vinnu sem væri hjá li.f. Shell. f 15. gr. 1. nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeildur er að finna héraðlútandi lagaregl- ur. Greinin er svohljóðandi: „Þegar stéttarfélög eða félög atvinnurekenda ætla að hefja vinnustöðvun, þá er hún því að- eins heimil, að ákvörðunin hafi verið tekin: a) við almenna, leynilega atkvæðagreiðslu, sem staðið hefir a. m. k. í 24 klst., enda hafi félagsstjórnin auglýst nægi- lega, hvar og hvenær atkvæða- greiðslan um vinnustöðvunina skyldi fara fram. b) af samninganefnd eða félagsstjórn, sem gefið hefir verið umboð til að taka ákvörð- un um vinnustöðvunina með almennri atkvæðagreiðslu, sem farið liefir fram á sama hátt og greint er undir a-lið. c) af trúnaðarmannaráði, ef lög viðkomandi félags fela því slikt vald, enda hafi vinnu- stöðvnnin verið samþykkt með a. m. k. % hlutum greiddra at- kvæða á lögmætum trúnaðar- mannaráðsfundi.“ Stefnandi (Vinnuveitendafé- lagsstjórnin) lítur svo á, að heimild sú, fyrir trúnaðar- mannaráð til þess að ákvarða vinnustöðvun, sem um ræðir í c-lið téðrar lagagreinar, geti að- eins náð til þess, þegar trúnað- armannaráð er svo fjölmennt í hlutfalli við félagatölu hlutað- eigandi félags, að búast megi við, að vilji trúnaðarmanna- Verðlagsnefnd garðávaxta hefir nú ákveðið að lækka tölu- vert verð á kartöflum, frá því sem það hefir verið nú um hríð. Hefir nefndin ákveðið, að heildsöluverð kartaflna skuli vera 138 kr. hver 100 kg. en var áður lcr. 190. Smásöluverð er nú 1,70 hvert kg. en'var áður lcr. 2.35 pr. kg., skv. ákvörðun verð- lagsnefndarinnar. En skv. heimild í lögum um dýrtíðarráðstafanir hefir at- vinnu- og samgöngumálaráðu- neytið ákveðið, að smásöluverð megi ekki vera hærra en kr. 1.30 pr. kg., en heildsöluverðið 104.00 kr. pr. 100 kg. Er hér um töluverða lækkun að ræða. Mr. Rae dæmir 1. leik í Walterskeppninni, Það hefir orðið að samkomu- lagi, að hinn enski knattspyrnu- dómari Mr. Rae dæmi fyrsta leik Walterskeppninnar, sem háður verður kl. 5 n. k. sunnu- dag. Mr. Rae hyggst að sýna ís- lenzkum knattspyrnumönnum og áhorfendum, hvernig dæmt er á meistaraflokksleikjum í Englandi og hefir þvi fengið 2 islenzka dómara sem línuverði sér til aðstoðar. Þar að auki hef- ir hann sex unglinga til þess að sækja boltann og koma honum sem fyrst inn í leikinn aftur, er honum er spyrnt út af vellinum, en þetta tíðkast á öllum stærri kappleikjum í Englandi. Verður vafalaust fróðlegt hæði fyrir knattspyrnumenn og áhörfendur að horfa á þe'nnan leik og má sjálfsagt margt af Mr. Rae læra í þessum efnum. Nýja Bíó: As ir skáldsins. Annað kvöld tekur Nýja Bíó til. sýningar stórmynd, sem fjallar um ástir og ævi ameríska skáldsins Edgar Allan Poe. — Poe fæddist árið 1809 í Boston, en foreldrar lians dóu er liann var á unga aldri. Eftir það ólst Iiann upp hjá kaupmanni nokk- urum í Richmond í Virginia. Lýsir myndin skólaveru hans i Englandi, Virginia-háskólanum og West Point-herskólanum. — Aðalblutverkin leika Linda Dar- nell, John Sbepperd (sem Allan Poe) og Virginia Gilmore. Er ó- hætt að fullyrða, að þetta sé með beztu myndum, sem Iengi hafa sézt hér í bænum. ráðsins verði nokkurn veginn spegilmynd af vilja félags- manna, sem heildar. Um s.l. áramót voru félags- menn Dagsbrúnar 2980 að tölu og befir ekki fækkað síðan. Stefnandi telur því, skv. liugs- un og tilgangi téðs laga-ákvæðis geti 4 menn (auk 5 félagsstjórn- anda) ekki verið nægilegir til þess, að svo verði litið á, sem hér liggi fyrir trúnaðarmanna- ráð í heim skilningi, sem leggja verður í það orð í umræddu á- kvæði vinnudeilulaganna. Ennfremur bendir stefnandi á, að lögin taki ákvörðunarrétt um vinnustöðvanir úr höndum félagsstjórna og það geti ekki samrímst lögunum, að þetta vald sé lagt í hendur stofnunar, þar sem félagsstjórnin getur ein ráðið öllu. Stefnandi telur, aðallega, verk- fall þetta ólöglegt að öllu leyli vegna þess, að trúnaðarmanna- ráð Dagsbrúnar fullnægir ekki skilyrðum Iaganna (nr. 80/1938). Urvals þurkaður Saltfiskur fyrirliggjandi. Ódýr. — Birgið yður til vetrarins meðan verðið er lágt. — Sömuleiðis eru til Rófur utan af landi, ódýrar og góðar. Hafliði Baldvinsson, Hverfisgötu 123. Sími 1456. Vanur biíreiðarstjóri óskar eftir að keyra góðan vörubíl. Getur skaffað vinnu. Tilboð merkt „VörubílT^ sendist Vísi. Bútasala hefst í SAUMASTOFUNNT Hverfisgötu 49 í dag. (Káputausbútar.) ísskápui. Nýr fyrsta flokks ís- skápur til sölu. Tilboð, merkt lSSKÁPUR,send- ist blaðinu fyrir laugar- dagskvöld. Nýslátiað giísakjöt verður selt í dag og á morgun BERGSSTAÐASTRÆTI 2. Framleiðsluverð. Duglegur sendisveinn óskast nú þegar. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur Vatnsstíg 3. Húsmæður! Sultutíminn er kominn! Tryggið yður góðan árang- ur af fyrirhöfn yðar. Varð- veitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það gerið þér bezt með því að nota BETAMON, óbrigðult rotvarnarefni. BENSONAT, bensoesúrt natrón. PECTINAL, Sultuhleypir. VÍNEDIK, gerjað úr ávöxtum. V ANILLETÖFLUR. \rÍNSYRU. FLÖSKULAKK í plötum. HíflrHEriiHx Fæst í öllum maitvöruverzlunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.